Hvað hef ég verið að gera hérna?
Hvað hef ég verið að gera hérna?
Á flótta
![]() |
Ljósmynd: Birgir Freyr
|
Leikurinn er einkum ætlaður unglingum á aldrinum 13-16 ára og þurfa þátttakendur að ganga í gegnum ýmsar dæmigerðar eldraunir sem flóttamenn mega þola. Leiðbeinendur í leiknum eru sjálfboðaliðar í Ungmennahreyfingu Rauða krossins.
Með því að upplifa þessar aðstæður á eigin skinni eykst umburðarlyndi þátttakenda og skilningur á aðstæðum flóttamanna.
Eftir leikinn var svo haldið námskeið fyrir nýja leiðbeinendur. Kennari var Mikael Schollert einn af forsprökkum leiksins í Danmörku sem hingað var kominn til að kenna námskeiðið.
Átján nýjir leiðbeinendur voru á námskeiðinu og komu margir þeirra utan af landi fyrir milligöngu landsfélags Rauða krossins.
Fólkið hefur orðið að sætta sig við missinn
Erfitt að hugga fólk sem hefur misst allt
Erfitt að hugga fólk sem hefur misst allt
Fólkið hefur orðið að sætta sig við missinn
Erfitt að hugga fólk sem hefur misst allt
Sjálfboðaliðar fjölmenntu í Borgarleikhúsið

Segðu mér allt fjallar um unga stúlku sem bundin er við hjólastól en hefur þó meiri fótfestu í lífinu en foreldrar hennar. Hún á sér draumaveröld en hún flýr á náðir hennar þegar foreldrar hennar ætlast til of mikils af henni.
Ungir innflytjendur heimsækja Alþingi
Krakkarnir í starfi með ungum innflytjendum heimsóttu í gær, ásamt sjálfboðaliðum í verkefninu, Alþingi. Tekið var á móti hópnum og hann leiddur um húsið og fræddur um starfshætti Alþingis. Krakkarnir fræddust um fjölda þingmanna, fjölda ráðherra, upphaf Alþingis og fleira skemmtilegt. Auk þess fengu þau að sitja á pöllunum og fylgjast með þingumræðum um hvort hækka ætti hámarkshraða á Reykjanesbraut.
Eftir ánægjulega heimsókn lá leiðin á Kaffi París þar sem krökkunum var boðið upp á heitt kakó. Þar sátu þau, drukku ljúffengt kakó og spjölluðu saman um það sem fyrir augum bar á Alþingi.
Ungar hetjur fá skyndihjálpartöskur frá Rauða krossinum
![]() |
Á myndinni eru frá vinstri Gunnhildur, Arnar Þór, Alexander og Róbert Heiðar |
Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson, 11 ára, hjálpuðu vini sínum Róberti Heiðari Halldórssyni, 10 ára, eftir að hann fann fyrir sárum verk og lagðist í jörðina. Framganga drengjanna sýnir að allir geta lært grundvallaratriði skyndihjálpar.
Fréttir frá svæðisfulltrúa
Viðhorf og virðing hjá Árnesingadeild
Fatamarkaður á 80 ára afmæli
Stöðvarfjarðardeild RKÍ heldur uppteknum hætti og bryddaði upp á ýmsum uppákomum fyrir áramótin. Í tengslum við 80 ára afmæli Rauða krossins bauð deildin til kaffisætis og fatamarkaðar, þar sem seldur var notaður fatnaður. Gerður var góður rómur að uppátækinu sem var vel sótt af heimamönnum og öðrum.
Fréttir úr starfinu á Vestfjörðum
Almennar fréttir frá svæðisfulltrúa
Rauði krossinn gefur út bækling um skyndihjálp
Rauði kross Íslands hefur gefið út bækling í skyndihjálp sem inniheldur einfaldar upplýsingar um hvernig bregðast má við neyð. Markmiðið með bæklingnum er að kynna fyrir almenningi helstu atriði skyndihjálpar með stuttum og hnitmiðuðum hætti og myndrænni lýsingu. Allar myndir í bæklingnum sýna rétt viðbrögð.
Bæklingurinn tekur á þremur megin þáttum; endurlífgun, slysum og bráðum veikindum. Í bæklingnum er einnig upplýsingar um sálrænan stuðning og Rauða kross hreyfinguna. Innihald bæklingsins er aðeins ítarlegra en innihald veggspjaldsins í skyndihjálp sem Rauði krossinn gaf út í janúar og dreifði m.a. í alla skóla landsins. Sérfræðiráðgjöf við gerð bæklingins veitti Hjalti Már Björnsson læknir.
Héraðs- og Borgarfjarðardeild veitir viðurkenningu fyrir rétt viðbrögð í skyndihjálp
Anna Karín er með lífshættulegt jarðhnetuofnæmi. Hún hefur alltaf á sér adrenalínpenna og þarf hún að fá sprautu ef hún fær ofnæmisviðbrögð. Óhappið varð þegar hún hafði borðað hunang. Það er alveg nauðsynlegt fyrir alla sem eru með bráðaofnæmi að lesa vel á umbúðir og athuga innihald áður en borðað er.
Viðhorf og virðing hjá Árnesingadeild
Nemendur í MK sýna sjálfboðnu starfi áhuga
Nemendurnir, sem allir eru í áfanga um þroskasálfræði, sýndu starfinu mikinn áhuga og fjöldi þeirra hefur í hyggju að gerast sjálfboðaliðar. Kópavogsdeild býður þau hjartanlega velkomin til starfa.
Sumarbúðir í Þýskalandi
Tveimur Ungmennum (16 til 27 ára) gefst kostur á að fá 25 þúsund króna styrk til að fara á eftirfarandi Rauða kross sumarbúðir í Munchen í Þýskalandi, dagana 21. til 29. maí 2005. Þema búðanna er "media og communication: qualify yourself". Gæti hentað þeim sem hafa áhuga á að vinna meira í heimasíðu URKÍ.
Áhugasamir hafi samband við Sólveigu (5704035), í síðasta lagi föstudaginn 25. febrúar.
Björguðu lífi og heilsu félaga með réttum viðbrögðum
![]() |
Gunnar Kristmundsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Njörður Helgason svæðisfulltrúi Rauða kross Íslands, Unnur Einarsdóttir og Gunnar Álfar Jónsson. |
„Þetta gerðist á íþróttaæfingu hjá okkur í félagi eldri borgaranna hér á Selfossi. Við vorum búin að vera að gera æfingar undir stjórn Halldórs. Ég sá að hann lagðist á gólfið og hélt fyrst að þetta væri hluti af því sem hann var að láta okkur gera, en sá svo að eitthvað var óeðlilegt,” sagði Gunnar Kristmundsson.
Tólf ára gamalt skyndihjálparnámskeið varð manni í hjartastoppi til lífs
![]() |
Ásgeir Sigurðsson til vinstri og Anton Gylfi Pálsson til hægri á myndinni ásamt Sigrúnu Árnadóttur sem kynnir valið á Skyndihjálparmanni ársins. |
Tólf ára gamalt skyndihjálparnámskeið Antons Gylfa Pálssonar rifjaðist upp fyrir honum á svipstundu þegar hann sýndi snarræði og bjargaði mannslífi með því að hann hnoða og blása lífi í Ásgeir Sigurðsson sem fengið hafði hjartastopp eftir að hafa verið áhorfandi á handboltaleik.
Skyndihjálparmaður ársins valinn á 112 degi
![]() |
Skyndihjálparmenn ársins á síðasta ári, þær Kolfinna Jóna og Sigrún Guðbjörg ásamt Atli Reynir sem þær björguðu svo frækilega. |
Þegar á bjátar höfum við aðgang að geysilega öflugu neti viðbragðsaðila og hjálparliðs í gegnum eitt samræmt neyðarnúmer fyrir landið og miðin ? 112. Með einu símtali í 112 er unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutningamenn, lækna, hjálparlið sjálfboðaliða og barnaverndarnefndir. Yfir 300 þúsund erindi bárust 112 á síðasta ári.
Vin heldur upp á 12 ára starfsemi
![]() |
Hrafn Jökulsson Hróksformaður og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tefla á skákmótinu í Vin á sl. ári. |
Í Vin er starfandi skákfélag sem hefur undanfarin tvö árin verið í samstarfi við skákfélagið Hrókinn. Í gær var haldið skákmót þar sem átta keppendur tóku þátt. Tefldar voru 7 mínútna skákir eftir Monrad kerfi. Allir keppendur fengu verðlaun en efstu fjögur sætin hrepptu: Hendrik Danielsen stórmeistari, Rafn Jónsson, Kristian Guttesen og Örn Sigurðsson. Penninn, JPV útgáfa og Skífan gáfu vinningana. Mótinu var stýrt af Hrafni Jökulssyni og Róberti Harðarsyni.
Bréf frá Sri Lanka
Bréf frá Sri Lanka
Starfið felst í því að veita fólkinu hlýju og umhyggju

'Fræðslufundir af þessu tagi hjálpa okkur að bæta þjónustuna sem við veitum og ekki er síður mikilvægt að við sjáum og hittum hver aðra. Hér á þessum fundum ræðum við starf okkar og það sem þarf að gera í framtíðinni,' segir Pálína Jónsdóttir heimsóknarvinur.
Rúmlega 25 heimsóknavinir fara reglulega í heimsóknir á dvalarheimili aldraðra í Sunnuhlíð í Kópavogi og Skjólbraut og Gullsmára, sambýli fyrir aldraða. 12 manns til viðbótar heimsækja einstaklinga sem enn búa heima hjá sér en hafa þörf fyrir félagsskap og afþreyingu.