28. maí 2003 : Sumarbúðir í Eistlandi

Paldiski er smábær rétt utan við Tallin í Eistlandi, Rauða kross deildin þar og Reykjavíkurdeild Rauða krossins hafa nýverið stofnað með sér vinadeildasamstarf. Paldiski deildin hefur óskað eftir sérstakri áherslu á ungmennastarf. Af því tilefni munu 7 Urkí félagar fara til Eistlands og hitta hóp ungra Eistlendinga dagana 13-20 júní næstkomandi.

8. maí 2003 : Viltu hjálpa við að hanna evrópskan vef um skyndihjálp?

Rauði kross Íslands er aðili að Evrópuátaki í skyndihjálp. Við höfum fengið beiðni frá Evrópuskrifstofu Rauða krossins um aðstoð við að hanna teiknimyndir og leiki fyrir sérstakan vef sem er tileinkaður átakinu. Hefur þú kunnáttu og áhuga til að hjálpa okkur? Hafðu þá samband við Þóri Guðmundsson upplýsingafulltrúa á [email protected].

8. maí 2003 : Sendið vinum og vandamönnum póstkort í tilefni dagsins

Í dag 8. maí er alþjóðadagur Rauða krossins Rauða hálfmánans, við getum hjálpað við að halda upp á daginn með því að senda vinum og vandamönnum póstkort.

8. maí 2003 : Undirbúningur fyrir Landsmót

Sjálfboðaliðar í undirbúningssnefnd fyrir Landsmót URKÍ sem verður haldið í september n.k. eru: Ingibjörg Halldórsdóttir Akranesi, Ása Dröfn Guðbrandsdóttir Reykjavík, Brynjar Már Brynjólfsson Ísafirði og Steinunn Brynjarsdóttir Hafnarfirði. Starfsmaður nefndarinnar verður Anna Ingadóttir, ungmennafulltrúi.