Mannúð og menning, námskeið haldið í Austurbyggð
![]() |
Kennslustund fór fram utandyra í blíðunni. |
Á námskeiðinu var lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendur fræddust um starf Rauða krossins, allt frá Henri Dunant til dagsins í dag, grundvallarmarkmið RKÍ, hvað þau þýddu og hvernig við gætum nýtt okkur þau í daglegu lífi. Miklar og líflegar umræður spruttu út frá þeim umræðum. Rætt var um Genfarsáttmálann, markmið hans og hvort verið gæti að hann væri brotinn í dag. Voru allir sammála um að það væri raunin, og fannst sorglegt.
Landsfundur Urkí
Landsfundur Urkí verður haldin í Efstaleiti 9 næstkomandi laugardag (19. júní) klukkan 13:00.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Farið yfir starf síðasta árs
2. Starfsreglur yfirfarnar
3. Kosningar/val í stjórn Urkí næsta árs
4. Önnur mál
Stjórn Urkí fundar á 6-8 viknafresti - yfirleitt í Reykjavík.
Allir velkomnir
Annríki hjá Skyndihjálparhóp
