Rauði kross Swazilands auðveldar aðgang að læknishjálp HIV smitaðra
![]() |
Lenhle Dube, hjúkrunarfræðingur, og Jane Dhlamini, en hún segir að það hafi verið Dube að þakka að hún fór í HIV-próf. |
?Ég vil tala út frá mínu hjarta til að hvetja alla til að fara í HIV-próf,? segir Jane, sem er 53 ára og á níu börn. ?Þetta er ekki eingöngu til að halda starfsmönnum heilbrigðisþjónustunnar ánægðum. Þegar maður veit hvernig ástandið er á manni fær maður einnig þá hjálp sem maður þarf. Og ég er mjög þakklát Rauða krossinum ? ef hans hefði ekki notið við væri ég löngu dáin.?
Myndir úr starfi Kópavogsdeildar á vefinn

Skelfingin býr enn í hjörtum þeirra sem eftir lifa
Skelfingin býr enn í hjörtum þeirra sem eftir lifa
Í vöruskemmu til Sri Lanka
Þórir fór um hamfarasvæði Sri Lanka um miðjan janúar 2005.
Harmur og hjálparstarf í Hambantota
Nýir sjálfboðaliðar bætast í hópinn
Nýir sjálfboðaliðar hafa sýnt heimsóknaþjónustu, starfi í Dvöl og starfi með ungum innflytjendum áhuga en deildin getur alltaf tekið á móti nýjum sjálfboðaliðum. Áhugasamir geta haft samband í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is.
Lífið í Banda Aceh þremur vikum eftir flóðin
Lífið í Banda Aceh þremur vikum eftir flóðin
Hjálparstarf á hamfarasvæðunum er í fullum gangi
Hjálparstarfið er enn í fullum gangi. Alls hafa komið 77 flugferðir á vegum alþjóðasamtaka Rauða krossins með hjálpargögn og er áætlað að farin verði 31 ferð til viðbótar á næstu dögum.
Seinni hópurinn sem meta á ástandið og veita áfallahjálp er kominn til Indónesíu, en hinn fyrri hefur þegar hafið störf í Sri Lanka. Hópnum er ætlað að gera langtímaáætlanir um aðgerðir í kjölfar hörmunganna. Í þessum seinni hópi eru átta manns, m.a. sérfræðingar í almennu heilbrigði, vatnshreinsun og þróun og endurreisn samfélaga.
Uppbyggingarstarfið framundan
![]() |
Á myndinni er vatnshreinsunarsveit Þýska Rauða krossins í Pottuvil að störfum. |
Fyrir tilstuðlan almennings, fyrirtækja, sveitar- og bæjarstjórna um allt land getur Rauði kross Íslands lagt verulegan skerf til uppbyggingarstarfsins í löndunum við Bengal flóa eftir flóðbylgjurnar miklu. Ekki verður nógsamlega þakkað fyrir framlag allra þeirra sem lögðu lóð sitt á vogarskálarnar.
Matsteymi sem mun leggja drög að langtímauppbyggingarstarfi Rauða kross hreyfingarinnar er nú komið á flóðasvæðin. Unnið er að áætlunum til fimm ára til að byrja með varðandi vatnsöflun og hreinlætismál, heilsugæslu, samfélagsþróun, neyðaraðstoð og uppbyggingu neyðarvarna. Ávallt er byggt á þekkingu og reynslu Rauða kross félaganna og reynt að auka enn á færni þeirra til að bregðast við áföllum og vinna úr afleiðingum þeirra. Því miður fer tala látinna enn vaxandi og er nú komin yfir 162,000 manns.
Kveðja frá formanninum
Komið þið sæl og gleðilegt nýtt ár, ég vil þakka ykkur fyrir árið sem er liðið, og þá sérstaklega sumarbúðirnar sem voru í september.
Þær tókust afskaplega vel, þáttakendur voru ánægðir og ég tel að takmarkinu hafi verið náð. Vekja athygli á börnum í stríði. Hér er hægt að sjá myndasýningu á vefnum.
En nú eru ný verkefni framundan, á árinu er Ungmennahreyfingin 20 ára, já við erum komin upp úr gelgjunni.
Í tilefni af afmælinu okkar ætlum við að stofna afmælisnefnd, sem mun sjá um afmælið og nú hvet ég alla sem hafa áhuga á því að starfa í þessari nefnd til þess að hafa samband við mig með því að senda tölvupóst á netfangið urki@redcross.is
Eins ef þið hafið einhverjar hugmyndir fyrir hópinn.
Kveðja
Þóra Kristín formaður Ungmennahreyfingarinnar
Við þurfum fleiri sjálfboðaliða!
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna margvíslegum mannúðarverkefnum deildarinnar. Kynningarfundur fyrir nýja sjálfboðaliða verður haldinn í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 fimmtudaginn 20. janúar kl. 20.
Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum, fólki á öllum aldri:
• Heimsóknavinir
• Aðstoð við geðfatlaða í Dvöl
• Föt sem framlag
• Starf með ungum innflytjendum
• Neyðarvarnir
• Ökuvinir
• Fataflokkun og afgreiðsla í L-12
• Fjölsmiðjan
Nánari upplýsingar eru veittar í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 sem er opin alla virka daga kl. 11-15, sími 554 6626, netfang kopavogur@redcross.is.
110 milljónir söfnuðust

Fjöldi listamanna lagði söfnuninni lið auk fjölda útvarpsstöðva, dagblaða og fyrirtækja. Söfnunarfénu verður varið til neyðaraðstoðar og uppbyggingar á næstu árum sem fimm mannúðarsamtök hafa umsjón með; Barnaheill, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Íslands, SOS barnaþorpin og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Söfnunarfénu er ætlað að treysta framtíð barna sem misst hafa foreldra sína, hjálpa fjölskyldum sem misstu allt sitt til að koma undir sig fótum á ný og til að veita læknisaðstoð og heilsugæslu og koma í veg fyrir frekari skaða.
Fjöldi manns gaf fé í gegnum söfnunarsímann en á laugardagskvöld sat þjóðþekkt fólk við símann og tók við framlögum. Einnig voru haldin uppboð í beinni sjónvarpsútsendingu á ýmiskonar munum. Þar má nefna teinótt jakkaföt Björgólfs Guðmundssonar sem seldust á 10 milljónir króna og fótboltatreyju Eiðs Smára Guðjónssonar sem fengust rúmlega 300 þúsund krónur fyrir.
Sjálfboðaliðar vinna myrkranna á milli við hjálparstörf
Sjálfboðaliðar vinna myrkranna á milli við hjálparstörf
110 milljónir króna söfnuðust
![]() |
Þessar stúlkur voru duglegar að safna í baukana í Kringlunni. |
Margir lögðu hönd á plóginn við söfnunina í dag. Sjálfboðaliðar söfnuðu fé í þremur verslunarmiðstöðvum, þ.e. Smáralind, Kringlunni og Glerártorgi á Akureyri. Tombólubörn tóku virkan þátt í söfnuninni og gengu um verslunarmiðstöðvarnar með söfnunarbauka.
Það þarf tíma, hjarta og hugarfar til enduruppbyggingar
Það þarf tíma, hjarta og hugarfar til enduruppbyggingar
Stórskemmtileg söfnun í MR
![]() |
Fannar Freyr Ívarsson og Steindór Grétar Jónsson afhenda Þór Daníelssyni verkefnisstjóra Rauða krossins ágóðann af sfönuninni. |
„Söfnunin gekk framar björtustu vonum. Nemendur sýndu ekki einungis samhug heldur einni frumleika og áhuga á verkefninu,” segir Steindór. Hann lýsir yfir ánægju með það hvernig söfnunin gekk fyrir sig og hvetur aðra skóla til að gera eitthvað svipað.
Fyrirkomulag söfnunarinnar var stórskemmtilegt en hún fór þannig fram að nemendur söfnuðu áheitum frá samnemendum fyrir að gera eitthvað skemmtilegt í skólanum. Svo dæmi séu tekin þá fór einn á vettvang og fékk nokkra ráðherra til að faðma sig, einn nemandi var límdur við ræðupúlt í 70 mínútur, danska fánanum var flaggað, einn bekkur tróð sér inn í fólksbíl og tveir strákar dvöldu í þrjár klukkustundir og 20 mínútur í kolakjallaranum í skólanum.
Arngrímur lentur á Sri Lanka með 100 tonn af hjálpargögnum
![]() |
Arngrímur Jóhannsson stjórnarformaður Atlanta var við stjórnvölinn á leiðinni til Sri Lanka ásamt Gunnari syni sínum. |
Í vélinni voru 4.000 fjölskyldupakkar af hreinlætisvörum, 50.000 strádýnur, tjöld, reipi og bílar til hjálparstarfsins. Rúmlega 30.000 manns létu lífið í hamfaraflóðinu á Sri Lanka og 332.000 manns hafast nú við í fjöldahjálparstöðvum meðfram ströndinni.
Atlanta flýgur með um 100 tonn af hjálpargögnum Rauða krossins til Sri Lanka
Það er okkur mikil ánægja að geta með þessu móti lagt hjálparstarfinu lið," segir Hafþór Hafsteinsson framkvæmdastjóri Avion Group sem rekur Atlanta.
Arngrímur Jóhannsson stofnandi Atlanta og sonur hans Gunnar verða í flugstjórnarklefa Boeing 747 flugvélarinnar sem flytur farminn. Um er að ræða hjálpargögn Alþjóða Rauða krossins, sem nýtt verða til hjálparstarfsins á Sri Lanka. Þar á meðal eru hreinlætisvörur, tjöld, dýnur og pallbílar.
Neyðarhjálp úr norðri
Kjörorð söfnunarinnar er Neyðarhjálp úr norðri
Söfnunin hefst í dag, þriðjudaginn 11. janúar og nær hámarki með sameiginlegri beinni útsendingu Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins laugardagskvöldið 15. janúar.
Í þetta fer söfnunarféð:
? Treysta framtíð barna sem misst hafa foreldra sína.
? Hjálpa fjölskyldum sem misstu allt sitt til að koma undir sig fótunum á ný.
? Veita læknisaðstoð og heilsugæslu og koma í veg fyrir frekari skaða.
Rauði krossinn eykur aðstoð í Aceh á Súmötru
![]() |
Læknir rannsakar barn í Aceh-héraðinu í Súmötru. |
Samstarf um neyðarhjálp úr norðri
Allt fé sem safnast í landssöfnuninni fer til neyðarhjálpar og uppbyggingar á hamfarasvæðunum í Asíu. |
Söfnunin fer fram undir kjörorðunum Neyðarhjálp úr norðri. Landsmönnum mun gefast kostur á að hringja í söfnunarsíma alla næstu viku og einnig verður safnað í Smáralind og Kringlunni á föstudag og laugardag í næstu viku.
Tælenskir sjómenn treysta sjónum ekki lengur
Tveir sendifulltrúar til viðbótar á leið á hamfarasvæðin í Asíu
![]() |
Ívar Sigurjónsson markaðsstjóri Norvíkur afhendir Sigrúnu Árnadóttur framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands eina milljón króna til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í Asíu. |
Þegar eru þrír sendifulltrúar Rauða kross Íslands á hamfarasvæðunum. Hlér Guðjónsson starfar að almennum hjálparstörfum á Sri Lanka og Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur er að kanna þörf fyrir áfallahjálp í Indónesíu. Hluti af starfi hennar er að hlúa að sjálfboðaliðum Rauða krossins sem starfa við afar erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum. Auk þess er Ómar Valdimarsson sendifulltrúi við störf í Jakarta í Indónesíu.
Hjálparstarfið farið að ná til afskekktari byggða á Indónesíu
?Það er ljóst að þegar fyrstu viðbrögð eru yfirstaðin, og búið að skipuleggja aðhlynningu til næstu vikna og mánuða, þá þarf að fara að hugsa til lengri tíma, jafnvel fimm til tíu ára,? segir Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Hjálpum fórnarlömbum flóðanna í Asíu
Rauði kross Íslands sendi í gær 10 tonn af vatni og eitt og hálft tonn af segldúkum til flóðasvæða í Tælandi með flugvél sem ríkisstjórn Íslands tók á leigu til að ná í slasaða Svía. Ölgerð Egils Skallagrímssonar gaf vatnið og Seglagerðin Ægir veitti Rauða krossinum verulegan afslátt af segldúkunum.
Hjálpum fórnarlömbum flóðanna í Asíu
Rauði kross Íslands sendi í gær 10 tonn af vatni og eitt og hálft tonn af segldúkum til flóðasvæða í Tælandi með flugvél sem ríkisstjórn Íslands tók á leigu til að ná í slasaða Svía. Ölgerð Egils Skallagrímssonar gaf vatnið og Seglagerðin Ægir veitti Rauða krossinum verulegan afslátt af segldúkunum.
Rauði krossinn sendir vatn og segldúka til Tælands
![]() |
Myndin er tekin þegar verið var að hlaða vatni í flugvél sem ríkisstjórn Íslands tók á leigu til að ná í slasaða Svía. |
Um er að ræða 247 segldúka sem nýtast jafn mörgum fjölskyldum - líklega um eitt þúsund einstaklingum - til að koma sér upp bráðabirgðaskýli. Vatninu verður dreift á hamfarasvæðinu, þar sem mikil þörf er fyrir það.
Umfangsmikið hjálparstarf við erfiðar aðstæður
Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands hafa verið sendir á flóðasvæðin, einn til Sri Lanka og einn til Indónesíu. Fjöldi annarra er í viðbragðsstöðu. Enn er hægt að hringja í 907 2020 til að styðja hjálparstarfið.