30. mars 2007 : Átta mannúðarsamtök vekja athygli á þróunarsamvinnu sinni

Frjáls félagasamtök hér á landi taka þátt í þróunarsamvinnu víða um heim og starf þeirra á þessu sviði fer vaxandi. Almenningur og fyrirtæki styðja þróunarverkefnin en framlög frá stjórnvöldum eru tiltölulega lág. 

30. mars 2007 : Áhugaverð ráðstefna um málefni innflytjenda

Dagana 26. til 28. mars stóðu Fjölmenningasetur og Háskólasetur Vestfjarða fyrir ráðstefnu um innflytjendur og móttöku þeirra. .

30. mars 2007 : Flestir hælisleitendur koma frá Írak

Írakar sem flúið hafa frá stríðshrjáðu heimalandi sínu voru fjölmennastir í hópi hælisleitenda í iðnríkjum heimsins á síðasta ári, en ríkin eru 50 talsins.

30. mars 2007 : Flestir hælisleitendur koma frá Írak

Írakar sem flúið hafa frá stríðshrjáðu heimalandi sínu voru fjölmennastir í hópi hælisleitenda í iðnríkjum heimsins á síðasta ári, en ríkin eru 50 talsins.

29. mars 2007 : Vel heppnuð skyndihjálparæfing á höfuðborgarsvæði

Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæði stóðu á dögunum fyrir sameiginlegri skyndihjálparæfingu í Hafnarfirði. Alls tóku 16 manns þátt í æfingunni.

Skyndihjálp er eitt af meginverkefnum Rauða krossins og þess er vænst af sjálfboðaliðum hans að þeir standi klárir á því hvernig bjarga eigi fólki í neyð.

Þrír skyndihjálparleiðbeinendur aðstoðuðu þátttakendur við að leysa ýmis verkefni s.s. að hnoða og blása í endurlífgunardúkkur, binda um snúinn ökkla, leita að áverkum o.s.frv.

Skyndihjálparæfingum er ekki ætlað að koma í stað hefðbundinna námskeiða heldur að gefa fólki kost á að rifja upp þekkinguna og æfa sig í að beita helstu aðferðum skyndihjálpar. Það hefur nefnilega sýnt sig að ef maður æfir tæknina reglulega á maður auðveldara með að beita henni þegar á reynir.

Stefnt er á að halda aðra æfingu í vor og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við Jón Brynjar Birgisson, svæðisfulltrúa, [email protected], sími 565 2425.

29. mars 2007 : Vel heppnuð skyndihjálparæfing á höfuðborgarsvæði

Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæði stóðu á dögunum fyrir sameiginlegri skyndihjálparæfingu í Hafnarfirði. Alls tóku 16 manns þátt í æfingunni.

Skyndihjálp er eitt af meginverkefnum Rauða krossins og þess er vænst af sjálfboðaliðum hans að þeir standi klárir á því hvernig bjarga eigi fólki í neyð.

Þrír skyndihjálparleiðbeinendur aðstoðuðu þátttakendur við að leysa ýmis verkefni s.s. að hnoða og blása í endurlífgunardúkkur, binda um snúinn ökkla, leita að áverkum o.s.frv.

Skyndihjálparæfingum er ekki ætlað að koma í stað hefðbundinna námskeiða heldur að gefa fólki kost á að rifja upp þekkinguna og æfa sig í að beita helstu aðferðum skyndihjálpar. Það hefur nefnilega sýnt sig að ef maður æfir tæknina reglulega á maður auðveldara með að beita henni þegar á reynir.

Stefnt er á að halda aðra æfingu í vor og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við Jón Brynjar Birgisson, svæðisfulltrúa, [email protected], sími 565 2425.

29. mars 2007 : Vefsíða Eldhuga opnuð og Eldhugablaðið gefið út

Í dag efna Eldhugar til útgáfuteitis í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem opnuð verður vefsíða Eldhuga og útgáfu Eldhugablaðsins verður fagnað. Boðsgestir í teitinu verða ungmenni úr Hafnarfjarðardeild Rauða krossins.

Á forsíðunni á vef Kópavogsdeildar má nú finna hlekk til hægri inn á vefsíðu Eldhuga. Bein slóð á vefsíðuna er: www.redcross.is/eldhugar. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um starf Eldhuga. Eldhugablaðið inniheldur efni sem Eldhugar hafa sett saman og tengist markmiði þeirra að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma.

29. mars 2007 : Vefsíða Eldhuga opnuð og Eldhugablaðið gefið út

Í dag efna Eldhugar til útgáfuteitis í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem opnuð verður vefsíða Eldhuga og útgáfu Eldhugablaðsins verður fagnað. Boðsgestir í teitinu verða ungmenni úr Hafnarfjarðardeild Rauða krossins.

Á forsíðunni á vef Kópavogsdeildar má nú finna hlekk til hægri inn á vefsíðu Eldhuga. Bein slóð á vefsíðuna er: www.redcross.is/eldhugar. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um starf Eldhuga. Eldhugablaðið inniheldur efni sem Eldhugar hafa sett saman og tengist markmiði þeirra að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma.

29. mars 2007 : Vaxandi starfsemi

Aðalfundur deildarinnar var haldinn þriðjudaginn 13. mars. Fram kom í máli Sigurðar Ólafssonar, formanns,  að starfsemi deildarinnar hafði verið með allra besta móti á liðnu ári. Félögum og sjálfboðaliðum hafði fjölgað nokkuð og verkefni sjálfboðaliða gengið vel.
Þrátt fyrir nokkuð rekstrartap þá var hagnaður ársins rúmar 27 þúsund krónur og fjárhagsstaða deildarinnar viðunandi. Lögð var fram fjárhags og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2007, og gera þær ráð fyrir að reksturinn veriði með svipuðu sniði og á ný liðnu ári.
Á fundinum var kosin ný stjórn, og í stað Sigríðar M. Jóhannsdóttur, Láru Ellingssen og Maríu Pétursdóttur  sem nú gengu úr stjórn komu þær Auður Ásbjörnsdóttir, Esther Brune og Dusanka Kotaras.

29. mars 2007 : Vefsíða Eldhuga opnuð og Eldhugablaðið gefið út

Í dag efna Eldhugar til útgáfuteitis í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem opnuð verður vefsíða Eldhuga og útgáfu Eldhugablaðsins verður fagnað. Boðsgestir í teitinu verða ungmenni úr Hafnarfjarðardeild Rauða krossins.

Á forsíðunni á vef Kópavogsdeildar má nú finna hlekk til hægri inn á vefsíðu Eldhuga. Bein slóð á vefsíðuna er: www.redcross.is/eldhugar. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um starf Eldhuga. Eldhugablaðið inniheldur efni sem Eldhugar hafa sett saman og tengist markmiði þeirra að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma.

28. mars 2007 : Guðný Halla hlaut 1. verðlaun í Byggjum betra samfélag ljósmyndasamkeppni

Guðný Halla Guðmundsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndamaraþoni Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Hafnarfirði sem haldin var á dögunum. Að launum fékk hún stafræna myndavél frá Hans Petersen í Firði.

28. mars 2007 : Guðný Halla hlaut 1. verðlaun í Byggjum betra samfélag ljósmyndasamkeppni

Guðný Halla Guðmundsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndamaraþoni Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Hafnarfirði sem haldin var á dögunum. Að launum fékk hún stafræna myndavél frá Hans Petersen í Firði.

28. mars 2007 : Samvera heimsóknavina og athyglisverð fræðsla um Alzheimersjúkdóminn

Heimsóknavinir sem heimsækja fólk á einkaheimili komu saman í sjálfboðamiðstöðinni í vikunni á svokallaðri samveru sem nýtt er til að þeir geti miðlað reynslu sinni til annarra sem sinna heimsóknaþjónustu.

Í framhaldi af samverunni var boðið upp á fræðslu fyrir alla sjálfboðaliða deildarinnar og að þessu sinni ræddi María Th. Jónsdóttir, formaður félags aðstandenda Alzheimerssjúkra, um upphafseinkenni Alzheimersjúkdómsins. Hún skýrði einnig frá sinni reynslu af sjúkdómnum en hún hefur unnið fyrir samtökin í 22 ár og þekkir því vel til sjúklinga og fjölskyldna sem hafa þurft að glíma við einkenni Alzheimer.

27. mars 2007 : Eldhugar fengu kynningu á Mexíkó

Eldhugar fengu nýlega svokallaða vegabréfaheimsókn um Mexíkó. Vegabréfaheimsóknir gefa Eldhugum tækifæri á að kynnast menningu annarra landa og lífi fólks þar með frásögnum gesta, íslenskra sem erlendra, sem hafa dvalið erlendis til lengri eða skemmri tíma.

Að þessu sinni var það Patricia Segura Valdes sem heimsótti Eldhuga. Patricia er fædd og uppalin í Mexíkóborg en fluttist til Íslands fyrir um tuttugu árum. Hún starfar sem spænskukennari í Menntaskólanum í Kópavogi en hefur verið við nám í Háskóla Íslands frá því að hún kom til landsins og lokið prófum þaðan úr þremur mismuandi greinum.

27. mars 2007 : Víetnamskur dagur

Verkefnið Framtíð í nýju landi stóð fyrir víetnömskum degi 11. mars síðastliðinn. Einn hluti verkefnisins er þáttur mentora sem undirbjuggu dagskrá dagsins og voru með kynningar. Mentorar eru sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum sem styðja við ungt fólk af víetnömskum uppruna, mentee.

Kynnt var saga Víetnam, etnískir hópar, trúarbrögð, nöfn, hjátrú og ýmsar athafnir eins og jarðarfarir, trúlofanir og brúðkaup. Einnig voru kynntar bókmenntir og tónlist frá Víetnam. Víetnömsku ungmennin höfðu einnig útbúið víetnamskar veitingar sem smökkuðust dásamlega.

27. mars 2007 : Deildir ljúka aðalfundastarfi

Aðalfundum deilda Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum er nú lokið. Deildir á svæðinu eru átta talsins, fimm á Suðurlandi, tvær á Suðurnesjum og ein í Vestmannaeyjum. Ekki urðu miklar breytingar í stjórnum deilda, þó undantekningar hafi verið þar á.

Á fundum kom skýrt fram hve fjölbreytt starfsemin er. Sum verkefni eru þau sömu hjá öllum deildum og má þar nefna, skyndihjálp, neyðarvarnir og neyðaraðstoð, en önnur verkefni geta verið mismunandi eftir áherslum á hverjum stað. 

26. mars 2007 : Nýútskrifaðir fjöldahjálparstjórar á Norðurlandi

Fjöldahjálparstjórnarnámskeið var haldið á Húsavík um síðustu helgi. Mæting var góð, eða 23 manns, sem komu frá öllum deildum Rauða krossins í Þingeyjarsýslu.

26. mars 2007 : Nýútskrifaðir fjöldahjálparstjórar á Norðurlandi

Fjöldahjálparstjórnarnámskeið var haldið á Húsavík um síðustu helgi. Mæting var góð, eða 23 manns, sem komu frá öllum deildum Rauða krossins í Þingeyjarsýslu.

26. mars 2007 : Nemendur í Snælandsskóla gáfu Rauða krossinum fimmtán hjól

Í síðustu viku afhentu nokkrir nemendur úr 8.-10. bekk Snælandsskóla fulltrúum Rauða krossins fimmtán hjól sem send verða til Malaví. Landsfélag Rauða krossins í Malaví sér um afhendingu hjólanna en líklegt er að sjálfboðaliðar Rauða krossins

23. mars 2007 : Gríðarlegt mannfall af völdum sprenginga í Mósambík

Vopnabúr mósambíska hersins í Malhazine, einu af úthverfi Maputo, sprakk í loft upp seinni partinn í gær á sama tíma og fólk var á leið heim úr vinnu og skólum. Stóðu sprengingarnar yfir klukkustundum saman og af og til voru hrikalegar eldsprengingar og sprengjubrot þeyttust í allar áttir. Enn liggja leifar af sprengjum víða á svæðinu og ekki vitað hvort þær muni springa. Nú er talið að minnst 72 hafi látist og einhver hundruð slasast.

Tugir sjálfboðaliða Maputodeildar Rauða krossins fóru strax á vettvang og voru við störf langt fram undir morgun við að bera burtu látna og slasaða og aðstoða aðra. Lýsingar þeirra voru hroðalegar, eins og af vígvelli í miðri borg, líkamspartar á víð og dreif og börn og fullorðnir hlaupandi um í angist að leita að ættingjum.

22. mars 2007 : 21. mars Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttafordómum

21. mars er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti. Árlega koma þúsundir manna saman þennan dag til að vinna gegn fordómum og misrétti fólks af ólíkum uppruna.

22. mars 2007 : 21. mars Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttafordómum

21. mars er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti. Árlega koma þúsundir manna saman þennan dag til að vinna gegn fordómum og misrétti fólks af ólíkum uppruna.

22. mars 2007 : Mannréttindasérfræðingur skorar á ríki að styðja sáttmála sem verndar farandverkamenn

Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í réttindum farandverkamanna hefur skorað á aðildarríki SÞ að staðfesta alþjóðlegan sáttmála sem leitast við að vernda tæplega 200 milljón farandverkamenn gegn harðræði.

22. mars 2007 : Nemendur í Snælandsskóla gáfu Rauða krossinum fimmtán hjól

Í gær afhentu nokkrir nemendur úr 8.-10. bekk Snælandsskóla fulltrúum Rauða krossins fimmtán hjól sem senda á til Malaví. Landsfélag Rauða krossins í Malaví kemur hjólunum áleiðis til þeirra sem þurfa en líklegt er að sjálfboðaliðar Rauða krossins í landinu fái flest þeirra til afnota.

Þetta er í fyrsta sinn sem krakkarnir í Snælandsskóla afhenda Rauða krossinum slíka gjöf og koma hjólin sér afar vel. Á hvert hjól er fest kveðja á ensku til nýs eiganda þar sem honum er óskað velfarnaðar á nýja hjólinu.

22. mars 2007 : 28 nýir skyndihjálparleiðbeinendur

Rauði krossinn stóð fyrir leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp dagana 26. febrúar til 3. mars. Alls sóttu 28 manns námskeiðið og útskrifuðust frábærir leiðbeinendur sem vonandi eiga eftir að vera virkir í kennslu á næstu árum.

Í fyrsta sinn voru útskrifaðir fjórir leiðbeinendur úr röðum innflytjenda, en þeir voru sérstaklega boðnir velkomnir á námskeiðið. Innflytjendum hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum og þetta er eitt af því sem félagið vill gera til að koma til móts við þarfir þeirra.

Félagið er talsmaður umburðalyndis og hefur lagt áherslu á að byggja betra samfélag þar sem allir fá að njóta sín. Ein þeirra leiða sem hægt er að fara er að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið á ýmsum tungumálum.

21. mars 2007 : Rauði krossinn aðstoðar 117 þúsund manns í Mósambík

Alþjóða Rauði krossinn hefur þrefaldað hjálparbeiðni sína til aðstoðar fórnarlamba fellibyls og flóða sem ollu miklum hamförum í Mósambík í síðasta mánuði. Nú er ljóst að þörf er á 20,6 milljónum svissneskra franka (1,1 milljarð íslenskra króna) svo hægt sé að aðstoða yfir 117 þúsund manns næstu sex mánuðina.

-Mósambík er ekki lengur í fréttum en margir hafa misst allt sitt og þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda. Það tekur tíma að ná sér eftir slíkar hörmungar og þá erum við að tala um marga mánuði, segir Fernanda Teixeira framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík. -Yfir 160 þúsund manns hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum á einhvern hátt og hafast enn við í neyðarskýlum. Rauði krossinn verður að aðstoða þá við að komast í húsnæði og koma aftur undir sig fótunum.

21. mars 2007 : Aðalfundur Reykjavíkurdeildar

Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands var haldinn þann 15. mars. Dagskrá fundarins var hefðbundin, ársreikningur 2006 var kynntur og lagður fyrir fundinn til samþykktar og framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. Þá var á dagskrá kjör stjórnar.

21. mars 2007 : Áfangi um sjálfboðið starf kenndur í fjórða sinn í MK

Næsta haust verður áfangi um sjálfboðið Rauða kross starf kenndur í fjórða sinn í Menntaskólanum í Kópavogi. Fyrst var boðið upp á áfangann á vormisseri 2006 og hefur hann verið kenndur síðan. Í áfanganum vinna nemendur ýmis sjálfboðin störf á vegum Kópavogsdeildar Rauða krossins. Sameiginlegt verkefni nemendanna er síðan að halda fatamarkað til styrktar málefni Rauða krossins.

Nemendurnir í áfanganum á þessari önn héldu velheppnaðan markað 10. og 11. mars síðastliðinn til styrktar ferðasjóði Dvalar, athvarfs fyrir geðfatlaða. Nokkrir nemendanna fóru í gær í Dvöl til að fagna árangrinum. Fulltrúar Dvalar þökkuðu þeim kærlega fyrir að leggja þeim lið með því að halda markaðinn.

20. mars 2007 : Mongólía í kulda og sól

Þór er sendifulltrúi Rauða krossins í Mongólíu og gegnir starfi yfirmanns Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC).

20. mars 2007 : Mongólía í kulda og sól

Þór er sendifulltrúi Rauða krossins í Mongólíu og gegnir starfi yfirmanns Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC).

20. mars 2007 : Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra tók þátt í hlutverkaleiknum Á flótta

Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi síðastliðna helgi í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt samstarf hefur verið með uppsetningu leiksins.

20. mars 2007 : Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra tók þátt í hlutverkaleiknum Á flótta

Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi síðastliðna helgi í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt samstarf hefur verið með uppsetningu leiksins.

20. mars 2007 : Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra tók þátt í hlutverkaleiknum Á flótta

Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi síðastliðna helgi í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt samstarf hefur verið með uppsetningu leiksins.

20. mars 2007 : Fjölbreytt kynning á heimsóknaþjónustu Kópavogsdeildar

Kópavogsdeild Rauða krossins býður upp á heimsóknir sjálfboðaliða til fólks sem hefur þörf fyrir félagsskap og dægrastyttingu. Til þess að sem flestir viti að þessi þjónusta er fyrir hendi er hún kynnt með fjölbreyttum hætti.

Nýverið kom út nýr bæklingur um heimsókna-þjónustu deildarinnar og er honum dreift víða um Kópavog. Bæklingnum er meðal annars dreift heim til Kópavogsbúa sem eru 75 ára og eldri í heimsóknum fulltrúa Landsbjargar sem fara yfir öryggisþætti og slysavarnir.

Starfsfólk heimahjúkrunar í Kópavogi var nýlega afhentur bæklingurinn og veitt kynning á starfi heimsóknavina.

20. mars 2007 : Öxafjarðardeild og Raufarhafnardeild sameinaðar

Fimmtudaginn 15. mars var haldinn á Kópaskeri stofnfundur nýrrar Rauða kross deildar, Öxarfjarðardeildar Rauða kross Íslands, sem varð til við sameiningu deildanna á Raufarhöfn og í Öxarfirði. Á fundinum voru lagðar fram starfsreglur fyrir hina nýju deild, farið yfir starfs- og framkvæmdaáætlanir deildanna fyrir sameiningu og mun það vera eitt að fyrstu verkefnum stjórnar að vinna að sameiningu áætlananna.

Stofnfundurinn var haldinn í framhaldi af samþykkt aðalfunda og síðan framhaldsaðalfunda Raufarhafnar- og Öxafjarðardeilda Rauða krossins þar sem ákveðið var að sameina deildirnar undir nafni Öxarfjarðardeildar. Fjallað var um sameininguna á stjórnarfundi Rauða kross Íslands þann 23. febrúar sl. og samþykkti stjórnin hana. Starfssvæði hinnar nýju deildar nær frá Kelduhverfi í vestri og austur fyrir Raufarhöfn. Deildir Rauða krossins eru nú 50 að tölu.

19. mars 2007 : Heimsóknir hunda ganga vel

Hundar taka þátt í heimsóknaþjónustu Kópavogsdeildar með því að heimsækja fólk sem óskar eftir félagsskap þeirra. Nú eru alls um tíu hundar sem taka þátt í heimsóknum til Kópavogsbúa ýmist í heimahúsum eða á sambýlum og stofnunum.

Hundaeigendurnir sem taka þátt í verkefninu hittust í síðustu viku í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar til að segja hver öðrum frá hvernig gengur að heimsækja og miðla þannig af reynslu sinni til hvers annars sem sjálfboðaliðar. Heimsóknirnar ganga almennt mjög vel og mikil ánægja er meðal fólksins sem nýtur þess að hitta hundana reglulega.

19. mars 2007 : Ríkisstjórnin samþykkir að taka á móti flóttamönnum ár hvert

Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að taka árlega á móti hópi flóttamanna hingað til lands. Ákvörðun um þetta var tekin á ríkisstjórnarfundi að tillögu utanríkisráðherra Valgerðar Sverrisdóttur í framhaldi af yfirlýsingu hennar og Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra frá 15. febrúar síðastliðnum um vilja til að renna styrkari stoðum undir reglulega móttöku flóttamanna hér á landi og samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR.

-Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú er mikilvægt skref í að bæta fyrirkomulag Íslendinga við móttöku flóttamanna, segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. -Við hjá Rauða krossinum teljum að ferlið verði skilvirkara nú þegar búið er að tryggja samfellu í móttöku flóttamanna.

16. mars 2007 : Ný félagsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri

Ný félagsmiðstöð var opnuð á Kirkjubæjarklaustri þann 15. febrúar síðast liðinn við góðar undirtektir heimamanna á öllum aldri. Félagsmiðstöðin er staðsett í félagsheimilinu Kirkjuhvoli og heitir Klaustrið.

15. mars 2007 : Æfing á símsvörun neyðarvarnakerfis Rauða krossins

Rauði krossinn sendir mánaðarlega út prufuboðun til viðbragðsaðila sinna. Í vikunni var tækifærið nýtt til að æfa aðkomu Hjálparsímans 1717 að neyðarvarnakerfi Rauða krossins og álag sem gæti myndast á neyðartímum. 

15. mars 2007 : Um 200 þúsund krónur söfnuðust á markaði til styrktar Dvöl

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á fata- og nytjamarkaðinn í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar um síðustu helgi þar sem söfnuðust alls 197.161 krónur í ferðasjóð Dvalar.

15. mars 2007 : Um 200 þúsund krónur söfnuðust á markaði til styrktar Dvöl

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á fata- og nytjamarkaðinn í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar um síðustu helgi þar sem söfnuðust alls 197.161 krónur í ferðasjóð Dvalar.

14. mars 2007 : Um 200 þúsund krónur söfnuðust á markaði til styrktar Dvöl

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á fata- og nytjamarkaðinn í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar um síðustu helgi þar sem söfnuðust alls 197.161 krónur í ferðasjóð Dvalar. Í byrjun næstu viku munu nemendurnir í MK, sem önnuðust markaðinn í samstarfi við athvarfið Dvöl, kíkja í kaffi í Dvöl til að fagna árangrinum.

Nemendurnir í MK sem skipulögðu og héldu markaðinn eru allir í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf og hafa unnið fjölbreytt verkefni fyrir Kópavogsdeild Rauða krossins á þessari önn. Nemendurnir eru hæstánægðir með hvernig tókst til með markaðinn. Ánægjan er einnig mjög mikil í Dvöl þar sem gestir athvarfsins eru afar þakklátir fyrir stuðninginn.

13. mars 2007 : Ný stjórn URKÍ-R

Aðalfundur Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands var haldinn þriðjudaginn 13. mars. Á fundinum var kosið í nýja stjórn URKÍ-R, en þrír eldri stjórnarmenn kvöddu stjórnina.

Unnur Hjálmarsdóttir fráfarandi formaður lét af störfum, en Unnur hefur setið í stjórn í átta ár og af þeim fjögur ár sem formaður. Einnig lét af störfum Magnús Pétursson gjaldkeri og Steinunn Ó. Brynjarsdóttir meðstjórnandi. 

Hannes Arnórsson fráfarandi varaformaður bauð sig fram sem formann og var hann kosinn einróma. María Ágústsdóttir heldur áfram í stjórn en hún var kosin til tveggja ára á síðasta aðalfundi.

Nýja stjórn skipa þau:
Berglind Rós Karlsdóttir - kosin til eins árs
Gunnlaugur Bragi Björnsson - kosinn til tveggja ára 
Hannes Arnórsson  - Formaður
María Ágústsdóttir - situr nú sitt seinna ár í stjórn
María Guðrún Gunnlaugsdóttir - kosin til eins árs

Mun ný stjórn skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

12. mars 2007 : Fræðslufundur um kvíðaraskanir og hugræna atferlismeðferð

Vel á annan tug sjálfboðaliða, starfsfólks og notenda athvarfa Rauða krossins fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu áttu saman ánægjulega stund í húsakynnum Vinjar í síðustu viku. Fulltrúar athvarfsins Dvöl í Kópavogi voru þarna ásamt fulltrúum Læks í Hafnarfirði og Vinjar í Reykjavík.

Brynjar Emilsson, sálfræðingur á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss, hélt áhugavert erindi um kvíðaraskanir og hugræna atferlismeðferð. Í erindi hans kom meðal annars fram að öll höfum við einhvers konar áráttur og þráhyggjur sem gera oft ekki annað en að krydda líf okkar. En þegar þær fara að hafa óþægilega mikil áhrif er líklega kominn tími til að leita sér aðstoðar.

11. mars 2007 : Flensborgarar flokka föt

Nemendur í lífsleikni við Flensborgarskólann í Hafnarfirði tóku nokkra daga í síðustu viku í að heimsækja Fataflokkunarstöð Rauða krossins í Hafnarfirði.

Þar fengu þau fræðslu um fataflokkunarverkefnið en brettu því næst upp ermar og flokkuðu og pökkuðu fötum í gámasendingar. Samtals voru farnar fjórar ferðir í Fataflokkunarstöðina en nemarnir eru tæplega hundrað.


9. mars 2007 : Hægt er að gera kjarakaup á fatamarkaði alla helgina

MK-nemar halda fata- og nytjamarkað í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar nú um helgina, bæði laugardag og sunnudag kl. 11-16. Markaðurinn er haldinn í samvinnu við Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, og rennur allur ágóði óskiptur í ferðasjóð athvarfsins. Þeir sem koma á markaðinn geta sannarlega gert kjarakaup og stutt verðugt málefni um leið.

Undirbúningur fyrir markaðinn stóð sem hæst í gær og óhætt er að segja að líf hafi verið í tuskunum í sjálfboðamiðstöðinni! Margt fallegt og nytsamlegt kom upp úr kössunum. Á markaðnum má meðal annars finna gott úrval barnafatnaðar, skó og gallabuxur á alla fjölskylduna og hægt er að gera kjarakaup á leðurjökkum fyrir fullorðna.

9. mars 2007 : Hægt er að gera kjarakaup á fatamarkaði alla helgina

MK-nemar halda fata- og nytjamarkað í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar nú um helgina, bæði laugardag og sunnudag kl. 11-16. Markaðurinn er haldinn í samvinnu við Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, og rennur allur ágóði óskiptur í ferðasjóð athvarfsins. Þeir sem koma á markaðinn geta sannarlega gert kjarakaup og stutt verðugt málefni um leið.
MK-nemar og Dvöl hvetja alla til að leggja leið sína í sjálfboðamiðstöðina um helgina því verðið er ótrúlegt. Flest er hægt að kaupa á 100, 300 og 500 krónur en allra flottustu flíkurnar fara á 1.000 og 1.500 krónur.

8. mars 2007 : MK-nemar í óða önn að undirbúa fatamarkaðinn um helgina

Vaskur hópur nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi heldur fata- og nytjamarkað í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar dagana 10. og 11. mars kl. 11-16. Markaðurinn er haldinn í samvinnu við athvarfið Dvöl og rennur allur ágóði óskiptur í ferðasjóð athvarfsins. Þar verður hægt að gera sannkölluð kjarakaup og er óhætt að hvetja fólk til að leggja leið sína í sjálfboðamiðstöðina um helgina.

8. mars 2007 : Fræslufundur um kvíðaraskanir og hugræna atferlismeðferð

Um 15 sjálfboðaliðar og notendur athvarfa Rauða krossins fyrir geðfatlaða, Dvalar í Kópavogi, Vinjar í Reykjavík og Lækjar í Hafnarfirði, áttu saman ánægjulega stund í húsakynnum Vinjar þriðjudagskvöldið 6. mars síðastliðinn.

Brynjar Emilsson sálfræðingur á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss hélt áhugavert erindi um kvíðaraskanir og hugræna atferlismeðferð. Í erindi hans kom meðal annars fram að öll höfum við einhvers konar áráttur og þráhyggjur sem gera oft ekki annað en að krydda líf okkar. En þegar þær fara að hafa óþægilega mikil áhrif er líklega kominn tími til að leita sér aðstoðar.

8. mars 2007 : Fræslufundur um kvíðaraskanir og hugræna atferlismeðferð

Um 15 sjálfboðaliðar og notendur athvarfa Rauða krossins fyrir geðfatlaða, Dvalar í Kópavogi, Vinjar í Reykjavík og Lækjar í Hafnarfirði, áttu saman ánægjulega stund í húsakynnum Vinjar þriðjudagskvöldið 6. mars síðastliðinn.

Brynjar Emilsson sálfræðingur á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss hélt áhugavert erindi um kvíðaraskanir og hugræna atferlismeðferð. Í erindi hans kom meðal annars fram að öll höfum við einhvers konar áráttur og þráhyggjur sem gera oft ekki annað en að krydda líf okkar. En þegar þær fara að hafa óþægilega mikil áhrif er líklega kominn tími til að leita sér aðstoðar.

7. mars 2007 : Fatasöfnun á Vesturlandi

Um síðustu helgi stóðu deildir Rauða krossins á Vesturlandi fyrir söfnun í gám sem verður sendur til vinadeildar í Gambíu. Deildirnar hafa í meira en 10 ár átt í vinadeildasamstarfi við deildina í Western division og stutt þar við ýmis verkefni sem nýst hafa íbúum svæðisins.

Söfnunin tókst með eindæmum vel og söfnuðust stórir haugar af fötum, skóm og skólavörum á öllum stöðum sem sjálfboðaliðar deildanna aðstoðuðu svo við að pakka og ganga frá. 

- Í Snæfellsbæ safnaðist ríflega tonn af fatnaði, skóm og skóladóti sem er mjög gott, sagði Guðni Gunnarsson gjaldkeri Snæfellsbæjardeildar Rauða krossins.

7. mars 2007 : Staðreyndir um stöðu kvenna vegna alnæmis

Frá Rauða krossi Íslands og UNIFEM á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars 2007

7. mars 2007 : Fata- og nytjamarkaður fyrir ferðasjóð Dvalar 10. og 11. mars

Hópur nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi og athvarfið Dvöl halda fata- og nytjamarkað helgina 10.-11. mars kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar að Hamraborg 11. Allur ágóði rennur í ferðasjóð Dvalar, athvarfs fyrir geðfatlaða í Kópavogi. Notuð föt og ýmis varningur verður til sölu á vægu verði, allt frá 100 til 1500 krónur. Meðal þess sem verður á boðstólum eru föt á fólk á öllum aldri, skór, handtöskur, leðurjakkar, úlpur, borðbúnaður, bækur og dúkar ásamt fjölmörgu öðru.

6. mars 2007 : Flóttamannastofnun gerir samning við Rauða kross Írlands um sameiningu flóttamannafjölskylda

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gert samning við Rauða kross Írlands um samstarf við að sameina flóttamannafjölskyldur á Írlandi.

6. mars 2007 : Flóttamannastofnun gerir samning við Rauða kross Írlands um sameiningu flóttamannafjölskylda

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gert samning við Rauða kross Írlands um samstarf við að sameina flóttamannafjölskyldur á Írlandi.

6. mars 2007 : Sjálfboðaliðar fræðast um Rauða krossinn

Grunnnámskeið Rauða krossins var haldið hjá Akureyrardeild sl. mánudag 5. mars. Á námskeiðinu er farið yfir sögu og hugsjónir Rauða krossins, uppbyggingu félagsins og starfið hér heima og erlendis.  Verkefni sjálfboðaliða eru kynnt, sjálfboðaliðasamningur og þær skildur sem hvíla á sjálfboðaliðanum og félaginu.  Öllum jálfboðaliðum Rauða krossins sem sinna ákveðnum verkefnum að staðaldri er ætlað að búa yfir grunnþekkingu á félaginu og starfsemi þess.

5. mars 2007 : Prjónahópur Reykjavíkurdeildar styrkir Hjálparsjóð Rauða kross Íslands

Prjónahópur Reykjavíkurdeildar Rauða krossins lagði til tæpa eina milljón króna til Hjálparsjóðs Rauða kross Íslands með því að afhenda prjónavörur í L-12 Rauða krossbúðina en afrakstur búðarinnar rennur í Hjálparsjóð Rauða  krossins.

3. mars 2007 : Sjálfboðaliðum boðið á söngleikinn Ást

Sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar var á þriðjudag og fimmtudag boðið að sjá rennsli á söngleiknum Ást sem er eftir Víking Kristjánsson og Gísla Örn Garðarsson. Söngleikurinn sem fjallar um ást á elliheimili er uppsetning Vesturports í samvinnu við Borgarleikhúsið. Söngleikurinn verður frumsýndur 10. mars næstkomandi.

Leikstjóri er Gísli Örn Garðarsson og leikendur eru Kristjbörg Kjeld, Magnús Ólafsson, Theódór Júlíusson, Ómar Ragnarsson, Hanna María Karlsdóttir, Charlotte Böving, Pétur Einarsson og 10 manna öldungakór.

Sjálfboðaliðar deildarinnar skemmtu sér vel á sýningunni sem er að verða fullmótuð og lofar afar góðu. Mörgum þótti gaman að sjá íslenskum ástarlögum fléttað skemmtilega saman í bland við erlend og tengd við söguþráð söngleiksins.

2. mars 2007 : Heilbrigðisvandi í kjölfar fellibylsins Favio

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent neyðarteymi lækna og hjúkrunarfræðinga til Mósambík til að styðja mósambíska Rauða krossinn við að aðstoða fórnarlömb fellibylsins Favio sem lagði í rúst fjögur héruð í suðurhluta landsins um miðjan febrúar. Um 140 þúsund manns urðu fyrir skaða af völdum fellibylsins. Rúmur helmingur þeirra er búsettur í héraðinu Vilanculos sem varð verst úti í hamförunum.  Þúsundir hektara af uppskeru eyðilögðust einnig í veðurofsanum og miklar skemmdir urðu á byggingum og samgönguæðum.

1. mars 2007 : Tímamót hjá 1717

Í dag eru þrjú ár síðan Reykjavíkurdeild Rauða krossins tók við rekstri Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áður var verkefnið rekið af landsskrifstofunni eða frá 2002 en nú eru allar deildir Rauða krossins aðilar að Hjálparsímanum.

Þann 1. mars 2004 var verkefninu breytt og ákveðið að fjölga sjálfboðaliðum verulega. Mikill áhugi reyndist vera hjá fólki að starfa hjá 1717 og á skömmum tíma tókst að fá til liðs tugi sjálfboðaliða. Allir sem sýndu áhuga komu í viðtöl, fóru á tilskilin námskeið og þjálfun.

Starfsemi 1717 hefur vaxið og dafnað og í dag er meðal símtalafjöldi hvers sólarhrings um 50 talsins.

1. mars 2007 : Áhugasamar prjónakonur fylltu sjálfboðamiðstöðina

Húsfyllir varð í prjónakaffinu sem haldið var hjá Kópavogsdeild Rauða krossins í gær þar sem verkefnið Föt sem framlag var kynnt. Segja má að viðtökurnar hafi verið vonum framar því hátt í 60 manns lögðu leið sína til deildarinnar til að taka þátt.

Vonast var til fjölgunar sjálfboðaliða í verkefninu og sýnir aðsóknin að margir geta hugsað sér að sinna sjálfboðnu starfi sem felst í hannyrðum. Stefnt er að því að halda prjónakaffi reglulega svo þeir sjálfboðaliðar sem þess óska geti hist með handavinnuna og átt saman skemmtilega stund.

1. mars 2007 : Námskeið í sálrænum stuðningi fyrir norðan

Um síðustu helgi var haldið framhaldsnámskeið í sálrænum stuðningi á Akureyri fyrir þá fjöldahjálparstjóra sem vinna með deildum Rauða krossins á Norðurlandi. Þátttakendur voru 17 og komu frá átta deildum.

1. mars 2007 : Námskeið í sálrænum stuðningi fyrir norðan

Um síðustu helgi var haldið framhaldsnámskeið í sálrænum stuðningi á Akureyri fyrir þá fjöldahjálparstjóra sem vinna með deildum Rauða krossins á Norðurlandi. Þátttakendur voru 17 og komu frá átta deildum.

1. mars 2007 : Áhugasamar prjónakonur fylltu sjálfboðamiðstöðina

Húsfyllir varð í prjónakaffinu sem haldið var í sjálfboðamiðstöðinni í gær. Þar var verkefnið Föt sem framlag kynnt og segja má að viðtökurnar hafi verið vonum framar því hátt í 60 manns lögðu leið sína í sjálfboðamiðstöðina til að taka þátt. Deildin vonaðist til að fjölga sjálfboðaliðum í verkefninu og aðsóknin sýnir að margir geta hugsað sér að sinna sjálfboðnu starfi sem felst í hannyrðum. Stefnt er að því að halda prjónakaffi reglulega svo þeir sjálfboðaliðar sem þess óska geti hist með handavinnuna og átt saman skemmtilega stund.