30. júlí 2008 : Allir taka þátt á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðum Rauða krossins á Löngumýri í Skagafirði fyrir fatlaða lauk um helgina en þær voru nú haldnar tíunda sumarið í röð. Einnig hafa verið reknar sumarbúðir í Stykkishólmi síðustu fjögur sumur.

 

30. júlí 2008 : Allir taka þátt á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðum Rauða krossins á Löngumýri í Skagafirði fyrir fatlaða lauk um helgina en þær voru nú haldnar tíunda sumarið í röð. Einnig hafa verið reknar sumarbúðir í Stykkishólmi síðustu fjögur sumur.

 

30. júlí 2008 : Allir taka þátt á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðum Rauða krossins á Löngumýri í Skagafirði fyrir fatlaða lauk um helgina en þær voru nú haldnar tíunda sumarið í röð. Einnig hafa verið reknar sumarbúðir í Stykkishólmi síðustu fjögur sumur.

 

30. júlí 2008 : Mongólía: Forvarnarstarf bjargar mannslífum

Eftirtektarvert forvarnarstarf sem Rauði krossinn í Mongólíu hefur byggt upp vegna handa-, fóta- og munnsjúkdóms (HFMD) hefur dregið úr smithættu og útbreiðslu sjúkdómsins þar, en á meginlandi Kína og í Taívan hefur sjúkdómurinn kostað mörg mannslíf.

29. júlí 2008 : Sterkir skákmenn í tvöföldu afmælismóti skákfélags Vinjar

Ellefu þátttakendur skráðu sig til leiks í tvöföldu afmælismóti sem skákfélag Vinjar stóð fyrir á mánudaginn.

 

29. júlí 2008 : Sterkir skákmenn í tvöföldu afmælismóti skákfélags Vinjar

Ellefu þátttakendur skráðu sig til leiks í tvöföldu afmælismóti sem skákfélag Vinjar stóð fyrir á mánudaginn.

 

28. júlí 2008 : Kynningarfundur vegna komu flóttamanna

Í tilefni af komu flóttamanna til Akraness efnir Akranesdeild Rauða krossins til kynningarfundar í Rauða kross húsinu við Þjóðbraut mánudaginn 28. júlí klukkan 20:00.

25. júlí 2008 : Rauða kross kynning á skátamóti

Ungmennahreyfing Rauða krossins verður með kynningu á landsmóti skáta á morgun, laugardag, sem fram fer á tjaldstæðinu Hömrum á Akureyri.

25. júlí 2008 : Daníel Ágúst stykir bágstödd börn

Daníel Ágúst Björnsson hefur í sumar verið að safna peningum til aðstoðar bágstöddum börnum í heiminum, meðal annars lagt til peninga sem hann fékk í afmæisgjöf. Hann kom á skrifstofu Rauða krossins á Akranesi fyrir helgi með afrakstur söfnunarinnar, 2343 krónur.

Rauði krossinn þakkar Daníel Ágústi af heilum hug. Þeir fjármunir sem tombólubörn á Íslandi safna eru undantekningarlaust notaðir til þess að hjálpa bágstöddum börnum. Það er öruggt að  þetta frábæra framtk Daníels Ágústs mun skipta miklu mái í lífi barns einhverstaðar í heiminum.

22. júlí 2008 : Tombólur út um allar trissur

Á þessum árstíma má víða sjá ungt fólk sem leggur mikið á sig við hvers kyns safnanir til að leggja góðu málefni lið.

17. júlí 2008 : Ferðafélagið Víðsýn heldur á Snæfellsnes

Sólríkan og stilltan morgun í júlí héldu 24 félagar úr Víðsýn, ferðafélagi athvarfsins Vinjar, í dagsferð á Snæfellsnesið.

 

14. júlí 2008 : Óbreyttir borgarar í eldlínunni í Afganistan

Alþjóða Rauði krossinn harmar hið mikla manntjón sem óbreyttir borgarar hafa orðið fyrir að undanförnu vegna árása í ýmsum landshlutum.

11. júlí 2008 : Sjálfboðaliðar URKÍ-R í Gambíu

Sjálfboðaliðarnir Sigurbjörg Birgisdóttir og Egill Þór Níelsson fóru í byrjun júlí sem fulltrúar Ungmennahreyfingar Reykjavíkurdeildar til Gambíu.

11. júlí 2008 : Sjálfboðaliðar URKÍ-R í Gambíu

Sjálfboðaliðarnir Sigurbjörg Birgisdóttir og Egill Þór Níelsson fóru í byrjun júlí sem fulltrúar Ungmennahreyfingar Reykjavíkurdeildar til Gambíu.

10. júlí 2008 : Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg gefa út endurbætt veggspjald um viðbrögð við drukknun

Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagð Landsbjörg hafa í gegnum tíðina unnið að bættu öryggi almennings, meðal annars á sundstöðum.

9. júlí 2008 : Kjósarsýsludeild færði leikskólunum í Mosfellsbæ og Kjalarnesi hávaðamæla að gjöf

Rannsóknir hafa sýnt að hávaði í leikskólum er að meðaltali á bilinu 76,1 - 98 dB í jafngildishljóðstigi og fer upp í allt að 116 dB. Niðurstöður rannsókna sýna að hávaði sem fer yfir hættumörk getur valdið varanlegum skaða. Vitað er að börn eru viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir. Kjósarsýsludeild Rauða kross Íslands var það því ljúft og skylt að verða við ósk um að gefa hávaðamæla á alla leikskólana á svæði deildarinnar.

Mælarnir eru líkir umferðarljósum, á þeim logar grænt ljós en þegar hávaði eykst verður ljósið gult og að lokum rautt ef hávaðinn fer yfir hættumörk. Börnin sjá mælinn og eru þau minnt á að passa að ljósið verði ekki rautt. Mælarnir eru einnig búnir sírenu sem hægt er að kveikja á en hún fer þá í gang þegar ljósið verður rautt. Það er von deildarinnar að mælarnir verði gott hjálpartæki til að halda hávaða innan veggja leikskólanna innan hættumarka.

7. júlí 2008 : Rauði krossinn í vinnuskólum á Norðurlandi

Öxarfjarðar- og Húsavíkurdeildir Rauða krossins stóðu að fræðslu í vinnuskólum á svæði deildanna.  

2. júlí 2008 : Að hjálpa öðrum drífur mann áfram

Flóttafólki fer síst fækkandi í heiminum, raunar fjölgaði þeim í fyrsta skipti í fimm ár í fyrra. Thomas Straub starfar hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og hann sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá erfiðu starfi, vandanum og framlagi Íslendinga. Viðtalið birtist í Fréttablaðinu 28. júní 2008.

 

2. júlí 2008 : Neyðarviðbrögðum Rauða krossins á skjálftasvæðunum lokið

Rauði krossinn hefur lokið neyðarviðbrögðum sínum á jarðskjálftasvæðunum á Suðurlandi.  Áfallahjálpin hefur nú verið flutt frá þjónustumiðstöðvum skjálftanna í húsnæði heilbrigðisstofnana Suðurlands á Selfossi og  í Hveragerði.

Með því að hringja í síma 480 5114 á milli kl. 8:00 og 18:00 á virkum dögum er hægt að óska eftir viðtali við sálfræðing.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Rauði krossinn var með opnar fjöldahjálparstöðvar á Selfossi og í Hveragerði þrjá fyrstu sólarhringana eftir að jarðskjálftinn reið yfir fimmtudaginn 29. maí, þar sem fólki á Suðurlandi gafst færi á að leita skjóls og fá sálrænan stuðning hjá áfallahjálparteymi félagsins. 

2. júlí 2008 : Neyðarviðbrögðum Rauða krossins á skjálftasvæðunum lokið

Rauði krossinn hefur lokið neyðarviðbrögðum sínum á jarðskjálftasvæðunum á Suðurlandi.  Áfallahjálpin hefur nú verið flutt frá þjónustumiðstöðvum skjálftanna í húsnæði heilbrigðisstofnana Suðurlands á Selfossi og  í Hveragerði.

Með því að hringja í síma 480 5114 á milli kl. 8:00 og 18:00 á virkum dögum er hægt að óska eftir viðtali við sálfræðing.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Rauði krossinn var með opnar fjöldahjálparstöðvar á Selfossi og í Hveragerði þrjá fyrstu sólarhringana eftir að jarðskjálftinn reið yfir fimmtudaginn 29. maí, þar sem fólki á Suðurlandi gafst færi á að leita skjóls og fá sálrænan stuðning hjá áfallahjálparteymi félagsins. 

2. júlí 2008 : Neyðarviðbrögðum Rauða krossins á skjálftasvæðunum lokið

Rauði krossinn hefur lokið neyðarviðbrögðum sínum á jarðskjálftasvæðunum á Suðurlandi.  Áfallahjálpin hefur nú verið flutt frá þjónustumiðstöðvum skjálftanna í húsnæði heilbrigðisstofnana Suðurlands á Selfossi og  í Hveragerði.

Með því að hringja í síma 480 5114 á milli kl. 8:00 og 18:00 á virkum dögum er hægt að óska eftir viðtali við sálfræðing.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Rauði krossinn var með opnar fjöldahjálparstöðvar á Selfossi og í Hveragerði þrjá fyrstu sólarhringana eftir að jarðskjálftinn reið yfir fimmtudaginn 29. maí, þar sem fólki á Suðurlandi gafst færi á að leita skjóls og fá sálrænan stuðning hjá áfallahjálparteymi félagsins. 

1. júlí 2008 : Kópavogsdeild afhendir Héraðsskjalasafni Kópavogs gömul gögn

Linda Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar, og Þóra Elfa Björnsson afhentu í dag Hrafni Sveinbjarnarsyni, héraðsskjalaverði, gömul gögn frá Kópavogsdeild. Þar á meðal voru bókhaldsgögn og handskrifaðar fundargerðarbækur, sú elsta frá stjórnarfundi 1977 en einnig bækur frá 1982 þegar sjúkravinahópur deildarinnar var settur á fót. Þóra Elfa sat í stjórn deildarinnar í 19 ár og skrifaði sumar fundargerðarbækurnar.

Helsta hlutverk sjúkravinanna var að skemmta heimilisfólki Sunnuhlíðar með lestri og söng en þeir stóðu einnig fyrir margvíslegum viðburðum á hjúkrunarheimilinu, eins og aðventuskemmtun, árshátíð og bingói. Sjúkravinir urðu svo síðar að heimsóknavinum en það kallast sjálfboðaliðar sem sinna heimsóknaþjónustu á vegum deildarinnar í dag. Heimsóknavinir standa enn fyrir ýmsum viðburðum í Sunnuhlíð en þeir heimsækja einnig sambýli aldraðra og á einkaheimili.

1. júlí 2008 : Kópavogsdeild afhendir Héraðsskjalasafni Kópavogs gömul gögn

Linda Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar, og Þóra Elfa Björnsson afhentu í dag Hrafni Sveinbjarnarsyni, héraðsskjalaverði, gömul gögn frá Kópavogsdeild. Þar á meðal voru bókhaldsgögn og handskrifaðar fundargerðarbækur, sú elsta frá stjórnarfundi 1977 en einnig bækur frá 1982 þegar sjúkravinahópur deildarinnar var settur á fót. Þóra Elfa sat í stjórn deildarinnar í 19 ár og skrifaði sumar fundargerðarbækurnar.

Helsta hlutverk sjúkravinanna var að skemmta heimilisfólki Sunnuhlíðar með lestri og söng en þeir stóðu einnig fyrir margvíslegum viðburðum á hjúkrunarheimilinu, eins og aðventuskemmtun, árshátíð og bingói. Sjúkravinir urðu svo síðar að heimsóknavinum en það kallast sjálfboðaliðar sem sinna heimsóknaþjónustu á vegum deildarinnar í dag. Heimsóknavinir standa enn fyrir ýmsum viðburðum í Sunnuhlíð en þeir heimsækja einnig sambýli aldraðra og á einkaheimili.