30. nóvember 2007 : Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember

Laugardaginn 1. desember kl. 14-16 munu Eldhugar ásamt öðrum ungmennum í Rauða kross starfi selja rauð alnæmismerki í Smáralind sem búin eru til af fólki sem tekur þátt í sjálfshjálparhópi smitaðra á vegum Rauða krossins í Malaví og rennur allur ágóði af sölunni til hópsins.

Fulltrúi frá alþjóðasviði Rauða krossins fræddi Eldhuga fyrr í vetur um alnæmi í sunnanverðri Afríku og starf Rauða krossins á þeim slóðum. Einnig komu læknanemar í heimsókn og voru með fræðslu um kynsjúkdóma og þar á meðal alnæmi.

30. nóvember 2007 : Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember: „Almenningur þarf að taka málin í sínar eigin hendur“

Í tilkynningu Alþjóða Rauða krossins á Alþjóðlega alnæmisdeginum er lögð á það höfuðáhersla að hjálpa samfélögum að taka frumkvæðið í baráttunni gegn alnæmi og ójafnri stöðu kynjanna.

29. nóvember 2007 : Heimsókn úr Arnardal

Í gær komu börn frá Arnardal í heimsókn í Rauðakrosshúsið til að skoða sjúkrabíla. Þessi börn eru úr sérdeild Brekkubæjarskóla.

Sjúkraflutningmennirnir Gísli og Óli sýndu þeim sjúkrabílana og höfðu þau mjög gaman af því. Þegar börnin voru búin að skoða þá keyrðu sjúkraflutningsmenn þau aftur í Arnardal í sjúkrabíl.

29. nóvember 2007 : Prjónakaffi

Síðasta prjónakaffi ársins var haldið í sjálfboðmiðstöð Kópavogsdeildar í gær og mættu 27 hressar prjónakonur. Komu þær með afrakstur síðasta mánaðar og nýttu síðan samveruna til þess að prjóna, fá sér kaffi og ræða saman um hin ýmsu mál.

 

28. nóvember 2007 : Alþjóða Rauði krossinn óskar eftir auknum framlögum fyrir Bangladess

Alþjóða Rauði krossinn hefur nú lagt fram nýja neyðarbeiðni fyrir Bangladess að upphæð tæplega 1,4 milljörðum íslenskra króna (24.500.000 CHF). Það fé sem safnast verður notað til að hjálpa 1,2 milljónum manna sem orðið hafa fórnarlömb fellibylsins Sidr. Rauði kross Íslands sendi þriggja milljóna króna framlag til neyðaraðstoðarinnar þann 19. nóvember.

Aðstoðin mun ná til níu af þeim héruðum landsins þar sem fellibylurinn olli mestu tjóni. Þar verður  fjölskyldum sem misst hafa heimili sín í hamförunum séð fyrir mat, húsaskjóli, heilbrigðisþjónustu, vatni og hreinlætisaðstöðu. Neyðaraðstoðinni er ætlað að koma til móts við mikilvægustu þarfir fórnarlambanna. Dreift verður byggingarefni, mat, fötum og fólkinu séð fyrir hreinu vatni og  heilbrigðisþjónustu.

28. nóvember 2007 : Ungmenni sækja á innan Alþjóða Rauða krossins

Formaður ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands, URKÍ, Jón Þorsteinn Sigurðsson sat fund Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldinn var í Genf í síðustu viku.

Helsta breytingin á lögum sem snerta ungmenni innan Alþjóða Rauða krossinn var að Ungmennaráðið (Youth Commission) var sett í fastari skorður innan laganna auk þess sem formaður nefndarinnar á nú fast sæti í stjórn alþjóðahreyfingarinnar.

„Þar með eru ungmenni innan Rauða krossins að sækja á innan hreyfingarinnar og vonast er til að fleiri landsfélög sendi fulltrúa ungmenna á fundi í framtíðinni," segir Jón Þorsteinn.  „Það var samdóma álit ungmenna sem hittust reglulega á hliðarfundum að sameinaður kraftur okkar er afl sem ekki er hægt að horfa framhjá."

28. nóvember 2007 : Eldhugar selja merki til stuðnings alnæmissmituðum

Ungmennahreyfing Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu mun þann 1. desember, frá kl. 14 – 16, selja merki með mynd af alnæmisborðanum í Smáralind.

Merkin eru handgerð úr perlum og eru búin til af fólki sem er smitað af alnæmi og tekur þátt í sjálfshjálparhópum í Malaví. Þetta er mjög fátækt fólk og verður ágóða af merkjasölunni varið til þess að efla starf með alnæmissmituðum í Malaví auk þess sem félagar í sjálfshjálparhópunum fá hluta af ágóðanum til eigin nota.

Í síðustu samveru Eldhuga byrjuðu krakkarnir að perla nælu til eigin nota og fengu þannig góða tilfinningu fyrir vinnunni að baki merkjunum sem á að fara að selja. Nú er talið að tæpar 40 milljónir manna séu smitaðar af alnæmisveirunni og munu fleiri líða vegna alnæmis, t.d. um 4,6 milljónir barna í sunnanverðri Afríku sem orðið hafa munaðarlaus.

27. nóvember 2007 : 186 landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans

Rauði kross Svartfjallalands (Montenegro) hefur verið formlega samþykktur af Alþjóða Rauða krossinum, og eru landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans nú 186 að tölu um allan heim. 

Þó svo að Rauði krossinn í Svartfjallalandi sé nýjasta landsfélagið í Rauða kross hreyfingunni fer því fjarri að það sé nýtekið til starfa. Félagið var stofnað árið 1875, en varð síðan deild innan Rauða kross Júgóslavíu þegar ríkið var stofnað í lok fyrri heimstyrjaldar árið 1918 og allt þar til landið hlaut sjálfstæði árið 2006 þegar það gekk úr ríkjasambandi við Serbíu.

27. nóvember 2007 : Þjóðríki gera lítið til að draga úr notkun klasasprengna

Alþjóða Rauði krossinn hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með þau þjóðríki sem eiga aðild að alþjóðasáttmála um takmörkun hefðbundinna vopna, en fulltrúar aðildarríkjanna samþykktu

26. nóvember 2007 : Rauði krossinn tekur í notkun tetra tæki

Viðbragðsaðilar neyðarvarna Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu komu saman í síðustu viku til þess að læra á tetra tæki sem Rauði krossinn er að taka í notkun sem hluti af búnaði sínum í neyðarvörnum.

Sérfræðingar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis komu á staðinn og kynntu notkun tækjanna. Einnig var tækifærið nýtt til að ræða samstarf Rauða krossins og Slökkviliðsins og farið yfir ferlið frá tilkynningu bruna til Neyðarlínu þar til viðbragðshópur Rauða krossins er kallaður út. Einnig var farið yfir drög að starfsreglum viðbragðshópsins og neyðarkerra neyðarnefndar skoðuð.

26. nóvember 2007 : Rauði krossinn tekur í notkun tetra tæki

Viðbragðsaðilar neyðarvarna Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu komu saman í síðustu viku til þess að læra á tetra tæki sem Rauði krossinn er að taka í notkun sem hluti af búnaði sínum í neyðarvörnum.

Sérfræðingar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis komu á staðinn og kynntu notkun tækjanna. Einnig var tækifærið nýtt til að ræða samstarf Rauða krossins og Slökkviliðsins og farið yfir ferlið frá tilkynningu bruna til Neyðarlínu þar til viðbragðshópur Rauða krossins er kallaður út. Einnig var farið yfir drög að starfsreglum viðbragðshópsins og neyðarkerra neyðarnefndar skoðuð.

26. nóvember 2007 : Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða Rauði krossinn: Öflug samvinna í þágu mannúðar

Í ræðu sinni á aðalfundi Alþjóða Rauða krossins fjallaði Dr Asha-Rose Migiro varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sérstaklega um þá vaxandi samvinnu við Alþjóða Rauða krossinn sem stofnunin hefur notið á undanförnum árum.

26. nóvember 2007 : Saman í þágu mannúðar - Alþjóðaráðstefna Rauða krossins og ríkisstjórna 26.-30. nóvember

Alþjóðaráðstefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans hófst í Genf í dag. Búist er við því að um 1.500 fulltrúar Rauða kross hreyfingarinnar og þjóðríkja sem eiga aðild að Genfarsamningunum taki þátt í  ráðstefnunni sem haldin er undir kjörorðunum „Saman í þágu mannúðar.”

Alþjóðaráðstefnan er haldin á fjögurra ára fresti. Eitt af meginmarkmiðum hennar nú er að fjalla um þann margslungna vanda sem steðjar að jarðarbúum á komandi áratugum. Meðal helstu umræðuefna má nefna stórfellda fólksflutninga milli landa og heimshluta, vaxandi glæpi og ofbeldi í borgum, sjúkdómsfaraldra, loftslagsbreytingar og annan umhverfisvanda. Á ráðstefnunni munu samstarfsaðilar ræða hvað þeir geti gert í sameiningu til að hjálpa bágstöddum samfélögum að takast á við framtíðina.

26. nóvember 2007 : Vistfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar boðið á Kjarvalsstaði

Sjálfboðaliðar úr hópi heimsóknavina Kópavogsdeildar fylgdu vistfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar á Kjarvalsstaði í síðustu viku en deildin hefur boðið vistfólkinu upp á svipaðar ferðir í nokkur ár, í ferðina að þessu sinni fóru 37 manns.

Á Kjalvarsstöðum voru skoðaðar sýningar Birgis Snæbjörns, Óla Jóhanns Ásmundssonar og Kjarvalssýningin. Eftir skoðun á sýningunum bauð deildin upp á kaffi og meðlæti.

23. nóvember 2007 : Ungt fólk í sókn innan Rauða krossins

Nú var að ljúka aðalfundi Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldin var í Genf daganna 19. til 22. þ.m.  Formaður sótti fundin fyrir okkar hönd sem hefur verið baráttumál fyrrum formanna sem og annarra ungmenna í heiminum sem nú er í gegn. 

Aðal málefni fundarins voru Loftlagsbreytingar, fólksflutningar, sjúkdómar, ofbeldi og breyting á lögum félagsins.  Helsta breyting á lögum sem snertir okkur og ungmenni innan IFRC var að Ungmennaráðið (Youth Commission) var sett í fastari skorður innan laganna auk þess sem formaður nefndarinnar á nú fast sæti í stjórn alþjóðahreyfingarinnar.  Þar með eru ungmenni innan Rauða krossins að sækja á innan hreyfingarinnar og vonast er til að fleiri landsfélög sendi fulltrúa ungmenna á fundi framtíðarinnar. Nánar er hægt að lesa um fundin hér og hér. 

Ungmennaverðlaunin voru veitt og voru það 5 landsfélög sem hlutu þau þetta árið. Má lesa nánar um það hér hverjir hlutu þessi verðlaun.  Samdóma álitt ungmenna, sem hittust reglulega á hliðar-fundum, er að sameinaður kraftur okkar ungmenna er afl sem ekki er hægt að horfa

23. nóvember 2007 : Í Kólumbíu er allt nýtt af nautinu

Tvö ár eru síðan Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva kom til Íslands eftir að hafa flúið frá heimalandi sínu Kólumbíu til Ekvadors. Jóhanna Ingvarsdóttir smakkaði nautalifur og jólabúðing að hætti Kólumbíumanna. Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 16. nóvember 2007.

23. nóvember 2007 : Alþjóðlegir foreldrar

Sjöunda samverustund Alþjóðlegra foreldra fór fram í gær í Mekka, félagsmiðstöð Hjallaskóla. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða krossins sáu um dagskrána og stýrðu henni með söng, leik og gleði. Þátttakendur komu með mat frá sínum heimalöndum.

Alþjóðlegir foreldrar hittast í Mekka alla fimmtudaga frá kl.10.30-12.00. Síðasta samveran verður næstkomandi fimmtudag þann 29. nóvember og verður þá föndrað fyrir jólin.

22. nóvember 2007 : Sjálfboðaliða vantar í Dvöl

Kópavogsdeild vantar sjálfboðaliða til að vera í Dvöl á laugardögum frá kl. 13-16. Venjulega eru tveir sjálfboðaliðar á vakt hvern laugardag. Verkefnið býður upp á einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða og öðlast dýrmæta reynslu.

Dvöl er athvarf fyrir geðfatlaða og er ætlað að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við að geðsjúkdóma að stríða. Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki í rekstri Dvalar með því að taka þátt í starfsemi athvarfsins og veita gestunum félagsskap.

Sjálfboðaliðar í Dvöl þurfa að vera 18 ára eða eldri og sækja grunnnámskeið um hugsjónir Rauða krossins.

Þeir sem hafa áhuga á því að sinna sjálfboðnu starfi í þessu verkefni vinsamlega hafi samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected]

22. nóvember 2007 : Sjálfboðaliða vantar í Dvöl.

22. nóvember 2007 : Um 95 þúsund krónur söfnuðust á fatamarkaði MK-nema

Á fatamarkaði sem nemendur í áfanga um sjálfboðið starf í Menntaskólanum í Kópavogi héldu um síðustu helgi söfnuðust um 95 þúsund krónur. Fjöldi manns kom á markaðinn og gerði góð kaup á notuðum dömu-, herra- og barnafatnaði ásamt dóti. Allur ágóðinn rennur til styrktar börnum og ungmennum í Mósambík.

MK-nemarnir völdu föt fyrir markaðinn í fataflokkunarstöð Rauða krossins en hann var settur upp í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með aðstoð bæði Eldhuga og Enter-krakkanna.

Fatamarkaðurinn var lokaverkefni nemendanna í áfanganum um sjálfboðið Rauða kross starf. Menntaskólinn í Kópavogi er enn sem komið er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður upp á þess háttar áfanga. Nemendurnir hafa unnið sjálfboðin störf fyrir Kópavogsdeild Rauða krossins, svo sem starf með ungum innflytjendum í Enter og Eldhugunum og aðstoð við langveik börn í Rjóðrinu.

22. nóvember 2007 : Skyndihjálparhópur rifjar upp og æfir

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman á dögunum í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig þjálfunin sem þau fengu skilaði sér.
 
Síðan var lagt fyrir mannskapinn upprifjunarpróf þar sem tekið var fyrir  það efni sem kennt hefur verið fram að þessu. Að því búnu var farið yfir prófið og sammælst um rétt svör.

22. nóvember 2007 : Skyndihjálparhópur rifjar upp og æfir

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman á dögunum í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig þjálfunin sem þau fengu skilaði sér.
 
Síðan var lagt fyrir mannskapinn upprifjunarpróf þar sem tekið var fyrir  það efni sem kennt hefur verið fram að þessu. Að því búnu var farið yfir prófið og sammælst um rétt svör.

22. nóvember 2007 : Hekluklúbbur styrkir Rauða krossinn

Hópur kvenna sem kalla sig hekluklúbb færði á dögunum Rauða krossinum 50 þúsund krónur sem þær höfðu safnað. Hópurinn kemur saman reglulega til að hekla og prjóna og um leið njóta  félagskapar hver af annari.  Afrakstur handavinnunnar hafa þær síðan selt og nýtt ágóðann til ýmissa góðra verka.

 

21. nóvember 2007 : Jólabasar og jólakort Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar

Jólakortasala Kvenadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins er í fullum gangi. Fyrirtækið Penninn gaf jólakortin og er þetta annað árið í röð sem Penninn styrkir starf deildarinnar með þessum hætti. Allur ágóði af sölu jólakortanna rennur óskiptur til fatlaðra barna á Íslandi.

 

Í hverjum pakka eru 5 kort og kosta þau 500 krónur. Hægt er að nálgast jólakortin í sölubúðum Kvennadeildarinnar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi Fossvogi og við Hrinbraut. Einnig verða kortin seld á Jólabasar Kvennadeildarinnar í Kringlunni, 2. hæð næst Herragarðinum, föstudaginn 23. nóvember. Þar verða til sölu handunnir munir.

20. nóvember 2007 : Sögulegur dagur í Mósambík

Heilsugæslustöð sem Rauði krossinn og Þróunarsamvinnustofnun Íslands reistu í sameiningu í Mósambík var formlega opnuð þann 30. október. Stöðin var afhent heilbrigðisyfirvöldum í Mósambík til rekstrar.

19. nóvember 2007 : Fjárskortur hamlar blóðsöfnun Rauða krossins í Mongólíu

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mongólíu vinna ötullega að blóðsöfnun og gengur hún langbest meðal nemenda í skóla einum í Ulaanbaatar. Greinin er eftir Francis Markus hjá Alþjóða Rauða krossinum í Mongólíu.

19. nóvember 2007 : Fjárskortur hamlar blóðsöfnun Rauða krossins í Mongólíu

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mongólíu vinna ötullega að blóðsöfnun og gengur hún langbest meðal nemenda í skóla einum í Ulaanbaatar. Greinin er eftir Francis Markus hjá Alþjóða Rauða krossinum í Mongólíu.

19. nóvember 2007 : 3 milljónir í neyðaraðstoð til Bangladess

Rauði kross Íslands sendi í dag þriggja milljóna króna framlag til neyðaraðstoðar í Bangladess vegna fellibyljarins Sidr sem gekk yfir landið á fimmtudag. Alþjóða Rauða krossinn kallaði í gær eftir 213 milljónum íslenskra króna til að aðstoða 235.000 manns á hamfarasvæðunum næstu níu mánuðina. 

Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans í Bangladess hafa unnið sleitulaust að neyðaraðstoð frá því að hamfarirnar gengur yfir. Fjöldi látinna er nú talin rúmlega 3.000, en óttast er að enn fleiri hafi farist þar sem aðstoð hefur enn ekki borist á afskekktari svæði.

19. nóvember 2007 : Um 95 þúsund krónur söfnuðust á fatamarkaði MK-nema

Á fatamarkaði sem nemendur í áfanga um sjálfboðið starf í Menntaskólanum í Kópavogi héldu um helgina söfnuðust um 95 þúsund krónur. Fjöldi manns kom á markaðinn og gerði góð kaup á notuðum dömu-, herra- og barnafatnaði ásamt dóti. Allur ágóðinn rennur til styrktar börnum og ungmennum í Mósambík. MK-nemarnir höfðu farið í fataflokkunarstöð Rauða krossins og valið föt á markaðinn. Síðan settu þeir hann upp í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með aðstoð bæði Eldhuganna og Enter-krakkanna.

Fatamarkaðurinn var lokaverkefni nemendanna í áfanganum um sjálfboðið Rauða kross starf. Menntaskólinn í Kópavogi er enn sem komið er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður upp á þess háttar áfanga. Í áfanganum hafa nemendurnir unnið sjálfboðin störf fyrir Kópavogsdeild Rauða krossins, svo sem starf með ungum innflytjendum í Enter, Eldhugunum og aðstoð við langveik börn í Rjóðrinu.

19. nóvember 2007 : Sjálfboðaliðum boðið að sjá LEG

Fjölmargir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða krossins sáu sýninguna LEG um helgina í boði Þjóðleikhússins. Sýningin er eftir Hugleik Dagsson og er söngleikur um ólétta táningsstúlku. Hljómsveitin FLÍS samdi alla tónlistina fyrir verkið og er hún víst einkar litrík og fjölbreytt.

Kópavogsdeild þakkar Þjóðleikhúsinu kærlega fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.

18. nóvember 2007 : Rauði krossinn aðstoðar vegna bruna í Fannarfelli

Neyðarlínan leitaði til Rauða krossins snemma í morgun vegna bruna í íbúð við Fannarfell. Óskað var eftir aðstoð við íbúana sem þurftu að yfirgefa íbúðir sínar en fengu skjól í strætisvagni sem þegar kom á staðinn. Tveir voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

Þrír sjálfboðaliðar úr viðbragðshópi neyðarnefndar höfuðborgarsvæðis fóru þegar á vettvang. Greiðlega gekk að reykhreinsa og fengu íbúarnir fljótlega að fara til íbúða sinna.

Rauði krossinn fylgdi íbúunum eftir og veitti aðstoð og upplýsingar eftir því sem þurfti og nokkrir þáðu sálrænan stuðning. Aðstoðinni verður fylgt eftir eins og þörf er á.

16. nóvember 2007 : Spilar óskalög og leiðbeinir við heimanám

Rauði krossinn hefur upp á fjölmargt að bjóða sjálfboðaliðum. Júlíana Elín Kjartansdóttir sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur hvers vegna hún valdi að leiðbeina nýbúabörnum og Jón Ingi Bergsteinsson kynnti hana fyrir spilagleði á Skjólbraut. Greinarnar birtust í Morgunblaðinu 13.11.2007.

16. nóvember 2007 : Seldi hundasúrur til styrktar Rauða krossinum

Hekla María Arnardóttir er fjögurra ára snót á Akranesi sem lætur ekki sitt eftir liggja í baráttunni fyrir mannúðlegri og betri heimi. Í síðustu viku kom hún í  heimsókn á skrifstofu Rauða krossins á Akranesi, ásamt móður sinni, með fjárupphæð sem hún vildi að notuð yrði til þess að hjálpa börnum sem eiga bágt. En hvernig stendur fjögurra ára hnáta að fjáröflun fyrir mannúðarsamtök?

„Ég seldi hundasúrur á Írskum dögum í sumar. Fyrst tíndi ég fullt af hundasúrum í poka og seldi öllum sem voru í götugrillinu heima hjá mér. Það voru frekar margir sem keyptu hundasúrur, sjáðu ég er með fullan poka af peningum og meira að segja einn rauðan bréfpening!”

Þegar talið er upp úr pokanum kemur í ljós að Hekla María hefur aflað eittþúsund fjögurhundruð áttatíu og fimm króna með sölumennskunni, sem hlýtur að teljast nokkuð góður árangur.

15. nóvember 2007 : Fatamarkaður í dag!

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi halda fatamarkað í dag, föstudag, kl. 15-19 og á morgun, laugardag, kl. 12-16 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins að Hamraborg 11. Seld verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og börn, ásamt alls kyns varningi, á verðinu 300-1500 krónur. Allur ágóði rennur til styrktar börnum og ungmennum í Mósambík.

 

15. nóvember 2007 : Undirbúningur fyrir fatamarkaðinn í fullum gangi

Undirbúningur fyrir fatamarkaðinn sem haldinn verður hjá Kópavogsdeild á morgun og laugardaginn gengur vel. Í gær tóku Enter-krakkarnir vel til hendinni og grófflokkuðu fötin sem komin eru í sjálfboðamiðstöðina. Afrísk tónlist var sett í geislaspilarann og skemmtu krakkarnir sér vel við að flokka og kannski ekki síst við að máta föt og skó. Í dag taka svo Eldhugarnir við undirbúningnum ásamt nemendum MK í áfanga um sjálfboðið starf en þeir síðarnefndu sjá um markaðinn.

15. nóvember 2007 : Námskeið um lagaumhverfi innflytjenda á Akranesi

Námskeið um lagaumhverfi innflytjenda var haldið í Rauða kross húsinu á Akranesi á fimmtudaginn . Um samstarfsverkefni Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi , Akranesdeildarinnar og Aþjóðahúss var að ræða.

Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur í Alþjóðahúsi, var fyrirlesari á námskeiðinu og spunnust líflegar umræður um umfjöllunarefni þess, enda höfðu þátttakendur allir mikla reynslu af vinnu með innflytjendum.

Á Akranesi er um þessar mundir unnið að viðamikilli aðgerðaráætlun í málefnum innflytjenda í samvinnu Rauða krossins og sveitarfélagsins og búist við því að hún liggi fyrir í byrjun næsta árs.

15. nóvember 2007 : Heimsókn frá Lundarskóla

Strákarnir í 6. K í Lundarskóla heimsóttu Akureyrardeild Rauða krossins og kynntu sér starf Rauða krossins. Þeir fengu einnig fræðslu um skyndihjálp og æfingu í að veita endurlífgun.

Strákarnir voru ófeimnir við að spyrja og sumir voru ágætlega að sér um sögu og tilgang Rauða krossins. Nokkrar umræður sköpuðust um það hvernig mætti forðast slys með því t.d. að nota hlífðarbúnað við íþrótta- og tómstundaiðkun. Að lokum var boðið upp á pítsu og endað með því að skella sér í nokkra leiki

15. nóvember 2007 : Héldu kökulottó til styrktar Rauða krossinum

Þær vinkonur Birna og Sólveig gengu í hús í hverfinu sínu og söfnuðu dóti til að hafa á tombólu sem þær ætluðu að halda til styrktar Rauða krossinum. Tombóluna héldu þær síðan í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi og gekk hún bara ágætlega. Þær stöllur vildu þó endilega gera eitthvað meira og af því að þær hafa báðar gaman af því að baka þá datt þeim í hug að halda kökulottó.

 

 

15. nóvember 2007 : Að ganga í óstraujaðri flík er ósómi í Gambíu

María Guðrún Gunnlaugsdóttir sjálfboðaliði URKÍ-R fór til Gambíu og starfaði með vinadeild Reykjavíkurdeildar í Banjul. Fréttablaðið tók viðtal við Maríu sem birtist þann 17. október síðastliðinn.

15. nóvember 2007 : Að ganga í óstraujaðri flík er ósómi í Gambíu

María Guðrún Gunnlaugsdóttir sjálfboðaliði URKÍ-R fór til Gambíu og starfaði með vinadeild Reykjavíkurdeildar í Banjul. Fréttablaðið tók viðtal við Maríu sem birtist þann 17. október síðastliðinn.

14. nóvember 2007 : Fatamarkaður MK-nema til styrktar börnum og ungmennum í Mósambík

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi halda fatamarkað föstudaginn 16. nóvember kl. 15-19 og laugardaginn 17. nóvember kl. 12-16 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins að Hamraborg 11. Seld verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og börn, ásamt alls kyns varningi, á verðinu 300-1500 krónur. Allur ágóði rennur til styrktar börnum og ungmennum í Mósambík.

Fatamarkaðurinn er lokaverkefni nemendanna í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf (SKA 112). Þetta er fjórða önnin í röð sem nemendur í MK geta valið áfangann en MK er fyrsti og enn sem komið er eini framhaldsskólinn sem kennir slíkan áfanga á landinu.

14. nóvember 2007 : Konur í Sunnuhlíð gáfu teppi í Föt sem framlag

Konur á dvalarheimilinu Sunnuhlíð afhentu nýlega Kópavogsdeild Rauða krossins 58 ungbarnateppi. Teppin eru kærkomin gjöf og renna í verkefni deildarinnar sem kallast Föt sem framlag. Þau eru send erlendis, einkum til Afríku, þar sem börn í neyð njóta góðs af þeim. Við þökkum konunum í Sunnuhlíð kærlega fyrir þessa hlýju gjafir.  

14. nóvember 2007 : Fatamarkaður MK-nema til styrktar börnum og ungmennum í Mósambík

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi halda fatamarkað föstudaginn 16. nóvember kl. 15-19 og laugardaginn 17. nóvember kl. 12-16 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins að Hamraborg 11. Seld verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og börn, ásamt alls kyns varningi, á verðinu 300-1500 krónur. Allur ágóði rennur til styrktar börnum og ungmennum í Mósambík.

13. nóvember 2007 : Heimsókn frá Lundarskóla

Strákarnir úr 6. K í Lundarskóla komu í gær í heimsókn til að kynna sér  starf Rauða krossins. Þeir fengu einnig fræðslu um skyndihjálp og  æfingu í því að veita endurlífgun.  Strákarnir voru ófeimnir við að spyrja og sumir voru ágætlega að sér um sögur og tilgang Rauða krossins. Nokkrar umræður sköpuðust  um það hvernig mætti forðast slys með því t.d. að nota hlífðabúnað við íþrótta- og tómstundaiðkun.  Að lokum var boðið upp á pissu og endað með því að skella sér í nokkra leiki.

13. nóvember 2007 : Björn Sölvi efstur á Guðbjargar/Þórdísarmótinu

Þar sem Guðbjörg Sveinsdóttir lét nýlega af störfum sem forstöðumaður Vinjar, athvarfs Rauða krossins, og Þórdís Rúnarsdóttir tók við, hélt skákfélag Vinjar mót þeim til heiðurs.

Sjö þátttakendur voru tilbúnir í slaginn en þær stöllur, núverandi og fyrrum stjórar, fylgdust með. Segjast ekki tilbúnar í keppni.

Þórdís lék fyrsta leikinn í skák þeirra Björns Sölva Sigurjónssonar og Árna Jóhannssonar og svo tefldu allir við alla. Umhugsunartími var sjö mínútur á mann og var mótið afar spennandi þrátt fyrir nokkrar frumlegar skákir

12. nóvember 2007 : 30 ára afmæli Búðardalsdeildar

Deild Rauða krossins í Búðardal var stofnuð 13. september 1977. Aðalforgöngumaður að stofnun deildarinnar var Kristján Jóhannsson.

9. nóvember 2007 : Styrkjum geðheilsu barna!

Rauði krossinn ásamt sjö öðrum félagasamtökum tekur þátt í átaki Sparisjóðsins til stuðnings börnum og unglingum með geðraskanir.

9. nóvember 2007 : Eldhugar fræðast um alnæmi

Í gær fengu Eldhugarnir fræðslu um alnæmi og alnæmisvandann í heiminum ásamt ungmennum í Rauða kross starfi í Reykjavík sem komu í heimsókn. Tilefnið var undirbúningur fyrir alnæmisdaginn sem er haldinn árlega 1. desember til að vekja athygli á þessari alheimfarsótt. Í ár ætlar Rauði krossinn að vekja athygli á vandanum með ýmsum uppákomum í Smáralind 1. desember og munu Eldhugarnir ásamt öðrum ungmennum í Rauða kross starfi taka þátt í því.

8. nóvember 2007 : Fjölsótt þjóðahátíð á Akranesi

Vel heppnuð þjóðahátíð var haldin á Akranesi á sunnudaginn undir yfirskriftinni Akranes; fjölþjóðlegur bær.

7. nóvember 2007 : Sýnt og sagt frá í Enter

Í dag hjá Enter-krökkunum var sýnt og sagt frá. Krakkarnir voru beðnir um að koma með einhvern hlut að heiman, til dæmis uppáhaldsdót eða eitthvað frá sínu heimalandi, til að sýna hinum og segja þeim frá hlutnum. Komu þeir með alls konar hluti eins og fótbolta, húfu og úr. Sjálfboðaliðarnir komu einnig með hluti og sögðu frá þeim. Þar á meðal var tromma frá Indlandi, svissneski fáninn og steinn frá eldfjalli á Ítalíu. Síðan fóru krakkarnir líka í ýmsa leiki.

7. nóvember 2007 : Starfsdagur athvarfa Rauða krossins

Sameiginlegir vinnudagar starfsfólks athvarfa Rauða krossins voru haldnir á landsskrifstofunni að Efstaleiti 9. Reykjavík  1. og 2. nóvember síðastliðinn.  Alls voru 33 þátttakendur. Á dagskránni voru fyrirlestrar, umræður og hópastarf. 

Kynnt var starfsemi athvarfanna um allt land og greint frá nýjungum sem í gangi eru á hverjum stað en auk þess fjallað um helstu markmið með rekstri athvarfanna og hugmyndafræðinni sem þau byggja á.

6. nóvember 2007 : Rauði krossinn í Mexíkó aðstoðar þúsundir fórnarlamba flóðanna í landinu

Tabasco-fylki er enn lamað eftir verstu flóð í sögu þess. Yfirvöld áætla að 90% af fylkinu og yfir milljón manns hafi orðið fyrir barðinu á flóðunum. Flóðin hafa eyðilagt uppskeru og lifibrauð fólks.

Um sex þúsund sjálfboðaliðar Rauði krossins í Mexíkó taka nú á móti framlögum til hjálparstarfsins á söfnunarstöðum um allt land.  Í Tabasco-fylki taka sjálfboðaliðar þátt í björgun fólks sem er innlyksa vegna flóðanna, veita læknishjálp, sinna sjúkraflutningum og aðstoða fólk í neyðarskýlum. Um 56 þúsund fjölskyldur hafa fengið matarpakka sem duga á fyrir fimm manna fjölskyldur í eina viku auk vatns og klæðnaðar.

6. nóvember 2007 : Upprifjun og veklegar æfingar

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman nú um helgina í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig sú þjálfun sem þau hafa fengið skilaði sér.

 

 

6. nóvember 2007 : Heimsóknavinahundar í broddi fylkingar í Laugavegsgöngu

Laugardaginn 3. nóvember stóð Hundaræktarfélag Íslands fyrir árlegri göngu með hunda niður Laugaveginn. Fjölmennt var í göngunni og ýmsar tegundir hunda skörtuðu sínu fegursta. Hundar og eigendur þeirra sem starfa sem sjálfboðaliðar í heimsóknaþjónustu fyrir Rauða kross Íslands voru fremstir í flokki og fóru fyrir göngunni.

6. nóvember 2007 : Upprifjun og verklegar æfingar

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman nú um helgina í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig sú þjálfun sem þau hafa fengið skilaði sér.

6. nóvember 2007 : Upprifjun og verklegar æfingar

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman nú um helgina í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig sú þjálfun sem þau hafa fengið skilaði sér.

5. nóvember 2007 : Heimsóknarvinahundar fremstir í flokki í hundagöngunni

Laugardaginn 3. nóvember stóð Hundaræktarfélag Íslands fyrir árlegri göngu með hunda niður Laugaveginn. Fjölmennt var í göngunni og ýmsar tegundir hunda skörtuðu sínu fegursta.

Hundar og eigendur þeirra sem starfa sem sjálfboðaliðar í heimsóknarþjónustu fyrir Rauða kross Íslands voru fremstir í flokki og fóru fyrir göngunni.

3. nóvember 2007 : Gríðarleg flóð í Mexíkó

Tabasco-fylki í Mexíkó er lamað eftir úrhellisrigningar. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda er 80% af fylkinu undir vatni. Rauði krossinn í Mexíkó hefur kallað út 2.500 sjálfboðliða sem veita fyrstu hjálp, taka þátt í leit og björgun, dreifa nauðsynjum og meta þörfina á áframhaldandi hjálparstarfi.

Forgangsverkefni Rauða krossins eru að útvega mat, hreint vatn, veita húsaskjól og hreinlætisaðgerðir.

2. nóvember 2007 : Eldhugar í sjónvarpsþáttagerð

Eldhugarnir hittust í gær eins og venjan er á fimmtudögum og var verkefni dagsins að hefjast handa við að búa til sjónvarpsþátt í anda Kastljóssins. Eldhugarnir fóru í heimsókn í Sjónvarpshúsið um daginn og fengu kynningu á því sem fer fram þar varðandi fréttir og þáttagerð. Í gær var svo komið að þeim að skapa viðfangsefni og persónur, þáttastjórnendur og viðmælendur, ásamt skemmtiatriði. Leiklistarnemi kom og var Eldhugum innan handar og er ekki annað hægt að segja en að afraksturinn hafi verið stórgóður og skemmtilegur.

1. nóvember 2007 : Tsjad: sameiginleg fréttatilkynning frá Alþjóða Rauða krossinum, Flóttamannastofnun og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR og UNICEF) vegna barnanna 103 frá Abéché

Abéché, 1. nóvember 2007 – Alþjóða Rauði krossinn (ICRC), Flóttamannastofnun og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR og UNICEF) hafa sameiginlega annast börnin 103 sem tekin voru úr umsjá starfsmanna frönsku samtakanna Örk Zoéar á flugvellinum í Abéché þann 25. október síðastliðinn.  Starfsmenn frönsku samtakanna voru handteknir í kjölfarið.

Börnin eru nú vistuð í munaðarleysingjahæli í borginni Abéché.  Alþjóða Rauði krossinn, Flóttamannastofnun og UNICEF hafa farið þess á leit við yfirvöld í Tsjad að þau sjái börnunum fyrir húsnæði, fæði, og brýnustu nauðsynjum auk heilbrigðisþjónustu með stuðningi Rauða krossins í Tsjad.

Starfsmenn Alþjóða Rauða krossins, Flóttamannastofnunar og UNICEF hafa undanfarna daga rætt við börnin til að komast að persónulegum högum þeirra og hvaðan þau eru upprunninn. 

1. nóvember 2007 : Skemmtilegt prjónakaffi

Prjónakaffi var haldið í sjálfboðmiðstöð Kópavogsdeildar í gær og mættu 24 hressar prjónakonur. Komu þær með afrakstur síðasta mánaðar og drógu upp úr pokum dýrindis teppi, húfur, sokka og peysur sem þær höfðu prjónað. Tóku þær svo upp prjónana, fengu sér kaffi og ræddu saman um hin ýmsu mál.