Nepal: fjölskyldur horfinna ástvina eiga rétt á að vita um aðdrif þeirra
Á Alþjóðlegum degi horfinna hefur Alþjóða Rauði krossinn skorað á yfirvöld í Nepal að gera grein fyrir örlögum þeirra sem hafa horfið á því 10 ára tímabili sem innanlandsátök hafa ríkt í landinu. Alþjóða Rauði krossinn og landsfélag Rauða krossins i Nepal hafa nú birt nöfn rúmlega 1200 einstaklinga sem hurfu á tímabilinu 1996-2006.
„Birting þessara 1227 nafna þjónar tveimur markmiðum,“ segir Mary Werntz, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Katmandú. „Í fyrsta lagi viljum við vekja athygli á þeirri þjáningu og neyð sem fjölskyldur horfinna einstaklinga þurfa að þola. Í öðru lagi viljum við skora á ríkisstjórn Nepal að gera grein fyrir örlgum þeirra sem hafa horfið í átökunum og koma til móts við brýnustu þarfir fjölskyldna þeirra."
Miðlað reynslu sín á milli
Efnt var til grillveislu í húsakynnum Rauða krossins fyrir alla þá sem komu að verkefninu Félagsvinir - Mentorar og Mentees sem rekið er af Garðabæjardeild Rauða krossins. Tilgangur veislunnar var fyrst og fremst að aðstandendur verkefnisins geri sér glaðan dag, miðli reynslu hver til annars og meti árangur verkefnisins.
Fjölmargir sóttu veisluna og má þar nefna bakhjarla verkefnisins, félagsleiðbeinendur og börn og maka aðstandenda verkefnisins.
Hugmyndafræði verkefnisins byggir á nokkurs konar námssambandi milli tveggja kvenna sem báðar njóta góðs af, önnur er frá heimalandinu (mentor) og hin af erlendum uppruna (mentee). Þannig eru tengdar saman innlendar konur og konur af erlendum uppruna sem geta skipst á upplýsingum og þekkingu á jafningjagrundvelli þar sem unnið er að því að beisla þann óvirkjaða mannauð sem felst í menntun, þekkingu og reynslu hjá konum af erlendum uppruna, bæði þeim og íslensku samfélagi til framdráttar.
Alþjóðlegur fundur Rauða kross hreyfingarinnar haldinn á Íslandi
Alþjóðlegur fundur landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans er haldinn á Selfossi dagana 29.-31. ágúst. Fulltrúar 25 landsfélaga og forystumenn Alþjóða Rauða krossins sækja fundinn, alls um 60 manns.
Um árlegan samráðsfund er að ræða þar sem formenn og framkvæmdastjórar landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans ræða málefni sem efst eru á baugi hjá samtökunum og samhæfa aðgerðir sínar.
Bekele Gelata, nýr framkvæmdastjóri Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, situr fundinn í fyrsta sinn. Gelata er fæddur í Eþíópíu 1. júlí 1944 og hefur meistaragráðu í hagfræði frá Leeds háskóla í Bretlandi. Hann var sendiherra Eþíópíu í Japan og aðstoðarráðherra samgöngumála áður en hann gekk til liðs við Rauða krossinn.
Fjölmenningardagur á Austurlandi
Rauði krossinn tók þátt í Fjölmenningardeginum „Ormsteiti” sem haldinn var á Egilsstöðum í síðustu viku.
Systkini styrkja Rauða krossinn
Systkinin Magdalena Ósk, Viktoría Rós, Alexander Már og Gabríel Sær Bjarnþórsbörn komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með afrakstur af tombólu sem þau héldu á dögunum. Alls söfnuðu þau 8.605 kr. til styrktar Rauða krossinum. Framlag þeirra rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.
Íslenskur sendifulltrúi til aðstoðar flóttmönnum í Pakistan
Átök stríðandi fylkinga í Bajaur-héraði á landamærum Pakistans og Afganistans hafa færst mjög í aukana að undanförnu og talið er að um það bil 200.000 flóttamenn þurfi umsvifalaust á neyðaraðstoð að halda. Alþjóða Rauði krossinn hefur í kjölfarið hrint af stað hjálparstarfi fyrir 64.000 manns sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín. Áslaug Arnoldsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands, mun starfa með Alþjóða Rauða krossinum að heilbrigðisverkefni við landamærahéruðin.
„Mikill fjöldi óbreyttra borgara frá Bajaur-héraði hefur hrakist af heimilum sínum og leitað skjóls í norðvestur hluta landsins og á öðrum öruggum ættbálkasvæðum," sagði Pascal Cuttat, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Pakistan. „Þrátt fyrir viðbrögð hjálparstofnana og yfirvalda á svæðinu er mikill skortur á helstu nauðsynjum, þar á meðal mat, hreinu vatni og húsaskjóli. Skortur á heilbrigðisþjónustu veldur sjúkum miklum þjáningum, sérstaklega börnunum. Flestir flóttamannanna eru konur og börn."
Æskulýðsgáttin ný vefsíða Landsambands æskulýðsfélaga
Ný vefsíða Landssambands æskulýðsfélaga, Æskulýðsgáttin, var formlega vígð þann 12. ágúst sl. á alþjóðadegi unga fólksins í höfuðstöðvum Rauða krossins við Efstaleiti.
Kellenberger tryggir Rauða krossinum aðgang að Suður-Ossetíu
Alþjóða Rauði krossinn vinnur nú að ítarlegu mati á þörfinni fyrir mannúðaraðstoð á átakasvæðum í Georgíu.
Alþjóðlegar sumarbúðir í Austurríki
Katla Björg Kristjánsdóttir sjálfboðaliði Ungmennahreyfingar Reykjavíkurdeildar, URKÍ-R, sótti Alþjóðlegar sumarbúðir í Langenlois í Austurríki í sumar. Þátttakendur sumarbúðanna komu víða að en markmið búðanna var meðal annars að kynnast starfi Rauða krossins betur, menningu þátttakenda og að hafa gaman saman.
Katla sótti fjölmarga fyrirlestra sem í boði voru. Meðal fyrirlesara var Marco Feingold 97 ára fyrrum fangi í fangabúðum nasista. Marco sagði sögu sína og lýsti sex ára dvöl sinni í fangabúðunum og lífsreynslu sinni. Einnig voru fyrirlestrar um Mannúaðarlögin, Genfarsáttmálann og saga Rauða krossins var kynnt svo eitthvað sé nefnt.
Alþjóðlegar sumarbúðir í Austurríki
Katla Björg Kristjánsdóttir sjálfboðaliði Ungmennahreyfingar Reykjavíkurdeildar, URKÍ-R, sótti Alþjóðlegar sumarbúðir í Langenlois í Austurríki í sumar. Þátttakendur sumarbúðanna komu víða að en markmið búðanna var meðal annars að kynnast starfi Rauða krossins betur, menningu þátttakenda og að hafa gaman saman.
Katla sótti fjölmarga fyrirlestra sem í boði voru. Meðal fyrirlesara var Marco Feingold 97 ára fyrrum fangi í fangabúðum nasista. Marco sagði sögu sína og lýsti sex ára dvöl sinni í fangabúðunum og lífsreynslu sinni. Einnig voru fyrirlestrar um Mannúaðarlögin, Genfarsáttmálann og saga Rauða krossins var kynnt svo eitthvað sé nefnt.
Rauði krossinn veitir áfallahjálp í Hellisheiðarvirkjun
Óskað var eftir áfallahjálp hjá Rauða krossinum í gærkvöldi eftir að tveir rúmenskir starfsmenn Hellisheiðarvirkjunar létust í vinnuslysi.
300 sjálfboðaliðar spænska Rauða krossins aðstoða við flugslys
Um 300 sjálfboðaliðar Rauða krossins á Spáni fóru strax á vettvang til að veita aðstoð þegar þota Spanair flugfélagsins hrapaði skömmu eftir flugtak í Madrid í gær. 153 fórust og 19 slösuðust í flugslysinu.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins voru umsvifalaust kallaðir út til að aðstoða við björgun farþega og við að flytja slasaða og látna af slysstaðnum. Þá veitti áfallahjálparteymi spænska Rauða krossins aðstandendum farþeganna sálrænan stuðning, bæði í Madrid og á Kanaríeyjum en flestir farþeganna voru þaðan.
„Meginhlutverk okkar nú og á næstu dögum er að aðstoða fjölskyldur og aðstandendur fórnarlamba slyssins til að komast yfir fyrsta áfallið eftir þennan mikla harmleik," segir Eva Calvo, talsmaður Rauða krossins á Spáni.
Formaður Rauða krossins heimsækir samstarfsverkefni í Palestínu
Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri félagsins eru nú stödd í Ramallah í Palestínu til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Samstarf Rauða kross Íslands við Rauða hálfmánann í Palestínu hófst árið 1993. Félagið hefur stutt verkefni á svæðinu síðan og hefur meðal annars notið framlaga frá íslenska ríkinu. Frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands unnið með Rauða krossinum í Danmörku að verkefni um sálrænan stuðning við börn á aldrinum 10-12 ára til að hjálpa þeim að takast á við áhrif stríðsátaka á daglegt líf.
Fréttabréf Borgarfjarðardeildar
Fréttabréf Borgarfjarðardeildar Rauða krossins var gefið út í júlí 2008.
Mikið fjör á sumarmóti Ungmennahreyfingarinnar
Ungmennahreyfing Rauða krossins stóð fyrir bráðskemmtilegu sumarmóti fyrir unglinga dagana 13.-17. ágúst á Löngumýri í Skagafirði. Leiðbeinendur voru sjálfboðaliðar frá Ungmennahreyfingu Rauða krossins og systursamtökum á Norðurlöndum.
Dagskrá mótsins einkenndist bæði af gamni og alvöru. Unnið var með viðhorf þátttakenda til ýmissa hópa með námsefninu Viðhorf og virðing og var mikið lagt upp úr hvers kyns leikjum og útiveru. Á Löngumýri er prýðileg sundlaug og var hún óspart notuð til að fá útrás eftir annir dagsins. Hápunktarnir voru flúðasigling niður Vestari Jökulsá og klettasig á Hegranesi.
Síðasta kvöldið var svo haldin mikil kvöldvaka með varðeldi, gítarspili, söngvakeppni og öðru sem einkennir allar sumarbúðir.
Kópavogsdeild auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni
Undirbúningur fyrir hauststarf deildarinnar er í fullum gangi og vantar sjálfboðaliða til að sinna ýmsum verkefnum á næstu mánuðum. Verkefnin eru fjölbreytt og og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er undir sjálfboðaliðum komið hversu mikið af tíma sínum þeir gefa í verkefni, hvort sem það er í hverri viku, aðra hvora viku eða sjaldnar. Verkefnin bjóða upp á einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða og öðlast dýrmæta reynslu.
Verkefnin eru:
Skráning hafin á námskeið í skyndihjálp
Námskeið í almennri skyndihjálp verður haldið hjá Kópavogsdeild þriðjudaginn 7. október kl. 18-22. Námskeiðsgjald er 4.500 kr. og er skírteini sem staðfestir þátttöku innifalið. Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.
Er skyndihjálparveggspjald á þínum vinnustað?
Nýtt og endurbætt veggspjald Rauða krossins um skyndihjálp er komið út. Það sýnir á einfaldan hátt hvernig hægt er að bregðast við algengum slysum. Veggspjaldið ætti að hanga á vegg á hverjum vinnustað.
Veggspjaldið er af stærðinni A2 og kostar kr. 1.000 (1.245 m. VSK) auk póstsendingarkostnaðar. Það er einnig fáanlegt á pólsku og ensku.
Þú getur pantað veggspjaldið með því að senda póst á afgreidsla@redcross.is eða hringja í Rauða krossinn í síma 5704000. Vinsamlegast taktu fram hversu mörg eintök þú vilt panta.
Rauða kross fræðsla í Vinnuskólum Reykjavíkur
Fræðsla um starf Rauða krossins fyrir nemendur Vinnuskólans í Reykjavík var haldin í sumar í samstarfi við Lýðheilsustöð líkt og síðastliðin sumur.
Þrír vinir héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum
Þrír hressir vinir frá Kársnesinu héltu tombólu á dögunum á Borgarholtsbrautinni til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu alls 2.106 kr. Þeir Garðar Snær, Svavar Bjarki og Andri Snær seldu hluti sem þeir voru hættir að nota ásamt föndri sem þeir höfðu búið til. Þeir komu færandi hendi í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og fengu í staðinn dálítinn glaðning frá Rauða krossinum og horfðu svo á myndband þar sem upphaf, saga og starfsemi Rauða krossins er kynnt. Strákarnir eru allir að fara í 2. bekk í Kársnesskóla.
Rauði krossinn sendir 6 milljónir vegna átakanna í Georgíu
Alþjóða Rauði krossinn undirbýr neyðaraðstoð á átakasvæðum í Georgíu
Á næstu dögum mun Alþjóða Rauði krossinn flytja mikilvæg hjálpargögn til Georgíu til aðstoðar þeim sem stærst hafa í bardögunum.
Fyrrum hirðingar Mongólíu lifa við erfiðar aðstæður í borgum landsins
Rauði krossinn veitti 30 ferðamönnum áfallahjálp eftir umferðaslys
Viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn veittu farþegunum sálrænan stuðning. Tekið var á móti hópnum á landskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9 þar sem farþegar fengu veitingar og viðurgjörning.
Rauði krossinn útvegaði túlka á ítölsku, portúgölsku, þýsku og ensku til að aðstoða ferðafólkið og hlúa að því. Fjórir voru fluttir á slysadeild til frekari aðhlynningar vegna minniháttar meiðsla.
Sjálfboðamiðstöðin opnar aftur eftir sumarfrí
Rauði krossinn krefst þess að stríðandi fylkingar í Suður-Ossetíu virði alþjóðleg mannúðarlög
Alþjóða Rauði krossinn biður um tvo milljarða króna fyrir matvælahjálp í Zimbabve
Systini með hjartað á réttum stað
Þetta framlag syskinanna, sem og annarra barna sem afla fjár til styrktar félaginu, er Rauða krossinum ákaflega dýrmætt. Árlega safna tombólubörn á Íslandi hundruðum þúsunda sem varið er til þess að aðstoða bágstödd börn einhverstaðar í heiminum. Þetta framlag Vilborgar Júlíu, Hlöðvers Más og Marínar Birtu á mögulega eftir að skipta sköpum í lífi einhvers jafnaldra þeirra.
Rauði krossinn á Akranesi sendir krökkunum hjartanlegar þakkir.
Palestínumenn úr flóttamannabúðum í Írak fá hæli á Íslandi
Tuttugu og níu palestínskir flóttamenn sem hafast við í bráðabirgðabúðum í eyðimörkinni á landamærum Íraks og Sýrlands eru nú á leið til Íslands og munu fara úr flóttamannabúðunum innan fárra vikna.
„Á meðal flóttamanna í þessum hópi eru konur og börn sem þurft hafa að þola miklar þjáningar og erfiðleika. Eina tiltæka lausnin á vanda þessa fólks er að útvega þeim hæli í öðru landi,” sagði Daníel Endres, fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar í Írak.
Ísland veitir 20-30 flóttamönnum hæli á hverju ári og á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á að aðstoða konur sem eiga í erfiðleikum, ekki síst einstæðar mæður.
Palestínumenn úr flóttamannabúðum í Írak fá hæli á Íslandi
Tuttugu og níu palestínskir flóttamenn sem hafast við í bráðabirgðabúðum í eyðimörkinni á landamærum Íraks og Sýrlands eru nú á leið til Íslands og munu fara úr flóttamannabúðunum innan fárra vikna.
„Á meðal flóttamanna í þessum hópi eru konur og börn sem þurft hafa að þola miklar þjáningar og erfiðleika. Eina tiltæka lausnin á vanda þessa fólks er að útvega þeim hæli í öðru landi,” sagði Daníel Endres, fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar í Írak.
Ísland veitir 20-30 flóttamönnum hæli á hverju ári og á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á að aðstoða konur sem eiga í erfiðleikum, ekki síst einstæðar mæður.
Palestínumenn úr flóttamannabúðum í Írak fá hæli á Íslandi
Tuttugu og níu palestínskir flóttamenn sem hafast við í bráðabirgðabúðum í eyðimörkinni á landamærum Íraks og Sýrlands eru nú á leið til Íslands og munu fara úr flóttamannabúðunum innan fárra vikna.
„Á meðal flóttamanna í þessum hópi eru konur og börn sem þurft hafa að þola miklar þjáningar og erfiðleika. Eina tiltæka lausnin á vanda þessa fólks er að útvega þeim hæli í öðru landi,” sagði Daníel Endres, fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar í Írak.
Ísland veitir 20-30 flóttamönnum hæli á hverju ári og á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á að aðstoða konur sem eiga í erfiðleikum, ekki síst einstæðar mæður.