Hjálparstarf í kapphlaupi við tímann
Gunnar Hersveinn er blaðamaður á Morgunblaðinu og birtist grein þessi í blaðinu 19. september 2004.
2.500 sjálfboðaliðar óskast!
Á fundinum í dag minnti Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á að tvær milljónir barna hefðu látið lífið í stríðsátökum á síðastliðnum tíu árum og að áður en dagurinn liði væri líklegt að 25 börn hefðu stigið á jarðsprengju. Mikil þörf væri á aðstoð við yngstu fórnarlömb stríðs.
Flugslysaundirbúningur í hámarki
![]() |
Fulltrúar Rauða kross Íslands á undirbúningsfundi vegna flugslysaæfingarinnar. |
Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið í undirbúningi undanfarnar vikur og kemur stór hópur sjálfboðaliða til með að æfa viðbrögð sín á laugardaginn.
Fjöldahjálparstjórn sem skipuð verður fulltrúum úr neyðarnefnd Reykjavíkurdeildar Rauða krossins stýrir aðgerð fjöldahjálparinnar og verður hún staðsett í húsnæði deildarinnar að Laugavegi 120.
Þögn áfallsins víkur fyrir hamarshöggum
![]() |
Sólveig Ólafsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins við störf sín í Grenada. |
Fellibylurinn Ivan, sem hefur einnig gengið undir nafninu Ivan grimmi, þaut yfir eyjuna með gríðarlegum látum og eyrði engu. Níu af hverjum tíu byggingum eyjarinnar hafa orðið fyrir skemmdum, rafmagnið er farið og vatnsbirgðir voru af mjög skornum skammti fyrstu dagana eftir að ósköpin dundu yfir. Flest samskiptakerfi liggja niðri, allar símalínur og flestar farsímastöðvar eru ónýtar og engir fjölmiðlar ? hvorki útvarp, sjónvarp né dagblöð ? hafa starfað í landinu síðan bylurinn gekk yfir.
Samstarfsverkefni Kvennaathvarfsins og Urkí
Sjálfboðaliðar munu koma á laugardögum í vetur og gera eitthvað skemmtilegt með börnum sem dvelja í athvarfinu eða hafa dvalið þar. Markmiðið er að létta börnum dvölina í athvarfinu með markvissu félagsstarfi og sömuleiðis létta undir með mæðrunum.
Verkefnið er unnið í samvinnu við félagsráðgjöf við Háskóla Íslands undir handleiðslu Steinunnar Hrafnsdóttur og mun stór hluti sjálfboðaliðanna koma þaðan en sjálfboðastarfið er hluti af námi fólks við deildina.
Rætt um börn í stríði á alþjóðlegum sumarbúðum á Snæfellsnesi
Rauða kross strákurinn Hjálpfús heimsækir leikskólana
![]() |
Kamilla Ingibergsdóttir framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar Rauða krossins afhendir Elísabetu Eyjólfsdóttur leikskólastjóra námsefnið „Hjálpfús heimsækir leikskólann." |
Námsefnið inniheldur litla brúðu og kennsluefni fyrir sex sögustundir. Rauða kross strákurinn Hjálpfús er í formi fingurbrúðu sem leikskólakennarar geta notað til að leiða börnin í gegnum námsefnið.
„Þetta efni er eins og sniðið að stefnu okkar í leikskólanum Álfaheiði," sagði Elísabet Eyjólfsdóttir leikskólastjóri þegar fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins afhentu henni námsefnið. „Við leggjum mikla áherslu á lífsmennt, sem byggir á nokkrum grundvallargildum eins og friði, virðingu og umburðarlyndi."
Rauða kross strákurinn Hjálpfús heimsækir leikskólana
![]() |
|
Kamilla Ingibergsdóttir, framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar, afhendir Elísabetu Eyjólfsdóttur fræðslupakkann. |
Námsefnið inniheldur litla brúðu og kennsluefni fyrir sex sögustundir. Rauða kross strákurinn Hjálpfús er í formi fingurbrúðu sem leikskólakennarar geta notað til að leiða börnin í gegnum námsefnið.