30. júní 2008 : Frábær ferð í Bláa Lónið og Svartsengi

Síðastliðinn miðvikudag fóru sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins og hælisleitendur á Íslandi í skemmtilega sumarferð í Bláa Lónið og Svartsengi.

Ferðin var farin í blíðskaparveðri og ríkti bæði mikil eftirvænting og kátína meðal ferðalanga. Morguninn hófst með boðsferð í Bláa Lónið þar sem menn nutu afslappandi baðsins á rólegum morgni. Endurnærður hélt hópurinn svo yfir í Svartsengi þar sem tekið var á móti hópnum með veitingum í Eldborg og orkuverin skoðuð eftir að menn höfðu fengið létta hressingu. Skoðunarferðin endaði í Eldvörpum þar sem blásið var kröftulega úr einni af borholum Hitaveitunnar.

30. júní 2008 : Frábær ferð í Bláa Lónið og Svartsengi

Síðastliðinn miðvikudag fóru sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins og hælisleitendur á Íslandi í skemmtilega sumarferð í Bláa Lónið og Svartsengi.

Ferðin var farin í blíðskaparveðri og ríkti bæði mikil eftirvænting og kátína meðal ferðalanga. Morguninn hófst með boðsferð í Bláa Lónið þar sem menn nutu afslappandi baðsins á rólegum morgni. Endurnærður hélt hópurinn svo yfir í Svartsengi þar sem tekið var á móti hópnum með veitingum í Eldborg og orkuverin skoðuð eftir að menn höfðu fengið létta hressingu. Skoðunarferðin endaði í Eldvörpum þar sem blásið var kröftulega úr einni af borholum Hitaveitunnar.

27. júní 2008 : Filippseyjar: Alþjóða Rauði krossinn sendir út neyðarbeiðni

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni að upphæð 637 milljónir króna vegna hjálparstarfs á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins Fengshen sem skall á eyjaklasan 21. júní. Hamfarirnar hafa haft áhrif á meira en 200 þúsund fjölskyldur.

Til að mæta allra brýnustu þörfum fólksins hefur Alþjóða Rauði krossinn sent Rauða krossinum á Filippseyjum rúmlega 15 milljónir króna úr neyðarsjóði sínum, sem Rauði kross Íslands er aðili að.

27. júní 2008 : Kópavogsdeild afhendir Héraðsskjalasafni Kópavogs gömul gögn

Linda Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar, og Þóra Elfa Björnsson afhentu í dag Hrafni Sveinbjarnarsyni, héraðsskjalaverði, gömul gögn frá Kópavogsdeild. Þar á meðal voru bókhaldsgögn og handskrifaðar fundargerðarbækur, sú elsta frá stjórnarfundi 1977 en einnig bækur frá 1982 þegar sjúkravinahópur deildarinnar var settur á fót. Þóra Elfa sat í stjórn deildarinnar í 19 ár og skrifaði sumar fundargerðarbækurnar.

25. júní 2008 : Feimnin varð okkur að falli

Þrátt fyrir botnsætið í Face08 evrópskri keppni í skyndihjálp var það gleðin sem stóð uppúr ferðinni hjá skyndihjálparhópi Norðlendinga sem kom snemma á  mánudagsmorguninn til Akureyrar að keppnisferðinni til Liverpool lokinni, eftir 19 tíma ferðalag.
 
„Að sjálfsögðu voru menn ekki sáttir við að enda í neðsta sæti því allir hafa jú keppnisskap og löngun til að vera á toppnum,'' segir Guðný Björnsdóttir fararstjóri landsliðsins. „Eftir að hafa skoðað stigagjöf dómaranna þar sem við sáum hvar íslenska liðið var helst að tapa stigum varð liðið sáttara við hlutskipti sitt því stigin voru ekki að tapast í umönnun sjúklinganna heldur meira á tæknilegum atriðum.'' Fyrst og fremst tapaði liðið stigum á því hversu illa það þekkti umgjörð keppninnar en eins og þjálfari liðsins sagði: „Feimnin varð ykkur að falli,'' segir Guðný.

25. júní 2008 : Feimnin varð okkur að falli

Þrátt fyrir botnsætið í Face08 evrópskri keppni í skyndihjálp var það gleðin sem stóð uppúr ferðinni hjá skyndihjálparhópi Norðlendinga sem kom snemma á  mánudagsmorguninn til Akureyrar að keppnisferðinni til Liverpool lokinni, eftir 19 tíma ferðalag.
 
„Að sjálfsögðu voru menn ekki sáttir við að enda í neðsta sæti því allir hafa jú keppnisskap og löngun til að vera á toppnum,'' segir Guðný Björnsdóttir fararstjóri landsliðsins. „Eftir að hafa skoðað stigagjöf dómaranna þar sem við sáum hvar íslenska liðið var helst að tapa stigum varð liðið sáttara við hlutskipti sitt því stigin voru ekki að tapast í umönnun sjúklinganna heldur meira á tæknilegum atriðum.'' Fyrst og fremst tapaði liðið stigum á því hversu illa það þekkti umgjörð keppninnar en eins og þjálfari liðsins sagði: „Feimnin varð ykkur að falli,'' segir Guðný.

24. júní 2008 : Skyndihjálpahópur á Formúlu 1

Fjórum sjálfboðaliðum skyndihjálparhóps var boðið að taka þátt í sjúkragæslu á Formúlu 1 keppninni á dögunum. Hópurinn var í boði Rauða krossins í Mónakó, en þetta er annað árið í röð sem hópurinn fer þangað til starfa.

Verkefni hópsins voru fjölmörg enda í mörg horn að líta í svona keppni. Eitt af verkefnum hópsins á keppnisdaginn sjálfan var að gæta Alberts prins II við ráslínu keppninnar.

Að keppninni lokinn var sjálfboðaliðunum boðið til Ítalíu að skoða Rauða krossinn í San Remo. Þar var vel tekið á móti þeim að hætti Ítala með mat og drykk.
 

24. júní 2008 : Skyndihjálpahópur á Formúlu 1

Fjórum sjálfboðaliðum skyndihjálparhóps var boðið að taka þátt í sjúkragæslu á Formúlu 1 keppninni á dögunum. Hópurinn var í boði Rauða krossins í Mónakó, en þetta er annað árið í röð sem hópurinn fer þangað til starfa.

Verkefni hópsins voru fjölmörg enda í mörg horn að líta í svona keppni. Eitt af verkefnum hópsins á keppnisdaginn sjálfan var að gæta Alberts prins II við ráslínu keppninnar.

Að keppninni lokinn var sjálfboðaliðunum boðið til Ítalíu að skoða Rauða krossinn í San Remo. Þar var vel tekið á móti þeim að hætti Ítala með mat og drykk.
 

24. júní 2008 : Öflugt starf í Kópavogi á liðnum vetri

Kópavogsdeild hefur haldið úti öflugu sjálfboðaliðastarfi á liðnum vetri. Sífellt bætist í hóp sjálfboðaliða sem sinna ýmsum verkefnum á vegum deildarinnar. Í vetur hefur fjöldi sjálfboðaliða sinnt heimsóknaþjónustu á einkaheimilum, sambýlum aldraðra, í Sunnuhlíð, Rjóðrinu og Dvöl. Heimsóknavinirnir hitta gestgjafa sína reglulega og fara út að ganga með þeim, spjalla saman, fara á kaffihús, syngja og lesa svo eitthvað sé nefnt.

Sjálfboðaliðar vinna einnig með ungmennum, bæði íslenskum og erlendum, og stjórna vikulegum samverum þeirra þar sem ungmennin eru virkjuð á fjölbreyttan máta eins og með dansi, leiklist, föndri, söng og ýmiss konar fræðslu.

23. júní 2008 : Öflugt starf á liðnum vetri

Kópavogsdeild hefur haldið úti öflugu sjálfboðaliðastarfi á liðnum vetri. Sífellt bætist í hóp sjálfboðaliða sem sinna ýmsum verkefnum á vegum deildarinnar. Í vetur hefur fjöldi sjálfboðaliða sinnt heimsóknaþjónustu á einkaheimilum, sambýlum aldraðra, í Sunnuhlíð, Rjóðrinu og Dvöl. Heimsóknavinirnir hitta gestgjafa sína reglulega og fara út að ganga með þeim, spjalla saman, fara á kaffihús, syngja og lesa svo eitthvað sé nefnt.

Sjálfboðaliðar vinna einnig með ungmennum, bæði íslenskum og erlendum, og stjórna vikulegum samverum þeirra þar sem ungmennin eru virkjuð á fjölbreyttan máta eins og með dansi, leiklist, föndri, söng og ýmiss konar fræðslu.

23. júní 2008 : Góð stemning á Alþjóðadegi flóttamanna

Flóttamannaverkefni íslenskra stórnvalda og Rauða krossins var kynnt fyrir helgi á Alþjóðadegi flóttamanna á Akranesi. Thomas Straub, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi fluttu ávarp í tilefni dagsins.

Fyrr um daginn var Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra afhent fyrsta eintakið af Handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna í íslenskri þýðingu.

23. júní 2008 : Góð stemning á Alþjóðadegi flóttamanna

Flóttamannaverkefni íslenskra stórnvalda og Rauða krossins var kynnt fyrir helgi á Alþjóðadegi flóttamanna á Akranesi. Thomas Straub, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi fluttu ávarp í tilefni dagsins.

Fyrr um daginn var Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra afhent fyrsta eintakið af Handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna í íslenskri þýðingu.

23. júní 2008 : Hringdi og bað um vin

Ólöf Sigurrós, sem er 98 ára, fer í hverri viku á kaffihús með vinkonu sinni Bergdísi frá Rauða krossinum. Greinin birtist í 24stundum 12. júní 2008.

23. júní 2008 : Hringdi og bað um vin

Ólöf Sigurrós, sem er 98 ára, fer í hverri viku á kaffihús með vinkonu sinni Bergdísi frá Rauða krossinum. Greinin birtist í 24stundum 12. júní 2008.

20. júní 2008 : Alþjóðadagur flóttamanna 20. júní

Um 40 milljónir manna um allan heim hafa hrakist frá heimkynnum sínum vegna átaka, ofbeldis eða annarra orsaka.  Af þeim eru tæplega 12 milljónir flóttamenn í öðru landi, en um 26 milljónir eru á vergangi innan eigin landamæra.  Í dag, á Alþjóðadegi flóttamanna, er vakin sérstök athygli á aðstæðum þessa fólks um gjörvallan heim.

Að þessu tilefni stendur Rauði krossinn að dagskrá á Akranesi, heimabæ næsta hóps flóttamanna sem kemur til Íslands í haust. Klukkan 16:00 verður flóttamannaverkefni íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins kynnt við kaffihúsið Skrúðgarðinn, í sérstöku tjaldi frá Flóttamannastofnun.  Þar gefst fólki einnig færi á að kynna sér ferlið sem flóttafólk þarf að ganga í gegnum áður en því er veitt hæli í öðru landi.  Thomas Straub, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi flytja ávarp.  Allir eru velkomnir.

20. júní 2008 : Alþjóðadagur flóttamanna 20. júní

Um 40 milljónir manna um allan heim hafa hrakist frá heimkynnum sínum vegna átaka, ofbeldis eða annarra orsaka.  Af þeim eru tæplega 12 milljónir flóttamenn í öðru landi, en um 26 milljónir eru á vergangi innan eigin landamæra.  Í dag, á Alþjóðadegi flóttamanna, er vakin sérstök athygli á aðstæðum þessa fólks um gjörvallan heim.

Að þessu tilefni stendur Rauði krossinn að dagskrá á Akranesi, heimabæ næsta hóps flóttamanna sem kemur til Íslands í haust. Klukkan 16:00 verður flóttamannaverkefni íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins kynnt við kaffihúsið Skrúðgarðinn, í sérstöku tjaldi frá Flóttamannastofnun.  Þar gefst fólki einnig færi á að kynna sér ferlið sem flóttafólk þarf að ganga í gegnum áður en því er veitt hæli í öðru landi.  Thomas Straub, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi flytja ávarp.  Allir eru velkomnir.

20. júní 2008 : Allir eiga rétt á vernd

20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. Á Íslandi er Rauði krossinn fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og hefur tekið að sér málsvarahlutverk og hagsmunagæslu flóttafólks á Íslandi. Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. júní 2008.

 

20. júní 2008 : Alþjóðadagur flóttamanna í dag

Um 40 milljónir manna um allan heim hafa hrakist frá heimkynnum sínum vegna átaka, ofbeldis eða annarra orsaka. Af þeim eru tæplega 12 milljónir flóttamenn í öðru landi, en um 26 milljónir eru á vergangi innan eigin landamæra. Föstudaginn 20. júní, á Alþjóðadegi flóttamanna, er vakin sérstök athygli á aðstæðum þessa fólks um gjörvallan heim.

Í dómsmálaráðuneytinu verður Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra afhent kl. 13:45 fyrsta eintakið af Handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna í íslenskri þýðingu. Handbókin er gefin út af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rauða krossinum með styrk frá dómsmálaráðuneyti.  

19. júní 2008 : Milljónir á flótta um allan heim

Flóttamönnum fjölgaði í fyrra, í fyrsta skipti í fimm ár. Íraksstríðið er talinn vera helsti orsakavaldurinn.  Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, fjórði hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 9. júní 2008.

18. júní 2008 : Tekið á móti flóttamanni frá Sri Lanka

Starfsmenn Rauða krossins tóku á móti flóttamanni frá Sri Lanka í gær sem var veitt dvalarleyfi hér á landi. Maðurinn vann sem túlkur fyrir friðargæslu sem ríkisstjórnir Norðurlandanna stóðu fyrir í landinu og var óttast um öryggi hans eftir að verkefninu lauk fyrr á árinu. Íslensk yfirvöld hafa þegar tekið við einum flóttamanni frá Sri Lanka sem var í sömu stöðu. Norðmenn hafa tekið á móti átta fyrrverandi starfsmönnum friðargæslunnar ásamt fjölskyldum þeirra.

18. júní 2008 : Minjagripir úr perlum og steinum

Þessar dugmiklu Hólastelpur seldu minjagripi sem þær bjuggu til sjálfar úr perlum, steinum og skeljum. Söfnuðu þær heilmiklum peningum eða samtals kr. 2432 auk 5 evra! Ákváðu þær að gefa Rauða krossinum það sem safnaðist. Stúlkurnar heita: Anna Guðrún, Margrét Helga og Sigríður Vaka.Skagafjarðardeild Rauða krossins þakkar þeim innilega fyrir framtakið.

16. júní 2008 : Landsliðið í skyndihjálp í Evrópukeppni um endurlífgun

Rauði kross Íslands sendir landslið í skyndihjálp til að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni Rauða krossins um endurlífgun (First Aid  Convention in Europe, FACE), sem haldin verður dagana 19.-22. júní í Liverpool. Keppnin er sameiginlegur vettvangur fyrir sjálfboðaliða sem starfa við að veita skyndihjálp.

 Einn íslenskur dómari verður í keppninni, Gunnhildur Sveinsdóttir, sem er verkefnisstjóri í skyndihjálp hjá Rauða krossi Íslands.

„Þetta er metnaðarfull keppni og þátttakendur þurfa að vera reiðubúnir til að leggja á sig töluverðan undirbúning og æfingar,'' segir Hafsteinn Jakobsson liðstjóri.

16. júní 2008 : Markaðsdagar á Akureyri

Sjálfboðaliðar stóðu fyrir markaðsdögum á Akureyri á föstudag og laugardag í síðustu viku í hvílíkri rjómablíðu að ekki gat betra verið. Þetta var mjög heppilegt þar sem að salan fór að mestu fram utandyra. Mikil undirbúningsvinna  fór fram áður en af þessu gat orðið, við flokkun  á fatnaði, uppsetningu söluborða og uppröðun.
 
Markaðurinn er liður í fjáröflun deildanna á Norðurlandi til styrktar menntunarverkefni barna á barnaheimilinu Boa Esperanca  í Mapútó í Mósambík.

16. júní 2008 : Endurhæfingarhúsið HVER opnaði formlega fimmtudaginn 12. júní

Það var opið hús að Kirkjubraut 1  fyrir bæjarbúa þar sem þeir gátu kynnt sér starfsemina.

Það voru í kringum 80 manns sem komu í heimsókn og þáðu kaffiveitingar sem voru í boði ásamt því að setjast niður og spjalla við aðra gesti sem og félaga HVER.

Kolbrúnar Ingvarsdóttir, félagi í HVER, var með ljósmyndasýningu sem vakti mikla athygli og verða myndirnar til sýnis á næstu vikum.  Fólki er velkomið að koma og skoða og geta keypt myndir, en ágóðinn rennur óskiptur til starfsemi staðarins. Staðurinn er opinn alla virka daga kl. 8-16

16. júní 2008 : Góð þátttaka á námskeiðunum Börn og umhverfi

Kópavogsdeild hélt þrjú Börn og umhverfi námskeið í maí og júní og var fullbókað á þau öll. Samtals voru þátttakendurnir 58 á námskeiðunum þremur. Hvert námskeið skiptist á fjóra daga og þrjá tíma í senn. Leiðbeinendurnir voru leikskólakennari og hjúkrunarfræðingur. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Fyrstu tvo dagana er lögð áhersla á samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Þriðji og fjórði dagurinn snúast svo um slysavarnir, algengar slysahættur og ítarlega kennslu í skyndihjálp. Þar að auki fá þátttakendurnir innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

15. júní 2008 : Okkur var gefið annað tækifæri

Dragana Zastavnikovic kom til Ísafjarðar ásamt fjölskyldu sinni sem flóttamaður árið 1996. Óvissan var algjör en þeim var ekki lengur vært í heimalandi sínu.  Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, þriðji hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 7. júní 2008.

13. júní 2008 : Þarf ekki stór sveitarfélög til

Koma sautján flóttamanna til Hafnar í Hornafirði var stórt verkefni fyrir ekki stærra sveitarfélag. Áhugi bæjarbúa var mikill og lögðust allir á eitt við að standa sig sem best.  Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, annar hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 6. júní 2008.

13. júní 2008 : Heimsóknavinir í vorferð

Heimsóknavinir Kópavogsdeildar fóru í vorferð í vikunni til Akraness. Markmiðið var að gera sér glaðan dag og þakka heimsóknavinunum fyrir gott starf í vetur. Rúta sótti um tuttugu heimsóknavini í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og keyrði upp á Akranes til Akranesdeildar Rauða krossins en í húsakynnum deildarinnar beið starfsfólk og sjálfboðaliðar sem tóku vel á móti hópnum að sunnan. Þar fræddi framkvæmdastjóri Akranesdeildar hópinn um störf heimsóknavina á Skaganum og önnur verkefni deildarinnar. Gestirnir gáfu þá gestgjöfunum blóm með þökkum fyrir góðar viðtökur.

13. júní 2008 : Skemmtileg heimsókn

Á vorin taka sjálfboðaliðar Rauða krossins sig margir til og enda vetrarstarfið með skemmtireisum og nota um leið tækifærið til þess að kynna sér það sem aðrir sjálfboðaliðar eru að gera í öðrum deildum. Heimsóknarvinir í Kópavogu fóru í eina slíka reisu í liðinni viku og skruppu á Akranes.

Á Akranesi tók á móti þeim hópur heimsóknarvina hjá Akranesdeildinni ásamt starfsfólki deildarinnar og fjallað var stuttlega um starfsemi Rauða krossins á Akranesi. Síðan  var haldið á Safnasvæðið að Görðum þar sem gestir skoðuðu Byggðasafnið, Steinasafnið, Íþróttasafnið og Safn Landmælinga Íslands.

12. júní 2008 : Metþátttaka í Vin þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var heiðruð

Það var heldur betur tekist á í Vin, athvarfi Rauða krossins þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem nýverið lét af störfum sem forseti Skáksambandsins, var heiðruð með hraðskákmóti. 27 þátttakendur skráðu sig til leiks, og það á mánudegi kl. 13:00, en áður höfðu flestir mætt þar á Morgan Kane skákmótið í fyrra, átján manns.

Margir sterkir skákmenn voru með og nokkrir af efnilegustu ungu skákpiltum og –stúlkum landsins, m.a. Íslandsmeistaralið Rimaskóla og þau Jóhanna Björg og Birkir Karl úr heimsmeistaraliði Salaskóla í grunnskólaskák, árið 2007.

12. júní 2008 : 18 milljónir fyrir notuð föt í neyðaraðstoð Rauða krossins

Rauði kross Íslands hefur á síðustu vikum veitt 18 milljón króna framlag til neyðaraðstoðar úr fatasöfnunarverkefni sínu. Fyrstu 8 milljónirnar voru afhentar á aðalfundi Rauða krossins í maí og renna þær til Alþjóða Rauða krossins í Palestínu. Tíu milljónir fara svo í neyðaraðstoð Alþjóða Rauða krossins í Sómalíu þar sem hundruð þúsunda Sómala þjást af matar- og vatnsskorti í kjölfar harðnandi átaka og þurrka. Alþjóða Rauði krossinn sendi frá sér neyðarbeiðni í síðustu viku vegna ástandsins í Sómalíu sem er talið vera mesti harmleikur sem riðið hefur yfir landið á undanförnum áratug.  Stór hluti íbúa er örmagna eftir langvarandi átök og erfiða lífsbaráttu, en þurrkar í landinu hafa nú enn aukið á neyðarástand þar. Framlagið til Sómalíu var afhent við fatagám í Sorpu á Sævarhöfða í gær fyrir hönd allra þeirra sem gáfu notuð föt til félagsins á síðasta ári.  

11. júní 2008 : 18 milljónir fyrir notuð föt í neyðaraðstoð Rauða krossins

18 milljón króna framlag fatasöfnunarverkefnis Rauða krossins til neyðaraðstoðar var afhent við fatagám í Sorpu á Sævarhöfða í dag fyrir hönd allra þeirra sem gáfu notuð föt til félagsins á síðasta ári.  

Fjármagnið er fengið fyrir sölu á fatnaði sem fólk gefur Rauða krossinum, og fer allt framlagið til hjálparstarfa Alþjóða Rauða krossins.  Þetta er hæsta framlag sem fengist hefur fyrir notaðan fatnað á einu ári hér á landi síðan fatasöfnunarverkefnið hófst fyrir átta árum.

10. júní 2008 : Fatasöfnunin fer í draumahúsnæðið

Fatasöfnunarstöð Rauða krossins fer í nýtt húsnæði í sumar. Hún flytur á besta mögulega stað, við Skútuvog 1, steinsnar frá athafnasvæði Samskipa við Sundahöfn. Fatasöfnunin hefur hingað til haft aðsetur við Gjótuhraun í Hafnarfirði.

"Þetta er draumastaðsetningin, nálægt höfninni og helstu flutningaleiðum og aðgengileg skjólstæðingum og sjálfboðaliðum á einkabílum eða í strætó," segir Þórir Guðmundsson, nýkjörinn formaður stjórnar Fatasöfnunar Rauða krossins.

Örn Ragnarsson verkefnisstjóri Fatasöfnunar segir “Tíu ára leigusamningur gerir okkur kleift að ná meiri stöðugleika í starfseminni. Fatasöfnunin hefur þurft að flytja fjórum sinnum á átta árum.

10. júní 2008 : Markviss stefna um mannúð

Fimmtíu og tvö ár eru síðan fyrstu flóttamennirnir komu til landsins. Með stofnun flóttamannaráðs árið 1995 urðu vatnaskil í málaflokknum og mótuð var markviss stefna um mannúðaraðstoð. Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, fyrsti hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 5. júní 2008.

10. júní 2008 : Dagsferð Dvalar að Skógum

Miðvikudaginn 4. júní fóru gestir og starfsmenn Dvalar í dagsferð að Skógum, til að skoða Skógasafnið og Skógarfoss. Alls voru 17 manns með í för og geislaði tilhlökkunin af hverju andliti þegar rútan lagði af stað. Eftir stutt stopp á Selfossi og Hvolsvelli, þar sem ferðalangar réttu örlítið úr fótum, var hópurinn kominn á leiðarenda. Þegar komið var að Skógum gæddu ferðalangar sér á súpu og brauði á Skógakaffi. Eftir hádegisverðinn tók Þórður Tómasson, stofnandi Skógasafnsins, á móti hópnum. Undir leiðsögn hans fræddust ferðalangar heilmikið um safnmuni og sögu safnsins.

Eftir dágóðan tíma var Þórður kvaddur og hópurinn lagði af stað að Skógarfossi. Þegar að honum var komið gengu nokkrir upp að fossinum og voru þeir verðlaunaðir með vatnsúða frá fossinum. Slíkt var þó engin fyrirstaða fyrir ferðalangana til að bera Skógarfoss augum. Á heimleið var komið við í Hveragerði þar sem allir gæddu sér á ís í Eden í veðurblíðunni.

9. júní 2008 : Rauði krossinn tók þátt í Þjóðahátíð Alþjóðahússins

Rauði krossinn tók þátt í Þjóðahátíð Alþjóðahússins og kynnti vinadeildasamstarf  Hafnarfjarðardeildar við Malaví og Mentoraverkefni Garðabæjardeildar.

Ungliðar á vegum Hafnarfjarðardeildar stóðu fyrir bókamarkaði til styrktar félagsstarfi fyrir hælisleitendur á Íslandi auk þess sem þau kynntu vinadeildasamstarf við deild innan malavíska Rauða krossins. Á bás þeirra mátti jafnframt kaupa ýmsa muni og te frá Malaví. Ágóði af sölunni rennur beint til styrktar Rauða kross deildinni í Malaví. Ungmennin söfnuðu alls 19.750 krónum sem skiptast nokkurn vegin til helminga á milli þessara tveggja verkefna.

Á næsta bási við bókamarkaðinn kynnti Garðabæjardeild Mentoraverkefni sem deildin hefur umsjón með. Í verkefninu styðja íslenskar konur við bakið á erlendum konum sem hér búa með það að markmiði að auðvelda þeim atvinnuþátttöku og aðlögun að íslensku samfélagi.

7. júní 2008 : Skyndihjálparkennsla í 10. bekk

Nemendur í 10. bekk í fimm grunnskólum í Kópavogi, þ.e. Digranesskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Salaskóla og Smáraskóla, fengu kennslu á vorönn í skyndihjálp hjá Rauða krossinum. Alls voru þetta um 125 nemendur. Nemendurnir sóttu 16 kennslustunda námskeið í almennri skyndihjálp og hafa því öðlast víðtæka þekkingu á því hvernig bregðast skuli við í kjölfar slysa eða bráðaveikinda. Kunnátta í skyndihjálp getur skipt sköpum og hefur það marg sannað sig að almennir borgarar, sem oft mæta fyrstir á slysstað, geta veitt mikilvæga aðstoð áður en björgunarlið kemur á staðinn. Nemendurnir geta fengið námskeiðið metið til eininga í framhaldsskólum.

6. júní 2008 : Lifi sem Íslendingur, dey sem Ungverji

Mikael Franson var fyrsti flóttamaðurinn sem skrifaði sig á lista til Íslands í flóttamannabúðum 1956 í Austurríki. Viðtal við Mikael birtist í DV 30. mai 2008.

6. júní 2008 : Fulltrúar flóttamannanefndar á leið til Al Waleed flóttamannabúðanna í Írak

Íslensk sendinenfnd skipuð fulltrúum frá flóttamannanefnd og Útlendingastofnun lagði í dag af stað til Íraks til að taka viðtöl við flóttafólk sem boðið verður hæli hér á landi nú í haust. Atli Viðar Thorstensen verkefnisstjóri Rauða krossins um málefni flóttamanna er einn þriggja fulltrúa sendinefndarinnar.

Flóttafólkið dvelst í Al Waleed flóttamannabúðunum sem liggja á einskismannslandi nærri landamærum Sýrlands og býr við skelfilegar aðstæður. Það er mat Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna að palestínskir flóttamenn í Írak séu í brýnni þörf fyrir öruggt skjól, og fóru Sameinuðu þjóðirnar því þess á leit við íslensk stjórnvöld að veita hluta þeirra sem þar dvelja hæli.

Vegna ótryggs ástands í Al Waleed flóttamannabúðunum geta hvorki Flóttamannastofnun, Rauði krossinn né önnur hjálparsamtök hafst við í búðnum, og er aðeins hægt að fara þangað í björtu.

6. júní 2008 : Fulltrúar flóttamannanefndar á leið til Al Waleed flóttamannabúðanna í Írak

Íslensk sendinenfnd skipuð fulltrúum frá flóttamannanefnd og Útlendingastofnun lagði í dag af stað til Íraks til að taka viðtöl við flóttafólk sem boðið verður hæli hér á landi nú í haust. Atli Viðar Thorstensen verkefnisstjóri Rauða krossins um málefni flóttamanna er einn þriggja fulltrúa sendinefndarinnar.

Flóttafólkið dvelst í Al Waleed flóttamannabúðunum sem liggja á einskismannslandi nærri landamærum Sýrlands og býr við skelfilegar aðstæður. Það er mat Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna að palestínskir flóttamenn í Írak séu í brýnni þörf fyrir öruggt skjól, og fóru Sameinuðu þjóðirnar því þess á leit við íslensk stjórnvöld að veita hluta þeirra sem þar dvelja hæli.

Vegna ótryggs ástands í Al Waleed flóttamannabúðunum geta hvorki Flóttamannastofnun, Rauði krossinn né önnur hjálparsamtök hafst við í búðnum, og er aðeins hægt að fara þangað í björtu.

5. júní 2008 : Hálf milljón Sómala fær aðstoð frá Alþjóða Rauða krossinum

Alþjóða Rauði krossinn stefnir nú að því að auka verulega hjálparstarf sitt í Sómalíu til að bregðast við vaxandi vanda íbúa í landinu.

 

5. júní 2008 : Útskriftarnemar leikskólans í Vík fá reiðhjólahjálma að gjöf

Krakkarnir sem útskrifast af leikskólanum í Vík fengu reiðhjólahjálma að gjöf frá Rauða krossinum. Sveinn Þorsteinsson formaður Víkurdeildar færði þeim hjálmana og ræddi við þau um Rauða krossinn. Með í för var Jón Hlöðver Hrafnsson lögreglumaður sem fræddi krakkana um notkun hjálmanna og kenndi þeim að stilla festingarnar. Krakkarnir bíða spennt eftir því að fara á næsta skólastig.

Nokkrar deildir Rauða krossins hafa til margra ára haft það verkefni í lok skólaárs að gefa börnum leikskólahjálma. Er það liður í forvarnarstarfi félagsins í skyndihjálp og forvörnum.

5. júní 2008 : Útskriftarnemar leikskólans í Vík fá reiðhjólahjálma að gjöf

Krakkarnir sem útskrifast af leikskólanum í Vík fengu reiðhjólahjálma að gjöf frá Rauða krossinum. Sveinn Þorsteinsson formaður Víkurdeildar færði þeim hjálmana og ræddi við þau um Rauða krossinn. Með í för var Jón Hlöðver Hrafnsson lögreglumaður sem fræddi krakkana um notkun hjálmanna og kenndi þeim að stilla festingarnar. Krakkarnir bíða spennt eftir því að fara á næsta skólastig.

Nokkrar deildir Rauða krossins hafa til margra ára haft það verkefni í lok skólaárs að gefa börnum leikskólahjálma. Er það liður í forvarnarstarfi félagsins í skyndihjálp og forvörnum.

4. júní 2008 : Vor- og afmælishátíð sjálfboðaliða Kópavogsdeildar frestað

Í samráði við veðurfræðing hefur verið ákveðið að vor- og afmælishátíð deildarinnar sem átti að vera laugardaginn 7. júní verði frestað um óákveðinn tíma vegna slæmrar veðurspár þar sem hátíðin átti að vera utandyra. Við biðjumst velvirðingar á því að þurfa að grípa til þessa aðgerða.

3. júní 2008 : Prjónahópar á Norðurlandi hittast

Þátttakendur í prjónahópum deilda Rauða krossins á Norðurlandi brugðu undir sig betri fætinum og hittust til að bera saman prjónauppskriftir. Ferðalagið byrjaði með því sjálfboðaliðar í prjónahóp Skagafjarðardeildar fóru til Akureyrar þar sem félagar þeirra buðu þeim upp á hádegismat.
 
Síðan var ferðinni heitið til Dalvíkur og dvalarheimilið Dalbær sótt heim. Þar hafa íbúar prjónað til góðs í vetur og gefið til verkefnisins „Föt sem framlag”. Eftir heimsóknina á Dalbæ fengu hóparnir leiðsögn um Dalvík og Svarfaðardal, en Símon Páll og Rögnvaldur Skíði sögðu frá staðháttum og ábúendum.

2. júní 2008 : Rauði krossinn með áfallahjálp í skólum í Hveragerði

Rauði krossinn er með fræðslu um áfallahjálp, og áfallastreitu barna og unglinga í kjölfar jarðskjálfta í dag fyrir starfsfólk skólanna í Hveragerði.

2. júní 2008 : Sáttmáli um klasasprengjur veitir óbreyttum borgurum aukna vernd

Alþjóðaráð Rauða krossins fagnar sögulegu banni við klasasprengjum. Þessi vopn hafa valdið óbreyttum borgurum gríðarlegum þjáningum um áratugaskeið.

2. júní 2008 : Prjónahópskonur í vorferð

Sjálfboðaliðar í Föt sem framlag fóru í vorferð á dögunum til að gera sér glaðan dag og ljúka vetrarstarfinu. Ferðinni var heitið á Suðurland og var byrjað í Þorkelsgerði í Selvoginum. Þar skoðuðu prjónakonurnar íslenskt handverk eftir Sigurbjörgu Eyjólfsdóttur og fengu sér dálitla hressingu. Síðan lá leiðin á Selfoss í heimsókn til Árnesingadeildar Rauða krossins. Sjálfboðaliðar í Árnesingadeild tóku vel á móti prjónahópnum með ýmiss konar heimagerðu góðmeti og kræsingum. Svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum, Jóhanna Róbertsdóttir, kynnti starfið í þessum landshlutum og Ragnheiður Ágústsdóttir, starfsmaður Árnesingadeildar kynnti starf deildarinnar. Þá kynntu hópstjórar prjónahóps Kópavogsdeildar starf hópsins og færðu Árnesingadeild blóm að gjöf með þökkum fyrir góðar viðtökur.

2. júní 2008 : Rauði krossinn með áfallahjálp í skólum í Hveragerði

Rauði krossinn er með fræðslu um áfallahjálp, og áfallastreitu barna og unglinga í kjölfar jarðskjálfta í dag fyrir starfsfólk skólanna í Hveragerði.

1. júní 2008 : Að gefa gæðastund

1. júní 2008 : Rauði krossinn verður með vakt í kvöld á skjálftasvæðinu

Rauði krossinn verður með vakt í Hveragerði og á Selfossi eftir lokun þjónustumiðstöðva í kvöld, sunnudag. Fólki er einnig bent á að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 til að leita sér upplýsinga og aðstoðar. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og er gjaldfrjáls.

Í Hveragerði verða sjálfboðaliðar við í húsnæði Rauða krossins í Austurmörk frá klukkan 19:00 í kvöld til miðnættis. Þá verða sjálfboðaliðar á vakt á Selfossi í húsnæði Rauða krossins að Eyrarvegi 23 frá klukkan 19:00 til miðnættis.

Áfallahjálparteymi Rauða krossins verður að störfum í þjónustumiðstöðvunum á Selfossi og í Hveragerði næstu daga frá klukkan 17:00 til 20:00. Borgarafundir verða haldnir í dag í Sunnulækjarskóla á Selfossi klukkan 17:00 og í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka klukkan 20:30.

1. júní 2008 : Rauði krossinn verður með vakt í kvöld á skjálftasvæðinu

Rauði krossinn verður með vakt í Hveragerði og á Selfossi eftir lokun þjónustumiðstöðva í kvöld, sunnudag. Fólki er einnig bent á að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 til að leita sér upplýsinga og aðstoðar. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og er gjaldfrjáls.

Í Hveragerði verða sjálfboðaliðar við í húsnæði Rauða krossins í Austurmörk frá klukkan 19:00 í kvöld til miðnættis. Þá verða sjálfboðaliðar á vakt á Selfossi í húsnæði Rauða krossins að Eyrarvegi 23 frá klukkan 19:00 til miðnættis.

Áfallahjálparteymi Rauða krossins verður að störfum í þjónustumiðstöðvunum á Selfossi og í Hveragerði næstu daga frá klukkan 17:00 til 20:00. Borgarafundir verða haldnir í dag í Sunnulækjarskóla á Selfossi klukkan 17:00 og í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka klukkan 20:30.

1. júní 2008 : Rauði krossinn verður með vakt í kvöld á skjálftasvæðinu

Rauði krossinn verður með vakt í Hveragerði og á Selfossi eftir lokun þjónustumiðstöðva í kvöld, sunnudag. Fólki er einnig bent á að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 til að leita sér upplýsinga og aðstoðar. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og er gjaldfrjáls.

Í Hveragerði verða sjálfboðaliðar við í húsnæði Rauða krossins í Austurmörk frá klukkan 19:00 í kvöld til miðnættis. Þá verða sjálfboðaliðar á vakt á Selfossi í húsnæði Rauða krossins að Eyrarvegi 23 frá klukkan 19:00 til miðnættis.

Áfallahjálparteymi Rauða krossins verður að störfum í þjónustumiðstöðvunum á Selfossi og í Hveragerði næstu daga frá klukkan 17:00 til 20:00. Borgarafundir verða haldnir í dag í Sunnulækjarskóla á Selfossi klukkan 17:00 og í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka klukkan 20:30.

1. júní 2008 : Rauði krossinn verður með vakt í kvöld á skjálftasvæðinu

Rauði krossinn verður með vakt í Hveragerði og á Selfossi eftir lokun þjónustumiðstöðva í kvöld, sunnudag. Fólki er einnig bent á að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 til að leita sér upplýsinga og aðstoðar. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og er gjaldfrjáls.

Í Hveragerði verða sjálfboðaliðar við í húsnæði Rauða krossins í Austurmörk frá klukkan 19:00 í kvöld til miðnættis. Þá verða sjálfboðaliðar á vakt á Selfossi í húsnæði Rauða krossins að Eyrarvegi 23 frá klukkan 19:00 til miðnættis.

Áfallahjálparteymi Rauða krossins verður að störfum í þjónustumiðstöðvunum á Selfossi og í Hveragerði næstu daga frá klukkan 17:00 til 20:00. Borgarafundir verða haldnir í dag í Sunnulækjarskóla á Selfossi klukkan 17:00 og í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka klukkan 20:30.