31. júlí 2006 : James Cook leggur úr höfn

Ágústa, til vinstri og Lára með enskum skipsfélaga þeirra áður en þær lögðu úr höfn.
Föstudaginn 28. júlí lagði enska skólaskútan James Cook úr Hafnarfjarðarhöfn í átta daga ferð meðfram ströndum landsins. Meðal áhafnarmeðlima eru tvær stelpur úr Ungmennahreyfingu Rauða krossins, Lára Ágústsdóttir og Ágústa Aronsdóttir sem eru félagar í Kjósarsýsludeild. Eru þær fullar tilhlökkunar fyrir ferðalaginu.

Skútan er í eigu ensku samtakanna Ocean Youth Trust North og markmiðið með henni er að styrkja leiðtogahæfileika ungs fólks og þjálfa það í því að vinna í hópi. Auk þátttakenda frá Rauða krossi Íslands taka fulltrúar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg þátt í þessu skemmtilega verkefni.

28. júlí 2006 : Alþjóða Rauði krossinn leggur fram neyðarbeiðni að upphæð sex milljörðum íslenskra króna

Líbanski Rauði krossinn, sem rekur 50 heilsugæslustöðvar og tugi sjúkrabíla, hefur reynt eftir fremsta megni að flytja þá sem þurfa undir læknishendur.
Mynd: Reuters/Adnan Hajj.
Alþjóða Rauði krossinn hefur lagt fram nýja neyðarbeiðni sem nemur rúmlega 82 milljónum Bandríkjadala eða sem svarar um sex milljörðum íslenskra króna til að bregðast við ástandinu í Líbanon. Þetta er sú upphæð sem þarf til að halda úti hjálparstarfi Rauða krossins í Líbanon til áramóta.

Hundruð þúsunda óbreyttra borgara hafa misst heimilli sín og miklar skemmdir hafa orðið í Líbanon á mikilvægum innviðum samfélagsins. Rauði krossinn hefur einnig áhyggjur af áhrifum átakanna á fólk sem býr í Norður-Ísrael, en þar hafa óbreyttir borgarar þurft að búa við stöðugar eldflaugaárásir.

27. júlí 2006 : Grænlenskt þema á afmælismóti Róberts Harðarsonar

Afmælisbarnið teflir við Guðmund Valdimar.
Skákfélag Vinjar, eins athvarfa Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, hélt afmælismót til heiðurs Róberti Harðarssyni skákmeistara mánudaginn 24. júli. Var mót þetta firnasterkt, hver kempan mætti á eftir annarri til þess að etja kappi við afmælisbarnið. Á annan tug þúsunda Elo-stiga svifu um borðstofuna, þó ekki væru keppendur á endanum fleiri en tólf því nokkrir létu sér nægja að fylgjast með.

Grænland var í hávegum haft á móti þessu, en í byrjun ágúst verður IV Grænlandsmótið haldið, nú í Tasiilaq eins og tvö sl. ár. Fjöldi manns fer í byrjun ágúst, þar á meðal afmælisbarnið, Róbert sjálfur, sem hefur tekið þátt í Grænlandsævintýrinu frá byrjun og sigraði á mótinu sl. sumar.

25. júlí 2006 : Rauði krossinn heldur ótrauður áfram aðstoð sinni í Líbanon

Salwa Raffoul og dóttir hennar fá aðhlynningu hjá sjálfboðaliða Rauða krossins.
Mynd: Reuters/Christinne Muschi.
Ástandið í Líbanon versnar með hverjum degi í harðnandi átökum Ísraels og Hezbollah-samtakanna. Líbanski Rauði krossinn, með stuðningi Alþjóða Rauða krossins, er einn af fáum hjálparsamtökum á átakasvæðunum sem hefur getað haldið starfsemi sinni áfram og komið særðum og sjúkum til aðstoðar. Yfir 400 manns hafa farist í átökunum og þúsundir særst. 

?Við höfum þungar áhyggjur af ástandinu í Líbanon. Árásirnar koma verst niður á óbreyttum borgurum og æ erfiðara reynist að ná til þeirra sem þurfa á tafarlausri aðstoð að halda. Rauði kross Íslands hefur því ákveðið nú þegar að senda 2 milljónir íslenkra króna til að svara neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins,? sagði Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. ?Við munum að sjálfsögðu fylgjast með framvindu mála og veita meiri aðstoð ef þörf verður á.?

24. júlí 2006 : Héldu tombólu

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu á Akranesi og söfnuðu kr.10.041 sem þau afhentu Rauða krossinum. Þau heita Sigurður Ingi Ágústsson, Fanney Rún Ágústsdóttir, Guðný Björk Hrafnkelsdóttir og Ragnheiður Eva Guðmundsdóttir. Með þeim var líka Kolbrún Eva Haraldsdóttir sem vantar á myndina.

Rauði krossinn færir þeim bestu þakkir fyrir framtakið.

 

21. júlí 2006 : Vinnuskólakrakkar fá Rauða kross fræðslu

Hópur vinnuskólakrakka í hópavinnu undir stjórn Guðnýjar.
Undanfarna viku hafa 14 ára unglingar í vinnuskólanum á Akureyri sótt námskeið hjá Rauða krossinum.  Námskeiðið sem nefnist Viðhorf og virðing fjallar um fjölbreytileika mannlífsins, fordóma okkar og viðhorf til hinna ýmsu hluta. Þátttakendurnir um 150 talsins hafa einnig fengið fræðslu um starfsemi Rauða krossins.

21. júlí 2006 : Sneri heim til Búrúndí eftir 13 ár í flóttamannabúðum: kýr frá himnum

Jean-Berchman og Rosetta kona hans ásamt kúnni sem mun breyta lífi þeirra.
Þegar Jean-Berchman Ntahomvukiye sneri aftur heim eftir 13 ára dvöl í flóttamannabúðum í Kanembwa varð sú endurkoma ekki eins og hann hafði áætlað. Þegar hann íhugaði það alvarlega að snúa aftur var hann handtekinn og settur í fangelsi. Á meðan hann var þar var heimili hans í búðunum rænt og peningum sem hann hafði sparað fyrir heimkomu sína stolið. Þetta voru tæp hálf milljón tansanískra skildinga, eða um 30 þúsund krónur. Hann var í fangelsi í þrjá mánuði og segist enn ekki vita hvers vegna.

21. júlí 2006 : Sneri heim til Búrúndí eftir 13 ár í flóttamannabúðum: kýr frá himnum

Jean-Berchman og Rosetta kona hans ásamt kúnni sem mun breyta lífi þeirra.
Þegar Jean-Berchman Ntahomvukiye sneri aftur heim eftir 13 ára dvöl í flóttamannabúðum í Kanembwa varð sú endurkoma ekki eins og hann hafði áætlað. Þegar hann íhugaði það alvarlega að snúa aftur var hann handtekinn og settur í fangelsi. Á meðan hann var þar var heimili hans í búðunum rænt og peningum sem hann hafði sparað fyrir heimkomu sína stolið. Þetta voru tæp hálf milljón tansanískra skildinga, eða um 30 þúsund krónur. Hann var í fangelsi í þrjá mánuði og segist enn ekki vita hvers vegna.

19. júlí 2006 : Alþjóða Rauði krossinn sendir út neyðarbeiðni vegna átakanna í Líbanon

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Líbanon leggja nótt við dag við að aðstoða fórnarlömb sprengjuárásanna.
Alþjóða Rauði krossinn lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna ástandsins í Líbanon í kjölfar sprengjuárásanna sem staðið hafa nú í heila viku. Í yfirlýsingunni kemur fram að hundruð óbreyttra borgara hafi farist í átökunum og enn fleiri særst. Æ erfiðara reynist að veita þeim sem þurfa læknisaðstoð og óbreyttir borgarar fari verst út úr sprengjuárásunum ? sem virðast beinast í æ ríkara mæli að opinberum byggingum og mannvirkjum.

Alþjóðaráð Rauða krossins hefur aukið við stuðning sinn í Líbanon til að hjálpa særðum og sjúkum og kallar eftir frekari aðstoð.  Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 8 milljónir Bandríkjadollara eða sem svarar um 590 milljónum íslenskra króna. Þá hefur Alþjóðaráð Rauða krossins minnt bæði ísraelsk yfirvöld og liðsmenn Hezbollahsamtakanna á að virða í einu og öllu alþjóðleg mannúðarlög.

17. júlí 2006 : Dvöl hlýtur milljón króna í styrk frá Bónus

Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, tekur við styrknum úr hendi Jóhannesar Jónssonar kaupmanns. Á milli þeirra eru Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.
Á þjóðhátíðardaginn fékk Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, afhentan styrk frá Bónus að upphæð ein milljón króna. Féð mun renna í ferða- og tómstundasjóð gesta Dvalar og mun þannig nýtast til að rjúfa félagslega einangrun þeirra.

Jóhannes Jónsson kaupmaður afhenti Garðari H. Guðjónssyni, formanni Kópavogsdeildar, styrkinn við opnun nýrrar verslunar Bónus í Ögurhvarfi í Kópavogi að viðstöddum nokkrum gestum Dvalar og fjölmörgum viðskiptavinum verslunarinnar.

 ?Þetta er höfðingleg gjöf og ánægjuleg viðurkenning á því starfi sem fram fer í Dvöl.

17. júlí 2006 : Dvöl hlýtur milljón króna í styrk frá Bónus

Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, tekur við styrknum úr hendi Jóhannesar Jónssonar kaupmanns. Á milli þeirra eru Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.
Á þjóðhátíðardaginn fékk Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, afhentan styrk frá Bónus að upphæð ein milljón króna. Féð mun renna í ferða- og tómstundasjóð gesta Dvalar og mun þannig nýtast til að rjúfa félagslega einangrun þeirra.

Jóhannes Jónsson kaupmaður afhenti Garðari H. Guðjónssyni, formanni Kópavogsdeildar, styrkinn við opnun nýrrar verslunar Bónus í Ögurhvarfi í Kópavogi að viðstöddum nokkrum gestum Dvalar og fjölmörgum viðskiptavinum verslunarinnar.

 ?Þetta er höfðingleg gjöf og ánægjuleg viðurkenning á því starfi sem fram fer í Dvöl.

13. júlí 2006 : Vesturbakkinn: tekna aflað fyrir fórnarlömb múrsins

Starfsmaður Rauða krossins þjálfar upprennandi býflugnabændur.
Margar fjölskyldur hafa þurft að búa við skert lífsviðurværi vegna byggingar Ísraelsmanna á Vesturbakkamúrnum, en með honum er aðgangur að störfum og ræktarlandi takmarkaður verulega. Alþjóða Rauði krossinn hefur af þessum sökum aðstoðað fólk með því að afla því verkefna sem auka tekjumöguleika þess.

Shawgieh Al-Iraqi hoppar til og frá meðan býflugurnar svífa um bú sín með háværi suði. Mohammed Ghanen, búfræðingur og starfsmaður Alþjóða Rauða krossins heldur hunangsvaxköku upp á móti sólinni og fagnar uppskerunni. Hann er klæddur eins og geimfari.

11. júlí 2006 : Uppbygging fjáröflunarverkefna í sunnanverðri Afríku

Í alþjóðlegu hjálparstarfi leggur Rauði kross Íslands mikla áherslu á aðstoð í sunnanverðri Afríku, bæði með fjárframlögum og beinni aðstoð íslenskra sendifulltrúa.

11. júlí 2006 : Uppbygging fjáröflunarverkefna í sunnanverðri Afríku

Í alþjóðlegu hjálparstarfi leggur Rauði kross Íslands mikla áherslu á aðstoð í sunnanverðri Afríku, bæði með fjárframlögum og beinni aðstoð íslenskra sendifulltrúa.

10. júlí 2006 : Íslensk stjórnvöld styðja verkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Palestínu

Sjúkraliði palestínska Rauða hálfmánans að störfum í Gazaborg.
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld muni styrkja hjálparstarf Rauða krossins og Rauða hálfmánans á herteknu svæðunum og sjálfstjórnarsvæðum Palestínu.  Framlag íslenska stjórnvalda til starfs Palestínska Rauða hálfmánans og Alþjóða Rauða krossins á svæðinu nemur alls 100.000 Bandaríkjadollurum, sem svarar til rúmra 7,5 milljóna íslenskra króna á núverandi gengi.

Rauði kross Íslands hefur lagt til 5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans úr hjálparsjóði sínum.  Framlag Rauða krossins og íslenskra stjórnvalda nemur því samtals um 12,5 milljónum króna.

Ástandið á herteknu svæðunum og sjálfstjórnarsvæðum Palestínu hefur farið stigversnandi á undanförnum vikum, og stendur Palestínski Rauði hálfmáninn frammi fyrir miklum erfiðleikum í starfi sínu við að veita fólki lífsnauðsynlega aðstoð.

6. júlí 2006 : Deildir Rauða krossins á Snæfellsnesi styrkja forvarnarverkefni fyrir ungt fólk

Áhersla er á starf með krökkum á aldrinum 15-25.

4. júlí 2006 : Rauði krossinn í Mið-Ameríku býr sig undir tíma fellibylja

Sjálfboðaliðar Rauða krossfélaga í Karabíska hafinu við undirbúning fyrir fellibyljatímabilið.
Fellibyljatíminn við Atlantshaf hófst 1. júní og búast veðurfræðingar við að styrkur þeirra verði yfir meðallagi í karabíska hafinu og Rómönsku Ameríku. Búist er við að á þessu tímabili, sem varir fram í miðjan nóvember, verði allt að 14 hitabeltisstormar, sex til átta verða fellibyljir og tveir til fjórir stórir fellibyljir.

Rauði krossinn hefur búið sig undir þetta tímabil af kappi og meðal annars hittust fulltrúar félagsins ásamt mannúðarhjálp Evrópuráðsins, mannúðarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og fleiri hjálparsamtökum á þriggja daga fundi í maí. Þar var sérstaklega hugað að því að styrkja hjálparnet samtakanna sem nýtast mun ef hamfarir eiga sér stað.