31. maí 2005 : Fréttir af ECM fundi

Dagana 12. til 17. maí stóð Evrópufundur Ungmennahreyfinga Rauða krossins og Rauða hálfmánans yfir. Þar komu saman 42 landsfélög, 40 innan Evrópu og einnig Ástralía og Filippseyjar. 

Ég fór á fundin sem fulltrúi ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands og var svo heppin að þetta er í þriðja sinn sem ég fer á slíkan fund. Þetta eru þrælskemmtilegir fundir.

Að þessu sinni fór ég ein svo ég lagði extra mikið á mig til þess að kynnast fólki og spjalla við sem flesta. Það er auðvitað samt alltaf mikill styrkur af hinum Norðulöndunum. Ef maður er eitthvað týndur þá finnur maður bara næsta mann frá Norðulöndunum, svo það er ekki eins og maður sé einn.

26. maí 2005 : Vormót skákfélags Vinjar

Þeir Alfonso og Grétar voru í þungum þönkum á Vormótinu.
Skákmót var haldið í Vin mánudaginn 23. maí. Alls tefldu þrettán manns fimm umferðir eftir Monradkerfi, þar sem umhugsunartíminn var sjö mínútur.

Það var skákfélagið Hrókurinn sem átti veg og vanda að mótinu en Hróksmenn koma á mánudögum og halda utan um skákiðkun í Vin, sem er eitt athvarfa Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða.

Mótið gekk vel en mönnum misvel, eins og gengur. Stórmeistarinn Henrik Danielsen keppti sem gestur og fékk að hafa fyrir hlutunum.

24. maí 2005 : Samstarfssamningur um neyðarvarnir á höfuðborgarsvæðinu

 

Fulltrúar deilda Rauða kross Íslands á höfuðborgar-svæðinu undirrita samstarfssamning um neyðarvarnir.

7 fulltrúar frá Kópavogsdeild Rauða krossins sátu aðalfund Rauða kross Íslands sem haldinn var í Mosfellsbæ 21. maí sl. Á fundinum var Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, kosinn í stjórn Rauða kross Íslands.

Meðfram aðalfundinum skrifuðu deildir Rauða kross Íslands á höfuðborgar-svæðinu undir samkomulag um að sameina neyðar-nefndir félagsins á svæðinu. Með því er ætlunin að efla samvinnu deildanna svo þær geti betur brugðist við neyðarástandi á svæðinu.

24. maí 2005 : Nemendur MK fræðast um þróunarstarf Rauða krossins

Nemendur MK fengu fræðslu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar.
Nemendur í áfanganum Félagsfræði þróunarlanda, sem er kenndur í Menntaskólanum í Kópavogi, komu fyrir stuttu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og fengu kynningu á þróunarstarfi Rauða krossins. Nína Helgadóttir fræddi nemendurna og kennarann þeirra, Hjördísi Einarsdóttur, meðal annars um alnæmisverkefni Rauða krossins í Afríku.

23. maí 2005 : Skólar og sjálfboðin störf

Tumi er forstöðumaður ungmennadeildar innan Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands

21. maí 2005 : Nýr formaður Ungmennahreyfingarinnar

Ingibjörg Halldórsdóttir nýkjörinn formaður Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands hlakkar til að takast á við formannshlutverkið.

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands fór fram í gærkvöldi þar sem fram fór kosning nýs formanns og annarra stjórnarmanna til eins árs. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sem gegnt hefur starfi formanns undanfarin tvö ár hætti sem formaður og var Ingibjörg Halldórsdóttir kjörin í hennar stað. Ingibjörg hefur setið í fulltrúaráði undanfarin fimm ár og sinnt störfum í þágu félagsins m.a. á Akranesi þar sem hún býr. „Ég hlakka til að takast á við þetta mikilvæga hlutverk sem formaður Ungmennahreyfingar Rauða krossins. Það hefur alltaf heillað mig að vinna með ungu fólki að verðugum málefnum og því verður gaman að takast á við þetta,” segir Ingibjörg nýkjörinn formaður.

Nýja stjórn Ungmennahreyfingarinnar skipa Ingibjörg Halldórsdóttir formaður, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Brynjar Már Brynjólfsson, Jens Ívar Albertsson, Nanna Halldóra Imsland, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Atli Örn Gunnarsson.

18. maí 2005 : Hefur þú gögn um sögu Kópavogsdeildar?

Kópavogsdeild Rauða krossins undirbýr ritun sögu deildarinnar með hliðsjón af 50 ára afmæli deildarinnar 12. maí 2008. Til að afla sem flestra heimilda auglýsir deildin eftir heimildum um sögu deildarinnar. Nánar er fjallað um heimildaleitina í meðfylgjandi grein eftir formann Kópavogsdeildar, Garðar H. Guðjónsson.

16. maí 2005 : Æfingar í skyndihjálp búa ástralska sjálfboðaliða undir það versta

Frá æfingunni í Greater Bendigo í síðasta mánuði.
Geater Bendigo er um 100 þúsund manna sveitaþorp staðsett í skóglendi í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Melbourne. Íbúar þorpsins hafa fengið sinn skerf af náttúruhamförum á borð við flóð og skógarelda og kunna að bregðast við þeim á marksvíslegan hátt. Rauða kross deildin á svæðinu hefur lagt sitt af mörkum við að undirbúa þorpsbúa fyrir hamfarir og hefur deildin m.a. haldið æfingar til að þjálfa sjálfboðaliðana fyrir slíkar hamfarir. Á æfingunum eru búnar til aðstæður sem geta skapast þegar hamfarir eiga sér stað.

13. maí 2005 : Áhugaverðar umræður um fordóma

Sjálfboðaliðar í URKÍ-Kjós ræddu um fordóma á vikulegum fundi sínum sl. föstudag. Konráð einn leiðbeinenda Viðhorf og virðingarnámskeiða Rauða kross Íslands leiddi umræðuna og svaraði spurningum ungmennana í Mosfellsbæ.

13. maí 2005 : Börn og umhverfi - námskeið í maí og júní

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands heldur námskeiðið Börn og umhverfi (áður barnfóstrunámskeið) fyrir ungmenni fædd árin 1991, 1992 og 1993.

Fyrsta námskeiðið: 23., 24., 25. og 26. maí 
                             kl. 17-20 alla dagana.

Annað námskeiðið: 1., 2., 6. og 7. júní 
                             kl. 17-20 alla dagana.

Námskeiðsgjald: 5.500 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn, bakpoki með skyndihjálparbúnaði og hressing.
Skráning: Í síma 554 6626 eða á [email protected]

12. maí 2005 : Ágóði af fatamarkaði Kópavogsdeildar til barna í neyð

Fjöldi fólks gerði góð kaup til styrktar góðu málefni.
Fjöldi fólks lagði leið sína á fatamarkað Kópavogsdeildar Rauða krossins sem haldinn var í tilefni af alþjóðadegi Rauða krossins 8. maí. Á markaðnum voru seld notuð föt til styrktar börnum í neyð vegna alnæmisvandans í Malaví. Salan gekk afar vel því alls söfnuðust 91.500 kr.

Kópavogsdeild þakkar öllum þeim sem komu á markaðinn og keyptu föt. Þar að auki eiga þakkir skyldar allir þeir sjálfboðaliðar sem tóku þátt í að undirbúa og halda markaðinn. Ekki er útilokað að annar fatamarkaður verði haldinn á vegum deildarinnar áður en langt um líður.

9. maí 2005 : Slys á börnum - námskeið

Námskeiðið Slys á börnum er haldið 10. og 12. maí.
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Slys á börnum 10. og 12. maí kl. 19-22 í Hamraborg 11, 2. hæð.

Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.

7. maí 2005 : Frétt RKÍ

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Slys á börnum 10. og 12. maí kl. 19-22 í Hamraborg 11, 2. hæð. Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi. 

·        Leiðbeinandi: Sigríður K. Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur. 
·        Námskeiðsgjald: 5.000 kr./7.000 kr. ef maki eða eldra systkin tekur líka þátt. Innifalin eru námskeiðsgögn og skírteini sem staðfestir þátttöku.
·        Skráning í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected] eigi
               síðar en 10. maí. 

6. maí 2005 : Ársskýrsla 2004

6. maí 2005 : Ársskýrsla 2004

6. maí 2005 : „Ekki er allt sem sýnist"

Baldur er sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Aceh héraði á Súmötru.

6. maí 2005 : Ekki er allt sem sýnist

Baldur er sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Aceh héraði á Súmötru.

4. maí 2005 : Landsfundur Urkí

Aðalfundur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands verður haldinn föstudagskvöldið 20 maí að Efstaleiti 9, þar sem Landsskrifstofa Rauða kross Íslands er til húsa.

Mun fundurinn hefjast klukkan 20:00.

Dagskrá Landsfundar er eftir 6. grein starfsreglna.

1.   Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2.   Skýrsla stjórnar um síðasta starfsár lögð fram til umræðu.
3.   Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs lagðar fram til umræðu og ákvörðunar.
4.   Breytingar á starfsreglum.
5.   Kosning formanns samkvæmt 7. gr.
6.   Kosning annarra stjórnarmanna til eins árs samkvæmt 7.gr.
7.   Önnur mál.

Ég hvet alla til að mæta.Og bjóða sig fram, það er gaman að geta tekið þátt í ákvöðrunartökum sem snertir Ungmennastarf á landsvísu.

Hlakka til að sjá ykkur
Kv.Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Formaður Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands.

 

3. maí 2005 : Ársskýrsla 2004

2. maí 2005 : Fatamarkaður 7. maí

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur fatamarkað laugardaginn 7. maí kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Allur ágóði rennur til styrktar börnum í neyð vegna alnæmisvandans í Malaví. Fatamarkaðurinn er haldinn í tilefni alþjóðadags Rauða krossins 8. maí og 50 ára afmælis Kópavogsbæjar. Seld verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og börn.

Verð 300 kr./500 kr.

Kaffi á könnunni.