11 milljónir söfnuðust fyrir Frú Ragnheiði

9. október 2020

Við erum full þakklætis fyrir þau fjölmörgu framlög sem bárust í söfnun fyrir nýjum bíl Frú Ragnheiðar á höfuðborgarsvæðinu.

Markmiðinu var náð og gott betur, en alls söfnuðust 11 milljónir. Söfnuninni lauk í gær á 11 ára afmæli verkefnisins svo það var afskaplega viðeigandi.

Sérútbúinn bíll í góðu standi er undirstaða verkefnisins. Þökk sé ykkur getum við keypt nýjan bíl og innréttað hann í takt við þarfir skjólstæðinga og sjálfboðaliða verkefnisins. Það sem safnast hefur umfram kostnað við nýjan bíl verður varið í nálaskiptaþjónustu fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Ef þig langar enn að leggja verkefninu lið er það hægt með því að senda TAKK í 1900 eða leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.

Við hlökkum til að sýna ykkur nýja bílinn um leið og hann er tilbúinn. Við vonumst til þess að hann verði farinn að keyra um götur höfuðborgarsvæðisins fyrir jól!