Hjalti Már er læknir og Gunnhildur verkefnastjóri Rauða kross Íslands. Þau sitja í Skyndihjálparráði.
Miðvikudaginn 18. október sl. var haldið námskeið fyrir verðandi heimsóknarvini hjá deildinni. Þetta var annað námskeiðið sem haldið hefur verið á þessu fyrsta ári sem verkefnið hefur verið í gangi hjá deildinni og því óhætt að segja að það fari vel af stað. Á námskeiðinu fræddi Guðný H. Björnsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða kross Íslands á Norðurlandi, þátttakendur um flest það sem viðkemur heimsóknarþjónstunni. Farið var í stuttu máli yfir sögu og starf Rauða krossins og starfsemi Akureyrardeildar var kynnt. Tveir sjálfboðaliðar úr heimsóknarþjónustunni, hjónin Júlía Björnsdóttir og Þorsteinn E. Arnórsson, sögðu einnig frá reynslu sinni og aðkomu að verkefninu en þau sóttu einmitt fyrra námskeiðið sem haldið var í janúar og hafa síðan sinnt heimsóknum fyrir deildina.
Fjórar ungar stúlkur í Vík í Mýrdal héldu tombólu fyrir stuttu til styrktar Rauða krossi Íslands þar sem þær söfnuðu kr. 7.000.-. Þær óskuðu þess þegar þær afhentu söfnunarféð, formanni Rauða kross deildarinnar í Vík að börn sem ættu bágt fengju að njóta peninganna.
Stúlkurnar eru t.f.v. Sandra Lilja Björgvinsdóttir, Ólöf Sigurlína Einarsdóttir, Elva Ösp Helgadóttir og Anna Elísabet Jónínudóttir.
Fjórar ungar stúlkur í Vík í Mýrdal héldu tombólu fyrir stuttu til styrktar Rauða krossi Íslands þar sem þær söfnuðu kr. 7.000.-. Þær óskuðu þess þegar þær afhentu söfnunarféð, formanni Rauða kross deildarinnar í Vík að börn sem ættu bágt fengju að njóta peninganna.
Stúlkurnar eru t.f.v. Sandra Lilja Björgvinsdóttir, Ólöf Sigurlína Einarsdóttir, Elva Ösp Helgadóttir og Anna Elísabet Jónínudóttir.
Grein af vef Alþjóða Rauða krossins um aðstoð við alnæmissmituð börn í Malaví.
Rauði kross Íslands styður starfið í Malaví. Fé, sem safnaðist í landssöfnuninni „Göngum til góðs í september sl. verður notað til aðstoðar börnum í Chiradzulu-héraði í suðurhluta landsins. Þar eru um 4.100 munaðarlaus börn sem njóta munu góðs af starfi Rauða krossins og verða m.a. opnaðar þrjár félagsmiðstöðvar fyrir börnin.
Grein af vef Alþjóða Rauða krossins um aðstoð við alnæmissmituð börn í Malaví.
Rauði kross Íslands styður starfið í Malaví. Fé, sem safnaðist í landssöfnuninni „Göngum til góðs í september sl. verður notað til aðstoðar börnum í Chiradzulu-héraði í suðurhluta landsins. Þar eru um 4.100 munaðarlaus börn sem njóta munu góðs af starfi Rauða krossins og verða m.a. opnaðar þrjár félagsmiðstöðvar fyrir börnin.
Hlín er sendifulltrúi Rauða kross Íslands og starfar nú að verkefni kanadíska Rauða krossins við að hefta útbreiðslu malaríu í Sierra Leone.
Hlín er sendifulltrúi Rauða kross Íslands og starfar nú að verkefni kanadíska Rauða krossins við að hefta útbreiðslu malaríu í Sierra Leone.
Á miðvikudag í sl. viku var haldinn fundur til að kynna verkefni sem nefnist föt sem framlag. Verkefnið hefur lengi verið í gangi hjá Rauða krossinum en undanfarin ár hefur nokkur óvissa verið um framgang verkefnisins. Það var því ánægjulegt af fulltrúi frá Rauða krossinum Linda Ósk Sigurðardóttir mætti til fundarinns og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem lagt hefur verið í til að koma verkefninu í fastar skorður á ný. Sagði hún m.a. frá því að þær deildir sem hafa verið sinna þessu verkefni framleiði um 600 ungbarnapakka á ári en samkvæmt athugun er þörf fyrir allt að tvisvar til þrisvar sinnum fleiri pakka. Pakkarnir mun m.a. verða sendir til Malaví en gengið hefur verið frá því að þangað fari gámur einu sinni á ári næstu árin. Nú ætti því að vera hægt að kynna verkefnið betur og vonandi á þá eftir að fjölga enn frekar í hópi sjálfboðaliða sem sinna vilja verkefniu ” Föt sem framlag”.
Laugardaginn 7. október héldu Rauða kross deildir á Austurlandi svæðisfund á Eskifirði. Mættir voru fulltrúar frá átta deildum auk Ómars H. Kristmundssonar formanns og Kristjáns Sturlusonar framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands.
Áður en svæðisfundur byrjaði var haldið deildarnámskeið þar sem þátttakendur fengu fræðslu um störf og stefnu félagsins hjá Konráði Kristjánssyni verkefnisstjóra.
Á svæðisfundinum kynnti Kristján Sturluson niðurstöður könnunar sem Rauði krossinn gerði „Hvar þrengir að ? og Ómar H. Kristmundsson kynnti fyrir fundarmönnum endurskoðun stefnu félagsins samkvæmt samþykktum aðalfundar. Á eftir var fundarmönnum skipt upp í vinnuhópa þar sem þeim var falið að svara nokkrum spurningum sem vera á innlegg í vinnu nefndar sem verður stofnuð til að vinna að endurskoðuninni. Þóra Björk Nikulásdóttir í Stöðvarfjarðardeild var tilnefnd í nefndina sem fulltrúi Austurlands.
Ragnheiður Þórisdóttir sendifulltrúi vann í sjö mánuði við hjálparstörf í Balakot í Pakistan.
Atli Ísleifsson blaðamaður á Blaðinu tók viðtal við Ragnheiði sem birtist í Blaðinu í dag.
Ragnheiður Þórisdóttir sendifulltrúi vann í sjö mánuði við hjálparstörf í Balakot í Pakistan.
Atli Ísleifsson blaðamaður á Blaðinu tók viðtal við Ragnheiði sem birtist í Blaðinu í dag.
Ragnheiður Þórisdóttir sendifulltrúi vann í sjö mánuði við hjálparstörf í Balakot í Pakistan.
Atli Ísleifsson blaðamaður á Blaðinu tók viðtal við Ragnheiði sem birtist í Blaðinu í dag.
Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi var haldinn í Grunnskólanum á Stöðvarfirði, laugardaginn 5. nóvember. Til stóð að halda deildanámskeið þennan sama dag, en því miður gat ekki af því orðið.
Leiðbeinendanámskeið í barna- og ungmennastarfi Rauða krossins var haldið á dögunum. Þar hittust leiðbeinendur frá ýmsum deildum félagsins, sem þegar halda úti barna- og ungmennastarfi og þeir sem hyggja á starf. Hlýddu þeir á fræðslu um hlutverk leiðbeinandans og miðla þekkingu og reynslu deilda.
Það er greinilegt að æ fleiri nýta sér markað Rauða krossins, því um 130 þúsund krónur söfnuðust þann 9. september sl þegar haldinn var markaður í húsnæði Akureyrardeildar. Að þessu sinni mun afraksturinn verða nýttur til stuðnings börnum sem eiga um sárt að binda vegna alnæmisfaraldursins í sunnanverðri Afríku. Að venju voru það sjálfboðaliðar deildarinnar sem unnu að undirbúningi markaðarins.
Árlega berst deildinni um 5 tonn af fatnaði sem nýtist félaginu á margvíslegan hátt. Hluti fatnaðarins er nýttur á mörkuðum hjá deildinni, hluti gefinn, bæði hérlendis og erlendis og hluti seldur fyrirtækjum í Evrópu og nýttist þannig sem tekjulind fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins.