Dagur helgaður skyndihjálp á Norðurlandi
![]() |
Jón Knutsen sýnir notkun alsjálfvirks hjartastuðtækis. |
Fyrirlesarar að þessu sinni voru Björn Gunnarsson læknir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar sem fjallaði um ofbeldi gagnvart börnum, Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur hélt fyrirlestur um aðskotahluti í hálsi og Jón Knutsen sjúkraflutningamaður og leiðbeinandi í skyndihjálp var með fyrirlestur um endurlífgun og sýnikennslu á hjartastuðtæki.
Auk þess voru verklegar æfingar í endurlífgun og lagðar voru fyrir þátttakendur tilfellasögur sem þurfti að leysa úr. Tuttugu manns sóttu fræðsluna og voru þátttakendur frá Öxarfirði í austri til Hofsóss í vestri.
Dagur helgaður skyndihjálp á Norðurlandi
![]() |
Jón Knutsen sýnir notkun alsjálfvirks hjartastuðtækis. |
Fyrirlesarar að þessu sinni voru Björn Gunnarsson læknir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar sem fjallaði um ofbeldi gagnvart börnum, Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur hélt fyrirlestur um aðskotahluti í hálsi og Jón Knutsen sjúkraflutningamaður og leiðbeinandi í skyndihjálp var með fyrirlestur um endurlífgun og sýnikennslu á hjartastuðtæki.
Auk þess voru verklegar æfingar í endurlífgun og lagðar voru fyrir þátttakendur tilfellasögur sem þurfti að leysa úr. Tuttugu manns sóttu fræðsluna og voru þátttakendur frá Öxarfirði í austri til Hofsóss í vestri.
Dagur helgaður skyndihjálp á Norðurlandi
![]() |
Jón Knutsen sýnir notkun alsjálfvirks hjartastuðtækis. |
Fyrirlesarar að þessu sinni voru Björn Gunnarsson læknir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar sem fjallaði um ofbeldi gagnvart börnum, Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur hélt fyrirlestur um aðskotahluti í hálsi og Jón Knutsen sjúkraflutningamaður og leiðbeinandi í skyndihjálp var með fyrirlestur um endurlífgun og sýnikennslu á hjartastuðtæki.
Nemendur Fjölsmiðjunnar fræddir um skyndihjálp
Fjölsmiðjan, sem staðsett er í Kópavogi, er mennta- og verkþjálfunarsetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára sem ekki hefur náð að fóta sig í námi eða á vinnumarkaði.
Áhugasamir strákar söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Strákarnir voru áhugasamir um Rauða krossinn og komu aftur í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar til að taka þátt í starfi með ungum innflytjendum sem fer fram á miðvikudögum kl. 14-15.30.
Akureyrardeild styrkir deild Rauða krossins í Mapútó í Mósambík
![]() |
Valdís Gunnlaugsdóttir og Gunnar Frímannsson saga myndaramma fyrir batikmyndir sem verða seldar til styrktar Rauða kross deildinni í Mapútó. |
Að því loknu var tekið til við innrömmun á batikmyndum sem borist höfðu frá Mósambik. Það var sagað niður efni í rammana, þeir negldir saman og myndirnar strekktar á, sannarlega mörg fagleg handtök þar. Deildir Rauða krossins á Norðurlandi eru einmitt í vinadeildarsamstarfi við Rauðakross deildina í Mapútó, höfuðborg Mósambík.
Starf Rauða krossins með þorpsbúum í Mósambík
Starf Rauða krossins með þorpsbúum í Mósambík
Fjölmennt fræðslukvöld um geðraskanir
![]() |
Erla Hrönn Diðriksdóttir og Garðar Sölvi Helgason kynntu starfsemi Vinjar. |
Rauði krossinn rekur eins og kunnugt er þrjú athvörf fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu: Dvöl í Kópavogi, Læk Hafnarfirði og Vin í Reykjavík. Tilgangur með rekstrinum er að gefa geðfötluðum vettvang þar sem þeir geta komið og rabbað saman, lesið blöðin og þar fram eftir götunum. Með því er hægt að rjúfa félagslega einangrun þessa hóps og styrkja með samneyti við aðra andlega og líkamlega heilsu. Þar sem athvörfin eru þrjú á höfuðborgarsvæðinu þykir tilvalið að standa að sameiginlegum fræðslu- og skemmtikvöldum með reglulegu millibili og var þetta fræðslukvöld fyrsti vísirinn að því.
Fjölmennt fræðslukvöld um geðraskanir
![]() |
Erla Hrönn Diðriksdóttir og Garðar Sölvi Helgason kynntu starfsemi Vinjar. |
Rauði krossinn rekur eins og kunnugt er þrjú athvörf fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu: Dvöl í Kópavogi, Læk Hafnarfirði og Vin í Reykjavík. Tilgangur með rekstrinum er að gefa geðfötluðum vettvang þar sem þeir geta komið og rabbað saman, lesið blöðin og þar fram eftir götunum. Með því er hægt að rjúfa félagslega einangrun þessa hóps og styrkja með samneyti við aðra andlega og líkamlega heilsu. Þar sem athvörfin eru þrjú á höfuðborgarsvæðinu þykir tilvalið að standa að sameiginlegum fræðslu- og skemmtikvöldum með reglulegu millibili og var þetta fræðslukvöld fyrsti vísirinn að því.
Sjö ára nemendur í Hjallaskóla styðja börn í Sri Lanka
![]() |
Nemendurnir ásamt Garðari H. Guðjónssyni, formanni Kópavogsdeildar, sem tók við söfnunarfénu. Sigríður Stefánsdóttir umsjónarkennari er lengst til hægri. |
Krakkarnir söfnuðu alls 11.057 kr. með fjölbreyttum hætti, svo sem með því að safna flöskum og dósum, halda tombólur og einn nemandinn gaf hluta af peningum sem hann hafði nýlega fengið í afmælisgjöf. Kennslustundir í samfélagsfræði og kristinfræði voru nýttar undir söfnunina og fræðslu henni tengdri en þar að auki urðu stærðfræðitímarnir mjög vinsælir þegar þeir voru nýttir í flokkun og talningu á drykkjarílátum sem höfðu safnast.
Fjölmennt fræðslukvöld um geðraskanir
Rauði krossinn rekur eins og kunnugt er þrjú athvörf fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu: Dvöl í Kópavogi, Læk Hafnarfirði og Vin í Reykjavík. Markmiðið með rekstrinum er að rjúfa félagslega einangrun geðfatlaðra og styrkja með samneyti við aðra andlega og líkamlega heilsu. Þar sem athvörfin eru þrjú á höfuðborgarsvæðinu þykir tilvalið að standa að sameiginlegum fræðslukvöldum og frumraunin var nú í vikunni.
Gestir athvarfanna höfðu gert veggspjöld um starfsemi athvarfanna sem hengd voru upp og því næst kynntu gestir og sjálfboðaliðar starfsemina á hverjum stað.
Fyrirlestur um óformlega menntun og þátttöku ungs fólks í samfélaginu
Fyrirlesturinn er í boði menntamálaráðuneytisins og Háskólans í Reykjavík.
Afmælishátíðin í Kringlunni

Var okkur einstaklega vel tekið og margir stoppuðu við til að spjalla og fræðast um verkefnin okkar. Meðal þess sem kynnt var voru skyndihjálparhópur sem slysafarðaði meðlim úr stjórn URKÍ, verkefnið ,,á flótta” og Vin. Við dreifðum nýju eintaki af Plús C en í því er umfjöllun um sögu URKÍ og þau verkefni sem við erum að vinna að. Þá gáfum við líka smakk af afmælisköku og dró það marga að.
Afmælishátíð URKÍ, samantekt
Kynningin í Kringlunni gekk vonum framar og eru allir ánægðir með hana. Kynningin stóð í þrjá tíma og nánast allan þann tíma voru förðunarsnillingarnir Jón og Viddi að slysafarða þann sem þetta skrifar og var ég nú bara orðinn nokkuð hrikalegur þegar þeir fengust loksins til þess að hætta og fara að gera að „sárum“ mínum. Margir stoppuðu til þess að fylgjast með þó svo að færri vildu hjálpa til við að hlúa að sárunum. Mátti heyra setningar á borð við: „Þetta er ógeðslegt,“ „Æ hvað kom fyrir,“ „Hann hefur meitt sig þessi“ og „Að sjá þennan viðbjóð svona rétt fyrir jól.“
Margir kynntu sér hlutverkaleikinn ‘Á flótta’ og Athvarfið Vin og til þess að rabba um ungmennahreyfinguna við þá sem þarna voru.
Sumir komu bara til að fá köku eða blöðru og fengu þá að vita hverjir væru þar á ferðinni og hvert tilefnið væri.
Sjálfboðaliðarnir sem voru í básnum voru duglegir að dreifa eintökum af nýja PlúsC...
Rauði krossinn á Friðar og mannréttindaráðstefnu.
Síðastliðinn laugardag skrópaði ég í afmæli URKÍ og fór í staðin á ráðstefnu.
Ráðstefna þessi bar yfirskriftina „Hvað getur ungt fólk lagt að mörkum til mannréttinda og friðarmála á 21. öldinni sem einstaklingar?“.
Ungmennahreyfingin var beðin um að vera með framsögu á þessari ráðstefnu og fór ég sem fulltrúi hennar. Þetta var ágæt ráðstefna, eini gallin var sá að alla umræðu vantaði. Ég fékk líka á tilfinninguna að ráðstefnan væri einhverskonar uppskeruhátíð vegna sýningarinnar sem hefur verið gangi í Ráðhúsinu síðastliðnar vikur.
Þegar ég var að skrifa ræðuna þá flaug sú hugsun í mig að Rauði krossinn ætti eignlega lítið erindi inná ráðstefnu um frið og mannréttindi. Þar sem svona ráðstefnur eru oftast um hvað hægt sé að gera til að breyta ástandinu í dag.
En þar sem ég kom sem fulltrúi Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands þá var það kannski ekkert svo stór mál. En ég er viss um að ef Rauði krossinn myndi vera með framsögu um friðar og mannréttindamál í Bandaríkjunum eða í Palestínu þá væri það ekkert gaman mál...
Sólborgarbörn á Ísafirði aðstoða Rauða kross Íslands
![]() |
Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins spjallar við börnin á Sólborg. |
Öll börnin tóku þátt í verkefni sem fólst í því að þau komu með dósir og flöskur að heiman. Síðan fóru þau öll saman í leiðangur í endurvinnsluna til að fylgjast með því hvað verður um glerflöskurnar eftir að að þeim hefur verið skilað.
Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða kross Íslands á Vestfjörðum heimsótti síðan börnin og sagði þeim frá því hvernig peningarnir sem þau söfnuðu munu nýtast til að hjálpa börnum sem búa við erfiðar aðstæður.
7 ára nemendur í Hjallaskóla styðja börn í Sri Lanka
![]() |
Garðar Guðjónsson formaður Kópavogsdeildar Rauða krossins tekur við söfnunarfénu. Sigrún Stefánsdóttir umsjónarkennari stendur til hægri við bekkinn. |
Krakkarnir söfnuðu alls 11.057 kr. með fjölbreyttum hætti, svo sem með því að safna flöskum og dósum, halda tombólur og einn nemandinn gaf hluta af peningum sem hann hafði nýlega fengið í afmælisgjöf. Kennslustundir í samfélagsfræði og kristinfræði voru nýttar undir söfnunina og fræðslu henni tengdri en þar að auki urðu stærðfræðitímarnir mjög vinsælir þegar þeir voru nýttir í flokkun og talningu á drykkjarílátum sem höfðu safnast.
Rauði krossinn kemur með ný tjöld til að veita fórnarlömbum flóðbylgnanna skjól fyrir monsúnrigningum
Hjúkrun í Pakistan
Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur fór til Pakistans í október 2005. Hún stýrir hjúkrun í sjúkrahúsi Alþjóðasambandsins í Abbottabat.
Meðfylgjandi eru myndir sem hún sendi í nóvember.
Flöskusöfnun stúlkna í Smárahverfi
Stúlkurnar höfðu búið til lag um sólina, tunglið og norðurljósin sem þær sungu fyrir fólkið í hverfinu og einnig þegar þær komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins.
Rausnarleg gjöf til starfsemi Vinjar
![]() |
Guðbjörg Sveinsdóttir forstöðumaður Vinjar, Birna Guðbjörnsdóttir, Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða kross Íslands og Sigurjón Egilsson. |
Sigurjón hefur verið fastagestur frá upphafi eða í um 12 ár og verið virkur i starfinu. Hann hefur m.a. verið í stjórn ferðafélagsins Víðsýnar. Rauði krossinn þakkar kærlega veittan stuðning og vinsemd.
Rauði kross Íslands rekur fjögur athvörf fyrir geðfatlaða. Þessum athvörfum er ætlað að veita þeim sem eiga við geðfötlun að stríða athvarf þar sem þeir geta komið og t.d. fengið sér heitan mat, lesið, málað, farið í gönguferðir o.s.frv.
FACT teymi til Suður Súdan

Hann sendi myndir sem hægt er að sjá hér í PDF
Ferjuslysaæfing á Seyðisfirði
![]() |
Einar Hólm fjöldahjálparstjóri Seyðisfjarðardeildar Rauða kross Íslands skipar sínu liði í hlutverk. |
Klukkan 13:14 barst tilkynning frá Neyðarlínunni um að hafin væri æfing þar sem komið hafði upp eldur um borð í ferjunni Sky Princess í höfn á Seyðisfirði og að unnið yrði á Neyðarstigi F1 RAUÐUR. Aðgerðastjórn var virkjuð á Egilsstöðum og vettvangsstjórn almannavarna á Seyðisfirði og en Rauða kross deildirnar á svæðinu eiga fulltrúa í þeim. Samhæfingarstöðin í Reykjavík var virkjuð og Hjálparsíminn 1717. Opnuð var loftbrú milli Egilsstaða og Reykjavíkur til að flytja aðstoðarlið frá sjúkrahúsum og slökkviliði austur til aðstoðar og til að flytja sjúklinga í aðra landshluta.
Ferjuslysaæfing á Seyðisfirði
![]() |
Einar Hólm fjöldahjálparstjóri Seyðisfjarðardeildar Rauða kross Íslands skipar sínu liði í hlutverk. |
Klukkan 13:14 barst tilkynning frá Neyðarlínunni um að hafin væri æfing þar sem komið hafði upp eldur um borð í ferjunni Sky Princess í höfn á Seyðisfirði og að unnið yrði á Neyðarstigi F1 RAUÐUR. Aðgerðastjórn var virkjuð á Egilsstöðum og vettvangsstjórn almannavarna á Seyðisfirði og en Rauða kross deildirnar á svæðinu eiga fulltrúa í þeim. Samhæfingarstöðin í Reykjavík var virkjuð og Hjálparsíminn 1717. Opnuð var loftbrú milli Egilsstaða og Reykjavíkur til að flytja aðstoðarlið frá sjúkrahúsum og slökkviliði austur til aðstoðar og til að flytja sjúklinga í aðra landshluta.
Afmælishátíð URKÍ í Skagafirði
![]() |
Krakkar úr Ungliðahreyfingum Skagafjarðar- og Skagastrandadeilda skera saman afmæliskökuna. |
Ungmennadeild Skagafjarðardeildar Rauða krossins og nýstofnuð Ungmennadeild Skagastrandardeildar tóku sig saman og buðu til sameiginlegrar og veglegrar veislu í húsnæði Skagafjarðardeildar á Sauðárkróki milli kl.16 og 20.
Afmælishátíð URKÍ í Skagafirði
![]() |
Krakkar úr Ungliðahreyfingum Skagafjarðar- og Skagastrandadeilda skera saman afmæliskökuna. |
Ungmennadeild Skagafjarðardeildar Rauða krossins og nýstofnuð Ungmennadeild Skagastrandardeildar tóku sig saman og buðu til sameiginlegrar og veglegrar veislu í húsnæði Skagafjarðardeildar á Sauðárkróki milli kl.16 og 20.
Ungmennahreyfing Rauða krossins á tímamótum
Ungmennahreyfingin Rauða krossins 20 ára
![]() |
Ingibjörg Halldórsdóttir formaður Ungmennahreyfinar Rauða kross Íslands. |
Þar sem ég sit við að skrifa þennan pistil verður mér hugsað til ástæðu þess að ég gekk í Rauða krossinn. Mig langaði til að breyta heiminum, svo einfalt var það. Ég áttaði mig þó fljótt á því að það væri varla á færi eins dropa í mannhafinu.
Ég er, líkt og svo margir af minni kynslóð, alin upp með sjónvarpinu sem svo oft kætir, en á líka til að græta. Hörmungar, sem birtast í fréttatímum og foreldrar geta ekki útskýrt fyrir börnum að séu bara þykjustu, snerta barnssálina. Í flestum þessum fréttum er einnig talað um hvað Rauði krossinn er að gera í málinu. Ég setti því fljótt samasemmerki á milli mannúðar og Rauða krossins og vissi að þeim samtökum vildi ég tilheyra.
Það kom mér þó skemmtilega á óvart þegar ég fór að taka þátt í starfi Ungmennahreyfingarinnar hve mikið og víðfeðmt starfið innanlands er. Hundruð sjálfboðaliða sem reyna allir að gera heiminn og landið að betri stað. Það fyllti mig stolti að geta sagst vera sjálfboðaliði í Rauða krossinum, þó að framlag mitt hafi verið fremur lítið. Ég lærði líka fljótt að því fylgir mikil vellíðan að geta gert eitthvað til að bæta líf annarra. Auk þess hef ég kynnst fjölmörgu frábæru fólki sem vinnur að sömu hugsjón.
Maður er manns gaman - um heimsóknaþjónusta
Líflegar umræður í Flensborgarskólanum
![]() |
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði. |
Í áfanga um sögu líðandi stundar voru neyðarvarnir hreyfingarinnar kynntar og meðal annars fjallað um hvernig brugðist er við náttúruhamförum. Nemendur fræddust um hlutverk Rauða kross Íslands í almannavarnakerfinu og skoðuðu meða annars heimasíðu félagsins.
Framlag til Pakistan í stað jólaskreytinga
![]() |
Það verður minna um jólaskreytingar hjá íbúum í Miðleiti 5-7 þetta árið en í staðinn hjálpa þau fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan. |
?Við fengum upplýsingar um hvað þetta kostaði okkur og ákváðum að gefa frekar peningana til fólksins í Pakistan,? segir Birgir Þorgilsson formaður húsfélagsins, ? og við vonum að fleiri geri slíkt hið sama,? segir Birgir jafnframt.
Samstarf um aðstoð við fjölskyldur í Kópavogi
Í desember munu sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar aðstoða Mæðrastyrksnefnd við úthlutanir á matarstyrkjum og fatnaði til Kópavogsbúa. Mæðrastyrksnefnd sér um að úthluta fatnaði til þeirra sem þurfa á þriðjudögum kl. 16-18 í Fannborg 5. Rauði kross Íslands úthlutar fatnaði á miðvikudögum kl. 9-14 í fataflokkunarstöðinni að Gjótuhrauni 7 í Hafnarfirði.
Rauði krossinn treystir á konur í heilbrigðisgeiranum til að bæta heilbrigðiskerfið í Pakistan
![]() |
Asnar eru notaðir við dreifingu tjaldanna í Balakot og nágrannaþorpin. |
Konurnar eru hluti af heilbrigðisneti landsins og hafa fengið þjálfun í að veita grunnþjónustu og fyrstu hjálp, taka þátt í að fræða fólk um hreinlæti og forvarnir gegn sjúkdómum. Þá veita þær einnig mikilvæga þjónustu hvað varðar heilsu kvenna.
Rauði krossinn treystir á konur í heilbrigðisgeiranum til að bæta heilbrigðiskerfið í Pakistan
![]() |
Asnar eru notaðir við dreifingu tjaldanna í Balakot og nágrannaþorpin. |
Konurnar eru hluti af heilbrigðisneti landsins og hafa fengið þjálfun í að veita grunnþjónustu og fyrstu hjálp, taka þátt í að fræða fólk um hreinlæti og forvarnir gegn sjúkdómum. Þá veita þær einnig mikilvæga þjónustu hvað varðar heilsu kvenna.
Afmælishátíð
Stjórn Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands vill minna á afmælishátíð í tilefni 20 ára afmæli hreyfingarinnar, sem haldin verður næst komandi laugardag.
Hátíðin hefst klukkan 14 í Kringlunni. Þar verðar helstu verkefni hreyfingarinnar kynntar, sem og rifjuð verða upp önnur verkefni með myndböndum og gömlum myndum og plakötum og margt fleira spennandi.
...heyrst hefur að skyndihjálparhópurinn verði á staðnum... Langar þig ekki að sjá útlærða skyndihjálparspekúlanta slysafarða, sýna réttu handtökin við hjartahnoð og fleira slíkt?
Þá er tækifærið núna, komdu í Kringluna á laugardaginn milli klukkan 14 og 17.
Um kvöldið býður URKÍ núverandi og fyrrverandi sjálfboðaliðum til veislu í húsakynnum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands við Laugaveg (Sama húsi og KB Banki við Hlemm) og hefst hún klukkan 20 og mun standa fram eftir kvöldi. Kjörið tækifæri til að njóta góðra veitinga, syngja og skemmta sér í góðum félagsskap.
Allir sjálfboðaliðar hreyfingarinnar í gegnum tíðina eru hvattir til að mæta.
Taktu daginn frá!
Ungmennahreyfing Ruða kross Íslands,
Mannúð - hlutleysi - sjálfstæði
í 20 ár.
Sjálfboðaliðar fjölmenntu á Woyzeck
Fjölmargir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sáu sýninguna Woyzeck í síðustu viku í boði leikhópsins Vesturports. Sýningin er sýnd á fjölum Borgarleikhússins þessa dagana við góðar undirtektir. Fyrir utan frábæran leik og óvenjulega sviðsmynd vekur sýningin ekki síst athygli fyrir tónlistina sem Nick Cave samdi sérstaklega fyrir sýninguna. Áhugasamir eru hiklaust hvattir til að skella sér á Woyzeck á meðan færi gefst.
Kópavogsdeild þakkar Vesturporti kærlega fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.
Sigrún kveður sem sjálfboðaliði og framkvæmdastjóri
Sigrún hefur á undanförnum misserum sinnt af alúð heimsóknum til vistmanna á sambýli fyrir aldraða í Gullsmára. Sökum búferlaflutninga Sigrúnar út fyrir landsteinana mun hún hætta að sinni sjálfboðastörfum fyrir Kópavogsdeild en snýr vonandi aftur að einhverjum tíma liðnum.
Pakistan - lífsauðs gætt í grjótinu
Pakistan - lífsauðs gætt í grjótinu
Pakistan - lífsauðs gætt í grjótinu
Útbreiðsla sjúkdóma ógnar fórnarlömbum jarðskjálftans
Útbreiðsla sjúkdóma ógnar fórnarlömbum jarðskjálftans
Hægt er að koma í veg fyrir verulegt mannfall
![]() |
Jón Hafsteinsson sjúkraflutningamaður (fyrir miðju) hlúir að slösuðu barni. Faðir barnsins stendur hjá. |
Tæplega 30 þúsund manns hafa fengið læknisaðstoð á vegum Alþjóða Rauða krossins og pakistanska Rauða hálfmánans. Jón Hafsteinsson sjúkraflutningamaður er í þyrluteymi Rauða krossins. ?Það eru allir vegir í sundur og ekki hægt að fara um á sjúkrabílum og við verðum því að flytja fólkið í þyrlu,? segir Jón.
Þær styrktu Rauða krossinn

Með þeim á myndinni er Formaður Rauðakrossdeildarinnar á Eskifirði Ásta Tryggvadóttir
Rauði krossinn vill þakka þeim stöllum fyrir framlag þeirra.
Hátíðarstemmning í Hindane
![]() |
Nýja skrifstofa Rauða krossins í Hindane vígð 21. október, á degi rigningarinnar en það hefur varla rignt neitt að ráði síðan árið 2002, þannig að þetta var mikill gleðidagur. |
Það er ekki úr vegi, nú í byrjun vetrar, að láta hugann reika suður fyrir miðbaug þar sem sumarið er rétt að byrja.
Mósambíski Rauði krossinn hélt nýlega árlegan fund með samstarfsfélögum og tóku þátt í þeim fundi tveir fulltrúar frá Rauða krossi Íslands. Ferðin var jafnframt notuð til að heimsækja heilsugæsluverkefni sem Rauði kross Íslands hefur stutt frá árinu 2000, ásamt Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ). Mósambík er eitt af þróunarlöndum sem íslensk stjórnvöld hafa stutt í fleiri ár.
Hjálpargögn eru góð en vilji til að lifa ræður úrslitum
Jón Sigurður er blaðamaður
Hjálpargögn eru góð en vilji til að lifa ræður úrslitum
Jón Sigurður er blaðamaður
Góð þátttaka á námskeiðum í skyndihjálp
Námskeið í skyndihjálp hafa verið vinsæl að undanförnu hjá Kópavogsdeild. Vegna mikillar eftirspurnar verður aukanámskeið í viðbrögðum og vörnum gegn slysum á börnum 21. og 22. nóvember kl. 19-22. Uppselt er á námskeið í skyndihjálp 14. nóvember. Áhugasamir eru þó hvattir til að hafa samband því hægt er að skipuleggja annað námskeið á næstunni ef þátttaka leyfir.
Um er að ræða fjögurra klukkustunda námskeið þar sem þátttakendur læra grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Námskeiðið byggist á glænýju kennsluefni sem er í takt við nýjustu aðferðir í skyndihjálp og slysaforvörnum.
Á námskeiðinu Slys á börnum læra þátttakendur að þekkja varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri.
„Ég hef séð of mikið"
Þessi grein birtist í Tímariti Morgunblaðsins, 23.10.2005.
Sigríður Víðis er blaðamaður. Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson
Myndirnar eru úr ljósmyndaverkefninu The Survival of the Human Being, sem unnið er í samvinnu við Gunnar Hersvein
20 ára afmæli URKÍ
Undirbúningshópur vinnur nú hörðum höndum að skipulagningu hátíðar sem haldin verður í tilefni af 20 ára afmæli Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands.
Hátíðin hefst í Kringlunni þann 19. nóvember, þar verður kynning á helstu verkefnum Ungmennahreyfingarinnar auk annarra uppákomna...
Samhugur í fólki sem gisti í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins
![]() |
Slæptur ferðalangur, Árni Guðbjartsson frá Skagaströnd. Guðrún Matthíasdóttir formaður Hvammstangadeildar Rauða krossins í bakgrunni.
Mynd: Karl Sigurgeirsson, Hvammstanga |
Alls gistu um 125 manns á þessum þremur fjöldahjálparstöðvum, fleiri komu við en fengu síðan gistingu hjá vinum og kunningjum. Ekki er vitað með vissu hversu margir tepptust í Húnaþingi vestra í þessum óveðurshvelli.
?Við erum afskaplega þakklát öllu þessu fólki fyrir frábæra samstöðu og samheldni. Það voru allir sem dvöldu í fjöldahjálparstöðvunum mjög jákvæðir og hjálpuðust að við alla hluti, svo sem eldamennsku, barnagæslu og hvaðeina,? sagði Hólmfríður Björnsdóttir hjá Hvammstangadeild Rauða krossins.
Ný stefna Kópavogsdeildar samþykkt
Reykjavíkurborg gefur 5 milljónir til neyðarhjálpar í Pakistan
![]() |
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. |
?Þetta rausnarlega framlag færir okkur umtalsvert nær takmarki okkar um að veita 50 milljónum króna til hjálparstarfsins í Pakistan,? segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Með framlagi Reykjavíkurborgar hafa nú safnast um 45 milljónir króna til neyðarhjálpar í Pakistan frá almenningi, ríkisstjórn og úthlutun úr neyðarsjóði Rauða kross Íslands. Takmarkið er að veita 50 milljónum króna til hjálparstarfsins í Pakistan. Nú vantar fimm milljónir króna upp á að það takmark náist.