Enter-krakkarnir heimsækja Latabæ
Enter-hópurinn fór í heimsókn í myndver Latabæjar í gær og fékk mjög svo góðar móttökur. Hópurinn fékk fræðslu um starfsemi Latabæjar og kynningu á hinum ýmsu deildum fyrirtækisins. Krakkarnir skoðuðu meðal annars teiknideildina og sáu hvernig persónur í Latabæjarþáttunum eru búnar til á teikniborðinu. Þau sáu brúðurnar eins og Sigga sæta og Höllu hrekkjusvín og var sýnt hvernig þeim er stjórnað.
Þau fóru einnig í upptökusalinn og hittu sjálfan skapara Latabæjar, Magnús Scheving, sem dró fram íþróttaálfinn í sér og tók nokkrar leikfimiæfingar með krökkkunum. Hoppuðu þau og sprikluðu og reyndu að herma eftir alls konar hundakúnstum íþróttaálfsins. Krakkarnir voru svo leystir út með gjöfum, alsælir, eftir vel heppnaða heimsókn. Þökkum við Magnúsi og starfsfólki Latabæjar kærlega fyrir þessar góðu móttökur.
Markaður gekk vel
Hagkaup styrkja Föt sem framlag í þrjú ár
Hagkaup og Kópavogsdeild Rauða krossins hafa gert með sér samning um að Hagkaup styrki verkefnið Föt sem framlag árlega í þrjú ár. Styrkur Hagkaupa nemur um helmingi af kostnaði Kópavogsdeildar við verkefnið og gerir deildinni kleift að standa að verkefninu af þeim krafti og metnaði sem hugur stendur til.
Sjálfboðaliðar á öllum aldri sauma og prjóna fatnað fyrir verkefnið og útbúa ungbarnapakka sem sendir eru til neyðaraðstoðar víðs vegar um heim, mest til Malaví og Gambíu. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar hafa frá árinu 2002 útbúið tæplega 3.000 ungbarnapakka en um 50 sjálfboðaliðar starfa við verkefnið. Síðasta miðvikudag hvers mánaðar kl. 16-18 mæta að jafnaði um 35 konur í sjálfboðamiðstöð deildarinnar til að vinna að verkefninu.
Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra
Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra
Austur- Húnavatnssýsludeild fer af stað með heimsóknaþjónustu
Í kjölfar námskeiðsins bætist Austur- Húnavatnssýsludeild Rauða krossins í hóp þeirra deilda sem bjóða upp á þjónustu heimsóknavina.
Námskeiðið var með hefðbundnu sniði. Farið var yfir tilgang verkefnisins og verklag. Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi og Einar Óli Fossdal formaður Austur -Húnavatssýsludeildar sagði frá starfi deildarinnar.
Austur- Húnavatnssýsludeild fer af stað með heimsóknaþjónustu
Í kjölfar námskeiðsins bætist Austur- Húnavatnssýsludeild Rauða krossins í hóp þeirra deilda sem bjóða upp á þjónustu heimsóknavina.
Námskeiðið var með hefðbundnu sniði. Farið var yfir tilgang verkefnisins og verklag. Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi og Einar Óli Fossdal formaður Austur -Húnavatssýsludeildar sagði frá starfi deildarinnar.
Neyðarsjúkrahús Rauða krossins – starf fyrir þig?
Neyðarsjúkrahús Rauða krossins – starf fyrir þig?
Rauði krossinn bregst við flóðum í sunnanverðri Afríku
„Stöðugar rigningar síðasta mánuðinn hafa orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína, sérstaklega Zambezi fljótið. Af þeim sökum hafa flóð valdið miklu tjóni og búsifjum í Mósambík, Sambíu og Simbabve. Auk þess hafa stormar með hagléljum valdið miklum usla í Lesótó og Svasílandi. Í Caprivi héraði í Namibíu, sem og í Malaví hafa verið miklar rigningar upp á hvern einasta dag," segir Francoise Le Goff, yfirmaður svæðisskrifstofu Alþjóða Rauða krossins í suðurhluta Afríku, en sú skrifstofa styður öll Rauða kross félögin á svæðinu.
Ríkisstjórnin veitir fé til Rauða krossins vegna neyðaraðstoðar í Kenía
Ástandið í Kenía er ennþá spennuþrungið, sérstaklega í Nairóbí, Rift dalnum, í Mombassa og í vesturhluta landsins. Þrátt fyrir sáttaumleitanir, nú síðast með milligöngu Kofí Annan fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, eru engin merki um að ástandið sé að lagast.
Sjálfboðaliðar óskast í Alþjóðlega foreldra
Afródans hjá Eldhugum
VegaHÚSIÐ á Egilsstöðum komið í stærra húsnæði
VegaHÚSIÐ á Egilsstöðum komið í stærra húsnæði
Sífellt bætist í hóp alþjóðlegra foreldra
Fjör hjá Enter-krökkunum
Krakkarnir í Enter komu í sjálfboðamiðstöðina í gær. Það var mikið fjör hjá þeim en þau fóru í leiki og spiluðu á spil. Fannst þeim sérstaklega gaman í stoppdansleiknum þar sem þau gátu hoppað og dansað að hjartans list. Þau fengu einnig hund í heimsókn, tíkina Karó, og vakti hún mikla lukku. Krakkarnir fengu hana til að setjast og heilsa og launuðu henni það með sérstöku hundagóðgæti, knúsum og klappi.
12 prósent Víkurbúa sóttu skyndihjálparnámskeið
Þátttakendur voru 37 sem telst vera 12 % Víkurbúa. Yngsti þátttakandinn var 14 ára. Kennt var eftir nýrri bók Skyndihjálp og endurlífgun, þú getur hjálpað þegar á reynir.
12 prósent Víkurbúa sóttu skyndihjálparnámskeið
Þátttakendur voru 37 sem telst vera 12 % Víkurbúa. Yngsti þátttakandinn var 14 ára. Kennt var eftir nýrri bók Skyndihjálp og endurlífgun, þú getur hjálpað þegar á reynir.
Skráning hafin á námskeiðið Slys á börnum
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Slys á börnum 17. og 18. mars kl. 18-21 í Hamraborg 11, 2. hæð.
Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl.
Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
12 prósent Víkurbúa sóttu skyndihjálparnámskeið
Þátttakendur voru 37 sem telst vera 12 % Víkurbúa. Yngsti þátttakandinn var 14 ára. Kennt var eftir nýrri bók Skyndihjálp og endurlífgun, þú getur hjálpað þegar á reynir.
Hjálpfús áfram í Stundinni okkar
Handritshöfundarnir eru fjórir en auk þeirra Þorgeirs Tryggvasonar og Sveinbjörns Ragnarssonar sem unnu handritin að fyrri þáttum bættust við þeir Ármann Guðmundsson og Sævar Sigurgeirsson. Eins og áður eru systkinin Anna og Ragnar leikin af þeim Bjögvini Franz Gíslasyni og Arnbjörgu Valsdóttur og Helga Arnalds er í hlutverki brúðunnar Hjálpfúss.
Það var líf og fjör í stúdíóinu meðan verið var að taka upp nýja þætti með Hjálpfúsi. Anna og Ragnar hafa ekkert breyst frá því í fyrra, eru með alls konar uppátæki og rífast oft. Þá kemur Hjálpfús til skjalanna með góðar ábendingar og leysir málin.
Palestínumönnum neitað um mannsæmandi líf
Skagafjarðardeild bregst við vegna bruna á Kaffi Krók
Skagafjarðardeild Rauða krossins var kölluð út af Brunavörnum Skagafjarðar um klukkan 1:30 í nótt vegna bruna á Kaffi Krók. Tveir sjálfboðaliðar deildarinnar voru mættir í húsnæði deildarinnar, sem er við hlið Kaffi Króks, tveimur mínútum síðar. Húsið var opið fyrir slökkviliðsmönnum og öðrum sem á þurftu að halda.
Stanslaus umferð fólks var fram yfir klukkan 5 þegar slökkvistarfi var formlega hætt.
Neyðarskipulag deildarinnar virkaði vel. Auðveldlega gekk að útvega nauðsynjar þar sem N1 og Bakarí Sauðárkróks brugðust vel við þegar leitað var til þeirra.
Skagafjarðardeild bregst við vegna bruna á Kaffi Krók
Skagafjarðardeild Rauða krossins var kölluð út af Brunavörnum Skagafjarðar um klukkan 1:30 í nótt vegna bruna á Kaffi Krók. Tveir sjálfboðaliðar deildarinnar voru mættir í húsnæði deildarinnar, sem er við hlið Kaffi Króks, tveimur mínútum síðar. Húsið var opið fyrir slökkviliðsmönnum og öðrum sem á þurftu að halda.
Stanslaus umferð fólks var fram yfir klukkan 5 þegar slökkvistarfi var formlega hætt.
Neyðarskipulag deildarinnar virkaði vel. Auðveldlega gekk að útvega nauðsynjar þar sem N1 og Bakarí Sauðárkróks brugðust vel við þegar leitað var til þeirra.
Vinabönd til styrktar börnum í Mósambík
Rauða kross deildinni á Skagaströnd voru afhentar 25 þúsund krónur sem eiga að renna til athvarfsins Boa Esperanca í Mapútó í Mósambík.
Það var 6. bekkur grunnskólans á Skagastörnd sem fékk þá hugmynd að útbúa vinabönd fyrir alla íbúa staðarins. Hreppsfélagið keypti öll böndin og voru þau borin í hvert hús á Skagaströnd í gær.
Krökkunum var veitt viðurkenning frá vikublaðinu Feyki, sem Norðvestlingar ársins 2007. Elsti og yngsti nemandinn tóku við viðurkenningunni fyrir hönd krakkanna.
Alþjóðlegir foreldrar hittast aftur á nýju ári
Fyrsta samvera alþjóðlegra foreldra var í morgun í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar. Galvaskir foreldrar mættu með börnin sín og nýttu sér þetta tækifæri til að hitta aðra foreldra og læra íslensku. Þemað í morgun var fjölskyldan og fengu því þátttakendurnir kennslu tengdri henni. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sáu um dagskrána.
Markmið deildarinnar með verkefninu er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eru heima með börn á aldrinum 0-6 ára. Allir foreldar, innflytjendur og innfæddir eru innilega velkomnir, hvort sem þeir tala enga íslensku eða litla.
Ungmennastarf í burðarliðum
Þá er skyndihjálparhópur einnig í burðarliðum og mun hann að líkindum starfa í samvinnu við Björgunarfélag Akraness.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum verkefnum geta haft samband á skrifstofu Rauða krossins á Akranesi í síma 431 2270 eða á netfangið steindal@redcross.is
Fatapakkar og íslenskukennsla
Nokkrar röskar konur í félagi eldri borgara á Eskifirði hittast tvisvar í viku til að prjóna og sauma. Afraksturinn fer í verkefnið Föt sem framlag sen Rauða kross deild Eskifjarðar fór af stað með síðastliðið haust. Nú þegar hafa þær klárað 43 fatapakka.
Þeir sem áhuga hafa á að vera með í verkefninu geta mætt á þriðjudögum klukkan 2 í Melbæ, félagi eldri borgara.
Þetta er ekki eina verkefnið sem þessar duglegu konur vinna að því tvisvar í viku milli klukkan 7 og 9 leiðbeina þær pólskum starfsmönnum sem búa á Eskifirði íslensku fyrir fræðslunet Austurlands í samstarfi við vinnuveitendur þeirra.
Skráning hafin á námskeið í skyndihjálp
Minni þróunaraðstoð – meiri þróunarsamvinnu!
Sjálfboðaliðar óskast fyrir sumarmót Ungmennahreyfingarinnar
Dagskrá mótsins verður blanda af gamni og alvöru. Unnið verður með viðhorf þátttakenda til ýmissa hópa og fá þeir m.a. tækifæri til að setja sig í spor þeirra í formi hlutverkaleikja. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, ferðum, kvöldvökum og annarri skemmtun.
Auglýst er eftir sjálfboðaliðum, 18 ára og eldri, til að starfa sem leiðbeinendur við mótið. Ekki er nauðsynlegt fyrir sjálfboðaliðana að vera allan tímann heldur gefst þeim kostur á að velja sér daga til að starfa við búðirnar. Þeir fá svo stundatöflu að loknu leiðbeinendanámskeiði sem haldið verður í apríl.
Áhugasamir geta haft samband við Jón Brynjar Birgisson, verkefnisstjóra URKÍ á landsskrifstofu Rauða kross Íslands í síma 570 4000 eða á netfangið jon@redcross.is.
Landsfélög Rauða krossins í sunnanverðri Afríku búa sig undir neyðarástand vegna flóða
Rauði krossinn í Mósmbík hefur kallað út rúmlega 400 sjálfboðaliða til björgunarstarfa á flóðasvæðum í landinu og hefur að minnsta kosti 200 manns verið bjargað úr sjálfheldu af láglendi. „Við erum með birgðir og sjálfboðaliða í norðurhluta landsins sem við getum kallað út, en hins vegar skortir okkur mjög fjármagn til að geta haldið flutningum gangandi.“ segir Fernanda Teixeira, framkvæmdastjóri mósambíska Rauða krossins.
Önnur landsfélög í sunnanverðri Afríku og sendinefnd Alþjóða Rauða krossins í Jóhannesarborg eru nú í viðbragðsstöðu vegna mikillar hættu á flóðum. Búist er við því að flóðin valdi enn meira tjóni í mörgum Afríkuríkjum, fyrst og fremst í Svasílandi, Lesotó, Malaví, Mósambík, Sambíu og Simbabve.
Þrír ungir kappar söfnuðu 5.760 krónum fyrir Rauða krossinn
Gíslar í Kólumbíu leystir úr haldi fyrir milligöngu Rauða krossins
Alþjóða Rauði krossinn hafði milligöngu um að kólumbíski skæruliðahópurinn Byltingarher Kólumbíu leysti úr haldi gíslana Clöru Rojas og Consuelo González de Perdomo í gær. Konurnar sem eru frá Venesúela höfðu verið í haldi skæruliðanna í fimm ár.
Tvær þyrlur á vegum Rauða krossins fluttu gíslana til Santo Domingo í Venesúela þaðan sem þær héldu áfram til fjölskyldna sinna til höfuðborgarinnar Caracas.
Alþjóða Rauði krossinn sendir þakkir til allra sem komu að málinu og þá sérstaklega kólumbísku ríkisstjórnarinnar og Byltingahers Kólumbíu fyrir þeirra þátt. Rauði krossinn vill þó lýsa yfir áhyggjum sínum vegna allra gísla sem eru í haldi hinna ýmsu vopnaðra uppreisnarherja í heiminum og minnir á þjáningar fjölskyldna og vina sem ekki hafa neinar upplýsingar um afdrif ástvina sinna.
Unglingar í Rauða krossinum eru í skemmtilegum verkefnum
Síðustu mánuði hafa verkefnin verið fjölbreytt. Meðal annars fengu krakkarnir leiklistarkennara til að kenna spuna og heimsóttu fataflokkun Rauða krossins og aðstoðuðu við fataflokkun. Einnig fengu þau fræðslu í skyndihjálp, heimsóttu aðrar Rauða kross deildir og leiklistarhópurinn Perlan kom í heimsókn.
Fyrir jól föndruðu hóparnir jólakort og skrifuðu í þau kveðju og fóru með á Elliheimilið Grund. Var vel tekið á móti þeim og í tilefni heimsóknarinnar söng kór nokkur vel valin jólalög. Krakkarnir röltu svo um heimili Grundar og afhentu vistmönnum jólakortin.
Unglingar í Rauða krossinum eru í skemmtilegum verkefnum
Síðustu mánuði hafa verkefnin verið fjölbreytt. Meðal annars fengu krakkarnir leiklistarkennara til að kenna spuna og heimsóttu fataflokkun Rauða krossins og aðstoðuðu við fataflokkun. Einnig fengu þau fræðslu í skyndihjálp, heimsóttu aðrar Rauða kross deildir og leiklistarhópurinn Perlan kom í heimsókn.
Fyrir jól föndruðu hóparnir jólakort og skrifuðu í þau kveðju og fóru með á Elliheimilið Grund. Var vel tekið á móti þeim og í tilefni heimsóknarinnar söng kór nokkur vel valin jólalög. Krakkarnir röltu svo um heimili Grundar og afhentu vistmönnum jólakortin.
Sex vinkonur safna flöskum til styrktar Rauða krossinum
Þriðja útkallið á þremur dögum
Þrjár milljónir í hjálparstarf vegna átakanna í Kenýa
Þrjár milljónir í hjálparstarf vegna átakanna í Kenýa
Rauði kross Íslands hefur sent 3 milljónir til hjálparstarfs í Keníu vegna átakanna sem brutust út milli þjóðarbrota í landinu í kjölfar forsetakosninganna þar 30. desember. Fjármagnið rennur í neyðarbeiðni Alþjóða Rauði krossins. Einn sendifulltrúi Rauða kross Íslands, Ómar Valdimarsson, er við störf í landinu.
Hundruð manna eru talin hafa látið lífið eða særst í ofbeldisaðgerðum og tugir þúsunda hafa neyðst til að flýja heimili sín. Alþjóða Rauði krossinn sendi út sérstaka neyðarbeiðni vegna stóraukins stuðnings við Rauða krossinn í Kenýu. Jafnframt hefur verið sendur fjöldi hjálparstarfsmanna til að aðstoða fórnarlömb átakanna og vinna að dreifingu matvæla og annarra hjálpargagna ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins.
Mongólía: Rauði krossinn og samstarfsaðilar veita fræðslu um alnæmi og smitvarnir
Rauði krossinn aðstoðar vegna húsbruna í Tunguseli
Skyndihjálparmaður ársins 2007 - tilnefningar óskast
Sjálfboðaliðar óskast í Eldhuga og Enter
Kópavogsdeild Rauða krossins er þessa dagana að bæta við nýjum sjálfboðaliðum, 18 ára og eldri, í verkefnin Eldhugar og Enter. Verkefni sjálfboðaliða fela í sér að skipuleggja og stýra ungu fólki í spennandi viðfangsefnum. Fundir fyrir sjálfboðaliða í Enter og Eldhugum verða haldnir fimmtudaginn 10. janúar í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11.
Áhugasamir geta skráð sig í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is. Þeir sem ekki komast á fundina en hafa áhuga á verkefnunum geta samt tekið þátt og skulu endilega senda tölvupóst eða hringja. Nánari upplýsingar um þessi verkefni og önnur fylgja hér fyrir neðan.
Aðstoð vegna húsbruna á Neshaga
Grundaskóli styrkir börn í Malavaí.
Það var Lóa Guðrún Gísladóttir, fulltrúi nemenda í Grundaskóla, sem afhenti Sveini Kristinssyni, formanni Arkanesdeildarinnar söfnunarféð. Í ávarpi sem hún flutti af því tilefni kom fram að þetta er í þriðja sinn sem Grundaskóli styður með þessum hætti við uppbyggingarstarf í Malaví .
Rauði krossinn sendir nemendum og kennurum í Grundaskóla hugheilar þakkir fyrir framtakið. Það er ekki nokkur vafi á því að peningarnir koma í góðar þarfir. Rauði kross Íslands styður börn sem þjást vegna alnæmis í Malaví. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína úr sjúkdómnum og þau fá ýmiss konar aðstoð svo að þau geti haldið áfram skólagöngu og komist til manns.
Grundaskóli styrkir börn í Malavaí.
Það var Lóa Guðrún Gísladóttir, fulltrúi nemenda í Grundaskóla, sem afhenti Sveini Kristinssyni, formanni Arkanesdeildarinnar söfnunarféð. Í ávarpi sem hún flutti af því tilefni kom fram að þetta er í þriðja sinn sem Grundaskóli styður með þessum hætti við uppbyggingarstarf í Malaví .
Rauði krossinn sendir nemendum og kennurum í Grundaskóla hugheilar þakkir fyrir framtakið. Það er ekki nokkur vafi á því að peningarnir koma í góðar þarfir. Rauði kross Íslands styður börn sem þjást vegna alnæmis í Malaví. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína úr sjúkdómnum og þau fá ýmiss konar aðstoð svo að þau geti haldið áfram skólagöngu og komist til manns.
Grundaskóli styrkir börn í Malavaí.
Það var Lóa Guðrún Gísladóttir, fulltrúi nemenda í Grundaskóla, sem afhenti Sveini Kristinssyni, formanni Arkanesdeildarinnar söfnunarféð. Í ávarpi sem hún flutti af því tilefni kom fram að þetta er í þriðja sinn sem Grundaskóli styður með þessum hætti við uppbyggingarstarf í Malaví .
Rauði krossinn sendir nemendum og kennurum í Grundaskóla hugheilar þakkir fyrir framtakið. Það er ekki nokkur vafi á því að peningarnir koma í góðar þarfir. Rauði kross Íslands styður börn sem þjást vegna alnæmis í Malaví. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína úr sjúkdómnum og þau fá ýmiss konar aðstoð svo að þau geti haldið áfram skólagöngu og komist til manns.
Rauði krossinn fékk 2,5 milljónir frá Sparisjóðnum til sjálfboðaliðaverkefnis sem eflir geðheilsu ungs fólks
Í gær afhenti Sparisjóðurinn átta félögum, sem láta sig geðheilsu ungs fólks varða, styrk að fjárhæð 21 milljónum króna. Rauði krossinn fékk rúmlega 2,5 milljónir í sinn hlut. Fjárhæðin kom úr styrktarátaki Sparisjóðsins fyrir börn og unglinga með geðraskanir, Þú gefur styrk, sem hófst þann 8. nóvember og lauk á aðfangadag.
Rauði krossinn mun verja styrknum í verkefnið Félagsvinur barna og unglinga sem er sjálfboðaliðaverkefni til stuðnings börnum og unglingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og/eða til stuðnings börnum sem eiga foreldri/foreldra með geðröskun. Félagsvinurinn (mentor) veitir stuðning samtímis meðferð (einstaklings-eða fjölskyldumeðferð) til þessara barna og unglinga með því að mynda traust, jákvætt og gefandi vináttusamband.
Ferðasaga frá Gambíu
Flóttamenn í Kólumbíu búa við mikla örbirgð
Í rannsókninni kemur fram hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að hjálpa flóttafólki á þeim stöðum þar sem það hefur helst sest að, en það er í borgunum Barranquilla, Bogota, Cartagena, Florencia, Medellin, Santa Marta, Sincelejo og Villavicencio. Flestar þær fjölskyldur sem neyðst hafa til að flýja heimili sín búa við mun meiri fátækt en heimamenn. Meirihluti flóttamanna er undir fátæktarmörkum (mánaðartekjur innan við 3200 ISK), sérstaklega í Medellin, Florencia, Baranquilla, Cartagena og Villavicencio.
Flóttamenn í Kólumbíu búa við mikla örbirgð
Í rannsókninni kemur fram hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að hjálpa flóttafólki á þeim stöðum þar sem það hefur helst sest að, en það er í borgunum Barranquilla, Bogota, Cartagena, Florencia, Medellin, Santa Marta, Sincelejo og Villavicencio. Flestar þær fjölskyldur sem neyðst hafa til að flýja heimili sín búa við mun meiri fátækt en heimamenn. Meirihluti flóttamanna er undir fátæktarmörkum (mánaðartekjur innan við 3200 ISK), sérstaklega í Medellin, Florencia, Baranquilla, Cartagena og Villavicencio.
Áætlanagerð vegna inflúensufaraldurs
Rauði krossinn tók ekki beinan þátt í æfingunni, heldur fylgdust fulltrúar hans með henni sem áhorfendur, enda var markmið æfingarinnar fyrst og fremst að æfa samskipti milli lögregluembætta og sóttvarnaumdæma. 15 aðgerðastjórnir voru að störfum um allt land, auk þess sem starfsmenn ríkislögreglustjóra og landlæknisembættisins stóðu vaktina í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Æfð voru drög að landsáætlun en í kjölfarið munu sóttvarnasvæðin gera ítarlegri áætlanir sem Rauða kross deildir munu væntanlega koma frekar að.
Spennuástand í kjölfar forsetakosninga í Kenýa
Mikil spenna ríkir í Kenýa í kjölfar forsetakosninganna í landinu. Að sögn Ómars Valdimarssonar, sendifulltrúa Rauða kross Íslands sem dvelur í Naíróbí ásamt fjölskyldu sinni, er þó allt með kyrrum kjörum í höfuðborginni eins og er.
Óttast er að óeirðir kunni að brjótast aftur út fimmtudaginn 3. janúar en þá mun Raila Odinga sem laut í lægri haldi fyrir Mwai Kibaki forseta efna til útifundar í Naíróbí ásamt stuðningsmönnum sínum.
Að sögn Ómars eru allar verslanir lokaðar og fáir á ferli í borginni. Starfsmenn Alþjóða Rauða krossins í Kenýa hafa hægt um sig en eru í viðbragðsstöðu ef ástandið í landinu versnar.
Spennuástand í kjölfar forsetakosninga í Kenýa
Mikil spenna ríkir í Kenýa í kjölfar forsetakosninganna í landinu. Að sögn Ómars Valdimarssonar, sendifulltrúa Rauða kross Íslands sem dvelur í Naíróbí ásamt fjölskyldu sinni, er þó allt með kyrrum kjörum í höfuðborginni eins og er.
Óttast er að óeirðir kunni að brjótast aftur út fimmtudaginn 3. janúar en þá mun Raila Odinga sem laut í lægri haldi fyrir Mwai Kibaki forseta efna til útifundar í Naíróbí ásamt stuðningsmönnum sínum.
Að sögn Ómars eru allar verslanir lokaðar og fáir á ferli í borginni. Starfsmenn Alþjóða Rauða krossins í Kenýa hafa hægt um sig en eru í viðbragðsstöðu ef ástandið í landinu versnar.