Skóli fyrir heyrnarlaus börn í Palestínu
Genfarsamningarnir á íslensku á vef Rauða krossins

Genfarsamningunum kristallast hugmyndin um að jafnvel stríð sé takmörkunum háð. Samningarnir vernda þá sem ekki taka þátt í ófriði, eða hafa lagt niður vopn, og reisa skorður við því valdi sem stríðsaðilar geta beitt.
Góðir gestir frá Suður-Afríku
hann er af indversk-evrópskum uppruna, en Similo er "svartur" ("black/kafee") sem merkir að hann er suður-afrískur í húð og hár. Þeir tala sitt hvor tungumálið, annars vegar afrikaan og hins vegar xhosa. Sín á milli hafa þeir síðan þróað sitt eigið tungumál, blöndu beggja málanna, sem þeir halda að enginn skilji nema þeir tveir!
Þjóðahátíð
Mannúð og menning í Austurbyggð
Stöðvarfjarðar- og Fáskrúðsfjarðardeildir RKÍ gengust sameiginlega fyrir námskeiðinu Mannúð og menning í Austurbyggð dagana 7. - 11. júní sl. Leiðbeinendur voru Jóhanna Hauksdóttir og Aðalheiður Birgisdóttir.
Alþjóðadagur Rauða krossins haldinn hátíðlegur á Höfn
Opnun Hússins Egilsstöðum
![]() |
Við opnun Hússins mætti fjölmenni gesta og listamanna. |
Deildir innan Rauða kross Íslands hafa komið að stofnun og uppbyggingu ungmennahúsa víða um land undanfarin ár og er þetta hús kærkomin viðbót.
Neyðarvarnir endurskoðaðar á höfuðborgarsvæði
Á fundinum lét Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, Kópavogsdeild, af störfum sem formaður svæðisráðs en í stað hennar kemur Sigrún Jóhannsdóttir, formaður Álftanesdeildar. Fjölmörg samtarfsverkefni deildanna voru rædd á fundinum í gær, svo sem Fjölsmiðjan, fataflokkun, námskeið og fleira.
Á fundinum lýsti Reynir Guðsteinsson fulltrúi Rauða kross deildanna í stjórn Fjölsmiðjunnar starfi hennar undanfarið og nefndi að deildir á höfuðborgarsvæðinu hefðu á þeim þremur árum, sem Fjölsmiðjan hefur starfað, lagt fram tólf milljónir króna til starfsemi hennar. Nú væru 42 nemar í Fjölsmiðjunni.
Fólkið var mjög fljótt að aðlagast aðstæðum á Íslandi
![]() |
Haldið var kaffisamsæti í tilefni þess að 25 ár eru liðin síðan flóttamenn frá Víetnam komu til Íslands. |
Það var þann 20. september 1979 þegar til landsins komu alls 35 manns frá Malaziu en þar hafði 8500 flóttamönnum frá Víetnam verið komið fyrir í flóttamannabúðum. Í hópnum voru fjórir einstaklingar, systkinahópur og fjórar barnmargar fölskyldur.
Milljón sjálfboðaliðar og öflug neyðaraðstoð en þörf á uppbyggingu
![]() |
Ómar Valdimarsson við störf sín í Austur Tímor. |
Sjúkdómsgreining er lykillinn að því að bæta líf veikra barna
Tæplega 30 milljónir króna söfnuðust þegar Íslendingar gengu til góðs
Alls söfnuðust tæplega 30 milljónir króna í landssöfnun Rauða krossins, Göngum til góðs, til aðstoðar stríðshrjáðum börnum. Söfnunin fór fram með því að á þriðja þúsund sjálfboðaliða gekk með bauka í hús síðastliðinn laugardag.
Allt fé sem safnaðist rennur óskipt til verkefna til stuðnings börnum á stríðssvæðum, einkum í Sierra Leone og í Palestínu. Í Sierra Leone fá yngstu fórnarlömb harðvítugrar borgarastyrjaldar, sem nú er yfirstaðin, aðstoð við endurhæfingu og aðlögun að samfélaginu. Í Palestínu verður börnum veittur sálrænn stuðningur til að þau geti betur tekist á við þær erfiðu kringumstæður sem þau búa við.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins mættu miklum velvilja meðal landsmanna. Fjöldi fyrirtækja, íþróttafélaga og ýmissa hópa tók þátt í göngunni. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var verndari söfnunarinnar.
Rauði krossinn kann öllum þeim sem tóku þátt í átakinu bestu þakkir.
Svona göngum við til góðs
hér og velur þér um leið söfnunarstöð í hverfinu eða því sveitarfélagi þar sem þú ætlar að ganga.
Söfnunarstöðvar verða opnar milli kl. 10 og 18 á laugardag. Við leggjum til að þú mætir snemma. Á söfnunarstöðinni færðu afhentan bauk, húfu og annað sem til þarf. Taktu endilega með þér börn, foreldra eða aðra ættingja og vini. Þetta verður skemmtilegt!