28. október 2004 : Skóli fyrir heyrnarlaus börn í Palestínu

Hlér starfaði sem sendifulltrúi í Palestínu. Hann skrifaði þessa grein fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og birtist hún á vef í ágúst 2004.

22. október 2004 : Genfarsamningarnir á íslensku á vef Rauða krossins

Genfarsamningarnir eru nú í fyrsta sinn birtir í heild sinni á íslensku á vef Rauða kross Íslands, www.redcross.is, þannig að nú hefur almenningur beinan aðgang að þessum hornsteini alþjóðlegra mannúðarlaga. Samningarnir eru birtir á vefnum með nýju íslensku birtingarkerfi, ecBook, sem Íslensk fyrirtæki ehf. hafa hannað og láta Rauða krossinum í té endurgjaldslaust. 

Genfarsamningunum kristallast hugmyndin um að jafnvel stríð sé takmörkunum háð. Samningarnir vernda þá sem ekki taka þátt í ófriði, eða hafa lagt niður vopn, og reisa skorður við því valdi sem stríðsaðilar geta beitt.

15. október 2004 : Flugslysaæfing

15. október 2004 : Námskeið

15. október 2004 : Svæðisfundur í Hveragerði

15. október 2004 : Áætlanagerð að ljúka

15. október 2004 : Góðir gestir frá Suður-Afríku

Stöðvarfjarðardeild RKÍ fékk góða gesti í heimsókn í september. Similo og  Fernel frá Suður-Afríku komu til okkar eftir að hafa verið með um þrjátíu öðrum  ungmennum í alþjóðlegum sumarbúðum á Snæfellsnesi.  Þeir félagar eru frá Höfðaborg (Cape Town) sem er á syðsta oddi Suður-Afríku og  eru báðir leiðtogar í starfi RKÍ í heimaborg sinni. Í augum okkar venjulegra  Íslendinga eru þeir eins: Afríkubúar! Uppruni þeirra er þó ólíkur. Fernel er  "litaður" ("coloured"), sem þýðir að
hann er af indversk-evrópskum uppruna, en Similo er "svartur" ("black/kafee") sem merkir að hann er suður-afrískur í húð og hár. Þeir tala sitt hvor tungumálið, annars vegar afrikaan og hins vegar xhosa. Sín á milli hafa þeir síðan þróað sitt eigið tungumál, blöndu beggja málanna, sem þeir halda að enginn skilji nema þeir tveir!

15. október 2004 : Þjóðahátíð

Þjóðahátíð Austurlands var haldin í þriðja sinn í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, sunnudaginn 12. september sl. Hátíðin hefur áður verið haldin á Reyðarfirði og Seyðisfirði, en ákveðið var að hafa hana á Egilsstöðum þar sem fjölgun útlendinga hefur orðið á svæðinu vegna framkvæmdanna á Kárahnjúkum. Sýndu þeir hátíðinni mikinn áhuga og tóku þátt í henni með mikilli ánægju.

15. október 2004 : Mannúð og menning í Austurbyggð

Stöðvarfjarðar- og Fáskrúðsfjarðardeildir RKÍ gengust sameiginlega fyrir námskeiðinu Mannúð og menning í Austurbyggð dagana 7. - 11. júní sl.  Leiðbeinendur voru Jóhanna Hauksdóttir og Aðalheiður Birgisdóttir.   
 

 

15. október 2004 : Alþjóðadagur Rauða krossins haldinn hátíðlegur á Höfn

Ný aðstaða deildarinnar á Höfn var tekin í notkun 8. maí. Á opnu húsi þennan dag komu tvær dömur frá URKÍ og kynntu starf þeirra. Ungt fólk hefur verið áberandi í starfi deildarinnar nú í haust og voru í meirihluta í hópi þeirra sem gengu til góðs 2. október. Deildin hefur haldið námskeið í sálrænni skyndihjálp sem Margrét Blöndal hefur stýrt. Það er heilmargt framundan á Höfn, námskeið og opin hús einn laugardag í mánuði.

15. október 2004 : Opnun Hússins Egilsstöðum

Við opnun Hússins mætti fjölmenni gesta og listamanna.
Miðvikudaginn 13. október var Húsið á Egilsstöðum formlega opnað að Lyngási 5-7. Húsið er ætlað ungmennum 16 ára og eldri. Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða kross Íslands stendur ásamt sveitarfélaginu A-Hérað að stofnun þess og rekstri.  Forstöðumaður hefur verið ráðinn Haukur Hauksson.

Deildir innan Rauða kross Íslands hafa komið að stofnun og uppbyggingu ungmennahúsa víða um land undanfarin ár og er þetta hús kærkomin viðbót.    

15. október 2004 : Svæðisfundur í Hveragerði

14. október 2004 : Neyðarvarnir endurskoðaðar á höfuðborgarsvæði

Á svæðisfundi Rauða kross deildanna á höfuðborgarsvæðinu sem haldinn var í gær lýstu deildirnar yfir vilja til að koma á sameiginlegum viðbúnaði vegna neyðarvarna. Formaður Kópavogsdeildar hefur haft forgöngu um að deildirnar hefji undirbúning að samvinnu í þessum efnum og var samþykkt að stofna starfshóp til að gera tillögu um samstarf deildanna í neyðarvörnum.

Á fundinum lét Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, Kópavogsdeild, af störfum sem formaður svæðisráðs en í stað hennar kemur Sigrún Jóhannsdóttir, formaður Álftanesdeildar. Fjölmörg samtarfsverkefni deildanna voru rædd á fundinum í gær, svo sem Fjölsmiðjan, fataflokkun, námskeið og fleira.

Á fundinum lýsti Reynir Guðsteinsson fulltrúi Rauða kross deildanna í stjórn Fjölsmiðjunnar starfi hennar undanfarið og nefndi að deildir á höfuðborgarsvæðinu hefðu á þeim þremur árum, sem Fjölsmiðjan hefur starfað, lagt fram tólf milljónir króna til starfsemi hennar. Nú væru 42 nemar í Fjölsmiðjunni.

13. október 2004 : Fólkið var mjög fljótt að aðlagast aðstæðum á Íslandi

Haldið var kaffisamsæti í tilefni þess að 25 ár eru liðin síðan flóttamenn frá Víetnam komu til Íslands.
Nú eru 25 ár síðan Rauði kross Íslands, í samvinnu við stjórnvöld, tóku á móti fyrsta hópi flóttamanna frá Víetnam. Í því tilefni bauð Rauði krossinn til samkomu hópsins og mættu þar þrjátíu manns.

Það var þann 20. september 1979 þegar til landsins komu alls 35 manns frá Malaziu en þar hafði 8500 flóttamönnum frá Víetnam verið komið fyrir í flóttamannabúðum. Í hópnum voru fjórir einstaklingar, systkinahópur og fjórar barnmargar fölskyldur.

8. október 2004 : Milljón sjálfboðaliðar og öflug neyðaraðstoð en þörf á uppbyggingu

Ómar Valdimarsson við störf sín í Austur Tímor.
Sendifulltrúar Rauða kross Íslands veita ýmist neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara eða stríðsátaka eða þeir aðstoða landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans við að byggja upp starfsemi sína. Helstu verkefni í þessari þróunaraðstoð eru á sviði heilsugæslu, neyðarvarna og neyðaraðstoðar og við útbreiðslu mannúðarhugsjónar Rauða kross hreyfingarinnar en einnig á sviði fjármála og uppbyggingar landsfélaganna.  

8. október 2004 : Sjúkdómsgreining er lykillinn að því að bæta líf veikra barna

Hlér starfaði sem sendifulltrúi í Palestínu. Hann skrifaði þessa grein fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og birtist hún á vef í júní 2004.

7. október 2004 : Tæplega 30 milljónir króna söfnuðust þegar Íslendingar gengu til góðs

Alls söfnuðust tæplega 30 milljónir króna í landssöfnun Rauða krossins, Göngum til góðs, til aðstoðar stríðshrjáðum börnum. Söfnunin fór fram með því að á þriðja þúsund sjálfboðaliða gekk með bauka í hús síðastliðinn laugardag.

Allt fé sem safnaðist rennur óskipt til verkefna til stuðnings börnum á stríðssvæðum, einkum í Sierra Leone og í Palestínu. Í Sierra Leone fá yngstu fórnarlömb harðvítugrar borgarastyrjaldar, sem nú er yfirstaðin, aðstoð við endurhæfingu og aðlögun að samfélaginu. Í Palestínu verður börnum veittur sálrænn stuðningur til að þau geti betur tekist á við þær erfiðu kringumstæður sem þau búa við.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins mættu miklum velvilja meðal landsmanna. Fjöldi fyrirtækja, íþróttafélaga og ýmissa hópa tók þátt í göngunni. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var verndari söfnunarinnar.

Rauði krossinn kann öllum þeim sem tóku þátt í átakinu bestu þakkir.1. október 2004 : Svona göngum við til góðs

Birta Þórsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir, Erna Björk Ólafsdóttir og Áslaug Dóra Einarsdóttir söfnuðu 19.000 krónum fyrir börn í stríði ásamt vinkonu sinni Hörn Valdimarsdóttur sem er ekki á myndinni. Þær hafa því aldeilis gengið til góðs.

Þú byrjar á að skrá þig hér og velur þér um leið söfnunarstöð í hverfinu eða því sveitarfélagi þar sem þú ætlar að ganga.

 

Söfnunarstöðvar verða opnar milli kl. 10 og 18 á laugardag. Við leggjum til að þú mætir snemma. Á söfnunarstöðinni færðu afhentan bauk, húfu og annað sem til þarf. Taktu endilega með þér börn, foreldra eða aðra ættingja og vini. Þetta verður skemmtilegt!