31. ágúst 2005 : Heimsþorpin

Tumi ásam Bubacarr Kalleh, sem er ofursjálfboðaliði, ásamt krökkum á förnum vegi.
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og gambíski Rauði krossinn hafa nýverið stofnað til viandeildasamstarfs. Einn hluti þess samstarfs er ungmennaskipti á milli landanna.

Gambía er lítið land á vesturströnd Afríku. Íbúafjöldinn þar er tæplega ein og hálf milljón manna sem flestir aðhyllast trúarbrögð islam. Landið er fátækt en friðsælt og íbúar lifa aðallega á ferðaiðnaði og jarðhneturækt.

31. ágúst 2005 : Þúsundir sjálfboðaliða að störfum um öll Bandaríkin vegna fellibylsins Katrínar

Gervihnattamynd af fellibylnum, sem tekin var á mánudag, en þá reið bylurinn yfir New Orleans.
Rauði kross Bandaríkjanna hefur virkjað þúsundir sjálfboðaliða til að bregðast við afleyðingum fellibylsins Katrínar sem hefur lagt hluta af Louisiana-fylki algjörlega í rúst. Að minnsta kosti 100 manns hafa látið lífið af hans völdum.

Ameríski Rauði krossinn hyggst senda hátt í 2.000 sjálfboðaliða á svæðið til að hefjast strax handa við hjálparstarf. ?Sjálfboðaliðar eru það sem Rauði kross Bandaríkjanna treystir á og við köllum nú út nokkur þúsund til að styðja við hjálparstarfið í Louisiana og öðrum fylkjum þar sem bylurinn hefur farið yfir,? segir Pat McCrummen, talsmaður Rauða kross Bandaríkjanna. ?Við horfum til langtímaaðstoðar vegna afleyðinga fellibylsins.?

29. ágúst 2005 : Hrókurinn byggir upp barnastarf á Grænlandi

Arnar Valgeirsson fór sem fulltrúi Rauða kross Íslands með Hróknun til Grænlands.

26. ágúst 2005 : Kópavogsdeild aðstoðar 150 börn í vanda í Albaníu

Skóli í bænum Gjirokastra.
Kópavogsdeild tekur þátt í verkefni albanska Rauða krossins sem snýr að börnum og ungmennum í neyð. Verkefnið miðar að því að koma í veg fyrir mikið brottfall barna úr skóla og hættunni á vinnuþrælkun barna, mansali og eiturlyfjaneyslu.

150 börn úr bæjunum Gjirokastra, Permet og Tepelene í Albaníu hljóta nú aðstoð við að aðlagast vel skóla og samfélagi í gegnum nám og félagsstarf. Tekist hefur að auka hvata barnanna til náms og efla félagslega færni þeirra. Sum þessara barna eru munaðarlaus, hafa búið á götunni eða við mjög slæmar félagslegar og efnahagslegar aðstæður.

26. ágúst 2005 : Löggiltur lagna- og burðarþolshönnuður í Darfur

Rúnar er byggingatæknifræðingur og starfar sem sendifulltrúi í Darfur í Súdan

26. ágúst 2005 : Hvernig er Afríka?

Rúnar er byggingatæknifræðingur og starfar sem sendifulltrúi í Darfur í Súdan.

25. ágúst 2005 : Veðurtepptur

Rúnar er byggingatæknifræðingur og starfar sem sendifulltrúi í Darfur í Súdan.

19. ágúst 2005 : Líf og fjör á sumarnámskeiði

Krakkarnir fyrir framan sjúkrabílinn sem þau fengu að skoða.
Hópur fjörugra krakka sótti í sumar námskeiðið Mannúð og menning á vegum Kópavogs-deildar. Krakkarnir fóru í margskonar leiki og fræddust um hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Fjallað var um mismunandi menningar-heima og líf fólks í fjarlægum löndum. Hópurinn var fjölþjóðlegur því meðal þátttakenda voru krakkar frá Albaníu og Tælandi auk Íslands. Einn dagur var tekinn í fræðslu um umhverfið og annar í að læra undirstöðuatriði í skyndi-hjálp en þá fengu krakkarnir að skoða og prófa búnað sjúkrabíls. Námskeiðið endaði á uppskeru-hátíð í Viðey þar sem slegið var upp grillveislu.

18. ágúst 2005 : Pólskir Rauða kross félagar í heimsókn

Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, sýnir gestunum trésmíðaverkstæði Fjölsmiðjunnar.
Kópavogsdeild fékk í gær heimsókn frá fulltrúum pólska Rauða krossins, þeim Marek Malczewski framkvæmdastjóra landsfélagsins og Krzysztof Kedzierski sem sér um innri uppbyggingu pólska Rauða krossins. Þeir félagar eru á Íslandi í nokkra daga til að fræðast um verkefni og innri uppbyggingu Rauða kross Íslands og sækja sér fyrirmyndir fyrir störf sín í Póllandi.
Gestirnir komu í sjálfboða-miðstöð Kópavogsdeildar og fengu upplýsingar um deildina og helstu sjálfboðaverkefni. Því næst lögðu þeir leið sína í Fjölsmiðjuna og Dvöl og fengu kynningu á þeirri starfsemi sem þar fer fram.

18. ágúst 2005 : Starfsreglur á vefnum

Starfsreglur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands dagsettar 28. janúar 2005 eru komnar á vefinn undir síðuna Um Urkí.

/urki/um_urki/starfsreglur/

17. ágúst 2005 : Rauði krossinn kennir starfsfólki skóla að bregðast við slysum á börnum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var viðstödd athöfn sem haldin var að námskeiðinu loknu.
Hvert íslenskt barn slasast að meðaltali einu sinni á ári og í dag hóf Rauði kross Íslands skipulagða skyndihjálparkennslu fyrir starfsfólk skóla, þannig að það geti brugðist hratt og vel við slysum sem verða á börnum. Kennsluátakið hefst með námskeiði í skyndihjálp og sálrænum stuðningi fyrir starfsmenn Grundaskóla.

Helsta markmið Rauða krossins með námskeiðunum er að starfsmenn skóla geti veitt börnum skyndihjálp og sálrænan stuðning þegar á reynir. Þannig má meðal annars koma í veg fyrir að slys hafi alvarlegri afleiðingar en ella.

15. ágúst 2005 : Byggjum betra samfélag

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands hvetur Kópavogsbúa og aðra höfuðborgarbúa til þátttöku í Menningarnótt í Reykjavík 20. ágúst þar sem Rauði kross Íslands stendur fyrir stórtónleikum á Miðbakka undir yfirskriftinni „Byggjum betra samfélag“. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og eru haldnir í samvinnu við Rás 2 og Íslandsbanka.

15. ágúst 2005 : Michael Schulz verður fulltrúi sendinefndar Rauða krossins hjá Sameinuðu þjóðunum

Michael Schulz hefur verið skipaður fulltrúi við sendinefnd Alþjóðasambands Rauða krossins í New York. Michael verður næstráðandi í nefndinni sem hefur áheyrnarstöðu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Skipað er í stöðuna til tveggja ára.

Michael hefur unnið síðustu 25 ár við hjálparstörf fyrir Rauða krossinn. Síðast vann hann fyrir Rauða kross Íslands þegar hann fór sem sendifulltrúi til Palestínu og gegndi stöðu formanns sendinefndar Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

12. ágúst 2005 : Rauði krossinn á skátamóti

Það var svona í heitara lagi fyrir Ísland þegar ég beygði inn á Hafravatnsafleggjarann um hálf tvöleytið. Ég geispaði, opnaði gluggann og reyndi að einbeita mér að akstrinum. ,,Agalega er heitt” hugsaði ég með mér og kveikti líka á miðstöðinni. Ég brunaði áfram eftir veginum en ferðinni var heitið á Úlfljótsvatn. Ég hafði tekið það að mér snemma í sumar að vera með verkefni frá Rauða krossinum á alþjóðlegu skátamóti á Úlfljótsvatni. Ég vissi svo sem ekki við hverju var að búast. Ég hafði aldrei áður farið á skátamót, þekkti lítið til starfsemi skátanna og vissi þess vegna ekkert hvað ég var í raun að fara út í. Ég hafði fengið leiðbeiningar um hvert ég ætti að fara þegar ég kæmi á svæðið. ,,Þú ferð bara að hvítu húsunum og þar fyrir neðan er blátt og hvítt tjald sem þú fer í, þar er Alþjóðaþorpið, þú verður þar” sagði kona við mig í símann sem ég var í sambandi við. Ég sá hvítu húsin þegar ég kom en ég sá líka nokkur blá og hvít tjöld! Eftir að vera búin að kíkja í eitt vitlaust blátt og hvít tjald fann ég Alþjóðaþorpið og hið rétta hvíta og bláa tjald. Þar tók á móti mér yndislega kona sem leiddi mig í allan sannleikann um skátamótið, hvað væru margir á staðnum, hvernig dagskráin væri og hvert mitt hlutverk væri á mótinu.

12. ágúst 2005 : Rauði krossinn á skátamóti

Hildur er virkur sjálfboðaliði hjá Ungmennahreyfingu Rauða krossins.

3. ágúst 2005 : Í blaki í sól og sumaryl

1. ágúst 2005 : Starfið að undanförnu