Umfangsmesta hjálparaðgerð Rauða krossins um áratugaskeið hafin
![]() |
Hjálparstarf á vegum Rauða krossins er í fullum gangi um alla álfuna, einkum þar sem ástandið er verst, á Sri Lanka, Indlandi, Tælandi og Indónesíu. |
Á vegum Rauða krossins er verið að leita að ástvinum Íslendinga á flóðasvæðunum í gegnum leitarþjónustu Alþjóða Rauða krossins. Fólk sem er áhyggjufullt vegna ástvina sinna á flóðasvæðum getur nú leitað þeirra á netinu, á leitarsíðu Alþjóða Rauða krossins, www.familylinks.icrc.org. Þar getur fólk á flóðasvæðunum skráð sig og ættingjar og vinir geta sömuleiðis skráð að þeir séu að leita að viðkomandi. Einnig er hægt að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða hafa samband við Rauða kross deildir í hverju byggðarlagi.
Gleðilega hátíð!
Skrifstofa Kópavogsdeildar verður lokuð frá og með Þorláksmessu en opnar aftur mánudaginn 3. janúar. Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, verður lokað á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Í hádeginu á Þorláksmessu verður borðuð skata kl. 11.30 og eru allir gestir athvarfsins sérstaklega velkomnir.
Vel heppnuð aðventuhátíð heimsóknavina í Sunnuhlíð
Hvað er sálrænn stuðningur?
Samstarf um aðstoð við fjölskyldur í Kópavogi
![]() |
Fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins og mæðrastyrksnefndar Kópavogs við afhendingu styrksins. |
Við höfum margt að segja

Þetta voru skilaboðin frá ungliðaleiðtogum Rauða krossins og Rauða hálfmánans frá 27 löndum um allan heim sem hittust í Tarragona á Spáni 22. og 23. september 2004.
Þetta unga fólk, sem kom m.a. frá nokkrum ungliðanefndum Alþjóðasamtaka Rauða krossins, komu saman til að ræða um hvernig auka ætti þátttöku þeirra í ákvarðanatöku á öllum sviðum starfseminnar. Þá hittu þeir einnig forseta alþjóðasamtakanna, Juan Manuel Suárez Del Toro, og kynntu fyrir honum ályktanir sínar og tillögur.
Fjöldahjálparstjórnarnámskeið á Akureyri
Fjöldahjálparstjórnarnámskeið á Akureyri
Fatasendingar koma að góðum notum í Kabúl
![]() |
Rauði kross Íslands sendi föt til Afganistan. Hluti fatasendingarinnar var sérstaklega flokkaður og pakkaður fyrir börn á sjúkrahúsi sem Steina Ólafsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins vann á. |
Rauði kross Íslands stóð fyrir fatasöfnun á Lækjartorgi í maí sl. þar sem óskað var eftir hlýjum fatnaði á konur og börn í Afganistan. Almenningur brást vel við og söfnuðust um 10 tonn af fatnaði.
Þremur vikum síðar lenti á flugvellinum í Kabúl flugvél frá utanríkisráðuneytinu full af hjálpargögnum frá Rauða krossi Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar. Örn Ragnarsson formaður fataflokkunarstöðvar Rauða kross Íslands var með í för og afhenti fulltrúum Alþjóðasambands Rauða krossins og Indira Ghandi barnaspítalans hjálpargögnin.
Fatagjafir koma að góðum notum í Kabúl
![]() |
Rauði kross Íslands sendi föt til Afganistan. Hluti fatasendingarinnar var sérstaklega flokkaður og pakkaður fyrir börn á sjúkrahúsi sem Steina Ólafsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins vann á. |
Þremur vikum síðar lenti á flugvellinum í Kabúl flugvél frá utanríkisráðuneytinu full af hjálpargögnum frá Rauða krossi Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar. Örn Ragnarsson formaður fataflokkunarstöðvar Rauða kross Íslands var með í för og afhenti fulltrúum Alþjóðasambands Rauða krossins og Indira Ghandi barnaspítalans hjálpargögnin.
Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur var opnað á 80 ára afmæli Rauða kross Íslands
![]() |
Katla Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, Brynhildur Barðadóttir verkefnastjóri og Ómar Kristmundsson formaður deildarinnar fyrir utan Konukot. |
Björk sagðist vilja þakka Rauða krossinum fyrir að hafa vakið athygli á vanda heimilislausra kvenna. „Rauði krossinn er oft í fararbroddi og sýnir yfirvöldum fram á þörfina og þá geta þau tekið við,” sagði Björk. „Ég efast ekki um að þannig verður það með þessa starfsemi.”
Páll Pétursson hlýtur æðstu viðurkenningu Rauða kross Íslands
![]() |
Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson veitir Páli Péturssyni viðurkenningu á 80 ára afmæli Rauða kross Íslands. |
Í rökstuðningi fyrir veitingunni segir að auk þess að hafa staðið fyrir hingaðkomu flóttamanna hafi Páll á ráðherraferli sínum beitt sér fyrir stofnun Fjölsmiðjunar, sem er verkþjálfunarsetur fyrir ungt fólk, og látið málefni geðfatlaðra til sín taka. Verkefni til stuðnings geðfötluðum hafa verið forgangsverkefni Rauða krossins á síðustu árum.
80 ár liðin frá stofnun Rauða kross Íslands

Félagið hóf starf sitt í þjóðfélagi sem til þessa hafði verið þiggjandi en ekki veitandi í hjálparstarfi. Velferðarkerfi var vart til að dreifa og heilbrigðis- og hreinlætismál voru í ólestri. Verkefni félagsins hafa síðan mótast af þörfum samfélagsins hverju sinni.
Fjölsmiðjan fékk milljón frá Kópavogsdeild Rauða krossins
![]() |
Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, tók við styrknum af Garðari H. Guðjónssyni, formanni Kópavogsdeildar.
|
Fjölsmiðjan í Kópavogi er mennta- og þjálfunarsetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára sem ekki hefur náð að fóta sig í námi og á vinnumarkaði. Markmiðið er að styðja nemana til þess að komast á ný til náms eða í vinnu og hefur náðst mjög góður árangur í því. Rauði kross Íslands átti frumkvæði að því að Fjölsmiðjan var stofnuð vorið 2001 og deildir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa síðan stutt dyggilega við uppbyggingu og rekstur hennar.
Sjálfboðaliðar eru mikilvægt þjóðfélagsafl
Að vera sjálfboðaliði er um flest eins og að gegna starfi á vinnumarkaði. Maður hefur ákveðnar skyldur sem maður innir af hendi, oftast með reglubundnum hætti, fær til þess þjálfun og öðlast til þess reynslu. Maður hefur væntingar um starfið og leitast við að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til manns. Meginmunurinn er sá að sjálfboðaliðinn þiggur ekki laun önnur en ánægjuna af starfinu og þá trú að hann sé að gera gagn. Sjálfboðaliði er heldur ekki starfsheiti enda gegna sjálfboðaliðar afar fjölbreyttum störfum. Þúsund Íslendinga vinna sjálfboðið starf að staðaldri og gegna mikilvægu hlutverki á ýmsum sviðum samfélagsins. Í dag er einmitt alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans.
Aukin geta samfélagsins til að takast á við afleiðingar hamfara er lykillinn að þróun samfélagsins
Þegar brugðist er við hamförum, svo sem flóðum, eldgosum eða þurrkum, þurfa hjálparstofnanir að taka með í reikninginn getu manna á staðnum til að hjálpa sér sjálfir. Þetta er grunntónninn í skýrslu um hamfarir í heiminum á síðasta ári.
Starf með ungum innflytjendum hafið á ný
Starf með ungum innflytjendum hófst í mars 2004 og er í samvinnu við nýbúadeild Hjallaskóla. Börnin koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og geta meðal annars fengið aðstoð við heimanámið, málörvun og fræðslu um tómstundastarf í Kópavogi í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla sem börnin og sjálfboðaliðar geti haft gagn og gaman af.