Áramótakveðja
Stjórn URKÍ sendir sjálfboðaliðum, starfsfólki Rauða krossins sem og landmönnum öllum bestu áramótakveðjur.
Við þökkum samstarf á líðandi ári og vonum að komandi ár verði öllum gjöfult og giftusamt.
Að lokum er það von okkar að þið farið öll varlega með flugeldana. Sýnum aðgát og njótum til fulls þeirra tímamóta sem áramótin.
Bestu kveðjur,
stórn URKÍ.
Nemendur og starfsfólk í Árskóla styðja börn í Mósambík
Söfnunin gekk vel og margir lögðu fram drjúgan skerf úr sparibauknum. Alls söfnuðust um 62 þúsund krónur. Söfnunarféð mun renna óskipt til barnaheimilisins Boa Esperansa í Mósambík.
50 ár liðin frá komu ungverskra flóttamanna til Íslands
Á aðfangadag eru liðin 50 ár frá því að ríkisstjórn Íslands veitti fyrst flóttamönnum hæli á Íslandi í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Rauða kross Íslands. Um var að ræða flóttamenn frá Ungverjalandi sem höfðu flúið til Austurríkis undan innrás Sovétmanna sem vildu bæla niður uppreisn í landinu.
Alls flúðu um 200.000 manns Ungverjaland á örfáum vikum undir lok árs 1956 og leituðu langflestir þeirra, eða um 180.000, skjóls í Austurríki en aðrir í þáverandi Júgóslavíu.
Jólakveðja
Rauði kross Íslands krefst þess að starfsmenn Rauða hálfmánans í Írak verði leystir úr haldi
Rauði kross Íslands sameinast alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í að krefjast þess að þeir verði leystir skilyrðislaust úr haldi nú þegar.
Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Írak aðstoða samlanda sína alls staðar í landinu með mannúð og hlutleysi að leiðarljósi. Þeir vinna mannúðarstarf sitt við hættuleg skilyrði og fórna miklu fyrir þetta starf.
Jólakveðja
Akureyrardeild Rauða kross Íslands sendir sjálfboðaliðum sínum og velunurum bestu jóla og nýárskveðjur. Með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári.
Skrifstofa deildarinnar verður lokuð milli jóla og nýárs en fyrir viðkomandi skal bent á fatagáma fyrir utan húsnæði deildarinnar.
Skrifstofan opnar aftur þann 2. janúar 2007
Nemendur í Hamraskóla hugsa til bágstaddra á jólum
Fjölnir Sigurjónsson nemandi í 4.-5. A bekk afhenti fulltrúa frá Rauða krossi Íslands rúmlega 80 þúsund krónur en upphæðin rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins.
-Það er ánægjulegt að finna ungt fólk sýna samkennd og leggja sitt af mörkum til að gera öðrum lífið léttbærara. Féð rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins sem nýttur er þegar vá ber að garði.
Gleðilega jólahátíð
Kópavogsdeild Rauða krossins óskar sjálfboðaliðum og samstarfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir starfið á árinu sem er að líða.
Sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar opnar aftur eftir jólaleyfi fimmtudaginn 4. janúar kl. 11.
Suðurnesjadeild Rauða krossins úthlutar jólavarningi frá fyrirtækjum í Reykjanesbæ
Fyrirtækið Mýr í Reykjanesbæ stóð á dögunum fyrir söfnun á jólapökkum fyrir þá sem minna mega sín. Mýr er jólamarkaður í eigu Helgu Steinþórsdóttur til húsa í Glerhúsinu á Fitjum. Viðskiptavinirnir settu jólapakka undir jólatréð merktan strák eða stelpu og aldur. Þeir voru síðan afhentir Suðurnesjadeild Rauða krossins sem kom pökkunum til barnanna.
Fyrirtækið Nesraf ehf. sem er í eigu þeirra Hjörleifs Stefánssonar, Jóns Ragnars Reynissonar og Reynis Ólafssonar færði Suðurnesjadeildinni að gjöf mikið magn af jólaskreytingum; seríum og allskonar gluggaskreytingum. Andvirði gjafarinnar er um kr. 350.000. Mun deildin koma þeim til skila.
Þetta er frábært framtak og kann deildin þeim bestu þakkir fyrir.
Jólastemmning í Dvöl
Á Þorláksmessu munu sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða krossins sjá um að halda athvarfinu opnu kl. 13-16. Síðan verður opið dagana 27.-29. desember og eftir áramótin opnar aftur 2. janúar. Í Dvöl er opið alla virka daga kl. 9-16 nema fimmtudaga kl. 10-16.
Nýr vefur
Nú á dögunum var tekinn í notkun nýr vefur Rauða kross Íslands og þar undir nýr vefur Barna- og ungmennastarfs (URKÍ).
Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að koma inn auknu efni á vefinn, svosem fundargerðum, upplýsingum um stjórnarmenn og fleira.
Tengiliður URKÍ-stjórnar við vefinn er Gunnlaugur Br. Björnsson sem situr í stjórn URKÍ. Senda má efni á hann, netfangið hans er gbb@mmedia.is
Það er von okkar í stjórninni að hinn nýi vefur muni leggjast vel í notendur vefsins og að þær upplýsingar sem hér eru að finna megi nýtast ykkur í leik og starfi.
VegaHúsið á Egilsstöðum með félagsstarf fyrir ungar mæður
Tóku mömmurnar þátt í námskeiði í þæfingu sem haldið var á dögunum og tókst það rosalega vel. Upp úr jólum verður boðið upp á skyndihjálparnámskeið með leiðbeinanda frá Rauða krossinum.
Alþjóða Rauði krossinn krefst þess að íröskum starfsmönnum Rauða hálfmánans verði sleppt skilyrðislaust.
Pierre Krähenbühl yfirmaður Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur krafist þess að mönnunum verði sleppt tafarlaust og án skilyrða. -Starfsmenn íranska Rauða hálfmánans leggja hart að sér við að aðstoða alla Íraka í neyð. Þeir stunda störf sín af alúð við erfiðar aðstæður og þá ber að virða og aðstoða en ekki valda þeim erfiðleikum og skaða, sagði Krähenbühl.
Sjálfboðaliðar skipulögðu aðventuhátíð í Sunnuhlíð
Þann 3. desember síðast liðinn héldu konur í hópi heimsóknavina Kópagvogsdeildar í Sunnuhlíð sína árlegu aðventuhátíð fyrir heimilisfólk, fjölskyldur þess og starfsfólk. Sáu þær um skipulag hátíðarinnar, dagskrá og veitingar.
Margt skemmtilegt var á dagskrá hátíðarinnar í ár. Hún hófst á því að allir fengu sér hressingu og piparkökur og að því búnu var séra Ægir Fr. Sigurgeirsson með hugvekju. Þá tók við söngur og að lokum var öllum boðið upp á kaffi og kökur. Dagmar Huld Matthíasdóttur hjúkrunarforstjóri í Sunnuhlíð sagði gesti hátíðarinnar hafa verið um 150 talsins og fannst henni hátíðin í ár vera sérlega vel lukkuð.
Styrkur til Mæðrastyrksnefndar
Rætt um aðstæður kvenna í Írak
Alþjóði Rauða krossinn stóð fyrir hringborðsumræðum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, 11.-13. desember. Þar hittust 16 fulltrúar óopinberra samtaka í Írak til að ræða áhrif stríðsátaka á konur í Írak.
-Það eru mörg vandamál sem konur búa við þegar stríðátök geisa. Þær verða viðskila við ástvini sína, verða fyrir kynferðislegu ofbeldi og aðgangur að heilsugæslu verður erfiðaðri. Erfitt reynist að halda tengslum milli fjölskyldumeðlima, segir Florence Tercier Holst-Roness, sem sér um verkefnið Konur og stríð á vegum Alþjóða Rauða krossins. -Aðstæður þessara kvenna myndu batna ef alþjóðleg mannúðarlög væru virt að fullu.
Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið þegar fulltrúarnir lýstu reynslu sinni og lýstu skoðunum sínum á því ástandi sem nú er við lýði. Einn þátttakandi frá Bagdad lagði áherslu á það hversu mikilvægar konur í Írak hefði verið í gegnum tíðina.
Harðákveðin að fara aftur -Vísnabók heimsins fyrir börn í Malaví
Í ágústmánuði síðastliðnum héldu þau Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson til Malaví með fleira fólki. Tilefnið var útgáfa á diskinum Vísnabók heimsins
Neyð í skugga þagnar: hvers vegna sumar hamfarir fara framhjá stjórnvöldum og almenningi
Sérstakt þema er tekið fyrir ár hvert, og í þetta sinn er tekin fyrir neyð víða í heiminum sem fyrir einhverjar sakir nýtur lítillar eða engrar athygli ráðamanna né fjölmiðla eða jafnvel hjálparsamtaka í sumum tilfellum.
Í skýrslunni er fjallað um samspil umfjöllunar fjölmiðla og fjármögnunar neyðaraðstoðar og það mikla ójafnvægi sem þar gætir.
Sönnunarbyrði hælisleitenda á Íslandi: Rannsókn á úrskurðum dómsmálaráðuneytisins í hælismálum
Jólafundur heimsóknarvina
Að loknu erindinu var boðið upp á kvöldverð og opnað fyrir spurningar og umræður bæði um erindi Líneyjar, sem og um verkeni heimsóknavinanna.
Rauði krossinn með öflugt hjálparstarf vegna flóðanna í Sómalíu
Nýleg þurrkatíð hefur þó gert það að verkum að vegirnir eru betri á sumum svæðum en þeir voru áður þannig að auðveldara er að dreifa hjálpargögnum á þessa staði. Veðurspár gera hins vegar ráð fyrir frekari flóðum fram í janúar.
Flóðin, sem orsakast af óvenju mikilli rigningu í október og nóvember, hafa valdið gríðarlegum skemmdum á ræktarlandi, eyðilagt mat og einangrað heilu þorpin. Á mörgum svæðum hefur fólk flúið upp á flóðgarða þar sem vatn er allt í kring og krókódílar eru á sveimi. Þetta fólk hefur ekkert húsaskjól, vatn eða mat. Frést hefur af fólki sem hefur þurft að klifra upp í tré til að flýja villt dýr.
Konur í Sunnuhlíð gáfu í Föt sem framlag
Anna Bjarnadótttir, hópstjóri sjálfboðaliða Kópavogsdeildar í Föt sem framlag, tók á móti teppunum og húfunum og fannst henni sérlega gleðilegt að konur í Sunnuhlíð gæfu þessa gjöf. Konurnar hafa líka skrifað börnunum og fjölskyldum þeirra bréf sem fylgir teppunum. Bréfinu fylgir mynd af konunum þar sem þær eru að prjóna. Fulltrúar Rauða kross Íslands ætla að gera það sem þeir geta til að bréfið berist á leiðarenda um leið og teppin.
Flóamarkaður Árnesingadeildar
Mikið úrval var af fatnaði fyrir fólk á öllum aldri og var hægt að gera mjög góð kaup, enda verðið mjög hagstætt. Fullur plastpoki af fatnaði kostaði aðeins þúsund krónur og var fólk afar ánægt með það fyrirkomulag.
Kristín Steinsdóttir rithöfundur las fyrir unga innflytjendur
Kristín sagði frá því að verið væri að þýða bækur hennar á hin ýmsu tungumál og að í framtíðinni væri gaman að geta boðið erlendum börnum á Íslandi að lesa úrval íslenskra barnabóka á móðurmáli þeirra. Judita Virbickaite, sem er ein af sjálfboðaliðunum í Enter, kemur frá Litháen og var ánægð að sjá Kristínu með litháíska útgáfu af bók sinni Engill í Vesturbænum. Hún sagði að mörg litháísk börn á Íslandi gætu haft gaman af að lesa hana á móðurmáli sínu.
Röð fellibylja á Filippseyjum
Hús hafa hreinlega skolast burt vegna aurskriða sem komu í kjölfar stórrigninga og árnar hafa hörfað undan aurskriðunum. Mikið af ræktarlandi hefur eyðilagst og vatnsveitur eru mikið skemmdar í öllum borgum og þorpum sem hafa orðið fyrir fellibyljum. Ekki er enn vitað hversu mengað drykkjarvatnið er. Margir sjómenn hafa misst lífsviðurværi sitt þar sem bátar þeirra hafi skemmst eða net þeirra glatast.
Flóamarkaður Árnesingadeildar
Mikið úrval var af fatnaði fyrir fólk á öllum aldri og var hægt að gera mjög góð kaup, enda verðið mjög hagstætt. Fullur plastpoki af fatnaði kostaði aðeins þúsund krónur og var fólk afar ánægt með það fyrirkomulag.
Flóamarkaður Árnesingadeildar
Mikið úrval var af fatnaði fyrir fólk á öllum aldri og var hægt að gera mjög góð kaup, enda verðið mjög hagstætt. Fullur plastpoki af fatnaði kostaði aðeins þúsund krónur og var fólk afar ánægt með það fyrirkomulag.
Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir neyðarteymi Rauða krossins á Filippseyjum
Sólveig hélt til Albey í gær en þar hefur fjöldi bæja og þorpa grafist undir aurskriðum sem féllu úr eldfjallinu Mayon vegna gífurlegs vatnsveðurs sem fylgdi fellibylnum. Talið er að allt að eitt þúsund manns hafi farist í hamförunum og að um 600.000 manns þurfi á einhverri aðstoð að halda.
Hælisleitendur eru í lagalegu og félagslegu tómarúmi
Guðrún Helga Sigurðardóttur blaðamaður á Fréttablaðinu tók viðtal við Katrínu Theodórsdóttur lögfræðing. Birtist viðtalið í Fréttablaðinu 23. nóvember 2006.
Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir neyðarteymi Rauða krossins á Filippseyjum
Sólveig hélt til Albey í gær en þar hefur fjöldi bæja og þorpa grafist undir aurskriðum sem féllu úr eldfjallinu Mayon vegna gífurlegs vatnsveðurs sem fylgdi fellibylnum. Talið er að allt að eitt þúsund manns hafi farist í hamförunum og að um 600.000 manns þurfi á einhverri aðstoð að halda.
Heimsókavinir á Stöðvarfirði
Viðskipti og alþjóðleg mannúðarlög
Tombólusölur mikilvægar í hjálparstarfi Rauða krossins
Undanfarin ár hefur Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar staðið fyrir bíósýningu í viðurkenningarskyni og Laugarásbíó gaf eins og áður eina sýningu. Að þessu sinni var það myndin Ástríkur og víkingarnir. Sýningin var á degi sjálfboðaliðans þann 5. desember og fjölmenntu krakkarnir í bíó. Mátti heyra hlátrasköll í salnum á meðan á myndinni stóð og að henni lokinni voru húrra hróp og lófaklapp.
Fjallað um Rauða krossinn í Útvarpi Akraness
Í þætti sjálfboðaliðanna var fjallað um Henry Dunant og upphaf Rauða krossins, markmiðunum sjö gerð skil og sagt frá fjölbreyttum verkefnum sem framundan eru á aðventunni hjá Akranesdeildinni. Einnig voru lesin ljóð og fluttur pistill um hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum til þess að byggja betra samfélag, en sjálfboðaliðahópurinn hefur verið að skipuleggja ýmis verkefni á Akranesi undir kjörorðunum Byggjum betra samfélag.
Heimsókavinir á Stöðvarfirði
Heimsókavinir á Stöðvarfirði
Fjölmennur fagnaður á alþjóðadegi sjálfboðaliðans
Einar Már Guðmundsson rithöfundur flutti valin ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni Ég stytti mér leið framhjá dauðanum. Einar Már svaraði síðan fyrirspurnum áheyrenda. Hann sagði að sjálfsagt mætti líkja starfi Rauða krossins að einhverju leyti við þá sýn í nokkrum ljóðanna að þegar maður er kominn í öngstræti birtir til að nýju.
Nýtt tvíeyki á tónlistarsviðinu, Elísabet Eyþórsdóttir söngkona og Börkur Hrafn Birgisson gítarleikari, braut upp upplesturinn með því að flytja nokkur ljúf lög af geisladisknum Þriðja leiðin en lögin samdi Börkur Hrafn við ljóð Einars Más.
Efling heimsóknarþjónustu á Suðurlandi og Suðurnesjum
Þann 22. nóvember var kynning í Vík í Mýrdal og var þátttaka góð, þrátt fyrir leiðinlegt vetrarveður og erfiða færð. Tveir sjálfboðaliðar, annar frá Árnesingadeild og hinn frá Rangárvallasýsludeild, sögðu frá reynslu sinni af því að vera heimsóknarvinir. Fundarmenn sýndu málefninu áhuga og sköpuðust ágætar umræður og í kjölfar kynningarinnar verður stefnt að námskeiði fyrir heimsóknarvini.
Efling heimsóknarþjónustu á Suðurlandi og Suðurnesjum
Þann 22. nóvember var kynning í Vík í Mýrdal og var þátttaka góð, þrátt fyrir leiðinlegt vetrarveður og erfiða færð. Tveir sjálfboðaliðar, annar frá Árnesingadeild og hinn frá Rangárvallasýsludeild, sögðu frá reynslu sinni af því að vera heimsóknarvinir. Fundarmenn sýndu málefninu áhuga og sköpuðust ágætar umræður og í kjölfar kynningarinnar verður stefnt að námskeiði fyrir heimsóknarvini.
Ávarp framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á degi sjálfboðaliða
Á hverjum degi sýna milljónir sjálfboðaliða og sanna að þrátt fyrir fátækt og hatur og sinnuleysi og öll torleyst vandamál heimsins, þá geta einstaklingar breytt heiminum til batnaðar.
Í smáu jafnt sem stóru hafa sjálfboðaliðar breytt samfélögum sínum og heiminum öllum. Og á þessum tímum þar sem vandamál virða ekki landamæri, hvort heldur sem er, HIV/Alnæmi, alþjóðlegt mansal eða smygl, eru sjálfboðaliðar svar grasrótarinnar við brýnustu vandamálum mannkynsins.
Vinnudagur
Vaxandi þátttaka í sjálfboðnu Rauða kross starfi
Kópavogsdeild fagnar í dag alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans sem er tileinkaður þeim fjölmörgu einstaklingum sem vinna sjálfboðið starf í þágu annarra.
„Það er ánægjulegt að segja frá því nú á alþjóðadegi sjálfboðaliðans að fjöldi sjálfboðaliða Kópavogsdeildar hefur um það bil þrefaldast á síðastliðnum þremur árum“, segja þau Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, og Fanney Karlsdóttir, framkvæmdastjóri deildarinnar, í eftirfarandi grein sem birtist í Morgunblaðinu í tilefni dagsins. Í greininni er fjallað um vaxandi þátttöku í sjálfboðnu Rauða kross starfi.
Ungt fólk gefur af sér í sjálfboðnu starfi
Kópavogsdeild Rauða krossins hefur á undanförnum árum beint kröftum sínum að því að efla sjálfboðið starf á vegum deildarinnar, styrkja rótgróin verkefni og hefja ný. Við stóðum frammi fyrir þeirri staðreynd fyrir fáeinum árum að sáralítil endurnýjun hafði orðið í hópi sjálfboðaliðanna um nokkurt árabil og meðalaldur þeirra var orðinn allhár.
Okkur þótti því tímabært að blása til sóknar og freista þess að auka verulega nýliðun í hópi sjálfboðaliðanna. Það var að hluta til takmark í sjálfu sér að fjölga sjálfboðaliðum en fyrst og fremst kölluðu aðkallandi verkefni eftir fjölgun sjálfboðaliða.
Sólveig Þorvaldsdóttir til neyðarstarfa í Filippseyjum á vegum Rauða kross Íslands
Sólveig er ein af níu manna neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins sem heldur utan í dag til að aðstoða filippseyska Rauða krossinn við neyðaraðstoð. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa verið að störfum á hamfarasvæðunum frá því að hörmungarnar gengu yfir, og hafa þrjú neyðarteymi filippseyska Rauða krossins þegar hafið dreifingu hjálpargagna til íbúa á svæðinu.
Sólveig Þorvaldsdóttir til neyðarstarfa í Filippseyjum á vegum Rauða kross Íslands
Sólveig er ein af níu manna neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins sem heldur utan í dag til að aðstoða filippseyska Rauða krossinn við neyðaraðstoð. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa verið að störfum á hamfarasvæðunum frá því að hörmungarnar gengu yfir, og hafa þrjú neyðarteymi filippseyska Rauða krossins þegar hafið dreifingu hjálpargagna til íbúa á svæðinu.
Sólveig Þorvaldsdóttir til neyðarstarfa í Filippseyjum á vegum Rauða kross Íslands
Sólveig er ein af níu manna neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins sem heldur utan í dag til að aðstoða filippseyska Rauða krossinn við neyðaraðstoð. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa verið að störfum á hamfarasvæðunum frá því að hörmungarnar gengu yfir, og hafa þrjú neyðarteymi filippseyska Rauða krossins þegar hafið dreifingu hjálpargagna til íbúa á svæðinu.
Opið hús á alþjóðadegi sjálfboðaliðans
Dagskrá:
• Einar Már Guðmundsson rithöfundur les brot úr bókum sínum og ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni Ég stytti mér leið framhjá dauðanum.
• Börkur Hrafn Birgisson gítarleikari og Elísabet Eyþórsdóttir söngkona flytja lög af nýja geisladisknum Þriðja leiðin.
• Eldhugar Kópavogsdeildar Rauða krossins flytja frumsaminn leikþátt um mikilvægi vináttu og virðingar í samfélaginu.
• Nemendur Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur söngkonu flytja nokkur lög.
Styrkur frá Góða hirðinum
Auk Rauða krossins hlutu eftirtalin samtök styrk við þetta sama tilefni: Hjálparstarf kirkjunnar, Umhyggja, Bandalag kvenna, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Samtals voru þetta 10 milljónir króna og eru þær ágóði af rekstri Góða hirðisins á árinu.
Kínversk leikfimi fyrir gesti Dvalar
Einu sinni í viku sér sjálfboðaliði Kópavogsdeildar Rauða krossins um að bjóða gestum í Dvöl í kínverska leikfimi. Sjálfboðaliðinn, Guðbjörg Sveinsdóttir, hefur staðið fyrir leikfimi í Dvöl undanfarin ár og sér auk þess um að leiðbeina gestum í handavinnu í beinu kjölfari af leikfiminni. Framtak Guðbjargar er svo sannarlega vel metið af gestum athvarfsins. Leikfimin er stunduð utanhúss þegar veður leyfir enda eykur það á frískleikann. Þess má geta að systir Guðbjargar er einnig sjálfboðaliði í Dvöl því hún býður gestum í nudd.
Sjálfboðaliðar í Dvöl koma víða að og þessa dagana eru þeirra á meðal Maria frá Grikklandi, Temitope frá Nígeríu og Romuald frá Frakklandi. Þau eru öll á Íslandi á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta. Mynd af þeim fylgir hér fyrir neðan.
Eldhugar heimsóttu ungmenni í Hafnarfirði
Ungmennin fengu svo tíma til að kynnast betur og áður en þau vissu af var rútan mætt til að aka Eldhugum aftur í heimahagana. Eldhugar þakka fyrir góðar móttökur og hafa fullan hug á að bjóða Hafnfirðingunum í heimsókn til sín eftir áramót.
Eldhugar hafa í þessari viku æft leikþætti sem sýndir verða á opnu húsi í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 á alþjóðadegi sjálfboðaliðans 5. desember.