Strákar úr Smárahverfi safna fyrir hjálparstarfi
Strákunum var kunnugt um starfsemi Rauða krossins enda hafði annar þeirra tekið þátt í sumarnámskeiðinu Mannúð og menning sem Kópavogsdeild hélt í sumar. Auk þess urðu strákarnir varir við söfnunina Neyðarhjálp úr norðri fyrr á þessu ári til styrktar fórnarlömbum fljóðbylgjunnar í Asíu.
Rauði krossinn veitir enn mikla neyðaraðstoð í Bandaríkjunum
![]() |
Nemendur um allt land í Bandaríkjunum senda fórnarlömbunum uppörvunarkveðjur. Þessi mynd er frá skóla í Bronx í New York. |
Yfir 74 þúsund manns hafa leitað skjóls í um 250 neyðarskýlum. Að auki eru 226 skýli enn opin fyrir þau 44 þúsund sem enn þurfa á þeim að halda eftir fellibylinn Katrínu.
Rauði krossinn ásamt öðrum hjálparstofnunum bregst við neyðinni í Banda Aceh
![]() |
Neyðarskýli sem þessi hafa verið reist á flóðasvæðunum. Þau eru eingöngu notuð tímabundið meðan byggð eru ný hús. |
?Heimurinn treystir Rauða krossinum, Sameinuðu þjóðunum og öðrum hjálparstofnunum fyrir heilsu og velferð fórnarlambanna,? segir Peter Cameron yfirmaður skrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Indónesíu. ?Okkur hefur verið falið að skapa eins mannúðleg lífsskilyrði og hægt er á meðan við hjálpum fólki að endurbyggja heimili sín og samfélag.?
Vellukkað landsmót athvarfa fyrir geðfatlaða
![]() |
Ánægjan skín úr hverju andliti þátttakenda. |
Lagt var af stað vestur í Dali 14. september og hittust mótsgestir hressir á Laugum, gæddu sér á góðum veitingum, fengu sér sundsprett og sungu og trölluðu fram á kvöld.
Ungir innflytjendur mættir að nýju í sjálfboðamiðstöðina
Byrjað var á að fara í nafnaleiki enda ný andlit í hópi nemenda og sjálfboðaliða. Því næst var farið í málörvunarleiki og rætt um hvað hver og einn gerði í sumarfríinu. Framundan er fjölbreytt vetrarstarf með krökkunum sem er skipulagt af hópi sjálfboðaliða.
Vellukkað landsmót athvarfa fyrir geðfatlaða
Lagt var af stað vestur í Dali 14. september og hittust mótsgestir hressir á Laugum, gæddu sér á góðum veitingum, fengu sér sundsprett og sungu og trölluðu fram á kvöld.
Hamfarir hitta fyrir þá fátæku, veiku og varnarlausu
Hamfarir hitta fyrir þá fátæku, veiku og varnarlausu
24 flóttamenn frá Kólumbíu og 7 frá Kósóvó til landsins á þessu ári
Hjálparstarf í Bandaríkjunum - nokkrar staðreyndir
![]() |
Neyðarskýli var sett upp á íþróttavellinum í New Orleans þar sem þúsundir manna hafast við. Mynd: Daniel Cima/American Red Cross |
Rauði krossinn hefur útvegað heimilislausu fólki gistingu sem svarar til tveggja milljóna gistinátta í 895 neyðarskýlum í 24 fylkjum og á höfuðborgarsvæðinu.
Fram að þessu hefur Rauði krossinn borið fram nærri 8,4 milljónir heitra máltíða og yfir 6,6 milljónir léttari máltíða til þeirra sem lifðu hörmungarnar af.
Við þurfum fleiri sjálfboðaliða!
Eftir mánuð í Indónesíu
Eftir mánuð í Indónesíu
Við þurfum fleiri sjálfboðaliða!
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna margvíslegum mannúðarverkefnum deildarinnar. Kynningarfundur fyrir nýja sjálfboðaliða verður haldinn í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 fimmtudaginn 15. september kl. 20.
Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum, fólki á öllum aldri:
• Heimsóknavinir
• Aðstoð við geðfatlaða í Dvöl
• Föt sem framlag
• Starf með ungum innflytjendum
• Neyðarvarnir
• Ökuvinir
• Fataflokkun og afgreiðsla í L-12
• Fjölsmiðjan
Nánari upplýsingar eru veittar í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 sem er opin alla virka daga kl. 11-15, sími 554 6626, netfang kopavogur@redcross.is.
Við þurfum fleiri sjálfboðaliða!
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna margvíslegum mannúðarverkefnum deildarinnar.
Kynningarfundur fyrir nýja sjálfboðaliða verður haldinn í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 fimmtudaginn 15. september kl. 20.
Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum, fólki á öllum aldri.
Heimsóknavinir fræðast um nýtt sambýli aldraðra í Kópavogi
Sambýlið hóf starfsemi fyrr á árinu og hefur mætt brýnni þörf minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Guðrún sagði ómetanlegt starf þeirra sjálfboðaliða Kópavogsdeildar sem eru að hefja störf við sambýlið, annað hvort með heimsóknum til einstakra vistmanna eða með því að stýra samverustundum. Enn er þörf á fleiri sjálfboðaliðum við sambýlið í Roðasölum og í önnur verkefni heimsóknavina í Kópavogi.
Fyrsta fréttin
Fjöldahjálparteymi Rauða kross Íslands í viðbragðsstöðu vegna Katrínar
![]() |
Mynd: Daniel Cima. Bandaríski Rauði krossinn. |
?Bandaríski Rauði krossinn tók vel í boð okkar um að senda fólk með reynslu og þekkingu á rekstri fjöldahjálparsstöðva og það skýrist á næstu dögum hvort boðið verður þegið? sagði Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands eftir símafund Alþjóða Rauða krossins fyrr í dag. Um 80 slíkir sérfræðingar Rauða krossins frá nokkrum landsfélögum Rauða krossins eru þegar á leið til Bandaríkjanna.
Yfir 135 þúsund manns gista nú skýlum Rauða krossins sem eru yfir 470 talsins.
Sjálfboðaliðar í Dvöl hefja hauststarfið
Í haust munu um 10 sjálfboðaliðar starfa í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, og skipta með sér vöktum á laugardögum. Sjálfboðaliðarnir hittust í vikunni til að stilla saman strengi fyrir starfið sem er framundan. Í hópnum eru tveir nýir sjálfboðaliðar sem munu njóta góðs af reynslu reyndari sjálfboðaliða fyrst um sinn enda starfa ávallt tveir saman á vakt.
Sjálfboðaliðar í Dvöl hafa verið virkir
í rekstri athvarfsins frá stofnun þess árið 1998. Sem sjálfboðaliðum Rauða krossins er þeim veitt nauðsynleg þjálfun og fræðsla án endurgjalds, svo sem námskeið í skyndihjálp og sálrænni skyndihjálp. Nýir sjálfboðaliðar eru alltaf velkomnir í hópinn og áhugasamir geta sett sig í samband við Kópavogsdeild Rauða krossins.