31. maí 2006 : Markaður 9. og 10. júní

Markaður verður haldinn í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, föstudaginn 9. júni kl. 14 – 18 og laugardaginn 10. júni kl. 10 – 16. Til sölu verður notaður fatnaður og skór, fullur haldapoki fyrir kr. 500,- Einnig verður  til sölu ýmis nytjavara eins og leirtau, leikföng og nokkur ágæt sófasett. Einnig verða til sölu sjúkratöskur ( púðar ) í bíla ( tvær stærðir ).

31. maí 2006 : Vorferð Rauða kross ungmenna

Krakkarnir saman komnir á Þingvöllum.
Á uppstigningardag héldu tæplega 50 krakkar í ungmennastarfi Rauða kross deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlega vorferð.

Eftir að allir höfðu verið sóttir lá leiðin á Þingvöll þar sem stoppað var við Hakið og útsýnið skoðað áður en gengið var niður Almannagjá. Frá Þingvöllum var haldið í Þrastarlund og slegið upp grillveislu á tjaldstæðinu, farið í leiki og mikið hlegið. Eftir ánægjulega veru í Þrastarlundi var brunað á Stokkseyri þar sem krakkarnir skelltu sér í sund.

31. maí 2006 : Vorferð Rauða kross ungmenna

Krakkarnir saman komnir á Þingvöllum.
Á uppstigningardag héldu tæplega 50 krakkar í ungmennastarfi Rauða kross deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlega vorferð.

Eftir að allir höfðu verið sóttir lá leiðin á Þingvöll þar sem stoppað var við Hakið og útsýnið skoðað áður en gengið var niður Almannagjá. Frá Þingvöllum var haldið í Þrastarlund og slegið upp grillveislu á tjaldstæðinu, farið í leiki og mikið hlegið. Eftir ánægjulega veru í Þrastarlundi var brunað á Stokkseyri þar sem krakkarnir skelltu sér í sund.

31. maí 2006 : Hjálparstarf í fullum gangi í Indónesíu

Alþjóða Rauði krossinn hefur þegar sent þrjú neyðarteymi  til aðstoðar við læknisstörf, dreifingu hjálpargagna og fjarskipti. 
Nú er ljóst að hátt í 6.000 manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir eyna Jövu í Indónesíu laugardaginn 27. maí. Þúsundir særðust í skjálftanum og um 200.000 manns eru taldir hafa misst heimili sín.

Unnið er ötullega að hjálparstarfi, en mikið liggur á að koma heimilislausum í skjól og slösuðum undir læknishendur. Alþjóða Rauði krossinn hefur þegar sent þrjú neyðarteymi alþjóðlegra sérfræðinga til aðstoðar við læknisstörf, dreifingu hjálpargagna og fjarskipti. 

31. maí 2006 : Vorferð Rauða kross ungmenna

Á uppstigningadag, 25. maí, héldu tæplega 50 krakkar í ungmennastarfi Rauða kross deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlega vorferð.
Sjá frétt.
 

30. maí 2006 : Afmælismót í Vin

Afmælissöngurinn var fluttur til heiðurs Guttesen.
Til heiðurs Kristians Guttesen var haldið afmælismót í blíðviðrinu fyrir utan Vin, athvarf Rauða krossins, Hverfisgötu 47, í gær mánudaginn 29. maí.

Þátttakendur voru sjö talsins og umferðirnar urðu aðeins þrjár og hálf því kaffi og terta þoldu ekki langa bið. Kristian hefur verið ötulasti liðsmaður Hróksins við að heimsækja Vin undanfarin tvö ár og staðið að æfingum og uppákomum þar en félagar í Hróknum hafa komið þar á mánudögum nú í tæp þrjú ár.

29. maí 2006 : Vel heppnuð vorferð ungmenna

Krakkarnir saman komnir á Þingvöllum.
Á uppstigningardag héldu tæplega 50 ungmenni í vorferð á vegum Rauða kross deildanna á höfuðborgarsvæðinu. Krakkar úr Kópavogi voru alls 22 talsins og flestir þeirra ungir innflytjendur sem taka þátt í vikulegu starfi með sjálfboðaliðum Kópavogs-deildar yfir skólaárið. Auk þeirra voru önnur ungmenni sem hafa tengst og tekið þátt í Rauða kross starfi. 

Í ferðinni var fyrst stoppað á Þingvöllum þar sem útsýnið var skoðað við Hakið áður en gengið var niður Almannagjá. Næsti viðkomustaður var Þrastarlundur en þar var slegið upp grillveislu á tjaldstæðinu, farið í leiki og mikið hlegið. 

29. maí 2006 : Sjálfboðastörf á Íslandi. Þróun og rannsóknir

Steinunn er lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, en staða hennar er kostuð af Reykjavíkurdeild Rauða krossins.

Steinunn hefur sett upp og kennt ýmis námskeið sem taka fyrir sjálfboðin störf og stjórnun sjálfboðaliðasamtaka. Þá hefur hún  m.a. unnið að rannsóknum á gildi sjálfboðinna starfa fyrir samfélagið og skrifað fjölda greina í blöð og fræðirit um þessa málaflokka sem og að halda fjölmörg erindi innan háskólasamfélagsins, Rauða krossins og víðar. 

Meðfylgjandi grein birtist í Tímariti félagsráðgjafa 1. árg. 2006 sem kom út fyrir nokkrum dögum.

Sjálfboðastörf á Íslandi. Þróun og rannsóknir

29. maí 2006 : Sjálfboðastörf á Íslandi. Þróun og rannsóknir

Steinunn er lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, en staða hennar er kostuð af Reykjavíkurdeild Rauða krossins.

29. maí 2006 : Skjót viðbrögð Rauða krossins vegna jarðskjálftans í Indónesíu

Indónesískir íbúar í Piyungan í Jógjakarta horfa á skemmdir af völdum jarðskálftans. Um 5.000 manns eru sagðir hafa látist af völdum hans, þúsundir slösuðust og um 200.000 manns misstu heimili sín.
Neyðarbeiðni hefur borist frá Alþjóðasambandi landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans vegna jarðskjálftans sem skók eyjuna Jövu í Indónesíu laugardaginn 27. maí.

Um 5.000 manns eru sagðir hafa látist af völdum skjálftans, þúsundir slösuðust og um 200.000 manns misstu heimili sín. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 10 milljónir bandaríkjadollara eða 725 milljónir íslenskra króna og er ætlað að aðstoða um 200,000 manns á næstu 8 mánuðum.

26. maí 2006 : Sjálfboðaliðar fylgdu öldruðum til messu á kirkjudegi aldraðra

Vistfólk Sunnuhlíðar fór með sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar í messu í Kópavogskirkju.
Sjálfboðaliðar úr hópi heimsóknavina Kópavogs-deildar buðu vistfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar að koma með sér í messu í Kópavogskirkju á uppstigningardag.

Uppstigningardagur er jafnframt kirkjudagur aldraðra og sú venja hefur skapast á undanförnum árum að sjálfboðaliðar Kópavogs-deildar fylgi vistfólki Sunnuhlíðar í messu og messukaffi á eftir. Fjölmenni mætti í kirkjuna og að aflokinni guðsþjónustu var farið í kaffi í safnaðar-heimilinu Borgum.

26. maí 2006 : Stúlkur gengu til góðs í Kársneshverfi

Sæunn skilaði ágóðanum af söfnun vinkvennanna til Kópavogsdeildar Rauða krossins.
Vinkonurnar Sæunn Gísladóttir og Aníta Marí Kristmannsdóttir söfnuðu 6.382 krónum fyrir Rauða krossinn með því að ganga með söfnunarbauk á milli húsa í Kársneshverfi í Kópavogi. Kópavogsdeild Rauða krossins var afhent söfnunarféð í vikunni með óskum um að það rynni til styrktar fólki í neyð í Indlandi.

Segja má að stúlkurnar hafi með fjársöfnun sinni gengið til góðs sem sjálfboðaliðar Rauða krossins. Rauði kross Íslands undirbýr nú landssöfnunina Göngum til góðs sem fer fram 9. september nk. Þá mun Rauði krossinn hvetja landsmenn til að leggja söfnuninni lið með fjárframlögum til styrktar börnum sem eru fórnarlömb alnæmisvandans í Afríku. Kópavogsdeild Rauða krossins stýrir söfnuninni í Kópavogi og mun hvetja Kópavogsbúa til að ganga til góðs sem og styrkja málefnið.

26. maí 2006 : Deild 12 hreppti Hróksbikarinn

Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra og verndari skákfélags Vinjar opnaði mótið með hraðskák gegn Gunnari Gestssyni.
Skákfélagið Hrókurinn og skákfélag Vinjar, athvarfs Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, stóðu fyrir skákmóti milli geðdeilda sl. þriðjudag í hátíðarsal Kleppsspítala. Sex lið mættu til leiks og voru tefldar fimm umferðir þar sem umhugsunartími var fimm mínútur.

Deild 12 sigraði annað árið í röð og gera má ráð fyrir að Hróksbikarinn, sem keppt var um, fái virðulega staðsetningu þar innandeildar.

Keppnin var endurvakin á sl. ári eftir að hafa legið niðri í ríflega áratug. Sex þriggja manna lið tóku þátt að þessu sinni, mönnuð starfsmönnum og fólki sem tengst hefur einhverri deild undanfarin ár.

24. maí 2006 : Búin að sauma teppi í sextán ár

Ingunn Björnsdóttir hjá fingurbjörgunum sínum.
Það er ekki hægt að segja að hún sitji auðum höndum hún Ingunn Björnsdóttir sem er ein þeirra sem leggja Rauða krossinum lið með þátttöku sinni í verkefninu “ föt sem framlag “.  Ingunn er búin að vera að í sextán ár og það er næsta víst að þau eru mörg börnin úti í heimi sem hafa notið hlýjunar af teppunum hennar. 

24. maí 2006 : Söfnuðu fyrir börn í útlöndum

Theódór Freyr Ólafsson, Elvar Björn Adolfsson og Ívar Óli Sigurðsson.
Theódór Freyr Ólafsson Elvar Björn Adolfsson og Ívar Óli Sigurðsson komu með 1.250 krónur á svæðisskrifstofu Rauða kross Íslands. Þeir héldu tombólu í Horninu á Selfossi.

Framlag þessara duglegu drengja rennur til hjálparstarfs Rauða krossins erlendis með börnum.

Framlög tombólubarna eru mikilvæg í hjálparstarfi Rauða krossins og sýna vel hug barnanna sem leggja á sig sjálfboðna vinnu til að safna peningum fyrir jafnaldra sína sem búa á svæðum í heiminum sem erfiðleikar eru eða hamfarir hafa dunið

23. maí 2006 : Hvar þrengir að?

20. maí 2006 : Ný stjórn URKÍ

Á aðalfundi URKÍ sem haldinn var föstudaginn 19. maí var kosið í nýja stjórn. Þeir Atli Örn Gunnarsson, Brynjar Már Brynjólfsson og Jens Ívar Albertsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Þeirra í stað koma þau Hildur Dagbjört Arnardóttir frá Ísafirði og Guðjón Ebbi Guðjónsson frá Sauðárkróki inn í stjórn. Eitt stjórnarsæti er enn óskipað og stefnt að því að halda auka aðalfund í haust til þess að fylla það sæti.

18. maí 2006 : Föt sem framlag gagnast í Malaví

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar ásamt Nínu Helgadóttur skoða hannyrðir hópsins Föt sem framlag.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar komu nýlega saman í sjálfboða-miðstöðinni til að fræðast um hvernig verkefnið Föt sem framlag nýtist fólki í neyð erlendis. Myndarlegur og afkastamikill hópur sjálfboðaliða Kópavogsdeildar tekur þátt í verkefninu Föt sem framlag sem felur í sér að útbúa fatapakka fyrir börn, m.a. með því að prjóna peysur og teppi.

Nína Helgadóttir, verkefnisstjóri þróunarverkefna hjá Rauða krossi Íslands, hitti sjálfboðaliða deildarinnar og sagði þeim frá hvernig framlag þeirra kemur að góðum notum í Afríkuríkinu Malaví. Þar í landi er útbreiðsla alnæmis mikið vandamál og Rauði kross Íslands tekur þátt í að aðstoða fjölskyldur og munaðarlaus börn sem eru fórnarlömb alnæmisvandans.

18. maí 2006 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna

Evrópusambandið hvatt til að endurskoða Dublin II reglugerðina í þeim tilgangi að verja réttindi flóttamanna og hælisleitenda

18. maí 2006 : Þrjár vikur í þurrki og þrautum

Kristjón, sem er pípulagningameistari að mennt, vinnur sem sendifulltrúi við vatnsveituverkefni í Harar í Eþíópíu.

18. maí 2006 : Þrjár vikur í þurrki og þrautum

Kristjón, sem er pípulagningameistari að mennt, vinnur sem sendifulltrúi við vatnsveituverkefni í Harar í Eþíópíu.

16. maí 2006 : Líflegt fræðslustarf á Vestfjörðum

Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi talar við börnin í 10. bekk Grunnskólans á Ísafirði.
Nemendur og kennarar í 10. bekk Grunnskólans á Ísafirði heimsóttu svæðisskrifstofu Rauða krossins á Vestfjörðum á mánudaginn. Þau voru frædd um starf Rauða krossins og tóku með sér fræðslubæklinga sem þau ætla að nota til að kynna starfið fyrir fjölskyldu og vinum. 

?Heimsókn 10. bekkjar er orðinn fastur liður á vorin. Það er gaman að hitta krakkana og oftast skapast líflegar umræður,? segir Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi.

15. maí 2006 : Viðbrögð við flugslysi æfð á Hornafjarðarflugvelli

?Farþegi" í umsjón Rauða krossins.
Hornafjarðardeild Rauða krossins og áhöfn félagsins í samhæfingastöð almannavarna tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu á Hornafjarðarflugvelli þann 13. maí.

Í upphafi aðgerða skipaði Þógunnur Traustadóttir formaður neyðarnefndar Hornafjarðardeildar sjálfboðaliðunum niður á nokkrar starfsstöðvar og stjórnaði þeim svo með styrkri hendi. Nokkrir sjálfboðaliðar fóru út á flugvöll þar sem þeir hlúðu meðal annars að lítið slösuðum.

15. maí 2006 : Viðbrögð við flugslysi æfð á Hornafjarðarflugvelli

?Farþegi" í umsjón Rauða krossins.
Hornafjarðardeild Rauða krossins og áhöfn félagsins í samhæfingastöð almannavarna tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu á Hornafjarðarflugvelli þann 13. maí.

Í upphafi aðgerða skipaði Þógunnur Traustadóttir formaður neyðarnefndar Hornafjarðardeildar sjálfboðaliðunum niður á nokkrar starfsstöðvar og stjórnaði þeim svo með styrkri hendi. Nokkrir sjálfboðaliðar fóru út á flugvöll þar sem þeir hlúðu meðal annars að lítið slösuðum.

12. maí 2006 : Söfnuðu með þvi að spila fyrir fólk.

Félagarnir Ingi Þór og Magnús söfnuðu 14.186 krónum fyrir Rauða krossinn.
Vinirnir Ingi þór og Magnús söfnuðu heilum 14.186 krónum fyrir Rauða krossinn. Það sem kannski er skemmtilegasts við þetta er að þeir fóru hús úr húsi með trommu og munnhörpu og léku frumsamin lög fyrir fólk. Þetta gerðu þeir í nokkra daga og fóru m.a. klæddir í fína búninga í verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og héldu tónleika.

12. maí 2006 : Góð skráning á Börn og umhverfi

Útlit er fyrir góða þátttöku á námskeiðinu Börn og umhverfi hjá Kópavogsdeild. Fullt er á námskeiðin sem hefjast 16. og 29. maí en enn eru nokkur laus pláss á námskeiðið sem verður 7., 8., 12. og 13. júní. Kennt er í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð.

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Fjallað er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. 

12. maí 2006 : Nordred björgunaræfing vegna ferjuslyss

Hrefna Magnúsdóttir, Þorbjörg Finnbogadóttir, Auður Ósk Aradóttir, Bryndís Friðgeirsdóttir og Sigrún Halldórsdóttir. Þær settu upp fjöldahjálparstöð og tóku á móti á annað þúsund manns og komu þeim síðan áleiðis til Reykjavíkur þar sem sjálfboðaliðar og starfsfólk tóku á móti þeim í Laugardalshöllinni.
Rauði kross Íslands tók þátt í björgunaræfingunni Nordred sem stóð yfir dagana 3. og 4. maí ásamt björgunarráðstefnu sem haldin var á sama tíma. Æfð voru viðbrögð við björgun fólks af erlendu skemmtiferðaskipi með um 1700 manns um borð sem rýma þurfti vegna bruna.

Atvikið átti að eiga sér stað við Hornbjarg. Um var að ræða skrifborðsæfingu og samskipti milli almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og samhæfingarstöðvar almannavarna við að útvega búnað og mannskap til að takast á við þetta umfangsmikla verkefni.

12. maí 2006 : Nordred björgunaræfing vegna ferjuslyss

Hrefna Magnúsdóttir, Þorbjörg Finnbogadóttir, Auður Ósk Aradóttir, Bryndís Friðgeirsdóttir og Sigrún Halldórsdóttir. Þær settu upp fjöldahjálparstöð og tóku á móti á annað þúsund manns og komu þeim síðan áleiðis til Reykjavíkur þar sem sjálfboðaliðar og starfsfólk tóku á móti þeim í Laugardalshöllinni.
Rauði kross Íslands tók þátt í björgunaræfingunni Nordred sem stóð yfir dagana 3. og 4. maí ásamt björgunarráðstefnu sem haldin var á sama tíma. Æfð voru viðbrögð við björgun fólks af erlendu skemmtiferðaskipi með um 1700 manns um borð sem rýma þurfti vegna bruna.

Atvikið átti að eiga sér stað við Hornbjarg. Um var að ræða skrifborðsæfingu og samskipti milli almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og samhæfingarstöðvar almannavarna við að útvega búnað og mannskap til að takast á við þetta umfangsmikla verkefni.

11. maí 2006 : Í Níger eru hlutirnir öðruvísi!

Baldur Steinn er sendifulltrúi í Níger þar sem hann vinnur við birgðastjórnun.

11. maí 2006 : Í Níger eru hlutirnir öðruvísi!

Baldur Steinn er sendifulltrúi í Níger þar sem hann vinnur við birgðastjórnun.

10. maí 2006 : Kynningarfundur um verkefni heimsóknarvina á Húsavík

Markmið með starfi heimsóknarvina er að veita félagsskap, nærveru, hlýju og rjúfa einsemd.
Svæðisfulltrúi Rauða krossins á Norðurlandi hélt kynningarfund um heimsóknarþjónustu hjá Húsavíkurdeild Rauða krossins s.l. fimmtudagskvöld. Þetta er liður í því að koma á heimsóknarþjónustu hjá deildinni og er stefnt á að halda námskeið fyrir heimsóknarvini í haust.

Kynningin var öllum opin og mættu 11 manns. Skemmst er frá því að segja að allir sem voru á kynningunni skráðu sig á námskeiðið. Góðar umræður spunnust og voru fundarmenn sammála um mikilvægi verkefnisins og mikil þörf væri fyrir hana í samfélaginu.

9. maí 2006 : Börn og umhverfi - Námskeið að byrja

Nú er skráning hafin á námskeiðið
Skráning er hafin á námskeiðið " Börn og umhverfi" áður Barnfóstrunámskeið.  Námskeiðið er ætlað fyrir 12 ára og eldri ( ´94 )  og á því er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Fjallað er um slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp.

9. maí 2006 : Þjóðahátíð á Sæluviku Skagfirðinga.

Það var þétt setinn bekkurinn á Þjóðahátíðinni sem Skagafjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir.
Opið hús var í húsnæði Skagafjarðardeildar Rauða krossins fimmtudagsköldið 4. maí, á Sæluvikunni. Markmiðið var að kynna starf deildarinnar fyrir því erlenda fólki sem búsett er í héraðinu með það að markmiði að ná því að einhverju leiti inní starfið, s.s. túlkaþjónustu, en þó ekki síður til að vekja athygli á þeirri þjónustu sem Rauði krossinn stendur fyrir og einstaklingar af hvaða þjóðerni sem er geta leitað eftir.

Þar sem það er einnig löngu vitað að fátt trekkir betur að samkomuhaldi en matur var farið fram á að fulltrúar allra þeirra þjóða sem tök hefðu á mættu með einhverja smárétti sem gestir gætu smakkað á um leið og þeir blönduðu geði við gestgjafana.

Það er skemmst frá því að segja að vel tókst til með þessa frumraun. Fulltrúar 12 þjóða mættu með dýrindis mat, aðrir komu  til að kynna sér hvað væri í gangi og vera með næst og nokkrir sem ætluðu að vera með komust ekki vegna anna.

8. maí 2006 : Alþjóðadagur Rauða krossins haldinn hátíðlegur

Garðar H. Guðjónsson formaður Kópavogsdeildar og Fanney Karlsdóttir framkvæmdastjóri deildarinnar
Kópavogsdeild fagnar alþjóðadegi Rauða krossins sem er 8. maí. Dagurinn er fæðingardagur stofnanda hreyfingarinnar, Henry Dunant, og fyrst og fremt helgaður öllum þeim sjálfboðaliðum sem vinna fyrir Rauða krossinn og Rauða hálfmánann um heim allan. Í tilefni dagsins birtist eftirfarandi grein í Morgunblaðinu eftir Garðar H. Guðjónsson, formann deildarinnar og Fanneyju Karlsdóttur framkvæmdastjóra deildarinnar.

8. maí 2006 : Vaxandi áhugi á sjálfboðnu Rauða kross starfi

Garðar er formaður Kópavogsdeildar og Fanney er framkvæmdastjóri deildarinnar

5. maí 2006 : Lífleg Íslandssaga fyrir unga innflytjendur

Adrian og Edmund tóku sig vel út sem víkingar á Sögusafninu.
Ungir innflytjendur heimsóttu nýlega Sögusafnið í Perlunni með sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar. Á safninu kynntust krakkarnir á myndrænan hátt þekktum atburðum og sögufrægum persónum úr Íslandssögunni. Krökkunum þótti safnið líflegt þar sem sögupersónurnar eru mjög raunverulegar en þær eru úr silikoni og gerðar eftir afsteypum af lifandi fólki. Það vakti einnig lukku krakkanna að fá að klæðast brynjum líkt og víkingar forðum daga og handleika sverð.

Starf Kópavogsdeildar með ungum innflytjendum miðar að því að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því.

5. maí 2006 : 8. maí - alþjóðadagur Rauða krossins haldinn hátíðlegur um allan heim

Þegar Hringrásarbruninn varð í nóvember 2004 opnuðu sjálfboðaliðar fjöldahjálparstöð og hlúðu að fólkinu.
Á hverju ári heldur Rauða kross fólk um allan heim upp á Alþjóðadag Rauða krossins og Rauða hálfmánans þann 8. maí - á fæðingardegi Henry Dunants stofnanda hreyfingarinnar.

Ýmislegt er gert til að halda starfsemi Rauða krossins á lofti þann dag, en flest landsfélög nota tækifærið til að heiðra sjálfboðaliða sína sem bera hitann og þungann af starfi hreyfingarinnar.

4. maí 2006 : Fjölmennt heimsóknavinanámskeið í Grindavík

Þátttakendur á námskeiðinu.
Sextán þátttakendur sátu námskeið fyrir heimsóknavini hjá Rauða krossi Íslands Grindavíkurdeild í gær.

Þeir sem sóttu námskeiðið voru frá Grindavíkur- og Suðurnesjadeild Rauða krossins. Í hópnum voru  reyndar konur sem voru að fá aukna fræðslu eftir að hafa starfað við heimsóknaþjónustu um árabil, ásamt konum sem eru að kynnast þessu verkefni í fyrsta sinn. Þær verða vonandi þátttakendur í verkefninu í framtíðinni.

3. maí 2006 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna - almennar upplýsingar

Rauði kross Íslands er fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

3. maí 2006 : Rúmenía ? Rauði krossinn óskar aðstoðar fyrir fórnarlömb verstu flóða í hálfa öld

Dýrin þurfa að hafast við á litlu blettum sem vatnsyfirborðið nær ekki til. Þau eru hrædd og hætta er á að þessar litlu eyjar sökkvi þá og þegar.
Í kjölfar gríðarlegra flóða í Rúmeníu hefur Alþjóða Rauði krossinn sent út beiðni um neyðaraðstoð næstu þrjá mánuði fyrir um 13 þúsund manns sem misst hafa heimili sín.

Leitað er 2,4 milljóna svissneskra franka (144 milljónir íslenskra króna) til að styðja við hjálparstarf sem Rauði kross Rúmeníu leiðir og til að kaupa tjöld, teppi, ábreiður, dýnur og svefnpoka, eldhúsáhöld, gúmmístígvél, mat og hreinlætisefni. Þá á einnig að setja upp hreinlætisaðstöðu.

2. maí 2006 : Uppflosnaðir þjást víða

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 20. apríl 2006. Sigrún María er blaðamaður.

2. maí 2006 : Uppflosnaðir þjást víða

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 20. apríl 2006. Sigrún María er blaðamaður.

2. maí 2006 : Fjöldahjálparstjóranámskeið á Austurlandi

Áhugasamir þátttakendur á námskeiðinu á Reyðarfirði.
Rauði kross Íslands gengst fyrir námskeiðum fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra félagsins í öllum landshlutum, en þeir stýra neyðarvarnavinnu Rauða krossins sem felst meðal annars í að opna fjöldahjálparstöðvar á neyðartímum.

Í apríl voru haldin tvö námskeið á Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði sem samtals 31 manns sóttu. Fyrirlesarar voru svæðisfulltrúar Rauða krossins en að auki komu gestafyrirlesarar frá fjölmiðli og almannavörnum. Það voru þeir Ágúst Ólafsson frá svæðisútvarpi RÚV á Austurlandi og Jónas M. Wilhelmsson frá lögreglunni á Eskifirði.