Skyndihjálparnámskeið fyrir hælisleitendur
Hælisleitendur sem bíða hér málsmeðferðar var boðið að taka skyndihjálparnámskeið í vikunni en skyndihjálparkennsla hefur verið eitt meginverkefni Rauða kross Íslands frá upphafi.
Skyndihjálparnámskeið fyrir hælisleitendur
Hælisleitendur sem bíða hér málsmeðferðar var boðið að taka skyndihjálparnámskeið í vikunni en skyndihjálparkennsla hefur verið eitt meginverkefni Rauða kross Íslands frá upphafi.
Afganistan: Alþjóða Rauði krossinn hefur milligöngu um lausn tólf suður-kóreskra gísla
Alþjóða Rauði krossinn hafði í gær milligöngu um lausn tólf suður-kóreskra gísla úr haldi mannræningja í Afganistan. Þær tíu konur og tveir karlar sem um ræðir höfðu verið í haldi vopnaðra uppreisnarmanna í Ghazni héraði í meira en sex vikur. Vonast er til að sjö kóreskir gíslar sem enn eru í haldi mannræningjanna verði látnir lausir seinna í dag.
Starfsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins komu þeim í hendur suður-kóreskrar sendinefndar í bænum Ghazni. Rauði krossinn var ekki í aðstöðu til að láta fram fara ítarlega læknisskoðun en gíslarnir virtust vera við góða heilsu. Uppreisnarmenn sögðu starfsmönnum Alþjóða Rauða krossins að þeir sjö kóresku gíslar sem eftir væru yrðu leystir úr haldi fljótlega.
Alþjóða Rauði krossinn hafði milligöngu um lausn gíslanna í krafti hlutleysis samtakanna og óhlutdrægni, og var það að beiðni bæði gíslatökumanna og suður-kóresku sendinefndarinnar. Alþjóða Rauði krossinn hafði einnig milligöngu um beinar viðræður milli beggja aðila í höfuðstöðvum Ghazni deildar Afganska Rauða hálfmánans.
Góð mæting á fyrsta prjónakaffi vetrarins
Rúmlega þrjátíu manns mættu á fyrsta prjónakaffi vetrarins hjá Kópavogsdeild eftir sumarfrí sem haldið var 29. ágúst síðastliðinn í sjálfboðamiðstöðinni. Andinn var góður í hópnum og var sérstaklega ánægjulegt að sjá þar á meðal nokkra nýliða sem tóku þátt í fyrsta skipti eftir að hafa séð blaðaauglýsingu um prjónakaffið. Það er líka gaman frá því að segja að deildinni hafði verið gefin þó nokkuð mörg falleg vélprjónuð teppi og peysur en eftir átti að ganga frá endum og var hópurinn fljótur að taka það verkefni að sér og var kominn dágóður bunki af fullkláruðum teppum í lok kaffisins.
Bæta þarf stöðu kvenna og draga úr fátækt svo að árangur náist í baráttunni gegn alnæmi
Sjálfboðaliðar óskast í Konukot
Þann 1. september 2007 verður opnunartími Konukots, sem nú er kl. 19:00-10:00, lengdur þannig að opið verður frá kl. 17:00-12:00.
Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins heimsækir Kólumbíu
Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Jakob Kellenberger, hóf í gær þriggja daga heimsókn til höfuðborgar Kólumbíu til að kynna sér aðstæður í landinu. Hann mun ræða við forseta landsins, Alvaro Uribe Vélez, utanríkisráðherra Kólumbíu, Fernando Araújo Perdomo, og varnarmálaráðherrann Juan Manual Santos Calderón.
Viðræðurnar munu að öllum líkindum snúast að mestu um starfsemi Alþjóðaráðs Rauða krossins í Kólumbíu og mannúðarmálefni, svo sem fjölda flóttamanna innan landamæra Kólumbíu og alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í þeim innanlandsófriði sem hefur geysað í Kólumbíu í meira en fjóra áratugi.
Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins heimsækir Kólumbíu
Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Jakob Kellenberger, hóf í gær þriggja daga heimsókn til höfuðborgar Kólumbíu til að kynna sér aðstæður í landinu. Hann mun ræða við forseta landsins, Alvaro Uribe Vélez, utanríkisráðherra Kólumbíu, Fernando Araújo Perdomo, og varnarmálaráðherrann Juan Manual Santos Calderón.
Viðræðurnar munu að öllum líkindum snúast að mestu um starfsemi Alþjóðaráðs Rauða krossins í Kólumbíu og mannúðarmálefni, svo sem fjölda flóttamanna innan landamæra Kólumbíu og alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í þeim innanlandsófriði sem hefur geysað í Kólumbíu í meira en fjóra áratugi.
Skiptir öllu að yfirvinna óttann
Sveinn Snorri Sveinsson er nýr formaður Geðhjálpar á Austurlandi. Viðtal eftir Hallgrím Helga Helgason um geðsýki hans og þátttöku í starfi sjálfshjálparhóps sem Geðhjálp og Rauði krossinn birtist í Morgunblaðinu 26. ágúst.
Skiptir öllu að yfirvinna óttann
Sveinn Snorri Sveinsson er nýr formaður Geðhjálpar á Austurlandi. Viðtal eftir Hallgrím Helga Helgason um geðsýki hans og þátttöku í starfi sjálfshjálparhóps sem Geðhjálp og Rauði krossinn birtist í Morgunblaðinu 26. ágúst.
Heimsóknavinir og margmenning
Heimsóknavinir og margmenning
Sjálfboðaliðar Rauða krossins brugðust strax við rútuslysi
Tölvert reyndi á viðbragðskerfi Rauða krossins í kjölfar rútuslysins sem varð á Fljótsdalsheiði í gær. Um 30 farþegar voru í rútunni sem fór út af veginum í beygju í Bessastaðabrekkum á Fljótsdalsheiði og slösuðust um 15 þeirra misalvarlega.
Samhæfingastöðin í Skógahlíð í Reykjavík var virkjuð og jafnframt voru sjálfboðaliðar Rauða krossins í Héraðs- og Borgarfjarðardeild kallaðir út til að koma upp fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Egilsstöðum.
Fjöldahjálparstöðin var opnuð kl. 13:30, eða um 15 mínútum eftir að Héraðs- og Borgarfjraðardeild Rauða krossins var gert viðvart um slysið. Þangað voru þeir fluttir sem hlutu minniháttar meiðsli svo sem skrámur eða vægari högg, alls 18 menn. Aðrir voru fluttir með sjúkrabíl eða flugi til heilsugæslunnar á Egilsstöðum, á Fjórðungssjúkrahúsin á Akureyri og í Neskaupstað. Þeir sem hlutu alvarlega áverka voru fluttir til Reykjavíkur á Landspítala – Háskólasjúkrahús.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins brugðust strax við rútuslysi
Tölvert reyndi á viðbragðskerfi Rauða krossins í kjölfar rútuslysins sem varð á Fljótsdalsheiði í gær. Um 30 farþegar voru í rútunni sem fór út af veginum í beygju í Bessastaðabrekkum á Fljótsdalsheiði og slösuðust um 15 þeirra misalvarlega.
Samhæfingastöðin í Skógahlíð í Reykjavík var virkjuð og jafnframt voru sjálfboðaliðar Rauða krossins í Héraðs- og Borgarfjarðardeild kallaðir út til að koma upp fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Egilsstöðum.
Fjöldahjálparstöðin var opnuð kl. 13:30, eða um 15 mínútum eftir að Héraðs- og Borgarfjraðardeild Rauða krossins var gert viðvart um slysið. Þangað voru þeir fluttir sem hlutu minniháttar meiðsli svo sem skrámur eða vægari högg, alls 18 menn. Aðrir voru fluttir með sjúkrabíl eða flugi til heilsugæslunnar á Egilsstöðum, á Fjórðungssjúkrahúsin á Akureyri og í Neskaupstað. Þeir sem hlutu alvarlega áverka voru fluttir til Reykjavíkur á Landspítala – Háskólasjúkrahús.
Hundurinn Leó leit við í sjálfboðamiðstöðinni
Hundurinn Leó heimsótti Kópavogsdeild fyrir helgi með Ingibjörgu, eiganda sínum. Ingibjörg er sjálfboðaliði hjá deildinni og heimsóknavinur með Leó. Komu þau til að sækja klút merktan Rauða krossinum sem Leó ætlar að bera þegar þau sinna sjálfboðnum störfum sínum í vetur. Ætla þau að taka þátt í Enter-starfinu og heimsækja Enter-hópinn reglulega á miðvikudögum í sjálfboðamiðstöðinni þegar starfið fer af stað um miðjan september. Eins og sjá má af myndinni ber Leó klútinn með stakri prýði.
Fjöldahjálparstöð opnuð á Egilsstöðum
Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu eru 10-15 slasaðir, þar af sumir nokkuð alvarlega. Um 31 erlendir starfsmenn verktakafyrirtækisins Arnarfells sem byggir Hraunaveitu við Jökulsá í Fljótsdal voru í rútunni. Hjálparsími Rauða krossins, 1717, veitir almennar upplýsingar um slysið til aðstandenda og er túlkur á staðnum.
Fjöldahjálparstöð opnuð á Egilsstöðum
Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu eru 10-15 slasaðir, þar af sumir nokkuð alvarlega. Um 31 erlendir starfsmenn verktakafyrirtækisins Arnarfells sem byggir Hraunaveitu við Jökulsá í Fljótsdal voru í rútunni. Hjálparsími Rauða krossins, 1717, veitir almennar upplýsingar um slysið til aðstandenda og er túlkur á staðnum.
Nýliðar kynna sér starfsemi Kópavogsdeildar
Á miðvikudaginn fékk Kópavogsdeildin heimsókn frá hópi nýrra starfsmanna Rauða krossins. Hópurinn var skipaður fólki sem nýlega hefur tekið við störfum hjá ýmsum deildum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, og fékk hann kynningu á verkefnum og starfsemi Kópavogsdeildar.
Heimsóknin er liður í því að kynna fyrir nýliðunum starfsemi Rauða krossins en auk Kópvogsdeildar heimsótti hópurinn Fjölsmiðjuna sem er vinnusetur fyrir ungt fólk, fataflokkunarstöðina í Hafnarfirði og Vin sem er athvarf fyrir geðfatlaða í Reykjavík.
Heimsókn til Kópavogsdeildar
Miðvikudaginn 22. ágúst fékk Kópavogsdeildin heimsókn frá hópi nýrra starfsmanna Rauða krossins. Hópurinn var skipaður fólki sem nýlega hefur tekið við störfum hjá ýmsum deildum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, og fékk hann kynningu á verkefnum og starfsemi Kópavogsdeildar. Var heimsóknin liður í því að kynna fyrir nýliðunum starfsemi Rauða krossins en auk Kópvogsdeildar heimsótti hópurinn Fjölsmiðjuna sem er vinnusetur fyrir ungt fólk, fataflokkunarstöðina í Hafnarfirði og Vin sem er athvarf fyrir geðfatlaða í Reykjavík.
Sólskinsferð á Sólheima
Síðustu viku dvöldu 10 félagar úr Víðsýn, ferðafélagi athvarfsins Vinjar, á Sólheimum í Grímsnesi. Stjórn ferðafélagsins undirbjó ferðina í samstarfi við Óskar Jónsson forstöðumann atvinnusviðs Sólheima en meginmarkmiðið með ferðinni var uppbygging og heilsuefling.
Gist var í góðri aðstöðu á gisti- og heilsuheimilinu Brekkukoti. Móttökur og viðurgjörningur allur var til fyrirmyndar og dagskrá vikunnar fjölbreytt og skemmtileg og starfsmönnum Sólheima til sóma.
Ferðafélagarnir tóku þátt í leikfimi, jóga, sundleikfimi, fyrirlestri um heilsueflingu, vinnu á tré- og kertaverkstæðinu auk göngutúra um svæðið. Hver dagur byrjaði með morgunfundi út á túni þar sem allir íbúar og starfsmenn staðarins mynduðu hring hönd í hönd til að bjóða daginn velkominn og fara yfir helstu atburði dagsins. Á kvöldin voru skemmtiatriði svo sem bingó og spil.
Sólskinsferð á Sólheima
Síðustu viku dvöldu 10 félagar úr Víðsýn, ferðafélagi athvarfsins Vinjar, á Sólheimum í Grímsnesi. Stjórn ferðafélagsins undirbjó ferðina í samstarfi við Óskar Jónsson forstöðumann atvinnusviðs Sólheima en meginmarkmiðið með ferðinni var uppbygging og heilsuefling.
Gist var í góðri aðstöðu á gisti- og heilsuheimilinu Brekkukoti. Móttökur og viðurgjörningur allur var til fyrirmyndar og dagskrá vikunnar fjölbreytt og skemmtileg og starfsmönnum Sólheima til sóma.
Ferðafélagarnir tóku þátt í leikfimi, jóga, sundleikfimi, fyrirlestri um heilsueflingu, vinnu á tré- og kertaverkstæðinu auk göngutúra um svæðið. Hver dagur byrjaði með morgunfundi út á túni þar sem allir íbúar og starfsmenn staðarins mynduðu hring hönd í hönd til að bjóða daginn velkominn og fara yfir helstu atburði dagsins. Á kvöldin voru skemmtiatriði svo sem bingó og spil.
Fyrirlestur og námskeið um stuðning við börn og unglinga í kjölfar áfalla
Föstudaginn 14. september mun dr. Barbara Juen halda fyrirlestur um Aðstoð við börn og unglinga í kjölfar áfalla (Crisis intervention with children and adolescents). Fyrirlesturinn fer fram í Sjálfboðamiðstöð Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins og stendur frá kl. 13 – 16. Fagfólki sem vinnur með börn og unglinga er boðið að taka þátt. Nánari upplýsingar og þátttökuskráning hér.
Dr. Barbara mun einnig halda námskeið dagana 12. og 13. september undir heitinu Aðstoð í kjölfar áfalla (Crisis Intervention after critical/traumatic events). Námskeiðið er ætlað meðlimum áfallahjálparteymis Rauða krossins en einnig hefur áfallateymi Landsspítala háskóla sjúkrahúss auk annarra teyma um landið verið boðið að senda þátttakendur.
Tvær vinkonur söfnuðu 11.000 krónum á tombólu
Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Fjársöfnun ungmenna rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.
Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í sjálfboðamiðstöðina alla virka daga á milli kl. 11-15.
Leikföng óskast
Kópavogsdeild Rauða krossins óskar eftir leikföngum fyrir börn á aldrinum 0-6 ára. Deildin fer af stað með nýtt verkefni sem ber heitið „Alþjóðlegir foreldrar” í október. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eiga börn á aldrinum 0-6 ára. Alþjóðlegu foreldrarnir munu hittast vikulega í félagsmiðstöðinni Mekka og boðið verður upp á stutta íslenskukennslu fyrir foreldrana í hvert sinn og fjölbreyttar kynningar. Ætlunin er að hafa leikföng fyrir börnin á staðnum og vantar okkur leikföngin.
Ef þú átt einhver leikföng sem þú mátt sjá af fyrir börn á þessum aldri þætti okkur vænt um ef þú kæmir með þau til okkar í sjálfboðamiðstöðina í Hamraborg 11. Miðstöðin er opin alla virka daga frá 11-15.
Nánari upplýsingar um verkefnið eru hér á síðunni undir hlekknum „Alþjóðlegir foreldrar”.
Neyðaraðstoð Rauða krossins í fullum gangi í Perú
Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni vegna aðstoðar við fórnarlömb jarðskjálftans sem skók suðurhluta Perú fyrir rúmum sólarhring. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 92 milljónir íslenskra króna.
Hendum fordómunum á Menningarnótt
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands tekur þátt í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á Menningarnótt með tvennum hætti að þessu sinni. Tveir hópar Ungmennadeildar Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R) verða áberandi á götum borgarinnar á þessum hátíðardegi þó með ólíkum hætti sé.
Skyndihjálparhópurinn gegnir sem fyrr mikilvægu hlutverki í öryggisgæslu höfuðborgarinnar og starfar við hlið lögreglu og björgunarsveita við eftirlit og aðstoð. Félagar í skyndihjálparhópnum verða á ferðinni um borgina svo lengi sem þörf er á og veita þeim sem á þurfa að halda fyrstu hjálp. Hópurinn hefur mikla reynslu af aðstoð á viðburðum sem þessum og er það Reykjavíkurdeild Rauða krossins sönn ánægja að geta boðið fram þjónustu sína á stærstu samkomu Reykjavíkurborgar.
Hendum fordómunum á Menningarnótt
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands tekur þátt í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á Menningarnótt með tvennum hætti að þessu sinni. Tveir hópar Ungmennadeildar Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R) verða áberandi á götum borgarinnar á þessum hátíðardegi þó með ólíkum hætti sé.
Skyndihjálparhópurinn gegnir sem fyrr mikilvægu hlutverki í öryggisgæslu höfuðborgarinnar og starfar við hlið lögreglu og björgunarsveita við eftirlit og aðstoð. Félagar í skyndihjálparhópnum verða á ferðinni um borgina svo lengi sem þörf er á og veita þeim sem á þurfa að halda fyrstu hjálp. Hópurinn hefur mikla reynslu af aðstoð á viðburðum sem þessum og er það Reykjavíkurdeild Rauða krossins sönn ánægja að geta boðið fram þjónustu sína á stærstu samkomu Reykjavíkurborgar.
Hendum fordómunum á Menningarnótt
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands tekur þátt í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á Menningarnótt með tvennum hætti að þessu sinni. Tveir hópar Ungmennadeildar Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R) verða áberandi á götum borgarinnar á þessum hátíðardegi þó með ólíkum hætti sé.
Skyndihjálparhópurinn gegnir sem fyrr mikilvægu hlutverki í öryggisgæslu höfuðborgarinnar og starfar við hlið lögreglu og björgunarsveita við eftirlit og aðstoð. Félagar í skyndihjálparhópnum verða á ferðinni um borgina svo lengi sem þörf er á og veita þeim sem á þurfa að halda fyrstu hjálp. Hópurinn hefur mikla reynslu af aðstoð á viðburðum sem þessum og er það Reykjavíkurdeild Rauða krossins sönn ánægja að geta boðið fram þjónustu sína á stærstu samkomu Reykjavíkurborgar.
Mikilvægt að hafa skyndihjálpartöskur við hendina
Eitt af mörgum verkefnum Rauða kross deilda er að standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum í skyndihjálp. Slys gera ekki boð á undan sér og því er þekking á skyndihjálp mikilvæg fyrir alla.
Mikilvægt að hafa skyndihjálpartöskur við hendina
Eitt af mörgum verkefnum Rauða kross deilda er að standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum í skyndihjálp. Slys gera ekki boð á undan sér og því er þekking á skyndihjálp mikilvæg fyrir alla.
Mikilvægt að hafa skyndihjálpartöskur við hendina
Eitt af mörgum verkefnum Rauða kross deilda er að standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum í skyndihjálp. Slys gera ekki boð á undan sér og því er þekking á skyndihjálp mikilvæg fyrir alla.
Unglingastarfið á fullt eftir sumarfrí
Unglingastarfið á fullt eftir sumarfrí
Unglingastarfið á fullt eftir sumarfrí
Sjálfboðaliða vantar í Dvöl
Það vantar sjálfboðaliða til að vera í Dvöl á laugardögum frá kl. 13-16. Venjulega eru tveir sjálfboðaliðar á vakt hvern laugardag en fundur verður haldinn í lok ágúst eða byrjun september með sjálfboðaliðum þar sem þeir geta raðað sér niður á vaktir. Reynt verður að hafa sem flesta sjálfboðaliða þannig að nóg væri fyrir hvern og einn að vera í athvarfinu tvo til þrjá laugardaga fram að jólum.
Viðamikið hjálparstarf vegna flóðanna í Pakistan
Enn stendur yfir hjálparstarf vegna flóðanna sem urðu í Pakistan fyrr í sumar. Miklar rigningar, hiti og flóð hafa valdið því að íbúar í héruðunum Baluchistan og Sindh búa nú við skelfilegar aðstæður. Í kjölfar flóðanna sendi Alþjóða Rauði krossinn nokkur neyðarteymi til að veita fórnarlömbum flóðanna í Pakistan nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og sjá þeim fyrir hreinu vatni. Sólveig Þorvaldsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins, fór utan í byrjun júlí sem meðlimur í níu manna vettvangsteymi til að meta aðstæður og koma hjálparstarfinu af stað. Hún segir að aðkoman hafi verið mjög slæm.
„Bláfátækar bændafjölskyldur misstu heimili sín og lífsviðurværi þegar flóðgarðar brustu og veituskurðir flæddu yfir bakka sína vegna óvenjumikillar úrkomu. Sumum var búið að koma fyrir í neyðarskýlum, s.s. í skólum, við alltof þröngan kost og ömurlega hreinlætisaðstæður. Aðrir leituðu hælis á vegum eða flóðgörðum sem stóðu enn upp úr flóðinu, og enn aðrir innlyksa í þorpum sínum og gátu sér enga björg veitt."
Viðamikið hjálparstarf vegna flóðanna í Pakistan
Enn stendur yfir hjálparstarf vegna flóðanna sem urðu í Pakistan fyrr í sumar. Miklar rigningar, hiti og flóð hafa valdið því að íbúar í héruðunum Baluchistan og Sindh búa nú við skelfilegar aðstæður. Í kjölfar flóðanna sendi Alþjóða Rauði krossinn nokkur neyðarteymi til að veita fórnarlömbum flóðanna í Pakistan nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og sjá þeim fyrir hreinu vatni. Sólveig Þorvaldsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins, fór utan í byrjun júlí sem meðlimur í níu manna vettvangsteymi til að meta aðstæður og koma hjálparstarfinu af stað. Hún segir að aðkoman hafi verið mjög slæm.
„Bláfátækar bændafjölskyldur misstu heimili sín og lífsviðurværi þegar flóðgarðar brustu og veituskurðir flæddu yfir bakka sína vegna óvenjumikillar úrkomu. Sumum var búið að koma fyrir í neyðarskýlum, s.s. í skólum, við alltof þröngan kost og ömurlega hreinlætisaðstæður. Aðrir leituðu hælis á vegum eða flóðgörðum sem stóðu enn upp úr flóðinu, og enn aðrir innlyksa í þorpum sínum og gátu sér enga björg veitt."
Alþjóðaráð Rauða krossins og störf þess í þágu flóttamanna
Alþjóðaráð Rauða krossins og störf þess í þágu flóttamanna
Rauðakrossbúðirnar ganga vel
Sala í Rauðakrossbúðunum á Strandgötu í Hafnarfirði og Laugavegi í Reykjavík hefur verið með besta móti í sumar. Svo virðist sem blíðviðrið í júlímánuði hafi haft kaupaukandi áhrif á landann og er salan í Hafnarfirði til að mynda 100% meiri nú í ár en á sama tíma í fyrra.
Sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum í allt sumar við að flokka föt og sjá til þess að vöruúrvalið haldist spennandi. Haldnir hafa verið útimarkaðir og að sjálfsögðu var útsala í báðum búðum rétt eins og öðrum verslunum.
Hressar stelpur halda tombólu á Ísafirði
Fimm hressar stelpur, Hafdís Bára, Aldís Huld, Brynja Dís Höskuldsdætur og Birta Rut Rúnarsdóttir héldu tombólu á Ísafirði á dögunum og söfnuðu 3.600 krónum. Þær komu með peningana á skrifstofu Rauða krossins og fengu í leiðinni fræðslu um það hvað Rauði krossinn gerir við peninga sem börn á Íslandi safna með tombóluhaldi.
Á hverju ári safnast um 400 - 500 þúsund krónum sem eru notaðar til að styrkja börn sem eiga um sárt að binda. Á síðasta ári var söfnunarfénu varið til að aðstoða börn í Sierra Leone, árið 2005 rann féð til aðstoðar börnum í kjölfar flóðbylgjunnar í Asíu og árið 2004 voru heyrnardauf börn í Palestínu aðstoðuð.
Rauði krossinn leggur metnað í að fræða börn um það hvernig tombólupeningunum er varið og fá þau send heim bréf sem útskýrir á hvern hátt peningarnir koma að góðum notum fyrir jafnaldra þeirra, sem minna mega sín.
10. bekkingar læra skyndihjálp
Á fyrri helmingi ársins fengu 10. bekkingar fimm grunnskóla í Kópavogi, þ.e. Digranesskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Salaskóla og Snælandsskóla, kennslu í skyndihjálp. Nemendurnir sóttu 16 kennslustunda námskeið í almennri skyndihjálp og hafa því öðlast víðtæka þekkingu á því hvernig bregðast skuli við í kjölfar slysa eða bráðaveikinda. Kunnátta í skyndihjálp getur skipt sköpum og hefur það marg sannað sig að almennir borgarar, sem oft mæta fyrstir á slysstað, geta veitt mikilvæga aðstoð áður en björgunarlið kemur á staðinn.
Námskeiðið er skólunum og nemendum að kostnaðarlausu og geta nemendurnir jafnframt fengið námskeiðið metið til eininga í framhaldsskólum.
10. bekkingar læra skyndihjálp
Á fyrri helmingi ársins fengu 10. bekkingar fimm grunnskóla í Kópavogi, þ.e. Digranesskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Salaskóla og Snælandsskóla, kennslu í skyndihjálp. Nemendurnir sóttu 16 kennslustunda námskeið í almennri skyndihjálp og hafa því öðlast víðtæka þekkingu á því hvernig bregðast skuli við í kjölfar slysa eða bráðaveikinda. Kunnátta í skyndihjálp getur skipt sköpum og hefur það marg sannað sig að almennir borgarar, sem oft mæta fyrstir á slysstað, geta veitt mikilvæga aðstoð áður en björgunarlið kemur á staðinn.
Námskeiðið er skólunum og nemendum að kostnaðarlausu og geta nemendurnir jafnframt fengið námskeiðið metið til eininga í framhaldsskólum.
10. bekkingar læra skyndihjálp
Á fyrri helmingi ársins fengu 10. bekkingar fimm grunnskóla í Kópavogi, þ.e. Digranesskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Salaskóla og Snælandsskóla, kennslu í skyndihjálp. Nemendurnir sóttu 16 kennslustunda námskeið í almennri skyndihjálp og hafa því öðlast víðtæka þekkingu á því hvernig bregðast skuli við í kjölfar slysa eða bráðaveikinda. Kunnátta í skyndihjálp getur skipt sköpum og hefur það marg sannað sig að almennir borgarar, sem oft mæta fyrstir á slysstað, geta veitt mikilvæga aðstoð áður en björgunarlið kemur á staðinn.
Námskeiðið er skólunum og nemendum að kostnaðarlausu og geta nemendurnir jafnframt fengið námskeiðið metið til eininga í framhaldsskólum.
Dagsferð Dvalar
Tuttugu manns úr Dvöl fóru í dagsferð 12. júní síðastliðinn. Farinn var Gullni hringurinn, þ.e. á Þingvöll, Laugavatn, Gullfoss og Geysi. Einstök veðurblíða var þennan dag sem gerði ferðina einstaklega skemmtilega. Lagt var af stað frá Dvöl kl. 9 að morgni og komið heim kl. 17. Í hádeginu var hamborgari snæddur á Hótel Geysi.
Dvöl er athvarf fyrir fólk með geðraskanir sem er staðsett í Reynihvammi 43 í Kópavogi. Markmiðið með starfseminni er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Kópavogsdeild Rauða krossins annast rekstur Dvalar í samvinnu við Kópavogsbæ og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Ferðir eru kærkomin upplyfting fyrir marga af gestum Dvalar sem treysta sér ekki í ferðalög nema með stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Dvalar.
Ungmenni á sumarbúðum í heimsókn
Í síðustu viku tóku sjálfboðaliðar Akranesdeildar á móti 8 börnum og unglingum á aldrinum 7-16 ára. Ungmennin eru þátttakendur á sumarbúðum í Holti í Borgarfirði.
Ungmenni á sumarbúðum í heimsókn
Í síðustu viku tóku sjálfboðaliðar Akranesdeildar á móti 8 börnum og unglingum á aldrinum 7-16 ára. Ungmennin eru þátttakendur á sumarbúðum í Holti í Borgarfirði.