28. febrúar 2007 : Prjónakaffi fyrir alla áhugasama

Hjá Kópavogsdeild Rauða krossins sér hópur sjálfboðaliða um að prjóna, hekla og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn sem kallast Föt sem framlag samanstendur aðallega af konum en nokkrum körlum þó sem flest hafa látið gott af sér leiða með þessum hætti í mörg ár. Sjálfboðaliðarnir stunda handavinnuna mest megnis heima hjá sér hver á sínum hraða en síðan taka nokkrir þeirra að sér að hittast og raða flíkunum í pakka.

Nú er þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru áhugasamir hvattir til að koma og kynna sér verkefnið miðvikudaginn 28. febrúar kl. 16-18 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Prjónar og garn verða á staðnum en velkomið er að taka með sér eigið prjónadót og prjóna með hópnum og spjalla saman. Kaffi verður á könnunni og með því.

27. febrúar 2007 : Prjónakaffi fyrir alla áhugasama

Hjá Kópavogsdeild Rauða krossins sér hópur sjálfboðaliða um að prjóna, hekla og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn sem kallast Föt sem framlag samanstendur aðallega af konum en nokkrum körlum þó sem flest hafa látið gott af sér leiða með þessum hætti í mörg ár. Sjálfboðaliðarnir stunda handavinnuna mest megnis heima hjá sér hver á sínum hraða en síðan taka nokkrir þeirra að sér að hittast og raða flíkunum í pakka.

Nú er þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru áhugasamir hvattir til að koma og kynna sér verkefnið miðvikudaginn 28. febrúar kl. 16-18 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Prjónar og garn verða á staðnum en velkomið er að taka með sér eigið prjónadót og prjóna með hópnum og spjalla saman. Kaffi verður á könnunni og með því.

26. febrúar 2007 : Samningur um móttöku flóttamanna

Undirrituð var þann 15. febrúar yfirlýsing, af Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra og Magnúsi Stefánssoni félagsmálaráðherra, sem er ætlað að renna styrkari stoðum undir reglulega móttöku flóttamana hér á landi og samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR.

26. febrúar 2007 : Dansandi leynigestur heimsótti Eldhuga

Undanfarið hafa Eldhugar verið sérlega duglegir við að vinna efni fyrir vefsíðu Eldhuga og efni í Eldhugablað sem gefið verður út með vorinu. Til að verðlauna Eldhuga og hrista upp í sköpunargáfunni var á fimmtudaginn síðasta fenginn leynigestur í heimsókn.  

Leynigesturinn var Brynja Pétursdóttir hiphopdansari og danskennari og með í för var kærasti hennar Kristján Þór Matthíasson rappari. Heimsókn þeirra var hugsuð sem skemmtun sem fléttað var saman við eins konar vegabréfaheimsókn. Í vegabréfa-heimsóknum fá Eldhugar að kynnast menningu og lífi í öðrum löndum í gegnum frásagnir fólks.

26. febrúar 2007 : Fjöldi fólks sótti námskeið á síðasta ári

Á síðasta ári sóttu alls 348 einstaklingar á ýmsum aldri átta mismunandi námskeið á vegum Kópavogsdeildar. Þetta kemur fram í ársskýrslu deildarinnar 2006 sem má nálgast hér.

Flest námskeiðin voru haldin í sjálfboðamiðstöð deildarinnar að Hamraborg 11. Flestir sóttu námskeið í skyndihjálp, alls 112, en auk þess var metþátttaka á námskeiðunum Slys á börnum með 67 þátttakendur og Börn og umhverfi með 86 þátttakendur.

23. febrúar 2007 : Umtalsverð framlög til neyðaraðstoðar erlendis

Í nýútkominni ársskýrslu Kópavogsdeildar fyrir starfsárið 2006 kemur fram að framlög deildarinnar til neyðaraðstoðar erlendis voru umtalsverð á síðasta ári.

Alls voru veittar 1.266.043 krónur til hjálparstarfs auk 3,2 milljóna króna sem söfnuðust í Kópavogi í landssöfnuninni Göngum til góðs. Framlag sjálfboðaliða í verkefninu Föt sem framlag var einnig drjúgt því sjálfboðaliðar deildarinnar útbjuggu alls 610 pakka af fatnaði fyrir ungabörn í neyð.

22. febrúar 2007 : Fjöldi sjálfboðaliða nær tvöfaldaðist á síðasta ári

Samningsbundnum sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar Rauða krossins fjölgaði úr 95 í 182 á síðasta starfsári eða um 92 prósent. Sjálfboðaliðum í heimsóknaþjónustu fjölgaði úr 37 í 71 og sjálfboðaliðum í öðrum verkefnum fjölgaði einnig mikið. Þannig tóku 24 sjálfboðaliðar þátt í starfi Dvalar og 43 í starfi með börnum og ungmennum, Enter og Eldhugum. Þetta kom fram í máli Garðars H. Guðjónssonar formanns á fjölsóttum aðalfundi deildarinnar sem haldinn var á miðvikudagskvöldið.

Fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar sótti fundinn auk fulltrúa ýmissa samstarfsaðila og frá landsskrifstofu félagsins. Gunnar Birgisson bæjarstjóri ávarpaði fundinn, þakkaði deildinni fyrir ánægjulegt samstarf á ýmsum sviðum og hvatti hana til góðra verka.

22. febrúar 2007 : Fellibyljir ógna fórnarlömbum flóða í Mósambík - Rauði kross Íslands veitir 3 milljónir króna í neyðarhjálp

Rauði kross Íslands veitti í dag 3 milljónir íslenskra króna til neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins vegna gífurlegra flóða í Mósambík. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 7,5 milljónir svissneskra franka (ríflega 400 milljónir króna) til að styðja við starf mósambíska Rauða krossins vegna hamfaranna.

Gríðarlegar rigningar undanfarnar vikur hafa orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína, þar á meðal Zambezi fljótið. Fellibylurinn Favio gekk á land í morgun í ferðamannahéraðinu Inhambane, en virðist ekki hafa ollið miklum usla enda Rauði krossinn með mikinn viðbúnað á þessum slóðum. Fellibyljir hafa oft valdið gífurlegu tjóni og mannskaða í Mósambík og er óttast að fleiri muni koma í kjölfar Favio. 

22. febrúar 2007 : Fjöldi sjálfboðaliða nær tvöfaldaðist á síðasta ári

Samningsbundnum sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar fjölgaði úr 95 í 182 á síðasta starfsári eða um 92 prósent. Sjálfboðaliðum í heimsóknaþjónustu fjölgaði úr 37 í 71 og sjálfboðaliðum í öðrum verkefnum fjölgaði einnig mikið. Þannig tóku 24 sjálfboðaliðar þátt í starfi Dvalar og 43 í starfi með börnum og ungmennum, Enter og Eldhugum. Þetta kom fram í máli Garðars H. Guðjónssonar formanns á fjölsóttum aðalfundi deildarinnar sem haldinn var í gærkvöldi.

 Fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar sótti fundinn auk fulltrúa ýmissa samstarfsaðila og frá landsskrifstofu félagsins. Gunnar Birgisson bæjarstjóri ávarpaði fundinn, þakkaði deildinni fyrir ánægjulegt samstarf á ýmsum sviðum og hvatti hana til góðra verka.

22. febrúar 2007 : Rekstur Lækjar tryggður til næstu þriggja ára

Í gær skrifuðu fulltrúar Hafnarfjarðardeildar Rauða kross Íslands, Hafnarfjarðarbæjar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi (SMFR) undir nýjan rekstrarsamning um rekstur Lækjar athvarfs fyrir geðraskaða. Undirskriftin fór fram að viðstöddu fjölmenni í Læk.

Með þessum nýja samningi er rekstur athvarfsins tryggður til næstu þriggja ára. Hann er framlenging frá fyrri samningi þessara aðila en stofnsamningur Lækjar var gerður árið 2003.

Í nýja samningnum tekur Hafnarfjarðarbær á sig aukna þátttöku í rekstri Lækjar auk þess sem SMFR stefna að auknu framlagi á samningstímanum.

22. febrúar 2007 : Rekstur Lækjar tryggður til næstu þriggja ára

Í gær skrifuðu fulltrúar Hafnarfjarðardeildar Rauða kross Íslands, Hafnarfjarðarbæjar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi (SMFR) undir nýjan rekstrarsamning um rekstur Lækjar athvarfs fyrir geðraskaða. Undirskriftin fór fram að viðstöddu fjölmenni í Læk.

Með þessum nýja samningi er rekstur athvarfsins tryggður til næstu þriggja ára. Hann er framlenging frá fyrri samningi þessara aðila en stofnsamningur Lækjar var gerður árið 2003.

Í nýja samningnum tekur Hafnarfjarðarbær á sig aukna þátttöku í rekstri Lækjar auk þess sem SMFR stefna að auknu framlagi á samningstímanum.

20. febrúar 2007 : Á leið til hjálparstarfa í Búrúndí

Hrafnhildur Sverrisdóttir er á leið til Búrúndí til starfa á vegum Rauða krossins. Starf hennar felur í sér heimsóknir í fangelsi, leitarþjónustu og kynningu á alþjóða mannúðarlögum í samvinnu við Rauða krossinn í Búrúndí.

20. febrúar 2007 : Á leið til hjálparstarfa í Búrúndí

Hrafnhildur Sverrisdóttir er á leið til Búrúndí til starfa á vegum Rauða krossins. Starf hennar felur í sér heimsóknir í fangelsi, leitarþjónustu og kynningu á alþjóða mannúðarlögum í samvinnu við Rauða krossinn í Búrúndí.

20. febrúar 2007 : Fjölmenningu fagnað á Austurlandi

Þjóðahátíð á Austurlandi, sú fjórða í röðinni, var haldin sunnudaginn 18. febrúar í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði. Að hátíðinni stóðu eins og í fyrri skiptin allar deildir Rauða krossins á Austurlandi.

20. febrúar 2007 : Námskeið á næstunni

Kópavogsdeild Rauða krossins býður upp á úrval námskeiða á næstunni. Námskeiðin eru ætluð jafnt sjálfboðaliðum og almenningi og snúa að verkefnum sjálfboðaliða og slysavörnum almennt. Öll námskeiðin eru kennd í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11.

Um er að ræða námskeið fyrir heimsóknavini 20. febrúar, námskeið í skyndihjálp 6. mars, sálrænum stuðningi 20. mars og vörnum gegn slysum á börnum 26. febrúar og 5. mars. Skráning á námskeiðin fer fram í síma 554 6626 eða á [email protected].

19. febrúar 2007 : Fjör á grunnnámskeiði URKÍ í Alviðru

Félagar Ungmennahreyfingar Rauða krossins í deildunum í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík tóku þátt í grunnnámskeiði í Alviðru um helgina. Lagt var af stað síðdegis á föstudag og komið til baka á laugardagskvöld.

Á námskeiðinu lögðu krakkarnir áherslu á sjö grundvallarmarkmið Rauða krossins og voru samin leikrit til að túlka markmiðin. Þau lærðu jafnframt um upphaf hreyfingarinnar og fengu að heyra sögu Henry Dunant stofnanda Rauða krossins.

19. febrúar 2007 : Fjör á grunnnámskeiði URKÍ í Alviðru

Félagar Ungmennahreyfingar Rauða krossins í deildunum í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík tóku þátt í grunnnámskeiði í Alviðru um helgina. Lagt var af stað síðdegis á föstudag og komið til baka á laugardagskvöld.

Á námskeiðinu lögðu krakkarnir áherslu á sjö grundvallarmarkmið Rauða krossins og voru samin leikrit til að túlka markmiðin. Þau lærðu jafnframt um upphaf hreyfingarinnar og fengu að heyra sögu Henry Dunant stofnanda Rauða krossins.

19. febrúar 2007 : Fjör á grunnnámskeiði ungmenna í Alviðru

Félagar í ungmennastarfi í deildum Rauða krossins í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík tóku þátt í grunnnámskeiði í Alviðru um helgina. Lagt var af stað síðdegis á föstudag og komið til baka á laugardagskvöld.

Á námskeiðinu lögðu krakkarnir áherslu á sjö grundvallarmarkmið Rauða krossins og voru samin leikrit til að túlka markmiðin. Þau lærðu jafnframt um upphaf hreyfingarinnar og fengu að heyra sögu Henry Dunant stofnanda Rauða krossins.

19. febrúar 2007 : Vinningshafar í 112 getraun Rauða krossins

Eins og áður hefur komið fram var 112 dagurinn haldinn um allt land 11. febrúar sl. Þá var  opið hús hjá Slökkviliði Akureyrar þar sem viðbragðsaðilar kynntu starf sitt. Rauði krossin var þar með sinn bás og þar gat almenningur m.a. tekið þátt í léttri getraun og svarað spurningum varðandi skyndihjálp og neyðarvarnir. Fjölmargir gestir tóku þátt í getrauninni og voru þrír hepnir þátttakendur dregnir út og fengu þeir sjúkratösku frá Rauða krossinum að launum.

16. febrúar 2007 : Námskeið heimsóknavina í Árnesingadeild

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið hjá Árnesingadeild 13.febr. sl.  Heimsóknavinir hafa verið starfandi á vegum deildarinnar um nokkurra ára skeið, en starfsemin farið mjög vaxandi á þessum vetri. Hópstjóri heimsóknavina er Ragnheiður Ágústsdóttir, starfsmaður Árnesingadeildar.

Svæðisfulltrúi setti námskeiðið og síðan sagði Ragnheiður Ágústsdóttir m.a. frá starfsemi heimsóknavina deildarinnar.

16. febrúar 2007 : Námskeið heimsóknavina í Árnesingadeild

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið hjá Árnesingadeild 13.febr. sl.  Heimsóknavinir hafa verið starfandi á vegum deildarinnar um nokkurra ára skeið, en starfsemin farið mjög vaxandi á þessum vetri. Hópstjóri heimsóknavina er Ragnheiður Ágústsdóttir, starfsmaður Árnesingadeildar.

Svæðisfulltrúi setti námskeiðið og síðan sagði Ragnheiður Ágústsdóttir m.a. frá starfsemi heimsóknavina deildarinnar.

16. febrúar 2007 : Rauði krossinn á framhaldsskólaböllum

Skyndihjálparhópur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands sinnir mikilvægu hlutverki á böllum framhaldsskólanema.
Ingibjörg B. Sveinsdóttir blaðamaður fjallaði um starfið í Blaðinu þann 13. febrúar 2007.

16. febrúar 2007 : Rauði krossinn á framhaldsskólaböllum

Skyndihjálparhópur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands sinnir mikilvægu hlutverki á böllum framhaldsskólanema.
Ingibjörg B. Sveinsdóttir blaðamaður fjallaði um starfið í Blaðinu þann 13. febrúar 2007.

16. febrúar 2007 : Rauði krossinn á framhaldsskólaböllum

Skyndihjálparhópur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands sinnir mikilvægu hlutverki á böllum framhaldsskólanema.
Ingibjörg B. Sveinsdóttir blaðamaður fjallaði um starfið í Blaðinu þann 13. febrúar 2007.

16. febrúar 2007 : Dagvist Sunnuhlíðar færð gjöf

Kópavogsdeild Rauða krossins færði í gær dagvist hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíð gjöf. Um var að ræða myndbands- og mynddiskaspilara sem kemur sér afar vel fyrir þá sem sækja dagvistina. Í dagvistinni nýtur fólk þess að horfa á myndbönd og mynddiska og eru fræðslu- og heimildaþættir um Ísland og Íslendinga hve vinsælastir. Þar fyrir utan er fólkið iðið við hannyrðir, spilamennsku og að hlusta á upplestur sjálfboðaliða sem koma daglega.

16. febrúar 2007 : Námskeið heimsóknavina í Árnesingadeild

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið hjá Árnesingadeild 13.febr. sl.  Heimsóknavinir hafa verið starfandi á vegum deildarinnar um nokkurra ára skeið, en starfsemin farið mjög vaxandi á þessum vetri. Hópstjóri heimsóknavina er Ragnheiður Ágústsdóttir, starfsmaður Árnesingadeildar.

Svæðisfulltrúi setti námskeiðið og síðan sagði Ragnheiður Ágústsdóttir m.a. frá starfsemi heimsóknavina deildarinnar.

15. febrúar 2007 : Alþjóða Rauði krossinn eflir hjálparstarfið í sunnanverðri Afríku

Alþjóða Rauði krossinn mun auka stuðning við landsfélög Rauða krossins í sunnanverðri Afríku, meðal annars með auknum fjárframlögum, til að bregðast við gríðarlegum flóðum á svæðinu síðan í byrjun janúar. Flóðin hafa leitt af sér að kólerutilfellum hefur fjölgað töluvert á sumum svæðum. Þau lönd sem verst hafa orðið úti eru Angóla, Mósambík og Sambía.

Sambía: Gríðarlegar rigningar hafa einnig skollið á nokkur landsvæði í Sambíu. Í norðurhluta landsins hafa 200 hús og kamrar hrunið í héruðunum Solwezi og Mpulungu og hafa menn miklar áhyggjur af slæmu hreinlæti í kjölfarið. Rauði kross Sambíu veitir neyðaraðstoð, meðal annars með klórtöflum, og fylgist er vel með útbreiðslu kóleru. Tilkynningar hafa borist um slík tilfelli í Sambíu frá því í október og síðustu vikuna hefur tilfellum fjölgað í höfuðborginni, Lusaka. Alls hafa 414 tilfelli verið skráð og 143 hafa látist.

14. febrúar 2007 : Utanríkisráðuneytið styrkir starf Rauða krossins í Síerra Leóne

Utanríksráðherra hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins vegna baráttunnar gegn barnahermennsku í Síerra Leóne um 10,6 m.kr. Framlagið rennur að hluta til byggingar endurhæfingarathvarfa þar sem börn og ungmenni fá bæði kennslu og sálræna aðstoð vegna afleiðinga borgarastyrjaldarinnar. Sérstök athvörf verða byggð fyrir ungar mæður þar sem þær fá aðstöðu fyrir börn sín meðan þær stunda nám.

Markmiðið með þessu verkefni er að hlúa að stríðshrjáðum börnum, veita þeim menntun, sálfræðiaðstoð og kennslu í iðngreinum til að gera þau betur í stakk búin til þess að takast á við eðlilegt líf.

14. febrúar 2007 : Utanríkisráðuneytið styrkir starf Rauða krossins í Síerra Leóne

Utanríksráðherra hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins vegna baráttunnar gegn barnahermennsku í Síerra Leóne um 10,6 m.kr. Framlagið rennur að hluta til byggingar endurhæfingarathvarfa þar sem börn og ungmenni fá bæði kennslu og sálræna aðstoð vegna afleiðinga borgarastyrjaldarinnar. Sérstök athvörf verða byggð fyrir ungar mæður þar sem þær fá aðstöðu fyrir börn sín meðan þær stunda nám.

Markmiðið með þessu verkefni er að hlúa að stríðshrjáðum börnum, veita þeim menntun, sálfræðiaðstoð og kennslu í iðngreinum til að gera þau betur í stakk búin til þess að takast á við eðlilegt líf.

14. febrúar 2007 : 112 dagurinn í Borgarnesi

112 dagurinn tókst ljómandi vel í Borgarnesi. Kynning var á Hyrnutorgi frá kl. 14:00 - 16:00 þar sem sjúkrabíll var staðsettur fyrir utan.

Margir áttu leið um og prófuðu að hnoða og blása og fengu smá fræðslu um sjálfboðið starf Rauða krossins.

Einnig var tækifærið notað til að kynna skyndihjálparnámskeiðið sem haldið verður hjá deildinni 21. og 22. febrúar nk.

Sjá myndir:

13. febrúar 2007 : Smokkasjálfsalar settir upp í Flensborg

Síðastliðinn miðvikudag afhenti Hrafnhildur Halldórsdóttir stjórnarmaður í Hafnarfjarðardeild Rauða kross Íslands fulltrúum nemenda í Flensborgarskólanum tvo smokkasjálfsala að gjöf.

Gjöf þessi er hluti af stuðningi Hafnarfjarðardeildar við forvarnastarf í þágu ungs fólks. Sjálfsölunum verður komið fyrir á kvenna- og karlasalernum í skólanum. Með þessu framtaki er ungu fólki auðveldaður aðgangur að öruggri getnaðarvörn og einu vörninni gegn kynsjúkdómum.

Í máli Hrafnhildar við afhendinguna kom fram að nýsmit klamidíu er mjög hátt á Íslandi og er ungt fólk í miklum meirihluta þeirra sem smitast. Jafnframt eru ótímabærar þunganir um 350 á ári og þar af fara um 200 stúlkur í fóstureyðingu.

13. febrúar 2007 : Smokkasjálfsalar settir upp í Flensborg

Síðastliðinn miðvikudag afhenti Hrafnhildur Halldórsdóttir stjórnarmaður í Hafnarfjarðardeild Rauða kross Íslands fulltrúum nemenda í Flensborgarskólanum tvo smokkasjálfsala að gjöf.

Gjöf þessi er hluti af stuðningi Hafnarfjarðardeildar við forvarnastarf í þágu ungs fólks. Sjálfsölunum verður komið fyrir á kvenna- og karlasalernum í skólanum. Með þessu framtaki er ungu fólki auðveldaður aðgangur að öruggri getnaðarvörn og einu vörninni gegn kynsjúkdómum.

Í máli Hrafnhildar við afhendinguna kom fram að nýsmit klamidíu er mjög hátt á Íslandi og er ungt fólk í miklum meirihluta þeirra sem smitast. Jafnframt eru ótímabærar þunganir um 350 á ári og þar af fara um 200 stúlkur í fóstureyðingu.

13. febrúar 2007 : Ungmenni kynntu sér útvarp innflytjenda

Þátttakendur í barna- og ungmennastarfi Kópavogsdeildar, Enter og Eldhugum, heimsóttu í byrjun febrúar útvarp innflytjenda í Hafnarfirði. Útvarpið, sem ber heitið Halló Hafnarfjörður, er staðsett í Flensborgarskóla og hóf útsendingar 2. nóvember 2006. Sent er út á tíðninni 96,2 sem næst í Hafnarfirði en einnig er sent út í gegnum vefveitu Hafnarfjarðar .

12. febrúar 2007 : Fræðsla um rétt viðbrögð varð móður til lífs

Rauði kross Íslands hefur valið Egil Vagn Sigurðsson sem Skyndihjálparmann ársins 2006 fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu. Egill Vagn tók við viðurkenningunni í gær við athöfn í Smáralind sem efnt var til í tilefni af 112-deginum.

Egill Vagn, sem er einungis 8 ára, bjargaði lífi móður sinnar í júní í fyrra þegar hún hneig niður á heimili þeirra og missti meðvitund vegna bráðaofnæmis. Egill Vagn brást skjótt við og sótti adrenalínpenna í veski móður sinnar og sprautaði hana í handlegginn en hringdi síðan í neyðarlínuna 112 eftir hjálp. Hann fór svo eftir fyrirmælum neyðarvarðar þar til sjúkrabíll kom á staðinn.

12. febrúar 2007 : 112 dagurinn gekk vel

Viðbragðsaðilar í björgun og almannavörnum efndu til fjölbreyttrar dagskrár um allt land á 112 daginn, sunnudaginn 11. febrúar. Að þessu sinni var dagurinn helgaður margvíslegum störfum sjálfboðaliða að forvörnum, leit og björgun, almannavörnum og neyðaraðstoð. Hér á Akureyri óku viðbragðsaðilar hópakstur um bæinn en síðan var opið hús í slökkvistöðinni frá kl. 13 – 16. Þar mátti skoða tækjakost og kynnast starfsemi þessara aðila.

11. febrúar 2007 : Fræðsla um rétt viðbrögð varð móður til lífs

Rauði kross Íslands hefur valið Egil Vagn Sigurðsson sem Skyndihjálparmann ársins 2006 fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu. Egill Vagn tók við viðurkenningunni í dag kl. 13:20 við athöfn í Smáralind sem viðbragðsaðilar í björgun og almannavörnum standa að í tilefni af 112-deginum.

Egill Vagn sem er einungis 8 ára bjargaði lífi móður sinnar í júní í fyrra þegar hún hneig niður á heimili þeirra og missti meðvitund vegna bráðaofnæmis. Egill Vagn brást skjótt við og sótti adrenalínpenna í veski móður sinnar og sprautaði hana í handlegginn en hringdi síðan í neyðarlínuna 112 eftir hjálp. Hann fór svo eftir fyrirmælum neyðarvarðar þar til sjúkrabíll kom á staðinn.

11. febrúar 2007 : Fræðsla um rétt viðbrögð varð móður til lífs

Rauði kross Íslands hefur valið Egil Vagn Sigurðsson sem Skyndihjálparmann ársins 2006 fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu. Egill Vagn tók við viðurkenningunni í dag kl. 13:20 við athöfn í Smáralind sem viðbragðsaðilar í björgun og almannavörnum standa að í tilefni af 112-deginum.

Egill Vagn sem er einungis 8 ára bjargaði lífi móður sinnar í júní í fyrra þegar hún hneig niður á heimili þeirra og missti meðvitund vegna bráðaofnæmis. Egill Vagn brást skjótt við og sótti adrenalínpenna í veski móður sinnar og sprautaði hana í handlegginn en hringdi síðan í neyðarlínuna 112 eftir hjálp. Hann fór svo eftir fyrirmælum neyðarvarðar þar til sjúkrabíll kom á staðinn.

10. febrúar 2007 : Fjölbreytt dagskrá á 112 daginn

Viðbragðsaðilar í björgun og almannavörnum efna til fjölbreyttrar dagskrár um allt land á 112 daginn, sunnudaginn 11. febrúar. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður margvíslegum störfum sjálfboðaliða að forvörnum, leit og björgun, almannavörnum og neyðaraðstoð. Á höfuðborgarsvæðinu verður eftirfarandi á döfinni:

Föstudaginn 9. febrúar verður ljósmyndasýningin Útkall 2006 opnuð í Kringlunni en fyrri sýningar með myndum af viðbragðsaðilum að störfum hafa vakið mikla athygli. Sýningin stendur í Kringlunni til 16. febrúar.

Samstarfsaðilar 112 dagsins á höfuðborgarsvæðinu standa sameiginlega að dagskrá og kynningu í Smáralind sunnudaginn 11. febrúar og verður hún sem hér segir:

8. febrúar 2007 : Sjálfboðaliðar - Ígildi hers

Grein sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 11. febrúar, 2007 - Daglegt líf. 

8. febrúar 2007 : Áframhaldandi rekstur Lautar, athvarfs á Akureyri fyrir fólk með geðraskanir

Akureyrardeild Rauða kross Íslands, Geðverndarfélag Akureyrar og Akureyrarbær gerðu með sér samning í dag um áframhaldandi rekstur Lautar, dagsathvarfs fyrir fólk sem á við geðraskanir að stríða. Athvarfið er nú til húsa í Þingvallastræti 32 en flyst með vorinu í nýtt húsnæði þar sem áður var leikskólinn Klappir að Brekkugötu 34.

Markmiðið með starfseminni er að efla sjálfstæði þessa hóps, auka samfélagsþátttöku og bjóða tækifæri til samveru og fræðslu, auk þess að veita gestum persónulegan stuðning.

Samningur er fyrir árin 2007-2009. Akureyrardeild Rauða krossins mun annast daglegan rekstur athvarfsins en Geðverndarfélag Akureyrar sér um fræðslu og þjálfun starfsfólks, ásamt því að veita faglega ráðgjöf um daglega starfsemi.

8. febrúar 2007 : Afmæli fagnað í Vin

Vin, athvarf Rauða kross Íslands í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, fagnar 14 ára afmæli í dag. Gestir og starfsfólk athvarfsins gera sér glaðan dag með þorramat og skemmtun en tekið var forskot á sæluna á mánudaginn þegar haldið var afmælisskákmót.

8. febrúar 2007 : Afmæli fagnað í Vin

Vin, athvarf Rauða kross Íslands í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, fagnar 14 ára afmæli í dag. Gestir og starfsfólk athvarfsins gera sér glaðan dag með þorramat og skemmtun en tekið var forskot á sæluna á mánudaginn þegar haldið var afmælisskákmót.

8. febrúar 2007 : Flóðin í Indónesíu

Miklar rigningar það sem af er febrúar hafa orsakað gríðarleg flóð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Flóð eru algeng í Indónesíu á regntímanum en flóðin nú eru þau mestu í Jakarta í fimm ár. Slæmt holræsakerfi og erfið aðstaða til að hafa stjórn á flóðunum hafa gert ástandið verra. Veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi rigningum næstu vikuna, einkum þar sem mikið eru um hæðir, og því er búist við enn frekari flóðum. Mestar eru áhyggjurnar af fólki sem misst hefur heimili sín, vatnsmengun og útbreiðslu sjúkdóma á borð við niðurgang, blóðkreppusótt og dengue hitasótt.

Fólk hefur verið flutt á brott og stjórnvöld, samtök og aðrir hafa komið upp tímabundnu húsaskjóli, aðallega í moskum, skólum og opinberum stöðum.

7. febrúar 2007 : Kópavogsdeild tekur þátt í upplýsingagjöf til innflytjenda

Einu sinni í viku er svarað í upplýsingasíma fyrir innflytjendur í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins. Símtölum er svarað frá einstaklingum sem hafa serbó-króatísku að móðurmáli og vilja leita að upplýsingum um hin ýmsu mál sem snerta búsetu þeirra á Íslandi. Í símann svarar Dragana Zastavnikovic sem hefur búið á Íslandi í 11 ár. Dragana segir að flest símtölin snúi að upplýsingagjöf sem snertir atvinnu- og búseturéttindi innflytjenda en einnig óski fólk eftir upplýsingum um hvar það getur nálgast ýmsa þjónustu og viðskipti.

U
pplýsingasími fyrir innflytjendur er rekinn af Fjölmenningarsetri Vestfjarða og var opnaður í samvinnu við Rauða kross Íslands.

7. febrúar 2007 : Starf Rauða krossins síðan flóðbylgjan skall á löndin við Indlandshaf

Hinn níu stiga jarðskjálfti sem skók vesturströnd Súmötru sunnudagsmorguninn 26. desember 2004 kl. 7:59 að morgni að staðartíma (00:59 að íslenskum tíma) kom af stað gríðarlegum flóðbylgjum sem skullu á strandhéruðum landa sem liggja að Indlandshafi.

7. febrúar 2007 : Kópavogsdeild tekur þátt í upplýsingagjöf til innflytjenda

Einu sinni í viku er svarað í upplýsingasíma fyrir innflytjendur í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins. Símtölum er svarað frá einstaklingum sem hafa serbó-króatísku að móðurmáli og vilja leita að upplýsingum um hin ýmsu mál sem snerta búsetu þeirra á Íslandi. Í símann svarar Dragana Zastavnikovic sem hefur búið á Íslandi í 11 ár. Dragana segir að flest símtölin snúi að upplýsingagjöf sem snertir atvinnu- og búseturéttindi innflytjenda en einnig óski fólk eftir upplýsingum um hvar það getur nálgast ýmsa þjónustu og viðskipti.

U
pplýsingasími fyrir innflytjendur er rekinn af Fjölmenningarsetri Vestfjarða og var opnaður í samvinnu við Rauða kross Íslands.

7. febrúar 2007 : Gerviblóð og góð erindi

Blæðingar og sár var aðalefni þriðja hluta fræðslu fyrir viðbragðshóp í skyndihjálp hjá deildum Rauða krossins á Norðurlandi. Námskeiðið fór fram um síðustu helgi.

Auk hefðbundinnar fræðslu um sár og umbúðir voru verklegar æfingar þar sem leikarar voru fengnir til aðstoðar. Voru þeir útbúnir með sex mismunandi áverka og var þátttakendum ætlað að meta áverkana og skýra hvernig þeir skildu meðhöndlaðir. 

Í
lok æfingar var síðan hvert tilfelli tekið fyrir og rétt meðhöndlun sýnd. Í tengslum við þennan þátt var einnig fjallað um það hvernig skuli bera sig að við að meta á skipulagðan hátt áverka á slösuðum.

7. febrúar 2007 : Gerviblóð og góð erindi

Blæðingar og sár var aðalefni þriðja hluta fræðslu fyrir viðbragðshóp í skyndihjálp hjá deildum Rauða krossins á Norðurlandi. Námskeiðið fór fram um síðustu helgi.

Auk hefðbundinnar fræðslu um sár og umbúðir voru verklegar æfingar þar sem leikarar voru fengnir til aðstoðar. Voru þeir útbúnir með sex mismunandi áverka og var þátttakendum ætlað að meta áverkana og skýra hvernig þeir skildu meðhöndlaðir. 

Í
lok æfingar var síðan hvert tilfelli tekið fyrir og rétt meðhöndlun sýnd. Í tengslum við þennan þátt var einnig fjallað um það hvernig skuli bera sig að við að meta á skipulagðan hátt áverka á slösuðum.

7. febrúar 2007 : Starf Rauða krossins síðan flóðbylgjan skall á löndin við Indlandshaf

Hinn níu stiga jarðskjálfti sem skók vesturströnd Súmötru sunnudagsmorguninn 26. desember 2004 kl. 7:59 að morgni að staðartíma (00:59 að íslenskum tíma) kom af stað gríðarlegum flóðbylgjum sem skullu á strandhéruðum landa sem liggja að Indlandshafi.

6. febrúar 2007 : Akranesdeild Rauða krossins og Akraneskaupstaður undirrita þjónustusamning um málefni útlendinga

Síðastliðinn föstudag var undurritaður þjónustusamningur milli Akranesdeildar Rauða krossins og Akraneskaupstaðar um þjónustu við útlendinga á Akranesi.

Í þjónustusamningnum felst að Akranesdeildin tekur að sér að sinna þjónustu við útlendinga í Akraneskaupstað með því að koma á fót upplýsingamiðstöð þar sem nauðsynlegum upplýsingum er varða aðlögun og búsetu í nýju landi verður safnað saman og hafðar aðgengilegar. Samvinna verður höfð við stéttarfélög, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og þær stofnanir og félagasamtök sem þurfa þykir.

6. febrúar 2007 : Gerviblóð og góð erindi.

Blæðingar og sár var aðalefni þriðja hluta fræðslu fyrir skyndihjálparhóp sem fram fór um nýliðna helgi. Auk hefðbundinar fræðslu um sár og umbúðir voru verklegar æfingar þar sem leikarar voru fengnir til aðstoðar.  Voru þeir útbúnir með sex mismunandi áverka og var þátttakendum ætlað að meta áverkana og skýra hvernig þeir skildu meðhöndlaðir. Í lok æfingar var síðan hvert  tilfelli tekið fyrir og rétt meðhöndlun sýnd.  Í tengslum við þennan þátt var einnig fjallað um það hvernig skuli bera sig að við það að meta á skipulagðan hátt áverka á slösuðum.

5. febrúar 2007 : Skipulagt tómstundastarf hefur jákvæð áhrif í lífi unglinga.

Rannsóknir & greining, sem er rannsóknarsetur á vegum kennslufræði- og lýðheilsudeildar HR, kynnti í síðustu viku niðurstöður viðamikillar rannsóknar á högum og líðan íslenskra ungmenna í efstu bekkjum grunnskólans. Þessi rannsókn er unnin að beiðni menntamálaráðuneytisins og tóku 7430 nemendur úr 9. og 10. bekk þátt í henni, en það eru rúmlega 80% allra nemenda í þessum aldurshópum á Íslandi.

Skýrslan sem unnin hefur verið úr rannsókninni ber heitið Ungt fólk 2006,  Menntun, menning, tómstundir og íþróttaiðkun ungmenna á Íslandi. Í skýrslunni eru ítarlegar upplýsingar um hagi og lífshætti unglinga settar fram með margvíslegum hætti.

2. febrúar 2007 : ,,Mikilvægt að halda ró sinni"

Þriðjudagaskvöldið 30. janúar tóku tveir sjálfboðaliðar í Skyndihjálparhóp Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, sem einnig eru félagar í Björgunarsveit Árborgar, þátt í mjög erfiðu, en vel heppnuðu björgunarstarfi í Ölfusá í Árborg. Þeir Viðar Arason hópstjóri og Tryggvi Pálsson sjálfboðaliði í Skyndihjálparhópnum björguðu ungum manni sem ekið hafði út í Ölfusána eftir að bíl hans lenti utan vegar við Árveg, rétt norðan Ölfusárbrúar.

Þetta kvöld var töluvert mikið í ánni og þurfti að notast við björgunarbát. Ökumaðurinn var hættur að anda þegar í bátinn kom en var þó með púls.

2. febrúar 2007 : ,,Mikilvægt að halda ró sinni"

Þriðjudagaskvöldið 30. janúar tóku tveir sjálfboðaliðar í Skyndihjálparhóp Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, sem einnig eru félagar í Björgunarsveit Árborgar, þátt í mjög erfiðu, en vel heppnuðu björgunarstarfi í Ölfusá í Árborg. Þeir Viðar Arason hópstjóri og Tryggvi Pálsson sjálfboðaliði í Skyndihjálparhópnum björguðu ungum manni sem ekið hafði út í Ölfusána eftir að bíl hans lenti utan vegar við Árveg, rétt norðan Ölfusárbrúar.

Þetta kvöld var töluvert mikið í ánni og þurfti að notast við björgunarbát. Ökumaðurinn var hættur að anda þegar í bátinn kom en var þó með púls.

2. febrúar 2007 : Þrír vinir gáfu Rauða krossinum ágóða af tombólu

Þrír vinir í Kópavogi söfnuðu dóti fyrir tombólu sem þeir héldu svo við Hagkaup í Smáralind. Miðinn á tombólunni kostaði 100 krónur og ágóðinn af sölunni var samtals 2.326 krónur sem þeir færðu Kópavogsdeild Rauða krossins. Vinirnir heita Viktor Freyr Sigurðsson, Jóhannes Kristjánsson og Illugi Njálsson og eru þeir á 7. og 8. aldursári. Félögunum þótti athyglisvert og gleðilegt að fólk sem átti leið hjá gaf þeim peninga án þess að kaupa miða og fá eitthvað í staðinn. Þannig tókst þeim líka að safna hærri upphæð.

1. febrúar 2007 : Gagnleg samvera heimsóknavina og fræðsla um geðraskanir

Á þriðjudaginn var haldin samvera fyrir sjálfboðaliða Kópavogsdeildar Rauða krossins sem sinna heimsóknum á einkaheimilum. Samvera sem þessi er hugsuð sem tækifæri fyrir heimsóknavini til að segja frá hvernig gengur og jafnframt miðla af reynslu sinni. Um leið er þetta vettvangur til að hitta aðra heimsóknavini, en margir hafa bæst í hópinn á undanförnum misserum.

Það er mikilvægt að fá að leita í reynslubanka heimsóknavina sem hafa starfað lengi hjá Rauða krossinum til að leiðbeina þeim sem eru að koma nýir inn í starfið. Samvera og handleiðsla sem þessi er nú haldin á 6-8 vikna fresti.

Í framhaldi samverunnar hélt Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur erindi um þunglyndi og kvíða.