27. apríl 2006 : Hundar í heimsóknaþjónustu

Hundar í heimsóknaþjónustu Kópavogs-deildar. Frá vinstri: Elsa, Tóta, Máni, Nína og Ronja.
Hjá Kópavogsdeild Rauða krossins er að verið að hefja nýtt verkefni innan Rauða kross Íslands sem er notkun hunda í heimsókna-þjónustu. Verkefnið felur í sér að hundur ásamt eiganda sínum fer í heimsókn og veitir félagsskap.

Hundar eru farnir af stað í vikulegar heimsóknir í heimahús, á sambýli aldraðra, í Dvöl sem er athvarf fyrir geðfatlaða og í Rjóður sem er skammtímavistun fyrir langveik börn. Heimsóknir hunda eru kærkomin viðbót við starf annarra sjálfboðaliða og ákveðin nýjung í heimsóknaþjónustu.

Heimsóknir hundanna hafa vakið afar góð viðbrögð meðal þess fólks sem þeirra njóta því alls staðar er þeim tekið fagnandi. Í Dvöl hafa gestir athvarfsins lagt sig í líma við að mæta þegar von er á hundi og á öðrum stöðum er heimsókna hundanna einnig beðið með mikilli eftirvæntingu.

27. apríl 2006 : Ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk á vegum Goi friðarstofnunarinnar í Japan

Í tilefni alþjóðlegs áratugar Sameinuðu þjóðanna, sem tileinkaður er rétti barna til lífs án ofbeldis og  friðarmenningu, stendur Goi friðarstofnunin í Japan fyrir alþjóðlegri ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk í tveimur aldursflokkum undir þemanu: Learning to live together: promoting tolerance and diversity in globalized societies.

Aldursflokkurinn 15-25 ára
Umfjöllunarefni ritgerðarinnar í aldursflokknum 15-25 ára er að koma fram með hugmynd að verkefni eða aðgerðum ungs fólks til að stuðla að því að fólk af mismunandi uppruna og menningu geti búið saman í sátt og samlyndi og þar með vegið upp á móti því hvernig fordómar og fáfræði, útilokun og mismunun og skortur á aðlögun útlendinga og innflytjenda í viðtökulandi getur orðið uppspretta mikilla vonbrigða og örvæntingar sem getur ýtt undir vítahring átaka á milli ungs fólks af mismunandi uppruna og menningu.

27. apríl 2006 : Akureyrardeild æfir neyðarvarnaviðbrögð

Æfingin var haldn í Lundarskóla í samvinnu við starfsfólk og nemendur skólans.
Miðvikudaginn 19. apríl hélt Akureyradeild neyðarvarnaæfingu í Lundarskóla, sem er einn af skipulögðum fjöldahjálparstöðvum deildarinnar.

Fjöldahjálparstjórar og aðrir sjálfboðaliðar æfðu sig í uppsetningu og starfrækslu fjöldahjálparstöðvar. Æfð var almenn umönnun, sálrænn stuðningur, skyndihjálp og samskipti með talstöðvum. Neyðarnefnd var staðsett í skólanum.

27. apríl 2006 : Akureyrardeild æfir neyðarvarnaviðbrögð

Æfingin var haldn í Lundarskóla í samvinnu við starfsfólk og nemendur skólans.
Miðvikudaginn 19. apríl hélt Akureyradeild neyðarvarnaæfingu í Lundarskóla, sem er einn af skipulögðum fjöldahjálparstöðvum deildarinnar.

Fjöldahjálparstjórar og aðrir sjálfboðaliðar æfðu sig í uppsetningu og starfrækslu fjöldahjálparstöðvar. Æfð var almenn umönnun, sálrænn stuðningur, skyndihjálp og samskipti með talstöðvum. Neyðarnefnd var staðsett í skólanum.

27. apríl 2006 : Akureyrardeild æfir neyðarvarnaviðbrögð

Æfingin var haldn í Lundarskóla í samvinnu við starfsfólk og nemendur skólans.
Miðvikudaginn 19. apríl hélt Akureyradeild neyðarvarnaæfingu í Lundarskóla, sem er einn af skipulögðum fjöldahjálparstöðvum deildarinnar.

Fjöldahjálparstjórar og aðrir sjálfboðaliðar æfðu sig í uppsetningu og starfrækslu fjöldahjálparstöðvar. Æfð var almenn umönnun, sálrænn stuðningur, skyndihjálp og samskipti með talstöðvum. Neyðarnefnd var staðsett í skólanum.

25. apríl 2006 : Rauði krossinn aðstoðar í baráttunni við fuglaflensu

Sjálfboðaliðar Rauða kross Indónesíu að störfum. Mynd: AlertNet.
Alþjóða Rauði krossinn hefur ákveðið að verja ríflega 800 milljónum íslenskra króna í að bregðast við útbreiðslu fuglaflensu og hugsanlegri hættu á að um heimsfaraldur í mönnum verði að ræða.

Alþjóða Rauði krossinn er nú að búa sig undir eða bregðast við fuglaflensu í Benín, Nígeríu, Kamerún, Keníu, Egyptalandi, Afganistan, Pakistan, Indlandi, Nepal, Sri Lanka, Burma, Laos, Víetnam, Kambódíu, Malasíu, Singapúr, Indónesíu, Mongólíu, Hong Kong, Filippseyjum, Tímor Leste, Kína, Úkraínu, Írak, Níger og Suður-Kóreu.

25. apríl 2006 : Rauði krossinn aðstoðar í baráttunni við fuglaflensu

Sjálfboðaliðar Rauða kross Indónesíu að störfum. Mynd: AlertNet.
Alþjóða Rauði krossinn hefur ákveðið að verja ríflega 800 milljónum íslenskra króna í að bregðast við útbreiðslu fuglaflensu og hugsanlegri hættu á að um heimsfaraldur í mönnum verði að ræða.

Alþjóða Rauði krossinn er nú að búa sig undir eða bregðast við fuglaflensu í Benín, Nígeríu, Kamerún, Keníu, Egyptalandi, Afganistan, Pakistan, Indlandi, Nepal, Sri Lanka, Burma, Laos, Víetnam, Kambódíu, Malasíu, Singapúr, Indónesíu, Mongólíu, Hong Kong, Filippseyjum, Tímor Leste, Kína, Úkraínu, Írak, Níger og Suður-Kóreu.

21. apríl 2006 : Frætt um viðbrögð vegna fuglaflensu og Kötlugoss

Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri neyðarvarna, hélt erindi á hópeflinu.
Á síðasta hópefli sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var fjallað um þátttöku Rauða krossins í undirbúningi og áætlanagerð vegna viðbragða við farsóttum af völdum fuglaflensu. Kynninguna hélt Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri neyðarvarna á landsskrifstofu Rauða kross Íslands. Herdís sagði einnig frá æfingunni Bergrisanum sem haldin var helgina 24. og 25. mars sl. og hlutverki Rauða krossins í þeirri æfingu  þar sem æfð voru viðbrögð við Kötlugosi.

Meðal verkefna sjálfboðaliða Kópavogsdeildar eru neyðarvarnir sem fela í sér fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf í neyðartilfellum.

18. apríl 2006 : Ánægð að geta gengið aftur

Alþjóða Rauði krossinn býður í samvinnu við gervilimasmiðju í Rawakpindi í Pakistan upp á endurhæfingu fyrir þá sem misst hafa útlimi eftir jarðskjálftann sem reið yfir í haust. Ein þeirra sem hefur notið góðs af þessu er Samia Mukhtar, tíu ára stúlka, sem nú er farin að geta gengið auðveldlega. Hún missti hægri fótinn fyrir neðan hné í jarðskjálftanum en hefur nú fengið gervilim í staðinn.

Samia var í skóla í hverfi í Muzaffarabad þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hún hljóp strax út úr byggingunni en þegar hún fór svo aftur inn til að ná í töskuna sína hrundi skólabyggingin eftir öflugan eftirskjálfta.

18. apríl 2006 : Ánægð að geta gengið aftur

Alþjóða Rauði krossinn býður í samvinnu við gervilimasmiðju í Rawakpindi í Pakistan upp á endurhæfingu fyrir þá sem misst hafa útlimi eftir jarðskjálftann sem reið yfir í haust. Ein þeirra sem hefur notið góðs af þessu er Samia Mukhtar, tíu ára stúlka, sem nú er farin að geta gengið auðveldlega. Hún missti hægri fótinn fyrir neðan hné í jarðskjálftanum en hefur nú fengið gervilim í staðinn.

Samia var í skóla í hverfi í Muzaffarabad þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hún hljóp strax út úr byggingunni en þegar hún fór svo aftur inn til að ná í töskuna sína hrundi skólabyggingin eftir öflugan eftirskjálfta.

12. apríl 2006 : Er geðröskun í fjölskyldunni?

Vin, Hverfisgötu 47, er eitt af fjórum athvörfum fyrir geðfatlaða sem Rauði krossinn rekur.
Tvö námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál

Rauði kross Íslands heldur tvö námskeið um málefni geðfatlaðra ætlað aðstandendum og áhugafólki í Menntaskólanum í Kópavogi (MK) nú strax eftir páska. Hið fyrra verður 19. og 20. apríl en hið síðara 21. og 22. apríl. 

Þegar hafa verið haldin átta námskeið af þessari gerð á landsbyggðinni. Þátttaka hefur alls staðar verið mjög góð og hafa um 400 manns sótt námskeiðin. Námskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru síðasti áfanginn í þessu verkefni Rauða krossins sem lýtur sérstaklega að stuðningi við aðstandendur þeirra sem eiga við geðraskanir að stríða.

Stuðningur við geðfatlaða hefur verið eitt af áhersluverkefnum Rauða krossins frá árinu 2000.

11. apríl 2006 : Börn og umhverfi - skráning hafin

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands heldur námskeiðið Börn og umhverfi (áður barnfóstrunámskeið) fyrir ungmenni 12 ára og eldri.

Fyrsta námskeiðið: 16., 17., 22. og 23. maí  
                             kl. 18-21 alla dagana.
Annað námskeiðið: 29., 30., 31. maí og 1. júní  
                             kl. 17-20 alla dagana.

Námskeiðsgjald: 5.500 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn, bakpoki með skyndihjálparbúnaði og hressing.
Skráning: Í síma 554 6626 eða á [email protected]

11. apríl 2006 : Rauði krossinn leggur áherslu á vinnu sjálfboðaliða gegn útbreiðslu alnæmis á Alþjóða heilbrigðisdeginum

Munaðarlaust barn í Malaví í fangi ömmu sinnar en foreldrarnir dóu úr alnæmi. Mynd: Sólveig Hildur Björnsdóttir.
Á alþjóða heilbrigðisdeginum, 7. apríl, lagði Alþjóða Rauði krossinn áherslu á að sjálfboðaliðar félagsins verða sífellt mikilvægari í ýmiss konar samfélagsvinnu, meðal annars þeirri sem tengd er alnæmi. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni er talið að um fjórar milljónir starfmanna vanti í heilbrigðisþjónustu um allan heim. Skorturinn er sérstaklega mikill í fátækum löndum og þá sérstaklega í sveitahéruðum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru gríðarlega mikilvægir í stuðningi við HIV-smitaða einstaklinga og fjölskyldur þeirra, sérstaklega þar sem heilbrigðiskerfi viðkomandi lands bregst ekki á fullnægjandi hátt við þörfum fólksins.

Mikil áhersla var lögð á vinnu sjálfboðaliðanna á þingi í Jóhannesarborg 6. - 7. apríl um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð fyrir þá sem eru HIV- eða alnæmissmitaðir. Þetta þing var haldið af Alþjóða Rauða krossinum í samvinnu við tíu landsfélög í sunnanverðri Afríku.

10. apríl 2006 : Fjöldi einstaklinga sem sækir um hæli í iðnríkjum hefur minnkað um helming

Undanfarin fimm ár hefur fjöldi þeirra sem sækir um hæli í iðnríkjunum fallið um helming og hefur fjöldi hælisleitenda ekki verið lægri í nær tvo áratugi.

?Þessar tölur sýna að allt tal í iðnvæddu ríkjunum um aukin vandamál vegna hælismála endurspegla ekki raunveruleikann,? sagði António Guterres yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann bætti við að í staðinn ættu iðnríkin að spyrja sig hvort strangari takmarkanir gagnvart hælisleitendum væru ekki aðeins til þess fallnar að skella hurðum á menn, konur og börn sem væru að flýja ofsóknir.

10. apríl 2006 : Fjöldi einstaklinga sem sækir um hæli í iðnríkjum hefur minnkað um helming

Undanfarin fimm ár hefur fjöldi þeirra sem sækir um hæli í iðnríkjunum fallið um helming og hefur fjöldi hælisleitenda ekki verið lægri í nær tvo áratugi.

?Þessar tölur sýna að allt tal í iðnvæddu ríkjunum um aukin vandamál vegna hælismála endurspegla ekki raunveruleikann,? sagði António Guterres yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann bætti við að í staðinn ættu iðnríkin að spyrja sig hvort strangari takmarkanir gagnvart hælisleitendum væru ekki aðeins til þess fallnar að skella hurðum á menn, konur og börn sem væru að flýja ofsóknir.

7. apríl 2006 : Frábær söfnun á fatamarkaði MK-nema

Nína Helgadóttir, sem veitti söfnunarfénu viðtöku, er hér ásamt fulltrúum nemenda í MK, Garðari Guðjónssyni formanni Kópavogsdeildar og Fanneyju Karlsdóttur framkvæmdastjóra deildarinnar.
Nemendur í áfanga um sjálfboðið starf í MK afhentu í gær Rauða krossi Íslands 140.017 krónur sem renna eiga til götubarna í Mósambík. Fjárhæðin er ágóði af fatamarkaði sem haldinn var í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar 1. apríl síðastliðinn.

Nína Helgadóttir, sem sinnir verkefnum Rauða kross Íslands í Afríku, veitti söfnunarfé MK-nemanna viðtöku í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og sagði að fjárhæðin myndi nýtast afar vel þeim götubörnum í Mósambík sem leita skjóls í athvörfum Rauða krossins.

7. apríl 2006 : Frábær söfnun á fatamarkaði MK-nema

Nína Helgadóttir, sem veitti söfnunarfénu viðtöku, er hér ásamt fulltrúum nemenda í MK, Garðari Guðjónssyni formanni Kópavogsdeildar og Fanneyju Karlsdóttur framkvæmdastjóra deildarinnar.
Nemendur í áfanga um sjálfboðið starf í MK afhentu í gær Rauða krossi Íslands 140.017 krónur sem renna eiga til götubarna í Mósambík. Fjárhæðin er ágóði af fatamarkaði sem haldinn var í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar 1. apríl síðastliðinn.

Nína Helgadóttir, sem sinnir verkefnum Rauða kross Íslands í Afríku, veitti söfnunarfé MK-nemanna viðtöku í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og sagði að fjárhæðin myndi nýtast afar vel þeim götubörnum í Mósambík sem leita skjóls í athvörfum Rauða krossins.

6. apríl 2006 : Frábær söfnun á fatamarkaði MK-nema

Nína Helgadóttir, sem veitti söfnunarfénu viðtöku, er hér ásamt fulltrúum nemenda í MK, Garðari Guðjónssyni formanni Kópavogsdeildar og Fanneyju Karlsdóttur framkvæmdastjóra Kópavogsdeildar.
Nemendur í áfanga um sjálfboðið starf í MK afhentu í gær Rauða krossi Íslands 140.017 krónur sem renna eiga til götubarna í Mósambík. Fjárhæðin er ágóði af fatamarkaði sem haldinn var í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar 1. apríl síðastliðinn.

Nína Helgadóttir, sem sinnir verkefnum Rauða kross Íslands í Afríku, veitti söfnunarfé MK-nemanna viðtöku í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og sagði að fjárhæðin myndi nýtast afar vel þeim götubörnum í Mósambík sem leita skjóls í athvörfum Rauða krossins. Börnin eru mörg munaðarlaus eftir borgarastyrjöld sem ríkti í landinu en auk þess er fjöldi barna að missa foreldra sína úr alnæmi.

5. apríl 2006 : Undirbúningur samfélagsins skiptir öllu þegar hörmungar eiga sér stað

Þórir Guðmundsson hitti þessa konu á ströndinni í Sri Lanka um miðjan janúar 2005, tæpum mánuði eftir að flóðbylgjan skall á landið.
Á meðan sérfræðingar frá öllum heimshornum koma saman í Bonn í Þýskalandi til að ræða forgangsatriði þegar vara á samfélög við yfirvofandi hörmungum leggur Alþjóða Rauði krossinn áherslu á að menn einbeiti sér að því að þróa samfélögin en ekki aðeins tæknina. Síðan flóðbylgjurnar skullu á Asíu í desember 2004 hefur mikil umræða átt sér stað um mikilvægi veðurmælinga, skynjara á hafsbotni og notkun gervitungla. Jarðskjálftafræðingar segja að aðrir stórir skjálftar geti komið af stað flóðbylgjum af svipaðri stærð.

5. apríl 2006 : Undirbúningur samfélagsins skiptir öllu þegar hörmungar eiga sér stað

Þórir Guðmundsson hitti þessa konu á ströndinni í Sri Lanka um miðjan janúar 2005, tæpum mánuði eftir að flóðbylgjan skall á landið.
Á meðan sérfræðingar frá öllum heimshornum koma saman í Bonn í Þýskalandi til að ræða forgangsatriði þegar vara á samfélög við yfirvofandi hörmungum leggur Alþjóða Rauði krossinn áherslu á að menn einbeiti sér að því að þróa samfélögin en ekki aðeins tæknina. Síðan flóðbylgjurnar skullu á Asíu í desember 2004 hefur mikil umræða átt sér stað um mikilvægi veðurmælinga, skynjara á hafsbotni og notkun gervitungla. Jarðskjálftafræðingar segja að aðrir stórir skjálftar geti komið af stað flóðbylgjum af svipaðri stærð.

4. apríl 2006 : Ungir innflytjendur heimsóttu Ríkisútvarpið

Guðni Már Henningsson kenndi Nasipe að skipta á milli lags og auglýsinga í Popplandi á Rás tvö.
Ungir innflytjendur fóru á dögunum ásamt sjálfboðaliðum Kópavogs-deildar í skoðunarferð um Útvarps- og sjónvarpshúsið í Efstaleiti. Hópurinn fékk að fylgjast með upptökum á Stundinni okkar og ræða við þáttastjórnendurna Birtu og Bárð. Á meðan á upptökum stóð þurfti að ríkja grafarþögn og gekk það vel þrátt fyrir að fjörugur hópur væri að fylgjast með.

Síðan var gengið í gegnum leikmunadeild og förðunarherbergi og þaðan í stúdíó Rásar tvö. Þar fengu krakkarnir að aðstoða Guðna Má Henningsson við útsendingu Popplandsins. Að lokum var kíkt við á fréttastofunni þar sem var mikill hamagangur enda stór frétt í farvatninu. Krakkarnir voru hæstánægðir með ferðina og þeim þótti áhugavert að sjá hvernig vinna fer fram í kringum útvarp og sjónvarp.

4. apríl 2006 : 800 þúsund leita til Rauða krossins í sárri neyð

Ómar er sendifulltrúi í Nairobi, Kenya á svæðisskrifstofu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir Austur-Afríku.

4. apríl 2006 : 800 þúsund leita til Rauða krossins í sárri neyð

Ómar er sendifulltrúi í Nairobi, Kenya á svæðisskrifstofu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir Austur-Afríku.

4. apríl 2006 : Hundrað hjálparlið vinna við rústabjörgun í Íran

Jarðskjálftinn átti sér stað í Lorestan héraði þann 31. mars.
Rauði hálfmáninn í Íran hefur sent 100 hópa sérþjálfaðra björgunarmanna, ásamt átta hjálparhópum sem í eru m.a. tólf sporhundar (alls 622 manns) í Lorestan-héraðið þar sem þrír jarðskjálftar skóku fjallahéraðið milli borganna Doroud og Borujerd. Jarðskjálftinn átti sér stað þann 31. mars. Hóparnir aðstoða við að ná þeim sem lifðu skjálftann af úr húsarústum, hlúa að slösuðum og meta hjálparþörf þeirra sem lifðu af.

4. apríl 2006 : Hundrað hjálparlið vinna við rústabjörgun í Íran

Jarðskjálftinn átti sér stað í Lorestan héraði þann 31. mars.
Rauði hálfmáninn í Íran hefur sent 100 hópa sérþjálfaðra björgunarmanna, ásamt átta hjálparhópum sem í eru m.a. tólf sporhundar (alls 622 manns) í Lorestan-héraðið þar sem þrír jarðskjálftar skóku fjallahéraðið milli borganna Doroud og Borujerd. Jarðskjálftinn átti sér stað þann 31. mars. Hóparnir aðstoða við að ná þeim sem lifðu skjálftann af úr húsarústum, hlúa að slösuðum og meta hjálparþörf þeirra sem lifðu af.