Saga Taslimu
Saga Taslimah
![]() |
Taslimah (fyrir miðju) er ein af mörgum ungum sjálfboðaliðum indverska Rauða krossins sem ýtti vandmálum sínum til hliðar og hjálpaði öðrum eftir flóðbylgjuna í desember 2004. |
Það vissu ekki margir áður fyrr hvernig mitt fólk, Aceh-búar, var. Við skulum orða það þannig að vegna erfiðra aðstæðna í landi okkar erum við vön því að bregðast við hættulegum aðstæðum. Ef við heyrum skothvell leggjumst við strax niður. Hverfið okkar er nálægt ströndinni og litlir jarðskjálftar eru tíðir. Við bregðumst einnig skjótt við jarðskjálftum og tökum þeim sem eðlilegum fylgifiski þess að búa nálægt ströndinni.
Sólin skein í heiði þennan sunnudagsmorgun, 26. desember 2004. Frábært veður fyrir lautarferð á ströndinni. Ég ætlaði að heimsækja vin minn. En fyrst gerði ég mín vanalegu húsverk á sunnudagsmorgnum frá 6:30 til 10. Þá geri ég alltaf hreint í húsinu, þvæ föt og hjálpa mömmu og systur minni við að elda matinn.
Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning eftir rútuslys
![]() |
Birna Lind Björnsdóttir starfsmaður Kynnisferða talar við farþega rútunnar. |
Slysið varð með þeim hætti að pallbíll og rútan rákust á og lést bílstjóri pallbílsins samstundis. Í rútunni voru 42 erlendir ferðamenn auk ökumanns og leiðsögumanns sem voru rétt að hefja skoðunarferð til Gullfoss og Geysis á vegum Kynnisferða.
Enn veitt aðstoð til fórnarlamba flóðbylgnanna í Sri Lanka
![]() |
Fatima og fjölskylda hennar. |
Þetta fólk varð svo fyrir enn einu áfallinu 26. desember sl. þegar flóðbylgjan mikla skolaði burtu strandbæjum víðs vegar á Sri Lanka. Þorp voru jöfnuð við jörðu og nærri 40 þúsund manns létu lífið. Um 500 þúsund manns á eyjunni misstu heimili sín.