31. maí 2007 : Lifandi bókasafn

Á Þjóðahátíð Alþjóðahússins munu félagar í Ungmennahreyfingu Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins standa fyrir lifandi bókasafni. En hvað er lifandi bókasafn? Lifandi bókasafn er námvæmlega eins og venjulegt bókasafn þar sem lesendur koma og fá lánaða bók í takmarkaðan tíma.

30. maí 2007 : Þjóðfélagsþegnar

Jón Þorsteinn skrifar um fjölmenningarsamfélagið. Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. maí 2007.

30. maí 2007 : 50 ungmenni á Akranesi sækja námskeiðið Börn og umhverfi

Undanfarnar vikur hafa um 50 ungmenni sótt námskeiðið Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum á Akranesi. Haldin voru þrjú 16 stunda námskeið.

Námskeiðið er ætlað ungmennum á 12. aldursári og eldri og fjallar um ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn, t.d. árangursrík samskipti, aga, umönnun, hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Sérstök áhersla er lögð á skyndihjálp og slysavarnir. Einnig fengu þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins með sérstakri áherslu á verkefni Akranesdeildarinnar með ungu fólki. Öllum námskeiðum lauk með pizzuveislu.

Unga fólkið var á einu máli um að námskeiðið hefði verið lærdómsríkt og skemmtilegt.

30. maí 2007 : 50 ungmenni á Akranesi sækja námskeiðið Börn og umhverfi

Undanfarnar vikur hafa um 50 ungmenni sótt námskeiðið Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum á Akranesi. Haldin voru þrjú 16 stunda námskeið.

Námskeiðið er ætlað ungmennum á 12. aldursári og eldri og fjallar um ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn, t.d. árangursrík samskipti, aga, umönnun, hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Sérstök áhersla er lögð á skyndihjálp og slysavarnir. Einnig fengu þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins með sérstakri áherslu á verkefni Akranesdeildarinnar með ungu fólki. Öllum námskeiðum lauk með pizzuveislu.

Unga fólkið var á einu máli um að námskeiðið hefði verið lærdómsríkt og skemmtilegt.

30. maí 2007 : Sjálfboðaliði í MK áfanga hlaut viðurkenningu við útskrift

Þann 25. maí voru brautskráðir nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju. Við það tækifæri afhenti Rannveig Jónsdóttir Sigurði Sindra Helgasyni nemanda í MK og sjálfboðaliða hjá Kópavogsdeild, styrk úr Ingólfssjóði fyrir sjálfboðin störf hans hjá deildinni nú í vor. Sjóðurinn er tileinkaður fyrsta skólameistara MK, Ingólfi  A. Þorkelssyni, og er markmiðið með sjóðnum að efla áhuga nemenda skólans á húmanískum greinum. Það er mikil viðurkenning að hljóta styrk úr Ingólfssjóði. Sigurður Sindri tók á vormánuðum þátt í áfanga um sjálfboðið starf sem boðið er upp á í MK í samvinnu við Kópavogsdeild. Hann stóð sig sérstaklega vel sem sjálfboðaliði og því hlaut hann útnefningu til styrkveitingar úr sjóðnum. Deildin hlaut einmitt  nýverið viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands fyrir áfangann.

29. maí 2007 : Heimsókn heimsóknavina Akranesdeildar í Kópavogsdeild

Ellefu heimsóknavinir Akranesdeildar Rauða krossins sóttu Kópavogsdeild heim í vikunni. Með í för var Anna Lára Steindal verkefnastjóri.

29. maí 2007 : Heimsókn heimsóknavina Akranesdeildar í Kópavogsdeild

Ellefu heimsóknavinir Akranesdeildar Rauða krossins sóttu Kópavogsdeild heim í vikunni. Með í för var Anna Lára Steindal verkefnastjóri.

29. maí 2007 : Heimsókn heimsóknavina Akranesdeildar í Kópavogsdeild

Ellefu heimsóknavinir Akranesdeildar Rauða krossins sóttu Kópavogsdeild heim í vikunni. Með í för var Anna Lára Steindal verkefnastjóri.

26. maí 2007 : Rauði krossinn skuldbindur sig til að styrkja innflytjendur í Evrópu

Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans  í Evrópu  hafa undirritað skuldbundingar um að styðja innflytjendur í álfunni í því skyni að stuðla að því að þeir njóti jafnréttis á við aðra og jafnra tækifæra í samfélaginu. Þetta var gert á

Evrópuráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans um alþjóðlega fólksflutninga, en henni lauk í Istanbúl í gær.
Í skuldbindingunum felst meðal annars yfirlýsing um að félög Rauða krossins og Rauða hálfmánans muni vinna gegn kynþáttafordómum, útlendingahatri, mismunun og skorti á umburðarlyndi og leggja áherslu á skilning og virðingu í garð innflytjenda. Styrkja beri innflytjendur og hvetja á stjórnvöld, atvinnulíf og almenning til að berjast gegn einangrun, mismunun og útilokun fólks vegna uppruna þess.

25. maí 2007 : Ógnarástandið í Írak versnar stöðugt

Béatrice Mégevand-Roggo yfirmaður aðgerða Alþjóðaráðs Rauða krossins í Miðausturlöndum segir uggvænlegt hversu ástandið í Írak versni með degi hverjum.  Alþjóða Rauða krossinn hefur sent út neyðarbeiðni um aukið fjármagn til að mæta þörfum írösku þjóðarinnar.

24. maí 2007 : Fimmtubekkingar heimsækja Rauða krossinn

Áhugasamir fimmtubekkingar í Grunnskólanum á Ísafirði heimsóttu Rauða krossinn á dögunum ásamt kennurum sínum. Þau fengu fræðslu um það sem Rauði krossinn hefur í boði fyrir þann aldurshóp eins og fatasöfnun, tombóluhald og námskeiðið Börn og umhverfi fyrir þau sem gæta barna.

Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins fór yfir undirstöðuatriði í endurlífgun og fengu krakkarnir að prófa dúkkurnar sem notaðar eru við kennslu á skyndihjálparnámskeiðum.

Námskeiðið Börn og umhverfi verður haldið á Ísafirði dagana 7. og 8. júní. Það er fyrir stelpur og stráka á aldrinum 10 til 13. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá svæðisfulltrúa, [email protected] og í síma 456 3180.

23. maí 2007 : Alþjóða Rauði krossinn skorar á stríðandi aðila að fara að mannúðarlögum í Líbanon

Alþjóða Rauði krossinn lýsir áhyggjum af ofbeldisverkum í Líbanon. Félagið skorar á alla sem taka þátt í bardögunum að fara að alþjóðlegum mannúðarlögum og gæta þess sérstaklega að óbreyttir borgarar sem ekki taka beinan þátt í þessum átökum verði verndaðir gegn árásum.

Læknalið og starfsmenn mannúðarsamtaka verða að fá að vinna sína vinnu og fá óhindraðan aðgang að þeim sem særast. Hlífa skal læknaliði, ökutækjum þeirra og aðstöðu við afleiðingum ofbeldisins.

23. maí 2007 : Að vinna með innflytjendum

Í síðustu viku skipulagði Rauði krossinn á Akranesi námskeiðið Að vinna með innflytjendum fyrir starfsmenn stofnana í bænum. Um samvinnuverkefni Akranesdeildarinnar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi var að ræða.

23. maí 2007 : Fjórða námskeiðinu um Börn og umhverfi bætt við

Námskeiðið Börn og umhverfi hefur farið sérlega vel af stað og nú er svo komið að fullt er á námskeiðin þrjú sem í boði voru. Því hefur Kópavogsdeild bætt við fjórða námskeiðinu og verður það haldið dagana 11., 12., 13. og 14. júní kl. 17-20. Sem fyrr fer kennslan fram í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð.

23. maí 2007 : Alþjóða Rauði krossinn skorar á stríðandi aðila að fara að mannúðarlögum í Líbanon

Alþjóða Rauði krossinn lýsir áhyggjum af ofbeldisverkum í Líbanon. Félagið skorar á alla sem taka þátt í bardögunum að fara að alþjóðlegum mannúðarlögum og gæta þess sérstaklega að óbreyttir borgarar sem ekki taka beinan þátt í þessum átökum verði verndaðir gegn árásum.

Læknalið og starfsmenn mannúðarsamtaka verða að fá að vinna sína vinnu og fá óhindraðan aðgang að þeim sem særast. Hlífa skal læknaliði, ökutækjum þeirra og aðstöðu við afleiðingum ofbeldisins.

22. maí 2007 : Sérlega vel heppnuð vorferð barna og ungmenna

Í síðustu viku héldu börn og ungmenni sem taka þátt í Rauða kross starfi á höfuðborgarsvæðinu í sína árlegu vorferð. Ferðin var dagsferð þar sem frí var í skólum og því kjörið tækifæri fyrir alla í ungmennastarfi Rauða krossins til að hittast og kynnast og hafa gaman saman.

Dagskrá ferðarinnar var bæði skemmtileg og vegleg og slæmt veður kom ekki að sök. Förinni var heitið á Reykjanesskagann þar sem öllum var boðið í Vatnaveröld sem er nýr sundlaugaskemmtigarður. Þar á eftir var komið við í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins þar sem öllum var boðið upp á pizzu. Grindavíkurdeild bauð svo öllum hópnum í miðdegishressingu og leiki.

22. maí 2007 : Sérlega vel heppnuð vorferð barna og ungmenna

Í síðustu viku héldu börn og ungmenni sem taka þátt í Rauða kross starfi á höfuðborgarsvæðinu í sína árlegu vorferð. Ferðin var dagsferð þar sem frí var í skólum og því kjörið tækifæri fyrir alla í ungmennastarfi Rauða krossins til að hittast og kynnast og hafa gaman saman.

Dagskrá ferðarinnar var bæði skemmtileg og vegleg og slæmt veður kom ekki að sök. Förinni var heitið á Reykjanesskagann þar sem öllum var boðið í Vatnaveröld sem er nýr sundlaugaskemmtigarður. Þar á eftir var komið við í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins þar sem öllum var boðið upp á pizzu. Grindavíkurdeild bauð svo öllum hópnum í miðdegishressingu og leiki.

22. maí 2007 : Skemmtileg heimsókn heimsóknavina Akranesdeildar í Kópavogsdeild

Ellefu heimsóknavinir Akranesdeildar sóttu Kópavogsdeild heim í gær. Með í för var verkefnisstjóri Akranesdeildar, Anna Lára Steindal. Heimsóknin heppnaðist afar vel og var hugsuð sem eins konar fræðslu- og umbunarferð fyrir heimsóknavinina. Fengu þeir fræðslu um störf heimsóknavina hjá Kópavogsdeild og boðið var upp á kaffi og með því.  Stemmningin í hópnum var afar góð þrátt fyrir slæmt ferðaveður.

22. maí 2007 : Þrjár bekkjarsystur söfnuðu 5.067 krónum á tombólu

Þrjár bekkjarsystur í Kópavogsskóla seldu dót á tombólu fyrir utan Nóatún í Hamraborg til styrktar Rauða krossinsum. Ágóðinn af sölunni var samtals 5.067 krónur sem þær afhentu Kópavogsdeild. Vinkonurnar heita Rakel Eyjólfsdóttir, Bjarnþóra Hauksdóttir og Birna Ósk Helgadóttir.

S
túlkurnar sögðu að fólk hefið tekið þeim vel og það hefðu helst verið fullorðnir sem keyptu af þeim dót á tombólunni. Sumir gáfu þeim líka peninga án þess að fá nokkurð í staðinn eða borguðu meira en hluturinn átti að kosta í raun. Þær voru mjög ánægðar með árangurinn og sögðust ætla að halda fleiri tombólur í framtíðinni.

22. maí 2007 : Breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt

Þann 16. mars 2007 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um ríkisborgararétt frá 1952. Rauði kross Íslands fékk tækifæri til að gefa álit sitt á frumvarpinu og skilaði umsögn til allsherjarnefndar.

21. maí 2007 : Evrópuráðstefna um alþjóðlega fólksflutninga og rétt til heilbrigðisþjónustu

Fólksflutningar og óviðunandi aðgangur að heilbrigðisþjónustu eru stærstu vandamálin sem evrópskar þjóðir standa frammi fyrir, samkvæmt yfirlýsingu sem Alþjóða Rauða krossinn sendi frá sér í gær. Fulltrúar frá yfir 50 Rauða kross félögum sitja nú fjögurra daga ráðstefnu í Istanbúl í Tyrklandi til að ræða hvernig best megi mæta þörfum fólks sem dvelst ólöglega í Evrópu og þeirra sem eru útilokaðir frá heilbrgiðisþjónustu  vegna ýmissa reglna sem mismuna fólki vegna uppruna.

Ómar H. Kristmundsson formaður, Pálin Dögg Helgadóttir stjórnarmaður, Ingibjörg Halldórsdóttir fyrir hönd ungliðahreyfingarinnar, Kristján Sturluson framkvæmdastjóri og Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs eru fulltrúar Rauða kross Íslands á fundinum.

„Það er mikilvægt að við gerum meira til að innflytjendur fái nauðsynlega aðstoð, óháð lagalegri stöðu þeirra, til að vernda réttindi þeirra og heilsu og finna fullnægjandi lausnir á vanda þeirra,” sagði Juan Manuel Suárez del Toro formaður Alþjóða Rauða krossins. „Milljónir manna sem yfirgefa heimaland sitt í leit að betra lífi hætta oft lífi sínu og verða fórnarlömb misnotkunar, vændis og mansals.

21. maí 2007 : Blástur eða ekki blástur í endurlífgun

Skyndihálparráð Íslands skrifar um umfjöllun á niðurstöðu nýrrar japanskrar rannsóknar.

21. maí 2007 : Rauði krossinn veitti ferðamönnum áfallahjálp

Ferðaskrifstofan Kynnisferðir leitaði til Rauða krossins um áfallahjálp til samferðamanna konunnar sem lést við Reynisfjöru á laugardaginn. Um var að ræða 18 manna hóp bandarískra ferðamanna sem var í ferð um Suðurland. Afar kröftug alda hreyf konuna í sjóinn og dró hana frá landi. Tveir samferðamenn hennar voru hætt komnir er þeir reyndu björgun með því að vaða út í sjó.

Þegar ferðafólkið kom á hótel sitt í Reykjavík rétt fyrir klukkan sjö voru þrír fulltrúar frá Rauða krossinum þegar komnir á staðinn. Rauði krossinn hafði samband við bandaríska sendiráðið samkvæmt skipulagi félagsins í almannavörnum og var fulltrúi sendiráðsins einnig á staðnum.

Rauði krossinn bauð hópnum upp á sálrænan stuðning og annað sem þeim kynni að vanhaga um. Fjórir þáðu stuðning. Gerð var grein fyrir því að þjónusta Rauða krossins stæði fólkinu til boða þar til það fer af landi brott í dag.

21. maí 2007 : Kópavogsdeild fékk viðurkenningu vegna áfanga um sjálfboðið starf

Kópavogsdeild Rauða krossins hefur fengið viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands fyrir samstarfið við Menntaskólann í Kópavogi um áfangann SJÁ 102 sem kenndur hefur verið í skólanum á undanförnum misserum. Formaður deildarinnar tók við viðurkenningunni fyrir hönd deildarinnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Akureyri á laugardaginn. Aðalfundurinn samþykkti endurskoðaða stefnu sem gildir til 2010 og leggur mikla áherslu á að starf með innflytjendum og verkefni sem miða að því að draga úr félagslegri einangrun.

20. maí 2007 : Málstofur07

Samhliða Aðalfundi félagsins sem haldinn var 19. maí sl. voru opnar málstofur þar sem kynnt voru verkefni sem deildir víða um land eru að sinna. Meðal þess sem kynnt var voru verkefnin “ Föt sem framlag “ og vinadeildasamstarf. Það voru sjálfboðaliðar frá Akureyrardeild sem kynntu þessi verkefni og var sett upp lifandi vinnustofa þar sem unnið var annars vegar að saumaskap og framleiðsu ungbarnapakka og hins vegar innrömmun á batikmyndum frá Mosambik.

20. maí 2007 : Aðalfundur landsfélagsins

Um 200 manns frá 50 deildum sóttu Aðalfund Rauða krossins sem haldinn var á Akureyri 19. maí sl. Á fundinum voru venju samkvæmt hefðbundin aðalfundarstörf en einnig var ný og endurskoðuð stefna félagsins  samþykkt til næstu þriggja ára.  Stefnan byggir á niðurstöðum könnunarinnar “ Hvar þrengir að “  sem félagið lét gera á sl. ári til að kanna hverjir það eru sem hafi það verst í samfélaginu. 

19. maí 2007 : Ný stjórn URKÍ

Ný stjórn URKÍ 2007-2008 er þannig skipuð:
Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður
Arnar Benjamín Kristjánsson, meðstjórnandi
Kristjana Þrastardóttir, meðstjórnandi
Auður Ásbjörnsdóttir, meðstjórnandi
Guðjón Ebbi Guðjónsson, meðstjórnandi
Pálína Björk Matthíasóttir, meðstjórnandi
Hannes Arnórsson, meðstjórnandi
Gunnlaugur Bragi Björnsson, varamaður í stjórn
María Ágústsdóttir, varamaður í stjórn

Sjá meira í fullri lengd fréttar.

18. maí 2007 : Sérlega vel heppnuð vorferð barna og ungmenna

Í gær, uppstigningardag, héldu börn og ungmenni sem taka þátt í Rauða kross starfi á höfuðborgarsvæðinu í sína árlegu vorferð. Ferðin er dagsferð, það er frí í skólum, og því kjörið tækifæri fyrir alla í ungmennastarfi Rauða krossins til að hittast og kynnast og hafa gaman saman.

18. maí 2007 : Kirkjudagur aldraðra, 17. maí

Í gær, á uppstigningardegi, sem jafnframt er kirkjudagur aldraðra, hélt stór hópur íbúa í Sunnuhlíð til messu í Kópavogskirkju. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar hafa árlega aðstoðað fólkið og aðstandendur þess í ferðinni. Að sögn þeirra gekk ferðin afar vel þrátt fyrir leiðinlegt veður. Í kirkjuferðinni aðstoða sjálfboðaliðar íbúa við að komast til og frá kirkju og  í kaffið í safnaðarheimilinu eftir messu. Þeir sjá því um að keyra hjólastóla, finna sæti og kaffiveitingar fyrir fólkið og annað sem þarf að sjá um í ferðinni.

18. maí 2007 : Seyðisfjarðardeild afhendir hjálma

Seyðisfjarðardeild Rauða krossins afhenti nemendum sem hefja grunnskólanám í haust reiðhjólahjálma í gær á fjölskyldudegi foreldrafélags Seyðisfjarðarskóla. Lögreglan kom og fór yfir hjól krakkanna.

Hefð er fyrir því að deildin gefi elstu börnunum á leikskólanum reiðhjólahjálma á þessum degi.

Einar Hólm formaður og Ólafía stjórnarmaður eru með hluta af börnum á myndinni.

17. maí 2007 : Vorferð barna og ungmenna í dag

Í dag, uppstigningardag, héldu börn og ungmenni sem taka þátt í Rauða kross starfi á höfuðborgarsvæðinu í sína árlegu vorferð. Ferðin er dagsferð, það er frí í skólum, og því kjörið tækifæri fyrir alla í ungmennastarfi Rauða krossins til að hittast og kynnast og hafa gaman saman. Það ríkti mikil gleði og spenningur í sjálfboðamiðstöðinni áður en lagt var af stað en um þrjátíu þátttakendur í Enterhóp og Eldhugum Kópavogsdeildar skráðu sig í ferðina auk sjálfboðaliða.

16. maí 2007 : Fjórfættir heimsóknavinir Rauða krossins

Grein þessi birtist í Sámi, blaði Hundaræktarfélags Íslands. Inga Björk Gunnarsdóttir blaðamaður tók viðtal við Lindu Ósk Sigurðardóttur og Bjarna Sigurðsson.

16. maí 2007 : Nemendur Grunnskóla Ísafjarðar kynna sér starf Rauða krossins

Nemendur úr 10. bekk Grunnskólans á Ísafirði heimsóttu svæðisskrifstofu Rauða krossins á dögunum. Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi fræddi nemendur um starfsemi félagsins heima í héraði, á landsvísu og á alþjóðavettvangi. 

Nemendur voru áhugasamir um starfsemina og spurðu spurninga og komu með tillögur og ábendingar sem geta verið gagnlegar í starfinu. Mikið vær rætt um ungmennahúsið Gamla apótekið á Ísafirði en það er eitt af fyrstu ungmennahúsum á landinu sem deildir Rauða krossins settu á fót.

15. maí 2007 : Fjölþjóðlegt kaffihús í Snæfellsbæ

Snæfellsbæjardeild Rauða kross Íslands stendur fyrir fjölþjóðlegu kaffihúsi miðvikudaginn 16. maí á Gilinu í Ólafsvík. Þetta er tilraunaverkefni í anda þeirrar stefnu Rauða krossins að aðstoða útlendinga við að nálgast upplýsingar um rétt sinn og skyldur... 

15. maí 2007 : Námskeiðið Börn og umhverfi hefst í dag

Í dag hefst fyrsta námskeiðið af þremur um Börn og umhverfi sem í boði verða hjá Kópavogsdeild í ár. Námskeiðið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár meðal ungmenna sem eru á 12. aldursári og eldri. Fullt er á námskeiðið sem hefst í dag en enn eru nokkur laus pláss á námskeiðunum sem hefjast 23. maí og 4. júní. Kennt er í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð.

14. maí 2007 : Að haga sér í samræmi við aðstæður

Öryggis- og streitustjórnunarnámskeið var haldið fyrir Veraldarvakt Rauða krossins í Bláfjöllum helgina 4. - 6. maí. 19 þátttakendur sóttu námskeiðið en markmið þess var að undirbúa sendifulltrúa fyrir störf á vettvangi.

14. maí 2007 : Að haga sér í samræmi við aðstæður

Öryggis- og streitustjórnunarnámskeið var haldið fyrir Veraldarvakt Rauða krossins í Bláfjöllum helgina 4. - 6. maí. 19 þátttakendur sóttu námskeiðið en markmið þess var að undirbúa sendifulltrúa fyrir störf á vettvangi.

14. maí 2007 : Starfið á árinu 2006

14. maí 2007 : Starfið á árinu 2006

14. maí 2007 : Starfið á árinu 2006

14. maí 2007 : Starfið á árinu 2006

14. maí 2007 : Sjálfboðaliðar aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna sprenginga í Mapútó

Í Malhazine-hverfinu í Mapútó ríkir örvænting og sorg. Þann 22. mars barst fjöldi sprengna á úthverfi Maputo frá vopnabúri mósambíska hersins með þeim afleiðingum að yfir 100 féllu og 500 slösuðust.

14. maí 2007 : Sjálfboðaliðar aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna sprenginga í Mapútó

Í Malhazine-hverfinu í Mapútó ríkir örvænting og sorg. Þann 22. mars barst fjöldi sprengna á úthverfi Maputo frá vopnabúri mósambíska hersins með þeim afleiðingum að yfir 100 féllu og 500 slösuðust.

14. maí 2007 : Starfið á árinu 2006

14. maí 2007 : Starfið á árinu 2006

14. maí 2007 : Samningur um móttöku flóttamanna 2007-2008

Í mars síðastliðnum ákvað ríkisstjórn Íslands að bjóða árlega hópi flóttamanna öruggt skjól á Íslandi í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossinn og sveitarfélög á Íslandi. Með ákvörðuninni er Ísland komið í hóp annarra Norðurlandaþjóða sem einnig bjóða flóttamönnum skjól með þessum hætti.

Rauði krossinn hefur, ásamt móttökusveitarfélagi, haft lykilhlutverki að gegna í móttöku flóttamanna og þann 10. maí síðastliðin var gerður samningur vegna flóttamannaverkefnisins milli félagsmálaráðuneytisins og Rauða kross Íslands.

11. maí 2007 : Ferðafélagið Víðsýn fékk úthlutað 300 þúsund krónum úr pokasjóði

Úthlutun úr pokasjóði fór fram við hátíðlega athöfn í Salnum í gær. Ferðafélaginu Víðsýn var úthlutað 300 þúsund krónum til styrktar heilsueflingarferðum. Ríflega 100 milljónum króna var úthlutað til 122 verkefna á sviði umhverfismála, mannúðarmála, lista, menningar, íþrótta og útivistar. Um styrki sóttu 900 aðilar.

Í Vin, athvarfi Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir, er starfandi heilsuklúbbur sem hefur það að markmiði að efla bæði andlega og líkamlega heilsu þeirra er athvarfið sækja. Áhersla er lögð á hreyfingu og hollara mataræði, auk þess að njóta lífsins lystisemda, enda helst andleg og líkamleg heilsa yfirleitt í hendur.

Ferðafélagið Víðsýn er félag gesta og starfsfóks Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir geðfatlaða og hefur það markmið að gefa félagsmönnum kost á að ferðast innanlands sem utan á hagkvæman hátt og með stuðningi. Ferðir eru undirbúnar með allt að árs fyrirvara bæði með fjáröflun og fræðslu um svæðin sem verða heimsótt.

11. maí 2007 : Margir litu við á alþjóðadegi Rauða krossins

Margir heimsóttu Kópavogsdeild á opnu húsi í sjálfboðamiðstöðinni þann 8. maí sem haldið var í tilefni alþjóðadags Rauða krossins og Kópavogsdaga sem nú standa yfir. Dagurinn er fæðingardagur upphafsmanns hreyfingarinnar, Henry Dunant, og því haldinn hátíðlegur hjá deildum og landsfélögum víða um heim.

Árið 1863 varð hugmynd Henry Dunant að stofnun sjálfboðaliðasamtaka að veruleika og fyrstu landsfélögin stofnuð. Hlutverk samtakanna var að sinna hinum særðu á stríðstímum án tillits til uppruna og áttu ríki heims að sameinast um að veita hjálparsveitum á vegum þeirra vernd. Árið 1864 samþykkti ráðstefna embættismanna svo fyrsta Genfarsamninginn um úrbætur á aðstæðum særðra hermanna á vígvöllum en samningarnir eru nú orðnir fjórir talsins.

10. maí 2007 : Uppreisn litarins

Á mánudaginn var opnuð listsýningin Uppreisn litarins með pompi og prakt í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir. Sýningin er framlag Vinjar til hátíðarinnar list án landamæra. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs opnaði sýninguna formlega.

10. maí 2007 : Uppreisn litarins

Á mánudaginn var opnuð listsýningin Uppreisn litarins með pompi og prakt í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir. Sýningin er framlag Vinjar til hátíðarinnar list án landamæra. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs opnaði sýninguna formlega.

10. maí 2007 : Opið hús hjá Ísafjarðardeild

Í tilefni alþjóðadags Rauða krossins var opið hús hjá Ísafjarðardeild Rauða krossins þann 6. maí. Kynnt voru verkefni deildarinnar og boðið upp á vöfflur og heitt kakó.

Hrefna Magnúsdóttir formaður deildarinnar kynnti nýtt verkefni sem er að fara af stað í samvinnu við aðrar deildir á Vestfjörðum. Verkefnið ber yfirskriftina Byggjum betra samfélag og felur í sér hvata til að gerast vinafjölskylda eða vinur á þeim forsendum að báðir hafa eitthvað að miðla til hins.

Þriðjudaginn 8. maí bauð Ísafjarðardeildin fólki upp á fræðslu um endurlífgun í Verslunarmiðstöðinni Neysta á Ísafirði. Var fjallað um mikilvægi þess að geta brugðist rétt við þegar á reynir og boðið upp á að prófa blástur og hnoð. Var fólk ýmist að prófa það í fyrsta sinn eða rifja upp það sem það hefur áður lært á skyndihjálparnámskeiðum.

9. maí 2007 : Þjóðir Skagafjarðar á Sæluviku

Skagafjarðardeild Rauða krossins stóð að samkomu á Sæluviku Skagfirðinga sem bar yfirskriftina Þjóðir Skagafjarðar. Markmiðið var að sýna fram á hversu margir íbúar Skagafjarðar eru af erlendu bergi brotnir og hversu fjölbreytt þjóðerni er um að ræða. Jafnframt var markmiðið að kynnast hvert öðru og opna augun fyrir áhugaverðri menningu hvers annars.

Fólk kom með rétti frá sínu heimalandi, muni og myndir og sumir tróðu upp með myndasýningu, söng og spili. Meistari Jakob var sunginn á ýmsum tungumálum. Það var gaman að sjá hve fólk lagði sig fram við þetta allt.

9. maí 2007 : Sjálfboðaliðum boðið á söngleikinn Gretti

Leikfélag Reykjavíkur bauð sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar Rauða krossins á söngleikinn Gretti um síðustu helgi. Það var kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða til að gera sér glaðan dag og skemmta sér á íslenskum söngleik. Verkið er eftir Egil Ólafsson, Ólaf Hauk Símonarson og Þórarin Eldjárn. Leikstjóri er Rúnar Freyr Gíslason og fjöldi valinkunnra leikara tekur þátt.

Kópavogsdeild færir leikfélaginu bestu þakkir fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.

8. maí 2007 : Byggjum betra samfélag á Vestfjörðum

Rauða kross deildirnar á norðanverðum Vestfjörðum héldu opinn fund á fimmtudaginn þar sem kynnt var nýtt verkefni sem ber yfirskriftina Viltu taka þátt í að byggja betra samfélag?
.

8. maí 2007 : Opið hús á alþjóðadegi Rauða krossins

Í tilefni alþjóðadags Rauða krossins 8. maí og Kópavogsdaga sem nú standa yfir verður opið hús í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins í dag kl. 16-18 í Hamraborg 11. Þar munu sjálfboðaliðar kynna fjölbreytt verkefni deildarinnar og sýndar verða myndir úr starfinu. Seldar verða prjónaðar barnaflíkur sem sjálfboðaliðar hafa útbúið og mun ágóðinn renna í hjálparstarf félagsins. Einnig verður boðið upp á veitingar með fjölþjóðlegu ívafi.

7. maí 2007 : Stjórn Rauða krossins rifjaði upp skyndihjálparkunnáttu

Á dögunum sótti stjórn Rauða krossins upprifjunarnámskeið í skyndihjálp en útbreiðsla skyndihjálparþekkingar hefur verið eitt af megin verkefnum Rauða kross Íslands frá upphafi. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þau Ólafur Ingi Grettisson, Snezana Sabo og Vaida Kariwauskaite.

- Það er mjög mikilvægt að allir sjálfboðaliðar Rauða krossins hafi grundvallarþekkingu í skyndihjálp. Margir sjálfboðaliðar, sérstaklega þeir sem sinna neyðarvörnum hafa sótt skyndihjálparnámskeið en við viljum leggja áherslu á að sjálfboðaliðar viðhaldi þekkingu sinni og sæki upprifjunarnámskeið á tveggja ára fresti. Okkur þótti eðlilegt að byrja á okkur sjálfum og ákváðum því að sækja námskeið saman, segir Ómar H. Kristmundsson formaður Rauða kross Íslands.

7. maí 2007 : Námskeið heimsóknavina í Öxarfjarðardeild

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið í Öxarfjarðardeild mánudaginn 30. apríl og sóttu það 11 manns. Þetta er annað námskeiðið sem deildin heldur en hið fyrra var haldið fyrir tveimur árum og hefur heimsóknaþjónusta verið starfrækt síðan.

7. maí 2007 : Námskeið heimsóknavina í Öxarfjarðardeild

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið í Öxarfjarðardeild mánudaginn 30. apríl og sóttu það 11 manns. Þetta er annað námskeiðið sem deildin heldur en hið fyrra var haldið fyrir tveimur árum og hefur heimsóknaþjónusta verið starfrækt síðan.

7. maí 2007 : Velheppnuð sýning ungmenna á Kópavogsdögum

Ungmenni í Kópavogsdeild Rauða krossins settu litríkan og skemmtilegan blæ á Smáralind á laugardaginn við upphaf Kópavogsdaga. Sýning á verkum ungmenna í Eldhugum og Enter naut sýn vel í göngugötunni á neðri hæðinni og þar gátu áhugasamir kynnt sér ungmennastarf deildarinnar og tekið tímarit Eldhuga með sér.

Í menningardagskrá barna á sviði vakti verðskuldaða athygli Nasipe Bajramaj, albönsk stúlka í Enter sem flutti ljóð á albönsku og íslensku. Íslenska ljóðið var frumsamið og fjallaði um sýn hennar á lífið og samkennd manna. Nasipe hefur búið á Íslandi í sex ár og er nemi í Hjallaskóla. Hún hefur tekið þátt í starfi Enter frá upphafi eða síðan vorið 2004.

Önnur börn úr starfinu í Enter voru áberandi í tælenskum dansi sem þótti afar fallegur. Stúlkurnar sem dönsuðu voru í tignarlegum tælenskum klæðnaði sem vakti mikla hrifningu annarra ungmenna á staðnum.

4. maí 2007 : Ungmenni í Eldhugum og Enter sýna skapandi verk á Kópavogsdögum

Í tilefni Kópavogsdaga verður Kópavogsdeild Rauða krossins með kynningarbás í Smáralind laugardaginn 5. maí kl. 12-16. Ungmenni og sjálfboðaliðar í Enter og Eldhugum munu sýna skapandi verkefni sín og kynna starfið.

4. maí 2007 : Ungmenni í Eldhugum og Enter sýna skapandi verk á Kópavogsdögum

Í tilefni Kópavogsdaga verður Kópavogsdeild Rauða krossins með kynningarbás í Smáralind laugardaginn 5. maí kl. 12-16. Ungmenni og sjálfboðaliðar í Enter og Eldhugum munu sýna skapandi verkefni sín og kynna starfið.

4. maí 2007 : Svæðisráð fundar í Vestmannaeyjum

Á fjölmennum fundi deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum sem haldinn var í Vestmannaeyjum 28. apríl var rætt um stefnu Rauða kross Íslands og áhersluverkefni hennar, kynningarmál og svæðisverkefni.

4. maí 2007 : Ungmenni í Eldhugum og Enter sýna skapandi verk á Kópavogsdögum

Í tilefni Kópavogsdaga verður Kópavogsdeild Rauða krossins með kynningarbás í Smáralind laugardaginn 5. maí kl. 12-16. Ungmenni og sjálfboðaliðar í Enter og Eldhugum munu sýna skapandi verkefni sín og kynna starfið. Sýndar verða teikningar ungra innflytjenda af uppáhaldsstað þeirra í Kópavogi og ljósmyndasýning Eldhuga ,,Vinátta og virðing í Kópavogi". Eldhugar hafa hannað Kópavogsbúann árið 2057 sem lítur dagsins ljós og tímariti Eldhuga verður dreift. Nokkrir krakkar úr Enter munu taka þátt í menningardagskrá á sviði í Smáralindinni kl. 14-15.

Kópavogsdagar í ár eru tileinkaðir menningu barna og ungmenna. Því er vel við hæfi að kynna ungmennastarf Kópavogsdeildar Rauða krossins. Krakkar og sjálfboðaliðar í Eldhugum og Enter vonast til að sjá sem flesta í Smáralind á laugardaginn.

3. maí 2007 : Skyndihjálparhópur ungmenna á Egilsstöðum

Stofnaður var skyndihjálparhópur ungmenna í vegaHúsinu á Egilsstöðum 25. apríl á vegum Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða kross Íslands.

3. maí 2007 : Skyndihjálparhópur ungmenna á Egilsstöðum

Stofnaður var skyndihjálparhópur ungmenna í vegaHúsinu á Egilsstöðum 25. apríl á vegum Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða kross Íslands.

3. maí 2007 : Landsfundur URKÍ

L a n d s f u n d u r

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands verður haldinn föstudaginn 18. maí í húsnæði Akureyrardeildar Rauða kross Íslands Viðjulundi 2 á Akureyri.
Fundurinn hefst klukkan 20:00.

Dagskrá landsfundar samkvæmt 6. grein starfsreglna URKÍ er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um síðasta starfsár lögð fram til umræðu.
3. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs lagðar fram til kynningar og umræðu skv. 8. gr.
4. Tillögur að breytingum á starfsreglum, skv. 9. gr.
5. Kosning formanns samkvæmt 7. gr.
6. Kosning annarra stjórnarmanna til eins árs skv. 7. gr.
7. Önnur mál.

Það skal tekið fram að allir félagar URKÍ eiga rétt til setu á landsfundinum með tillögu- og atkvæðisrétti að fengnu samþykki viðkomandi deildar og eru hvattir til að mæta á fundinn.
Starfsreglur URKÍ má sjá hér á vefnum.

                                                                         Stjórn URKÍ.

3. maí 2007 : Metþátttaka á Morgan Kane mótinu

Tómas Björnsson sigraði á hraðskákmóti í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, á mánudaginn sl. en átján manns fögnuðu sumri og hylltu hetjuna Morgan Kane með þessum hætti. Var svo mikill rífandi gangur á mótinu að tefldar voru sex umferðir í stað fimm. Fórnir og fléttur og klukkur barðar eins og harðfiskar enda aðeins 7 mínútur á mann.

Nýstárlegar opnanir og alls kyns afbrigði léku lausum hala og eitt þeirra kennt við Polar Bear, sem Henrik Danielsen hefur þróað eftir skáklandnám Hróksins á Grænlandi, gaf nokkra óvænta vinninga. Mátti búast við fjölmenni þar sem vitað var að allir fengju Morgan Kane bók í boði feðganna Braga og Ara Gísla í Bókinni við Klapparstíg. Ekki nóg með það því allir þátttakendur fengu aukaverðlaun, einnig í bókarformi.

2. maí 2007 : Vel heppnuð flugslysaæfing á Sauðárkróki

Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram á Sauðárkróki á laugardaginn. Skagafjarðardeild Rauða krossins og áhöfn félagsins í Samhæfingarstöðinni tóku þátt fyrir hönd Rauða krossins.
 
Flugvél með 28 farþega auk tveggja í áhöfn hlekktist á við lendingu á flugvellinum og eldur braust út. Unnið var eftir drögum að flugslysaáætlun Sauðárkróksflugvallar.

Sjálfboðaliðar Skagafjarðardeildar voru 19 talsins þennan dag og mönnuðu þeir nokkra pósta svo sem stjórnstöð fjöldahjálpar, söfnunarsvæði aðstandenda og fjöldahjálparstöð. Skyndihjálparhópur Rauða krossins starfaði á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og sjálfboðaliðar aðstoðuðu við skráningu og gæslu á spítalanum. Þá átti deildin tvo fulltrúa í aðgerðastjórn almannavarna.

2. maí 2007 : Vel heppnuð flugslysaæfing á Sauðárkróki

Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram á Sauðárkróki á laugardaginn. Skagafjarðardeild Rauða krossins og áhöfn félagsins í Samhæfingarstöðinni tóku þátt fyrir hönd Rauða krossins.
 
Flugvél með 28 farþega auk tveggja í áhöfn hlekktist á við lendingu á flugvellinum og eldur braust út. Unnið var eftir drögum að flugslysaáætlun Sauðárkróksflugvallar.

Sjálfboðaliðar Skagafjarðardeildar voru 19 talsins þennan dag og mönnuðu þeir nokkra pósta svo sem stjórnstöð fjöldahjálpar, söfnunarsvæði aðstandenda og fjöldahjálparstöð. Skyndihjálparhópur Rauða krossins starfaði á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og sjálfboðaliðar aðstoðuðu við skráningu og gæslu á spítalanum. Þá átti deildin tvo fulltrúa í aðgerðastjórn almannavarna.

2. maí 2007 : Eldhugar undirbúa sýningu á Kópavogsdögum

Það var mikið fjör síðasta fimmtudag þegar Eldhugar komu saman og undirbjuggu sýningu sína á Kópavogsdögum. Sýningin verður í Smáralind laugardaginn 5. maí kl. 12-16 og þar verður meðal annars hægt að sjá sýn Eldhuga á Kópavogsbúann árið 2057. Eldhugar verða á staðnum til að segja gestum og gangandi frá starfinu og dreifa nýútkomnu tímariti sínu. Eldhugar vonast til að sjá sem flesta í Smáralind á laugardaginn.

Eldhugar eru 13-16 ára ungmenni af íslensku og erlendum uppruna sem vinna saman að hugsjónum Rauða krossins um betra samfélag án mismununar og fordóma.