24. ágúst 2006 : Eldhugar byggja betra samfélag

18. ágúst 2006 : Verkefnastjóri sjálfboðamiðstöðvar tekinn til starfa

Ingunn Ásta er verkefnastjóri sjálfboðamiðstöðvar.
Ingunn Ásta Sigmundsdóttir hefur hafið störf hjá Kópavogsdeild Rauða kross Íslands sem verkefnastjóri sjálfboða-miðstöðvar. Ingunn Ásta mun m.a. sinna öflun og þjálfun sjálfboðaliða og hafa umsjón með verkefnum eins og heimsóknaþjónustu, starfi með ungum innflytjendum og stuðningi við geðfatlaða.

Ingunn Ásta lauk nýverið námi í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands og hefur aðstoðað við rannsóknir á því sviði. ?Það er mér sönn ánægja að vera komin til starfa hjá Kópavogsdeild Rauða kross Íslands. Starf verkefnastjóra er fjölbreytt, felur í sér víðtæka reynslu og samskipti við sérstaklega gott fólk. Ég vonast til að störf mín láti gott af sér leiða og verði viðbót við það mikilvæga starf sem hér fer fram.?, segir Ingunn Ásta.

18. ágúst 2006 : Vinkonur söfnuðu fyrir börn í neyð

Þuríður Simona og Herdís Brá komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með ágóðann af söfnun sinni.
Vinkonurnar Herdís Brá Jónsdóttir og Þuríður Simona Hilmarsdóttir söfnuðu flöskum og dósum að andvirði 8.442 kr. og færðu Kópavogsdeild Rauða krossins. Í söfnuninni nutu stelpurnar dyggrar aðstoðar nágranna sinna í Smárahverfi auk vina og vandamanna.

Söfnunarfé stelpnanna mun styrkja börn í neyð í gegnum verkefni Rauða krossins erlendis. Stelpurnar sögðust ætla að halda áfram að safna fyrir Rauða krossinn og lýstu yfir áhuga á að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs sem verður laugardaginn 9. september. Í Göngum til góðs er tilvalið fyrir ungmenni að fá foreldrana til liðs við sig og ganga með sérmerkta söfnunarbauka Rauða krossins um hverfi Kópavogs.

18. ágúst 2006 : Skemmtileg dagsferð gesta í Dvöl

Gestir í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, fóru í dagsferð 18. júlí um svæði á Reykjanesi og Suðurlandi. Sautján þátttakendur mættu í Dvöl að morgni dags í blíðskaparveðri. Keyrt var um Hafnarfjörð að Kleifarvatni og til Krýsuvíkur. Hópurinn skoðaði jarðhitasvæðið í Krýsuvík og því næst Krýsuvíkurkirkju.

18. ágúst 2006 : Skemmtileg dagsferð gesta í Dvöl

Gestir í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, fóru í dagsferð 18. júlí um svæði á Reykjanesi og Suðurlandi. Sautján þátttakendur mættu í Dvöl að morgni dags í blíðskaparveðri. Keyrt var um Hafnarfjörð að Kleifarvatni og til Krýsuvíkur. Hópurinn skoðaði jarðhitasvæðið í Krýsuvík og því næst Krýsuvíkurkirkju.

16. ágúst 2006 : Börn og umhverfi

11. ágúst 2006 : Skemmtileg dagsferð gesta í Dvöl

Hópurinn rölti um jarðhitasvæðið í Krýsuvík.
Gestir í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, fóru í dagsferð 18. júlí um svæði á Reykjanesi og Suðurlandi. Sautján þátttakendur mættu í Dvöl að morgni dags í blíðskaparveðri. Keyrt var um Hafnarfjörð að Kleifarvatni og til Krýsuvíkur. Hópurinn skoðaði jarðhitasvæðið í Krýsuvík og því næst Krýsuvíkurkirkju.

Næsta stopp var við Strandakirkju og kirkjan skoðuð. Rétt hjá kirkjunni er lítið, snoturt veitingahús sem heitir T-húsið þar sem ferðalangarnir fengu sér kaffisopa. Konan sem rekur kaffihúsið prjónar lopapeysur þegar rólegt er og selur á staðnum. Hópurinn sló saman og keypti peysu í kveðjugjöf handa Joakim Lilljegren, sjálfboðaliða frá Alþjóðlegum Ungmennaskiptum, sem hefur starfað í Dvöl undanfarið eitt ár en er nú farinn heim til Svíþjóðar.

11. ágúst 2006 : Alþjóðlegur dagur æskunnar 12. ágúst

Unglingar í félagsstarfi Rauða kross Íslands láta sig málin varða. Hafnarfjarðardeild tók þátt í Björtum dögum með móttökudeild Lækjarskóla í vor.
"Ungt fólk sem býður sig fram til starfa fyrir Rauða krossinn gefur tíma sinn og starfsgetu til nauðsynlegra verkefna sem það sér í sínu umhverfi. Þannig elst það upp við að leggja sitt af mörkum til að byggja upp betra samfélag," segir Juan Manuel Suárez del Toro forseti Alþjóða Rauða krossins, í yfirlýsingu í tilefni af alþjóðlegum degi æskunnar, 12. ágúst.

Hann bendir á að í mannúðarreglum félagsins segir að það standi fyrir gagnkvæman skilning, vináttu, samvinnu og varanlega frið meðal allra. Sífellt meiri þörf sé á þessum gildum í heiminum í dag og því sé nauðsynlegt að fjárfesta í framtíðinni.

11. ágúst 2006 : Alþjóðlegur dagur æskunnar 12. ágúst

„Ungt fólk sem býður sig fram til starfa fyrir Rauða krossinn gefur tíma sinn og starfsgetu til nauðsynlegra verkefna sem það sér í sínu umhverfi. Þannig elst það upp við að leggja sitt af mörkum til að byggja upp betra samfélag,” segir Juan Manuel Suárez del Toro forseti Alþjóða Rauða krossins, í yfirlýsingu í tilefni af alþjóðlegum degi æskunnar, 12. ágúst.

11. ágúst 2006 : Alþjóðlegur dagur æskunnar 12. ágúst

„Ungt fólk sem býður sig fram til starfa fyrir Rauða krossinn gefur tíma sinn og starfsgetu til nauðsynlegra verkefna sem það sér í sínu umhverfi. Þannig elst það upp við að leggja sitt af mörkum til að byggja upp betra samfélag,” segir Juan Manuel Suárez del Toro forseti Alþjóða Rauða krossins, í yfirlýsingu í tilefni af alþjóðlegum degi æskunnar, 12. ágúst.

10. ágúst 2006 : Rauði krossinn með fræðslu fyrir unglinga í vinnuskólum

Davíð Sigþórsson leiðbeinandi hjá Reykjavíkurdeild fræðir ungmenni í Vinnuskóla Reykjavíkur.

10. ágúst 2006 : Rauði krossinn með fræðslu fyrir unglinga í vinnuskólum

Davíð Sigþórsson leiðbeinandi hjá Reykjavíkurdeild fræðir ungmenni í Vinnuskóla Reykjavíkur.

9. ágúst 2006 : Líflegur útimarkaður á Thorsplani

Fjöldi fólks kíkti í gær á útimarkað Rauðakrossbúðarinnar sem haldinn var á Thorsplani í blíðviðrinu.

4. ágúst 2006 : Neyðaraðstoð til óbreyttra borgara í Suður-Líbanon

Meira en 5000 sjálfboðaliðar og starfsfólk líbanska Rauða krossins hafa lagt sig í lífshættu við hjálparstarfið. Þau halda ótrauð áfram við að útvega nauðsynleg lyf og veita þeim sem misst hafa heimili sín og eru í hættu aðhlynningu.

3. ágúst 2006 : Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra

Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins.

3. ágúst 2006 : Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra

Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins.

3. ágúst 2006 : Fulltrúi Rauða krossins hjá SÞ segir að vopnahlé verði að komast á í Líbanon

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006.

3. ágúst 2006 : Fulltrúi Rauða krossins hjá SÞ segir að vopnahlé verði að komast á í Líbanon

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006.

1. ágúst 2006 : Living in Limbo

1. ágúst 2006 : James Cook leggur úr höfn

1. ágúst 2006 : James Cook leggur úr höfn

Ágústa, til vinstri, og Lára með enskum skipsfélaga þeirra áður en þær lögðu úr höfn.
Föstudaginn 28. júlí lagði enska skólaskútan James Cook úr Hafnarfjarðarhöfn í átta daga ferð meðfram ströndum landsins. Meðal áhafnarmeðlima eru tvær stelpur úr Ungmennahreyfingu Rauða krossins, Lára Ágústsdóttir og Ágústa Aronsdóttir sem eru félagar í Kjósarsýsludeild. Eru þær fullar tilhlökkunar fyrir ferðalaginu.

Skútan er í eigu ensku samtakanna Ocean Youth Trust North og markmiðið með henni er að styrkja leiðtogahæfileika ungs fólks og þjálfa það í því að vinna í hópi.