Fjöldi nýrra sjálfboðaliða og nýtt verkefni á síðasta ári í Kópavogsdeild
Fræðsluerindi fyrir heimsóknarvini
Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið fimmtudaginn 28. febrúar hjá Akureyrardeild og sóttu það átján sjálfboðaliðar. Var námskeiðið einkum ætlað þeim heimsóknavinum sem heimsækja þá gestgjafa sem haldnir eru geðröskun.
Leiðbeinandi var Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og vorum menn mjög ánægðir með fræðsluerindi hennar.
Sjálfboðaliði heiðraður
Aðalfundur Skagafjarðardeildar var haldinn s.l. miðvikudag í húsnæði deildarinnar. Ágætis mæting var eða um 16 félagar.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa kom góður gestur Paola Cardenas frá landsskrifstofu Rauða krossins með fræðandi erindi um málefni innflytjenda, auk þess sem hún kynnti ný verkefni félagsins Sjálfboðaliðinn Ragnar Berg Andrésson var heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar. Hann hefur um áraraðir selt dagatöl í Skagfirðingabúð fyrir hver jól frá Þroskahjálp ásamt skyndihjálpartöskum. Tók Ragnar við viðurkenningu ásamt nýrri Rauða kross peysu sem hann getur notað í óeigingjörnu sjálfboðastarfi fyrir deildina.
Mikil þátttaka í ungmennastarfi Kópavogsdeildar
Kópavogsbörn hjálpa jafnöldrum sínum í Malaví
Alþjóða Rauði krossinn er uggandi um almenna borgara á Gazasvæðinu og í Ísrael
Fjöldi eldskeyta hefur verið varpað á ísraelsku þorpin Ashkelon and Sderot og lent bæði á íbúahverfum og á sjúkrahúslóð í einu tilviki. Ísraelsher hefur brugðist við eldskeytunum með flugárásum á Gazasvæðinu. Almennir borgarar eru meðal þeirra sem hafa fallið eða særst.
„Lífi almennra borgara bæði í Gaza og í Ísrael er stefnt í hættu í þessum átökum," sagði Christoph Harnisch, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Ísrael og hernumdu svæðunum. „Alþjóða Rauði krossinn hvetur stríðandi aðila til að hætta árásunum og minnir þá jafnframt á skyldu þeirra að fara að alþjóðlegum mannúðarlögum í einu og öllu."
Starfsmenn landsskrifstofu Rauða krossins æfa neyðarviðbrögð
Æfingin tekur mið af því að tvær rútur lenda saman í uppsveitum Árnessýslu. Fjölmargir farþegar eru í rútunum, bæði innlendir og erlendir, og slasast margir, misalvarlega.
Opnir dagar
Rauði krossinn á Akranesi var með tvö innlegg á opnum dögum. Anna Lára Steindal fjallaði um Ef bara ég hefði vitað, sálrænan stuðning fyrir ungt fólk á vef Rauða krossins, og kynnti líka verkefnið Hvað viltu vita? sem felst í kynfræðslu og ráðgjöf fyrir ungt fólk á aldrinum 13 – 20 ára. Ráðgjöfin er veitt á msn (hvadviltuvita@hotmail.com), í tölvupósti (hvadviltuvita@redcross.is) eða í hjálparsímanum 1717.
Fjöldi nýrra sjálfboðaliða og nýtt verkefni á síðasta ári
Sagan að baki hugmyndar
Krakkarnir byrjuðu á því að horfa á Sagan að baki hugmyndir, sem segir frá því hvernig Henry Dunant fékk hugmyndina að stofnun Rauða krossins og hrinti henni í framkvæmd. Voru krakkarnir sammála um að það væri mjög hvetjandi til góðra verka að átta sig á því hversu miklu Dunant kom til leiðar með því að fylgja mannúðarhugsjón sinni eftir. Þegar sýningu myndarinnar lauk var fjallað um verkefni Rauða krossins á Akranesi og spjallað vítt og breytt um mannúðarstarf, fordóma og hvernig krakkar geta hjálpað þeim sem eiga um sárt að binda.
Flóttamannakonur læra um skyndihjálp og forvarnir
Eftir námskeiðið fóru konurnar í heimsókn í Forvarnarhús Sjóvá. Þar voru þær fræddar um slysaforvarnir í heimahúsum og umferðinni og voru leystar út með gjöfum.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Margrét Halldórsdóttir en henni til aðstoðar voru Paola og Luciano sem sáu um spænska þýðingu.
Flóttamannakonur læra um skyndihjálp og forvarnir
Eftir námskeiðið fóru konurnar í heimsókn í Forvarnarhús Sjóvá. Þar voru þær fræddar um slysaforvarnir í heimahúsum og umferðinni og voru leystar út með gjöfum.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Margrét Halldórsdóttir en henni til aðstoðar voru Paola og Luciano sem sáu um spænska þýðingu.
Skyndihjálparhópur æfir sig af kappi
Skyndihjálparhópurinn kom saman um nýliðna helgi og hélt áfram að undibúa sig og bæta við sig kunnáttu. Í þetta skipti voru sett á svið slys þar sem búið var að slysafarða helming hópsins og hinn helmingur hópsins glímdi við að bjarga þeim slösuðu. Karl Lúðvíksson hafði veg og vanda af förðunninni og hann og Jón Knutsen settu upp slysavettvanginn.
Þjóðahátíð í Þorlákshöfn
Á dögunum var haldin þjóðahátíð í Þorlákshöfn og er það í annað sinn sem hátíð af þessu tagi er haldin í bænum. Að þessu sinni var lögð áhersla á að kynna eftirfarandi lönd; Tæland, Mongólíu, Filippseyjar, Pólland, Tékkland, Danmörk og Ísland.
Öll löndin voru með kynningarbása þar sem ýmiss menning landanna var kynnt með myndum, hlutum og matvælum auk þess sem margir klæddumst dæmigerðum fatnaði sinnar þjóðar og svöruðu spurningum gesta.
Árnesingadeild Rauða krossins, sem styrkti hátíðina, var einnig með kynningarbás þar sem sjálfboðaliðar kynntu félagið og verkefni deildarinnar. Fjölmörg skemmtiatriði voru flutt, meðal annars dans, söngur og upplestur. Ungar stúlkur, ein frá hverju landi, fluttu ljóð frá sínu heimalandi.
Aðalfundur
Aðalfundur Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Allir sjálfboðaliðar deildarinnar eru hvattir til að mæta til að taka þátt í því að gera upp síðasta starfsár og leggja á ráðin með framhaldið.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða sýndar myndir úr starfi deildarinnar síðastliðið ár. Í lok fundar verður boðið upp á góðar veitingar.
Sjáumst vonandi sem flest.
Þjóðahátíð í Þorlákshöfn
Á dögunum var haldin þjóðahátíð í Þorlákshöfn og er það í annað sinn sem hátíð af þessu tagi er haldin í bænum. Að þessu sinni var lögð áhersla á að kynna eftirfarandi lönd; Tæland, Mongólíu, Filippseyjar, Pólland, Tékkland, Danmörk og Ísland.
Öll löndin voru með kynningarbása þar sem ýmiss menning landanna var kynnt með myndum, hlutum og matvælum auk þess sem margir klæddumst dæmigerðum fatnaði sinnar þjóðar og svöruðu spurningum gesta.
Árnesingadeild Rauða krossins, sem styrkti hátíðina, var einnig með kynningarbás þar sem sjálfboðaliðar kynntu félagið og verkefni deildarinnar. Fjölmörg skemmtiatriði voru flutt, meðal annars dans, söngur og upplestur. Ungar stúlkur, ein frá hverju landi, fluttu ljóð frá sínu heimalandi.
Fjöldahjálparstjórum fjölgar á Ströndum
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og að opna fjöldahjálparstöð í skólanum, sem jafnframt er ein af fjöldahjálparstöðvum deildarinnar en þær eru alls sjö, enda starfssvæði deildarinnar stórt. Það nær frá Bæjarhreppi norður allar Strandir og inní Ísafjarðardjúp.
Fjöldahjálparstjórum fjölgar á Ströndum
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og að opna fjöldahjálparstöð í skólanum, sem jafnframt er ein af fjöldahjálparstöðvum deildarinnar en þær eru alls sjö, enda starfssvæði deildarinnar stórt. Það nær frá Bæjarhreppi norður allar Strandir og inní Ísafjarðardjúp.
Eldhugar heimsækja Hafnarfjörðinn
Erlend börn í Borgarbyggð
Paola Cardenas verkefnisstjóri í málefnum útlendinga á landsskrifstofu Rauða krossins hélt erindið ,,Að aðlagast í nýju samfélagi/þjóðfélagi“. Paola kemur frá Venesúela og hefur búið á Íslandi í átta ár. Talaði hún m.a. um hvernig væntingar og draumar sem eiga að rætast í nýju landi standast oft ekki þegar nýr hversdagsleiki gerir vart við sig og hlutirnir eru ekki eins einfaldir og maður hélt.
Lækur opnar á laugardögum
Lækur opnar á laugardögum
Sálrænn stuðningur til systurfélags Rauða krossins í Ísrael
Vel heppnuð æfingarferð skyndihjálparhópa
Vel heppnuð æfingarferð skyndihjálparhópa
Vel heppnuð æfingarferð skyndihjálparhópa
Vel heppnuð æfingarferð skyndihjálparhópa
Aðalfundur heimsóknavina.
Á næstu vikum verður ráðist í ítarlega kynningu á verkefninu með það að markmiði að fjölga heimsóknavinum. Þeir sem hafa áhuga á því að starfa sem sjálfboðaliði að því að rjúfa félagslega einangrun og auka lífsgæði fólks sem á erfitt er bent á að hafa samband á skrifstofu deildarinnar í síma 431 2270 eða senda tölvupóst á asteindal@redcross.is.
Á fundinum var einnig fjallað um nýtt verkefni sem sjúkravinir eru að skipuleggja, en það er að sauma sjúkravesti, ekki ólík þeim sem sjúkraflutningamenn klæðast, á bangsa sem hafðir verða í sjúkrabílum á Akranesi . Bangsarnir eru gjöf til barna sem þurfa á sjúkraflutningum að halda
Sjálfboðaliði Kópavogsdeildar tilnefnd hvunndagshetja
Spennandi sumarmót fyrir unga fólkið
Í dagskrá mótsins er blandað saman bæði gamni og alvöru. Unnið verður með viðhorf þátttakenda til ýmissa hópa og fá þeir meðal annars tækifæri til að setja sig í spor þeirra í formi hlutverkaleikja. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, ferðum, kvöldvökum og annarri skemmtun.
Aðalfundur Kópavogsdeildar
Vegna mistaka sem birtust í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag, 20. febrúar, skal tekið fram að aðalfundur Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð.
Allir sjálfboðaliðar deildarinnar eru hvattir til að mæta til að taka þátt í því að gera upp síðasta starfsár og leggja á ráðin með framhaldið.
Aðalfundur Vopnafjarðardeildar
Góður hópur alþjóðlegra foreldra
Lokaður vefur fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp
Fyrirlestur um geðsjúkdóma
Fimmtudaginn 28. febrúar kl. 17:00 mun Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjjúkrunarfræðingur vera með fræðslu um geðsjúkdóma.
Fræðslan er hugsuð fyrir sjálfboðaliða í heimsóknarþjónustu, sjálfboðaliða í athvörfum og aðra áhugasama.
Staður: Húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, Akureyri
Skráning
Nánari upplýsingar í síma 461 2374 eða á akureyri@redcross.is
Gestir frá Gambíu
Alien og Alagier heimsóttu Akranesdeild Rauða krossins í vikunni og fóru m.a. í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Fyrst hittu þeir nemendur í lífsleikni, fluttu fyrirlestur um störf gambíska Rauða krossins og sýndu fræðslumynd um lífið og fólkið í Gambíu. Að því loknu fóru þeir í kynnisferð um skólann í fylgd Atla Harðarsonar aðstoðarskólameistara.
Skráning stendur yfir á námskeið fyrir heimsóknavini
Vilt þú taka þátt í gefandi starfi? Kópavogsdeild óskar eftir sjálfboðaliðum til að gerast heimsóknavinir og sinna heimsóknaþjónustu. Heimsóknavinirnir rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir. Þeir veita félagsskap m.a. með því að spjalla, lesa fyrir viðkomandi, leika á hljóðfæri og fara í gönguferðir.
Undirbúningsnámskeið verður haldið í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 þriðjudaginn 26. febrúar kl. 18.00-22.00. Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum.
Flóðunum í sunnanverðri Afríku er ekki lokið
Brunaæfing á Húsavík
Nemendur í Breiðagerðisskóla láta gott af sér leiða
Nemendur úr þriðja bekk Breiðagerðisskóla gáfu Rauða krossinum um tíu þúsund krónur sem þeir söfnuðu með ýmsum leiðum til styrktar barna úti í heimi sem þurfa á aðstoð að halda. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum í Gambíu, sem eru hér á landi til að kynna sér ýmis verkefni Rauða kross Íslands, tóku á móti söfnunarfénu fyrir hönd félagsins.
Söfnunarféð fer í styrktarsjóð sem rennur til ungmenna- og barnastarfs Rauða krossins víða um heim, til dæmis voru peningar sem söfnuðust árið 2007 notaðir til að hjálpa börnum í Malaví í suðurhluta Afríku.
Nemendurnir fengu sér göngutúr og heimsóttu landskrifstofu Rauða krossins ásamt kennurum sínum og afhendu starfsmönnum söfnunarféð.
Áfangi um sjálfboðið starf í Menntaskólanum á Ísafirði
Rauði kross Íslands gefur skyndihjálparveggspjald
Viðurkenning fyrir björgunarafrek veitt á 112 deginum á Blönduósi
Viðurkenning fyrir björgunarafrek veitt á 112 deginum á Blönduósi
Geðheilbrigði til umfjöllunar á Ísafirði
Í síðustu viku var haldinn fræðslufundur á Ísafirði og sóttu hann rúmlega 30 manns. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða krossins greindi frá aðdraganda og markmiðum með fræðslunni og Einar Guðmundsson geðlæknir fór yfir þau atriði sem skipta máli í starfi og virkni hópastarfs til þess að sjálfshjálparhópar eflist og dafni. Leitast var við að fá viðbrögð gesta og reynslusögur þeirra sem starfað hafa í sjálfshjálparhópum. Margrét Ómarsdóttir formaður Barnageðs og Eggert S. Sigurðsson frá Geðhjálp tóku þátt í umræðum og svöruðu fyrirspurnum.
Geðheilbrigði til umfjöllunar á Ísafirði
Í síðustu viku var haldinn fræðslufundur á Ísafirði og sóttu hann rúmlega 30 manns. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða krossins greindi frá aðdraganda og markmiðum með fræðslunni og Einar Guðmundsson geðlæknir fór yfir þau atriði sem skipta máli í starfi og virkni hópastarfs til þess að sjálfshjálparhópar eflist og dafni. Leitast var við að fá viðbrögð gesta og reynslusögur þeirra sem starfað hafa í sjálfshjálparhópum. Margrét Ómarsdóttir formaður Barnageðs og Eggert S. Sigurðsson frá Geðhjálp tóku þátt í umræðum og svöruðu fyrirspurnum.
Deildir kynntu skyndihjálp á 112 daginn
Margar deildir Rauða krossins tóku þátt í 112-deginum, sem fram fór síðast liðinn mánudag, með einum eða öðrum hætti. Flestar af deildunum sem tóku þátt heimsóttu skólana á sínu heimasvæði og afhentu þeim skyndihjálparveggspjaldið Getur þú hjálpað þegar á reynir?sem Rauði krossinn, í samstarfi við N1, gaf öllum leik,- grunn,- framhalds- og háskólum í landinu. Sumar deildir kynntu skyndihjálp á fjölförnum stöðum og buðu gestum og gangandi að læra skyndihjálp eða endurlífgun. Nokkrar deildir veittu viðurkenningar til einstaklinga fyrir eftirtektarverða færni í skyndihjálp sem varð til þess að mannslífi var bjargað. Skyndihjálparmaður ársins 2007 var svo útnefndur við hátíðlega athöfn í Skógarhlíðinni í Reykjavík. Hér má sjá sýnishorn af því sem fór fram hjá deildum á 112-daginn:
Mikið var um dýrðir í andyri verslunarhúss Bónuss, Apóteks Vesturlands og Tölvulistans á 112-daginn þegar Rauði krossinn á Akranesi og sjúkraflutningamenn vöktu athygli þeirra sem leið áttu um húsið á neyðarnúmerinu og mikilvægi skyndihjálpar. Uppákoman hófst með stuttri athöfn þegar Skarphéðinn Magnússon, stjórnarmaður Akranesdeildarinnar, veitti Eiríki Kristóferssyni viðurkenningu fyrir skyndihjálparafrek á árinu 2007 en hann brást rétt og vel við í alvarlegu vinnuslysi í Norðuráli fyrir réttu ári síðan. Einnig tóku fulltrúar allra leikskóla og grunnskóla á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit og Fjölbrautaskóla Vesturlands á móti skyndihjálparveggspjaldinu. Að athöfn lokinni var boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykurmælingu, vegfarendum bauðst að spreyta sig við endurlífgun, börn fengu að skoða sjúkrabílana og skyndihjálpartöskur voru til sölu.
112 dagurinn á Akranesi
Mikið var um dýrðir í andyri verslunarhúss Bónuss, Apóteks Vesturlands og Tölvulistans mánudaginn 11.2 þegar Rauði krossinn á Akranesi og sjúkraflutningamenn vöktu athygli þeirra sem leið áttu um húsið á neyðarnúmerinu og mikilvægi skyndihjálpar.
Uppákoman hófst með stuttri athöfn kl. 14.00 þegar Skarphéðinn Magnússon, stjórnarmaður Akranesdeildarinnar, veitti Eiríki Kristóferssyni viðurkenningu fyrir skyndihjálparafrek á árinu 2007, en hann brást rétt og vel við í alvarlegu vinnuslysi í Norðuráli fyrir réttu ári síðan. Einnig tóku fulltrúar allra leikskóla og grunnskóla á Akranesi og í Hvaljfarðarsveit og Fjölbrautaskóla Vesturlands, á móti veggspjaldinu Getur þú hjálpað þegar á reynir. Rauði kross Íslands í samvinnu við N1 gefur öllum skólum á landinu slíkt veggspjald. Að athöfn lokinni var boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykurmælingu, vegfarendum bauðst að spreyta sig við endurlífgun, börn fengu að skoða sjúkrabílana og skyndihjálpartöskur voru til sölu.
Sjúkra- og heimsóknarvinir á námskeiði í sálrænum stuðningi
Laugardaginn 9. febrúar sóttu sjúkra- og heimsóknarvinir hjá Akranesdeild Rauða krossins námskeið í sálrænum stuðningi. Leiðbeinendur voru Jón Jóhannsson, djákni, og Guðrún K. Þórsdóttir, djákni og sálfræðingur.
Á námskeiðinu var fjallað um sálrænan stuðning almennt, rætt um Alzheimer sjúkdóminn – einkenni og viðbrögð við þeim, handleiðslu fyrir heimsóknarvini og fleira sem tengist starfi sjáflboðaliða í heimsóknarþjónustu.
Forvarnarstarf Rauða krossins gegn malaríu í Gambíu
112 dagurinn
Bjargaði eiginkonu í hjartastoppi
Viðbragðsaðilar minna á neyðarnúmerið á 112-daginn
112-dagurinn er í dag, 11. febrúar, en tilgangur hans er að minna á neyðarnúmerið og það víðtæka net björgunaraðila sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Auk þess er unnt að hafa samband við barnaverndaryfirvöld um allt land í gegnum neyðarnúmerið, 112. Neyðarlínunni bárust um 266 þúsund neyðarsímtöl á síðasta ári og var í langflestum tilvikum beðið um aðstoð lögreglu og slökkviliða.
Efnt verður til móttöku í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð síðdegis í dag þar sem verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2007 verða afhent og skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flytur ávarp og Lögreglukórinn tekur nokkur lög fyrir gesti.
Skyndihjálp á 112-daginn
Allir skólar í landinu fá nýtt skyndihjálparveggspjald
Skráning hafin á námskeiðið Sálrænn stuðningur
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Sálrænn stuðningur mánudaginn 7. apríl kl. 17-21 í Hamraborg 11, 2. hæð.
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.Viðfangsefni eru meðal annars: Mismunandi tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn, sálræn skyndihjálp, stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks, sorg og sorgarferli. Námskeiðsgjald er 5.000 krónur og innifalið er skírteini sem staðfestir þátttöku.
Vin í 15 ár
Vin í 15 ár
Heimsóknavinir á Ólafsfirði
Þar með bætast sjálfboðaliðar Ólafsfjarðardeildar í hóp hundruð sjálfboðaliða á landinu sem gefa sér tíma til að heimsækja þá sem búa við félagslega einangrun og leggja sitt að mörkum til að auka lífsgæði þeirra og sjálfra sín í leiðinni.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi og Sigrún Sigurðardóttir formaður Ólafsfjarðardeildar sagði frá starfi deildarinnar.
Heimsóknavinir á Ólafsfirði
Þar með bætast sjálfboðaliðar Ólafsfjarðardeildar í hóp hundruð sjálfboðaliða á landinu sem gefa sér tíma til að heimsækja þá sem búa við félagslega einangrun og leggja sitt að mörkum til að auka lífsgæði þeirra og sjálfra sín í leiðinni.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi og Sigrún Sigurðardóttir formaður Ólafsfjarðardeildar sagði frá starfi deildarinnar.
Forgangsverkefni Alþjóða Rauða krossins á átakasvæðum
Régis Savioz, yfirmaður almannatengsladeildar Alþjóðaráðs Rauða krossins í Genf, kemur til Íslands í dag í boði Rauða kross Íslands.
Öskudagur
Öskudagurinn er í dag og komu ýmsar skemmtilegar verur í heimsókn í sjálfboðamiðstöðina til að syngja og fá sælgæti fyrir. Hér sáust meðal annars djöflar, kisur, kanínur, beinagrindur, norn og eitís-gella. Vinsælasta lagið var án efa Bjarnastaðarbeljurnar en einnig heyrðust mörg önnur lög. Eftir sönginn fengu krakkarnir svo að velja sér sælgæti, sleikjó eða karamellur.
Fatapakkar til Malaví
Fötin eru afrakstur prjónavinnu sjálfboðaliðanna síðustu mánaða en síðasta miðvikudag hvers mánaðar hittast sjálfboðaliðarnir í prjónakaffi í sjálfboðamiðstöðinni og fá þá garn með sér heim til að prjóna ungbarnaföt eins og peysur, teppi, húfur og sokka. Einnig fara samfellur, treyjur, handklæði og taubleyjur í pakkana.
Tveggja starfsmanna Alþjóða Rauða krossins er saknað
Teymi frá Rauða krossinum var í skipulagðri eftirlitsferð á merktum bíl í bænum Torkham sem er við landamæri Pakistans og Afganistans þegar starfsmaður Rauða krossins missti samband við þá. Þá voru þeir á fjölförnum vegi sem er mikið notaður til að koma hjálpargögnum frá Pakistan til Afganistans. Alþjóða Rauði krossinn lýsir áhyggjum yfir örlögum samstarfsfélaga sinna sem báðir eru pakistanskir borgarar.
„Við erum í stöðugu sambandi við yfirvöld til að tryggja að rétt sé að verki staðið við leit að þeim og að þeir komist til baka á öruggan hátt," segir Marc Archermann, yfirmaður skrifstofu Alþjóða Rauða krossins í borginni Peshawar í norðausturhluta Pakistans. „Öryggi hjálparstarfsmanna verður að vera til staðar til að fórnarlömb stríðsátaka fái þá hjálp sem þau þarfnast."
Þjónusta við nýbúa í bókasafninu á Egilsstöðum
Sjálfboðaliðar frá félögunum munu skiptast á að vera í bókasafninu einu sinni í viku á fimmtudögum milli klukkan 17 og 19 með kynningu á íslensku samfélagi, upplýsingaþjónustu og fleira.
Í tilefni opnunarinnar gáfu Sóroptimistakonur bókasafninu bækur á pólsku, hjón frá Finnlandi sungu og spiluðu og lesið var upp úr erlendum bókum á pólsku og þýsku.
Öflugt starf sjálfboðaliða Rauða krossins vegna flóða í Sunnanverðri Afríku
„Það er mjög óvenjulegt að sjá flóð í Simbabve á þessum árstíma, og fólk segir að þetta hafi ekki gerst í 20 ár. Vanalega fer ekki að bera á flóðum fyrr en um miðjan febrúar en í vetur byrjuðu flóðin í desember og það er vatn allsstaðar,“ segir Tandiwe Muramba, sem er tveggja barna móðir og einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum Rauða krossins í Simbabve.
„Hluti af starfi okkar sem sjálfboðaliðar er að vara íbúa þorpa sem eru í hættu við flóði og að fá þá til að yfirgefa heimili sín,“ segir Tandiwe. „Við brýnum fyrir öðrum að þeir verði að rata þangað sem land stendur hærra ef nauðsyn krefur og segjum þeim að reka mælistikur í jörðina til að geta séð hvenær vatnsborðið fer að hækka.“