Krakkar leika sér alls staðar eins
Árshátíð Urkí-R var mjög vel heppnuð
Árshátíð URKÍ-R var haldin miðvikudaginn 23. mars síðastliðinn á Póstbarnum. Gleðin byrjaði klukkan 19:00 og matur borin fram klukkan átta.
Við fengum alveg rosa góðan mat, sjávarréttarsúpu í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og súkkulaðiköku í forrétt. Þema árshátíðarinnar var Mulin Ruge, og voru sumir greinilega búnir að stúdera myndina betur en aðrir. Nonni var Cristian sem er aðal karlpersónan í myndinni og hún Unnur var Satine sem er aðal kvenpersónan. Þau voru rosa flott. Eins var Inga Birna í rosa búning og sló öllum við.
Á meðan við vorum að borða var Mulin Ruge myndinni varpað á vegg og var það mjög flott og tónlistin úr myndinni spiluð. Salurinn var magnaður, rauðleitur og djarfur eins og myndin er.
Kannt þú skyndihjálp?
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands heldur námskeið í almennri skyndihjálp miðvikudaginn 6. apríl kl. 18-22 í Hamraborg 11, 2. hæð.
Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.
Námskeiðsgjald er 4900 kr. Sjálfboðaliðar deildarinnar eiga þó kost á að sitja námskeiðið endurgjaldslaust.
Skráning fer fram í síma 554 6626 eða á [email protected] eigi síðar en 4. apríl.
Fólkið skelfingu lostið segir Birna
![]() |
Hólmfríður Garðarsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Birna Halldórsdóttir við störf sín á Banda Aceh. Birna sem er lengst til hægri er enn úti en Hólmfríður og Hildur eru komnar heim. |
Skömmu síðar varð allt rólegra og ljóst að ekki yrði af flóðbylgju í Banda Aceh eins og annan dag jóla.
?Ég sit hér í tungsljósinu núna og það er allt rólegt,? sagði Birna nú undir kvöld. Birna starfar við dreifingu hjálpargagna á vegum Alþjóða Rauða krossins.
Póstkort frá Hófi í Banda Aceh
Póstkort frá Hófi í Banda Aceh
Enduruppbyggingin í Sri Lanka
![]() |
Börnin bíða í röð eftir að fá úthlutað hjálpargögnum. Meira en 180 þúsund þeirra sem urðu fórnarlömb flóðbylgunnar á Sri Lanka hafa notið aðstoðar Rauða krossins. |
Á meðan gerir Charles Blake, leiðtogi hjálparliðsins, áætlanir fyrir dreifingu hjálpargagna í þessari viku en það eina sem hann hefur sem aðstöðu er heitt og rykugt tjald sem komið hefur verið upp í vöruhúsi.
Sjálfboðaliðar flokka föt fyrir ungt fólk
Árlega berast um 500 tonn af notuðum fötum til Rauða krossins. Það sem ekki er nýtt beint til hjálparstarfa er selt. Fataflokkunin er mikilvæg tekjuöflun Rauða krossins sem skilar sér beint í alþjóðlega neyðaraðstoð.
Ásgeir Jóhannesson er fyrsti heiðursfélagi Kópavogsdeildar
Garðar H. Guðjónsson formaður tilkynnti þetta á fjölmennum aðalfundi deildarinnar sem haldinn var í gærkvöldi og afhenti Ásgeiri skjal þessu til staðfestingar. Ásgeir var formaður Kópavogsdeildar um árabil. Hann átti stóran þátt í uppbyggingu hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar, stofnun Rauðakrosshússins, athvarfs fyrir ungmenni í vanda, stofnun Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða, og síðast en ekki síst stofnun Fjölsmiðjunnar í Kópavogi. Kópavogsdeild er afar þakklát Ásgeiri fyrir eldmóð, dugnað og fórnfýsi hans í störfum sínum fyrir Rauða krossinn.
Aðalfundur Kópavogsdeildar haldinn á miðvikudag
Aðalfundur Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn miðvikudaginn 9. mars kl. 20 í Hamraborg 11, 2, hæð.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Veitingar og spjall í lok fundarins. Allir velkomnir!
Þykir vænt um Austfirðinga
Sigríður kveður eftir frábært starf í Dvöl
Starfsemi Dvalar hefur dafnað vel frá opnun og aðsóknin verið góð og hefur Sigríður átt stóran hlut í velgengni athvarfsins. Gestir eru sammála um að notalegt andrúmsloft og vistlegt umhverfi einkenni athvarfið. Þeir einstaklingar sem sækja athvarfið koma flestir til að rjúfa einangrun og fá stuðning en þetta er mjög breiður hópur á aldrinum 20 til 70 ára. Bæði konur og karlar sækja athvarfið.
Nýtur sannarlega hverrar stundar
Þegar Sigríður Pálsdóttir sá fram á starfslok um sjötugt, bjó hún sér til stundaskrá. Hún hefur verið á fullum dampi í tíu ár og er nú m.a. sjálfboðaliði hjá Kópavogsdeild Rauða krossins. Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að viljinn til sjálfshjálpar væri mikilvægur því ef menn reyndu ekki að hjálpa sér sjálfir, væri varla von að aðrir gerðu það.
Heimsóknavinir fræðast um flóðin í Asíu
Guðbjörg segir frá reynslu sinni í Aceh. |