Sumarlokun
Námsvist við alþjóðlegan menntaskóla
Auglýst er eftir umsóknum um skólavist við alþjóðlegan menntaskóli í Fjaler í Noregi. Nám við skólann tekur tvö ár og því lýkur með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku.
Alþjóðlegi menntaskólinn í Fjaler í Noregi er rekinn af Alþjóðasambandi Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst árlega skólavist fyrir einn nemanda. Nemandi þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað sem nemur um það bil 20.000 norskum krónum á ári og auk þess ferðakostnað. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans: http://www.rcnuwc.uwc.org
Gestir athvarfa grilla saman
Pylsurnar runnu ljúflega niður í viðstadda í Guðmundarlundi. |
Gestir í athvörfunum Dvöl, Vin og Læk, sem eru athvörf Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu, grilluðu saman í Guðmundarlundi í Kópavogi 21. júní síðastliðinn. Gestirnir mættust á miðri leið því athvörfin þrjú eru í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Í Guðmundarlundi fengu viðstaddir að heyra sögu lundarins og farin var smá ganga um skóginn. Í grillveislunni voru kosnir pylsukóngar (þeir sem borðuðu flestar pylsur) og sunginn var afmælissöngur fyrir einn gestinn sem átti 44 ára afmæli þennan dag. Ætlunin er að gestir athvarfanna fari aftur í Guðmundarlund 20. júlí og grilli saman.
Alþjóðlegar sumarbúðir
Áhugasamir hafi samband við Sólveigu á landsskrifstofu en umsóknarfrestur rennur út 30. júlí.
Alþjóðadagur flóttamanna
Þeir sem eftir lifa þurfa að taka þátt í uppbyggingunni á flóðasvæðum
Sendifulltrúi Alþjóðasamtaka Rauða krossins særðist í Aceh
Atburður þessi átti sér stað eftir kl. 8 að kvöldi. Eva Young, hjálparstarfsmaður frá Hong Kong, var í fjórhjóladrifnum bíl sem var merktur Rauða krossinum. Hún særðist en hermaður sem var í fylgd með henni slapp ómeiddur. Eva var lögð inn á sjúkrahús á staðnum sem rekið er af samtökunum Læknar án landamæra. Hún særðist á andliti og hálsi en er með meðvitund og ástand hennar er stöðugt. Hún var flutt til Medan í morgun og var flutt þaðan til Singapore.
Fjöldi krakka safnar fyrir hjálparstarfi
Stuðningur við geðsjúka í Gambíu
![]() |
Í Fataflokkunarstöð Rauða krossins þar sem gengið var frá sendingunni til Gambíu. |
Gestir Vinjar hafa verið í bréfasambandi við geðsjúka í Banjul. Á síðastliðnu hausti kom sjálfboðaliði frá gambíska Rauða krossinum í Banjul í heimsókn í Vin og fræddi þau um land og þjóð og aðstæður geðsjúkra á svæðinu. Hann fór síðan heim með bréf, myndir, fræ, tónlist, myndbönd og gjafir handa sjúklingunum á geðsjúkrahúsinu.
Mannúð og menning - námskeið í júlí
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands heldur sumarnámskeiðið „Mannúð og menning“ 4.-8. júlí í Hamraborg 11, 2. hæð. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 9-11 ára og stendur kl. 9-16 alla dagana.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendur fræðast um starf Rauða krossins, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið.
Skráning í síma 864 6750 fyrir 29. júní. Verð: 7.500 kr.
Ísland og flóttamenn
Frábær aðsókn á Börn og umhverfi
Þátttakendur á Börn og umhverfi. |
Dvalarfólk í ferðalagi á Suðurlandi
Glatt á hjalla í hópefli heimsóknavina
Grillveisla og gleði hjá ungum innflytjendum
Íslenskur sálfræðingur tekur þátt í að veita íbúum Sri Lanka sálfræðiaðstoð
![]() |
Sjálfboðaliðar Kurchavei deildarinnar taka við hjólum frá Elínu Jónasdóttur og Dr. Gnangunalan formanni Sri Lanka Rauða krossins. |
Aðstoðin felst í að hjálpa fólkinu að jafna sig og gera því kleift að sjá fyrir sér sjálft. Danirnir sendu með fjárhagslegri aðstoð mannréttindasamtakanna ECHO hóp sálfræðinga til Sri Lanka í janúar með það að markmiði að draga úr sálfræðilegum áhrifum þessara hörmunga.
Rauði kross Dana hefur ráðið 47 sjálfboðaliða frá Rauða krossi Sri Lanka til Trincomalee og þjálfað þá til þátttöku í þessari aðstoð. Slíka sjálfboðaliða er nú að finna í 18 miðstöðvum í fjórum héruðum í landinu.