Suðurnesjadeild Rauða krossins fær tvo fatagáma
![]() |
Örn Ragnarsson og Ólafur Árnason starfsmenn Fataflokkunarstöðvar Rauða krossins í Hafnarfirði við annan fatagáminn sem fór til Suðurnesjadeildarinnar. |
Samstarf er á milli þessara fataflokkunarstöðva og sendir Suðurnesjadeildin um eitt tonn af fatnaði í viku hverri til Hafnarfjarðar þar sem hann er ýmist flokkaður eða sendur erlendis til fjáröflunar.
Fréttabréf LÆF
Þá stendur líka til að fara að vinna í gangabanka um aðildarfélögin. Af þeim sökum hafði ég hugsað mér að fara í heimsóknir til aðildarfélaganna til þess að kynna okkur betur, hitt framkvæmdastjóra og vonandi stjórnar meðlimi, hlusta á það hvað fólki finnst um LÆF og hvað því finnst að LÆF ætti að einbeita sér að.
Með kveðju
Höskuldur
Fréttabréf LÆF
Sjálfboðaliðar aðstoða hælisleitendur
Vel heppnuð ferð til Berlínar
![]() |
Ferðalangarnir frá Læk staddir við Berlínarmúrinn. |
Ferðin var farin þann 25. maí og stóð í 6 daga. Það er mál manna að einkar vel hafi tekist til og eru ferðalangar mjög ánægðir með ferðina. Berlín er um margt spennandi borg og ekki skortur á athyglisverðum stöðum til að kynna sér. Dagskrá ferðarinnar var fjölbreytt og meðal þeirra staða sem skoðaðir voru má nefna glæsilegan dýragarð í miðborg Berlínar, leifar Berlínarmúrsins, Brandenborgarhliðið og fleira.
Vel heppnuð ferð til Berlínar
![]() |
Ferðalangarnir frá Læk staddir við Berlínarmúrinn. |
Ferðin var farin þann 25. maí og stóð í 6 daga. Það er mál manna að einkar vel hafi tekist til og eru ferðalangar mjög ánægðir með ferðina. Berlín er um margt spennandi borg og ekki skortur á athyglisverðum stöðum til að kynna sér. Dagskrá ferðarinnar var fjölbreytt og meðal þeirra staða sem skoðaðir voru má nefna glæsilegan dýragarð í miðborg Berlínar, leifar Berlínarmúrsins, Brandenborgarhliðið og fleira.
Aðstoð við aðstandendur vegna eiturefnaslyssins á Eskifirði
![]() |
Fulltrúar Rauða krossins stóðu vaktina í Samhæfingarstöð Almannavarna Ríkislögreglustjórans ásamt fleiri björgunaraðilum. |
Opnaðar voru söfnunarstöðvar á sjúkrahúsinu á Norðfirði og í grunnskólanum á Eskifirði þar sem aðstandendur fórnarlamba slyssins fengu sálrænan stuðning og upplýsingar um gang mála.
Aðstoð við aðstandendur vegna eiturefnaslyssins á Eskifirði
![]() |
Fulltrúar Rauða krossins stóðu vaktina í Samhæfingarstöð Almannavarna Ríkislögreglustjórans ásamt fleiri björgunaraðilum. |
Opnaðar voru söfnunarstöðvar á sjúkrahúsinu á Norðfirði og í grunnskólanum á Eskifirði þar sem aðstandendur fórnarlamba slyssins fengu sálrænan stuðning og upplýsingar um gang mála.
Uppbygging í Aceh einu og hálfu ári eftir flóðbylgjuna
Uppbygging í Aceh einu og hálfu ári eftir flóðbylgjuna
Uppbygging í Aceh einu og hálfu ári eftir flóðbylgjuna
Sumarlokun sjálfboðamiðstöðvar
Fræknir félagar söfnuðu fyrir Rauða krossinn
sem þeir höfðu safnað með því að halda tombólu í nokkra daga fyrir utan Nóatún í Hamraborg. Þetta voru þeir Brynjar og Breki Arndal, Hjörtur Týr Björnsson, Kristófer Valur Brynjarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson. Strákarnir sögðust staðráðnir í því að halda áfram að safna fyrir góð málefni og leggja þannig sitt af mörkum til að hjálpa fólki. Þeim þótti hins vegar miður að sumir vegfarendur höfðu ekki trúað því að þeir væru að safna fyrir Rauða krossinn.
Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Fjársöfnun ungmenna rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er um hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.
Sjálfboðaliðar frá Mósambík í vettvangsferð á Norðurlandi
![]() |
Rafael og María við Goðafoss. |
Deildirnar hafa s.l. þrjú ár, eða frá 2004, verið í vinadeildasamstarfi við Rauða kross deildina í Mapúto í Mósambík. Á síðasta ári fóru þrír sjálfboðaliðar frá Norðurlandi í heimsókn til vinadeildarinnar og var þar fastmælum bundið að tveir sjálfboðaliðar myndu endurgjalda heimsóknina á þessu ári.
Rauði kristallinn samþykktur sem þriðja merkið
![]() |
Rauði kristallinn er orðinn þriðja merki hreyfingarinnar og hefur sömu þýðingu og rauði krossinn og rauði hálfmáninn. |
Þá hefur Alþjóðaráð Rauða krossins viðurkennt Rauða hálfmánann í Palestínu og Rauðu Davíðstjörnuna í Ísrael sem fullgild landfélög. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans samþykkti einnig inngöngu landsfélaganna nú í morgun.
Þjóðhátíðarkveðja frá Malaví
Þjóðhátíðarkveðja frá Malaví
Dvöl hlýtur milljón króna í styrk frá Bónus
Jóhannes Jónsson kaupmaður afhenti Garðari H. Guðjónssyni, formanni Kópavogsdeildar, styrkinn við opnun nýrrar verslunar Bónus í Ögurhvarfi í Kópavogi að viðstöddum nokkrum gestum Dvalar og fjölmörgum viðskiptavinum verslunarinnar.
„Þetta er höfðingleg gjöf og ánægjuleg viðurkenning á því starfi sem fram fer í Dvöl. Við munum sjá til þess að fénu verði vel varið í þágu gesta Dvalar. Markmiðið með starfinu er að auka lífsgæði fólks og þessi gjöf hjálpar okkur í því mikilvæga starfi,“ segir Garðar.
Sumarbúðir á Eiðum
![]() |
Sumarbúðagestir, starfsmenn og Bjartmar Guðlaugsson á góðri stund. |
Margt skemmtilegt var í boði þessa viku. Meðal annars bauð Rauða kross deildin á Seyðisfirði hópnum að taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins á Seyðisfirði. Þar var farið í sjóferð á hraðbát, hægt var að veiða á stöng á bryggjunni og boðið var uppá grillaðan fisk af ýmsum tegundum. Á eftir bauð deildin uppá kakó og vöfflur.
Kynntu sér stöðu flóttamanna á 17. júní
![]() |
Þeir sem lögðu leið sína í tjald Rauða krossins og Flóttamannastofnunar urðu margs vísari um stöðu flóttamanna í heiminum. |

Þó nokkur fjöldi fólks lagði leið sína í tjald Rauða kross Íslands og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í tilefni Alþjóðadags flóttamanna sem er í dag en haldinn var hátíðlegur 17. júní s.l.
Tjaldi hafði verið komið fyrir í Mæðragarðinum við Lækjargötu til að vekja athygli á stöðu flóttamanna heima og heiman. Gátu gestir til að mynda skoðað myndir úr flóttamannabúðum í Rúanda og Chad, kynnst flóttamannaverkefninu í Reykjavík, fengið upplýsingar um starf Rauða krossins, Reykjavíkurborgar og Flóttamannastofnunar í málefnum flóttafólks og svarað léttum spurningum varðandi flóttamannamál.
Heimsókn sjálfboðaliða frá Mósambík til deilda á Norðurlandi

Flóttamenn: Fólkið sem enginn vill fá
Heimsókn frá Mósambík
![]() |
Rafael og Maria ásamt Sigurði Ólafsyni formanni Akureyrardeildar. |
Þeirra heimsókn hófst hjá Akureyrardeild þar sem þau heimsóttu m.a. starfsfólk og gesti Lautar og gróðursettu tvö tré í Kjarnaskógi og fengu að kynnast starfsemi deildarinnar. Þeim degi lauk með kvöldverði í húsnæði deildarinnar þar sem þau hittu sjálfboðaliða úr ýmsum verkefnum.
Gestirnir munu síðan halda Þau munu síðan halda vestur á bóginn til Skagafjarðardeildar og í móttöku á Blönduósi.til Húsavíkur þar sem þau verða í umsjá Húsavíkurdeildar en daginn eftir verða náttúruperlur Þingeyjarsýslu skoðaðar og meðal annar komið við í Jarðböðunum við Mývatn..
Alþjóðadagur flóttamanna haldinn hátíðlegur á Íslandi
Sjálfboðaliðar fjölmenntu á Litlu hryllingsbúðina
Fjölmargir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða krossins sáu söngleikinn Litla hryllingsbúðin í gær í boði Íslensku óperunnar. Sýningin, sem er sviðsett af Leikfélagi Akureyrar, er sýnd í Reykjavík um þessar mundir og er kraftmikil og fjörug enda um sígildan rokksöngleik að ræða. Áhugasamir eru hiklaust hvattir til að skella sér á söngleikinn á meðan færi gefst en sýningardagar eru áætlaðir út júní.
Sýningin er tilnefnd til nokkurra verðlauna Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, sem afhent verða í dag, þ.á.m. sem besta sýningin að mati áhorfenda. Nánari upplýsingar um sýninguna eru hér.
Kópavogsdeild þakkar Íslensku óperunni kærlega fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.
Alþjóðadagur flóttamanna haldinn á Íslandi á þjóðhátíðardaginn
Þykir vel við hæfi að nota þjóðhátíðardaginn til að vekja athygli á málefnum flóttamanna og hælisleitenda hérlendis sem vegna stríðsátaka, ofsókna eða ofbeldis hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, fjölskyldu og ættjörð.
Alþjóðadagur flóttamanna haldinn hátíðlegur
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |

Alþjóðadagur flóttamanna haldinn hátíðlegur 17. júní 2006 kl. 14-18 í Mæðragarðinum í Lækjargötu
20. júní er Alþjóðadagur flóttamanna. Hér á Íslandi munum við nota 17. júní til að vekja athygli á stöðu flóttamanna og allra þeirra sem vegna stríðsátaka, ofsókna eða ofbeldis eru neyddir til að vera fjarri heimilum sínum.
Chernobyl: Greining á krabbameini í skjaldkirtli getur bjargað mörg hundruð mannslífum
Hjálpfús börn í leikskólanum Rjúpnahæð
![]() |
Börn í leikskólanum Rjúpnahæð með gjafirnar sem þau afhentu Fanneyju Karlsdóttur, framkvæmdastjóra Kópavogsdeildar. |
Leikskólabörnin hafa verið að læra um Hjálpfús að undanförnu en það er fræðsluefni sem inniheldur sögur sem sagðar eru af Rauða kross stráknum Hjálpfúsi í formi fingurbrúðu. Markmið námsefnisins er að kenna nemendum hversu mikilvægt það er að rétta fólki hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á.
Hrókeringar, fórnir og fléttur hjá spennumeistara Alistair Maclean
Þar sem þrjú ár eru um þessar mundir síðan Hrókurinn fór að venja komur sínar í Vin, athvarf Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, var mót þetta haldið og tókst það afar vel.
Tefldar voru fimm umferðir eftir monradkerfi og hafði landsliðsmaðurinn og stórmeistarinn Henrik Danielsen sigur með fullt hús stiga.
Með 3 ½ vinning komu svo Björn Sölvi Sigurjónsson, Kjartan Guðmundsson, Róbert Harðarson og Guðmundur Valdimar Guðmundsson, sem var í miklu stuði á mótinu. sjötta sæti varð Elsa María Þorfinnsdóttir með þrjá vinninga og aðrir minna.
Dvalargestir í Króatíu
Undirbúningur og skipulagning fyrir ferðina var í höndum starfsfólks Dvalar, svo og leiðir til að ná kostnaðinum niður.
Dvalið var í eina viku á hóteli við Adríahafið í 25-29ºC hita í sól og logni. Við fórum 12 saman frá Dvöl aðfaranótt miðvikudagsins 17. maí sl. og tók ferðin um 11 klukkustundir, þar til komið var á áfangastað.
Dvalargestir í Króatíu
![]() |
Hópurinn fyrir framan gistiheimilið. |
Undirbúningur og skipulagning fyrir ferðina var í höndum starfsfólks Dvalar, svo og leiðir til að ná kostnaðinum niður.
Dvalið var í eina viku á hóteli við Adríahafið í 25-29ºC hita í sól og logni. Við fórum 12 saman frá Dvöl aðfaranótt miðvikudagsins 17. maí sl. og tók ferðin um 11 klukkustundir, þar til komið var á áfangastað.
Dvalargestir í Króatíu
![]() |
Hópurinn fyrir framan gistiheimilið. |
Undirbúningur og skipulagning fyrir ferðina var í höndum starfsfólks Dvalar, svo og leiðir til að ná kostnaðinum niður.
Dvalið var í eina viku á hóteli við Adríahafið í 25-29ºC hita í sól og logni. Við fórum 12 saman frá Dvöl aðfaranótt miðvikudagsins 17. maí sl. og tók ferðin um 11 klukkustundir, þar til komið var á áfangastað.
Stuðningur kemur víða að
![]() |
Guðný Björnsdóttir svæðisfulltrúi Rauða kross Íslands tekur við peningagjöfinni úr hendi Ástu Gísladóttur nemanda í 10. bekk Hafralækjarskóla. |
Nemendur skólans höfðu ákveðið að innkoma vegna tónleikanna rynni til starfs Rauða kross deilda á Norðurlandi í Mósambík. Svæðisfulltrúi Rauða krossins mætti við skólaslit skólans og tók við 49 þúsund krónum.
Peningagjöfin kemur að góðum notum og mun vera nýtt til að mála barnaheimilið Boa Esperanca sem rekið er fyrir munaðarlaus börn í Mapútó.
Líf og fjör á markaði
![]() |
Það var líf og fjör á markaði enda veður hið besta og margt fólk á ferðinni. |
Hjálpfús börn í leikskólanum Rjúpnahæð
![]() |
Börn í leikskólanum Rjúpnahæð með gjafirnar sem þau afhentu Fanneyju Karlsdóttur, framkvæmdastjóra Kópavogsdeildar. |
Leikskólabörnin hafa verið að læra um Hjálpfús að undanförnu en það er fræðsluefni sem inniheldur sögur sem sagðar eru af Rauða kross stráknum Hjálpfúsi í formi fingurbrúðu. Markmið námsefnisins er að kenna nemendum hversu mikilvægt það er að rétta fólki hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á.
Leikföngin sem leikskólabörnin gáfu eru ætluð til að gleðja munaðarlaus börn í sunnanverðri Afríku en þar styður Rauði kross Íslands við bakið á börnum sem hafa misst foreldra sína úr alnæmi. Auk þess munu leikföngin geta nýst í aðstoð við bágstödd börn á Íslandi.
Hjálparstarf komið á fullt í Indónesíu - enn mikið verk óunnið
Fénu verður varið í að styðja Rauða kross Indónesíu við hjálparstarfið eftir hamfarirnar á Jövu þann 27. maí þegar jarðskjálfti að stærðinni 6,3 stig reið yfir landið og snerti um hálfa milljón manna. Beiðnin nær yfir læknishjálp, mat, hreinlætisaðstöðu og tímabundið húsaskjól fyrir um 325.000 fórnarlömb jarðskjálftans næstu 12 mánuði. Einnig verður lögð áhersla á endurhæfingu og aðhlynningu eins og sálrænna aðstoð og munu hjálparteymi nýta sér reynsluna frá hinu mikla hjálparstarfi í Aceh síðustu 18 mánuði.
Nú, tæpum tveimur vikum eftir jarðskjálfann hrikalega, þurfa mörg fórnarlömb enn á aðstoð að halda á borð við læknishjálp, tímabundnu húsaskjóli, mat og vatni. Skemmdir vegir, almennar samgöngutruflanir og slæmt veður eru þær hindranir sem þarf að yfirstíga til að útvega hjálp en forgangsverkefni Rauða krossins er að koma lyfjum og öðrum nauðsynjum á sjúkrahús, veita fólki tímabundið húsaskjól og ná til afskekktra svæða.
Ferð til vinadeildar í Gambíu
Stjórnvöld veita 20 milljónir króna til alnæmisverkefna Rauða krossins
Ríkisstjórnin og Rauði kross Íslands lögðu fram áheit um samvinnu um stuðning við alnæmissjúka á 28. alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og ríkja sem eru aðilar að Genfarsamningunum.
Líf og fjör á Björtum dögum
![]() |
Krakkarnir í móttökudeild Lækjarskóla og Ungmennahreyfingu Rauða krossins í Hafnarfirði unnu saman að fræðslu um fordóma og mismunun. |
Að deginum var opið hús í móttökudeild Lækjarskóla þar sem nemendur deildarinnar og félagar í URKÍ-H buðu uppá fjölbreytt skemmtiatriði. Krakkarnir sem fram komu voru á aldrinum 7-16 ára og unnu skemmtiatriðin sjálf. Meðal atriða voru dans, söngur og ljóðalestur. Í lokin sungu krakkarnir Meistara Jakob á móðurmáli sínu sem endaði í fjöldasöng á íslensku.
Líf og fjör á Björtum dögum
![]() |
Krakkarnir í móttökudeild Lækjarskóla og Ungmennahreyfingu Rauða krossins í Hafnarfirði unnu saman að fræðslu um fordóma og mismunun. |
Að deginum var opið hús í móttökudeild Lækjarskóla þar sem nemendur deildarinnar og félagar í URKÍ-H buðu uppá fjölbreytt skemmtiatriði. Krakkarnir sem fram komu voru á aldrinum 7-16 ára og unnu skemmtiatriðin sjálf. Meðal atriða voru dans, söngur og ljóðalestur. Í lokin sungu krakkarnir Meistara Jakob á móðurmáli sínu sem endaði í fjöldasöng á íslensku.
Sjálfboðaliðar fögnuðu sumri saman
Sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum komu saman og fögnuðu sumri enda við hæfi þar sem hluti sjálfboðaliðanna tekur sér frí frá störfum yfir sumartímann. Veislan var því fínn endir á mjög farsælu vetrarstarfi.
Hátt í 50 manns mættu í veisluna og eftir að hafa gætt sér á grillmat tóku margir þeirra þátt í fjöldasöng við undirleik á tvo gítara.
Sumarið er tíminn - áhættutími ?

Á þetta var lögð áhersla á blaðamannafundi sem SAMAN- hópurinn boðaði til í Grasagarðinum í gær.
Söfnuðu fyirr Rauða krossinn

Fénu söfnuðu þær með því að halda tombólu fyrir utan Nóatún á Selfossi í vikunni.
Rauði kross Íslands þakkar þessum duglegu stúlkum fyrir framlag þeirra.