28. febrúar 2006 : Komið var í veg fyrir aðra bylgju dauðsfalla

Grein sem birtist í Morgunblaðinu 26.02.2006.
Rafn Jónsson vann að hjálparstarfi á skjálftasvæðunum í Pakistan.

28. febrúar 2006 : Komið var í veg fyrir aðra bylgju dauðsfalla

Grein sem birtist í Morgunblaðinu 26.02.2006.
Rafn Jónsson vann að hjálparstarfi á skjálftasvæðunum í Pakistan.

28. febrúar 2006 : Tíu ára afmæli handverks- og tómstundamiðstöðvarinnar á Flateyri

Það var Rauði krossinn, sveitarfélagið og sjóðurinn Samhugur í verki sem stóðu að því að starfsemi handverkshússins fór af stað eftir sjófljóðið 1995 og var fyrst og fremst hugsað sem sálrænn stuðningur við samfélagið á Flateyri.

Handverkshúsið hóf starfsemi sína 27. janúar 1996 í litlu húsnæði í Brynjubæ, þar sem einnig var rekið félagsstarf eldri borgara í Önundarfirði. Starfsemin flutti seinna í stærra húsnæði, Félagsbæ, sem var gamla kaupfélagshúsið á Flateyri.

Fjölþætt starfsemi er í húsinu. Auk þess að vera handverksmiðstöð og vettvangur fyrir félagsstarf eldri borgara er þar verslunin Purka, alþjóðlegt brúðusafn og opið kaffihús að sumarlagi. Húsið hefur einnig verið nýtt fyrir fundi, námskeiðahald og tónleika.

27. febrúar 2006 : Nýjar starfsreglur Kópavogsdeildar samþykktar

Birtar hafa verið hér á vefnum nýjar starfsreglur Kópavogsdeildar sem taka mið af nýsamþykktum almennum starfsreglum fyrir deildir félagsins. Garðar Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, var formaður starfshóps sem samdi nýjar starfsreglur fyrir deildir, svæðasamstarf og ungmennahreyfinguna á síðasta ári. Þær voru samþykktar í stjórn Rauða kross Íslands í desember og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn.

Endurskoðun starfsreglnanna tók mið af nýjum lögum félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi vorið 2005. Starfsreglur Kópavogsdeildar hafa nú verið aðlagaðar almennu starfsreglunum og staðfesti stjórn Rauða kross Íslands þær á fundi sínum í síðustu viku. Kópavogsdeild er fyrsta deildin í félaginu sem birtir sérstakar starfsreglur í kjölfar nýju, almennu reglnanna.

27. febrúar 2006 : Árni Valgeirsson fær viðurkenningu

Sumarliði og Árni við athöfn á vegum Rauða kross deildarinnar í Stykkishólmi.
Laugardaginn 11. febrúar minntu þeir aðilar sem sinna neyðarþjónustu hér á landi á samræmda neyðarnúmerið hér á landi, 112. Það er númerið sem á að hringja í þegar neyð ber að. En oft er það ekki nóg, því það getur þurft að grípa til aðgerða á meðan beðið er eftir björgunarfólki og þá er mikilvægt að kunna undirstöðuatriðin í skyndihjálp til að geta brugðist við.

Öll getum við lent í því að koma fyrst á slysstað, hvort sem um er að ræða inni á heimilum, vinnustað eða úti á götu. Rétt og skjót viðbrögð á slíkum neyðarstundum eru án efa eitt það mikilvægasta sem við lærum á lífsleiðinni. Þekking sem betra er að kunna og nota ekki en að standa frammi fyrir því að þurfa að nota hana og kunna þá ekki.

Rauði kross Íslands hefur undanfarin fimm ár staðið að tilnefningum á skyndihjálparmanni ársins á Íslandi til að minna á mikilvægi skyndihjálparinnar.

27. febrúar 2006 : Árni Valgeirsson fær viðurkenningu

Sumarliði og Árni við athöfn á vegum Rauða kross deildarinnar í Stykkishólmi.
Laugardaginn 11. febrúar minntu þeir aðilar sem sinna neyðarþjónustu hér á landi á samræmda neyðarnúmerið hér á landi, 112. Það er númerið sem á að hringja í þegar neyð ber að. En oft er það ekki nóg, því það getur þurft að grípa til aðgerða á meðan beðið er eftir björgunarfólki og þá er mikilvægt að kunna undirstöðuatriðin í skyndihjálp til að geta brugðist við.

Öll getum við lent í því að koma fyrst á slysstað, hvort sem um er að ræða inni á heimilum, vinnustað eða úti á götu. Rétt og skjót viðbrögð á slíkum neyðarstundum eru án efa eitt það mikilvægasta sem við lærum á lífsleiðinni. Þekking sem betra er að kunna og nota ekki en að standa frammi fyrir því að þurfa að nota hana og kunna þá ekki.

Rauði kross Íslands hefur undanfarin fimm ár staðið að tilnefningum á skyndihjálparmanni ársins á Íslandi til að minna á mikilvægi skyndihjálparinnar.

24. febrúar 2006 : Mikill áhugi á starfi Rauða krossins

Í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar sagði Sólveig Ólafsdóttir nemendum úr MK frá þróunar- og hjálparstarfi Rauða krossins.
Fjölbreytt kynning á starfi Kópavogsdeildar Rauða krossins hefur að undanförnu átt sér stað innan skólastarfs í Kópavogi á grunn- og framhaldsskólastigi.

Fulltrúar í nemendaráðum allra grunnskóla Kópavogs fengu kynningu á Rauða krossinum á sameiginlegum starfsdegi nemendaráða í félagsmiðstöðinni Ekkó. Nemendurnir voru vaktir til umhugsunar um gildi þess að vera sjálfboðaliði og hvaða verkefnum ungmenni geta sinnt innan Kópavogsdeildar Rauða krossins.

Öllum 8. bekkjum grunnskóla Kópavogs stendur til boða að fá sérstaka fræðslu um Rauða krossinn á skólatíma og hafa nokkrir skólar óskað eftir því nú þegar.

24. febrúar 2006 : Fjör í útgáfu vegabréfa URKÍ-H

Þau Anna María og Bjarni skemmtu sér vel í myndatöku fyrir vegabréf URKÍ-H
Í gærkvöldi var mikið fjör í Sjálfboðamiðstöðinni á Strandgötu er félagar í URKÍ-H undirbjuggu vegabréfaverkefni sem verður á dagskrá á næstunni. Allir sem mættir voru bjuggu sér til vegabréf með myndum og tilheyrandi. Vegabréfin á svo að nota þegar haldin verða sérstök þemakvöld tileinkuð ákveðnu landi.

Á þemakvöldi munu góðir gestir líta við og kynna krökkunum menningu og lífi í ákveðnu landi auk þess sem starf Rauða krossins og Rauða hálfmánans í hverju landi verður kynnt. Á hverju þemakvöldi eða vegabréfafundi fá viðstaddir fána landsins sem kynnt er í vegabréfið sitt.

24. febrúar 2006 : Fræðsla í Úganda

Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi kom heim frá Úganda fyrir skömmu. Meðfylgjandi myndir eru af fræðslu sem var hluti af starfi hennar.

24. febrúar 2006 : Fræðsla í Úganda

Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi kom heim frá Úganda fyrir skömmu. Meðfylgjandi myndir eru af fræðslu sem var hluti af starfi hennar.

23. febrúar 2006 : Átak vegna hungursneyðar framlengt

Sjálfboðaliðar Rauða krossins sinna pappírsvinnu fyrir mæður sem bíða með börnum sínum eftir mataraðstoð í Tahoua í Níger.
Alþjóða Rauði krossinn hefur ákveðið að framlengja svokallað Sahel-átak sitt um sex mánuði. Þetta átak var sett á laggirnar til að stemma stigu við hungursneyð í Burkina Fasó, Malí, Máritaníu og Níger. Rauði krossinn hyggst auka heildarfjárframlagið í 1,5 milljarða íslenskra króna en upphaflega upphæðin var um 900 milljónir króna.

Starfsmenn Rauða krossins sem vinna að þessu átaki hafa einkum áhyggjur af langtímaáhrifum matarskortsins í þessum löndum. Þessi skortur hefur haft mikil áhrif á lífsviðurværi fólks og dæmi eru um að fólk hafi selt eignir sínar til að kaupa mat. Þetta hefur að sjálfsögðu gríðarleg áhrif á tilveru fólksins.

22. febrúar 2006 : Heimsókn í Rauða krossinn

Þrjár fréttasyrpur eftir nemendur skólans um heimsókn í Fataflokkunarstöð Rauða krossins. Tekið af heimasíðu skólans og birt með góðfúslegu leyfi.

Þriðjudaginn 14. febrúar s.l. fór H-14 í heimsókn í fataflokkunarstöð Rauða krossins. Svona vettvangsferðir eru lærdómsríkar.

Fáir geta ímyndað sér hvernig starfssemi Rauða krossins er fyrr en maður er kominn þangað og sér þetta með eigin augum. Hérna koma þrjár fréttir sem nemendur skrifuðu um heimsóknina þangað. 

22. febrúar 2006 : Fjölgun í hópi heimsóknavina Kópavogsdeildar

Hluti af þátttakendum á námskeiði fyrir heimsóknavini.
Kópavogsdeild Rauða krossins hélt nýverið námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða í heimsóknaþjónustu. Nýir heimsóknavinir eru því að hefja störf enda ekki vanþörf á þar sem deildin hefur fengið allmargar óskir um heimsóknir sjálfboðaliða að undanförnu. Meirihluti þeirra sem notfæra sér þjónustuna eru aldraðir en þó eru nokkrir yngri, allt niður í tvítugt.

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum á einkaheimili eða stofnanir.   

22. febrúar 2006 : Guðmundur Valdimar varð JPV meistari Hróksins og Vinjar

Kristian Guttesen liðsmaður Hróksins afhendir fyrstu verðlaunin í hendur Guðmundar Valdimars.
Mánudaginn 20. febrúar var haldið JPV mót Hróksins í Vin í tilefni af 13 ára afmæli Vinjar. Tefldar voru fjórar skákir og á eftir snæddu menn kökur og kaffi í boði hússins. Sigurvegari mótsins og þar með krýndur JPV meistari Hróksins og Vinjar varð Guðmundur Valdimar Guðmundsson.

JPV útgáfa veitti veglega vinninga á mótinu auk þess sem forlagið gaf húsinu hið einstaka stórvirki Jörðina, sem út kom fyrir síðustu jól, og hefur að geyma yfirgripsmikla umfjöllun um jörðina í öllum sínum mikilfeng og fegurð.

21. febrúar 2006 : Rauði krossinn óskar eftir aðstoð vegna skriðufallanna á Filippseyjum

Hamfarasvæðið er eitt afskekktasta og óaðgengilegasta svæði landsins. Sjálfboðaliðar Rauða kross Filipseyja vinna hörðum höndum við að hjálpa fórnarlömbum skriðufallanna. Mynd: REUTERS/ Romeo Ranoco
Alþjóða Rauði krossinn hefur óskað eftir jafnvirði um 100 milljóna íslenskra króna til hjálparstarfs sem Rauði kross Filippseyja leiðir vegna aurskriðunnar sem féll í suðurhluta eyjunnar Leyte í miðhluta landsins. Fjármunirnir verða notaðir til að fjármagna kaup á eldunaráhöldum, flugnanetum, efnivið fyrir tímabundið húsaskjól, hreinlætis- og heilbrigðisáhöld, vatnsgeyma og vatnshreinsunartöflur fyrir þá sem lifðu hörmungarnar af fyrir næstu sex mánuðina.

20. febrúar 2006 : Ungum innflytjendum boðið í Þjóðleikhúsið

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fóru með unga innflytjendur í Þjóðleikhúsið um helgina að sjá sýninguna Klaufar og kóngsdætur. Þjóðleikhúsið bauð hópnum á sýninguna í kjölfar kynningarferðar í leikhúsið sem sjálfboðaliðar deildarinnar skipulögðu fyrir unga innflytjendur í síðustu viku.

Í kynningarferðinni fengu krakkarnir að skoða leikhúsið og fræðast um starfsemi þess. Hluti af krökkunum hafði ekki farið í leikhús áður og var því að kynnast leikhúsmenningu í fyrsta sinn. Á sýningunni skemmti hópurinn sér vel enda litrík og skemmtileg uppfærsla á sígildum ævintýrum eftir H.C. Andersen.

20. febrúar 2006 : Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í fækkun dauðsfalla af völdum mislinga

Athygli var vakin á starfi Antons Chilufya og annarra sjálfboðaliða á sjötta ársþingi Samtaka um varnir gegn mislingum, sem haldið var í höfuðstöðvum Rauða kross Bandaríkjanna í Washington í síðustu viku.

20. febrúar 2006 : Rausnarleg gjöf til Kvennaathvarfsins

Drífa Snædal og Þórlaug Jónsdóttir með föndurhópnum sem hittist á hverjum miðvikudegi í húsnæði Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.
Föndurhópur í Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins styrkti Kvennaathvarfið með ágóða af basarsölu 2005, en á hverju ári er valið eitt verðugt verkefni til að styrkja. Styrkurinn var að upphæð 450 þúsund krónur.

?Það er mjög ánægjulegt að geta styrkt svona starfsemi og Kvennaathvarfskonur voru mjög ánægðar og sögðu að þetta framlag kæmi að góðum notum,? sagði Auður Kristjánsdóttir verkefnisstjóri Kvennadeildarinnar.

17. febrúar 2006 : Fatamarkaður til styrktar ferðalöngum í Dvöl

Gestir í Dvöl munu selja hluta af hannyrðum sínum á fatamarkaðnum.
Gestir í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, halda fatamarkað laugardaginn 18. febrúar kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða notuð föt á vægu verði, allt á 300 kr. eða 500 kr. Ýmsar hannyrðir og málverk eftir gesti Dvalar verða einnig til sölu. Kaffi á könnunni.

Allur ágóði af markaðnum rennur í ferðasjóð Dvalar en gestirnir eru að safna fyrir ferðalagi til Króatíu í sumar. Ferðir eru kærkomin upplyfting fyrir marga af gestum Dvalar sem treysta sér ekki í ferðalög nema með stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Dvalar.

17. febrúar 2006 : Rausnarlegt framlag Lækjarskóla til hjálparstarfsins í Pakistan

Fulltrúar nemenda í Lækjarskóla afhenda Halldóru Kr. Pétursdóttur afrakstur söfnunarinnar.
Nemendur og starfsfólk Lækjarskóla afhentu Rauða krossinum rausnarlegt framlag sitt til hjálparstarfsins í Pakistan. Alls söfnuðust 155.341 kr. sem rennur beint til hjálparstarfs Rauða hálfmánans í Pakistan, en mikill jarðskjálfti skók landið í október síðastliðnum.

Nemendaráð Lækjarskóla rekur morgunverðarsjoppu í skólanum þar sem nemendur eiga þess kost að kaupa sér hollustufæði. Ákvað nemendaráðið að leggja desembersöluna í söfnunina en að auki komu nemendur með frjáls framlög og starfsfólkið lagði einnig sitt af mörkum.

17. febrúar 2006 : Fatamarkaður til styrktar ferðalöngum í Dvöl

Gestir í Dvöl munu selja hluta af hannyrðum sínum á fatamarkaðnum.
Gestir í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, halda fatamarkað laugardaginn 18. febrúar kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða notuð föt á vægu verði, allt á 300 kr. eða 500 kr. Ýmsar hannyrðir og málverk eftir gesti Dvalar verða einnig til sölu. Kaffi á könnunni.

Allur ágóði af markaðnum rennur í ferðasjóð Dvalar en gestirnir eru að safna fyrir ferðalagi til Króatíu í sumar. Ferðir eru kærkomin upplyfting fyrir marga af gestum Dvalar sem treysta sér ekki í ferðalög nema með stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Dvalar.

17. febrúar 2006 : Fatamarkaður til styrktar ferðalöngum í Dvöl

Gestir í Dvöl munu selja hluta af hannyrðum sínum á fatamarkaðnum.
Gestir í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, halda fatamarkað laugardaginn 18. febrúar kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða notuð föt á vægu verði, allt á 300 kr. eða 500 kr. Ýmsar hannyrðir og málverk eftir gesti Dvalar verða einnig til sölu. Kaffi á könnunni.

Allur ágóði af markaðnum rennur í ferðasjóð Dvalar en gestirnir eru að safna fyrir ferðalagi til Króatíu í sumar. Ferðir eru kærkomin upplyfting fyrir marga af gestum Dvalar sem treysta sér ekki í ferðalög nema með stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Dvalar.

16. febrúar 2006 : Allir geta bjargað mannslífi

Kristján er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Tíu ár eru liðin frá því að neyðarnúmerið 112 var tekið upp hér á landi.

16. febrúar 2006 : Ungir innflytjendur í ratleik um miðbæ Reykjavíkur

Sjálfboðaliðarnir Helena og Freyja með Antoni og Irfan í ráðhúsinu.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands fóru á dögunum með unga innflytjendur í ratleik um miðbæ Reykjavíkur. Krakkarnir þurftu að finna Austurvöll, Arnarhól, útitaflið, Bæjarins bestu og svara spurningum á hverjum stað.

Á Austurvelli fannst 10 ára dömu ekki nóg að svara því hvaða dag Jón Sigurðsson ætti afmæli heldur bætti því við að hann væri fæddur 1811. Endastöðin hjá öllum var við stóra kortið af Íslandi í ráðhúsinu.

16. febrúar 2006 : Ungir innflytjendur í ratleik um miðbæ Reykjavíkur

Sjálfboðaliðarnir Helena og Freyja með Antoni og Irfan í ráðhúsinu.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands fóru á dögunum með unga innflytjendur í ratleik um miðbæ Reykjavíkur. Krakkarnir þurftu að finna Austurvöll, Arnarhól, útitaflið, Bæjarins bestu og svara spurningum á hverjum stað.

Á Austurvelli fannst 10 ára dömu ekki nóg að svara því hvaða dag Jón Sigurðsson ætti afmæli heldur bætti því við að hann væri fæddur 1811. Endastöðin hjá öllum var við stóra kortið af Íslandi í ráðhúsinu.

15. febrúar 2006 : Fjölgun í hópi heimsóknavina Kópavogsdeildar

Hluti af þátttakendum á námskeiði fyrir heimsóknavini.
Kópavogsdeild hélt í kvöld námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða í heimsóknaþjónustu. Nýir heimsóknavinir munu því hefja störf á næstunni enda ekki vanþörf á þar sem deildin hefur fengið allmargar óskir um heimsóknir sjálfboðaliða að undanförnu. Meirihluti þeirra sem notfæra sér þjónustuna eru aldraðir en þó eru nokkrir yngri, allt niður í tvítugt.

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum á einkaheimili eða stofnanir. Heimsóknavinir veita félagsskap m.a. með því að spjalla, lesa fyrir viðkomandi og fara í gönguferðir. Heimsóknir eru að jafnaði einu sinni í viku í klukkustund.

15. febrúar 2006 : Opið hús í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð á 112 daginn

Margir litu við hjá Rauða krossinum og fræddust um starf félagsins innan almannavarnakerfisins.
Þann 11. febrúar síðastliðinn fylktu allir helstu viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu liði í sameiginlegri kynningu á því umfangsmikla björgunar- og neyðarkerfi sem fer í gang þegar fólk í nauðum hringir í Neyðarlínuna 112.

Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæðinu voru með tvo kynningarbása á sýningunni. Í öðrum þeirra gafst almenningi kostur á að kynnast nýjum staðli í endurlífgun ásamt því að prófa sjálfvirk hjartastuðtæki. Fjölmargir gestir notuðu tækifærið og reyndu kunnáttu sína í skyndihjálp á kennslubrúðum

15. febrúar 2006 : Fjölgun í hópi heimsóknavina Kópavogsdeildar

Hluti af þátttakendum á námskeiði fyrir heimsóknavini.
Kópavogsdeild hélt í kvöld námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða í heimsóknaþjónustu. Nýir heimsóknavinir munu því hefja störf á næstunni enda ekki vanþörf á þar sem deildin hefur fengið allmargar óskir um heimsóknir sjálfboðaliða að undanförnu. Meirihluti þeirra sem notfæra sér þjónustuna eru aldraðir en þó eru nokkrir yngri, allt niður í tvítugt.

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum á einkaheimili eða stofnanir. Heimsóknavinir veita félagsskap m.a. með því að spjalla, lesa fyrir viðkomandi og fara í gönguferðir. Heimsóknir eru að jafnaði einu sinni í viku í klukkustund.

15. febrúar 2006 : Opið hús í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð á 112 daginn

Margir litu við hjá Rauða krossinum og fræddust um starf félagsins innan almannavarnakerfisins.
Þann 11. febrúar síðastliðinn fylktu allir helstu viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu liði í sameiginlegri kynningu á því umfangsmikla björgunar- og neyðarkerfi sem fer í gang þegar fólk í nauðum hringir í Neyðarlínuna 112.

Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæðinu voru með tvo kynningarbása á sýningunni. Í öðrum þeirra gafst almenningi kostur á að kynnast nýjum staðli í endurlífgun ásamt því að prófa sjálfvirk hjartastuðtæki. Fjölmargir gestir notuðu tækifærið og reyndu kunnáttu sína í skyndihjálp á kennslubrúðum.

15. febrúar 2006 : Opið hús í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð á 112 daginn

Margir litu við hjá Rauða krossinum og fræddust um starf félagsins innan almannavarnakerfisins.
Þann 11. febrúar síðastliðinn fylktu allir helstu viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu liði í sameiginlegri kynningu á því umfangsmikla björgunar- og neyðarkerfi sem fer í gang þegar fólk í nauðum hringir í Neyðarlínuna 112.

Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæðinu voru með tvo kynningarbása á sýningunni. Í öðrum þeirra gafst almenningi kostur á að kynnast nýjum staðli í endurlífgun ásamt því að prófa sjálfvirk hjartastuðtæki. Fjölmargir gestir notuðu tækifærið og reyndu kunnáttu sína í skyndihjálp á kennslubrúðum.

14. febrúar 2006 : Kátur handverkshópur

Glatt á hjalla hjá handverkshópi Árnesingadeildar.
?Við ætlum að hafa opið hús í hverri viku, mánudaga frá klukkan 13 til 16. Við hvetjum sem flesta að koma og prófa hvort þetta verkefni okkar henti þeim,? sagði Ragnheiður Ágústsdóttir starfsmaður Rauða kross Íslands Árnesingadeildar.

Það var vaskur hópur kvenna sem mætti í opið hús Árnesingadeildarinnar á mánudaginn. Opið hús er nýtt verkefni hjá deildinni og er markmiðið að fólk geti komið saman og átt ánægjulega stund en um leið föndrað við eitthvað skemmtilegt. Saumað, prjónað eða gert einhverja þá handavinnu sem hverjum hentar.

14. febrúar 2006 : Fjöldi manns lærði réttu handtökin við endurlífgun

Fjöldi manns kom í Gamla apótekið og nýtti sér tækifærið sem gafst til að kanna hversu leikinn maður er í að beita hjartahnoði og blæstri við endurlífgun.
Fjöldi manns kom í Gamla apótekið og nýtti sér tækifærið sem gafst til að kanna hversu leikinn maður er í að beita hjartahnoði og blæstri við endurlífgun.

Skyndihjálparhópur, sem starfar á vegum Ísafjarðardeildar Rauða krossins í samstarfi við Gamla apótekið, stóð vaktina á 112 daginn á laugardag og kenndu fólki réttu handbrögðin við endurlífgun. Hópurinn samanstendur af fjórum ungum mönnum sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að bregðast rétt við í aðstæðum þar sem mínútur skipta máli.

14. febrúar 2006 : Kátur handverkshópur

Glatt á hjalla hjá handverkshópi Árnesingadeildar.
?Við ætlum að hafa opið hús í hverri viku, mánudaga frá klukkan 13 til 16. Við hvetjum sem flesta að koma og prófa hvort þetta verkefni okkar henti þeim,? sagði Ragnheiður Ágústsdóttir starfsmaður Rauða kross Íslands Árnesingadeildar.

Það var vaskur hópur kvenna sem mætti í opið hús Árnesingadeildarinnar á mánudaginn. Opið hús er nýtt verkefni hjá deildinni og er markmiðið að fólk geti komið saman og átt ánægjulega stund en um leið föndrað við eitthvað skemmtilegt. Saumað, prjónað eða gert einhverja þá handavinnu sem hverjum hentar.

10. febrúar 2006 : Bjargaði lífi tveggja barna með kunnáttu í skyndihjálp

Úlfar Hauksson formaður Rauða kross Íslands, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra með Guðrúnu Björk Sigurjónsdóttur skyndihjálparmanni ársins 2005. Með þeim eru börnin sem nutu björgunar Guðrúnar.
Rauði kross Íslands hefur valið Guðrúnu Björk Sigurjónsdóttur sem Skyndihjálparmann ársins fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra afhenti Guðrúnu Björk viðurkenninguna á Hótel Loftleiðum í dag við setningu ráðstefnunnar 112 í tíu ár ? hvað hefur breyst, hvað er framundan? sem haldin er á 112 daginn og afmæli neyðarlínunnar.

Guðrún Björk vann það einstaka þrekvirki að bjarga þriggja ára dreng og stúlku frá drukknun þegar þau lentu í sjónum á Snæfellsnesi í apríl í fyrra. Hún var þar við skeljatínslu ásamt systur sinni og frænku og börnum þeirra allra. Í einni svipan soguðust börnin tvö út þegar enginn sá til. 

10. febrúar 2006 : Kannanir og rannsóknir á málefnum geðfatlaðra

Nýlega voru birtar tvær skýrslur um hagi geðfatlaðra á Íslandi.

9. febrúar 2006 : Heimsóknavinir óskast!

Kópavogsdeild óskar eftir sjálfboðaliðum til að sinna heimsóknaþjónustu.

Undirbúningsnámskeið verður haldið í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 miðvikudaginn 15. febrúar kl. 18-21.

Heimsóknavinir heimsækja fólk sem býr við einsemd og félagslega einangrun. Heimsóknavinir veita félagsskap m.a. með því að spjalla, lesa fyrir viðkomandi og fara í gönguferðir. Heimsóknir eru að jafnaði einu sinni í viku í klukkustund.

Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum.
Skráning fer fram í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected]

9. febrúar 2006 : Fjölmennt hópefli sjálfboðaliða

Guðríður Haraldsdóttir flutti erindi á hópeflinu.
Fjölmargir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar hittust í hópefli þriðjudaginn 7. febrúar og hlýddu á erindi Guðríðar Haraldsdóttur, sálfræðings, sem byggt var á bókinni Að alast upp aftur.

Guðríður kynnti efni sem fjallar um að skoða eigin líðan og leiðir í samskiptum við okkar börn, vini, maka og starfsfélaga.

Efnið er helst notað á námskeiðum fyrir foreldra en ýmislegt í efninu er hægt að heimfæra upp á fjölbreytt samskipti, svo sem milli sjálfboðaliða og skjólstæðinga.

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar hittast mánaðarlega í hópefli í sjálfboðamiðstöðinni.

9. febrúar 2006 : Mikið um dýrðir á 10 ára afmæli 112 neyðarlínunnar

Anton Gylfi Pálsson var valinn skyndihjálparmaður ársins á 112 deginum 2005. Með honum til vinstri á myndinni er Ásgeir Sigurðsson sem naut kunnáttu Antons.

Mikið verður um dýrðir hjá viðbragðsaðilum um allt land í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að samræmd neyðarlína 112 var tekin í notkun hérlendis, og leysti af hólmi fjöldann allan af neyðarnúmerum. Af því tilefni er efnt til ráðstefnu um neyðarnúmerið og þróun neyðarþjónustu föstudaginn 10. febrúar.

Rauði kross Íslands mun útnefna skyndihjálparmann ársins á ráðstefnunni, og mun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra veita viðkomandi viðurkenninguna. Fjöldi fólks um allt land var tilnefndur og munu deildir Rauða krossins á Ísafirði, Stykkishólmi og Vestmannaeyjum einnig veita viðurkenningar á skyndihjálparmanni ársins heima í héraði.

Í Reykjavík munu deildir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu kynna starfsemi sína ásamt samstarfsaðilum í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem gestir fá meðal annars að reyna skyndihjálparkunnáttu sína.  

8. febrúar 2006 : Fjöldahjálparstjóranámskeið haldin víða um land

Þátttakendur á fjöldahjálparstjóranámskeiði sem haldið var á Akureyri fyrir skemmstu.
Rauði kross Íslands gengst fyrir námskeiðum fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra félagsins í öllum landshlutum um þessar mundir, en þeir stýra neyðarvarnavinnu Rauða krossins sem felst meðal annars í að opna fjöldahjálparstöðvar á neyðartímum.

Nýlega voru haldin vel heppnuð námskeið á Akureyri og í Búðardal sem samtals 25 manns sóttu. Fyrirlesarar voru svæðisfulltrúar Rauða krossins auk þess sem gestafyrirlesarar komu frá fjölmiðlum og almannavörnum.

7. febrúar 2006 : Starf Rauða krossins kynnt á Framadögum

Fanney Karlsdóttir frá Kópavogsdeild og Elfa Dögg S. Leifsdóttir frá Reykjavíkurdeild í bás Rauða krossins á Framadögum.
Rauði kross Íslands kynnti á dögunum starfsemi sína á Framadögum fyrir háskólanema. Framadagar mynda tengsl á milli atvinnulífsins og háskólanna í landinu.

Rauði krossins lagði áherslu á að kynna sjálfboðin störf og störf sendifulltrúa á erlendri grundu. Fulltrúi frá Kópavogsdeild tók þátt í að kynna sjálfboðin störf.

Á Framadögum er iðulega boðið upp á nokkur erindi og hélt Garðar Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar Rauða krossins og stjórnarmaður í Rauða krossi Íslands fyrirlestur um sjálfboðið starf, gildi þess fyrir samfélagið og fólk á framabraut.

7. febrúar 2006 : Fræðslufundir „Náum áttum"

Rauði kross Íslands er einn af aðilum Náum áttum sem er samstarfshópur um fræðslu- og fíkniefnamál. Haldnir eru morgunverðarfundir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og hafa þeir verið vel sóttir.

Á síðasta fundi var fjallað um áhrif tölvunotkunar á líf ungs fólks og mættu um 100 manns. Þar fjallaði Jóna Möller aðstoðarskólastjóri Kópavogsskóla um upplifun skólakerfisins af tölvufíkn ungs fólks, Elín Thorarensen framkvæmdastjóri Heimilis og skóla fjallaði um svefnþarfir ungs fólks og Björn Harðarson sálfræðingur hélt erindi um tölvufíkn.

7. febrúar 2006 : Gefandi fræðsla um geðheilbrigðismál

Salbjörg Bjarnadóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir. Arndís Ósk Jónsdóttir, Njörður Helgason, Birgir Ásgeirsson og Margrét Ómarsdóttir.
Ljósmynd: Sunnlenska fréttablaðið
?Þetta var mjög skemmtilegt, fræðandi og gefandi námskeið,? sagði einn þátttakandinn á námskeiði fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál sem haldið var á Selfossi um helgina.

Að námskeiðinu stóðu Rauði kross Íslands, Geðhjálp og Landlæknisembættið. Fulltrúar aðilanna héldu fyrirlestra og voru með innlegg sem snertu hinar ýmsu hliðar geðheilbrigðismála eins og geðraskanir, meðvirknissorg, áföll og úrvinnslu, sjálfsvígsferli og lífshjólið. Þá var Margrét Ómarsdóttir með innlegg aðstandanda.

6. febrúar 2006 : Rauði krossinn á Framadögum

Huldís Haraldsdóttir, Fanney Karlsdóttir, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Áslaug Arnaldsdóttir í bás Rauða krossins á Framadögum.

AIESEC, alþjóðlegt félag háskólanema, stóð fyrir Framadögum í 12. sinn föstudaginn 3. febrúar. Markmið Framadaga er fyrst og fremst að veita háskólanemum greiðan aðgang að framsæknum fyrirtækjum og forsvarsmönnum þeirra. Háskólanemar fá þannig tækifæri til að gera sér grein fyrir því hvernig menntun þeirra nýtist í atvinnulífinu.

Rauða krossinum var boðið að taka þátt í Framadögum eins og undanfarin þrjú ár. Er þetta gott tækifæri fyrir félagið að kynna starfsemina fyrir háskólanemum. Áhersla var lögð á að kynna sjálfboðin störf og störf sendifulltrúa á erlendri grundu.

3. febrúar 2006 : Rauði krossinn aðstoðar fórnarlömb flóða í sunnanverðri Afríku

Úrhellisrigningar hafa eyðilagt heilu landssvæðin í Afríku og tugþúsundir hafa misst heimili sín.
Landsfélög Rauða krossins í sunnanverðri Afríku hafa undanfarið brugðist við miklum flóðum sem herjað hafa á Malaví, Namibíu, Mósambík, Sambíu, Suður Afríku og Botswana. Mikið úrhelli á þessum slóðum hefur orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína og tugþúsundir manna hafa misst heimili sín.

Flóðin koma í kjölfar langvarandi þurrka í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur hefur verið á þessum slóðum og er talið að allt að 12 milljón manns þurfi matvælaaðstoð á næstu mánuðum. Alþjóða Rauði krossinn sendi í október í fyrra út neyðarbeiðni til aðstoðar 1.5 milljón manns í 7 löndum vegna yfirvofandi hungursneyðar.

2. febrúar 2006 : Ungmennastarf hafið að nýju

Hér má sjá hluta þeirra sem mættu á fyrsta fundinn hjá URKÍ-H.
Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands í Hafnarfirði, eða URKÍ-H, tók til starfa að nýju í gærkvöldi eftir nokkura ára hlé. Það voru um 15 manns sem mættu á fyrsta fundinn og kynntu sér það starf sem boðið verður uppá fram á sumarið.

Krakkarnir horfðu á stutt kynningarmyndband um Rauða krossinn, kynntu sig fyrir þeim sem mættir voru og skoðuðu aðstöuna hjá Hafnarfjarðardeildinni. Því næst var sest niður í hugmyndavinnu en flest höfðu þau fullt af góðum hugmyndum um hvernig þau sjálf vilja móta starfið. Að lokum var rykið dustað af gömlum spilastokkum og slegið á létta strengi.

2. febrúar 2006 : Ungir innflytjendur í ratleik um miðbæ Reykjavíkur

Sjálfboðaliðarnir Helena og Freyja með Antoni og Irfan í ráðhúsinu.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fóru í gær með 15 unga innflytjendur í ratleik um miðbæ Reykjavíkur. Krakkarnir þurftu að finna Austurvöll, Arnarhól, útitaflið, Bæjarins bestu og svara spurningum á hverjum stað.

Á Austurvelli fannst 10 ára dömu ekki nóg að svara því hvaða dag Jón Sigurðsson ætti afmæli heldur bætti því við að hann væri fæddur 1811. Endastöðin hjá öllum var við stóra kortið af Íslandi í ráðhúsinu.

Sjálfboðaliðarnir settust síðan niður með krökkunum á Ráðhúskaffi þar sem heitt súkkulaði var á boðstólnum.

2. febrúar 2006 : Gáfu út blað til styrktar munaðarlausum börnum

Auður og Kolbrún Rós á Breiðdalsvík gáfu út blað til styrktar munaðarlausum börnum í Malawi.
Auður Hermannsdóttir og Kolbrún Rós Björgvinsdóttir eru 12 ára stelpur í Grunnskólanum á Breiðdalsvík sem sannarlega sitja ekki auðum höndum eftir skóla. Fyrir síðustu jól gáfu stelpurnar út jólablað til styrktar Rauða krossi Íslands.

?Þetta er í annað skipti sem við gefum út blað til styrktar einhverju góðu málefni,? segja þær stöllur. ?Í fyrra gáfum við út blað til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu og seldum það í 75 eintökum. Nokkrum dögum áður en við ákváðum að gera það blað var söfnunarþáttur í sjónvarpinu og okkur langaði að leggja okkar af mörkum svo við bara drifum okkur í blaðaútgáfuna.? 

Blaðið seldu þær eins og fyrr segir í 75 eintökum og má því gera ráð fyrir að stærstur hluti heimila í Breiðdalnum hafi keypt eintak.

?Fyrir síðustu jól langaði okkur að gera eitthvað til hjálpar munaðarlausum börnum í heiminum og ákváðum bara að gefa út annað blað.

1. febrúar 2006 : Gestir Dvalar undirbúa fatamarkað í fjáröflunarskyni

Joakim sjálfboðaliði hefur leiðbeint gestum Dvalar í myndlist og málverk gestanna gætu orðið til sýnis og jafnvel til sölu á fatamarkaðnum.
Þessa dagana er fjölbreytt dagskrá í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða í Kópavogi. Gestir athvarfsins eru að undirbúa fatamarkað sem haldinn verður í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar laugardaginn 18. febrúar. Seld verða notuð föt á vægu verði auk ýmissa hannyrða sem gestirnir útbúa.

Ágóðinn af fatamarkaðnum mun renna í ferðasjóð Dvalar og er markið sett á að komast alla leið til Króatíu í sumar auk þess að fara í eina dagsferð innanlands.

Ferðir eru kærkomin upplyfting fyrir marga af gestum Dvalar sem treysta sér ekki í ferðalög nema með stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Dvalar.