28. september 2007 : Litháen hefur tekið við hælisleitendum í tíu ár

Í þessum mánuði eru liðin tíu ár síðan Litháen hóf að veita hælisleitendum viðtöku og vernd. Í september árið 1997 fékk fyrsti flóttamaðurinn hæli í Litháen á grundvelli flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1951.

 

28. september 2007 : Litháen hefur tekið við hælisleitendum í tíu ár

Í þessum mánuði eru liðin tíu ár síðan Litháen hóf að veita hælisleitendum viðtöku og vernd. Í september árið 1997 fékk fyrsti flóttamaðurinn hæli í Litháen á grundvelli flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1951.

 

28. september 2007 : Prjónað og heklað til góðra málefna

Konur í prjónahópi Reykjavíkurdeildar Rauða krossins hittust eftir gott sumarfrí á fimmtudaginn. Konurnar koma saman alla fimmtudaga yfir vetrarmánuðina frá kl. 13-16 þar sem þær hekla og prjóna. Handavinnan er síðan gefin til góðra málefna, seld í Rauðakrossbúðinni L-12 eða send til neyðaraðstoðar erlendis.
 
Hópurinn hefur verið starfræktur frá 1999 og stækkar jafnt og þétt. Að jafnaði eru konurnar 15-20 og smellur vel í prjónum og nálum á meðan þær spjalla yfir kaffitári og góðum sögum úr daglega lífinu.

27. september 2007 : Fleiri fatapakkar tilbúnir fyrir börn í neyð

Í vikunni komu sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag í sjálfboðamiðstöðina til að pakka ungbarnafötum í þar til gerða pakka sem sendir verða til barna í neyð í Malaví. Alls var pakkað 110 pökkum. Samtals hefur þá Kópavogsdeild sent frá sér 246 pakka í september en einnig var pakkað í byrjun mánaðarins. Sjálfboðaliðarnir hafa því svo sannarlega ekki setið auðum höndum undanfarna mánuði og enn halda þeir áfram að prjóna fleiri föt til að senda til Afríku.

26. september 2007 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fagnar átaki félagasamtaka á Norðurlöndum

Tuttugu félagasamtök á Norðurlöndum standa fyrir átakinu „Keep Them Safe“ eða „Veitum þeim öryggi" sem miðar af því að styrkja og bæta vernd í löndunum fimm fyrir þá einstaklinga sem sótt hafa um hæli eftir að hafa neyðst til að flýja heimalönd sín vegna ofbeldis og alvarlegra mannréttindabrota.

„Norðurlöndin eru á margan hátt öðrum ríkjum til fyrirmyndar og hafa reynst Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna drjúgur stuðningur í málefnum flóttamanna," segir Hans ten Feld yfirmaður svæðisskrifstofu Flóttamannastofnunar fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. „Sem stendur er hins vegar það kerfi sem alþjóðleg vernd byggir á ekki alltaf vel til þess fallið að tryggja fólki vernd sem flýr almennt og útbreitt ofbeldi í heimalöndum sínum. Ekki einu sinni á Norðurlöndum, þrátt fyrir að jákvæð þróun hafi orðið í þá átt í sumum Norðurlandanna."

26. september 2007 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fagnar átaki félagasamtaka á Norðurlöndum

Tuttugu félagasamtök á Norðurlöndum standa fyrir átakinu „Keep Them Safe“ eða „Veitum þeim öryggi" sem miðar af því að styrkja og bæta vernd í löndunum fimm fyrir þá einstaklinga sem sótt hafa um hæli eftir að hafa neyðst til að flýja heimalönd sín vegna ofbeldis og alvarlegra mannréttindabrota.

„Norðurlöndin eru á margan hátt öðrum ríkjum til fyrirmyndar og hafa reynst Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna drjúgur stuðningur í málefnum flóttamanna," segir Hans ten Feld yfirmaður svæðisskrifstofu Flóttamannastofnunar fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. „Sem stendur er hins vegar það kerfi sem alþjóðleg vernd byggir á ekki alltaf vel til þess fallið að tryggja fólki vernd sem flýr almennt og útbreitt ofbeldi í heimalöndum sínum. Ekki einu sinni á Norðurlöndum, þrátt fyrir að jákvæð þróun hafi orðið í þá átt í sumum Norðurlandanna."

25. september 2007 : Rauði krossinn endurhæfir barnahermenn í Síerra Leone

Rauði krossinn í Síerra Leone rekur fimm skóla þar í landi þar sem börn sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni fá endurhæfingu til að takast á við daglegt líf að nýju, en mörg þeirra voru barnahermenn. Borgarastyrjöldin sem ríkti í landinu kom á margan hátt í veg fyrir eðlilegan þroska þeirra á líkama og sál, og flest hafa misst fjölmörg ár úr skóla.

Um 2,500 börn undir 18 ára aldri hafa fengið aðstoð frá Rauða krossinum. Í skólunum fimm stunda börnin almennt bóknám og einnig ýmiss konar iðnnám. Fyrir mörg þeirra er þetta fyrsta og eina tækifærið til að læra að lesa og skrifa. Að auki býðst þeim að læra ýmsar iðngreinar, t.d. húsa- eða húsgagnasmíði, bakstur, saumaskap, sápugerð, hárgreiðslu og landbúnað. Þau fá einnig fræðslu um alnæmi og getnaðarvarnir.

25. september 2007 : Rauði krossinn endurhæfir barnahermenn í Síerra Leone

Rauði krossinn í Síerra Leone rekur fimm skóla þar í landi þar sem börn sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni fá endurhæfingu til að takast á við daglegt líf að nýju, en mörg þeirra voru barnahermenn. Borgarastyrjöldin sem ríkti í landinu kom á margan hátt í veg fyrir eðlilegan þroska þeirra á líkama og sál, og flest hafa misst fjölmörg ár úr skóla.

Um 2,500 börn undir 18 ára aldri hafa fengið aðstoð frá Rauða krossinum. Í skólunum fimm stunda börnin almennt bóknám og einnig ýmiss konar iðnnám. Fyrir mörg þeirra er þetta fyrsta og eina tækifærið til að læra að lesa og skrifa. Að auki býðst þeim að læra ýmsar iðngreinar, t.d. húsa- eða húsgagnasmíði, bakstur, saumaskap, sápugerð, hárgreiðslu og landbúnað. Þau fá einnig fræðslu um alnæmi og getnaðarvarnir.

25. september 2007 : Tómstundahópur fyrir fatlaða Skagafirði

Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands fór árið 2006 af stað með verkefni sem kallast „Tómstundahópar fyrir fatlaða".  Þau fóru meðal annars til Spánar í sumar.

25. september 2007 : Knúið á lokaðar dyr?

Guðrún er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Jóhanna er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Kristján framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Þau skora á stjórnvöld að efla alþjóðlega vernd flóttafólks.

 

25. september 2007 : Staða ungra innflytjenda

Mikið fjölmenni var á málþingi um stöðu ungra innflytjenda og framtíð þeirra í íslensku þjóðfélagi sem var haldið í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gær.

Tilgangurinn með málþinginu er að láta rödd ungmenna, sem flust hafa hingað til lands og eiga hér heima, heyrast og auka þannig skilning milli þeirra og annarra landsmanna. Þarna gafst ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um hvernig hægt sé að byggja framtíð Íslands með tilliti til allra sem hér búa og stuðla að heilbrigðu umhverfi fyrir samfélagið sem heild.

Rúmlega 200 manns alls staðar að úr heiminum sóttu þingið og komu með reynslusögur. Þátttakendur voru virkir og líflegar umræður urðu í salnum. Einnig fór fram hópastarf. Niðurstöður þeirra verða teknar saman og birtar siðar.

24. september 2007 : Ungmenni af erlendum uppruna ræða framtíð sína á Íslandi

Mánudaginn 24. september stendur hópur ungs fólks af erlendum uppruna fyrir málþingi um stöðu sína og framtíð í íslensku þjóðfélagi. Málþingið er haldið í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð og hefst kl. 08:30, og stendur til 12:30.

Tilgangurinn með málþinginu er að láta rödd ungmenna, sem hafa flust hingað til lands og eiga hér heima, heyrast og auka þannig skilning milli þeirra og annarra landsmanna. Þarna gefst  ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára loksins tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um hvernig hægt sé að byggja framtíð Íslands með tilliti til allra sem hér búa og stuðla að heilbrigðu umhverfi fyrir samfélagið sem heild. Þau vilja með þessu sýna frumkvæði og taka virkan þátt í mótun íslensks fjölmenningarsamfélags.

24. september 2007 : Skemmtilegir krakkar í Enter og Eldhugum hittast aftur eftir sumarfrí

Starf Kópavogsdeildar með ungmennum, Enter og Eldhugar, fór aftur af stað af fullum krafti í síðustu viku. Enter-hópurinn eru ungir innflytjendur 9 -12 ára sem koma úr móttökudeild nýbúa í Hjallaskóla. Eldhugar skipa 13-16 ára ungmenni víðs vegar að úr Kópavogi, íslensk og erlend.
 
Krakkarnir í Enter byrjuðu á því að fara í nafnaleiki til að hrista af sér feimni og læra nöfn allra í hópnum. Einnig sögðu þau aðeins frá sér til að kynnast hvert öðru betur. Gaman er frá því að segja að í hópnum eru krakkar með alls konar þjóðerni, frá eins ólíkum löndum og Nepal og Þýskalandi.

24. september 2007 : Skemmtilegir krakkar í Enter og Eldhugum hittast aftur eftir sumarfrí

Starf Kópavogsdeildar með ungmennum, Enter og Eldhugar, fór aftur af stað af fullum krafti í síðustu viku. Enter-hópurinn eru ungir innflytjendur 9 -12 ára sem koma úr móttökudeild nýbúa í Hjallaskóla. Eldhugar skipa 13-16 ára ungmenni víðs vegar að úr Kópavogi, íslensk og erlend.
 
Krakkarnir í Enter byrjuðu á því að fara í nafnaleiki til að hrista af sér feimni og læra nöfn allra í hópnum. Einnig sögðu þau aðeins frá sér til að kynnast hvert öðru betur. Gaman er frá því að segja að í hópnum eru krakkar með alls konar þjóðerni, frá eins ólíkum löndum og Nepal og Þýskalandi.

21. september 2007 : Námskeið fyrir leiðbeinendur í barna- og ungmennastarfi

Haldið var tveggja daga námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur í barna- og ungmennastarfi innan Rauða krossins um síðustu helgi. Eldri leiðbeinendur tóku þátt seinni daginn.

 

21. september 2007 : Skemmtilegir krakkar í Enter og Eldhugum hittast aftur eftir sumarfrí

Starf Kópavogsdeildar með ungmennum fór aftur af stað af fullum krafti í vikunni. Annars vegar hittist Enter-hópurinn en í honum eru ungir innflytjendur 9-12 ára sem koma úr móttökudeild nýbúa í Hjallaskóla. Hins vegar komu Eldhugar saman en þann hóp skipa 13-16 ára ungmenni víðs vegar að úr Kópavogi, íslensk og erlend.

19. september 2007 : Athvörf Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða á landsmóti

Athvörf Rauða krossins fyrir geðfatlaða héldu sitt árlega landsmót dagana 5.-7. september á Hótel Hvítá í Biskupstungum. Alls tóku 34 manns þátt í mótinu frá fjórum athvörfum, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi, Læk í Hafnarfirði og Laut á Akureyri.

Dagarnir voru fullir að skemmtilegum uppákomum. Meðal annars var farin ferð um sveitir Árnessýslu og deild Rauða krossins bauð öllum í mat. Á kvöldin var farið í danskeppni, bingó og ýmislegt annað skemmtilegt.

19. september 2007 : Athvörf Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða á landsmóti

Athvörf Rauða krossins fyrir geðfatlaða héldu sitt árlega landsmót dagana 5.-7. september á Hótel Hvítá í Biskupstungum. Alls tóku 34 manns þátt í mótinu frá fjórum athvörfum, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi, Læk í Hafnarfirði og Laut á Akureyri.

Dagarnir voru fullir að skemmtilegum uppákomum. Meðal annars var farin ferð um sveitir Árnessýslu og deild Rauða krossins bauð öllum í mat. Á kvöldin var farið í danskeppni, bingó og ýmislegt annað skemmtilegt.

19. september 2007 : Námskeið fyrir heimsóknavini

Kópavogsdeild hélt í gær námskeið fyrir heimsóknavini þar sem þátttakendurnir fengu leiðsögn varðandi hlutverk og störf heimsóknavina. Þátttakendurnir fengu fræðslu um hvað ber að hafa í huga í heimsóknum til gestgjafa meðal annars varðandi virðingu og samræður en einnig hvað ber að varast eins og fordóma og forræðishyggju. Þá fengu þátttakendurnir kynningu á sögu, markmiðum og starfi Rauða krossins ásamt verkefnum Kópavogsdeildar.  

18. september 2007 : Ríkisstjórn Íslands veitir fé til aðstoðar Írökum

Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum sjö milljónir króna til hjálpar óbreyttum borgurum í Írak.

Fjármagnið mun renna til viðbótarbeiðni Alþjóða Rauða krossins um fjárstuðning til að hægt sé að sinna brýnustu þörfum fórnarlamba átakanna í landinu. Alþjóðabeiðnin hljóðaði upp á rúmlega 5 milljarða íslenskra króna (75 milljónir dollara) til viðbótar 1,8 milljörðum króna beiðni frá því í vor. Heildarfjármagn sem Alþjóða Rauði krossinn hyggst verja til verkefna í Íraks verður þá orðið um 10 milljarðar króna. Viðbótarfjármagnið rennur einkum til aðstoðar aldraðra, fatlaðra og munaðarlausra barna.

Óbreyttir borgarar í Írak búa við linnulaust ofbeldi og óöryggi. Mannfall eykst, fleiri eru á flótta, lífsviðurværi skortir og aðgangur að grunnþjónustu er mjög takmarkaður. Alþjóða Rauði krossinn er í nánu samstarfi við íraska Rauða hálfmánann. Samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa ríflega fjórar milljónir Íraka flúið heimili sín vegna átaka í landinu undanfarin ár, u.þ.b. tvær milljónir eru á vergangi innan Íraks og tvær milljónir hafa farið úr landi.

18. september 2007 : Stuðningur við alnæmissjúka í sunnanverðri Afríku - 2006

Um 10% af þeim 127 milljónum, sem búa í sunnaverðri Afríku, eru smituð af alnæmi. Um 4,6 milljónir barna í þessum löndum eru munaðarlaus vegna sjúkdómsins.

 

 

18. september 2007 : Stuðningur við alnæmissjúka í sunnanverðri Afríku - 2006

Um 10% af þeim 127 milljónum, sem búa í sunnaverðri Afríku, eru smituð af alnæmi. Um 4,6 milljónir barna í þessum löndum eru munaðarlaus vegna sjúkdómsins.

 

 

17. september 2007 : Rauði kross Íslands styður hjálparstarf vegna fellibylsins Felixar

Rauði kross Íslands hefur brugðist við neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins með fjögurra milljóna króna framlagi úr hjálparsjóði félagsins. Neyðarbeiðnin hjlóðaði upp á 53 milljónir íslenskra króna. Fjármunirnir verða notaðir til að hjálpa þeim sem verst urðu úti þegar fellibylurinn Felix reið yfir Mið-Ameríku að morgni 3. september. Hann mældist 5. stigs fellibylur sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra.

Felix olli mikilli eyðileggingu bæði í Hondúras og Níkvaragva en miklar rigningar fylgdu einnig í kjölfar hans í Gvatemala og Belize. Í Hondúras þurftu um 24.000 manns að yfirgefa heimili sín og að minnsta kosti 3.900 fjölskyldur urðu fyrir tjóni. Í Níkvaragva þar sem fellibylurinn olli mestum usla létu að minnsta kosti sjö manns lífið en 11 slösuðust. Einnig þurftu 35.000 manns að flýja heimili sín þar í landi og alls er vitað um að meira en 5.000 hús hafi eyðilagst í hamförunum.

14. september 2007 : Sálrænn stuðningur í boði Rauða krossins

Dr. Barbara Juen, sérfræðingur Rauða krossins í Austurríki um áfallarhjálp, heldur fyrirlestur um aðstoð við börn og unglinga í kjölfar áfalla í dag kl. 13:00. Fyrirlesturinn er haldinn í Sjálfboðamiðstöð Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins, Strandgötu 24, Hafnarfirði.

Alvarlegir atburðir eins og einelti, skilnaður foreldra, slys, hamfarir eða missir skapa sálrænt umrót hjá fólki almennt. Börn eru sérstaklega viðkvæm í slíkum aðstæðum og eiga til dæmis erfitt með að skilja þær afleiðingar sem svona atburðir geta haft í för með sér. Þá vill það gjarnan gleymast að upplifun fullorðinna og barna af þessum atburðum er ólík. Rétt viðbrögð þeirra sem standa barninu næst geta hjálpað því að ná aftur sínu fyrra jafnvægi og hindrað óæskilegar afleiðingar.

14. september 2007 : Rauði krossinn í Indónesíu aðstoðar fórnarlömb jarðskjálfta

Jarðkjálftahrinan í Indónesíu sem hófst miðvikudaginn 12. september heldur áfram. Bengkulu and Padang sem eru á vesturhluta eyjunnar Súmötru hafa orðið harðast úti í skjálftunum.

Indónesíski Rauði krossinn hefur sett upp færanlegt sjúkrahús á vettvangi og fjögur neyðarsjúkraskýli. Sjúkraflutningamenn Rauða krossins sjá um að flytja sjúka og særða. Rauði krossinn hefur einnig sent hjálpargögn úr neyðarvarnarbirgðum landsfélagsins til að koma þeim sem misst hafa heimili sín sem fyrst í skjól. Þá hafa um 1.500 kassar af hreinlætisvörum verið dreift á jarðskjálftasvæðin og einnig búsáhöld fyrir um 150 fjölskyldur.

 

„Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Indónesíu bruðguðst mjög skjótt við og hófu aðstoð strax eftir að fyrstu skjálftarnir fundust. Þar byggir Rauði krossinn á þeirri miklu reynslu sem hefur áunnist í aðgerðum og uppbyggingu eftir eyðilegginguna og manntjónið sem varð í jarðskjálftunum og flóðbylgjunni miklu um jólin árið 2004," sagði Fiona Ching, verkefnisstjóri neyðarvarna hjá Alþjóða Rauða krossinum í Indónesíu. 

14. september 2007 : Athvörf Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða á landsmóti

Athvörf Rauða kross Íslands héldu sitt árlega landsmót dagana 5.-7. september síðastliðinn. Það var haldið á Hótel Hvítá í Biskupstungum. Alls tóku 34 manns þátt í mótinu frá fjórum athvörfum, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi, Læk í Hafnarfirði og Laut á Akureyri. Var meðal annars farið í danskeppni og Árnesingadeild Rauða krossins bauð í mat.

14. september 2007 : Vestfirðingar halda svæðisfund

Deildir Rauða krossins á Vestfjörðum héldu sinn árlega svæðisfund dagana 7. og 8. september í Heydal í Mjóafirði. Fulltrúar frá öllum deildum sátu fundinn sem hófst með kvöldverði og hópefli. Boðið var upp á barnagæslu og gátu því foreldrar komið með börnin. Stúlkurnar sem gættu barnanna höfðu að sjálfsögðu sótt námskeiðið börn og umhverfi á vegum Rauða krossins. 

Samþykkt var svæðisáætlun fyrir þau verkefni sem deildirnar vinna að í sameiningu. Undantekningalaust eru allar deildirnar þátttakendur í  sameiginlegum verkefnum svæðisins.

13. september 2007 : Blóðgjöf og heyöflun helstu áhersluverkefni í Mongólíu

Mongólía er víðfemt og strjálbýlt land sem liggur milli Rússlands í norðri og Kína í suðri. Landið er sjöunda stærsta land heims eða um 1.56 milljón ferkílómetrar. Íbúar þess eru um 2,5 milljónir.

13. september 2007 : Blóðgjöf og heyöflun helstu áhersluverkefni í Mongólíu

Mongólía er víðfemt og strjálbýlt land sem liggur milli Rússlands í norðri og Kína í suðri. Landið er sjöunda stærsta land heims eða um 1.56 milljón ferkílómetrar. Íbúar þess eru um 2,5 milljónir.

13. september 2007 : Bæjarins beztu styrkja Konukot

Í tilefni af 70 ára afmæli Bæjarins beztu var um síðustu helgi haldið „stærsta pylsupartý Íslandssögunnar” á sölustöðum fyrirtækisins; í Tryggvagötu, Skeifunni og Smáralind.

12. september 2007 : Heimanámsaðstoð fyrir börn af erlendum uppruna

Aðstoð við heimanám barna af erlendum uppruna hefst aftur á haustdögum. Fer það fram í Fellaskóla og í húsnæði Reykjavíkurdeildar. Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða börnin við námið, efla íslenskukunnáttu þeirra og hjálpa þeim við að auka orðaforða sinn. Þegar vel gengur og börnin klára heimalærdóminn fljótt og örugglega er tíminn nýttur til leikja og að hafa gaman saman.

Heimanámsaðstoðin fer fram einu sinni í viku, á mánudögum í húsnæði Reykjavíkurdeildar að Laugavegi 120 og á miðvikudögum í Fellaskóla.

Börn sem notið hafa aðstoðar sjálfboðaliða við heimanámið hafa verið mjög ánægð og kennarar barnanna hafa einnig lýst ánægju sinni með árangursríkt starf. Aðsókn nemenda er mikil og því miður komast færri börn að en vilja þar sem sjálfboðaliðar geta einungis sinnt fáum einstaklingum í hvert sinn.

12. september 2007 : Heimanámsaðstoð fyrir börn af erlendum uppruna

Aðstoð við heimanám barna af erlendum uppruna hefst aftur á haustdögum. Fer það fram í Fellaskóla og í húsnæði Reykjavíkurdeildar. Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða börnin við námið, efla íslenskukunnáttu þeirra og hjálpa þeim við að auka orðaforða sinn. Þegar vel gengur og börnin klára heimalærdóminn fljótt og örugglega er tíminn nýttur til leikja og að hafa gaman saman.

Heimanámsaðstoðin fer fram einu sinni í viku, á mánudögum í húsnæði Reykjavíkurdeildar að Laugavegi 120 og á miðvikudögum í Fellaskóla.

Börn sem notið hafa aðstoðar sjálfboðaliða við heimanámið hafa verið mjög ánægð og kennarar barnanna hafa einnig lýst ánægju sinni með árangursríkt starf. Aðsókn nemenda er mikil og því miður komast færri börn að en vilja þar sem sjálfboðaliðar geta einungis sinnt fáum einstaklingum í hvert sinn.

12. september 2007 : Þrítugur hamar að baki..., ...hjá honum Þórði Sveinssyni.

Þórði til heiðurs héldu Hrókurinn og skákfélag Vinjar, afmælisskákmót í Vin, mánudaginn 10. september. Átta þátttakendur skráðu sig til leiks, en nokkrir fulltrúar skákfélags Vinjar forfölluðust og allmargir gátu ekki verið með vegna vinnu og skóla. Nokkrir félagar afmælisbarnsins kíktu þó við og heilsuðu upp á nýþrítugan piltinn.

Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, var heiðursgestur og lék fyrsta leikinn í skák þeirra Róberts Harðarsonar og Elsu Maríu Þorfinnsdóttur. Heiðraði hún þar mótsgesti og ekki síst afmælisdrenginn sem er jú formaður ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, lögfræðingur persónuverndar og gjaldkeri skákfélagsins Kátu biskuparnir. Katrín vildi meina að framfarir hennar í skáklistinni væru hægar svo hún var að sjálfsögðu leyst út með bókinni “skákþjálfun” auk ljóðabókar eftir mótsstjóra, Kristian Guttesen.

12. september 2007 : Þrítugur hamar að baki..., ...hjá honum Þórði Sveinssyni.

Þórði til heiðurs héldu Hrókurinn og skákfélag Vinjar, afmælisskákmót í Vin, mánudaginn 10. september. Átta þátttakendur skráðu sig til leiks, en nokkrir fulltrúar skákfélags Vinjar forfölluðust og allmargir gátu ekki verið með vegna vinnu og skóla. Nokkrir félagar afmælisbarnsins kíktu þó við og heilsuðu upp á nýþrítugan piltinn.

Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, var heiðursgestur og lék fyrsta leikinn í skák þeirra Róberts Harðarsonar og Elsu Maríu Þorfinnsdóttur. Heiðraði hún þar mótsgesti og ekki síst afmælisdrenginn sem er jú formaður ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, lögfræðingur persónuverndar og gjaldkeri skákfélagsins Kátu biskuparnir. Katrín vildi meina að framfarir hennar í skáklistinni væru hægar svo hún var að sjálfsögðu leyst út með bókinni “skákþjálfun” auk ljóðabókar eftir mótsstjóra, Kristian Guttesen.

12. september 2007 : Sjálfboðaliða vantar í Enter

Kópavogsdeild vantar fleiri sjálfboðaliða í Enter. Á miðvikudögum kl. 14.00-15.00 hittast hressir krakkar 9-12 ára úr nýbúadeild Hjallaskóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og hafa það gaman saman. Áhersla er lögð á að veita krökkunum málvörvun í gegnum fjölbreytta fræðslu og leiki sem og upplýsingar um félagsstarf og menningu á höfuðborgarsvæðinu í gegnum kynningar og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því.

12. september 2007 : MK-nemar fengu kynningu á verkefnum deildarinnar

Nemendur sem sitja áfanga í sjálfboðnu Rauða kross starfi í Menntaskólanum í Kópavogi fengu kynningu á verkefnum deildarinnar í dag. Þeir fengu meðal annars fræðslu um heimsóknaþjónustu, Enter, Eldhuga, Rjóðrið og Dvöl. Að lokinni kynningunni fengu nemendurnir að velja sér verkefni sem þeir ætla að sinna í sjálfboðnu starfi í vetur.

11. september 2007 : Starfsmenn Rauða kross Íslands í Afganistan og með stríðshrjáðum Afgönum í Pakistan 1986 - 2005

Frá árinu 1989 þegar fyrsti sendifulltrúi Rauða kross Íslands hélt til starfa í Afganistan hefur félagið sent þangað 16 hjálparstarfsmenn í 18 starfsferðir alls.

11. september 2007 : Alcan styrkir Rauða krossinn

Rauði krossinn hlaut samtals 1.1 milljón króna við úthlutun styrkja úr Samfélagssjóði Alcans í gær.

Ungmennastarf Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins hlaut 500.000 kr. fyrir vetrarstarfið 2007-2008, Reykjavíkurdeild Rauða krossins fékk 100.000 kr. til styrktar verkefninu ,,Hendum fordómum í ruslið” og landsskrifstofu Rauða krossins var úthlutað 500.000 kr. til að taka á móti og þjálfa sjálfboðaliða í störf með fólki sem býr við félagslega einangrun. 

Rannveig Rist forstjóri Alcans á Íslandi veitti styrkina við hátíðlega athöfn í Straumsvík í gær.

Styrkirnir eru kærkomnir og munu stuðla að eflingu innanlandsverkefna Rauða krossins. Verkefnið ,,Hendum fordómum í ruslið” er framtak ungliða Rauða krossins í Reykjavík gegn fordómum undir kjörorðinu ,,Byggjum betra samfélag”. Ungmennastarf Hafnarfjarðardeildar hefur staðið fyrir störfum í þágu innflytjenda og ungmenna í bæjarélaginu og mun styrkurinn nýtast vel fyrir áframhaldandi störf.  Eitt af forgangsverkefnum Rauða krossins á landsvísu er að rjúfa einangrun einstaklinga, og verður styrkurinn nýttur til að fjölga sjálfboðaliðum í félagslegum verkefnum félagsins.

11. september 2007 : Öflun sjálfboðaliða sem stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólkið hefur gengið vonum framar

Nú líður senn að því að flóttamenn frá Kólumbíu komi til Íslands en þeir munu setjast að í Reykjavík. Í nógu hefur verið að snúast hjá sjálfboðaliðum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands sem hafa unnið ötullega að því að standsetja íbúðir fyrir fólkið.

Öflun sjálfboðaliða sem stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólkið hefur gengið vonum framar og munu tæplega 60 stuðningsfjölskyldur starfa við verkefnið næsta árið. Þetta er í annað sinn sem Reykjavíkurdeildin starfrækir stuðningsfjölskylduverkefnið og sýndi reynslan árið 2005 að þessi stuðningur við fólkið hefur haft mjög jákvæð áhrif.

11. september 2007 : Öflun sjálfboðaliða sem stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólkið hefur gengið vonum framar

Nú líður senn að því að flóttamenn frá Kólumbíu komi til Íslands en þeir munu setjast að í Reykjavík. Í nógu hefur verið að snúast hjá sjálfboðaliðum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands sem hafa unnið ötullega að því að standsetja íbúðir fyrir fólkið.

Öflun sjálfboðaliða sem stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólkið hefur gengið vonum framar og munu tæplega 60 stuðningsfjölskyldur starfa við verkefnið næsta árið. Þetta er í annað sinn sem Reykjavíkurdeildin starfrækir stuðningsfjölskylduverkefnið og sýndi reynslan árið 2005 að þessi stuðningur við fólkið hefur haft mjög jákvæð áhrif.

11. september 2007 : Skyndihjálparnámskeið 17. september

Þann 17. september n.k. hefst námskeið í almennri skyndihjálp.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum.
 
Tímasetning: 17. 19. 24. og 26. september kl. 19:30  - 22:30. 
Staðsetning: Viðjulundur 2
Verð: 8.500,-

10. september 2007 : Leiðbeiningarskjal Flóttamannastofnunar um hvernig beri að meta þörf einstaklinga frá Írak á alþjóðlegri vernd

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út leiðbeiningarskjal um hvernig eigi að meta þörf hælisleitenda frá Írak á alþjóðlegri vernd.

10. september 2007 : Leiðbeiningarskjal Flóttamannastofnunar um hvernig beri að meta þörf einstaklinga frá Írak á alþjóðlegri vernd

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út leiðbeiningarskjal um hvernig eigi að meta þörf hælisleitenda frá Írak á alþjóðlegri vernd.

10. september 2007 : Rauði krossinn tryggir íbúum í Darfur héraði öruggari lífsafkomu

Alþjóða Rauði krossinn hefur sett á fót verkefni þar sem bólusett verða alls 80.000 húsdýr í nágrenni Kmumga og Saga sem er á svæði sem nefnist Kabkabiya og er hluti af Darfur héraði í Súdan.

Rauði krossinn hefur á að skipa fólki með þekkingu á sviði dýralækninga og vinnur í samvinnu við Landbúnaðaryfirvöld í Norður-Darfur. Dýrin verða bólusett við miltisbrandi og fjársjúkdómum en það eru algengustu dýrasjúkdómarnir á þessu svæði. 10.000 húsdýr hafa þegar verið bólusett á undanförnum tveimur vikum en áætlað er að verkefninu ljúki í október.

Bólusetningarnar eru aðeins eitt af mörgum verkefnum sem Rauði krossinn sinnir í Darfur héraði. Á fyrstu sex mánuðum ársins dreifði Alþjóða Rauði krossinn matvælum og öðrum nauðsynjum til 120.000 flóttamanna sem flúið hafa frá öðrum svæðum landsins og búa nú í Gereida flóttamannabúðunum í Suður-Darfur. Um það bil tveir þriðju þessara flóttamanna eru börn.

10. september 2007 : Undirbúningur í fullum gangi fyrir Alþjóðlega foreldra

Samráðsfundur var haldinn í sjálfboðamiðstöðinni í dag með fulltrúum frá Heilsugæslu Kópavogs og nýbúadeild Hjallaskóla í tengslum við undirbúning fyrir verkefnið Alþjóðlegir foreldrar. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eiga börn á aldrinum 0-6 ára. Alþjóðlegu foreldrarnir munu hittast vikulega í félagsmiðstöðinni Mekka og boðið verður upp á stutta íslenskukennslu fyrir foreldrana í hvert sinn og fjölbreyttar kynningar. Ætlunin er að hafa leikföng fyrir börnin á staðnum og ef einhver á leikföng fyrir börn á þessum aldri sem viðkomandi má sjá af þætti okkur vænt um að fá þau til okkar í sjálfboðamiðstöðina í Hamraborg 11. Miðstöðin er opin alla virka daga frá 11-15.

7. september 2007 : Rauði krossinn veitti innflytjendum aðstoð eftir brottflutning úr ólöglegu húsnæði

Viðbragðshópur deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu veitti fólki neyðaraðstoð þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla innsigluðu ólöglegt húsnæði í Hafnarfirði þar sem hópur innflytjenda hafði búið um nokkurt skeið.  Um iðnaðarhúsnæði var að ræða og var það dæmt óhæft til búsetu.

Rauði krossinn bauð fólkinu neyðaraðstoð sem það þáði.  Farið var með fólkið í húsnæði Kjósarsýsludeildar Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar hennar tóku á móti því og hlúðu að því. 

Hópurinn, sex fullorðnir og eitt ungabarn, gisti eina nótt í húsnæði deildarinnar en fann sér annað húsnæði daginn eftir að sögn Jóhannesar Baldurs Guðmundssonar formanns Kjósarsýsludeildar Rauða krossins.

Vitað er að mikill fjöldi fólks býr í ólöglegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og hefur Rauði krossinn áhyggjur af stöðu þess.

7. september 2007 : Rauði krossinn veitti innflytjendum aðstoð eftir brottflutning úr ólöglegu húsnæði

Viðbragðshópur deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu veitti fólki neyðaraðstoð þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla innsigluðu ólöglegt húsnæði í Hafnarfirði þar sem hópur innflytjenda hafði búið um nokkurt skeið.  Um iðnaðarhúsnæði var að ræða og var það dæmt óhæft til búsetu.

Rauði krossinn bauð fólkinu neyðaraðstoð sem það þáði.  Farið var með fólkið í húsnæði Kjósarsýsludeildar Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar hennar tóku á móti því og hlúðu að því. 

Hópurinn, sex fullorðnir og eitt ungabarn, gisti eina nótt í húsnæði deildarinnar en fann sér annað húsnæði daginn eftir að sögn Jóhannesar Baldurs Guðmundssonar formanns Kjósarsýsludeildar Rauða krossins.

Vitað er að mikill fjöldi fólks býr í ólöglegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og hefur Rauði krossinn áhyggjur af stöðu þess.

6. september 2007 : Neyðarvarnir Rauða krossins afstýra manntjóni í Puerto Cabezas í Nikaragúa

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni að upphæð 825,000 bandaríkjadollara (rúmlega fimmtíu og þrjár milljónir króna) til aðstoðar fórnarlömbum í Mið-Ameríku sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum Felix sem gekk yfir á þriðjudag. Rauði krossinn mun dreifa hjálpargögnum, svo sem tjöldum, moskítónetum, teppum, fötum, rúmfötum og öðrum nauðsynjum, til 23.000 manns.

Landsfélög Rauða krossins fluttu tugþúsundir manna frá heimilum sínum áður en fellibylurinn reið yfir og tókst með neyðarvarnaraðgerðum sínum að koma í veg fyrir stórfelldan mannskaða á borð við þann þegar fellibylurinn Mitch reið yfir svæðið árið 1998. 

5. september 2007 : Alþjóða Rauði krossinn fylgist með landamærum á Sri Lanka

Hlutar af Sri Lanka hafa lengi verið í höndum uppreisnarhreyfingar Tamila sem eru minnihluti íbúa landsins. Enn ríkir mikill ófriður á milli ríkisstjórnar landsins og uppreisnarmanna sem best eru þekktir sem tamílsku Tígrarnir.

5. september 2007 : Fötum pakkað fyrir börn í neyð

Í gær hittist góður hópur kvenna sem eru sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag og prjóna ungbarnaföt. Tilefnið var að pakka þessum fötum niður í þar til gerða pakka sem að mestu verða sendir til fjölskyldna í Malaví. Í hvern pakka fer handprjónuð peysa, teppi, húfa, sokkar og bleyjubuxur ásamt handklæði, samfellum og bleyjum. Sjálfboðaliðarnir hittust heima hjá Önnu Bjarnadóttur sem löngum hefur haldið utan um pökkunina og boðið fram húsnæði sitt. Hópurinn var hress að vanda og pökkuðust tugir pakka á skömmum tíma.