Alþjóðaráð Rauða krossins fordæmir víðtæk og endurtekin brot á alþjóðlegum mannúðarlögum í Myanmar (Búrma)
Sumarlokun sjálfboðamiðstöðvar
Sumaropnun í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, er alla virka daga kl. 9-15.
Ef nauðsyn krefur er hægt að hafa samband við formann Kópavogsdeildar, Garðar H. Guðjónsson, í síma 895 5807 eða á gaji[hjá]mmedia.is.
Umfangsmesta hjálparstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins er í Súdan
Átökin í Darfur héraði í Vestur Súdan halda áfram, og er hjálparstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Súdan það umfangsmesta í heiminum. Starfið er unnið í samstarfi við súdanska Rauða hálfmánann og aðra samstarfsaðila Rauða kross hreyfingarinnar.
Börn útskrifuð með glæsibrag
Tæplega 30 börn, strákar og stelpur á aldrinum 10 til 14 ára sátu námskeiðið Börn og umhverfi sem Ísafjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir á dögunum.
Á námskeiðinu var farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt var um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð var áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fengu þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Að námskeiðinu loknu fengu börnin skyndihjálpartösku og handbók sem gott er að hafa við höndina við ummönnun barna.
Börn útskrifuð með glæsibrag
Tæplega 30 börn, strákar og stelpur á aldrinum 10 til 14 ára sátu námskeiðið Börn og umhverfi sem Ísafjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir á dögunum.
Á námskeiðinu var farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt var um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð var áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fengu þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Að námskeiðinu loknu fengu börnin skyndihjálpartösku og handbók sem gott er að hafa við höndina við ummönnun barna.
Málefni flóttamanna kynnt í Reykjavík og á Akureyri
Alþjóðadagur flóttamanna var haldinn um allan heim í gær 20. júní. Hér á Íslandi var vakin athygli á málefnum flóttamanna með sérstakri dagskrá bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Í Reykjavík var reist tjald á Austurvelli þar sem Rauði kross Íslands í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stóð að kynningu á málefnum flóttamanna heima og heiman ásamt samstarfsaðilum. Fulltrúar frá Rauða krossinum og Reykjavíkurborg kynntu flóttamannaverkefnið í Reykjavík, en tekið verður við hópi 30 flóttamanna frá Kólumbíu síðar á árinu.
Ánægðir Dvalargestir á Fuerteventura
Níu manna hópur frá Dvöl fór í vikulanga ferð til eyjarinnar Fuerteventura 22. maí síðastliðinn. Á eyjunni var ýmislegt skoðað. Farið var í dýragarðinn, bílferð um alla eyjuna, markaðir heimsóttir og dvalið á ströndinni.
Ánægðir Dvalargestir á Fuerteventura
Níu manna hópur frá Dvöl fór í vikulanga ferð til eyjarinnar Fuerteventura 22. maí síðastliðinn. Á eyjunni var ýmislegt skoðað. Farið var í dýragarðinn, bílferð um alla eyjuna, markaðir heimsóttir og dvalið á ströndinni.
Nýjar upplýsingar á vefnum á fleiri tungumálum
Sérstök áhersla hefur verið lögð á að auglýsa heimsóknaþjónustu deildarinnar á erlendum tungumálum og hafa upplýsingar þess efnis verið settar í sérstakan ramma til hægri á síðunni. Með þeim hætti er vakin athygli á því að fólk af erlendum uppruna getur hitt sjálfboðaliða Rauða krossins til þess að æfa sig í íslensku. Eins getur fólk af erlendum uppruna boðið fram krafta sína sem sjálfboðaliðar með því að heimsækja fólk sem hefur þörf fyrir félagsskap og æfa sig í íslensku um leið.
Fjöldi flóttamanna eykst í fyrsta skipti í fimm ár
Alþjóðadagur flóttamanna
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) heldur árlega upp á alþjóðadag flóttamanna í samvinnu við ýmis félagasamtök um heim allann. Alþjóðadagur flóttamanna er 20. júní ár hvert. Rauða kross hreyfingin hefur í áratugi starfað að málefnum flóttamanna og dagurinn því einn af merkisdögum hreyfingarinnar.
Akureyrardeild hefur í ár tekið þátt í að vekja athygli almennings á deginum og hefur í því sambandi verið sett upp ljósmyndasýning í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Einnig voru sjálfboðaliðar frá deildinni á Glerártorgi sl. föstudag með kynningu á málefnum flóttamanna og var fólki m.a. boðið að taka þátt í smá happdrætti af tilefni dagsins.
Stórskemmtileg vorhátíð sjálfboðaliða
Á dögunum hélt Kópavogsdeild vorhátíð í Dvöl. Hátíðin er eins konar uppskeruhátíð sjálfboðaliða á liðnum vetri og var margs að fagna. Starf deildarinnar hefur eflst mikið í vetur með auknum fjölda sjálfboðaliða en rúmlega 70 manns hafa skrifað undir sjálfboðaliðasamning síðan haustið 2006.
Það var margt um manninn í Dvöl því hátt í 50 manns komu á hátíðina. Sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum komu saman og buðu með sér vinum og fjölskyldu. Yngsti hátíðargesturinn, 9 mánaða gutti, svaf vært í vagninum sínum á meðan leikar stóðu sem hæst.
Skyndihjálp og fjölmenning
Allir starfsmenn hjá Smellinn hf. hafa undanfarið sótt skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum á Akranesi, en fyrirtækið leggur mikið upp úr því að öryggismálum sé vel fyrir komið. Að bjóða starfsfólki sínu upp á námskeið í skyndihjálp er liður í því að fylgja eftir þessari frábæru stefnu í öryggismálum og fá þátttakendur greidd laun meðan á námskeiði stendur. Námskeiðin fóru fram að vinnutíma loknum í Rauða kross húsinu.
Um 80 manns starfa hjá Smellinn hf., þar af um 35 af erlendum uppruna. Akranesdeildin hefur skipulagt sjö námskeið. Eitt fyrir pólska starfsmenn, eitt fyrir starfsmenn frá Litháen, eitt námskeið á ensku fyrir starfsmenn frá Portúgal, Tékklandi og Frakklandi. Þá hafa verið haldin fjögur námskeið fyrir íslenska starfsmenn.
Þátttakendur hafa verið mjög ánægðir með framtakið, ekki síst erlendu starfsmennirnir sem telja það ótvíræðan kost að geta sótt námskeið í skyndihjálp á sínu eigin tungumáli. Leiðbeinendur á námskeiðunum sem fóru fram á pólsku og litháísku sóttu leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp hjá Rauða krossi Íslands í febrúar og er mikill fengur að því að fá þau í hóp skynihjálparleiðbeinenda félagsins.
Skyndihjálp og fjölmenning
Allir starfsmenn hjá Smellinn hf. hafa undanfarið sótt skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum á Akranesi, en fyrirtækið leggur mikið upp úr því að öryggismálum sé vel fyrir komið. Að bjóða starfsfólki sínu upp á námskeið í skyndihjálp er liður í því að fylgja eftir þessari frábæru stefnu í öryggismálum og fá þátttakendur greidd laun meðan á námskeiði stendur. Námskeiðin fóru fram að vinnutíma loknum í Rauða kross húsinu.
Um 80 manns starfa hjá Smellinn hf., þar af um 35 af erlendum uppruna. Akranesdeildin hefur skipulagt sjö námskeið. Eitt fyrir pólska starfsmenn, eitt fyrir starfsmenn frá Litháen, eitt námskeið á ensku fyrir starfsmenn frá Portúgal, Tékklandi og Frakklandi. Þá hafa verið haldin fjögur námskeið fyrir íslenska starfsmenn.
Þátttakendur hafa verið mjög ánægðir með framtakið, ekki síst erlendu starfsmennirnir sem telja það ótvíræðan kost að geta sótt námskeið í skyndihjálp á sínu eigin tungumáli. Leiðbeinendur á námskeiðunum sem fóru fram á pólsku og litháísku sóttu leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp hjá Rauða krossi Íslands í febrúar og er mikill fengur að því að fá þau í hóp skynihjálparleiðbeinenda félagsins.
Mikil spenna ríkir enn á Gaza
Siglufjarðardeild með útskrift
Í fyrrakvöld útskrifaði Siglufjarðardeild Rauða krossins nemendur af námskeiðinu Börn og umhverfi.
Siglufjarðardeild með útskrift
Í fyrrakvöld útskrifaði Siglufjarðardeild Rauða krossins nemendur af námskeiðinu Börn og umhverfi.
Góð þátttaka á Börn og umhverfi
Flugslysaáætlun Reykjavíkurflugvallar var undirrituð í dag
Fulltrúar frá Aðgerðastjórn almannavarna höfuðborgarsvæðisins komu saman í dag og undirrituðu flugslysaáætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll sem fjölmargir hafa komið að. .
Flugslysaáætlun Reykjavíkurflugvallar var undirrituð í dag
Fulltrúar frá Aðgerðastjórn almannavarna höfuðborgarsvæðisins komu saman í dag og undirrituðu flugslysaáætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll sem fjölmargir hafa komið að. .
Fjórar kynslóðir á prjónakaffi
Rúmlega 30 manns sóttu síðasta prjónakaffi Kópavogsdeildar Rauða krossins fyrir sumarfrí sem haldið var í sjálfboðamiðstöðinni 30. maí síðastliðinn. Mætingin á vormánuðum hefur verið afar góð og vonast er til að enn bætist í hópinn með haustinu. Það er alltaf glatt á hjalla í prjónakaffi og gaman að segja frá því að meðal gesta síðast voru fjórar kynslóðir sömu fjölskyldunnar. Því er kjörið fyrir fjölskylduna að koma saman og láta gott af sér leiða.
Markmiðið með prjónakaffinu er að sjálfboðaliðar komi saman til að njóta félagsskapar við að prjóna eða sauma ungbarnafatnað fyrir neyðaraðstoð. Verkefnið heitir Föt sem framlag og er mikil þörf fyrir framlag af þessu tagi til hjálparstarfs innan lands sem utan.
Öryggi almennings versnar stöðugt í Afganistan
Alþjóða Rauði krossinn segir ástandið í Afganistan miklu verra nú en það var fyrir ári síðan og að óbreyttum borgurum standi mest ógn af átökunum.
Rýmingaræfing vegna stíflurofs á Kárahnjúkum
Rýmingaræfing vegna stíflurofs á Kárahnjúkum var haldin 9. júní þar sem rýma þurfti heimili og sumarbústaði í Jökuldal.
Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins opnaði fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Egilsstöðum og tóku fjöldahjálparstjórar frá deildinni og Seyðisfjarðardeild ásamt skyndihjálparhóp ungmenna á Egilsstöðum á móti íbúum til skráningar en í Jökuldal og nágrenni búa um 200 manns.
Skráning gekk vel og komu upplýsingar frá fjöldahjálparstöðinni fljótt og vel til fulltrúa Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð og aðgerðastjórn á héraði.
Rýmingaræfing vegna stíflurofs á Kárahnjúkum
Rýmingaræfing vegna stíflurofs á Kárahnjúkum var haldin 9. júní þar sem rýma þurfti heimili og sumarbústaði í Jökuldal.
Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins opnaði fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Egilsstöðum og tóku fjöldahjálparstjórar frá deildinni og Seyðisfjarðardeild ásamt skyndihjálparhóp ungmenna á Egilsstöðum á móti íbúum til skráningar en í Jökuldal og nágrenni búa um 200 manns.
Skráning gekk vel og komu upplýsingar frá fjöldahjálparstöðinni fljótt og vel til fulltrúa Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð og aðgerðastjórn á héraði.
Viðtöl við sjálfboðaliða í Eldhugum
![]() |
Þátttaka ungs fólks í starfi Kópavogsdeildar Rauða krossins hefur vaxið mikið á undanförnum misserum. Margir hafa gerst sjálfboðaliðar í ýmsum verkefnum og ný verkefni fyrir ungmenni hafa orðið til og fest rætur. Þar eru ungir innflytjendur áberandi.
Fjórar kynslóðir á prjónakaffi í maí
Markmiðið með prjónakaffinu er að sjálfboðaliðar komi saman til að njóta félagsskapar við að prjóna eða sauma ungbarnafatnað fyrir neyðaraðstoð.
Rauði krossinn aðstoðar bæjarbúa í Hnífsdal
Rauða kross deild Ísafjarðar aðstoðaði í Hnífsdal um helgina vegna þess umsátursástands sem skapaðist þegar ölvaður maður notaði skotvopn.
Húsnæði deildarinnar var opnað þar sem frætt var um eðlileg og óeðlileg viðbrögð við áfalli. Sérstaklega var farið yfir þau atriði sem þarf að útskýra fyrir börnum sem upplifa alvarlega atburði. Fólkið fékk heim með sér bæklingana Aðstoð við börn eftir áfall, Þegar lífið er erfitt og Sálræn skyndihjálp og mannlegur stuðningur sem gefnir eru út af Rauða krossi Íslands. Einnig var bent á símanúmer Rauða krossins til að hafa við hendina ef spurningar vöknuðu.
Rauði krossinn aðstoðar bæjarbúa í Hnífsdal
Rauða kross deild Ísafjarðar aðstoðaði í Hnífsdal um helgina vegna þess umsátursástands sem skapaðist þegar ölvaður maður notaði skotvopn.
Húsnæði deildarinnar var opnað þar sem frætt var um eðlileg og óeðlileg viðbrögð við áfalli. Sérstaklega var farið yfir þau atriði sem þarf að útskýra fyrir börnum sem upplifa alvarlega atburði. Fólkið fékk heim með sér bæklingana Aðstoð við börn eftir áfall, Þegar lífið er erfitt og Sálræn skyndihjálp og mannlegur stuðningur sem gefnir eru út af Rauða krossi Íslands. Einnig var bent á símanúmer Rauða krossins til að hafa við hendina ef spurningar vöknuðu.
Margar hlýjar hendur
Það var nokkurs konar uppskeruhátíð hjá konunum á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, er þær afhentu Rauða krossinum mikið magn af hannyrðum sem þær hafa prjónað í vetur í verkefnið „Föt sem framlag". Ekki er nema rúmt ár síðan Rauði krossinn tók við álíka gjöf frá þeim.
Konurnar sögðust ætla að taka hlé frá prjónaskapnum í sumar en þó heyrðist í einhverju horni að þegar væri búið að fitja upp á nýju teppi.
Símon Páll Steinsson, formaður Dalvíkurdeildar og Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi heimsóttu konurnar á fimmtudaginn þar sem þau tóku á móti 46 ungbarnapökkum, 60 teppum og ungbarnafatnaði sem þær og starfsfólk höfðu safnað.
Sumarævintýri hjá skákfélagi Vinjar
Þrír urðu efstir og jafnir á Sumarævintýramóti Hróksins og skákfélagsins í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir í síðustu viku. Hrókurinn hefur nú haldið uppi skákstarfi í Vin með vikulegum æfingum í 4 ár.
Björgvin G. Sigurðsson, nýskipaður viðskiptaráðherra, var heiðursgestur á mótinu og lék fyrsta leikinn í skák Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur forseta Skáksambandsins og Hrafns Jökulssonar forseta Hróksins. Við sama tækifæri hlaut Lilja að gjöf nákvæma eftirlíkingu af drottningu, sem skorin var út í rostungstönn fyrir hartnær 1000 árum.
Mótið var skemmtilegt og spennandi. Hrafn, Róbert Harðarson og Björn Sigurjónsson hlutu 4 vinninga af 5 mögulegum og deildu með sér gullinu.
Alþjóðleg mannúðarlög brotin á degi hverjum
Genfarsamningarnir mörkuðu upphaf reglna um alþjóðlegan mannúðarrétt eins og við þekkjum hann nú á tímum. Lykilatriðin í samningunum eru virðing og vernd gagnvart þeim sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Fyrsti samningurinn var gerður árið 1864 og sá síðasti árið 1949 og voru hinir þrír þá einnig endurskoðaðir.
Við öðlumst þekkingu og færni sem nýtist líka þegar við förum út í samfélagið aftur
Rauði krossinn fræðir fanga í Mongólíu um alnæmi og önnur heilbrigðismál ásamt því að aðstoða þá við að aðlagast lífinu utan fangelsisveggjanna eftir afplánun refsingar.
Við öðlumst þekkingu og færni sem nýtist líka þegar við förum út í samfélagið aftur
Rauði krossinn fræðir fanga í Mongólíu um alnæmi og önnur heilbrigðismál ásamt því að aðstoða þá við að aðlagast lífinu utan fangelsisveggjanna eftir afplánun refsingar.
Öflugt starf unga fólksins í Kópavogi
Öflugt starf unga fólksins í Kópavogi
Íslenskur skyndihjálparhópur í Mónakó
Fjögurra manna hópur sjálfboðaliða frá Reykjavíkurdeild Rauða krossins er nú staddur í Mónakó til að sinna sjúkragæslu á Smáþjóðaleikunum, ásamt sjálfboðaliðum frá mónakóska Rauða krossinum.
Sunnuhlíð fagnar 25 ára afmæli
Fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins samfögnuðu hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð á 25 ára afmælinu sem haldið var hátíðlegt í síðustu viku. Við það tækifæri færði Kópavogsdeild hjúkrunarheimilinu ferðatæki með geislaspilara að gjöf sem mun nýtast við spilun á tónlist í virkninni þar sem heimilisfólk stundar ýmsa handavinnu.
Reynir Guðsteinsson, varaformaður Kópavogsdeildar, flutti Sunnuhlíð kveðju frá deildinni og minnti á hvernig leiðir Sunnuhlíðar og deildarinnar hafa legið saman frá upphafi hjúkrunarheimilisins.
Sunnuhlíð er fyrsta sérhannaða hjúkrunarheimilið fyrir aldraða á Íslandi og hóf rekstur árið 1982. Kópavogsdeild var í hópi fjölmargra félagasamtaka í Kópavogi sem stóðu að byggingu Sunnuhlíðar og hefur stutt myndarlega við bakið á uppbyggingu og starfi heimilisins með styrkjum, gjöfum og sjálfboðnu starfi.
Sunnuhlíð fagnar 25 ára afmæli
Fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins samfögnuðu hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð á 25 ára afmælinu sem haldið var hátíðlegt í síðustu viku. Við það tækifæri færði Kópavogsdeild hjúkrunarheimilinu ferðatæki með geislaspilara að gjöf sem mun nýtast við spilun á tónlist í virkninni þar sem heimilisfólk stundar ýmsa handavinnu.
Reynir Guðsteinsson, varaformaður Kópavogsdeildar, flutti Sunnuhlíð kveðju frá deildinni og minnti á hvernig leiðir Sunnuhlíðar og deildarinnar hafa legið saman frá upphafi hjúkrunarheimilisins.
Sunnuhlíð er fyrsta sérhannaða hjúkrunarheimilið fyrir aldraða á Íslandi og hóf rekstur árið 1982. Kópavogsdeild var í hópi fjölmargra félagasamtaka í Kópavogi sem stóðu að byggingu Sunnuhlíðar og hefur stutt myndarlega við bakið á uppbyggingu og starfi heimilisins með styrkjum, gjöfum og sjálfboðnu starfi.
Stórskemmtileg vorhátíð sjálfboðaliða í Dvöl
Rauði krossinn skorar á stríðandi fylkingar í Líbanon að hlífa óbreyttum borgurum
Alþjóða Rauði krossinn skorar á alla aðila að átökunum í Nahr el-Bared flóttamannabúðunum í norður Líbanon að hlífa óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum í kjölfar síendurtekinna árása þar. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðnum eru þúsundir óbreyttra borgara enn í flóttamannabúðunum.
Tryggja verður heilbrigðisstarfsfólki og starfsmönnum mannúðarsamtaka frið til að sinna verkum sínum og að þau hafi greiðan aðgang að fólki sem hefur særst í átökunum. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er með öllu óheimilt að ráðast á heilbrigðisstarfsfólk, sjúkraflutningamenn, sjúkrabíla og heilbrigðisstofnanir.
Rauði krossinn fordæmir morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins í Sri Lanka
Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmir brottnám og morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins í Sri Lanka þann 1. júní..
Sunnuhlíð fagnar 25 ára afmæli
Reynir Guðsteinsson, varaformaður Kópavogsdeildar, flutti Sunnuhlíð kveðju frá deildinni og minnti á hvernig leiðir Sunnuhlíðar og deildarinnar hafa legið saman frá upphafi hjúkrunarheimilisins.
Ánægðir Dvalargestir á Fuerteventura
Hópurinn hafði undirbúið ferðina vel með starfsfólki Dvalar og safnað fyrir henni með fjölbreyttum hætti, svo sem með því að halda fata- og nytjamarkað í mars með aðstoð frá nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi. Einnig kom að góðum notum styrktarfé úr ferðasjóði Dvalar sem nokkur fyrirtæki hafa lagt í og gerði gestum Dvalar kleift að komast með í ferðina.
Vorfagnaður URKÍ-R
Það voru því kynlegir kvistir sem sáust bregða fyrir þetta kvöld og skemmtu sér allir konunglega. Sjálfboðaliðarnir gæddu sér svo á gómsætum hamborgurum og öðru ljúfmeti þetta góða kvöld.
Vorfagnaður URKÍ-R
Það voru því kynlegir kvistir sem sáust bregða fyrir þetta kvöld og skemmtu sér allir konunglega. Sjálfboðaliðarnir gæddu sér svo á gómsætum hamborgurum og öðru ljúfmeti þetta góða kvöld.