Handóðar konur á Stöðvarfirði
„Fimmtán konur eru í hópnum og hittast þær einu sinni í viku og prjóna og sauma föt og teppi fyrir börn,” segir Borghildur Jóna Árnadóttir hópstjóri. „Það er mikill áhugi og hugur í konunum og þó að þær komi ekki saman í sumar þá ætla þær að halda áfram heima hjá sér og safna lager fyrir haustið.”
Stærsti hluti afurðanna fer til barna í Gambíu en einnig í Rauða kross búðirnar í Reykjavík og Hafnarfirði.
Handóðar konur á Stöðvarfirði
„Fimmtán konur eru í hópnum og hittast þær einu sinni í viku og prjóna og sauma föt og teppi fyrir börn,” segir Borghildur Jóna Árnadóttir hópstjóri. „Það er mikill áhugi og hugur í konunum og þó að þær komi ekki saman í sumar þá ætla þær að halda áfram heima hjá sér og safna lager fyrir haustið.”
Stærsti hluti afurðanna fer til barna í Gambíu en einnig í Rauða kross búðirnar í Reykjavík og Hafnarfirði.
Prjónahópurinn pakkar 230 fatapökkum
Flugslysaæfing í Vestmannaeyjum
Flugslysaæfing í Vestmannaeyjum
Fjörfiskar bregða á leik
Í dag var slegið upp veislu í Rauða kross húsinu þegar Fjörfiskarnir, eldri börnin úr sérdeild Brekkubæjarskóla sem stunda frístundastarf í félagsmiðstöinni Þoprinu, kíktu í heimsókn. Sjálfboðaliðar úr heimsóknarþjónustu sáu um að baka vöfflur og hella upp á kakó síðan, einsog venja er í þessum hóp var mikið spjallað og sprellað, enda annálaðir grínarar meðal gesta.
Þetta var síðasta samverustund Rauða kross fólks og Fjörfiska fyrir sumarið, en í haust verður örugglega slegið upp nýrri veislu.
Samvinna deilda
Þá var einnig ákveðið að vinna sameiginlega að því, í samstarfi við framhaldsskóla á svæðinu, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi, V innumálastofnun og fleiri aðila, að sækja um fjármagn í sjóð sem ætlaður er til þess að fjármagna verkefni sem mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar í sjávarútvegi.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna harmar dauða fjögurra flóttamanna sem vísað var frá Tyrklandi
Atburðurinn átti sér stað miðvikudaginn 23. apríl á svæði þar sem landamæragæsla er takmörkuð, ekki langt frá Habur (Silogi) í Sirnak héraði í suðausturhluta Tyrklands. Samkvæmt vitnum höfðu tyrknesk yfirvöld áður reynt að vísa úr landi hópi 60 manna af ýmsu þjóðerni gegn vilja þeirra. Úr hópi þeirra leyfðu íraskir landamæraverðir 42 Írökum að koma yfir, en neituðu að taka við 13 Sýrlendingum og fimm Írönum.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna harmar dauða fjögurra flóttamanna sem vísað var frá Tyrklandi
Atburðurinn átti sér stað miðvikudaginn 23. apríl á svæði þar sem landamæragæsla er takmörkuð, ekki langt frá Habur (Silogi) í Sirnak héraði í suðausturhluta Tyrklands. Samkvæmt vitnum höfðu tyrknesk yfirvöld áður reynt að vísa úr landi hópi 60 manna af ýmsu þjóðerni gegn vilja þeirra. Úr hópi þeirra leyfðu íraskir landamæraverðir 42 Írökum að koma yfir, en neituðu að taka við 13 Sýrlendingum og fimm Írönum.
Flugslysaæfing í Vestmannaeyjum
Skyndihjálparhópur á Norðurlandi æfa rétt viðbrögð
Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman á Narfastöðum um síðustu helgi til æfinga og ekki síður til að hrista hópinn saman.
Vorfundur svæðisráðs með alþjóðlegum blæ
3. bekkur í Grundaskóla fær hjálmagjöf
Krakkarnir voru ákaflega ánægð með hjálmana sína og staðráðin í því að nota þá vel og eiga slysalaust hjólasumar.
Mikið að gera í skyndihjálpinni
Sjálfboðaliðum boðið að sjá söngleikinn ÁST
Fjölmargir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða krossins sáu söngleikinn ÁST á dögunum í boði Borgarleikhússins. Ást er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Sagan fjallar um ástir og daglegt líf heimilismanna á elliheimili.
Kópavogsdeild þakkar Þjóðleikhúsinu kærlega fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.
Fjölmennt lið frá Rauða krossinum aðstoðar vegna elds í dvalarheimili
Alþjóðlegur malaríudagur
Rauði krossinn í Sierra Leone gaf malaríunet um allt land árið 2006 með áherslu á börn yngri en fimm ára með þeim árangri að 23% aukning varð á notkun netanna á meðal almennings.
„Malaría er skelfileg ógn sem herjar á um 3,2 billión íbúa í 107 löndum um allan heim,” segir Juan Manuel Suárez del Toro, forseti Alþjóða Rauða krossins. „Könnunin sem gerð var í Sierra Leone sýndi með óyggjandi hætti að þátttaka Rauða krossins í baráttunni við malaríu getur skipt sköpum til að ná árangri.”
Alþjóðlegur malaríudagur
Rauði krossinn í Sierra Leone gaf malaríunet um allt land árið 2006 með áherslu á börn yngri en fimm ára með þeim árangri að 23% aukning varð á notkun netanna á meðal almennings.
„Malaría er skelfileg ógn sem herjar á um 3,2 billión íbúa í 107 löndum um allan heim,” segir Juan Manuel Suárez del Toro, forseti Alþjóða Rauða krossins. „Könnunin sem gerð var í Sierra Leone sýndi með óyggjandi hætti að þátttaka Rauða krossins í baráttunni við malaríu getur skipt sköpum til að ná árangri.”
Spilað á Höfða
Að kvöldi sumardagsins fyrsta efndu Sjúkravinir til spilavistar á Höfða í síðasta sinn á þessum vetri.
Undanfarin ár hafa Sjúkravinir staðið fyrir spilavist síðasta fimmtudag í mánuði á dvalarheimilinu Höfða og eru spilakvöldin fastur liður í tilveru margra sem þar búa. Einsog sjá má á meðfylgjandi mynd var fjölmennt á spilakvöldinu, enda ekki amalegt að fagna sumri með þessum hætti í góðum félagsskap. Í haust verður svo tekið til við spilamennskuna á ný.
Fjöldahjálparstjórar hittast
Síðan var keyrð svo kölluð skrifborðsæfing þar sem ímyndað rútuslys á Melrakkasléttu var viðfangsefnið. Notast var við nýlegan leik þar sem leikmunir eru uppteiknaður slysavettvangur, leikfangabílar og tæki.
Þótti mönnum þeir fá ágæta yfirsýn yfir hvernig hlutirnir gætu gengið fyrir sig í raunveruleikanum og hvernig almannavarnakerfið virkar. Þetta var auk þess hin besta skemmtun og ágæt leið til að hrista hópinn saman.
Fjöldahjálparstjórar hittast
Síðan var keyrð svo kölluð skrifborðsæfing þar sem ímyndað rútuslys á Melrakkasléttu var viðfangsefnið. Notast var við nýlegan leik þar sem leikmunir eru uppteiknaður slysavettvangur, leikfangabílar og tæki.
Þótti mönnum þeir fá ágæta yfirsýn yfir hvernig hlutirnir gætu gengið fyrir sig í raunveruleikanum og hvernig almannavarnakerfið virkar. Þetta var auk þess hin besta skemmtun og ágæt leið til að hrista hópinn saman.
Fjöldahjálparstjórar hittast
Síðan var keyrð svo kölluð skrifborðsæfing þar sem ímyndað rútuslys á Melrakkasléttu var viðfangsefnið. Notast var við nýlegan leik þar sem leikmunir eru uppteiknaður slysavettvangur, leikfangabílar og tæki.
Þótti mönnum þeir fá ágæta yfirsýn yfir hvernig hlutirnir gætu gengið fyrir sig í raunveruleikanum og hvernig almannavarnakerfið virkar. Þetta var auk þess hin besta skemmtun og ágæt leið til að hrista hópinn saman.
Góð stemning á markaði
Sjálfboðaliðar URKí lögðu fram 930 vinnustundir á síðasta ári
Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða krossins var haldinn á landsskrifstofu um helgina að viðstöddum tveimur tugum sjálfboðaliða. Í máli Jóns Þorsteins Sigurðssonar formanns URKÍ hefur stjórn og nefndir URKÍ lagt fram um 930 vinnustundir eða tæplega 40 vinnudaga á árinu 2007. Helst ber þar að nefna störf verkefnanefndar sem skipulagði og hélt utan um landsmót URKÍ á Kjalarnesi. Þá hefur hin nýstofnaða alþjóðanefnd styrkt samstarf URKÍ við ungmennahreyfingar Rauða krossins í Evrópu svo sem með þátttöku í samstarfsvettvangi ungmennahreyfinga.
Á fundinum voru drög að markmiðum og stefnu URKÍ til 2010 kynnt og rædd í hópum.
Í mörg horn að líta hjá leiðbeinendum í skyndihjálp
Leiðbeinendur í Skyndihjálp og björgun sóttu endurmenntunarnámskeið Rauða krossins í síðustu viku. Fjallað var meðal annars um neyðaráætlanir á sundstöðum og öryggi sundgesta. Námskeiðinu lauk með verklegum æfingum í Sundhöll Reykjavíkur og er óhætt að fullyrða að Sundhöllin var líklega öruggasta laug landsins það kvöldið. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Ólafur Ingi Grettisson og Finnbjörn Finnbjörnsson.
Annað endurmenntunarnámskeið tók við næsta dag fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp. Að þessu sinni var megin áherslan lögð á umfjöllun um slysaforvarnir, tíðni, tegund og alvarleika slysa af ýmsu tagi.
Vorfundur heimsóknar- og sjúkravina
Á fundinum ávarpaði Sveinn Kristinsson, formaður Akranesdeildarinnar, sjúkra- og heimsóknarvini og gerð grein fyrir því hvernig haldið verður utan um hópinn fram á haustið. Þá stendur til að fara í átak til að fjölga sjálfboðaliðum í heimsóknarþjónustunni og gera nokkrar breytingar á rekstri verkefnisins.
Aðstoð Rauða krossins skilur á milli lífs og dauða
145 þúsund krónur söfnuðust á fatamarkaði MK-nema um helgina
Námskeiðin Börn og umhverfi standa yfir
Deildir Rauða krossins standa fyrir námskeiðinu Börn og umhverfi fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Á námskeiðinu, sem er 16 kennslustundir, er farið í ýmislegt er varðar umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng.
Fjallað er um algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
Frekari upplýsingar um námskeiðin eru hér á vefsíðunni undir liðnum á döfinni.
Mikið líf og fjör á fatamarkaði MK-nema í dag, markaðurinn einnig á morgun
Nemendur í MK í áfanganum SJÁ 102 um sjálfboðið starf hjá Kópavogsdeild stóðu fyrir fatamarkaði í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í dag og var rífandi sala. Margir gerðu sér ferð í miðstöðina til að gera góð kaup á alls kyns fötum og varningi.
Markaðurinn heldur áfram á morgun, laugardag, frá kl. 11-17. Mikið úrval er enn í boði af fatnaði fyrir konur, karla, unglinga og börn. Verð á bilinu 300-1500 kr. Sérstakt tilboð er í gangi, “bland í poka”-horn þar sem hægt er að fylla einn poka af fötum fyrir 1.000 kr.
Rússneskt skyndihjálparnámskeið
Farið var í grunnatriði skyndihjálpar sem nauðsynlegt er að allir kunni til að geta veitt slösuðum eða sjúkum hjálp þar til aðstoð fagfólks berst. Til að mynda var farið í hvernig tryggja á öryggi á slysstað, hvernig meta á ástand slasaðra eða veikra, hvernig losa má aðskotahlut úr öndunarvegi, hvernig meðhöndla á áverka eins og blæðingar, höfuðhögg, mænuskaða, brunasár, beinbrot og liðáverka og alvarleg veikindi eins og brjóstverk, bráðaofnæmi, flogaveiki, sykursýki, öndunarerfiðleika og heilablóðfall. Verklegar æfingar voru auk þess framkvæmdar í endurlífgun og notkun hjartarafstuðtækja.
Rússneskt skyndihjálparnámskeið
Farið var í grunnatriði skyndihjálpar sem nauðsynlegt er að allir kunni til að geta veitt slösuðum eða sjúkum hjálp þar til aðstoð fagfólks berst. Til að mynda var farið í hvernig tryggja á öryggi á slysstað, hvernig meta á ástand slasaðra eða veikra, hvernig losa má aðskotahlut úr öndunarvegi, hvernig meðhöndla á áverka eins og blæðingar, höfuðhögg, mænuskaða, brunasár, beinbrot og liðáverka og alvarleg veikindi eins og brjóstverk, bráðaofnæmi, flogaveiki, sykursýki, öndunarerfiðleika og heilablóðfall. Verklegar æfingar voru auk þess framkvæmdar í endurlífgun og notkun hjartarafstuðtækja.
Málþing um innflytjendamál
Rauði krossinn áberandi á málþingi um innflytjendamál
Í upphafi þingsins kynnti Hildur Jónsdóttir nýja framkvæmdaáætlun stjórnvalda í málefnum innflytjenda. Fyrri hluti þingsins var annars helgaður umræðu um töluegar upplýsingar og ýmis félagsleg verkefni sem lúta að stuðningi við innflytjendur, t.d. ungbarnavernd og atvinnumál. Þá greindi Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur frá rannsókn sem hún vinnur nú að ásamt fleiri aðilum undir yfirskriftinni Innflytjendur í þremur sveitarfélögum: réttindi þátttaka og viðurkenning.
Málþing um innflytjendamál
Málþing um innflytjendamál
Sjálfboðaliðar í Hnotuberg
Fatamarkaður!
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur fatamarkað föstudaginn 18. apríl kl. 14-18 og laugardaginn 19. apríl kl. 11-17 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Nemendur MK í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf sjá um markaðinn og rennur allur ágóði hans til að styrkja ungmenni í Mósambík til mennta.
Seld verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og börn ásamt alls kyns varningi og er verð á bilinu 300-1500 krónur.
Eins og stórt heimili
Rauði krossinn í Hálsaskógi
Heimsóknin er liður í valáfanga um mannúða- og hjálparstarf sem Hildur Karen Aðalsteinsdóttir hefur kennt þeim í vetur. Hóparnir komu færandi hendi með veggspjöld sem þeir unnu út frá þemanu: Hvernig get ég hjálpað?
Alþjóða Rauði krossinn spáir matvælaskorti í Keníu og Sómalíu
Samkvæmt spám fyrir tímabilið mars til maí 2008, eru auknar líkur á því að úrkoma á austurhorni Afríku (þar á meðal Sómalíu, Keníu, Eþíópíu og austurhluta Tansaníu) verði minni en í meðalári. IGAD stofnunin gefur út spár um veðurfar til lengri tíma á grundvelli upplýsinga um hafstrauma og annarra áhrifaþátta.
Talið er að áhrifin af hafstraumnum La Nina verði mikil á tímabilinu mars til maí á þessu ári og af þeim sökum er búist við meiri þurrkum á austurhorni Afríku heldur en í venjulegu árferði. Yfirborðshiti sjávar meðfram austurströnd Afríku er jafnframt lægri en í meðalári en þesskonar skilyrði hafa að jafnaði í för með sér minni úrkomu á austurhorni Afríku. Samanlögð áhrifin af La Nina og lægri sjávarhita í Indlandshafi auka líkurnar á því að á tímabilinu mars til maí á þessu ári verði loftslag þurrara en í meðalári á þessu svæði.
Fjórar vinkonur héldu páskaungasölu til styrktar Rauða krossinum
Annað Börn og umhverfi námskeið
Leiðbeinendur eru sem endranær Jóhanna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og skyndihjálparleiðbeinandi, og Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, leikskólakennari.
Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og farið er yfir þroska ungra barna, hollustuhætti og heilbrigði.
Einsog myndin ber með sér er áhugi þátttakenda á viðfangsefninu mikill, enda mjög mikilvægt.
Sjálfboðaliðar fataflokkunar funda
Undirbúningur hafinn fyrir fatamarkað MK-nema
Áfanginn snýst um að vinna sjálfboðið starf fyrir Kópavogsdeild og er fatamarkaðurinn lokaverkefni nemendanna. Fóru þeir í fataflokkunarstöð Rauða krossins til að velja föt á markaðinn. Á næstunni munu þeir setja hann upp í sjálfboðamiðstöðinni, hengja upp auglýsingar vítt og breitt um Kópavog og loks afgreiða á markaðinum sjálfum.
Undirbúningur hafinn fyrir fatamarkað MK-nema
Áfanginn snýst um að vinna sjálfboðið starf fyrir Kópavogsdeild og er fatamarkaðurinn lokaverkefni nemendanna. Fóru þeir í fataflokkunarstöð Rauða krossins til að velja föt á markaðinn. Á næstunni munu þeir setja hann upp í sjálfboðamiðstöðinni, hengja upp auglýsingar vítt og breitt um Kópavog og loks afgreiða á markaðinum sjálfum.
Doberman félagar hafa áhuga á að vera heimsóknavinir
Á laugardaginn fóru verkefnistjóri heimsóknarþjónustu á landsskrifstofu ásamt sjálfboðaliða, sem er heimsóknarvinur með hund, og kynntu verkefnið fyrir félögum í „Doberman Ísland“ sem er félag Doberman hundaeigenda á Íslandi. Mikill áhugi er hjá félagsmönnum að taka þátt í verkefninu og var þeim kynnt það ferli sem hundaeigendur þurfa að fara í gegnum áður en hundarnir geta farið að heimsækja á vegum Rauða krossins ásamt fleiru.
Doberman félagar hafa áhuga á að vera heimsóknavinir
Á laugardaginn fóru verkefnistjóri heimsóknarþjónustu á landsskrifstofu ásamt sjálfboðaliða, sem er heimsóknarvinur með hund, og kynntu verkefnið fyrir félögum í „Doberman Ísland“ sem er félag Doberman hundaeigenda á Íslandi. Mikill áhugi er hjá félagsmönnum að taka þátt í verkefninu og var þeim kynnt það ferli sem hundaeigendur þurfa að fara í gegnum áður en hundarnir geta farið að heimsækja á vegum Rauða krossins ásamt fleiru.
Fjör á samveru heimsóknavina
Mánaðarleg samvera heimsóknavina Kópavogsdeildar var haldin í sjálfboðamiðstöðinni í gær og komu góðir gestir í heimsókn. Heimsóknavinum úr Hafnarfirði og Grindavík hafði verið boðið í því skyni að heimsóknavinir ólíkra deilda hittust, ættu góða stund saman og kynntu sér starf hvers annars.
Hópstjóri heimsóknavina í Kópavogsdeild byrjaði á því að segja frá heimsóknaþjónustu deildarinnar og síðan tóku fulltrúar úr Hafnarfjarðardeild við og sögðu meðal annars frá heimsóknum sínum til hælisleitenda. Heimsóknavinirnir úr Grindavík tóku því næst við orðinu og sögðu frá sínu starfi en þessi góði hópur kvenna kallar sig Friðarliljurnar. Þær syngja og spila fyrir sína gestgjafa og tóku lagið við góðar undirtektir hinna heimsóknavinanna. Það var því mikið líf og fjör í sjálfboðamiðstöðinni. Heimsóknavinirnir gæddu sér svo á fínum veitingum þar sem einn úr Kópavogsdeildinni hafði bakað pönnukökur og búið til kakó.
Fjör á samveru heimsóknavina
Mánaðarleg samvera heimsóknavina Kópavogsdeildar var haldin í sjálfboðamiðstöðinni í gær og komu góðir gestir í heimsókn. Heimsóknavinum úr Hafnarfirði og Grindavík hafði verið boðið í því skyni að heimsóknavinir ólíkra deilda hittust, ættu góða stund saman og kynntu sér starf hvers annars.
Hópstjóri heimsóknavina í Kópavogsdeild byrjaði á því að segja frá heimsóknaþjónustu deildarinnar og síðan tóku fulltrúar úr Hafnarfjarðardeild við og sögðu meðal annars frá heimsóknum sínum til hælisleitenda. Heimsóknavinirnir úr Grindavík tóku því næst við orðinu og sögðu frá sínu starfi en þessi góði hópur kvenna kallar sig Friðarliljurnar. Þær syngja og spila fyrir sína gestgjafa og tóku lagið við góðar undirtektir hinna heimsóknavinanna. Það var því mikið líf og fjör í sjálfboðamiðstöðinni. Heimsóknavinirnir gæddu sér svo á fínum veitingum þar sem einn úr Kópavogsdeildinni hafði bakað pönnukökur og búið til kakó.
Versnandi ástand í Afganistan
Rauði krossinn bregst við strætóslysi
Hádegisfundur SJS hóps
Hluti sjáfboðaliðanna hittist á hádegisfundi í dag, en slíkir fundir hafa verið haldnir reglulega til þess að fræðast og hafa gaman. Á fundinum nú var m.a. rætt hvernig gengið hefur í vetur, hvaða verkefni hafa skilað árangri og hver þarf að útfæra betur.
Fjör á samveru heimsóknavina
Mánaðarleg samvera heimsóknavina Kópavogsdeildar var haldin í sjálfboðamiðstöðinni í gær og komu góðir gestir í heimsókn. Heimsóknavinum úr Hafnarfirði og Grindavík hafði verið boðið í því skyni að heimsóknavinir ólíkra deilda hittust, ættu góða stund saman og kynntu sér starf hvers annars.
Hópstjóri heimsóknavina í Kópavogsdeild byrjaði á því að segja frá heimsóknaþjónustu deildarinnar og síðan tóku fulltrúar úr Hafnarfjarðardeild við og sögðu meðal annars frá heimsóknum sínum til hælisleitenda. Heimsóknavinirnir úr Grindavík tóku því næst við orðinu og sögðu frá sínu starfi en þessi góði hópur kvenna kallar sig Friðarliljurnar. Þær syngja og spila fyrir sína gestgjafa og tóku lagið við góðar undirtektir hinna heimsóknavinanna. Það var því mikið líf og fjör í sjálfboðamiðstöðinni. Heimsóknavinirnir gæddu sér svo á fínum veitingum þar sem einn úr Kópavogsdeildinni hafði bakað pönnukökur og búið til kakó.
Einkenni ofurálags umfjöllunarefni á námskeiði fyrir hælisleitendur
Góð þátttaka á námskeiði í sálrænum stuðningi
Kópavogsdeild hélt í gær námskeiðið Sálrænn stuðningur og var það vel sótt. Alls sátu fimmtán manns námskeiðið. Þátttakendurnir fræddust um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þeir lærðu að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.Viðfangsefnin voru meðal annars: Mismunandi tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn, sálræn skyndihjálp, stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks, sorg og sorgarferli.
Laus pláss á sumarmóti URKÍ
Viðbrögð fjöldahjálpar æfð í Menntaskólanum við Hamrahlíð
Sjálfboðaliðar léku hlutverk þolenda, blaðamanna og sjónvarpsmanna og sköpuðu margs konar áreiti sem hjálparliðið þurfti að leysa úr.
Æfingar af þessu tagi eru ómetanlegar til að tryggja það að sjálfboðaliðar Rauða krossins og stuðningsaðilar séu ávallt tilbúnir að opna fjöldahjálparstöðvar og taka á móti hópum þolenda vegna bruna, náttúruhamfara og hópslysa svo fátt eitt sé nefnt. Menntaskólinn við Hamrahlíð er ein 14 fjöldahjálparstöðva á höfuðborgarsvæðinu.
Foreldrar og dagmæður á skyndihjálparnámskeiði
Foreldrar og dagmæður á skyndihjálparnámskeiði
Landsfundur Urkí
í húsnæði Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Ljósmyndamaraþon hjá Eldhugum
Cristiano Ronaldo tilnefndur mannúðarsendiherra Rauða krossins
Fjölmennt Börn og umhverfi námskeið
Námskeiðið er ætlað ungmennum á 12. aldursári og eldri og fjallar um ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn, t.d. árangursrík samskipti, aga, umönnun, hollar lífsvenjur, leiki og leikföng.
Söngstund hjá Enter-krökkunum í Kópavogi
Enter-krakkarnir komu í dag í Sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og var söngur á dagskránni. Krakkarnir fengu sönghefti með gömlum og góðum íslenskum barnalögum og spreyttu sig á ýmsum lögum. Meðal annars tóku þau Sá ég spóa og Höfuð, herðar, hné og tær sem vakti mikla kátínu krakkanna. Síðan tók við dálítill dans og enduðu krakkarnir á því að fara í nokkra leiki. Tíkin Karó kom einnig í heimsókn og gerði hún hundakúnstir fyrir krakkana og gáfu þau henni nammi að launum.
Söngstund hjá Enter-krökkunum í Kópavogi
Enter-krakkarnir komu í dag í Sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og var söngur á dagskránni. Krakkarnir fengu sönghefti með gömlum og góðum íslenskum barnalögum og spreyttu sig á ýmsum lögum. Meðal annars tóku þau Sá ég spóa og Höfuð, herðar, hné og tær sem vakti mikla kátínu krakkanna. Síðan tók við dálítill dans og enduðu krakkarnir á því að fara í nokkra leiki. Tíkin Karó kom einnig í heimsókn og gerði hún hundakúnstir fyrir krakkana og gáfu þau henni nammi að launum.
Söngstund hjá Enter-krökkunum
Enter-krakkarnir komu í dag í sjálfboðamiðstöðina eins og venjan er á miðvikudögum og var söngur á dagskránni. Krakkarnir fengu sönghefti með gömlum og góðum íslenskum barnalögum og spreyttu sig á ýmsum lögum. Meðal annars tóku þau Sá ég spóa og Höfuð, herðar, hné og tær sem vakti mikla kátínu krakkanna. Síðan tók við dálítill dans og enduðu krakkarnir á því að fara í nokkra leiki. Tíkin Karó kom einnig í heimsókn og gerði hún hundakúnstir fyrir krakkana og gáfu þau henni nammi að launum.