29. desember 2005 : Um áramót


Stjórn URKÍ sendir öllum sjálfboðaliðum og fjölskyldum þeirra bestur óskir um farsæld á komandi ári og þakkar vel unnin störf í þágu Rauða krossins á líðandi ári.
Jafnframt viljum við minna ykkur á að fara varlega með flugelda því eins og allir vita geta þeir verið mjög hættulegir ef ekki er rétt að öllu staðið.

Megið þið öll eiga gott og gleðilegt gamlárskvöld - söfnum góðum minningum saman.

Með áramóta kveðju,
Stjórn Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands.

29. desember 2005 : Tónleikar í kvöld til styrktar Pakistan

Fjölskylda í Kasmír. Alertnet.org
Styrktartónleikar fyrir fórnalömb jarðskjálftans í Pakistan verða haldnir í Austurbæ í kvöld 29. desember klukkan 21.00. Tónleikarnir eru í samstarfi við Kópavogsdeild Rauða krossins og mun allur ágóði renna í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.

Miðinn kostar 2.500 kr. og er hægt að nálgast á midi.is eða í Austurbæ kl. 13-17.

Meðal listamanna sem koma fram og gefa vinnu sína eru: Jagúar, Milljónamæringarnir ásamt Páli Óskari og Bogomil Font, Ragnheiður Gröndal, Stebbi og Eyvi, Leaves, Ske og Brynhildur Guðjónsdóttir.

29. desember 2005 : Gott framtak í þágu fórnarlamba í Pakistan

Garðar og Fanney fjalla um starf sjálfboðaliða og margvíslegan stuðning við mannúðarstarf Rauða krossins.

28. desember 2005 : Hjálpum Pakistan

Munið söfnunarsíma Rauða krossins, hann er opinn núna.
Símanúmerið er 907 2020, ef hringt er í númerið færast 1000 krónur af símareikningi.

Einnig er hægt að ... 

27. desember 2005 : Eftir tsunami

Stutt útgáfa að þessari grein birtist í Tímariti Morgunblaðsins þann 24.12.2005, en hér birtist hún í fullri lengd.

27. desember 2005 : Eftir tsunami

Stutt útgáfa að þessari grein birtist í Tímariti Morgunblaðsins þann 24.12.2005, en hér birtist hún í fullri lengd.

27. desember 2005 : Enduruppbygging hefur forgang í fimm ára aðgerðaráætlun á flóðavæðunum í Asíu

Maður frá Pottuvil í Sri Lanka situr fyrir utan ónýtt hús sitt. Flóðbylgjan varð þúsundum manna að bana í Pottuvil.
Alþjóða Rauði krossinn hefur gefið út endurskoðaða aðgerðaráætlun til að aðstoða fórnarlömb flóðanna hrikalegu við Indlandshaf 26. desember 2004 sem urðu a.m.k. 227 þúsund manns að bana. Yfir 2,2 milljónir manna urðu á einhvern hátt fyrir þessum flóðum.

Gefin hefur verið út fimm ára áætlun sem gerir ráð fyrir að jafnvirði 100 milljarða íslenskra króna verði sett í hjálparstarf, þar sem 54% þessara fjármuna fara í enduruppbyggingu á húsnæði og lífsviðurværi fólks.

23. desember 2005 : Gleðileg jól

Stjórn Ungmennahreyfingar Rauða Kross Íslands vill óska öllum sjálfboðaliðum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.
Við þökkum fyrir óeigingjarnt starf sem ungt fólk á landinu öllu hefur unnið af hendi fyrir Rauða Kross Íslands á árinu.

Stjórn Ungmennahreyfingar Rauða Kross Íslands

23. desember 2005 : Bönd Íslendinga og Austur - Grænlendinga styrkt í óviðjafnanlegri ferð til Tasiilaq

Arnar var einn leiðangursmanna í ferð með skákfélaginu Hróknum til Grænlands.

23. desember 2005 : Jólamót Vinjar haldið með glæsibrag

Róbert Harðarson færir Skákfélagi Vinjar skákbækur frá Hróknum.
Á dögunum var haldið glæsilegt jólaskákmót í Vin en skákfélagið Hrókurinn hefur haldið utan um skákæfingar þar í á þriðja ár.

Tefldar voru fimm umferðir þar sem aðalmálið, eins og alltaf, snerist um að vera með og eiga glaðbeitt kaffispjall við náungann. Um nokkuð öflugt mót var að ræða þar sem tveir sterkir stigamenn tóku þátt: Þeir Henrik Danielsen (2520), nýjasti stórmeistari Íslendinga, og Róbert Harðarson (2361).

22. desember 2005 : Gleðilega hátíð!

Kópavogsdeild Rauða krossins færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.

Skrifstofa Kópavogsdeildar verður lokuð frá og með Þorláksmessu en opnar aftur þriðjudaginn 3. janúar. Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, verður lokað á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Í hádeginu á Þorláksmessu verður borðuð skata kl. 11.30 og eru allir gestir athvarfsins sérstaklega velkomnir.

22. desember 2005 : Fjölmennur hátíðarmálsverður í Dvöl

Starfsfólk Dvalar hafði veg og vanda af málsverðinum.
Húsfyllir var í árlegum hátíðarmálsverði í Dvöl í tilefni jólahátíðarinnar. Fjölmargir gestir Dvalar, starfsfólk og aðstandendur athvarfsins komu í hádegismat og gæddu sér á dýrindis hamborgarhrygg með tilheyrandi. Meðal gesta var bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Birgisson.

Allir fastagestir athvarfsins fengu jólaglaðning frá Kópavogsdeild Rauða krossins. Auk þess færði Joakim sjálfboðaliði athvarfinu spil að gjöf sem hann hafði útbúið sjálfur. Óhætt er að segja að hátíðarstemmning hafi ríkt í notalegum húsakynnum athvarfsins í Reynihvammi 43.

22. desember 2005 : Gleðilega hátíð

Stjórn URKÍ sendir öllum þeim sem hafa lagt okkur lið á liðnu ári kærar kveðjur með

ósk um gleðilega hátíð og þökk fyrir árið sem er að líða.                                                   

Við sjáumst svo á næsta ári, enn öflugri og hressari.                                                                                                                                                                          

 

22. desember 2005 : Kópavogsdeild Rauða krossins bætir aðstöðu Fjölsmiðjunnar

Fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins og Fjölsmiðjunnar.
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands gaf Fjölsmiðjunni nýverið fjögur hundruð þúsund krónur til að styrkja starf hússtjórnardeildar. Fénu verður varið til kaupa á nýjum gufuofni sem eykur afköst deildarinnar og bætir aðstöðu nema og starfsfólks.

Kópavogsdeild hefur á undanförnum árum veitt Fjölsmiðjunni talsverða fjárstyrki til uppbyggingar á aðstöðu í trésmíðadeild og hússtjórnardeild. Kópavogsdeild hefur einnig, eins og aðrar deildir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, stutt dyggilega við rekstur Fjölsmiðjunnar. Enn fremur hafa sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar stutt við starfið.

21. desember 2005 : Kópavogsdeild bætir aðstöðu Fjölsmiðjunnar

Fulltrúar Kópavogsdeildar og Fjölsmiðjunnar.
Kópavogsdeild Rauða krossins gaf Fjölsmiðjunni nýverið fjögur hundruð þúsund krónur til að styrkja starf hússtjórnardeildar. Fénu verður varið til kaupa á nýjum gufuofni sem eykur afköst deildarinnar og bætir aðstöðu nema og starfsfólks.

Kópavogsdeild hefur á undanförnum árum veitt Fjölsmiðjunni talsverða fjárstyrki til uppbyggingar á aðstöðu í trésmíðadeild og hússtjórnardeild. Kópavogsdeild hefur einnig, eins og aðrar deildir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, stutt dyggilega við rekstur Fjölsmiðjunnar. Enn fremur hafa sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar stutt við starfið.

20. desember 2005 : Styrkur frá hannyrðahópi

Stefán Jakobsson starfsmaður Akureyaradeildar Rauða kross Íslands tekur við framlaginu frá félögum í Hekluklúbbnum, þeim Björk Nóadóttur og Önnu Guðmundsdóttur.
Konurnar í Hekluklúbbnum á Akureyri styrktu Rauða krossinn með 20 þúsund króna framlagi. Konurnar eru í hannyrðahópi sem hittist reglulega í félagsmiðstöð aldraðra í Víðilundi og hafa þær m.a. annars unnið að verkefni Rauða krossins sem nefnist föt sem framlag. Þær hafa útbúið fjöldan allan af teppum og barnafatnaði auk þess sem hluti af hópnum hefur aðstoðað við að flokka fötu í húsakynnum Rauða krossins.

20. desember 2005 : Rauði krossinn leggur Heilsugæslu Hornafjarðar lið


Þórgunnur Torfadóttir afhenti Ragnhildi Magnúsdóttur héraðslækni hálfa milljón króna fyrir hönd Hornafjarðardeildar Rauða krossins í gær.
Heilsugæslan á Höfn fór af stað með söfnun fyrr í haust og er stefnan að kaupa ný stafræn röntgentæki um leið og nægilegt fjármagn hefur safnast.  Að sögn héraðslæknis eru þau gömlu á síðasta snúningi, þau virka alls ekki alltaf þegar grípa á til þeirra og ómögulegt er að fá varahluti í þau.   Ný stafræn röntgentæki kosta...

20. desember 2005 : Jólaball fyrir börn flóttamanna

Nemendur IBM námsins í Menntaskólanum í Hamrahlíð héldu börnum flóttamanna veglegt jólaball.
Nú í haust voru settir á laggirnar Vinahópar fyrir börn flóttafólksins sem komu til landsins á árinu en verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og IBM námsins í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Nemendur IBM námsins hafa hitt börnin reglulega og gert ýmislegt skemmtilegt með þeim. S.l. laugardag buðu nemendurnir öllum börnunum, foreldrum þeirra, stuðningsfjölskyldum og starfsfólki Flóttamannaverkefnisins á jólaball sem var haldið í sal Menntaskólans. Fengu þau til liðs við sig tónlistarfólk sem eru útskrifaðir nemendur MH til að spila og syngja jólalögin.

19. desember 2005 : Nemendur í MK halda styrktartónleika fyrir Pakistan

Nemendur úr MK í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar.
Nemendur í áfanganum Félagsfræði þróunarlanda, sem er kenndur í Menntaskólanum í Kópavogi, komu fyrir stuttu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins og fengu kynningu á hjálparstarfi Rauða krossins. Nína Helgadóttir fræddi nemendurna og kennarann þeirra, Hjördísi Einarsdóttur, um hjálparstarf Rauða krossins í kjölfar jarðskjálftans í Pakistan 8. október síðastliðinn.

Sú hugmynd hefur nú kviknað meðal nemenda MK að halda tónleika 29. desember til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ kl. 21 og miðaverð er 2.500 kr.

16. desember 2005 : Nemendur í MK halda styrktartónleika fyrir Pakistan

Nemendur úr MK í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar.
Nemendur í áfanganum Félagsfræði þróunarlanda, sem er kenndur í Menntaskólanum í Kópavogi, komu fyrir stuttu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og fengu kynningu á hjálparstarfi Rauða krossins. Nína Helgadóttir fræddi nemendurna og kennarann þeirra, Hjördísi Einarsdóttur, um hjálparstarf Rauða krossins í kjölfar jarðskjálftans í Pakistan 8. október síðastliðinn.

Sú hugmynd hefur nú kviknað meðal nemenda MK að halda tónleika 29. desember til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ kl. 21 og miðaverð er 2.500 kr. Meðal listamanna sem koma fram eru: Jagúar, Ragnheiður Gröndal, Millarnir ásamt Páli Óskari og Bogomil Font, Stebbi og Eyvi, Leaves, Ske, Dúndurfréttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Miðar fást í Austurbæ og á midi.is.

Tónleikarnir eru haldnir í samtarfi við Kópavogsdeild Rauða krossins og mun allur ágóði af tónleikunum renna í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.

16. desember 2005 : Söfnuðu 153.388 krónum fyrir Pakistan

Sigurður Björgvinsson skólastjóri Víðistaðaskóla afhendir Helga Ívarssyni formanni Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins afrakstur söfnunar nemenda og starfsmanna.

Föstudaginn 16. desember afhentu nemendur og starfsmenn Víðistaðaskóla í Hafnarfirði Rauða krossinum afrakstur af söfnun sem þau héldu til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Pakistan.

Hugmyndina að söfnuninni átti Bryndís Skúladóttir sérkennari við skólann og var markið sett á að allir nemendur gæfu 100 kr. og allir starfsmenn 1000 kr. Í skólanum eru 480 nemendur og 70 starfsmenn sem söfnuðu 153.388 kr. og náðu því að safna töluvert hærri upphæð en stefnt var að. Það ríkti því sannkölluð hátíðarstemning á sal skólans er Sigurður Björgvinsson skólastjóri afhenti Helga Ívarssyni formanni Hafnarfjarðardeildar Rauða kross Íslands peningana við dúndrandi lófaklapp nemenda.

16. desember 2005 : Söfnuðu 153.388 krónum fyrir Pakistan

Sigurður Björgvinsson skólastjóri Víðistaðaskóla afhendir Helga Ívarssyni formanni Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins afrakstur söfnunar nemenda og starfsmanna.

Föstudaginn 16. desember afhentu nemendur og starfsmenn Víðistaðaskóla í Hafnarfirði Rauða krossinum afrakstur af söfnun sem þau héldu til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Pakistan.

Hugmyndina að söfnuninni átti Bryndís Skúladóttir sérkennari við skólann og var markið sett á að allir nemendur gæfu 100 kr. og allir starfsmenn 1000 kr. Í skólanum eru 480 nemendur og 70 starfsmenn sem söfnuðu 153.388 kr. og náðu því að safna töluvert hærri upphæð en stefnt var að. Það ríkti því sannkölluð hátíðarstemning á sal skólans er Sigurður Björgvinsson skólastjóri afhenti Helga Ívarssyni formanni Hafnarfjarðardeildar Rauða kross Íslands peningana við dúndrandi lófaklapp nemenda.

15. desember 2005 : Fjölmenn aðventuhátíð heimsóknavina í Sunnuhlíð

Heimsóknavinir stjórnuðu fjöldasöng og undirspili á aðventuhátíðinni.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar skipulögðu í vikunni aðventuhátíð í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Samkomusalurinn var þéttsetinn á hátíðinni enda öllum vistmönnum Sunnuhlíðar boðið auk þess sem nokkrir aðstandendur tóku þátt.

Sjálfboðaliðarnir, sem allir eru úr hópi heimsóknavina deildarinnar, stjórnuðu fjöldasöng á jólalögum í bland við önnur lög. Undirspilið var ýmist frá harmonikku, gítar eða munnhörpu.

Nokkrir af sjálfboðaliðunum höfðu tekið með sér heimalagaðar pönnukökur og annað góðgæti og sú viðbót við kaffiveitingarnar vakti lukku.

15. desember 2005 : Dvöl hlýtur styrk í ferðasjóð

Fulltrúar Sorpu, Dvalar, Lækjar og Vinjar við afhendingu styrksins.
Sorpa afhenti athvörfunum Dvöl, Læk og Vin styrk í ferðasjóð að upphæð 70.000 kr. fyrir hvert athvarf. Sorpa veitir styrkinn í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólakort í ár. Athvörfin þrjú eru athvörf Rauða krossins fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu því auk Dvalar í Kópavogi er Vin í Reykjavík og Lækur í Hafnarfirði.

Ferðalög eru kærkomin upplyfting fyrir gesti athvarfanna sem margir treysta sér ekki í ferðalög upp á eigin spýtur. Í öllum athvörfunum er safnað peningum í sérstaka ferðasjóði sem nýttir eru til ferðalaga innanlands sem utan.

15. desember 2005 : Súðavíkurdeild Rauða krossins styður starf í félagsmiðstöðvum aldraðra og unglinga í Súðavík

Í félagsmiðstöð aldraðra í Súðavík.
Súðavíkurdeild Rauða krossins hefur á undanförnum dögum fært félagsmiðstöðvum eldri borgara og unglinga búnað sem kemur að góðum notum í starfseminni.

Þegar stjórn deildarinnar bar að garði í félagsmiðstöð eldri borgara, þar sem gefin voru hljómflutningstæki, var verið að gera jólaföndur. Vel var tekið á móti Rauða kross fólkinu með dýrindis kaffihlaðborði og var þeim þakkað kærlega fyrir góða gjöf.

15. desember 2005 : Sorpa styrkir ferðasjóði athvarfa Rauða krossins

Fulltrúar Sorpu, Dvalar, Lækjar og Vinjar við afhendingu jólakortastyrksins.
Undanfarin 3 ár hefur Sorpa lagt góðum málum lið í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólakort. Í ár rennur jólakortastyrkur Sorpu til aðhvarfa Rauða krossins fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu en þau eru Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Lækur í Hafnarfirði.

Markmið athvarfanna er m.a. að auka lífsgæði geðsjúkra, að rjúfa félagslega einangrun, að draga úr fordómum og að efla þekkingu sem flestra á málefnum geðsjúkra.

Í öllum athvörfunum er safnað peningum í sérstaka ferðasjóði sem nýttir eru til ferðalaga gesta athvarfanna innanlands sem utan. Styrkur Sorpu rennur í ferðasjóði athvarfanna og fékk hvert athvarf 70.000 kr. að gjöf.

14. desember 2005 : Hugulsamir nemendur Flóaskóla

Nemendur 5. og 6. bekkja Flóaskóla ásamt Nirði Helgasyni svæðisfulltrúa Rauða krossins.

Nemendur í 5. og 6. bekkjum Flóaskóla í Villingaholtshreppi héldu söfnun og gáfu Rauða krossinum 13.100 kr. Vilja krakkarnir að peningunum verði varið til að aðstoða fólk innanlands fyrir jólin.

Upphaf söfnunarinnar má rekja til þess að einn nemandi skólans Jón Gautason vann til verðlauna í myndasamkeppni. Hann bauð bekkjarfélögum sínum fyrst á Selfoss í skemmtiferð, en þegar afgangur varð af verðlaununum eftir ferðina kviknaði hugmynd hjá Jóni um að gefa Rauða krossinum þá.

Bekkjarfélagar Jóns ásamt honum bættu svo um betur og settu í gang söfnun og söfnuðu alls 13.100 krónum.

14. desember 2005 : Hugulsamir nemendur Flóaskóla

Nemendur 5. og 6. bekkja Flóaskóla ásamt Nirði Helgasyni svæðisfulltrúa Rauða krossins.

Nemendur í 5. og 6. bekkjum Flóaskóla í Villingaholtshreppi héldu söfnun og gáfu Rauða krossinum 13.100 kr. Vilja krakkarnir að peningunum verði varið til að aðstoða fólk innanlands fyrir jólin.

Upphaf söfnunarinnar má rekja til þess að einn nemandi skólans Jón Gautason vann til verðlauna í myndasamkeppni. Hann bauð bekkjarfélögum sínum fyrst á Selfoss í skemmtiferð, en þegar afgangur varð af verðlaununum eftir ferðina kviknaði hugmynd hjá Jóni um að gefa Rauða krossinum þá.

Bekkjarfélagar Jóns ásamt honum bættu svo um betur og settu í gang söfnun og söfnuðu alls 13.100 krónum.

13. desember 2005 : Laut fagnaði 5 ára afmæli

Úlfar Hauksson formaður Rauða kross Íslands færði afmælisbarninu kveðju Rauða krossins.
Þann áttunda desember hélt Laut, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, upp á fimm ára starfsafmæli sitt. Boðið var til afmælisfagnaðar á Hótel KEA. Fjölmenni var í afmælinu og fólk kom víða að.

Eins og gjarnan er gert á slíkum tímamótum voru rifjaðar upp minningar frá þessum fyrstu árum, árangur í starfi og afmælisbarninu óskað áframhaldandi velfarnaðar.

Samhliða þessu var boðið upp á handverkssýningu í Laut, þar sem til sýnis voru ýmsir munir gerðir af gestum Lautarinnar.

13. desember 2005 : Laut fagnaði 5 ára afmæli

Úlfar Hauksson formaður Rauða kross Íslands færði afmælisbarninu kveðju Rauða krossins.
Þann áttunda desember hélt Laut, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, upp á fimm ára starfsafmæli sitt. Boðið var til afmælisfagnaðar á Hótel KEA. Fjölmenni var í afmælinu og fólk kom víða að.

Eins og gjarnan er gert á slíkum tímamótum voru rifjaðar upp minningar frá þessum fyrstu árum, árangur í starfi og afmælisbarninu óskað áframhaldandi velfarnaðar.

Samhliða þessu var boðið upp á handverkssýningu í Laut, þar sem til sýnis voru ýmsir munir gerðir af gestum Lautarinnar.

12. desember 2005 : Ungt fólk framtíð Rauða krossins

Alls voru 65 fulltrúar ungliðahreyfinga viðstaddir ársþing Rauða krossins sem haldið var í Seoul í síðasta mánuði.
Þátttakendur frá ungliðahreyfingum landsfélaga Rauða krossins hafa aldrei verið fleiri en á ársþingi Alþjóða Rauða krossins sem haldið var í Seoul í Suður-Kóreu í síðasta mánuði.

Alls voru 65 fulltrúar ungliðahreyfinga viðstaddir þingið og ungir þingfulltrúar voru alls um 100. Framlag unga fólksins til þessa þings var því mikið, og það tók virkan þátt í pallborðsumræðum og vinnuhópum á þinginu.

Ungum fulltrúum á stórum fundum Rauða krossins fer fjölgandi. Á ársþinginu 2001 voru aðeins átta fulltrúar frá ungliðum.

9. desember 2005 : Systkynin gáfu sparifé sumarsins

Systkynin Tryggvi og Stefanía með sparigrísinn Sólmund

Á heimili Tryggva og Stefaníu Johnsen býr heimilsvinurinn Sólmundur. Sólmundur þessi er hvorki hundur né köttur heldur feitur og pattaralegur sparigrís sem þau systkynin mata reglulega með sprifé. 

9. desember 2005 : Laut fagnaði 5 ára afmæli

Úlfar Hauksson formaður Rauða kross Íslands færði afmælisbarninu kveðju Rauða krossins
Þann 8. desember sl. fagnaði Laut - Athvarf á Akureyri 5 ára starfsafmæli sínu með því að bjóða  til afmælisfagnaðar á Hótel KEA. Að auki var svokallað opið hús í Lautinni þennan dag en þar hafði verið sett upp sýning á ýmis konar handverki eftir gesti Lautarinnar.

9. desember 2005 : Hjálpfús börn á leikskólanum Núpi

Börnin á Núpi með pokana af fötum sem þau söfnuðu.
Fimm ára börn á leikskólanum Núpi komu færandi hendi í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar í vikunni. Börnin höfðu safnað fatnaði til styrktar Rauða krossinum í tengslum við fræðsluefnið „Hjálpfús heimsækir leikskólann“ sem notað er á Núpi. Fræðsluefnið inniheldur sögur sem sagðar eru af Rauða kross stráknum Hjálpfúsi í formi fingur-brúðu. Markmið námsefnisins er að kenna nemendum hversu mikilvægt það er að rétta fólki hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á.

Börnin á Núpi söfnuðu fötum undir yfirskriftinni „Að gleðja um jól“ og vona að fötin nýtist til að gleðja þá sem á þurfa að halda. Í heimsókninni í sjálfboðamiðstöðina fengu börnin afhent eintak af geisladisknum „Úr vísnabók heimsins“ sem hefur verið sendur til allra leikskóla í Kópavogi. Geisladiskinn er hægt að nota í tengslum við námsefnið um Hjálpfús sem allir leikskólar á landinu fengu að gjöf í fyrra frá Rauða krossi Íslands.

9. desember 2005 : Nemendur Fjölsmiðjunnar fræddir um skyndihjálp

Nemendurnir spreyttu sig á notkun sárabinda.

Nemendur Fjölsmiðjunnar sóttu nýverið námskeið í skyndihjálp í boði Kópavogsdeildar Rauða krossins. Á námskeiðinu lærðu nemendurnir grunnfærni í að beita skyndihjálp, endurlífgun og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. Nemendurnir öðluðust auk þess færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka. Á námskeiðinu voru flestir að fræðast um skyndihjálp í fyrsta sinn og öðlast þekkingu sem eykur öryggi þeirra og annarra í starfi sem og daglegu lífi.

Fjölsmiðjan, sem staðsett er í Kópavogi, er mennta- og verkþjálfunarsetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára sem ekki hefur náð að fóta sig í námi eða á vinnumarkaði. 

8. desember 2005 : Húsfyllir á fögnuði sjálfboðaliða

Þráinn Bertelsson las úr bók sinni Valkyrjur.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fjölmenntu á fögnuð deildarinnar í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans. Á meðan mest var voru um fimmtíu sjálfboðaliðar og gestir þeirra samankomnir í sjálfboðamiðstöðinni.

Sjálfboðaliðar úr fjölbreyttum verkefnum komu saman, svo sem heimsóknavinir sem heimsækja fólk sem býr við einsemd og einangrun, sjálfboðaliðar í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, sjálfboðaliðar sem starfa að neyðarvörnum, öflugar hannyrðakonur í verkefninu Föt sem framlag, stjórnarmenn deildarinnar og sjálfboðaliðar í starfi með ungum innflytjendum.

8. desember 2005 : Flöskusöfnun stúlkna í Kársneshverfi

Ósk Hind, Margrét Kristín og Ósk.
Þrjár bekkjarsystur úr 2.J. í Kársnesskóla söfnuðu flöskum og dósum að andvirði 855 kr. og færðu Kópavogsdeild Rauða krossins. Þetta voru þær Margrét Kristín Kristjánsdóttir, Ósk Jóhannesdóttir og Ósk Hind Ómarsdóttir.

Með söfnuninni styrkja stelpurnar börn í neyð í gegnum verkefni Rauða krossins erlendis. Stelpurnar fundu upp á því sjálfar að safna fyrir Rauða krossinn og nutu dyggrar aðstoðar nágranna sinna sem lögðu þeim lið.

8. desember 2005 : Flóamarkaður hjá sjálfboðaliðum Árnesingadeildar

Ánægðir viðskiptavinir á flóamarkaðnum.
Góðar vörur á góðu verði.
Það var gestkvæmt í húsnæði Rauða kross Íslands Árnesingadeildar á Selfossi föstudaginn 2. desember þegar sjálfboðaliðar deildarinnar héldu flóamarkað. Á flóamarkaðnum var gott úrval af fatnaði frá fataflokkun Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, fatnaður fyrir bæði kynin á öllum aldri.

Fólk keypti innkaupapoka á eitt þúsund krónur. Í pokana gat fólk sett fatnað eins og í þá komst. Kaupendum fannst þetta góð leið til verslunar og nýttu sér hana vel.

8. desember 2005 : Flóamarkaður hjá sjálfboðaliðum Árnesingadeildar

Ánægðir viðskiptavinir á flóamarkaðnum.
Góðar vörur á góðu verði.
Það var gestkvæmt í húsnæði Rauða kross Íslands Árnesingadeildar á Selfossi föstudaginn 2. desember þegar sjálfboðaliðar deildarinnar héldu flóamarkað. Á flóamarkaðnum var gott úrval af fatnaði frá fataflokkun Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, fatnaður fyrir bæði kynin á öllum aldri.

Fólk keypti innkaupapoka á eitt þúsund krónur. Í pokana gat fólk sett fatnað eins og í þá komst. Kaupendum fannst þetta góð leið til verslunar og nýttu sér hana vel.

6. desember 2005 : Fréttir vegna neyðarvarna

Það helsta sem er að frétta úr neyðarvörnum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu er að neyðarnefndin var sett í viðbragðsstöðu síðastliðinn sunnudag vegna kanadískrar farþegaþotu sem þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli á einum hreyfli. Útkallið var afboðað tæpum klukkutíma síðar.

5. desember 2005 : Dagur sjálfboðaliðans er í dag

 Á vegum Rauða kross Íslands starfa um 1100 sjálfboðaliðar í fjölbreyttum mannúðarverkefnum innanlands. Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna óeigingjarnt starf sem er íslensku samfélagi afar dýrmætt.

Starf sjálfboðaliða er undirstaða starfsemi Rauða krossins um heim allan og er 5. desember alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Tvær deildir á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurdeild og Kópavogsdeild, fagna degi sjálfboðaliðans með opnu húsi fyrir sína fjölmörgu sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðar og gestir þeirra eru hvattir til að mæta og eiga glaða stund saman.

5. desember 2005 : Rauði kristallinn

Alþjóðlegi Rauði krossinn vinnur nú að því ákvörðun um hvort eigi að taka upp þriðja táknið við hlið krossins og hálf-mánans.  Það væri Rauði kristallinn. Persónulega styð ég þetta framtak og ef ég væri allsráður myndi ég leggja niður krossinn og hálf-mánann og taka kristalinn upp í staðinn.  

Í dag þá fær hvert landssamtak að velja hvort merkið er nota.  Annað hvort kross eða hálfmána.  það hefur alltaf verið talað um að þessi merki tengist ekki trú, það er náttúrlega ekki rétt. 

Það þarf ekki að gera meira en að skoða hvaða lönd nota krossinn og hvaða lönd nota hálfmánann. Merkið fer eftir landstrú
.... 

5. desember 2005 : Nýir staðlar í skyndihjálp

4. desember 2005 : Viðbragðsstaða vegna Keflavíkurflugvallar

Rauða kross deildir á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu voru í viðbragðsstöðu milli klukkan þrjú og fjögur í dag vegna viðbúnaðar á Keflavíkurflugvelli. Beðið var lendingar tveggja hreyfla farþegaþotu með bilaðan hreyfil. Þotan er í eigu Air Canada, af gerðinni Airbus 330, og var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada þegar bilunar varð vart.

Viðbúnaði var aflétt þegar þotan hafði lent heilu og höldnu klukkan fjögur. Hlutverk Rauða krossins í aðgerðum sem þessum er meðal annars að veita fólki almenna aðhlynningu og sálrænan stuðning.

4. desember 2005 : Viðbragðsstaða vegna Keflavíkurflugvallar

Rauða kross deildir á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu voru í viðbragðsstöðu milli klukkan þrjú og fjögur í dag vegna viðbúnaðar á Keflavíkurflugvelli. Beðið var lendingar tveggja hreyfla farþegaþotu með bilaðan hreyfil. Þotan er í eigu Air Canada, af gerðinni Airbus 330, og var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada þegar bilunar varð vart.

Viðbúnaði var aflétt þegar þotan hafði lent heilu og höldnu klukkan fjögur. Hlutverk Rauða krossins í aðgerðum sem þessum er meðal annars að veita fólki almenna aðhlynningu og sálrænan stuðning.

3. desember 2005 : Neyðarvarnir 2005

2. desember 2005 : Opið hús í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans

Vallargerðisbræður munu stíga á stokk í sjálfboðamiðstöðinni.
Í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans 5. desember munu sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar koma saman í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 og gera sér glaðan dag þriðjudaginn 6. desember kl. 19.30-21. Léttar veitingar verða á boðstólnum með jólalegu ívafi. Sjálfboðaliðar deildarinnar eru hvattir til að fjölmenna og taka gesti með sér.

Dagskrá:
• Þráinn Bertelsson les upp úr nýjustu bók sinni Valkyrjur.
• Oddný Sturludóttir, einn af höfundum Dísar og þýðandi bókarinnar Móðir í hjáverkum, flytur erindið „Jólympíuleikar“ um jólahald Íslendinga.
• Vallargerðisbræður flytja nokkur lög. Vallargerðisbræður er karlakvartett skipaður 17 ára piltum sem voru saman í skólakór Kársness.

1. desember 2005 : Rauði krossinn leggur ungu fólki lið


Súðavíkurdeild Rauða kross Íslands afhenti síðasta þriðjudag Félagsmiðstöð unglinga í Súðavíkurskóla veglega gjöf sem samanstendur af 32 tommu sjónvarpi með flatskjá og heimabíói. Gjöfin er ætluð sem stofnbúnaður fyrir félagsmiðstöðina. Það var Sigríður Hrönn Elíasdóttir, formaður súðavíkurdeildar sem afhenti Elísabet Margréti Jónsdóttur, forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar, gjöfina. 
Í gjafabréfi Rauða krossins segir að lokum: „Það er von okkar að gjöf þessi komi að góðum notum og að félagsstarfið haldi áfram að blómstra um ókomna framtíð.“