Nýtt spennandi verkefni á Austurlandi
Boðið verður upp á ýmis námskeið, til dæmis að búa til íslenska kjötsúpu, prjóna úr íslensku ullinni og þæfingu. Einnig munu erlendu konurnar koma með eitthvað úr sinni menningu til að deila með öðrum.
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn: Rauði krossinn segir konum og stúlkum hættara við alnæmissmiti vegna kynbundins ofbeldis
Rauði kross Íslands styrkir alnæmisverkefni í Malaví, Suður Afríku og Mósambík, en alnæmistíðni er hæst í heimi í löndunum í sunnanverðri Afríku þar sem allt að 40% íbúa eru alnæmissmitaðir. Skjólstæðingar Rauða krossins í þessum löndum eru flestir konur.
„Alnæmissmit vegna kynbundins og kynferðislegs ofbeldis má líkja við neyðarástand á þessum slóðum,” segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni vegna alnæmisverkefna í sunnanverðri Afríku þar sem sóst er eftir 21 milljarði íslenskra króna sem verja á til baráttunnar gegn alnæmi næstu árin.
Kom til Íslands sem flóttamaður
Árið 1997 kom Nebojsa Zastavnikovic ásamt fjölskyldu sinni til Ísafjarðar sem flóttamaður frá Serbíu. Þá vissi hann ekki hvað að höndum myndi bera. Nú rekur hann eigið byggingafyrirtæki og byggir sumarbústaði á Íslandi. Kristján Guðlaugsson hitti hann að máli.
Nebojsa var lögreglumaður áður en hann fluttist búferlum til Íslands. Meðan hann var í íslenskunámi á Ísafirði vann hann hjá Ágústi Gíslasyni trésmíðameistara og þá vaknaði áhugi hans á húsamíðum og trésmíði.
Framhaldsnámskeið fyrir leiðbeinendur í barna- og unglingastarfi
Námskeiðið hófst á því að Eygló Rúnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍTR, talaði um hlutverk leiðbeinenda í félagsstarfi, aga og hegðun. Konráð Kristjánsson kynnti Byggjum betra samfélag, hvað hefur verið gert og hvað væri framundan. Síðan var unnið í hópum. Hóparnir áttu að útskýra hvað felst í hugtökunum félagsleg einangrun, fordómum og mismunun og hvernig hægt væri að vinna með þessi hugtök undir Byggjum betra samfélag og tengt þetta verkefnum í barna- og ungmennastarfi.
Haustfögnuður
Afmælisgjafir runnu til Rauða krossins
Kópavogsbúinn Bogi Þórir Guðjónsson hélt nýlega upp á áttræðisafmæli sitt og í stað þess að þiggja gjafir hvatti hann vini og vandamenn til þess að styrkja Rauða krossinn. Bogi Þórir fékk að láni söfnunarbauk Kópavogsdeildar Rauða krossins og hafði hann frammi í afmælisveislunni sem hann hélt í félagsheimili eldri borgara í Gjábakka. Alls söfnuðust rúmar 20 þúsund krónur í baukinn sem voru afhentar Kópavogsdeild.
Kópavogsdeild Rauða krossins þakkar Boga Þóri kærlega fyrir framtakið og fólkinu hans fyrir að styðja verkefni félagsins.
Verkefni Kópavogsdeildar Rauða krossins snúa að mannúðarmálum og margvíslegri aðstoð við þá sem búa við þrengingar og mótlæti. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sinna verkefnum á borð við heimsóknir til fólks sem býr við einsemd og einangrun, starf með ungum innflytjendum, stuðning við geðfatlaða, störf að neyðarvörnum, fatasöfnun og fataflokkun. Kópavogsdeild tekur einnig þátt í neyðaraðstoð félagsins erlendis.
Ljósmyndasýning Eldhuga opnuð í BYKO
Ljósmyndasýningin er afrakstur ljósmyndamaraþons sem Eldhugar þreyttu í haust. Markmiðið með ljósmyndamaraþoninu var að Eldhugar veltu fyrir sér einkennum vináttu, sérkennum síns heimabæjar og hvernig við flokkum oft og tíðum hluti og fólk á mjög staðlaðan hátt. Það var gagnlegt að komast að því að mörkin í slíkri flokkun eru, þegar betur er að gáð, ekki alltaf svo skýr.
Framhaldsnámskeið um sálrænan stuðning
Á námskeiðinu var fjallað m.a. um áhrif alvarlegra atburða á fólk, hvernig það tekst á við slíka atburði og hvaða stuðningur kemur því best. Þá var fjallað um svokallaða viðrun viðbragðshópa, sem eru stuttir fundir í lok útkalls.
Nemendur MK kynntu sér þróunarstarf Rauða krossins
Gestur sagði frá því viðfangsmikla verkefni sem baráttan gegn alnæmi er orðin í álfunni og áherslur Rauða krossins í þeim efnum. Hann benti á hvernig söfnunarféð í landssöfnuninni Göngum til góðs mun nýtast í verkefni Rauða kross Íslands í Afríku til stuðnings börnum sem eiga um sárt að binda vegna alnæmisvandans.
Gestur sagði mikilvægasta framlag sjálfboðaliða Rauða krossins í Afríku kunna að vera það fræðslu- og forvarnarstarf sem þeir inna af hendi meðal fjölskyldna og þorpssamfélaga um alla álfuna. Það væri starf sem oft fari lítið fyrir en beri ríkulegan ávöxt.
Fjölgun hunda í heimsóknaþjónustu
Yfirlýsing frá Alþjóða Rauða krossinum á 61. Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna, New York, 18. október 2006.
Herra forseti.
Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því ályktun 59/39 var samþykkt hefur mikilvæg þróun átt sér stað á sviði alþjóðlegra mannúðarlaga. Alþjóða Rauði krossinn telur stóran áfanga hafa náðst með viðurkenningu allra ríkja heims á Genfarsamningunum fjórum frá 1949. Sú staðreynd að öll ríki heims hafa skuldbundið sig til að fylgja eftir ákvæðum Genfarsamninganna eru sterk rök gegn þeim sem halda því fram að alþjóðleg mannúðarlög séu ekki lengur fullnægjandi til þess að meðhöndla ástand sem skapast í vopnuðum átökum sem eiga sér stað í dag. Viðurkenningin gefur þvert á móti til kynna að alþjóðasamfélagið allt vill að þessir samningar séu virtir í hvívetna.