Gestir frá vinadeild í Eistlandi
![]() |
Settur var upp „vináttulandsleikur" í skyndihjálp. |
Paldiski er lítill bær rétt fyrir utan Tallin í Eistlandi. Deildirnar hafa átt í vinadeildasamstarfi síðastliðin tvö ár og hafa skipst á heimsóknum og ýmsum gagnlegum upplýsingum.
Ungmennin sem hér eru stödd munu kynna sér starfsemi hreyfingarinnar hér á landi og fá fræðslu um margvísleg málefni eins og mögulegar fjáröflunarleiðir Rauða krossins, starfsemi Alþjóðahússins, uppbyggingu ungmennahreyfingar Rauða krossins og fleira.
Rauði kross Haiti tekur þátt í „fótbolta fyrir friði.”
![]() |
Áhorfendur fagna í leik Haiti og Brasilíu. |
Það skipti ekki máli þó að geta liðanna væri ólík. Áhorfendur fögnuðu alveg jafn ákaft þegar heimsmeistararnir skoruðu og þegar hetjurnar heima fyrir náðu skoti á markið. Þó að lokastaðan hafi verið 6-0 fyrir Brasilíu fannst öllum þeir vera sigurvegarar. Þeir þúsundir áhorfenda sem voru á vellinum fundu fyrir miklu stolti yfir því að stórstjörnur Brasilíu hefðu samþykkt að heimsækja þá og spila fótbolta í þessu litla, hrjáða landi, sem nýlega hafði verið vettvangur borgaralegra átaka og mikilla flóða.
Alþjóðlegar sumarbúðir 2004
![]() |
Alþjóðlegar sumarbúðir eru haldnar annað hvert ár. Þarna sjást þátttakendur sumarbúðanna árið 2002. |
Sumarbúðirnar verða að þessu sinni haldnar að Snorrastöðum á Snæfellsnesi þar sem gist verður í sumarbústöðum.
Aðal þema sumarbúðanna verður Börn í stríði og munu erlendu þátttakendurnir segja okkur frá því sem er að gerast í heimalandi sínu sem tengist viðfangsefninu. Unnið verður í hópum að ýmsum málefnum sem varða börn í stríði og munu þátttakendur kynna niðurstöður sínar m.a. í fjölmiðlum hérlendis og í heimalöndum. Samhliða hópavinnunni verður ýmis konar útivist og félagslíf.
Stórslys í Alpafjöllunum - evrópukeppni í skyndihjálp

Keppnisdagurinn sjálfur var langur og strangur en umfram allt stórskemmtilegur. Keppnin fer þannig fram að sviðsett eru mismunandi slys og óhöpp, til dæmis bílslys, bankarán, drukknun í sundlaug og svo framvegis. Til að gera langa sögu stutta hlaut íslenska liðið 78% stiganna og endaði í 24. sæti af 26. Árangurinn er kannski ekki til að hrópa húrra fyrir en við erum reynslunni ríkari og þegar farin að undirbúa þjálfun næsta liðs. Sigurvegarinn þetta árið var liðið frá Armeníu sem þótti tíðindum sæta.