Gestir Dvalar undirbúa fatamarkað í fjáröflunarskyni
![]() |
Joakim sjálfboðaliði hefur leiðbeint gestum Dvalar í myndlist og málverk gestanna gætu orðið til sýnis og jafnvel til sölu á fatamarkaðnum. |
Ágóðinn af fatamarkaðnum mun renna í ferðasjóð Dvalar og er markið sett á að komast alla leið til Króatíu í sumar auk þess að fara í eina dagsferð innanlands.
Ferðir eru kærkomin upplyfting fyrir marga af gestum Dvalar sem treysta sér ekki í ferðalög nema með stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Dvalar.
Leiðsögn og stuðningur til aðlögunar
Framtíð í nýju landi er verkefni sem sjálfboðaliðar Rauða krossins sinna.
Heitar umræður um fordóma og mismunun
![]() |
Þessir hressu krakkar úr Öldutúnsskóla tóku þátt í umræðum um fordóma og mismunun undir kjörorðunum ,,Byggjum betra samfélag." |
Krakkarnir röltu ásamt kennara sínum niður í miðbæ þar sem deildin er til húsa og spjölluðu við Áshildi Linnet framkvæmdastjóra um fordóma og mismunun í íslensku samfélagi undir kjörorðunum ,,byggjum betra samfélag".
Byggjum betra samfélag er vitundarvakning Rauða krossins um fordóma og mismunun og er markmiðið að vekja ungt fólk til umhugsunar um málefni minnihlutahópa í landinu og auka skilning þeirra og umburðarlyndi gagnvart náunganum.
Geðfatlaðir vilja sjálfir hafa áhrif á úrræði sér til handa
Áhyggjuefni er hversu lítið tillit er tekið til skoðana geðsjúkra og fjölskyldna þeirra í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Skýr skilaboð eru frá notendum um að brýnast sé að efla stuðning og meðferðir fyrir einstaklinga. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Rauði kross Íslands og Geðhjálp stóðu að um þarfir geðsjúkra og reynslu þeirra af geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Á fréttamannafundi sem haldinn var í dag kynntu fulltrúar Rauða kross Íslands og Geðhjálpar niðurstöður skýrslunnar, ásamt dr. Páli Biering, Guðbjörgu Daníelsdóttur og Arndísi Ósk Jónsdóttur, sem unnu rannsóknina.
Skyndihjálparhópur með námskeið í Alviðru

Í þetta sinn voru þátttakendur 17, að leiðbeinendum meðtöldum, og voru nokkrir þeirra félagar í nýstofnuðum skyndihjálparhópi á Ísafirði.
Námskeiðið byggist að stórum hluta upp á verklegum æfingum þar sem settir eru upp slysavettvangar sem þátttakendur glíma við í sameiningu.
Skyndihjálparhópur með námskeið í Alviðru

Í þetta sinn voru þátttakendur 17, að leiðbeinendum meðtöldum, og voru nokkrir þeirra félagar í nýstofnuðum skyndihjálparhópi á Ísafirði.
Námskeiðið byggist að stórum hluta upp á verklegum æfingum þar sem settir eru upp slysavettvangar sem þátttakendur glíma við í sameiningu.
Nemendur MK velja áfanga um sjálfboðið starf
![]() |
Nemendur MK hafa áður kynnst starfi Rauða krossins í gegnum fræðslu í nokkrum námsáföngum. |
Nemendur munu sinna verkefnum á borð við aðstoð við aldraða og einmana, störf í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, og félagsstarf með ungum innflytjendum. Í lok annar skipuleggja nemendurnir og hafa umsjón með fatamarkaði sem verður haldinn í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar. Allur ágóði af markaðnum rennur til styrktar ungmennum í neyð erlendis.
Tombólubörn í Kópavogi söfnuðu 77.046 krónum árið 2005
Kópavogsdeild þakkar þessum dugmiklu krökkum fyrir stuðning þeirra við starf félagsins en allur ágóði af söfnun krakkanna rennur til stuðnings börnum í neyð í gegnum Rauða kross verkefni erlendis. Nú í byrjun nýs árs hafa fleiri Kópavogskrakkar sýnt hug sinn í verki og safnað fyrir Rauða krossinn. Sjá umfjöllun um þá hér að neðan.
Námskeið í skyndihjálp
Námskeið í sálrænni skyndihjálp
Fjöldahjálparstjóranámskeið á Akureyri
![]() |
Fjöldahjálparstjórar að störfum á flugslysaæfingu 2005 |
Fjöldahjálparstjórar stýra starfi í fjöldahjálp og félagslegri aðstoð á neyðarstundu. Í því fellst að setja upp móttökustaði ( fjöldahjálparstöðvar ), skrá niður upplýsingar, og veita aðhlynningu þeim sem hana þurfa. Fjöldahjálparstjórar eru sjálfboðaliðar Rauða krossins og er námskeiðið opið öllum þeim áhuga hafa og vilja starfa með Rauða krossinum í þessum málaflokki.
Fíton styrkir hjálparstarf í Pakistan
![]() |
Þormóður Jónsson og Sólveig Ólafsdóttir. |
Þormóður Jónsson framkvæmdastjóri Fíton afhendi Sólveigu Ólafsdóttur sviðstjóra útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands 205.000 krónur framlag fyrirtækisins til styrktar hinu erfiða hjálparstarfi sem nú fer fram á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan.
Mikil aðsókn að námskeiði um geðsjúkdóma
![]() |
Helga G. Halldórsdóttir frá Rauða krossinum var námskeiðsstjóri og Guðbjörg Sveinsdóttir fyrirlesari. |
Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða um málefni geðfatlaðra og auðvelda fólki að mynda sjálfshjálparhópa.
Á námskeiðinu voru lögð drög að myndun slíkra sjálfshjálpar- og stuðningshópa. Næsta námskeið verður haldið á Selfossi dagana 3. og 4. febrúar.
Fjallað var um geðsjúkdóma, meðferðarúrræði, meðvirkni, sjálfsvirðingu og sjálfsstyrkingu, mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsuræktar og farið yfir sorgarviðbrögð, áföll og úrvinnslu. Einnig var hópavinna og umræður.
Mikil aðsókn að námskeiði um geðsjúkdóma
![]() |
Helga G. Halldórsdóttir frá Rauða krossinum var námskeiðsstjóri og Guðbjörg Sveinsdóttir fyrirlesari. |
Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða um málefni geðfatlaðra og auðvelda fólki að mynda sjálfshjálparhópa.
Á námskeiðinu voru lögð drög að myndun slíkra sjálfshjálpar- og stuðningshópa. Næsta námskeið verður haldið á Selfossi dagana 3. og 4. febrúar.
Fjallað var um geðsjúkdóma, meðferðarúrræði, meðvirkni, sjálfsvirðingu og sjálfsstyrkingu, mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsuræktar og farið yfir sorgarviðbrögð, áföll og úrvinnslu. Einnig var hópavinna og umræður.
Veruleg fjárhæð til hjálparstarfs í Pakistan
Aníta Ólöf Jónsdóttir og Hjördís Einarsdóttir afhentu í dag Kópavogsdeild Rauða kross Íslands ágóðann af tónleikum til styrktar jarðskjálftanum í Pakistan sem haldnir voru í Austurbæ 29. desember síðastliðinn.
Upphæðin sem safnaðist vegna tónleikanna var 610.000 kr. en auk þess voru lagðar inn 280.000 kr. á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana. Samtals söfnuðust því 890.000 kr. sem renna óskertar í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.
Afhentu verulega fjárhæð til hjálparstarfs í Pakistan
Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar og stjórnarmaður í Rauða krossi Íslands, tók við fénu fyrir hönd félagsins. Hann þakkaði Anítu, Hjördísi og þeim fjölmörgu öðrum sem komu að verkefninu fyrir þetta mikilsverða framlag til hjálparstarfsins í Kasmír.
- Þetta var aðdáunarvert framtak hjá ykkur og ég færi ykkur bestu þakkir frá Rauða krossi Íslands og fyrir hönd þeirra sem munu njóta góðs af, sagði Garðar.
Rauði krossinn æfir viðbrögð vegna bruna í fjölbýlishúsi
![]() |
Sjálfboðaliðar léku íbúa fjölbýlishússins og skráðu sig í fjöldahjálparstöðina. |
Neyðarnefndin var staðsett í Fellaskóla þar sem 15 þjálfaðir fjöldahjálparstjórar voru að störfum auk starfsfólks frá skólanum. Samhliða voru tveir fulltrúar landsskrifstofu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni og æfðu úrvinnslu skráningar og aðra aðstoð vegna aðgerðarinnar.
Nemendur Álftamýrarskóla læra um starf Rauða krossins
![]() |
Nemendur 10. bekkjar Álftamýrarskóla kynntu sér fjölbreytt starf Rauða krossins út um allan heim. |
Með skólafræðslu Rauða krossins er stefnt að því að nemendur séu sér meðvitaðir um þann mun sem er á aðstæðum fólks, bæði á Íslandi og um allan heim. Einnig að þeir kynnist alþjóðlegri mannúðarstarfsemi og samhjálp.
?Nemendur kynntu sér starfsemi Rauða krossins hér á landi og erlendis og voru hvattir til að kynna sér unglingastarfið og þeim uppálagt að fara inn á heimasíðu félagsins www.redcross.is,? sagði Fanný Gunnarsdóttir námsráðgjafi og lífsleiknikennari.
Afhentu verulega fjárhæð til hjálparstarfs í Pakistan
![]() |
Aníta Ólöf, Hjördís, Kristján og Garðar við afhendingu söfnunarfjárins. |
Upphæðin sem safnaðist vegna tónleikanna var 610.000 kr. en auk þess voru lagðar inn 280.000 kr. á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana. Samtals söfnuðust því 890.000 kr. sem renna óskertar í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.
Afhentu verulega fjárhæð til hjálparstarfs í Pakistan
![]() |
Aníta Ólöf, Hjördís, Kristján og Garðar við afhendingu söfnunarfjárins. |
Upphæðin sem safnaðist vegna tónleikanna var 610.000 kr. en auk þess voru lagðar inn 280.000 kr. á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana. Samtals söfnuðust því 890.000 kr. sem renna óskertar í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.
Rauði krossinn æfir viðbrögð vegna bruna í fjölbýlishúsi
![]() |
Sjálfboðaliðar léku íbúa fjölbýlishússins og skráðu sig í fjöldahjálparstöðinni. |
Opnuð var fjöldahjálparstöð í Fellaskóla og komu 25 manns í stöðina og veittu fulltrúar Rauða kross deilda á höfuðborgarsvæði almenna umönnun, sálrænan stuðning og skyndihjálp.
Neyðarnefndin var staðsett í Fellaskóla þar sem 15 þjálfaðir fjöldahjálparstjórar voru að störfum auk starfsfólks frá skólanum. Samhliða voru tveir fulltrúar landsskrifstofu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni og æfðu úrvinnslu skráningar og aðra aðstoð vegna aðgerðarinnar.
Rauði krossinn æfir viðbrögð vegna bruna í fjölbýlishúsi
![]() |
Sjálfboðaliðar léku íbúa fjölbýlishússins og skráðu sig í fjöldahjálparstöðinni. |
Opnuð var fjöldahjálparstöð í Fellaskóla og komu 25 manns í stöðina og veittu fulltrúar Rauða kross deilda á höfuðborgarsvæði almenna umönnun, sálrænan stuðning og skyndihjálp.
Neyðarnefndin var staðsett í Fellaskóla þar sem 15 þjálfaðir fjöldahjálparstjórar voru að störfum auk starfsfólks frá skólanum. Samhliða voru tveir fulltrúar landsskrifstofu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni og æfðu úrvinnslu skráningar og aðra aðstoð vegna aðgerðarinnar.
Microsoft Íslandi aðstoðar flóttamenn
Microsoft Íslandi afhenti á dögunum Reykjavíkurdeild Rauða krossins hugbúnað að gjöf. Rauði krossinn mun svo útdeila honum til flóttamannafjölskyldna sem komu hingað til lands frá Kosovo og Kólumbíu í haust. Hugbúnaðurinn, Microsoft Windows XP stýrikerfi og Microsoft Office, verður notaður í tölvur sem flóttamennirnir hafa fengið að gjöf frá velunnurum Rauða krossins.
Fjölskyldurnar sem um ræðir eru sjö talsins, ein sjö manna fjölskylda frá Kosovo og sex einstæðar mæður frá Kólumbíu með alls 18 börn á sínu framfæri. Hver fjölskylda fær sína eigin tölvu með hugbúnaðinum frá Microsoft uppsettum. Allir fjölskyldumeðlimir stunda nú íslenskunám af miklum krafti og munu tölvurnar og hugbúnaðurinn hjálpa þeim umtalsvert við að fóta sig í nýju landi.
Karen Theodórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins, segir miklu máli skipta fyrir flóttafólkið að hafa aðgang að tölvum og Internetinu á heimilum sínum. ?Það er mikilvægt við íslenskunámið, því bæði geta hinir fullorðnu nýtt tölvurnar við fjarnám og börnin þurfa ekki lengur að vinna öll sín verkefni á tölvustofum skólanna eins og verið hefur. Jafnframt á fólkið auðveldara með að halda sambandi við ættmenni erlendis og fylgjast með fréttum frá fyrri heimaslóðum. Þessi gjöf frá Microsoft á því eftir að reynast kærkomin.?
Microsoft Íslandi aðstoðar flóttamenn
Microsoft Íslandi afhenti á dögunum Reykjavíkurdeild Rauða krossins hugbúnað að gjöf. Rauði krossinn mun svo útdeila honum til flóttamannafjölskyldna sem komu hingað til lands frá Kosovo og Kólumbíu í haust. Hugbúnaðurinn, Microsoft Windows XP stýrikerfi og Microsoft Office, verður notaður í tölvur sem flóttamennirnir hafa fengið að gjöf frá velunnurum Rauða krossins.
Fjölskyldurnar sem um ræðir eru sjö talsins, ein sjö manna fjölskylda frá Kosovo og sex einstæðar mæður frá Kólumbíu með alls 18 börn á sínu framfæri. Hver fjölskylda fær sína eigin tölvu með hugbúnaðinum frá Microsoft uppsettum. Allir fjölskyldumeðlimir stunda nú íslenskunám af miklum krafti og munu tölvurnar og hugbúnaðurinn hjálpa þeim umtalsvert við að fóta sig í nýju landi.
Karen Theodórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins, segir miklu máli skipta fyrir flóttafólkið að hafa aðgang að tölvum og Internetinu á heimilum sínum. ?Það er mikilvægt við íslenskunámið, því bæði geta hinir fullorðnu nýtt tölvurnar við fjarnám og börnin þurfa ekki lengur að vinna öll sín verkefni á tölvustofum skólanna eins og verið hefur. Jafnframt á fólkið auðveldara með að halda sambandi við ættmenni erlendis og fylgjast með fréttum frá fyrri heimaslóðum. Þessi gjöf frá Microsoft á því eftir að reynast kærkomin.?
Eitt ár frá hörmungunum við Indlandshaf
![]() |
Yfir 100 fjölskyldur eru þegar komnar með framtíðarhúsnæði á Sri Lanka. |
Samtökin fimm sem tóku við fjármununum: Barnaheill - Save the Children, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Íslands, SOS barnaþorp og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa staðið fyrir gríðarlegu neyðar- og uppbyggingarstarfi á svæðinu, hvert í samstarfi við sín alþjóðasamtök og í samvinnu við félagasamtök á staðnum.
Eitt ár frá hörmungunum við Indlandshaf
![]() |
Yfir 100 fjölskyldur eru þegar komnar með framtíðarhúsnæði á Sri Lanka. |
Samtökin fimm sem tóku við fjármununum: Barnaheill - Save the Children, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Íslands, SOS barnaþorp og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa staðið fyrir gríðarlegu neyðar- og uppbyggingarstarfi á svæðinu, hvert í samstarfi við sín alþjóðasamtök og í samvinnu við félagasamtök á staðnum.
Flóttafólk sest að í Reykjavík
Flóttafólk sest að í Reykjavík
Nemendur MK velja áfanga um sjálfboðið starf
Nemendur munu sinna verkefnum á borð við aðstoð við aldraða og einmana, störf í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, og félagsstarf með ungum innflytjendum. Í lok annar skipuleggja nemendurnir og hafa umsjón með fatamarkaði sem verður haldinn í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar. Allur ágóði af markaðnum rennur til styrktar ungmennum í neyð erlendis.
Námskeið í heimsóknarþjónustu
Heimsóknarvinir að störfum |
Jólin í Úganda
Jólin í Úganda
Fundargerðir
Stjórn URKÍ hefur birt fundargerðir sínar hér á vefnum eftir bestu getu hingað til og verður engin breyting á því á
![]() |
Svona lítur nýi tengillinn út |
Hins vegar hafa fundagerðirnar ekki þótt nægilega aðgengilegar, en þær má sækja á pdf. formi með því að velja "um urkí" hér að ofan og síðan "fundargerðir."
Að undanförnu hefur stjórnin reynt að halda síðu þessari vel gangandi og reynt að gera hana aðgengilegri og einn liður í því að gera fundargerðirnar aðgengilegri fyrir þá sem þær vilja skoða.
Því hefur settur inn tengill hér til hliðar beint inn á fundargerðirnar. Temgillinn er merktur "Fundargerðir stjórnar URKÍ"
Safnkortshafar fá skyndihjálparnámskeið
Mánaðarlega fá safnkortshafar ESSO góð tilboð þar sem þeir geta margfaldað verðgildi punkta sinna.
Í dag fengu safnkortshafar póst um janúartilboðin. Safnkorsthöfum býðst nú að greiða 1900 krónur auk þúsund safnkortspunkta fyrir skyndihjálparnámskeið Rauða krossins, en fullt verð fyrir slíkt námskeið er 3900 krónur og því tvöfaldast verðgildi safnkortspunktanna. Í bréfinu er sagt um námskeiðið: "Námskeið í skyndihjálp. 4 klukkustunda námskeið í grunnfærni og að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum."
Það hefur marg sannað sig að mikilvægi þess að sækja slík námskeið reglulega skipta miklu máli og hefur kunnáttan sem þau skilja eftir oftar en tölu á festir bjargað mannslífum.
Þess má geta að allir meðlimir í Rauða krossinum fengu félagsskírteini á síðasta ári og gildir það meðal annars sem safnkort ESSO.
Námskeið fyrir safnkortshafa verða sem hér segir:
- 19. janúar kl. 14.00 – 18.00
- 26. janúar kl. 14.00 – 18.00
- 9. febrúar kl. 14.00 – 18.00
Hámarks þátttakendur á námskeiði er 15 manns.
Við hvetjum alla að nýta sér þessi námskeið Rauða krossins, skráning fyrir safnkortshafa fer fram á www.esso.is og í síma 560-3400 (Þjónustuver ESSO), aðrir áhugasamir hafi samband við aðalskrifstofu Rauða krossins sem er við Efstaleiti, síminn er 570-4000.
Athvarf fyrir syrgjendur í Chinari í Kasmír-héraði
![]() |
Muner Ahmed sýður te fyrir viðskiptavini sína. |
Það er auðvelt að draga þá ályktun af kliðnum fyrir utan að þessi biðstöð í Kashmír-héraði í Pakistan, sem áður var iðandi væri að vakna til lífsins að nýju eftir jarðskjálftan 8. október. En það sem Ali og félagar hans sögðu við gesti sína í löngum samræðum vakti upp sterkar minningar um jarðskjálftann sjálfan og eftirköst hans.
?Ég var í versluninni þegar skjálftinn hófst,? sagði Majid og saup á teinu. ?Hann var svo sterkur að ég datt á gólfið og þegar ég stóð upp sá ég ekki neitt fyrir ryki. Það var algjör þögn. Þá fór fólk að öskra og kalla á hjálp og ég hljóp til og reyndi að draga fólk úr rústum bygginganna.?
Athvarf fyrir syrgjendur í Chinari í Kasmír-héraði
![]() |
Muner Ahmed sýður te fyrir viðskiptavini sína. |
Það er auðvelt að draga þá ályktun af kliðnum fyrir utan að þessi biðstöð í Kashmír-héraði í Pakistan, sem áður var iðandi væri að vakna til lífsins að nýju eftir jarðskjálftan 8. október. En það sem Ali og félagar hans sögðu við gesti sína í löngum samræðum vakti upp sterkar minningar um jarðskjálftann sjálfan og eftirköst hans.
?Ég var í versluninni þegar skjálftinn hófst,? sagði Majid og saup á teinu. ?Hann var svo sterkur að ég datt á gólfið og þegar ég stóð upp sá ég ekki neitt fyrir ryki. Það var algjör þögn. Þá fór fólk að öskra og kalla á hjálp og ég hljóp til og reyndi að draga fólk úr rústum bygginganna.?
Skýrsla um reynslu og viðhorf flóttamanna á Íslandi
Viðurkenningarhafar Alþjóðahúss 2005
![]() |
Frá vinstri: Bjarni Karlsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Vigdís Arna Jónsdóttir, Hope Knútsson og Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson. Fremst er barnabarn Hafdísar. |
Viðurkenningarnar, sem nú eru veittar í þriðja skiptið, þjóna þeim tilgangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. Þeir sem viðurkenninguna fá eru vel að henni komnir enda unnið frumkvöðlastarf á undanförnum árum í málefnum fjölmenningarlegs samfélags.
Sjálfboðaliðar óskast!
Áhugasamir hafi samband í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is
Hópur sjálfboðaliða heimsækir einstaklinga sem eru einmana eða félagslega einangraðir. Aðrir sjálfboðaliðar starfa með geðfötluðum í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, en þeir sjá alfarið um að halda athvarfinu opnu á laugardögum. Í rúmt ár hefur svo hópur sjálfboðaliða starfað með ungum innflytjendum í Kópavogi sem eru að aðlagast lífinu á Íslandi. Þá eru ónefnd verkefni á borð við neyðarvarnir, Föt sem framlag og fataflokkun.
Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning í Hveragerði
![]() |
Hús Hjálparsveitarinnar var verulega skemmt og allur útbúnaður ónýtur eftir brunann.
|
Hveragerðisdeild Rauða kross Íslands brást skjótt við þegar sprengingin varð í flugeldasölunni í Hveragerði á gamlársdag. Grunnskólinn var opnaður og tóku sjálfboðaliðar deildarinnar á móti fólki en þeir sem höfðu verið við afgreiðslu flugeldanna og viðskiptavinir voru skelfingu lostnir eftir þennan ónotalega atburð.
Margt var af ungu fólki í húsinu þegar sprengingin varð og því var þetta einnig erfitt fyrir foreldra þeirra en það var vegna snarræðis að ekki hlaust slys af.
Velheppnaðir styrktartónleikar

Sierra Leone/Líbería: 15 fjölskyldur sameinaðar
Þegar búið var að hafa uppi á fjölskyldunum eftir mikla vinnu voru þau flutt akandi frá búðunum til Freetown og síðan þaðan með einni af flugvélum Rauða krossins til Monroviu og Voinjama í Líberíu. Þar biðu ættingjarnir eftir þeim. Í fyrsta sinn í mörg ár gátu þessar fjölskyldur eytt jólunum saman.
Síðan átökunum í Sierra Leone lauk árið 2002 hefur Alþjóða Rauði krossinn fundið fjölskyldur eða nána ættingja yfir 2.300 ungmenna frá Sierra Leone, Líberíu, Gíneu og Fílabeinsströndinni.
Fjöldahjálparæfing

Æfingin stendur frá klukkan 13.00 til 15.30.
Fólk er hvatt til að...
Nemendur á Álftanesi safna til styrktar hjálparstarfi í Pakistan
![]() |
Fulltrúar Álftanesdeildar Rauða kross Íslands taka við framlagi frá Álftanesskóla. |
Nemendaráðið afhenti stjórnarmönnum Álftanesdeildar Rauða krossins söfnunarféð við formlega athöfn í húsakynnum skólans mánudaginn 19. desember síðastliðinn. Álftanesdeild óskar nemendum skólans, fjölskyldum þeirra og starfsfólki gleðilegra jóla og þakkar um leið fyrir framlagið.