Sjálfboðaliðar Rauða krossins heimsækja fanga á Litla Hrauni og sömuleiðis á Sogni. Beiðnir koma frá föngum í gegnum millilið í fangelsinu...
Þegar þessar línur eru ritaðar er búið að pakka í 700 kassa þannig að nú á bara eftir að flokka og pakka í nokkuð hundruð kassa til viðbótar. Við stefnum á að hafa opið hús upp í fataflokkun næstu þrjá daga frá kl.18:00 - 21:00
Hvað áttu að gera þegar ÞÚ kemur að bílslysi ?
Er umhverfið öruggt! Er öruggt fyrir þig að veita slösuðum aðstoð? getur þú nálgast hinn slasaða á öruggan hátt? Ef þú slasar sjálfan þig þegar þú ert að veita aðstoð tvöfaldast vandamálið.
Gefðu öðrum ökumönnum merki um að slys hafi átt sér stað. Ef þú er með viðvörunarþríhyrning í bílnum þínum skaltu staðsetja hann í um 200 metra fjarlægð frá slysstað svo aðrir ökumenn sjái hann greinilega og geti hægt ferðina áður en þeir koma að slysstaðnum.
Þegar þú hefur tryggt að öruggt sé að veita aðstoð skaltu athuga ástand hins slasaða. Er hann með meðvitund? getur hann talað? getur hann andað? Jafnvel þó hann sé með meðvitund og geti andað er nauðsynlegt að láta heilbrigðismenntaða aðila skoða hann.
Tuttugu sjálfboðaliðar Rauða kross deilda Ísafjarðar, Bolungarvíkur og Súðavíkur tóku þátt í vettvangsæfingu á vegum Flugmálastjórnar sem haldin var á Ísafirði 8. maí sl. þar sem tvær flugvélar áttu að farast með um 60 manns innanborðs. Allir sem hafa verkskyldum að gegna við flugslys á Ísafirði tóku þátt í æfingunni, alls um tvö hundruð manns, undir styrkri stjórn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur sýslumanns.
Æft var eftir nýrri flugslysaáætlun fyrir Ísafjarðarflugvöll og viðbrögð og aðgerðir samkvæmt henni. Áætlunin byggir á samræmdu starfsskipulagi fyrir alla neyðaraðila á Íslandi, s.k. SÁBF-kerfi, sem stendur fyrir Stjórnun, Áætlanir, Bjargir, Framkvæmdir.
Æfðar voru björgunaraðgerðir, björgun á vettvangi þar sem um var að ræða mikið slasaða, minna slasaða, óslasaða og látna og samhæfing aðgerða sem og aðhlynning við aðstandendur og samskipti við fjölmiðla. Á æfingunni reyndi verulega á samhæfingu samstarfsaðila vegna flutnings á slösuðum frá Ísafirði, sem og á boðunarkerfi störf fólks á vettvangi, stjórnun, fjarskipti, rannsóknir og fleira.
Fyrirhugað er að vera með söfnum á fatnaði næstu helgi og því bráðvantar okkur sjálfboðaliða til starfa. Utanríkisráðaneytið mun um næstu mánaðarmót senda flugvél fulla af hjálpargögnum til Kabul í Afganistan og hefur Rauði kross Íslands tekið að sér að safna og senda með vélinni um 15 tonna af fatnaði
Þriðjudaginn 11.maí næstkomandi verður haldin fjöldahjálparæfing í Árbæjarskóla. Okkur vantar sjálfboðaliða til að mæta á staðinn og láta skrá sig inn í fjöldahjálparstöðina. Æfingin hefst kl. 17 og gaman væri að sjá sem flesta. Æfingin tekur um klukkustund. Fyrir hönd yfirneyðarnefndar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands Erla Svanhvít
erlasvanhvit@hotmail.com