28. mars 2008 : Skátar fræðast um Rauða krossinn

Í gærkvöldi kom hópur skáta úr Skátafélagi Akraness í Rauða kross húsið og fékk fræðslu um félagið og störf þess að mannúðarmálum. Farið var yfir sögu og markmið Rauða kross hreyfingarinnar og sérstaklega vikið að verkefnum Akranesdeildarinnar með ungu fólki og innflytjendum.

28. mars 2008 : Skráning stendur yfir á námskeið í sálrænum stuðningi

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Sálrænn stuðningur mánudaginn 7. apríl kl. 17-21 í Hamraborg 11, 2. hæð, og stendur skráning yfir.

Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.Viðfangsefni eru meðal annars: Mismunandi tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn, sálræn skyndihjálp, stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks, sorg og sorgarferli.

27. mars 2008 : Færanleg sjálfboðamiðstöð

Í vikunni afhenti IB. ehf. á Selfossi Reykjavíkurdeildinni nýjan Ford Expedition bíl. Bíllinn er keyptu í þeim tilgangi að draga hjólhýsi sem notað verður sem færanleg sjálfboðamiðstöð. Hjólhýsið verður til dæmis notað til að veita fólki skjól eftir eldsvoða, aðstoða ungt fólk af erlendum uppruna með heimalærdóm í hverfum borgarinnar, sjúkragæslu á Menningarnótt og margt fleira. IB ehf. gaf Rauða krossinum góðan afslátt og eiga þeir bestu þakkir fyrir.

Þann 8. apríl næstkomandi verður kynningarfundur á Laugarvegi 120 kl. 20:00 fyrir sjálfboðaliða sem hafa áhuga á að starfa í bílahópi Reykjavíkurdeildarinnar. Hlutverk hópsins er að sjá um minniháttar viðhald bílsins og hjólhýssins, vera sérfræðingar í notkun á hjólhýsinu og aka því þegar á þarf að halda. Kynningarfundurinn er opinn öllum.

27. mars 2008 : Vinsælt prjónakaffi

Þrjátíu konur mættu í prjónakaffi sem var haldið í sjálfboðmiðstöð Kópavogsdeildar í gær. Komu þær með ungbarnaföt sem þær höfðu prjónað og saumað síðasta mánuðinn og nýttu síðan samveruna til þess að prjóna, fá sér kaffi og ræða saman um hin ýmsu mál. Nokkrir nýir sjálfboðaliðar bættust í hópinn eftir að hafa séð auglýsingu um prjónakaffið í blöðunum og bjóðum við þá sérstaklega velkomna í þennan góða hóp.

27. mars 2008 : Endurhæfingarklúbbur á Akranesi

Í gær, miðvikudaginn var undirritað samkomulag  um rekstur endurhæfingarklúbbs fyrir öryrkja á Akranesi. Um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða og að því standa Rauði krossinn á Akranesi, Akraneskaupstaður, Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi og Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi - með stuðningi frá Hvalfjarðarsveit og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Stofnuð verður fjögurra manna verkefnisstjórn, sem hafa mun umsjón með starfseminni, skipuð fulltrúum þeirra aðila sem að endurhæfingarklúbbnum standa. Við undirskriftina var jafnframt tilkynnt að Sigurður Sigursteinsson, iðjuþjálfi, hefði verið ráðinn forstöðumaður klúbbsins.

27. mars 2008 : Endurhæfingarklúbbur á Akranesi

Í gær, miðvikudaginn var undirritað samkomulag  um rekstur endurhæfingarklúbbs fyrir öryrkja á Akranesi. Um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða og að því standa Rauði krossinn á Akranesi, Akraneskaupstaður, Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi og Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi - með stuðningi frá Hvalfjarðarsveit og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Stofnuð verður fjögurra manna verkefnisstjórn, sem hafa mun umsjón með starfseminni, skipuð fulltrúum þeirra aðila sem að endurhæfingarklúbbnum standa. Við undirskriftina var jafnframt tilkynnt að Sigurður Sigursteinsson, iðjuþjálfi, hefði verið ráðinn forstöðumaður klúbbsins.

27. mars 2008 : ´" Á flótta " leikurinn á Akureyri

Helgina 5. – 6. apríl n.k. er fyrirhugað að halda leikinn “ Á flótta “ á Akureyri og er skráning hafin. Leikurinn stendur  í einn sólahring og reynir á andlegt og líkamlegt þrek þátttakenda þannig að æskilegt er að þátttakendur séu ekki yngri en 15 ára eða tilbúninir fyrir þessa þolraun.


26. mars 2008 : Hugmynd sem óx

Í morgun heimsótti hópur barna í 5. og 6.bekk í Grundaskóla Rauða krossinn á Akranesi og fékk fræðslu um starfsemi félagsins. Heimsóknin var liður í valáfanga sem fjallar um mannúðarstörf og skyndihjálp.

25. mars 2008 : Aðalfundum deilda lokið

Aðalfundum deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum, átta talsins, var lokið fyrir páska. Fram kom á fundunum að deildir vinna að fjöldamörgum og fjölbreyttum verkefnum.

22. mars 2008 : Nemendur í Snælandsskóla gáfu Rauða krossinum þrettán hjól

Á dögunum afhentu nokkrir nemendur úr unglingadeild Snælandsskóla fulltrúum Rauða krossins þrettán hjól sem þau höfðu gert upp. Nokkur hjól eru nú þegar á leið til Gambíu en þau sem eftir eru fara síðar til Malaví. Landsfélög Rauða krossins í þessum löndum koma hjólunum áleiðis til þeirra sem þurfa. Þetta er í annað sinn sem krakkarnir í Snælandsskóla afhenda Rauða krossinum hjól að gjöf og munu þau áreiðanlega koma sér vel hjá nýjum eigendum.

22. mars 2008 : Nemendur í Snælandsskóla gáfu Rauða krossinum þrettán hjól

Á dögunum afhentu nokkrir nemendur úr unglingadeild Snælandsskóla fulltrúum Rauða krossins þrettán hjól sem þau höfðu gert upp. Nokkur hjól eru nú þegar á leið til Gambíu en þau sem eftir eru fara síðar til Malaví. Landsfélög Rauða krossins í þessum löndum koma hjólunum áleiðis til þeirra sem þurfa. Þetta er í annað sinn sem krakkarnir í Snælandsskóla afhenda Rauða krossinum hjól að gjöf og munu þau áreiðanlega koma sér vel hjá nýjum eigendum.

19. mars 2008 : Eftir fimm ára stríð búa milljónir Íraka enn við hörmungar

Fimm árum eftir að stríðið hófst í Írak hefur mannúðarástand í landinu versnað mjög mikið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóða Rauða krossins um ástandið í Írak. Átökin valda því að milljónir manna búa við lélega hreinlætisaðstöðu og takmarkaðan aðgang að góðu drykkjarvatni og heilsugæslu. Núverandi hörmungar eru enn alvarlegri vegna fyrri styrjalda og langvarandi viðskiptabanns.

„Þó að öryggisástand hafi batnað víða í Írak er mikilvægt að hafa í huga að milljónir manna búa enn við mjög kröpp kjör," sagði Beatrice Megevand Roggo sem hefur yfirumsjón með verkefnum Alþjóða Rauða krossins í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. „Meðal þeirra sem þurfa að þola mestan skort er fólk sem hefur flúið heimili sín, en einnig fjölskyldur sem hafa snúið aftur heim, börn, aldraðir, fatlaðir, ekkjur og fjölskyldur þeirra. Eins glíma fjölskyldur manna sem eru í varðhaldi oft við mikla erfiðleika."

19. mars 2008 : Dæmir þú fólk eftir útlitinu?

Í tilefni af Evrópuviku gegn fordómum tók Rauði krossinn þátt í hátíðarhöldum í gær ásamt Mannréttindaskrifstofu, Alþjóðahúsi, Amnesty International, Þjóðkirkjunni, Íslandi Panorama og Soka Gakkai Íslandi.

19. mars 2008 : Dæmir þú fólk eftir útlitinu?

Í tilefni af Evrópuviku gegn fordómum tók Rauði krossinn þátt í hátíðarhöldum í gær ásamt Mannréttindaskrifstofu, Alþjóðahúsi, Amnesty International, Þjóðkirkjunni, Íslandi Panorama og Soka Gakkai Íslandi.

19. mars 2008 : Ungmenni gegn fordómum

Í gær tóku Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Alþjóðahús, Amnesty International, Þjóðkirkjan, Ísland Panorama og Soka Gakkai Íslandi höndum saman við Smáralind, Glerártorg og Neista um dagskrá í tilefni af Evrópuviku gegn fordómum.

Í Reykjavík tóku Hara systur nokkur velvalin lög við góðar undirtektir Smáralindargesta og um hundrað krakka sem sérstaklega voru komin frá hinum ýmsu ngmennahreyfingum til að taka þátt í uppákomunni. Á Glerártorgi var mikið um dýrðir en þar kom hljómsveitin Edocsil fram og skemmti gestum.

18. mars 2008 : Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti

Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands tekur ásamt sex öðrum félagasamtökum þátt í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti sem stendur 15.-21. mars.

18. mars 2008 : Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti

Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands tekur ásamt sex öðrum félagasamtökum þátt í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti sem stendur 15.-21. mars.

18. mars 2008 : Nýr verkefnisstjóri

Um mánaðarmótin hóf Krystyna Jabluzewska störf sem verkefnastjóri innflytjendamála hjá Akranesdeildinni. Krystyna, sem er frá Póllandi, er í hálfu starfi og mun sinna upplýsinga- og ráðgjöf til innflytjenda og vinna að öðrum tilfallandi verkefnum.
Á þeim tíma stutta tíma sem Krystyna hefur starfað fyrir deildina hefur það sýnt sig að þörf fyrir pólskumælandi verkefnastjóra er brýn, enda hefur verið nóg að gera hjá henni frá fyrsta degi.

18. mars 2008 : Pólski konsúllinn vísiterar

Mánudaginn 17. mars heimsótti pólski konsúllinn,Michal Sihorski Akranes og átti gagnlega fundi bæði með íslendingum og löndum sínum. Um miðjan dag var haldinn fundur með starfsfólki Rauða krossins, Sjúkrahússins og heilsugæslunnar, Fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar, Grundaskóla, Vinnumálastofnunar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Þar sagði Micahel m.a. annars frá því að unnið væri að því að stofna Pólskt sendiráð á Íslandi og fjallaði um hvernig sendiráðið, Rauði krossinn og sveitarfélagið gætu unnið saman að ákveðnum málum, svo sem móðurmálskennslu fyrir pólsk börn, bókakaupum og fleiru.

17. mars 2008 : Skyndihjálparviðurkenningar á aðalfundi Árnesingadeildar

Árnesingadeild Rauða kross Íslands hélt aðalfund sinn að Hótel Flúðum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fengu tveir ungir menn viðurkenningu fyrir að hafa sýnt eftirtektarverða færni og þekkingu í skyndihjálp árið 2007.

Guðmann Unnsteinsson og Þórarinn Pálsson voru í fjallgöngu ásamt vini sínum sem féll um 70 metra í gljúfur. Þeir stóðu sig frábærlega, beittu réttum aðferðum og nýttu þekkingu sem þeir fengu á skyndihjálparnámskeiðum Rauða krossins sem þeir tóku í grunn- og framhaldsskóla. Þeir unnu mikið þrekvirki.

Gestur fundarins var Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarna Rauða krossins. Ræddi hann um mikilvægi þess að deildir hefðu neyðarvarnaáætlanir sínar vel uppfærðar og á að skipa vel þjálfuðum fjöldahjálparstjórum, því hamfarir og slys gera sjaldnast boð á undan sér.

17. mars 2008 : Veittu sálrænan stuðning í kjölfar eldsvoða

Viðbragðshópur Rauða krossins var kallaður út í gærmorgun vegna elds í fjölbýlishúsi í Hrafnhólum í Breiðholti. Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út.

Eldurinn kviknaði í íbúð á annarri hæð en húsið er átta hæða með um fimmtíu íbúðir og hátt í tvö hundruð íbúa. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð engum íbúa meint af.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins veittu íbúum í húsinu sálrænan stuðning þar sem mörgum hafði brugðið þegar eldsins varð vart.

Íbúðin þar sem eldurinn kviknaði var mannlaus og rannsakar lögreglan eldsupptök.

17. mars 2008 : Veittu sálrænan stuðning í kjölfar eldsvoða

Viðbragðshópur Rauða krossins var kallaður út í gærmorgun vegna elds í fjölbýlishúsi í Hrafnhólum í Breiðholti. Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út.

Eldurinn kviknaði í íbúð á annarri hæð en húsið er átta hæða með um fimmtíu íbúðir og hátt í tvö hundruð íbúa. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð engum íbúa meint af.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins veittu íbúum í húsinu sálrænan stuðning þar sem mörgum hafði brugðið þegar eldsins varð vart.

Íbúðin þar sem eldurinn kviknaði var mannlaus og rannsakar lögreglan eldsupptök.

17. mars 2008 : Skyndihjálparviðurkenningar á aðalfundi Árnesingadeildar

Árnesingadeild Rauða kross Íslands hélt aðalfund sinn að Hótel Flúðum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fengu tveir ungir menn viðurkenningu fyrir að hafa sýnt eftirtektarverða færni og þekkingu í skyndihjálp árið 2007.

Guðmann Unnsteinsson og Þórarinn Pálsson voru í fjallgöngu ásamt vini sínum sem féll um 70 metra í gljúfur. Þeir stóðu sig frábærlega, beittu réttum aðferðum og nýttu þekkingu sem þeir fengu á skyndihjálparnámskeiðum Rauða krossins sem þeir tóku í grunn- og framhaldsskóla. Þeir unnu mikið þrekvirki.

Gestur fundarins var Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarna Rauða krossins. Ræddi hann um mikilvægi þess að deildir hefðu neyðarvarnaáætlanir sínar vel uppfærðar og á að skipa vel þjálfuðum fjöldahjálparstjórum, því hamfarir og slys gera sjaldnast boð á undan sér.

14. mars 2008 : Heimsóknavinir Kópavogsdeildar hittast mánaðarlega

Kópavogsdeild Rauða krossins hélt mánaðarlega samveru heimsóknavina á þriðjudaginn. Alls mættu yfir tuttugu heimsóknavinir til að hlýða á erindi um þunglyndi og kvíða.

14. mars 2008 : Heimsóknavinir Kópavogsdeildar hittast mánaðarlega

Kópavogsdeild Rauða krossins hélt mánaðarlega samveru heimsóknavina á þriðjudaginn. Alls mættu yfir tuttugu heimsóknavinir til að hlýða á erindi um þunglyndi og kvíða.

14. mars 2008 : Fellibylur eykur enn á neyð í Mósambík

Mósambík varð aftur fyrir alvarlegu áfalli þegar fellibylurinn Jokwe reið yfir landið um síðustu helgi.  Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem náttúruhamfarir valda eyðileggingu í Mósambík.  Tugþúsundir manna er enn heimilislausar eftir mikil flóð í febrúar.  Rúmlega 8.000 hús meðfram ströndinni í norðurhluta landsins eyðilögðust af völdum fellibylsins, og rúmlega 40.000 manns þurftu að flýja heimili sín.

„Nákvæmar tölur fyrir landið allt eru ekki tiltækar því að ríksstjórnin og aðrar stofnar hafa enn ekki metið ástandið að fullu," segir Fernanda Teixeira, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík. „Rauði krossinn vinnur nú með yfirvöldum að því að leggja mat á ástandið og búist er við mun fleiri hafi orðið fyrir barðinu á fellibylnum."

14. mars 2008 : Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti 15. - 23. mars 2008: Viðburður í Smáralind 18. mars kl. 16

Á morgun hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti sem hverfist um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti, 21. mars. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda myrtir voru 21. mars 1960 er þeir mótmæltu aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Evrópuvikan miðar að því að uppræta mismunun, fordóma og þjóðernishyggju í álfunni og stuðla þannig að umburðarlyndu Evrópusamfélagi þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna.

Birtingarmyndir kynþáttamisréttis eru ólíkar eftir löndum og menningarsvæðum en kynþáttamisrétti nær yfir vítt svið - allt frá fordómum til ofbeldisverka. Kynþáttamisrétti á Íslandi birtist helst í útlendingafælni og duldum fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna en hefur því miður nýlega einnig brotist út í ofbeldi. Fordómarnir birtast einkum í hversdagslífinu - þegar talað er niður til þeirra sem ekki eru skilgreindir sem ,,hreinir” Íslendingar og þeir fá lakari þjónustu og atvinnu.

14. mars 2008 : Frétt RKÍ

Aðalfundur Akureyrardeildar Rauða krossins var haldinn 13. mars sl. Fram kom í máli Sigurðar Ólafssonar formanns að starf innan deildarinnar sé líflegt og gott og hafi vaxið mikið á árinu 2007.  Mikið sé af góðum sjálfboðaliðum og því bjart fram undan hjá deildinni. Siguður sem gengt hefur formennsku sl. 8 ár lét nú af störfum sem slíkur en mun áfram sinna ýmsum verkefnum fyrir deildina.  Við af honum sem formaður tekur Jón G. Knutsen sem sinnt hefur ýmsum störfum innan deildarinnar í áraraðir. 

 

13. mars 2008 : Vinnufundur um málefni innflytjenda

Mánudaginn 10. mars sl. var haldinn vinnufundur á Landsskrifstofu Rauða krossins, en hann sóttu fulltrúar nokkurra deilda sem vinna verkefni sem snúa að innflytjendum.

Á fundinum var fjallað um áherslu félagsins og málefnum innflytjenda og deildarfólk gerði grein fyrir verkefnum sem eru í gangi vítt og breytt um landið. Þá sagði Paola Caredenas, verkefnisstjóri í málefnum innflytjenda á landsskrifsofu, frá því hvernig það er að vera innflytjandi og studdist í erindi sínu bæði við eigin reynslu og rannsóknir sem gerðar hafa verið.

Það var samdóma álit fundargesta að það væri mjög gagnlegt að koma saman, fræðast um verkefni annarra deilda, miðla reynslu og afla nýrrar þekkingar.

 

12. mars 2008 : „Erfitt en áhugavert"

Samnorrænt sendifulltrúanámskeið er haldið í Munaðarnesi þessa vikuna. 25 þátttakendur frá Norðurlöndunum og Póllandi taka þátt í námskeiðinu, þar af níu á vegum Rauða kross Íslands.

Á námskeiðinu læra tilvonandi sendifulltrúar um grundvallarmarkmið og tilgang Rauða kross hreyfingarinnar, sögu hennar og um Rauða kross merkið. Þeir kynnast starfi landsfélaga, Alþjóðasambandsins og Alþjóðaráðs Rauða krossins. Markmiðið með námskeiðinu er að gera tilvonandi sendifulltrúa sem best í stakk búna til að sinna hjálparstarfi á vettvangi vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara eða vegna stríðsátaka en líka til að starfa að langtíma þróunarsamvinnu með systurlandsfélögum. Þeir fá fræðslu um heilsufarsvandamál sem upp geta komið, um öryggismál og um daglegt líf sendifulltrúa á vettvangi.

12. mars 2008 : „Erfitt en áhugavert"

Samnorrænt sendifulltrúanámskeið er haldið í Munaðarnesi þessa vikuna. 25 þátttakendur frá Norðurlöndunum og Póllandi taka þátt í námskeiðinu, þar af níu á vegum Rauða kross Íslands.

Á námskeiðinu læra tilvonandi sendifulltrúar um grundvallarmarkmið og tilgang Rauða kross hreyfingarinnar, sögu hennar og um Rauða kross merkið. Þeir kynnast starfi landsfélaga, Alþjóðasambandsins og Alþjóðaráðs Rauða krossins. Markmiðið með námskeiðinu er að gera tilvonandi sendifulltrúa sem best í stakk búna til að sinna hjálparstarfi á vettvangi vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara eða vegna stríðsátaka en líka til að starfa að langtíma þróunarsamvinnu með systurlandsfélögum. Þeir fá fræðslu um heilsufarsvandamál sem upp geta komið, um öryggismál og um daglegt líf sendifulltrúa á vettvangi.

12. mars 2008 : Góð mæting á samveru heimsóknavina

Kópavogsdeild hélt mánaðarlega samveru heimsóknavina í sjálfboðamiðstöðinni í gær og var mjög góð mæting. Alls mættu yfir tuttugu heimsóknavinir til að hlýða á erindi um þunglyndi og kvíða. Fulltrúi frá Geðhjálp hélt erindið og svaraði spurningum á eftir. Hann sagði frá starfi Geðhjálpar og persónulegri reynslu sinni en talaði einnig um einkenni þunglyndis og kvíða og gaf góð ráð um hvernig hægt er að hjálpa fólki sem glímir við slíka kvilla.

10. mars 2008 : Afríkuandi á aðalfundi Dýrafjarðardeildar

Það ríkti Afríkuandi á aðalfundi Dýrafjarðardeildar sem haldinn var um helgina. Auk venjulegra aðalfundastarfa hlýddu fundarmenn á fræðsluerindi um Gambíu í Afríku.

10. mars 2008 : Skráning stendur yfir á námskeiðið Slys á börnum

Kópavogsdeild heldur námskeiðið Slys á börnum 17. og 18. mars kl. 18-21 í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11, 2. hæð. Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi. Skráning stendur yfir á námskeiðið og enn eru laus pláss. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig hér á síðunni fyrir 14. mars

7. mars 2008 : Grunnskólar höfuðborgarsvæðis fá heimsókn frá Rauða krossinum

Deildir á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur eins og undanfarin ár heimsótt áttundu bekkinga grunnskólanna og kynnt starf félagsins innanlands og hvaða verkefni fyrir ungmenni deildir hafa upp á að bjóða. Krakkarnir geta til dæmis lagt sitt af mörkum við hjálparstarfið með því að gefa fötin sem þau eru hætt að nota til Fataflokkunarstöðvarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Svæðisfulltrúi heldur utan um kynningarnar og fer í skólana ásamt sjálfboðaliðum og starfsmönnum deilda. Um þessar mundir eru sjálfboðaliðar frá Gambíu í Vestur-Afríku í heimsókn hjá Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar og hafa þeir komið með í nokkrar kynningar og kynnt land og þjóð og starfsemi Rauða krossins þar. Heimsóttir hafa verið 20 skólar og nokkrar heimsóknir eru framundan.

Rauði krossinn hefur á boðstólnum fræðsluefni fyrir öll skólastig á skólvef, www.redcross.is/skoli. Kennsluleiðbeiningar fylgja.

7. mars 2008 : Grunnskólar höfuðborgarsvæðis fá heimsókn frá Rauða krossinum

Deildir á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur eins og undanfarin ár heimsótt áttundu bekkinga grunnskólanna og kynnt starf félagsins innanlands og hvaða verkefni fyrir ungmenni deildir hafa upp á að bjóða. Krakkarnir geta til dæmis lagt sitt af mörkum við hjálparstarfið með því að gefa fötin sem þau eru hætt að nota til Fataflokkunarstöðvarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Svæðisfulltrúi heldur utan um kynningarnar og fer í skólana ásamt sjálfboðaliðum og starfsmönnum deilda. Um þessar mundir eru sjálfboðaliðar frá Gambíu í Vestur-Afríku í heimsókn hjá Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar og hafa þeir komið með í nokkrar kynningar og kynnt land og þjóð og starfsemi Rauða krossins þar. Heimsóttir hafa verið 20 skólar og nokkrar heimsóknir eru framundan.

Rauði krossinn hefur á boðstólnum fræðsluefni fyrir öll skólastig á skólvef, www.redcross.is/skoli. Kennsluleiðbeiningar fylgja.

7. mars 2008 : Alþjóðadagur kvenna: Eru þeir enn á lífi? Konur leita sannleikans um afdrif ástvina sinna

Um allan heim þurfa hundruð þúsunda kvenna að þola hörmungar af völdum vopnaðra átaka. Meðal þess sem veldur þeim mestum þjáningum er það hve erfitt getur reynst að fá vitneskju um horfna ættingja.

Flestir þeirra sem eru drepnir eða hverfa eru karlmenn og því lendir það fyrst og fremst á konum að reyna að komast að því hvað orðið hafi um þá. Í tilefni af alþjóðlega kvennadeginum 8. mars vill Alþjóða Rauði krossinn vekja athygli á því starfi sem unnið er til að draga úr þjáningum þeirra kvenna sem leita að horfnum ástvinum víða um heim.

7. mars 2008 : Nýr svæðisfulltrúi með aðsetur á Akranesi

Í byrjun mars tók til starf nýr svæðisfulltrúi á Vesturlandi. Hann heitir Kristján S. Bjarnason og kemur til starfa á háannatíma, enda tími aðalfunda og mikið um að vera á svæðinu

6. mars 2008 : Sálrænn stuðningur eftir slys skiptir máli

Fræðslufyrirlestur um skyndihjálp og sálrænan stuðning var haldinn á vegum Rauða krossins í samvinnu við foreldrafélag Grunnskólans á Ísafirði í gær.

6. mars 2008 : Vel sótt námskeið í skyndihjálp

Námskeið í almennri skyndihjálp var haldið hjá Kópavogsdeild í vikunni og var það vel sótt. Tuttugu þátttakendur sátu námskeiðið og fögnum við því að svona margir hafi áhuga á því að öðlast þessa brýnu þekkingu. Þátttakendurnir fengu leiðsögn varðandi grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmið námskeiðsins er að þátttakendurnir verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Allir fá skírteini sem staðfestir þátttöku.

5. mars 2008 : Fjöldahjálparstjórar á Norðurlandi æfa hópslys

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki síðastliðinn laugardag. 24 þátttakendur víðsvegar af Norðurlandi hlýddu á fyrirlestra og fóru í verklegar hópslysaæfingar.

Í upphafi námskeiðsins var farið í æfingu sem gengur út á að þátttakendur raða sér upp í hlutverk sem þarf að sinna samkvæmt SÁBF kerfinu. Gekk æfingin út á að rúta hafði oltið og þurftu allir sem á námskeiðinu voru að setja sig í þær aðstæður að um neyðartilfelli væri að ræða. Skemmst er að segja frá því að allt gekk upp þó mikill hamagangur væri á tímabili við að koma slösuðum á viðeigandi staði.

5. mars 2008 : Fjöldahjálparstjórar á Norðurlandi æfa hópslys

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki síðastliðinn laugardag. 24 þátttakendur víðsvegar af Norðurlandi hlýddu á fyrirlestra og fóru í verklegar hópslysaæfingar.

Í upphafi námskeiðsins var farið í æfingu sem gengur út á að þátttakendur raða sér upp í hlutverk sem þarf að sinna samkvæmt SÁBF kerfinu. Gekk æfingin út á að rúta hafði oltið og þurftu allir sem á námskeiðinu voru að setja sig í þær aðstæður að um neyðartilfelli væri að ræða. Skemmst er að segja frá því að allt gekk upp þó mikill hamagangur væri á tímabili við að koma slösuðum á viðeigandi staði.

4. mars 2008 : Að sofna ánægður og hlakka til næsta dags

Á dögunum var opið hús hjá Hveragerðisdeild. Gestur í opnu húsi að þessu sinni var Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur sem flutti erindi undir yfirskrifstinni „að sofna ánægður og hlakka til næsta dags".

 

Öllum sjálfboðaliðum deildarinnar sem og öðrum áhugasömum var boðið að koma og hlýða á erindið sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Að því loknu voru fyrirspurnir og umræður.  

Þessi nýbreytni í starfi deildarinnar þótti takast vel og voru það ánægðir gestir sem fóru heim að erindi loknu og vonandi sofnuðu flestir ánægðir og hlökkuðu til næsta dags.

4. mars 2008 : Sjúkrahús í Gaza anna vart umönnun særðra borgara

Sívaxandi ofbeldiog átök á Gazasvæðinu undanfarna daga hafa haft veruleg áhrif á íbúa, sérstaklega í næsta nágrenni við Ísrael. Óbreyttir borgarar hafa orðið verst fyrir barðinu á aðgerðum ísraelska hersins. Síendurteknar árásir hersins gera Rauða hálfmánanum erfitt um vik að flytja sært og veikburða fólk frá átakasvæðunum.

Bardögum hefur heldur linnt frá því á mánudag, en ástandið er enn viðkvæmt og mikil spenna ríkir. Unnið er á gjörgæslu- og skurðstofum allan sólarhringinn, en sjúkrahúsin í Gaza geta varla annað þessu mikla álagi sem verið hefur undanfarna daga.

4. mars 2008 : Aðalfundur á Akranesi

Aðalfundur Rauða krossins á Akranesi var haldinn mánudaginn 3. mars. Nokkrar breytingar urðu í stjórn deildarinnar þar sem Skarphéðinn Magnússn og Lárus Guðjónsson gáfu ekki kost á sér til frekari stjóranarsetu. Svala Hreinsdóttir var endurkjörin og nýir í stjórn voru kjörnir Þór Birgisson og Zbigniew Harasimczuk sem aðalmenn og Ásgeir Sveinsson varamaður. Aðrir aðilar í stjórn eru Sveinn Kristinsson, formaður, Sólveig Reynisdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Shyamali Ghosh og til vara Alda Vilhjálmsdóttir og Anna Sólveig Smáradóttir.

Um leið og þeim Skarphéðni og Lárusi var þakkað fyrir þeirra sjálfboðna starf í þágu deildarinnar voru nýir stjórnarmenn boðnir velkomnir.

4. mars 2008 : Nýr formaður Rangárvallasýsludeildar

Aðalfundur Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins var haldinn í Hótel Hvolsvelli á laugardaginn. Fram kom í skýrslu formanns að unnið hefur verið að mörgum verkefnum á árinu.

 

Deildin tekur á móti notuðum fatnaði í söfnunargáma, bæði á Hvolsvelli og Hellu. Á síðasta ári söfnuðust sex tonn af fatnaði sem send voru til Fataflokkunarstöðvarinnar í Hafnarfirði. Meðal nýrra verkefna má nefna prjónahóp sem hittist vikulega í húsnæði deildarinnar og prjónar til góðra verka.

Gestur á fundinum var Hólmfríður Garðarsdóttir sem starfað hefur sem yfirmaður Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Mósambík. Flutti hún fróðlegt erindi og sýndi myndir frá Mósambík, en þar gegndi Rauði krossinn miklu hlutverki í neyðaraðstoð árið 2007.

4. mars 2008 : SJS hópur fræðist um Gambíu

Á mánudaginn hittust nemendur í SJS áfanga í Fjölbrautaskóla Vesturlands á fræðslufundi í Rauða kross húsinu þar sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæði og fyrrum sjálfboðaliði í Gambíu sagði frá dvöl sinni í Gambíu. Þóra hafði jafnframt meðferðis ýmiss konar skart, fatnað og myndverk frá Gambíu sem spennandi var að skoða.

Skammt er síðan sjálfboðaliðar frá Gambíu, þeir Alieu og Alagier, sóttu Fjölbrautaskólann heim og SJS nemendur hlýddu á erindi þeirra um gambíska Rauða krossinn og lífið í Gambíu. Hópurinn ætti því að vera orðinn margsfróður um lífið í landi þessara vina okkar og Rauða kross félaga í álfunni Afríku.

4. mars 2008 : Að sofna ánægður og hlakka til næsta dags

Á dögunum var opið hús hjá Hveragerðisdeild. Gestur í opnu húsi að þessu sinni var Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur sem flutti erindi undir yfirskrifstinni „að sofna ánægður og hlakka til næsta dags".

 

Öllum sjálfboðaliðum deildarinnar sem og öðrum áhugasömum var boðið að koma og hlýða á erindið sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Að því loknu voru fyrirspurnir og umræður.  

Þessi nýbreytni í starfi deildarinnar þótti takast vel og voru það ánægðir gestir sem fóru heim að erindi loknu og vonandi sofnuðu flestir ánægðir og hlökkuðu til næsta dags.

3. mars 2008 : Vinningshafar í opnunarleik leiðbeinendavefjar

Í tilefni af opnun vefsvæðis fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp var efnt til opnunarleiks þar sem rýna þurfti í vefinn og leita að hlut.

3. mars 2008 : Konur skemmta sér

Á laugardaginn var haldinn kvennafundur fyrir konur af íslenskum og erlendum uppruna í samstarfi Rauða krossins á Akranesi og Félags kvenna af erlendum uppruna. Paola Cardenas verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands flutti erindi um ferlið sem hefst þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nýs lands og Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinnar fjallaði um verkefni deildarinnar með innflytjendum.

Að framsögum loknum tók við skvísulegri skemmtun. Boðið var upp á kaffi og meðlæti, verslunin Bjarg á Akranesi gaf fjölbreyttar prufur af snyrtivörum og Pauline Mcharthy formaður SONI (Society of New Icelanders á Vesturlandi) kom með fulla tösku af naglalakki sem konur dunduðu sér við að prófa. Konur notuðu að sjálfsögðu tækifærið til þess að spjalla og kynnast.

3. mars 2008 : Konur skemmta sér

Á laugardaginn var haldinn kvennafundur fyrir konur af íslenskum og erlendum uppruna í samstarfi Rauða krossins á Akranesi og Félags kvenna af erlendum uppruna. Paola Cardenas verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands flutti erindi um ferlið sem hefst þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nýs lands og Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinnar fjallaði um verkefni deildarinnar með innflytjendum.

Að framsögum loknum tók við skvísulegri skemmtun. Boðið var upp á kaffi og meðlæti, verslunin Bjarg á Akranesi gaf fjölbreyttar prufur af snyrtivörum og Pauline Mcharthy formaður SONI (Society of New Icelanders á Vesturlandi) kom með fulla tösku af naglalakki sem konur dunduðu sér við að prófa. Konur notuðu að sjálfsögðu tækifærið til þess að spjalla og kynnast.