Jólakaffi sjálfboðaliða Hveragerðisdeildar
Í vikunni fyrir jól var sjálfboðaliðum Hveragerðisdeildar boðið til kaffisamsætis í húsnæði deildarinnar að Austurmörk 7 í Hveragerði. Mikil hátíðarstemming ríkti, enda búið að skreyta húsið og leggja fallega á jólaborð fyrir gestina. Sjálfboðaliðar á öllum aldri áttu skemmtilega stund saman.
Um leið og Eyrún Sigurðardóttir varaformaður deildarinnar bauð gesti velkomna þakkaði hún þeim fyrir þeirra frábæra og óeigingjarna starf sem unnið er í nafni Rauða krossins. Síðan var lesið skemmtilegt ljóð um Blómabæinn Hveragerði og lesin stutt saga.
Leikskólinn Norðurberg styrkir börn í Malavi
Malavi er í suðurhluta Afríku og er meðal fátækustu landa í heimi. Mörg börn eiga enga foreldra og í bænum Nkalo eru rúmlega 4.000 börn sem Rauði kross Íslands hjálpar á ýmsan hátt svo þau geti haldið áfram í skóla. Byggð hafa verið þrjú athvörf og verða peningarnir notaðir til að kaupa borð og stóla, leikföng og skóladót.
Jólakaffi sjálfboðaliða Hveragerðisdeildar
Í vikunni fyrir jól var sjálfboðaliðum Hveragerðisdeildar boðið til kaffisamsætis í húsnæði deildarinnar að Austurmörk 7 í Hveragerði. Mikil hátíðarstemming ríkti, enda búið að skreyta húsið og leggja fallega á jólaborð fyrir gestina. Sjálfboðaliðar á öllum aldri áttu skemmtilega stund saman.
Um leið og Eyrún Sigurðardóttir varaformaður deildarinnar bauð gesti velkomna þakkaði hún þeim fyrir þeirra frábæra og óeigingjarna starf sem unnið er í nafni Rauða krossins. Síðan var lesið skemmtilegt ljóð um Blómabæinn Hveragerði og lesin stutt saga.
Þrjú ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf
Samkvæmt þriggja ára skýrslu Alþjóða Rauða krossins, þar sem teknar eru saman aðgerðir meira en þrjátíu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, hafa hjálpargögn og aðstoð við uppbyggingu náð til 3.873.000 manns í tíu löndum.
Aðstoð Rauða kross Íslands, sem fer að langmestu leyti í gegnum Alþjóða Rauða krossinn, heldur áfram í samstarfi við Rauða kross félögin á svæðinu. Heildarframlög Rauða kross Íslands til verkefna vegna flóðbylgjunnar námu samtals rúmlega 150 milljónum íslenskra króna.
Alþjóða Rauði krossinn gerir ráð fyrir að klára endurreisn að mestu í lok árs 2009. Hægt er að hlaða niður þriggja ára skýrslu Alþjóða Rauða krossins á slóðinni www.ifrc.org/tsunami
Handavinnuhópur Hveragerðisdeildar
Hjá Hveragerðisdeild tók á haustdögum til starfa prjóna- og saumahópur í húsnæði deildarinnar. Hópurinn hittist einu sinni í viku, á fimmtudögum, klukkan 13:00 – 16:00. Strax í fyrstu viku komu nokkrar konur saman til að sauma og prjóna til góðra verka og um leið og þetta spurðist út fjölgaði í hópnum.
Verkefnin eru tvíþætt. Annars vegar eru framleiddar prjónavörur sem seldar eru til styrktar hjálparstarfi. Hinsvegar eru útbúnir fatapakkar fyrir ungabörn 0-1 árs samkvæmt fyrirfram ákveðinni uppskrift verkefnisins „Föt sem framlag”. Ungbarnapakkarnir verða sendir til vinadeildar Rauða krossins í Lower River í Gambíu, þar sem þeim verður dreift í samstarfi við heilsugæsluna til ungra fátækra mæðra.
Styrkur til vinadeildarsamstarfs í Gambíu
Bæjaryfirvöld á Akranesi veittu Rauða krossinum styrk að upphæð hundrað og fimmtíu þúsund krónur til verkefna í Gambíu. Styrkurinn er þannig til kominn að í stað þess að senda út jólakort til viðskiptavina Akraneskaupstaðar var ákveðið að veita þeim fjármunum sem til þess hefði verið kostað í verðugt mannúðarverkefni.
Deildir á Vesturlandi hafa um árabil átt í vinadeildarsamstarfi við Rauða kross deildina í Western Region í Gambíu. Íslensku deildirnar styðja systurdeild sína á ýmsan hátt, m.a. með þjálfun sjálfboðaliða sem veita fólki á svæðinu fjölbreytta aðstoð. Um fimm þúsund flóttamenn frá Senegal hafa flúið til vesturhluta Gambíu og njóta þeir liðsinnis sjálfboðaliða Rauða krossins. Einnig er áhersla lögð á að aðstoða þá sem missa hús sín í bruna eða flóðum sem eru tíð í Gambíu.
Styrkur til vinadeildarsamstarfs í Gambíu
Bæjaryfirvöld á Akranesi veittu Rauða krossinum styrk að upphæð hundrað og fimmtíu þúsund krónur til verkefna í Gambíu. Styrkurinn er þannig til kominn að í stað þess að senda út jólakort til viðskiptavina Akraneskaupstaðar var ákveðið að veita þeim fjármunum sem til þess hefði verið kostað í verðugt mannúðarverkefni.
Deildir á Vesturlandi hafa um árabil átt í vinadeildarsamstarfi við Rauða kross deildina í Western Region í Gambíu. Íslensku deildirnar styðja systurdeild sína á ýmsan hátt, m.a. með þjálfun sjálfboðaliða sem veita fólki á svæðinu fjölbreytta aðstoð. Um fimm þúsund flóttamenn frá Senegal hafa flúið til vesturhluta Gambíu og njóta þeir liðsinnis sjálfboðaliða Rauða krossins. Einnig er áhersla lögð á að aðstoða þá sem missa hús sín í bruna eða flóðum sem eru tíð í Gambíu.
Jólaljóð Eldhuga
Krakkarnir í Eldhugum sömdu ljóð á dögunum eins og fram hefur komið á þessari síðu og hér fyrir neðan kemur annað sköpunarverk Eldhuga í tilefni þess að jólin eru á næsta leyti.
Jólin eru bæði fyrir svarta og hvíta
Og þá á enginn að vera að kýta
Þá ríkir ást og friður
Eins og jólanna er siður
Hvíti jólasnjórinn fellur til jarðar
Alla leið frá Kópavogi til Ísafjarðar
Stjarna skær á himni skín
Og allir fara í jólafötin sín
Öllum líður vel
Og dagana til jóla ég tel
Þá borða allir saman
Og hafa mjög gaman
-Eydís Eldhugi
Gunnar Freyr hneppti gullið í Vin
Tefldar voru fimm umferðir og var umhugsunartími sjö mínútur. Talsverð spenna lá í loftinu enda mönnum meinilla við að tapa, eins og gengur. Að loknum þremur umferðum var gerð kaffipása, enda bornar í keppnisfólkið smákökur og jólailmurinn sveif um í stofunni.
Fyrir mót var ákveðið að verðlaunapeninga fengju þeir sem voru með undir 2000 elo stigum, þar sem von var á nokkrum fræknum kempum sem eiga fullt af medalíum. Flestir forfölluðust vegna mikillar vinnu eða hinnar alræmdu desemberflensu. Stórmeistarinn Henrik Danielsen, sem er einn þeirra sem hafa verið með æfingar í Vin undanfarin ár, keppti því sem heiðursgestur og hafði hann að lokum sigur í öllum sínum skákum en fékk þó veglega mótspyrnu.
Handavinnuhópur Hveragerðisdeildar
Hjá Hveragerðisdeild tók á haustdögum til starfa prjóna- og saumahópur í húsnæði deildarinnar. Hópurinn hittist einu sinni í viku, á fimmtudögum, klukkan 13:00 – 16:00. Strax í fyrstu viku komu nokkrar konur saman til að sauma og prjóna til góðra verka og um leið og þetta spurðist út fjölgaði í hópnum.
Verkefnin eru tvíþætt. Annars vegar eru framleiddar prjónavörur sem seldar eru til styrktar hjálparstarfi. Hinsvegar eru útbúnir fatapakkar fyrir ungabörn 0-1 árs samkvæmt fyrirfram ákveðinni uppskrift verkefnisins „Föt sem framlag”. Ungbarnapakkarnir verða sendir til vinadeildar Rauða krossins í Lower River í Gambíu, þar sem þeim verður dreift í samstarfi við heilsugæsluna til ungra fátækra mæðra.
Rauði krossinn bregst við loftslagsbreytingum
Á Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins í lok nóvember sem sótt var af 192 ríkisstjórnum og 186 landfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans var skorað á þátttakendur í loftslagsþinginu í Balí um að auka aðstoð við fátækar þjóðir sem þurfa að takast á við æ fleiri náttúruhamfarir sem afleiðingar loftslagsbreytinga.
Forstöðumannaskipti í Dvöl
Í lok síðasta mánaðar kvaddi Björk Guðmundsdóttir gesti og starfsfólk Dvalar en Björk hefur gengt stöðu forstöðumanns frá því í byrjun febrúar 2005. Í hennar stað hefur verið ráðin Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir.
Starfsemi Dvalar hefur dafnað vel frá opnun og aðsóknin verið góð og hefur Björk átt stóran hlut í velgengni athvarfsins. Gestir eru sammála um að notalegt andrúmsloft og vistlegt umhverfi einkenni athvarfið. Þeir einstaklingar sem sækja athvarfið koma flestir til að rjúfa einangrun og fá stuðning en þetta er mjög breiður hópur á aldrinum 20 til 70 ára. Bæði konur og karlar sækja athvarfið. Athvarfið er opið alla virka daga kl. 9-16 nema á fimmtudögum en þá er opið kl. 10-16 og kl. 13-16 á laugardögum.
Styrkur til vinadeildarsamstarfs í Gambíu
Deildir á Vesturlandi hafa um árabil átt í vinadeildarsamstarfi við Rauða kross deildina í Western Region í Gambíu. Íslensku deildirnar styðja systurdeild sína á ýmsan hátt, m.a. með þjálfun sjálfboðaliða sem veita fólki á svæðinu fjölbreytta aðstoð. Um fimm þúsund flóttamenn frá Senegal hafa flúið til vesturhluta Gambíu og njóta þeir liðsinnis sjálfboðaliða Rauða krossins.. Einnig er áhersla lögð á að aðstoða þá sem missa hús sín í bruna eða flóðum sem eru tíð í Gambíu.
Árleg neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins aldrei verið hærri
„Vopnuð átök eiga sér stað um allan heim og það er mikilvægara en nokkru sinni að Alþjóðaráð Rauða krossins bregðist við þeim mannúðarvanda sem af því hlýst. Stundum skapast alvarlegt neyðarástand mjög skyndilega og þá þarf að taka á því tafarlaust. Víða ríkir einnig langvarandi mannúðarvandi af völdum ófriðar og þar er þörf fyrir hjálparstarf til lengri tíma,“ sagði Jakob Kellenberger formaður Alþjóðaráðsins þegar árleg neyðarbeiðni félagsins var birt styrktaraðilum í Genf. „Hlutleysi og sjálfstæði Alþjóða Rauða krossins gerir okkur mögulegt að ná til þeirra sem þurfa á vernd og hjálp að halda á átakasvæðum.“
Rauði krossinn fordæmir morð á sjálfboðaliða í Sri Lanka
Landsfélög Rauði krossins og Rauði hálfmánans um allan heim fordæma morðið á sjálfboðaliða Rauða krossins í Sri Lanka þann 14. desember síðastliðinn. Sooriyakanthy Thavarajah var sjálfboðaliði í deild Rauða krossins í Jaffna í norðurhluta landsins. Hann var numinn á brott af heimili sínu á föstudaginn var. Lík hans fannst í gær, sunnudag. Ekki er vitað hverjir voru að verki.
Thavarajah hafði unnið fyrir Rauða krossinn í Sri Lanka í fjöldamörg ár. Árið 2005 hlaut hann sjálfboðaliðaviðurkenningu landsfélags síns fyrir óeigingjörn störf í þágu fórnarlamba flóðbylgjunnar miklu
Nýr kafli í fræðsluefninu Ef bara ég hefði vitað
Rauði krossinn hefur bætt nýjum kafla við vef-fræðsluefnið „Ef bara ég hefði vitað”. Kaflinn heitir Ungar mæður og tekur á ýmsum málum sem varða kynlíf unglinga.
Á unglingsárunum verða margar líkamlegar, félagslegar og andlegar breytingar. Unglingurinn byrjar til dæmis að þroskast sem kynvera og kynferðislegar langanir vakna. Margir unglingar eru óöruggir þegar kemur að kynlífi, t.d. hvernig þeir eiga að fara að því að koma í veg fyrir þungun og smit af völdum kynsjúkdóma. Oft er það svo að unglingum finnst að ekkert geti komið fyrir þá.
„Ef bara ég hefði vitað” er fræðsluefni sem fjallar um hvernig maður getur hjálpað sjálfum sér, og öðrum, þegar maður upplifir alvarlega atburði. Með alvarlegum atburðum er átt við t.d. skilnað, dauðsfall, umferðarslys, alvarlega ólæknandi sjúkdóma, þunglyndi, ástarsorg og einelti.
Jólagjafir
Á sunnudaginn var seinni móttökudagur vegna jólagjafasöfnunar í þágu bágstaddra barna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.
Þetta er í annað sinn sem Rauði krossinn á Akranesi efnir til söfnunar af þessu tagi, en verkefnið er unnið í samvinnu við félagsþjónustu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Á síðasta ári fengu 84 börn á Vesturlandi jólagjafir og töluvert magn sem afgangs varð eftir úthlutun á vegum Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstarfs kirkjunnar í Reykjavík.
Mikill fjölda gjafa hefur safnast undir tréð í Rauða kross húsinu enda stefnan tekin á að ekkert barn verði útundan um jólin í okkar samfélagi.
Jólagjafir
Á sunnudaginn var seinni móttökudagur vegna jólagjafasöfnunar í þágu bágstaddra barna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.
Þetta er í annað sinn sem Rauði krossinn á Akranesi efnir til söfnunar af þessu tagi, en verkefnið er unnið í samvinnu við félagsþjónustu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Á síðasta ári fengu 84 börn á Vesturlandi jólagjafir og töluvert magn sem afgangs varð eftir úthlutun á vegum Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstarfs kirkjunnar í Reykjavík.
Mikill fjölda gjafa hefur safnast undir tréð í Rauða kross húsinu enda stefnan tekin á að ekkert barn verði útundan um jólin í okkar samfélagi.
Þjáningar almennings í Palestínu vaxa með degi hverjum
„Aðgerðir Ísraelsmanna hafa gríðarleg áhrif á lífskjör Palestínumanna. Almenningur hefur ekki nóg til að geta lifað af því sómasamlega," sagði Béatrice Mégevand Roggo sem hefur yfirumsjón með aðgerðum Alþjóða Rauða krossins í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. „Þjáningar almennings fara stöðugt vaxandi vegna átaka milli Ísraelshers og stríðandi fylkinga Palestínumanna. Innbyrðis ófriður meðal Palestínumanna gera ástandið enn verra. Það er fyrst og fremst almenningur í Palestínu sem þjáist af þessum sökum."
Hátíðarstund í Vin
Á miðvikudögum er opið fram á kvöld í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir. Þá er eitthvað skemmtilegt í gangi og nú fyrir jól, sem og reyndar fyrri jól, er rithöfundum boðið að lesa upp úr nýjum bókum sínum og í léttan mat á eftir.
Meðal þeirra sem þegið hafa boðið eru þau Vigdís Grímsdóttir og Valur Gunnarsson. Stofan var full af fólki þar sem jólatréð glitraði og kertaljós lýstu upp í rökkrinu þannig að samkoman var virkilega hátíðleg.
Vigdís reið á vaðið með lestri úr bók sinni „Bíbí" og fórst það vel. Byrjaði með léttum hugleiðingum og sannaði hve mikil sögumanneskja hún er. Valur, sem starfað hefur sem blaðamaður undanfarin ár og var nú að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu, „konung norðursins" kynnti fyrir hlustendum heim lappanna í Finnlandi, en í sögu hans fléttast fornir heimar saman við þá nýju. Já, nútíminn mætir goðsögnum og galdri í ævintýrinu hans Ilkka Hampurilainen.
Fatamarkaður á Egilsstöðum
Rauða kross deildir á Austurlandi stóðu fyrir fatamarkaði á Egilsstöðum dagana 8. og 9. desember.
Ágóðinn af sölunni rennur til styrktar fólki sem smitað er af alnæmi í Suður-Afríku en Rauði krossinn á Austurlandi er í vinadeildarsamstarfi við deild í Western-Cape í Suður-Afríku. Fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í fatamarkaðnum og gekk salan vel.
Alþjóðadagur sjáflboðaliða
Vinadeildarhópur reið á vaðið kvöldið áður, en í hádeginu komu sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum. Um kvöldið var síðan samvera heimsóknarvina og að lokum hittist stjórnarfólk og starfsfólk á fimmtudeginum.
Litlu jólin hjá Enter-krökkunum
Í gær var síðasti tíminn hjá Enter-krökkunum í sjálfboðamiðstöðinni fyrir jól. Það voru hin svokölluðu “litlu jól” hjá krökkunum og fengu þau jólasmákökur og hlustuðu á jólatónlist í tilefni dagsins. Föndruðu þau líka ýmislegt, klipptu út stjörnur og hjörtu ásamt því að teikna. Þau fengu einnig hundinn Leó í heimsókn en Leó vekur gjarnan mikla lukku hjá krökkunum þegar hann heimsækir þá. Hann mætti með jólatrefil og fengu krakkarnir að klappa honum og knúsa.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða Mæðrastyrksnefnd
Reiknað er með að um 80 fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum leiti til Mæðrastyrksnefndar á Akranesi í ár. Í gær höfðu borist ríflega fimmtíu umsóknir, en reynslan sýnir að margir leggja ekki inn umsókn heldur mæta óboðaðir á úthlutunardaginn
Mismunun í neyðarstarfi
Sérstakt þema er tekið fyrir ár hvert, og í þetta sinn er tekin fyrir mismunun í neyðarstarfi. Þar er litið til þess hvaða hópar verða helst útundan í slíku starfi og hvers vegna, hvaða áhrif slík mismunun hefur og hvernig fórnarlömbin verða því berskjaldaðri fyrir afleiðingum hamfara
Rauði hálfmáninn í Alsír hjálpar fórnarlömbum sprengjuárásarinnar
Á annað hundrað sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans frá nærliggjandi stöðum fóru á vettvang og hjálpuðu við leitar- og björgunaraðgerðir. Settar voru upp neyðarstöðvar þar sem veitt er skyndihjálp. Sjálfboðaliðar eru einnig til staðar á vettvangi og á sjúkrahúsum þar sem þeir sinna sálrænum stuðningi og flutningi á slösuðum með sjúkrabílum Rauða hálfmánans.
Með kærleikskveðju
Þetta var ákaflega notaleg samverustund, boðið var upp á kaffi og piparkökur, jólalögin ómuðu og allir lögðu sig fram við að búa til falleg kort sem gleðja.
Tombólustelpur
Jólamót Hróksins haldið í hátíðarsal Kleppsspítala
Hrókurinn og Skákfélag Vinjar héldu jólamót á Kleppsspítala á mánudaginn. Ákveðið var að stöðva sigurgöngu deildar 12 sem hefur hneppt bikarinn undanfarin ár og skyldi öllu til tjaldað. Tvær deildir, 32C og 36, sendu harðsnúnar sveitir á vettvang en auk þeirra tóku þátt skáksveitir Vinjar, athvarfs Rauða krossins og Bergiðjunnar. Þrír voru í liði og að hámarki einn starfsmaður innanborðs. Róbert Lagerman var skákstjóri og á hann reyndi því svo mikill hiti var í mönnum á tímabili.
Björn Þorlákur Björnsson, fjármálastjóri hins nýstofnaðs bókaforlags Skugga lék fyrsta leikinn í skák þeirra Björns Agnarssonar og Erlings Þorsteinssonar. Þrjú efstu liðin fengu einmitt glænýjar bækur frá útgáfunni í verðlaun.
Jólamót Hróksins haldið í hátíðarsal Kleppsspítala
Hrókurinn og Skákfélag Vinjar héldu jólamót á Kleppsspítala á mánudaginn. Ákveðið var að stöðva sigurgöngu deildar 12 sem hefur hneppt bikarinn undanfarin ár og skyldi öllu til tjaldað. Tvær deildir, 32C og 36, sendu harðsnúnar sveitir á vettvang en auk þeirra tóku þátt skáksveitir Vinjar, athvarfs Rauða krossins og Bergiðjunnar. Þrír voru í liði og að hámarki einn starfsmaður innanborðs. Róbert Lagerman var skákstjóri og á hann reyndi því svo mikill hiti var í mönnum á tímabili.
Björn Þorlákur Björnsson, fjármálastjóri hins nýstofnaðs bókaforlags Skugga lék fyrsta leikinn í skák þeirra Björns Agnarssonar og Erlings Þorsteinssonar. Þrjú efstu liðin fengu einmitt glænýjar bækur frá útgáfunni í verðlaun.
Jólakaffi heimsóknavina
Þá gerði verkefnastjóri deildarinnar, Anna Lára Steindal, grein fyrir þeim fjölmörgu verkefnum sem hæst bera i í desember
Jólin, jólin
6. bekkur í Grundaskóla kom með fallegar stjörnur sem þau föndruðu að pólskum sið, en það var nemandi af pólskum uppruna í skólanum sem kenndi þeim réttu tökin. Þetta var einmitt það sem vantaði til þess að setja á toppinn á jólatrénu. Þau komu líka með myndir og kramarhús og fleira fallegt.
Elsta deild í Skátaseli kom líka færandi hendi með fallegt gluggaskraut, jólasveina úr tré og kertastjaka svo eitthvað sé nefnt.
Eldhugar í ljóðagerð
Eldhugarnir hittust í síðasta skipti fyrir jól á fimmtudaginn í síðustu viku og fóru á kaffihús. Fengu þeir kakó og köku og röbbuðu heilmikið saman og kynntust betur. Þeir sömdu einnig nokkur jólaljóð eins og það sem birtist hér fyrir neðan.
Á jólunum er allt skreytt
En skrautið það verður breytt
Á jólunum ríkir ást og friður
Jólatréð er gamall siður
Snjókornin falla út um allt
Gleðin ríkir þúsundfalt
Jesúbarnið fæddist hér
Og því skemmta allir sér
-Konný Eldhugi
Námskeið fyrir flóttamannafjölskyldur
Það getur verið flókið að koma sér fyrir í framandi menningarumhverfi og oft fylgir því mikið tilfinningalegt álag. Að flytja til annars lands er erfið reynsla sem getur valdið kvíða og álagi og jafnvel verið áfall fyrir viðkomandi. Markmiðið með námskeiðunum var að auðvelda fólkinu aðlögun að íslensku samfélagi.
Batíkmyndir til styrktar börnum í Mósambík
Vinnuhópur sem heldur utan um vinadeildasamstarfið kom saman í síðustu viku til að skipuleggja næstu skref. Á fundinum voru lögð fram fyrstu drög að þeirri vinnu. Samþykkt var að setja þá peninga sem safnast vegna sölu á batíkmyndunum til menntunarverkefnis barna á barnaheimilinu Boa Esperansa. Lögð verður fram föst fjárhæð á ári, næstu þrjú árin, til að styðja ákveðin fjölda barna til að sækja sér iðnmenntun sem gerir þeim kleift að sjá sér og sínum farborða í framtíðinni.
Heimsóknavinir á hjúkrunarheimilinu Fellsenda
Sjálfboðaliðarnir sóttu námskeið fyrir heimsóknavini sem heimsækja geðfatlaða. Hafa þeir mikla ánægju af heimsóknunum ekki síður en þeir sem heimsóttir eru og starfsfólk heimilisins.
Mikið hefur verið rætt og hlegið, tekið í spil og listaverk heimilismanna skoðuð. Þegar eru komnar hugmyndir um að fjölga sjálfboðaliðum í þetta verkefni sem og að fjölga stöðum sem yrðu heimsóttir.
Heimsóknavinir á hjúkrunarheimilinu Fellsenda
Sjálfboðaliðarnir sóttu námskeið fyrir heimsóknavini sem heimsækja geðfatlaða. Hafa þeir mikla ánægju af heimsóknunum ekki síður en þeir sem heimsóttir eru og starfsfólk heimilisins.
Mikið hefur verið rætt og hlegið, tekið í spil og listaverk heimilismanna skoðuð. Þegar eru komnar hugmyndir um að fjölga sjálfboðaliðum í þetta verkefni sem og að fjölga stöðum sem yrðu heimsóttir.
Nemendur í MK afhenda afrakstur fatamarkaðs
Ný kennslubók í skyndihjálp
Bókin Skyndihjálp og endurlífgun > Þú getur hjálpað þegar á reynir er komin út. Bókin tekur mið af nýjum evrópskum leiðbeiningum í skyndihjálp og endurlífgun sem byggja á alþjóðlegum vísindarannsóknum og sérfræðiráðgjöf og eru viðurkenndar um allan heim.
Fjallað er um öll helstu atriði skyndihjálpar á einfaldan og skýran hátt í máli og myndum. Bókin, sem er einungis 53 blaðsíður, er gott uppflettirit og nýtist við kennslu á styttri sem lengri skyndihjálparnámskeiðum.
Einnig hefur verið gefinn út margmiðlunardiskur fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp. Á disknum eru kynningarmyndbönd Rauða kross Íslands og kennsluglærur sem ná yfir alla fjóra kafla bókarinnar, auk inngangs, samantektar og viðbótarefnis fyrir lengri skyndihjálparnámskeið.
Góðir jólagestir í Rauða kross húsinu
Tombólubörn
Rúmlega 300 börn um allt land stóðu fyrir tombólum til styrktar starfi Rauða krossins á árinu og söfnuðu alls um 500.000 kr. Framlag tombólubarnanna rennur alltaf til ungmenna- og barnastarfs Rauða krossins víða um heim, og að þessu sinni verða peningarnir notaðir til að hjálpa börnum í Malaví í suðurhluta Afríku.
Styrktu matjurtargarð í Gambíu
Tombólukrakkar í bíó
Framlag þessara yngstu styrktaraðila Rauða krossins nam rúmlega 500.000 krónum á árinu. Krakkarnir hagnast með ýmsum aðferðum; tombólusölu, flöskusöfnun, sölu á eigin listaverkum og ein lítil stúlka á Akranesi seldi hundasúrur.
Húsfyllir á fagnaði vegna alþjóðadags sjálfboðaliðans
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fylltu sjálfboðamiðstöðina á fagnaði sem haldinn var í gærkvöldi í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans. Sjálfboðaliðar og gestir þeirra áttu notalega stund saman, hlýddu á upplestur, söng og tónlist og nutu góðra veitinga. Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, greindi frá því í stuttu ávarpi að sjálfboðaliðum deildarinnar hefur fjölgað verulega á árinu eins og á undanförnum árum.
Samningsbundnir sjálfboðaliðar voru 175 fyrir réttu ári en þeim hefur síðan fjölgað í 240 eða um 37 af hundraði. Garðar þakkaði sjálfboðaliðum fyrir frábært framlag þeirra á árinu og sagðist vonast til að sjá sem flesta að störfum á nýju ári.
Húsfyllir á fagnaði vegna alþjóðadags sjálfboðaliðans
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fylltu sjálfboðamiðstöðina á fagnaði sem haldinn var í gærkvöldi í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans. Sjálfboðaliðar og gestir þeirra áttu notalega stund saman, hlýddu á upplestur, söng og tónlist og nutu góðra veitinga. Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, greindi frá því í stuttu ávarpi að sjálfboðaliðum deildarinnar hefur fjölgað verulega á árinu eins og á undanförnum árum.
Samningsbundnir sjálfboðaliðar voru 175 fyrir réttu ári en þeim hefur síðan fjölgað í 240 eða um 37 af hundraði. Garðar þakkaði sjálfboðaliðum fyrir frábært framlag þeirra á árinu og sagðist vonast til að sjá sem flesta að störfum á nýju ári.
Rauði krossinn hyllir tombólubörnin á alþjóðadegi sjálfboðaliðans
Alþjóðadagur sjálfboðaliðans er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 5. desember. Að því tilefni vill Rauði krossinn sérstaklega þakka tombólubörnunum, sem eru yngstu sjálfboðaliðar félagsins, fyrir stuðninginn á árinu.
Rúmlega 300 börn um allt land stóðu fyrir tombólum til styrktar starfi Rauða krossins á árinu og söfnuðu alls um 500.000 kr. Framlag tombólubarnanna rennur alltaf til ungmenna- og barnastarfs Rauða krossins víða um heim, og að þessu sinni verða peningarnir notaðir til að hjálpa börnum í Malaví í suðurhluta Afríku.
Rauði kross Íslands hefur unnið að alnæmisverkefnum í samstarfi við Rauða krossinn í Malaví frá árinu 2002. Tugþúsundir barna í Malaví hafa misst foreldra sína úr alnæmi, og eiga því um sárt að binda. Í bænum Nkalo í suðurhluta landsins eru rúmlega 4.000 börn sem Rauði kross Íslands hjálpar á ýmsan hátt svo þau geti haldið áfram í skóla. Byggð hafa verið þrjú athvörf og verða peningar tombólubarnanna notaðir til að kaupa borð og stóla, leikföng og skóladót.
Sýnileg á degi sjálfboðaliðans
Framtakið vakti heilmikla athygli á störfum sjálfboðaliðanna og um leið verkefnum deildarinnar í þágu mannúðar.
Hjá Arkanesdeildinni starfa um 50 virkir sjálfboðaliðar að fjölbreyttum, reglubundnum verkefnum. Þá eru ótaldir allir þeir sem taka þátt í átaksverkefnum á borð við Göngum til góðs, vinna að neyðarvörnum, allur sá fjöldi tombólubarna sem safnar fé til styrktar félaginu og stór hópur barna sem kemur mjög við sögu í jólaverkefnum deildarinnar.
Hlutlaus, óháð mannúðaraðstoð bjargar mannslífum
Sýnileg á degi sjálfboðaliðans
Framtakið vakti heilmikla athygli á störfum sjálfboðaliðanna og um leið verkefnum deildarinnar í þágu mannúðar.
Hjá Arkanesdeildinni starfa um 50 virkir sjálfboðaliðar að fjölbreyttum, reglubundnum verkefnum. Þá eru ótaldir allir þeir sem taka þátt í átaksverkefnum á borð við Göngum til góðs, vinna að neyðarvörnum, allur sá fjöldi tombólubarna sem safnar fé til styrktar félaginu og stór hópur barna sem kemur mjög við sögu í jólaverkefnum deildarinnar.
Sjálfboðaliðagleði í kvöld
Boðið verður upp á ljúffengar veitingar með jólalegu ívafi. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða deildarinnar til að hittast og skemmta sér saman á aðventunni og taka með sér gesti, svo sem vini, maka, foreldra, systkini og börn. Nýir sjálfboðaliðar velkomnir.
Ný heimasíða Akranesdeildar
Það má reikna með því að síðan verði nokkuð lífleg í desember því mikið er framundan hjá deildinni á aðventunni. Má þar nefna jólagjafasöfnun handa bágstöddum börnum á Akranesi og Hvalfjarðarsveit í samvinnu við félagsþjónustu sveitarfélaganna, föndurstund þar sem búin verða til jólakort sem send verða döprum og einmana með kærleikskveðju frá sjálfboðaliða í Rauða krossinum og árlega Friðargöngu á Þorláksmessu.
Byggjum betra samfélag í Útvarpi Akranes
Föstudaginn 30. nóvember var hópur sjálfboðaliða hjá Akranesdeild Rauða krossins með þátt í Útvarpi Akranes undir yfirskriftinni Byggjum betra samfélag.
Það er Sundfélag Akraness sem stendur að útvarpsútsendingum fyrstu helgina í desember ár hvert og hefur skapst mikil hefð í kringum útsendingunaog hlustun er mikil, enda má segja að Skagamenn hefji jólaundirbúninginn með útvarpinu.
Um þáttinn sáu sjálfobðaliðar úr Fimmtudagshópnum sem skipaður er örykjum sem hittast á fimmtudagsmorgnum í Rauða kross húsinu.
Ný heimasíða Akranesdeildar
Það má reikna með því að síðan verði nokkuð lífleg í desember því mikið er framundan hjá deildinni á aðventunni. Má þar nefna jólagjafasöfnun handa bágstöddum börnum á Akranesi og Hvalfjarðarsveit í samvinnu við félagsþjónustu sveitarfélaganna, föndurstund þar sem búin verða til jólakort sem send verða döprum og einmana með kærleikskveðju frá sjálfboðaliða í Rauða krossinum og árlega Friðargöngu á Þorláksmessu.
Samverustund stjórnenda heimsóknavina
Árleg samvera hóp- og verkefnisstjóra heimsóknavina var haldin á laugardaginn. Alls mættu 27 manns víðsvegar að af landinu. Veðrið setti strik í reikninginn en útlit var lengi vel fyrir að fólk kæmist ekki frá Akureyri og Austfjörðum. Austfirðingarnir komust með miklu harðfylgi eftir hádegi og náðu í skottið á samverunni.
Tekið var fyrir hvernig hóp- og verkefnisstjórar gætu veitt sjálfboðaliðum í heimsóknaþjónustu handleiðslu og sálrænan stuðning. Þá var fjallað um heimsóknir til fólks með geðraskanir og meðal annars kom heimsóknavinur sem fer á sambýli til fólks með geðraskanir og sagði frá reynslu sinni.
Þú gefur styrk
Með því að fara inn á heimasíðuna www.spar.is er hægt að leggja málefninu lið. Ef þú ert viðskiptavinur leggur Sparisjóðurinn 1.000 krónur í söfnunina en til viðbótar getur viðskiptavinurinn lagt fram sinn hlut, en allir geta gefið styrk.
Frí faðmlög í boði Ungmennahreyfingarinnar
Krakkarnir seldu rauðar alnæmisnælur sem búnar voru til af fólki sem tekur þátt í sjálfshjálparhópi smitaðra á vegum Rauða krossins í Malaví og rennur allur ágóði af sölunni til hópsins. Á tveimur tímum náðist að safna um 27.000 krónum og á sá peningur eftir að koma að góðum notum.
Fyrr í vetur kom fulltrúi frá alþjóðasviði Rauða krossins og fræddi krakkana í Ungmennahreyfingunni um alnæmisvandann í sunnanverðri Afríku og starf Rauða krossins á þeim slóðum. Einnig komu læknanemar í heimsókn og voru með fræðslu um kynsjúkdóma og þar á meðal alnæmi.
Frí faðmlög í boði Ungmennahreyfingarinnar
Krakkarnir seldu rauðar alnæmisnælur sem búnar voru til af fólki sem tekur þátt í sjálfshjálparhópi smitaðra á vegum Rauða krossins í Malaví og rennur allur ágóði af sölunni til hópsins. Á tveimur tímum náðist að safna um 27.000 krónum og á sá peningur eftir að koma að góðum notum.
Fyrr í vetur kom fulltrúi frá alþjóðasviði Rauða krossins og fræddi krakkana í Ungmennahreyfingunni um alnæmisvandann í sunnanverðri Afríku og starf Rauða krossins á þeim slóðum. Einnig komu læknanemar í heimsókn og voru með fræðslu um kynsjúkdóma og þar á meðal alnæmi.