31. október 2007 : Vel heppnað námskeið fyrir heimsóknavini

Í kjölfar kynningarviku Rauða kross Íslands, sem lauk fyrr í þessum mánuði hélt Kópavogsdeildin í gær námskeið fyrir sjálfboðaliða í heimsóknaþjónustu. Námskeiðið var vel sótt, en alls mættu 20 þátttakendur. Nýir heimsóknavinir munu því hefja störf á næstunni.

31. október 2007 : Námskeið um geðheilbrigðismál á Húsavík

24 þátttakendur sóttu námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál, sem haldið var í Borgarhólsskóla á Húsavík. Þetta var 16. námskeiðið sem haldin hafa verið á öllu landinu en  það fjórða á Norðurlandi og er jafnframt síðasta námskeiðið af þessum toga sem haldið verður, í bili að minnsta kosti. Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða um málefni geðfatlaðra og auðvelda fólki að mynda sjálfshjálparhópa.

31. október 2007 : Námskeið um geðheilbrigðismál á Húsavík

24 þátttakendur sóttu námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál, sem haldið var í Borgarhólsskóla á Húsavík. Þetta var 16. námskeiðið sem haldin hafa verið á öllu landinu en  það fjórða á Norðurlandi og er jafnframt síðasta námskeiðið af þessum toga sem haldið verður, í bili að minnsta kosti. Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða um málefni geðfatlaðra og auðvelda fólki að mynda sjálfshjálparhópa.

30. október 2007 : Heimsóknarvinir í klípu

Þær geta verið af ýmsum toga aðstæðurnar sem heimsóknarvinir Rauða krossins lenda í og oft á tiðum ekki auðvelt að finna réttu leiðina út úr þeim. 
Svo mætti að minnsta kosti álíta ef marka má þær æfingar sem þau voru að glíma við þátttakendur á heimsóknarvinanámskeiði sem haldið var hjá deildinni í gær.

 

29. október 2007 : Samstarf um aðstoð við fjölskyldur í Kópavogi

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs munu starfa saman að neyðaraðstoð við bágstadda einstaklinga og fjölskyldur fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs annast úthlutun á matarstyrkjum til fjölskyldna í neyð með stuðningi frá Kópavogsdeild Rauða krossins sem hefur afhent nefndinni styrk að upphæð 360.000 krónur. 

29. október 2007 : Endurskinsmerki afhent á Akranesi

Það er árlegur viðburður hjá Rauða krossinum á Akranesi að slást í för með lögreglunni og hitta leik- og grunnskólabörn í bænum þegar skyggja tekur á haustinn. Þá er farið yfir umerðareglurnar, börnunum afhent endurskinsmerki merkt Rauða krossinum og sagt frá störfum Rauða krossins og lögreglunnar.

Á miðvikudagsmorguninn heimsóttu 40 börn í 1. bekk í Grundaskóla lögreglustöðina þar sem þau hittu fyrir fræðslufultrúa lögreglunnar og starfskonur Akranesdeildarinnar.

28. október 2007 : Kynningarfundur fyrir fjöldahjálparstjóra

Á þriðjudaginn stóð neyðarnefnd Rauða krossins á höfuðborgasvæðinu fyrir kynningarkvöldi fyrir fjöldahjálparstjóra.  Dagskráin var fjölbreytt. Greint frá störfum neyðarnefndarinnar og viðbragðshópsins á höfuðborgarsvæðinu en honum er ætlað að sinna útköllum utan almannavarnaástands s.s. vegna bruna í íbúðarhúsum, dagskrá vetrarins var kynnt, farið var yfir boðunarkerfi Rauða krossins og fjarskipti. 

28. október 2007 : Kynningarfundur fyrir fjöldahjálparstjóra

Á þriðjudaginn stóð neyðarnefnd Rauða krossins á höfuðborgasvæðinu fyrir kynningarkvöldi fyrir fjöldahjálparstjóra.  Dagskráin var fjölbreytt. Greint frá störfum neyðarnefndarinnar og viðbragðshópsins á höfuðborgarsvæðinu en honum er ætlað að sinna útköllum utan almannavarnaástands s.s. vegna bruna í íbúðarhúsum, dagskrá vetrarins var kynnt, farið var yfir boðunarkerfi Rauða krossins og fjarskipti. 

27. október 2007 : Þjónusta heimsóknavina nú í boði á Hvammstanga

Enn fjölgar deildum sem bjóða þjónustu heimsóknavina. Haldið var námskeið fyrir verðandi heimsóknavini á Hvammstanga á þriðjudaginn. Fimm konur sóttu námskeiðið, en fyrirhugað er að koma verkefninu í gang sem fyrst og verður það í samvinnu við kirkjuna á staðnum.

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, sem hafa það að markmiði að rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum,spjalli, göngutúrum og öðru því sem hentar hverju sinni. 

27. október 2007 : Þjónusta heimsóknavina nú í boði á Hvammstanga

Enn fjölgar deildum sem bjóða þjónustu heimsóknavina. Haldið var námskeið fyrir verðandi heimsóknavini á Hvammstanga á þriðjudaginn. Fimm konur sóttu námskeiðið, en fyrirhugað er að koma verkefninu í gang sem fyrst og verður það í samvinnu við kirkjuna á staðnum.

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, sem hafa það að markmiði að rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum,spjalli, göngutúrum og öðru því sem hentar hverju sinni. 

26. október 2007 : Vel heppnuð kynningarvika á Akranesi

Í kynningarvikunni var mikið um að vera á Akranesi. Á fimmtudeginum komu saman um þrjátíu sjálfboðaliðar í Rauða kross húsinu til þess að stilla saman strengi sína áður en haldið var út í bæ að dreifa bæklingum og kynna innanlandsstarf Rauða krossins. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri og Ómar Kristmundsson, formaður, voru í heimsókn og hittu hópinn áður en af stað var haldið.

Á laugardeginum stóðu sjálfboðaliðar fyrir opnu húsi til þess að kynna verkefni deildarinnar og safna nýjum sjálfboðaliðum til góðra verka.

25. október 2007 : Opið hús og alþjóðadagur í Breiðdalsvík

Breiðdalsdeild Rauða kross Íslands var með opið hús og alþjóðadag í síðustu viku.  Börn í efstu bekkjum grunnskólans frá ýmsum þjóðernum höfðu undirbúið glærukynningu af kostgæfni.  Þau sögðu frá og sýndu myndir frá Póllandi, Nýja-Sjálandi, Íslandi og Hong Kong og buðu gestum upp á kræsingar frá þessum löndum. 

25. október 2007 : Rauði krossinn aðstoðar þúsundir manna vegna skógareldanna í Suður-Kaliforníu

Rauði krossinn sinnir hjálparstarfi fyrir þær þúsundir manna sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógareldanna í Suður-Kaliforníu.

Aðfararnótt miðvikudags hafði Rauði krossinn opnað 23 fjöldahjálparstöðvar sem hýstu þá vel á sjötta þúsund manns. 75 bílar eru á ferðinni, sem sjá um matvæladreifingu til þolenda og 40 vörubílar hafa komið á staðinn, fullir af matvælum og öðrum nauðsynjum.

Flestar fjöldahjálparstöðvarnar eru starfræktar í opinberum skólabyggingum eða félagsmiðstöðvum. Í þeim er þolendum séð fyrir gistiaðstöðu, nýjustu upplýsingum um ástandið, heitum mat, auk sálræns stuðnings og aðhlynningar.

Fyrst um sinn leggur Rauði krossinn megináherslu á að starfrækja fjöldahjálparstöðvar, sjá þolendum fyrir mat og sálrænum stuðningi.

24. október 2007 : Heimsóknavinir Rauða krossins leita að gestgjöfum

Á laugardag lauk námskeiði fyrir heimsóknavini sem var í boði allra deilda á Vestfjörðum. Sautján heimsóknavinir hafa bæst í hóp sjálfboðaliða Rauða krossins og margir þeirra sem sóttu námskeiðið sögðust vera að sækjast eftir vináttu og félagsskap um leið og þeir vilja láta gott af sér leiða.

Einn heimsóknavinur taldi það ávinning fyrir barnið sitt að fá að kynnast eldra fólki sem gæti komið í stað afa eða ömmu og hlakkaði því til að fá tækifæri til að heimsækja eldri borgara. Eldri borgarar búa oft yfir reynslu sem er verðmæt fyrir sjálfboðaliðana þannig að báðir hafa þess vegna eitthvað að gefa og þiggja.

24. október 2007 : Heimsóknavinir Rauða krossins leita að gestgjöfum

Á laugardag lauk námskeiði fyrir heimsóknavini sem var í boði allra deilda á Vestfjörðum. Sautján heimsóknavinir hafa bæst í hóp sjálfboðaliða Rauða krossins og margir þeirra sem sóttu námskeiðið sögðust vera að sækjast eftir vináttu og félagsskap um leið og þeir vilja láta gott af sér leiða.

Einn heimsóknavinur taldi það ávinning fyrir barnið sitt að fá að kynnast eldra fólki sem gæti komið í stað afa eða ömmu og hlakkaði því til að fá tækifæri til að heimsækja eldri borgara. Eldri borgarar búa oft yfir reynslu sem er verðmæt fyrir sjálfboðaliðana þannig að báðir hafa þess vegna eitthvað að gefa og þiggja.

23. október 2007 : Fjölgun í hópi heimsóknavina á Stöðvarfirði

Haldið var heimsóknavinanámskeið á Stöðvarfirði á fimmtudaginn fyrir nýja sjálfboðaliða í heimsóknaþjónustu sem komu frá Stöðvarfirði og Egilsstöðum.

Heimsóknaþjónusta er eitt af öflugustu verkefnum Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins og eftir námskeiðið eru 11 starfandi heimsóknavinir á svæðinu.

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum og veita félagsskap með spjalli, göngutúrum, handavinnu, ökutúrum og margt fleira. Meiri hluti þeirra sem notfæra sér þjónustuna á Stöðvarfirði eru aldraðir.

23. október 2007 : Fjölgun í hópi heimsóknavina á Stöðvarfirði

Haldið var heimsóknavinanámskeið á Stöðvarfirði á fimmtudaginn fyrir nýja sjálfboðaliða í heimsóknaþjónustu sem komu frá Stöðvarfirði og Egilsstöðum.

Heimsóknaþjónusta er eitt af öflugustu verkefnum Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins og eftir námskeiðið eru 11 starfandi heimsóknavinir á svæðinu.

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum og veita félagsskap með spjalli, göngutúrum, handavinnu, ökutúrum og margt fleira. Meiri hluti þeirra sem notfæra sér þjónustuna á Stöðvarfirði eru aldraðir.

23. október 2007 : Fjölgun í hópi heimsóknavina á Stöðvarfirði

Haldið var heimsóknavinanámskeið á Stöðvarfirði á fimmtudaginn fyrir nýja sjálfboðaliða í heimsóknaþjónustu sem komu frá Stöðvarfirði og Egilsstöðum.

Heimsóknaþjónusta er eitt af öflugustu verkefnum Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins og eftir námskeiðið eru 11 starfandi heimsóknavinir á svæðinu.

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum og veita félagsskap með spjalli, göngutúrum, handavinnu, ökutúrum og margt fleira. Meiri hluti þeirra sem notfæra sér þjónustuna á Stöðvarfirði eru aldraðir.

23. október 2007 : Lokaátak á kynningu Rauða krossins

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands tóku þátt í lokaátaki félagsins með því að kynna starfsemi Rauða krossins í Smáralindinni, laugardaginn 20. október. Gestum Smáralindar var gefinn kostur á að skrá sig sem sjálfboðaliðar eða félagsmenn auk þess sem ýmis verkefni voru kynnt. Dagurinn heppnaðist mjög vel og ríkti ánægja meðal sjálfboðaliðanna að taka þátt í þessu lokaátaki.

22. október 2007 : Kynningarvikunni lokið

Með markaði í húsi Akureyrardeildar og kynningu verkefna á Glerártorgi  var settur punktur aftan við ágæta kynningarviku sem staðið hefur yfir frá því 14. október.
Markaðurinn var bæði föstudag og laugardag gekk mjög vel. Nú taka sjálfboðaliðarnir til við að ganga frá eftir markaðinn og undirbúa síðan næsta markað sem stefnt er að því að verði seinni hlutann í nóvember.
Sjálfboðaliðar  dreifðu  einnig bæklingum á Glerártorgi á laugardag og kynntu þau verkefni sem þeir eru að sinna.

22. október 2007 : Forsetahjónin heimsóttu Dvöl

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, forsetafrú, heimsóttu Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi, á laugardaginn. Heimsóknin var liður í kynningarviku Rauða kross Íslands þar sem athygli var vakin á innanlandsverkefnum félagsins. Í Dvöl ríkti mikil gleði yfir heimsókninni og fjölmenntu gestir þangað. Forsetahjónin spjölluðu við gestina, skoðuðu handavinnu þeirra og lýstu yfir hrifningu á húsinu og aðstæðum þar. Þá barst talið einnig að rabarbara sem vex við Dvöl og þar sem ekki vex mikið af honum við Bessastaði ætla starfsmenn og gestir Dvalar að senda forsetahjónunum rabarbara úr garðinum. Forsetinn óskaði svo eftir því að fá sendar myndir af þeim hjónunum í Dvöl sem teknar voru við þetta tækifæri.

19. október 2007 : Forseti Íslands leggur Rauða krossinum á Suðurnesjum lið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti kynnti sér í dag starfsemi Suðurnesjadeildar Rauða krossins. Þetta var liður í kynningarátaki Rauða krossins á innanlandsstarfi félagsins. 

Í heimsókn sinni opnaði forseti Íslands formlega nytjamarkað Rauða krossins í húsnæði deildarinnar að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ.  Markaðurinn hefur fengið nafnið Kompan og verður starfræktur í samstarfi við sorpeyðingarstöðina Kölku. Allur hagnaður rennur til mannúðarmála.

19. október 2007 : Fjölmenningarhátíð á Ólafsfirði

Í tilefni af kynningarviku Rauða krossins stóð Ólafsfjarðardeild fyrir fjölmenningarkvöldi í Tjarnarborg. Um 150 manns, af níu þjóðernum, mættu á hátíðina, sem er tæplega 20% af íbúum Ólafsfjarðar.

Fyrir utan íslenskan mat var boðið upp á mat frá Þýskalandi, Tékklandi og Póllandi og tónlistaratriði komu víða að. Krakkarnir í 3. bekk grunnskólans sungu Meistari Jakob á þremur tungumálum, söngur og gítarspil frá Þýskalandi, söngur frá Póllandi og harmonikkuleikur frá Eistlandi.

19. október 2007 : Vel heppnað opið hús hjá Kópavogsdeild

Í gær var opið hús hjá Kópavogsdeild þar sem verkefni deildarinnar voru kynnt fyrir gestum og gangandi. Sjálfboðaliðar kynntu verkefnin sem þeir taka þátt í, sögðu frá sinni reynslu og sýndu myndir úr starfinu. Alls voru um fimmtíu manns á opna húsinu. Við þetta tækifæri var nýr samstarfssamningur undirritaður við BYKO en fyrirtækið styrkir ungmennastarfið hjá Kópavogsdeild, Enter og Eldhuga, með myndarlegu fjárframlagi. Einnig var happdrætti þar sem dregið var um veglega vinninga frá Kaffibúðinni Hamraborg 3, Átján rauðum rósum Hamraborg 3, Bókabúðinni Hamraborg 5 og Rauða krossinum. Opna húsið var liður í kynningarátakinu sem Rauði kross Íslands stendur fyrir á landsvísu í þessari viku.

19. október 2007 : BYKO verður bakhjarl ungmennastarfs Kópavogsdeildar Rauða krossins

BYKO hefur ákveðið að styrkja ungmennastarf Kópavogsdeildar Rauða krossins með veglegu fjárframlagi í vetur og verður þannig helsti bakhjarl starfs Kópavogsdeildar með ungmennum af innlendum og erlendum uppruna. Um er að ræða verkefnin Enter og Eldhuga en þau eru bæði hluti af átakinu „Byggjum betra samfélag“ sem Rauði krossinn stendur fyrir.

Undirritun fór fram í opnu húsi hjá Kópavogsdeild í gær. Samningurinn gerir Kópavogsdeild kleift að standa að verkefnunum af þeim krafti og metnaði sem hugur hennar stendur til en mikill fjöldi barna og ungmenna af erlendum og íslenskum uppruna tekur þátt í verkefnunum. Sjálfboðaliðar á ýmsum aldri bera verkefnið uppi.

19. október 2007 : Urkí Reykjavík heimsóttii Urkí Hafnarfirði

Á opnu húsi í Hafnarfjarðardeild Rauða krossins í gær heimsóttu krakkar úr ungmennastarfi Reykjavíkurdeildar sjálfboðamiðstöðina.

Ungmennin úr Hafnarfirði tóku á móti þeim og var mikið fjör. Byrjað var á því að spjalla saman og fá sér smá hressingu en síðan tók ,,breik-dans" kennari við. Það var hún Natasha sem sýndi frábærar hreyfingar ásamt tveimur nemendum sínum.

Það fór ekki á milli mála að það geta allir dansað breik því krakkarnir fengu að læra nokkur spor eftir sýninguna og voru fljót að ná þeim hreyfingum sem þurfti. Það er því aldrei að vita nema framtíðar breik dansarar hafi tekið sín fyrstu spor í sal Hafnarfjarðardeildar.

18. október 2007 : Sparisjóðir Bolungarvíkur og Vestfirðinga styrkja verkefni Rauða krossins um þrjár milljónir króna

Sparisjóður Bolungarvíkur og Sparisjóður Vestfirðinga hafa sameinast um að vera bakhjarlar Rauða krossins á Vestfjörðum í skyndihjálp og neyðarvörnum.

18. október 2007 : Áfangi í sjálfboðnu starfi í undirbúningi hjá FSU

Áhugi er fyrir því hjá Árnesingadeild Rauða krossins að hefja samstarf við Fjölbrautarskóla Suðurlands með þeim hætti að í boði verði hjá  skólanum sérstakur áfangi í sjálfboðnu starfi.

Uppbygging áfangans verður þannig að nemendur geta valið sér sjálfboðaverkefni á fyrirfram völdum stöðum, t.d. öldrunarstofnunum, athvarfi fyrir geðfatlaða eða vinnustað fyrir fatlaða, sem þeir vinna að í ákveðinn tíma. Allur hópurinn skipuleggur síðan og sér um framkvæmd flóamarkaðar, þar sem seldur verður notaður fatnaður til styrktar góðgerðarmálum.

18. október 2007 : Sjálfboðaliðum fjölgar

Í gærkvöldi var Akureyrardeild með opið hús þar sem almenningi var boðið að koma og kynna sér sjálfboðaliðaverkefni deildarinnar. Það voru sjálfboðaliðar deildarinnar sem kynntu þau verkefni sem þeir eru að sinna og svöruðu spurningum úr sal. Að kynningum loknum var boðið upp á kaffiveitingar og opnað  fyrir umræður.

18. október 2007 : BYKO verður bakhjarl ungmennastarfs Kópavogsdeildar

BYKO hefur ákveðið að styrkja ungmennastarf Kópavogsdeildar Rauða krossins með veglegu fjárframlagi í vetur og verður þannig helsti bakhjarl starfs Kópavogsdeildar með ungmennum af innlendum og erlendum uppruna. Um er að ræða verkefnin Enter og Eldhuga en þau eru bæði hluti af átakinu „Byggjum betra samfélag“ sem Rauði krossinn stendur fyrir.

Anna Guðný Hermannsdóttir, fulltrúi BYKO, og formaður og framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar undirrituðu samstarfssamning í opnu húsi hjá Kópavogsdeild í dag. Samningurinn gerir Kópavogsdeild kleift að standa að verkefnunum af þeim krafti og metnaði sem hugur hennar stendur til en mikill fjöldi barna og ungmenna af erlendum og íslenskum uppruna tekur þátt í verkefnunum. Sjálfboðaliðar á ýmsum aldri bera verkefnið uppi.

18. október 2007 : Innflytjendur einangraðri úti á landi

Innflytjendur sem búa úti á landi upplifa á stundum mikla félagslega einangrun og finnst erfitt að komast inn í íslenskt ættarsamfélag. Þetta kemur fram í sameiginlegri könnun tólf deilda Rauða krossins á Norðurlandi á stöðu innflytjenda á svæðinu.

Tungumálaerfiðleikar há innflytjendum enn frekar úti á landi þar sem helstu stofnanir sem þeir þurfa að hafa samskipti við eru á þéttbýlisstöðum og tjáskiptin fara oftast fram í síma. Þeir sem ekki hafa fullt vald á íslensku lenda því oft í örðugleikum. Einnig kemur í ljós að erfitt er fyrir fólk sem býr í strjálbýlli byggðum landsins að fá í íslenskukennslu þar sem miðað er við að minnst 10 einstaklingar séu í hverjum hóp.

18. október 2007 : Opið hús í dag hjá deildum höfuðborgarsvæðis

Þessa dagana leggur Rauði krossinn sig fram um að kynna þau fjölmörgu verkefni sjálfboðaliða sem unnin eru á vegum deilda um allt land. Lögð er megin áhersla á að kynna störf sjálfboðaliða sem miða að því að draga úr einsemd, fordómum og félagslegri einangrun. Að því tilefni opna þrjár deildir á höfuðborgarsvæðinu sjálfboðamiðstöðvar sínar í dag fimmtudag.

Hafnarfjarðardeildin er með opið frá klukkan 10:00 - 20:00 en á milli klukkan 17:30 og 19:00 verða krakkarnir í unglingastarfi Reykjavíkurdeildarinnar í heimsókn í Hafnarfirðinum þar sem þau munu stíga dans saman. Allir velkomnir að taka þátt.

18. október 2007 : Nýir heimsóknavinir Víkurdeild

Mikill áhugi er fyrir því að hefja starfsemi heimsóknavina hjá Víkurdeild. Námskeið til undirbúnings fyrir heimsóknavini var því haldið hjá deildinni á þriðjudaginn.

18. október 2007 : Nýir heimsóknavinir Víkurdeild

Mikill áhugi er fyrir því að hefja starfsemi heimsóknavina hjá Víkurdeild. Námskeið til undirbúnings fyrir heimsóknavini var því haldið hjá deildinni á þriðjudaginn.

18. október 2007 : Opið hús hjá Kópavogsdeild í dag, fimmtudag, kl. 13-18

Þessa dagana leggur Rauði krossinn sig fram um að kynna þau fjölmörgu verkefni sjálfboðaliða sem unnin eru á vegum deilda um allt land. Lögð er megin áhersla á að kynna störf sjálfboðaliða sem miða að því að draga úr einsemd, fordómum og félagslegri einangrun. Kópavogsdeild Rauða krossins skipuleggur öflugt sjálfboðið starf sem miðar að því að byggja betra samfélag hér í Kópavogi. Verkefni sjálfboðaliðanna eru fjölbreytt og við leggjum áherslu á að finna hverjum og einum verkefni við hæfi.

18. október 2007 : Áfangi í sjálfboðnu starfi í undirbúningi hjá FSU

Áhugi er fyrir því hjá Árnesingadeild Rauða krossins að hefja samstarf við Fjölbrautarskóla Suðurlands með þeim hætti að í boði verði hjá  skólanum sérstakur áfangi í sjálfboðnu starfi.

Uppbygging áfangans verður þannig að nemendur geta valið sér sjálfboðaverkefni á fyrirfram völdum stöðum, t.d. öldrunarstofnunum, athvarfi fyrir geðfatlaða eða vinnustað fyrir fatlaða, sem þeir vinna að í ákveðinn tíma. Allur hópurinn skipuleggur síðan og sér um framkvæmd flóamarkaðar, þar sem seldur verður notaður fatnaður til styrktar góðgerðarmálum.

18. október 2007 : Nýir heimsóknavinir Víkurdeild

Mikill áhugi er fyrir því að hefja starfsemi heimsóknavina hjá Víkurdeild. Námskeið til undirbúnings fyrir heimsóknavini var því haldið hjá deildinni á þriðjudaginn.

17. október 2007 : Flóttafjölskyldurnar frá Kólumbíu aðlagast nýjum heimkynnum

Kólumbíska flóttafólkið sem kom til landsins fyrir rúmri viku er nú hægt og rólega að byrja í aðlögunarferlinu sem stendur í eitt ár. Nýlega byrjaði fullorðna fólkið íslenskunám í Alþjóðahúsi og börnin eru að hefja nám í leik-, grunn-, og framhaldsskólum Reykjavíkur.

Flóttamannaverkefnið er samstarfsverkefni stjórnvalda, Rauða krossins, Reykjavíkurborgar og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefur umsjá með framkvæmd móttkunnar fyrir hönd Rauða krossins og höfðu starfsfólk og sjálfboðaliðar á vegum deildarinnar meðal annars standsett íbúðir á vegum borgarinnar sem biðu flóttafólksins. Rútufyrirtækið Guðmundur Jónasson ehf. sá um að aka flóttafólkinu til hinna nýju heimkynna eins og það hefur alltaf gert síðan 1956 þegar fyrstu flóttamennirnir komu til Íslands.

17. október 2007 : Flóttafjölskyldurnar frá Kólumbíu aðlagast nýjum heimkynnum

Kólumbíska flóttafólkið sem kom til landsins fyrir rúmri viku er nú hægt og rólega að byrja í aðlögunarferlinu sem stendur í eitt ár. Nýlega byrjaði fullorðna fólkið íslenskunám í Alþjóðahúsi og börnin eru að hefja nám í leik-, grunn-, og framhaldsskólum Reykjavíkur.

Flóttamannaverkefnið er samstarfsverkefni stjórnvalda, Rauða krossins, Reykjavíkurborgar og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefur umsjá með framkvæmd móttkunnar fyrir hönd Rauða krossins og höfðu starfsfólk og sjálfboðaliðar á vegum deildarinnar meðal annars standsett íbúðir á vegum borgarinnar sem biðu flóttafólksins. Rútufyrirtækið Guðmundur Jónasson ehf. sá um að aka flóttafólkinu til hinna nýju heimkynna eins og það hefur alltaf gert síðan 1956 þegar fyrstu flóttamennirnir komu til Íslands.

17. október 2007 : Eldhugar fara í ferð í sjónvarpið á morgun, fimmtudag

Eldhugar fara í ferð í sjónvarpshúsið á morgun og fá fræðslu um það sem gerist á bak við tjöldin í sjónvarpinu. Síðar í haust kemur svo leikari til Eldhugana og ætlar að aðstoða þá við að búa til sinn eigin sjónvarpsþátt í anda Kastljóssins. Spennandi.....

17. október 2007 : Enter-krakkarnir fóru í heimsókn í Vífilfell

Í dag fóru Enter-krakkarnir í heimsókn í Vífilfell og sáu hvernig kók, safi og ýmsar aðrar drykkjarvörur eru framleiddar. Það var tekið vel á móti þeim og sáu þau ótal flöskur þjóta um færiböndin, tappa í alls konar litum og stafla af vörum tilbúnar til drykkjar. Krakkarnir fengu svo auðvitað líka að smakka framleiðsluna og vakti það mikla gleði. Þau nutu drykkjarins yfir myndbandi um verksmiðjuna en sáu einnig gamlar auglýsingar fyrir vörur eins og Svala og kók. Eftir kynninguna fengu þau svo að taka með sér drykk heim í nesti.

17. október 2007 : Prjónað til góðs

Prjónakaffi hóf göngu sína hjá Skagafjarðardeild í gær. Komu þrír frumkvöðlar því á með Ágústu Sigurbjörgu í fararbroddi. Í tilefni kynningarviku komu þær saman og ætla að endurtaka það á fimmtudaginn frá kl. 14:00 - 16:00 til að kynna verkefnið fyrir þeim sem vilja prjóna til góðs.

„Við komum hér saman til að prjóna til góðs og spjalla saman um daginn og veginn, ætlum svo að vera með bakkelsi meðferðis í vetur þegar við hittumst,“ segir Ágústa sem sat í sófanum í Rauða krossinum á Aðalgötu 10b og prjónaði barnatrefil.

16. október 2007 : Harður vetur í vændum í Mongólíu eftir þurrkasumar

Rannsóknir benda til þess að harður vetur og vor kunni að fylgja í kjölfar þurrkasumars í Mongólíu. Rauði krossinn bregst við þessum erfiðleikum með ýmsum hætti.

16. október 2007 : Harður vetur í vændum í Mongólíu eftir þurrkasumar

Rannsóknir benda til þess að harður vetur og vor kunni að fylgja í kjölfar þurrkasumars í Mongólíu. Rauði krossinn bregst við þessum erfiðleikum með ýmsum hætti.

16. október 2007 : Svæðisfundur deilda á Austurlandi

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi var haldinn í Rauða kross húsinu á Egilsstöðum á laugardaginn og mættu fulltrúar frá átta deildum.

16. október 2007 : Heimsóknavinir gegn einsemd og einangrun

Grein um heimsóknir til fólks sem býr við einsemd og einangrun eftir Garðar H. Guðjónsson og Lindu Ósk Sigurðardóttur. Greinin birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 13. október.

Eitt af áhersluverkefnum Kópavogsdeildar Rauða krossins er að vinna gegn einsemd og félagslegri einangrun, sem virðist því miður vera vaxandi vandi í samfélaginu. Deildin sinnir þessu með öflugri heimsóknaþjónustu og rekstri Dvalar, athvarfs fyrir geðfatlaða. Þjónustan eflist jafnt og þétt og nú eru um 70 sjálfboðaliðar í reglubundnum verkefnum heimsóknavina. Gestgjafarnir eru karlar og konur á ýmsum aldri. Heimsóknirnar fara fram á einkaheimilum, sambýlum aldraðra, sambýlum og athvarfi geðfatlaðra, sambýli heilabilaðra, skammtímavistun fyrir langveik börn og í Sunnuhlíð.

16. október 2007 : Krakkarnir á Skagaströnd fá reiðhjólahjálma

Þegar skólinn hóf starfsemi í haust gaf Skagastrandadeild Rauða krossins sjö ára börnum reiðhjólahjálma. Er þetta eitt elsta verkefni deildarinnar og hafa um það bil 200 börn þegið hjálma frá því að hún var stofnuð 31. mars árið 1993.

Pétur Eggertsson formaður deildarinnar hitti börnin í skólanum og með honum var Sigríður Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún spjallaði við börnin og útskýrði fyrir þeim hvernig hægt er að koma í veg fyrir slys með því að hafa hjálminn á höfðinu. Til útskýringar notaði hún harðsoðin egg og lítinn hjálm. Einnig var Bangsi, hundurinn hans Péturs með í för en hann er mikill vinur allra krakka á staðnum.

15. október 2007 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegn einsemd og einangrun

Grein um starf og verkefni Rauða krossins í Kópavogi eftir Geir A. Guðsteinsson blaðamann sem birtist í Kópavogsblaðinu.

 

15. október 2007 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegn einsemd og einangrun

Grein um starf og verkefni Rauða krossins í Kópavogi eftir Geir A. Guðsteinsson blaðamann sem birtist í Kópavogsblaðinu.

 

15. október 2007 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegn einsemd og einangrun

Grein um starf og verkefni Rauða krossins í Kópavogi eftir Geir A. Guðsteinsson blaðamann sem birtist í Kópavogsblaðinu.

Eitt af áhersluverkefnum Kópavogsdeildar Rauða krossins er að vinna gegn einsemd og félagslegri einangrun. Deildin sinnir þessu með öflugri heimsóknaþjónustu og rekstri Dvalar, athvarfs fyrir geðfatlaða. Þjónustan er sífellt að eflast og nú eru 65-70 sjálfboðaliðar í reglubundnum verkefnum heimsóknavina. Gestgjafarnir eru karlar og konur á ýmsum aldri. Heimsóknirnar fara fram á einkaheimilum, sambýlum aldraðra, sambýlum og athvarfi geðfatlaðra, sambýli heilabilaðra, skammtímavistun fyrir langveik börn og í Sunnuhlíð. Þess má geta að heimsóknir til heimilismanna í Sunnuhlíð hafa staðið yfir frá árinu 1984. Alltaf er þörf fyrir sjálfboðaliða og alltaf heitt á könnunni á skrifstofunni í Hamraborg. Einnig er hægt að fylgjast með starfinu á netsíðunni www.redcross.is/kopavogur

15. október 2007 : Opið hús hjá Kópavogsdeild Rauða krossins, fimmtudaginn 18. október frá kl. 13.00-18.00

Þessa dagana leggur Rauði krossinn sig fram um að kynna þau fjölmörgu verkefni sjálfboðaliða sem unnin eru á vegum deilda um allt land. Lögð er megin áhersla á að kynna störf sjálfboðaliða sem miða að því að draga úr einsemd, fordómum og félagslegri einangrun. Kópavogsdeild Rauða krossins skipuleggur öflugt sjálfboðið starf sem miðar að því að byggja betra samfélag hér í Kópavogi. Verkefni sjálfboðaliðanna eru fjölbreytt og við leggjum áherslu á að finna hverjum og einum verkefni við hæfi.

15. október 2007 : Kynningarvikan hafin

Kynningarvika Rauða krossins hófst með formlegum hætti í gær sunnudag 14. október þegar Ómar Kristmundsson, formaður Rauða krossins og Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstóri SPRON undirrituðu samstarfssamning.

SPRON er styrktaraðili kynningarátaksins og samkvæmt samningnum verða starfsmenn SPRON í varaliði Rauða krossins sem hægt er að kalla út þegar mikið liggur við. 

15. október 2007 : Rauði krossinn kynnir innanlandsstarf sitt í samstarfi við SPRON

Vikuna 14.-20. október mun Rauði krossinn kynna starf sitt um allt land.  Samkvæmt viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði nýverið fyrir Rauða kross Íslands kom í ljós að almenningur virðist lítið þekkja til öflugs starfs sjálfboðaliða Rauða krossins hérlendis, en tengi starfsemi félagsins einkum við neyðaraðstoð úti í heimi.

Samkvæmt könnuninni telja um 74% að Rauði krossinn verji meirihluta af fjármunum sínum í alþjóðlegt hjálparstarf. Samt er það svo að yfir 70% af verkefnum Rauða krossins eru unnin innanlands af sjálfboðaliðum félagsins sem eru um 1.700 talsins.

“Með því að verja heilli viku til að kynna innanlandsstarf Rauða krossins vonumst við til að efla hóp þeirra sem vilja gerast sjálfboðaliðar, en ekki síður að þeir sem geta nýtt sér þjónustu okkur viti hvað við höfum í boði,” segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða krossins.

12. október 2007 : Ungmennastarf Rauða krossins á Stöðvarfirði

Í Grunnskólanum á Stöðvarfirði er mannréttindafræðsla valgrein fyrir 9. og 10. bekk. Stuðst er við bókina Mannréttindi eftir Ágúst Þór Árnason sem gefin er út af Rauða krossinum. Leiðbeinandi er Björgvin Valur Guðmundsson en hann sér um vetrarstarf ungmenna Rauða krossins á staðnum.

Fjögur ungmenni fóru á landsmótið hjá URKI sem haldið var í Klébergsskóla á Kjalarnesi um síðustu helgi. Er þetta í fyrsta skipti sem ungmenni frá Stöðvarfirði fara á mót hjá URKI.

12. október 2007 : Ungmennastarf Rauða krossins á Stöðvarfirði

Í Grunnskólanum á Stöðvarfirði er mannréttindafræðsla valgrein fyrir 9. og 10. bekk. Stuðst er við bókina Mannréttindi eftir Ágúst Þór Árnason sem gefin er út af Rauða krossinum. Leiðbeinandi er Björgvin Valur Guðmundsson en hann sér um vetrarstarf ungmenna Rauða krossins á staðnum.

Fjögur ungmenni fóru á landsmótið hjá URKI sem haldið var í Klébergsskóla á Kjalarnesi um síðustu helgi. Er þetta í fyrsta skipti sem ungmenni frá Stöðvarfirði fara á mót hjá URKI.

12. október 2007 : Ungmennastarf Rauða krossins á Stöðvarfirði

Í Grunnskólanum á Stöðvarfirði er mannréttindafræðsla valgrein fyrir 9. og 10. bekk. Stuðst er við bókina Mannréttindi eftir Ágúst Þór Árnason sem gefin er út af Rauða krossinum. Leiðbeinandi er Björgvin Valur Guðmundsson en hann sér um vetrarstarf ungmenna Rauða krossins á staðnum.

Fjögur ungmenni fóru á landsmótið hjá URKI sem haldið var í Klébergsskóla á Kjalarnesi um síðustu helgi. Er þetta í fyrsta skipti sem ungmenni frá Stöðvarfirði fara á mót hjá URKI.

12. október 2007 : Eldhugar búa til vináttu- og virðingartré

Eldhugar hittust í gær, eins og aðra fimmtudaga, og hófu vinnu við vináttu- og virðingartré. Eldhugarnir klipptu út laufblöð í marglitum pappír og laufblöðin prýddi svo texti sem þeir höfðu samið sjálfir út frá eigin brjósti. Hugtökin sem þau unnu með voru vinátta, virðing, ábyrgð, fordómar, mismunun, umburðarlyndi og að byggja betra samfélag. Andagiftin sveif svo sannarlega yfir vötnum og voru meðal annars samdir eftirfarandi textar: Góðan vin er erfitt að finna, erfiðara að fara frá og ekki hægt að gleyma; að eiga vin er það besta sem kemur fyrir mann í lífinu og byggjum betra samfélag með því að hjálpa öðrum

11. október 2007 : Væntanleg opnun geðræktarmiðstöðvar

Í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins, í gær, var haldin hátíð í Kompunni þar sem opnuð verður geðræktarmiðstöð innan tíðar. Fullt var út úr dyrum og bauð Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins uppá veitingar.

Jón Knútur Ásmundsson verkefnastjóri hjá Saust, svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, sagði frá starfsemi Kompunnar en búið er að ráða starfsmann í hlutastarf. Áætlað er að Geðhjálp verði með símatíma og tveir sjálfshjálparhópar verða með fund einu sinni í viku (einn fyrir notendur og annar fyrir aðstandendur geðfatlaðra).

11. október 2007 : Væntanleg opnun geðræktarmiðstöðvar

Í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins, í gær, var haldin hátíð í Kompunni þar sem opnuð verður geðræktarmiðstöð innan tíðar. Fullt var út úr dyrum og bauð Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins uppá veitingar.

Jón Knútur Ásmundsson verkefnastjóri hjá Saust, svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, sagði frá starfsemi Kompunnar en búið er að ráða starfsmann í hlutastarf. Áætlað er að Geðhjálp verði með símatíma og tveir sjálfshjálparhópar verða með fund einu sinni í viku (einn fyrir notendur og annar fyrir aðstandendur geðfatlaðra).

11. október 2007 : Enter-krakkar í teiknihug

Enter-krakkarnir hittust í gær í sjálfboðamiðstöðinni og var verkefni dagsins að teikna myndir. Fyrst teiknuðu þau myndir af dýrmætum fjölskyldum sínum og síðan af einhverju sem þeim finnst skemmtilegt að gera. Það er greinilegt að fótbolti er vinsæll hjá strákunum í Enter. Meðfylgjandi myndir teiknuðu bræðurnir Rafael og Gabriel frá Portúgal.

10. október 2007 : Takast þarf á við afleiðingar loftslagsbreytinga

Loftslagsbreytingar hafa valdið því að hamfarir í heiminum hafa á undanförnum misserum orðið bæði tíðari og alvarlegri en á undanförnum áratugum. Það hefur orðið til þess að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða Rauði krossinn gefa nú út áskorun til stjórnvalda í þjóðríkjum heims um að leggja aukna áherslu á að draga úr hættunni sem stafar af náttúruhamförum.

Þessi áskorun var lögð fram í dag á fundi með öllum aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum lagði Alþjóða Rauði krossinn í félagi við Sameinuðu þjóðirnar (UN/ISDR, United Nations International Strategy for Disaster Reduction) fram hugmyndir sínar um að auka starf Rauða kross hreyfingarinnar á sviði fyrirbyggjandi aðgerða til að draga úr því tjóni sem náttúruhamfarir á borð við flóð og fellibylji valda íbúum á hættusvæðum. Fyrirhugaðar aðgerðir felast fyrst og fremst  í fyrirbyggjandi aðgerðum til að vernda mannslíf, draga úr tjóni af völdum hamfara og auka getu samfélagsins til að bregðast við þeim.

9. október 2007 : Flóttamenn koma til landsins í dag

Í dag koma 27 kólumbískir flóttamenn til landsins í boði íslenskra stjórnvalda. Alls taka stjórnvöld á móti 30 kólumbískum flóttamönnum í ár, en ein þriggja manna fjölskylda var áður komin til landsins. Um er að ræða konur og börn.
 
Flóttafólkið kemur hingað til lands frá Ekvador, en fólkið hafði flúið ofbeldi, stríðsátök og ofsóknir í heimalandi sínu Kólumbíu. Vegna sérstakra aðstæðna fólksins í Ekvador fór Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fram á það við íslensk stjórnvöld að fólkinu yrði veitt hæli á Íslandi.

Flóttafólkið mun setjast að í Reykjavík og munu Reykjavíkurborg og Rauði krossinn sjá um móttöku þess. Það mun taka þátt í sérstöku tólf mánaða aðlögunarverkefni sem felur meðal annars í sér að Reykjavíkurborg útvegar því húsnæði, félagslega ráðgjöf, og íslenskunám og samfélagsfræðslu. Börn og ungmenni munu sækja leik-, grunn- og framhaldsskóla í borginni. Börnin fá sérstakan stuðning í skólum og móðurmálskennslu.

9. október 2007 : Fjallað um flóttamenn á landsmóti URKÍ

Mikið fjör var á vel sóttu landsmóti Ungmennahreyfingar Rauða krossins á Kjalarnesi um helgina. Ýmislegt skemmtilegt var brallað á kvöldvökum, farið var í sund, leiki og skemmtilega hópavinnu.

Þema mótsins var flóttamenn. Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri Rauða krossins í málefnum flóttamanna og hælisleitenda flutti athyglisvert erindi og sýndi kvikmynd um efnið.

Í hópavinnu þurftu þátttakendur meðal annars að setja sig í það hlutverk að flýja Ísland vegna ofsókna og setjast að í ólíku landi.

8. október 2007 : Námskeið í geðheilbrigðismálum á Norðfirði

Um 35 manns sóttu námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál sem haldið var í Egilsbúð á Neskaupstað um helgina. Er þetta 15. námskeiðið sem Rauði krossinn hefur haldið af þessum toga og það þriðja á Austurlandi. Þátttakendur komu frá Vopnafirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Norðfirði.

Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða fólk um málefni geðfatlaðra og setja á fót sjálfshjálparhópa. Í lokin voru þrír hópar stofnaðir, tveir á Norðfirði, annar fyrir foreldra barna með geð- og hegðunarraskanir og hinn fyrir aðstandendur geðfatlaðra og á Egilsstöðum var stofnaður hópur aðstandenda geðfatlaðra. Í undirbúningi er að stofna sjálfshjálparhóp á Eskifirði fyrir foreldra barna með geð- og hegðunarraskanir sem mun sinna fólki frá Reyðarfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði.

8. október 2007 : Námskeið í geðheilbrigðismálum á Norðfirði

Um 35 manns sóttu námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál sem haldið var í Egilsbúð á Neskaupstað um helgina. Er þetta 15. námskeiðið sem Rauði krossinn hefur haldið af þessum toga og það þriðja á Austurlandi. Þátttakendur komu frá Vopnafirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Norðfirði.

Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða fólk um málefni geðfatlaðra og setja á fót sjálfshjálparhópa. Í lokin voru þrír hópar stofnaðir, tveir á Norðfirði, annar fyrir foreldra barna með geð- og hegðunarraskanir og hinn fyrir aðstandendur geðfatlaðra og á Egilsstöðum var stofnaður hópur aðstandenda geðfatlaðra. Í undirbúningi er að stofna sjálfshjálparhóp á Eskifirði fyrir foreldra barna með geð- og hegðunarraskanir sem mun sinna fólki frá Reyðarfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði.

8. október 2007 : Námskeið í geðheilbrigðismálum á Norðfirði

Um 35 manns sóttu námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál sem haldið var í Egilsbúð á Neskaupstað um helgina. Er þetta 15. námskeiðið sem Rauði krossinn hefur haldið af þessum toga og það þriðja á Austurlandi. Þátttakendur komu frá Vopnafirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Norðfirði.

Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða fólk um málefni geðfatlaðra og setja á fót sjálfshjálparhópa. Í lokin voru þrír hópar stofnaðir, tveir á Norðfirði, annar fyrir foreldra barna með geð- og hegðunarraskanir og hinn fyrir aðstandendur geðfatlaðra og á Egilsstöðum var stofnaður hópur aðstandenda geðfatlaðra. Í undirbúningi er að stofna sjálfshjálparhóp á Eskifirði fyrir foreldra barna með geð- og hegðunarraskanir sem mun sinna fólki frá Reyðarfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði.

8. október 2007 : Tvö ár liðin frá jarðskjálftanum í Pakistan

Liðin eru tvö ár frá jarðskjálftunum í Pakistan þann 8. október 2005. Þeir urðu rúmlega 73.000 manns að bana og eyðilögðu heimili 3,5 milljóna manna. Endurbygging á þeim svæðum sem urðu verst úti er nú langt á veg komin og mjög hefur dregið úr þörfinni fyrir neyðaraðstoð. Þess er vænst að í vetur geti pakistanski Rauði hálfmáninn og Alþjóða Rauði krossinn beitt kröftum sínum til endurbyggingar í stað neyðaraðstoðar til þeirra samfélaga sem verst urðu úti í skjálftunum.

Um þetta leyti á síðasta ári var Rauði krossinn að undirbúa viðamikið hjálparstarf til aðstoðar tugum þúsunda manna sem stóu frammi fyrir öðrum vetri sínum í illa upphituðum bráðabirgðaskýlum. Aðgerðirnar heppnuðust vel og rúmlega 18.000 fjölskyldur á afskekktum stöðum fengu þau hjálpargögn sem þarf til að geta tekist á við veturinn í fjöllunum. Ríflega 1,1 milljón manna hafa nú fengið neyðaraðstoð frá pakistanska Rauða hálfmánanum og Alþjóða Rauða krossinum.

8. október 2007 : Skemmtun í Perlunni í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins

Alþjóði geðheilbrigðisdagurinn var haldinn hátíðlegur í gær með glæsilegri samkomu í Perlunni. Fjöldinn allur af félögum og stofnunum sem starfa að málefnum geðheilbrigðis kynntu starfsemi sína. Þar á meðal var Rauði krossinn sem lagði áherslu á kynningu athvarfanna á höfuðborgarsvæðinu, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Læk í Hafnarfirði.
 
Skákfélag Vinjar hélt hraðskákmót í samvinnu við Hrókinn. Guðfríður Lilja Grétardóttir forseti Skáksambands Íslands flutti stutt ávarp og setti mótið formlega. Heiðar Ingi Svansson, markaðsstjóri Forlagsins, sem gaf glæsilega bókavinninga á mótið, lék svo fyrsta leikinn á mótinu. Gunnar Freyr Rúnarsson sigraði og lagði alla sína

8. október 2007 : Skemmtun í Perlunni í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins

Alþjóði geðheilbrigðisdagurinn var haldinn hátíðlegur í gær með glæsilegri samkomu í Perlunni. Fjöldinn allur af félögum og stofnunum sem starfa að málefnum geðheilbrigðis kynntu starfsemi sína. Þar á meðal var Rauði krossinn sem lagði áherslu á kynningu athvarfanna á höfuðborgarsvæðinu, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Læk í Hafnarfirði.
 
Skákfélag Vinjar hélt hraðskákmót í samvinnu við Hrókinn. Guðfríður Lilja Grétardóttir forseti Skáksambands Íslands flutti stutt ávarp og setti mótið formlega. Heiðar Ingi Svansson, markaðsstjóri Forlagsins, sem gaf glæsilega bókavinninga á mótið, lék svo fyrsta leikinn á mótinu. Gunnar Freyr Rúnarsson sigraði og lagði alla sína

8. október 2007 : Skemmtun í Perlunni í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins

Alþjóði geðheilbrigðisdagurinn var haldinn hátíðlegur í gær með glæsilegri samkomu í Perlunni. Fjöldinn allur af félögum og stofnunum sem starfa að málefnum geðheilbrigðis kynntu starfsemi sína. Þar á meðal var Rauði krossinn sem lagði áherslu á kynningu athvarfanna á höfuðborgarsvæðinu, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Læk í Hafnarfirði.
 
Skákfélag Vinjar hélt hraðskákmót í samvinnu við Hrókinn. Guðfríður Lilja Grétardóttir forseti Skáksambands Íslands flutti stutt ávarp og setti mótið formlega. Heiðar Ingi Svansson, markaðsstjóri Forlagsins, sem gaf glæsilega bókavinninga á mótið, lék svo fyrsta leikinn á mótinu. Gunnar Freyr Rúnarsson sigraði og lagði alla sína

5. október 2007 : Alþjóðlegir foreldrar hittast

Fyrsta samverustund Alþjóðlegra foreldra fór fram í gær í Mekka, félagsmiðstöð Hjallaskóla. Ellefu foreldrar mættu með ellefu börn sín á aldrinum sex vikna til sex ára. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða krossins sáu um dagskrána og stýrðu henni með söng, leik og gleði.

Eftir formlega setningu og kynningu á verkefninu kynntu þátttakendur sig með nafni og sögðu frá hvaða landi þeir koma.  Á meðal þeirra voru fimm íslenskar mæður, þrjár pólskar, tvær frá Litháen og ein frá Ítalíu. Léttar veitingar voru í boði og leikföng fyrir börnin.

Markmið Kópavogsdeildar með verkefninu er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eru heima með börn á aldrinum 0-6 ára. Allir foreldar, innflytjendur og innfæddir eru innilega velkomnir, hvort sem þeir tala enga íslensku eða litla.

5. október 2007 : Alþjóðlegir foreldrar hittast

Fyrsta samverustund Alþjóðlegra foreldra fór fram í gær í Mekka, félagsmiðstöð Hjallaskóla. Ellefu foreldrar mættu með ellefu börn sín á aldrinum sex vikna til sex ára. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða krossins sáu um dagskrána og stýrðu henni með söng, leik og gleði.

Eftir formlega setningu og kynningu á verkefninu kynntu þátttakendur sig með nafni og sögðu frá hvaða landi þeir koma.  Á meðal þeirra voru fimm íslenskar mæður, þrjár pólskar, tvær frá Litháen og ein frá Ítalíu. Léttar veitingar voru í boði og leikföng fyrir börnin.

Markmið Kópavogsdeildar með verkefninu er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eru heima með börn á aldrinum 0-6 ára. Allir foreldar, innflytjendur og innfæddir eru innilega velkomnir, hvort sem þeir tala enga íslensku eða litla.

5. október 2007 : Í felum

Höfundur greinarinnar er gestur í Dvöl athvarfi Rauða krossins fyrir geðfatlaða. Tilefnið er Alþjóði geðheilbrigðisdagurinn þann 10.október.

3. október 2007 : Heimsóknavinanámskeið í Skagafrði

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið hjá Skagafjarðardeild Rauða krossins á þriðjudaginn. Góður andi var á námskeiðinu og hugur í konunum. Heyrðist á þeim að þær hefðu mikla ánægju af að vera í verkefninu og góð tilfinning að geta látið eitthvað gott af sér leiða og fá það margfalt til baka.

Heimsóknaþjónusta hefur verið starfrækt hjá deildinni frá því árið 2001 í samvinnu við Sauðárkrókskirkju og Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar.

Sjálfboðaliðar heimsækja gestgjafa og veita félagsskap eftir samkomulagi, svo sem að spjalla eða lesa. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

3. október 2007 : Heimsóknavinanámskeið í Skagafrði

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið hjá Skagafjarðardeild Rauða krossins á þriðjudaginn. Góður andi var á námskeiðinu og hugur í konunum. Heyrðist á þeim að þær hefðu mikla ánægju af að vera í verkefninu og góð tilfinning að geta látið eitthvað gott af sér leiða og fá það margfalt til baka.

Heimsóknaþjónusta hefur verið starfrækt hjá deildinni frá því árið 2001 í samvinnu við Sauðárkrókskirkju og Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar.

Sjálfboðaliðar heimsækja gestgjafa og veita félagsskap eftir samkomulagi, svo sem að spjalla eða lesa. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

3. október 2007 : Ertu frönskumælandi og með háskólapróf?

Rauði kross Íslands leitar að háskólamenntuðum einstaklingi sem talar reiprennandi frönsku og ensku og hefur brennandi áhuga á mannúðarmálum til að vera á Veraldarvakt félagsins. Félagar á Veraldarvakt eru þeir sem eru tilbúnir til hjálparstarfa á erlendum vettvangi, oft með skömmum fyrirvara. Skilyrði fyrir veru á Veraldarvakt er að sækja sendifulltrúanámskeið félagsins.

Nú leitar Rauði kross Íslands sérstaklega að ofangreindum einstaklingi sem væri tilbúinn til að vinna með alþjóða Rauða krossinum á átakasvæðum að vernd og aðstoð til þeirra sem ekki taka þátt í átökum. Meðal helstu verkefna eru heimsóknir til fanga sem eru í fangelsi vegna átaka til að tryggja mannúðlega meðferð þeirra, leitarþjónusta og sameining fjölkyldna, skipulagning matvæladreifingar og útbreiðsla mannúðarlaga. 

3. október 2007 : Hressir Enter-krakkar brugðu á leik

Skemmtilegir Enter-krakkar lífguðu upp á sjálfboðamiðstöðina í dag með hlátrasköllum og ærslagangi. Markmið dagsins var að fara í skemmtilega leiki og hafa gaman af. Krakkarnir fóru meðal annars í látbragsleik, “ég hugsa mér hlut” og “hver er maðurinn?”. Einnig kom hundurinn Leó í heimsókn og fengu þau að halda á honum og klappa. Leó var hinn prúðasti og virtist alveg hafa jafnmikinn áhuga á krökkunum og þau á honum. En þá var gamanið aldeilis ekki búið því Sigga sjálfboðaliði hafði bakað pönnukökur og komið með handa krökkunum. Sigga þekkir flesta krakkana vel frá því í fyrra og er henni alltaf vel fagnað þegar þau hittast. Kalla þeir hana Siggu ömmu.

3. október 2007 : Alvarlegt ástand á Gaza-ströndinni

Gaza-ströndin hefur verið nær algerlega lokuð í þrjá mánuði og ástandið er að verða mjög alvarlegt,“ sagði Angelo Gnaediger frá Alþjóða Rauða krossinum eftir nýlega heimsókn sína til Gaza. Erfitt er að halda sjúkrahúsum, vatnsveitum og skólpkerfi gangandi og fátækt hefur aukist gífurlega meðal almennings á svæðinu.

Aðgerðir hersins og innbyrðis deilur Palestínumanna hafa valdið miklum skemmdum á orkuveitu, seinkunum á greiðslum og stöðvað flutninga á eldsneyti. Þetta ásamt öðrum erfiðleikum hefur komið í veg fyrir rekstur og viðgerðir á vatnsveitum og frárennsliskerfi á Gaza-ströndinni.

3. október 2007 : Fjöldahjálparstjóranámskeið á Austurlandi

Fjöldahjálparstjóranámskeið var haldið á Seyðisfirði á laugardaginn. Þátttakendur komu frá Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði, átta nýir leiðbeinendur bættust í hóp fjöldahjálparstjóra á Austurlandi og þrír sóttu námskeiðið til að endurnýja skírteini sín. Hluti þátttakenda eru fulltrúar í skyndihjálparhópi ungmenna á Austurlandi.

Gerðar voru tvær skrifborðsæfingar og farið var í fjöldahjálparstöðina á Seyðisfirði sem er í grunnskólanum og settu þátttakendur upp merkingar í stöðinni samkvæmt teikningum.

Erindi fluttu Lárus Bjarnason sýslumaður, um almannavarnir og Ágúst Ólafsson fréttamaður RUV á svæðisvísu, um fjölmiðlun þegar á reynir. Leiðbeinendur voru Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarna og María Helena Haraldsdóttir svæðisfulltrúi.

3. október 2007 : Fjöldahjálparstjóranámskeið á Austurlandi

Fjöldahjálparstjóranámskeið var haldið á Seyðisfirði á laugardaginn. Þátttakendur komu frá Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði, átta nýir leiðbeinendur bættust í hóp fjöldahjálparstjóra á Austurlandi og þrír sóttu námskeiðið til að endurnýja skírteini sín. Hluti þátttakenda eru fulltrúar í skyndihjálparhópi ungmenna á Austurlandi.

Gerðar voru tvær skrifborðsæfingar og farið var í fjöldahjálparstöðina á Seyðisfirði sem er í grunnskólanum og settu þátttakendur upp merkingar í stöðinni samkvæmt teikningum.

Erindi fluttu Lárus Bjarnason sýslumaður, um almannavarnir og Ágúst Ólafsson fréttamaður RUV á svæðisvísu, um fjölmiðlun þegar á reynir. Leiðbeinendur voru Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarna og María Helena Haraldsdóttir svæðisfulltrúi.

2. október 2007 : Svæðisfundur deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum var haldinn á Hótel Hvolsvelli á laugardaginn. Um undirbúning og framkvæmd fundarins sá Rangárvallasýsludeild.

2. október 2007 : Laut flytur

Athvarfið Laut hefur nú flutt starfsemi sína úr Þingvallastætinu  í nýtt húsnæði.  Nýja húsið er bjart og fallegt þriggja hæða hús við brekkugötu 34 þar sem áður var Leikskólinn Klappir. Með þessu rýmkast mjög um starfsemi Lautar en töluvert var farið að þrengja að starfseminni á gamla staðnum.  Á þessum fyrstu vikum á nýjum stað er ekki annað að sjá en ánægja ríki bæði meðal starfsfólks og gesta.

2. október 2007 : Alþjóðlegir foreldrar hittast í fyrsta skipti í vikunni

Fimmtudaginn 4. október verður verkefninu Alþjóðlegir foreldrar ýtt úr vör og hittust sjálfboðaliðar í dag í sjálfboðamiðstöðinni til að undirbúa þennan fyrsta fund. Kópavogsdeild býður velkomna foreldra allra landa sem eru heima með 0-6 ára börn sín og vilja hitta aðra með lítil börn. Sjálfboðaliðarnir eiga sjálfir börn á þessum aldri og ætla að miðla af þekkingu sinni og reynslu og bjóða upp á stutta íslenskukennslu fyrir foreldrana í hvert sinn sem tengist ungabörnum og lífinu á Íslandi með börn á fyrrgreindum aldri.

1. október 2007 : Langtíma hjálparstarf nauðsynlegt vegna flóðanna í Afríku

Rúmlega milljón manna hefur orðið fyrir gríðarlegum skakkaföllum vegna flóða í Afríku síðan í sumar og tjónið nær nú til 18 landa. 650.000 manns hafa misst heimili sín vegna flóðanna og vitað er til þess að þau hafi orðið 250 manns að bana. Vatnselgurinn hefur jafnframt valdið skelfilegum spjöllum á uppskeru og matargeymslum.

Vegna þeirra gríðarlegu erfiðleika sem fórnarlömb flóðanna í Afríku eiga við að etja hefur Alþjóða Rauði krossinn óskað eftir því að alþjóðasamfélagið leggi hreyfingunni lið í hjálparstarfinu. Búist er við því að ástandið á svæðinu fari versnandi næstu vikur og þörf er á aðstoð bæði til skemmri og lengri tíma. Alþjóða Rauði krossinn hefur gefið út nokkrar neyðarbeiðnir til að sinna þörfum fórnarlamba á svæðinu.

1. október 2007 : Landsmót URKÍ 2007

Landsmót Ungmenahreyfingar RKÍ verður haldið dagana 5.-7. október 2007 á Kjalarnesi.

Landsmótið er opið öllum þeim sem eru þáttakendur í barna- og ungmennastarfi RKÍ. Gist verður í Klébergsskóla á Kjalarnesi (svefnpokagisting) og matur er innifalinn. Þáttakendur sjá sjálfir um að koma sér á staðinn.

Síðasti dagur til skráningar er miðvikudagurinn 3.október nk

Smellið á lesa meira til að sjá dagskrá mótsins.

 

Fyrir hönd undirbúningshópsins;

Arnar Benjamín Kristjánsson, formaur Verkefnanefndar URKÍ
Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaformaður Verkefnanefndar URKÍ

1. október 2007 : Íslenskur sendifulltrúi tekur þátt í kennslu fyrir hermenn í Búrúndí

Hrafnhildur Sverrisdóttir starfar sem sendifulltrúi í sendinefnd Alþjóðaráðs Rauða krossins í Búrúndi þar sem hún starfar að vernd þeirra sem ekki taka þátt í stríðsátökum.

1. október 2007 : Íslenskur sendifulltrúi tekur þátt í kennslu fyrir hermenn í Búrúndí

Hrafnhildur Sverrisdóttir starfar sem sendifulltrúi í sendinefnd Alþjóðaráðs Rauða krossins í Búrúndi þar sem hún starfar að vernd þeirra sem ekki taka þátt í stríðsátökum.

1. október 2007 : Grænlenskir krakkar í sundferð

Rauði krossinn fékk skemmtilega heimsókn. Þar voru á ferðinni 25 grænlenskir krakkar á tólfta ári ásamt fararstjórum, sem dvalið hafa i Kópavogi og eru að læra að synda.

Heimsókn krakkanna til Íslands er í beinu framhaldi af ferðum skákfélagsins Hróksins til austurstrandar Grænlands undanfarin fjögur ár. Þar hafa verið gefin hátt í þúsund skáksett og skákin kynnt fyrir innfæddum sem þekktu lítið til hennar áður. Engar sundlaugar eru á Austur-Grænlandi, aðeins er ein í þessu stóra landi og er hún í Nuuk, höfuðborginni á vesturströndinni.