Stöndum saman og sameinum sundraðar fjölskyldur í Kongó
Rauði krossinn hvetur alla landsmenn til þátttöku í söfnuninni Göngum til góðs sem fer fram laugardaginn 4. október.
Börn í Líberiu fá fatnað frá Íslandi
Oft þarf ekki nema góða hugmynd og örlitla framtaksemi til að láta góða hluti gerast. Þannig fengu börnin í Líberíu afhenta boli og stuttbuxur sem nokkrum dögum áður höfðu verið gefin í fatasöfnun Rauða krossins á Akureyri.
Aðdragandi þessa var sá að Jóhannes Sigfússon lögreglumaður frá Akureyri labbaði inn á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri og sagði frá því að hann væri nú við störf í Líberíu. Hann væri sem stendur í stuttu fríi en vildi gjarnan taka með sér fatnað til að gefa börnum þegar hann færi aftur út.
Börn í Líberiu fá fatnað frá Íslandi
Oft þarf ekki nema góða hugmynd og örlitla framtaksemi til að láta góða hluti gerast. Þannig fengu börnin í Líberíu afhenta boli og stuttbuxur sem nokkrum dögum áður höfðu verið gefin í fatasöfnun Rauða krossins á Akureyri.
Aðdragandi þessa var sá að Jóhannes Sigfússon lögreglumaður frá Akureyri labbaði inn á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri og sagði frá því að hann væri nú við störf í Líberíu. Hann væri sem stendur í stuttu fríi en vildi gjarnan taka með sér fatnað til að gefa börnum þegar hann færi aftur út.
Heimsóknavinanámskeið Húsavík
Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið í síðustu viku á vegum Húsavíkurdeildar Rauða krossins. Þrettán manns sóttu námskeiðið.
Fullur hugur er hjá deildinni að koma á þjónustu heimsóknavina á starfssvæði deildarinnar og munu hópstjórar verkefnisins þær Jóhanna Björnsdóttir og Erla Bjarnadóttir kynna málið fyrir samstarfsaðilum á næstunni.
Heimsóknavinanámskeið Húsavík
Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið í síðustu viku á vegum Húsavíkurdeildar Rauða krossins. Þrettán manns sóttu námskeiðið.
Fullur hugur er hjá deildinni að koma á þjónustu heimsóknavina á starfssvæði deildarinnar og munu hópstjórar verkefnisins þær Jóhanna Björnsdóttir og Erla Bjarnadóttir kynna málið fyrir samstarfsaðilum á næstunni.
MK-nemar ganga til góðs
Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi ætla að ganga til góðs á laugardaginn 4. október og leggja þannig sitt af mörkum í landssöfnun Rauða krossins sem fer fram þann dag. Nemendurnir eru að hluta til þátttakendur í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf (SJÁ 102) sem hefur nú verið kenndur við skólann í nokkrar annir í samstarfi við Kópavogsdeildina. Þátttaka í landssöfnuninni Göngum til góðs er eitt af verkefnum nemendanna í áfanganum en þeirra meginverkefni er að sinna sjálfboðnum störfum fyrir deildina eins og í ungmennastarfi eða með heimsóknum til langveikra barna í Rjóðrinu. Lokaverkefni nemendanna verður að sjá um markað í sjálfboðamiðstöð deildarinnar laugardaginn 15. nóvember.
Mamma lést en amman fannst
Helga Þórólfsdóttir kom í vikunni heim frá Kongó, þangað sem hún fór í tengslum við landssöfnun Rauða kross Íslands. Hún segir ferðina hafa gengið vonum framar. Grein um ferðina birtist í Morgunblaðinu í dag.
Afganistan: Fangar á Bagram herstöð hitta fjölskyldur sínar
Samkvæmt tilkynningu frá Alþjóða Rauða krossinum og Bandaríkjaher fengu fangar á Bagram herstöð í Afganistan (Bagram Theater Internment Faciilty) að hitta ættingja sína í fyrsta sinn augliti til auglits í síðustu viku.
Fangaheimsóknirnar koma í kjölfar verkefnis sem Alþjóða Rauði krossinn kom á fót í janúar 2008 og gerir föngum á Bagram herstöð kleift að tala við ástvini sína í myndsíma. Verkefnið hefur tekist mjög vel, alls hafa nærri 1500 fangar á Bagram herstöð getað talað við fjölskyldur sínar með þessum hætti á síðustu átta mánuðum. Fjölskyldur ræða við fangana í myndsíma frá höfuðstöðvum Alþjóða Rauða krossins í Kabúl.
Fjölmenni í 5 ára afmæli Lækjar
Það var fjölmenni sem mætti í afmælisveislu Lækjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, í gær. Lækur fagnaði þar 5 ára afmæli og bauð til veislu í sal Rauða krossins í Hafnarfirði. Gestir voru í kringum sjötíu og ríkti sannkölluð afmælisstemning.
Þórdís Guðjónsdóttir forstöðumaður Lækjar ávarpaði gesti og greindi frá góðum árangri af starfi Lækjar, einn af gestum Lækjar sagði frá sinni reynslu og boðið var uppá ljúfan djass í flutningi þeirra Margrétar Sigurðardóttur söngkonu og Gunnars Hrafnsson kontrabassaleikara. Eins og í góðum afmælum var svo að sjálfsögðu boðið uppá kaffi og kökur.
Fjölmenni í 5 ára afmæli Lækjar
Það var fjölmenni sem mætti í afmælisveislu Lækjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, í gær. Lækur fagnaði þar 5 ára afmæli og bauð til veislu í sal Rauða krossins í Hafnarfirði. Gestir voru í kringum sjötíu og ríkti sannkölluð afmælisstemning.
Þórdís Guðjónsdóttir forstöðumaður Lækjar ávarpaði gesti og greindi frá góðum árangri af starfi Lækjar, einn af gestum Lækjar sagði frá sinni reynslu og boðið var uppá ljúfan djass í flutningi þeirra Margrétar Sigurðardóttur söngkonu og Gunnars Hrafnsson kontrabassaleikara. Eins og í góðum afmælum var svo að sjálfsögðu boðið uppá kaffi og kökur.
Duglegur prjónahópur
Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag hittust tvisvar sinnum í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í vikunni. Fyrst var tilefnið fatapökkun þar sem afrakstri prjónaskaps síðustu mánaða var pakkað í þar til gerða fatapakka. Pakkarnir urðu alls 212 að þessu sinni og verða þeir sendir til barna og fjölskyldna í neyð í Afríkuríkinu Gambíu. Í pakkana fara prjónaðar peysur, teppi, húfur og sokkar ásamt taubleyjum, samfellum og fleiru. Seinna tilefnið var hið mánaðarlega prjónakaffi þar sem sjálfboðaliðarnir hittast, fá meira garn og eiga ánægjulega stund saman. Þá komu þeir einnig með fleiri prjónavörur sem fara í fatapakka í næstu pökkun.
Svæðisráð á Norðurlandi
Svæðisráð deilda Rauða krossins á Norðurlandi hélt fund í vikunni hjá Akureyrardeildinni. Mættir voru fulltrúar frá sjö deildum af 12.
Sigurður Ólafsson formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára. Stærstu verkefnin eru rekstur sumarbúða fyrir fatlaða á Löngumýri og Stykkishólmi og vinadeildasamstarfið í Mósambík. Einnig er skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi orðið viðamikið verkefni og ber hæst í því starfi keppnisferð hluta hópsins til Liverpool í sumar þar sem hann keppti í skyndihjálp fyrir hönd Rauða kross Íslands. Tvö námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra voru á árinu og tveir fræðslufundir fyrir áhugafólk um geðheilbrigðismál.
Karl Lúðvíksson flutti skýrslu um rekstur sumarbúðanna þar sem þátttakendur og starfsfólk gerðu sér margt til gamans að vanda. Um var að ræða tvö tímabil á Löngumýri og eitt í Stykkishólmi og eins og áður var yfir 60% þátttakenda frá höfuðborgarsvæðinu.
Svæðisráð á Norðurlandi
Svæðisráð deilda Rauða krossins á Norðurlandi hélt fund í vikunni hjá Akureyrardeildinni. Mættir voru fulltrúar frá sjö deildum af 12.
Sigurður Ólafsson formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára. Stærstu verkefnin eru rekstur sumarbúða fyrir fatlaða á Löngumýri og Stykkishólmi og vinadeildasamstarfið í Mósambík. Einnig er skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi orðið viðamikið verkefni og ber hæst í því starfi keppnisferð hluta hópsins til Liverpool í sumar þar sem hann keppti í skyndihjálp fyrir hönd Rauða kross Íslands. Tvö námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra voru á árinu og tveir fræðslufundir fyrir áhugafólk um geðheilbrigðismál.
Karl Lúðvíksson flutti skýrslu um rekstur sumarbúðanna þar sem þátttakendur og starfsfólk gerðu sér margt til gamans að vanda. Um var að ræða tvö tímabil á Löngumýri og eitt í Stykkishólmi og eins og áður var yfir 60% þátttakenda frá höfuðborgarsvæðinu.
Lækur 5 ára
Í DAG er haldið upp á það að liðin eru fimm ár síðan Lækur, athvarf fyrir þá sem átt hafa við geðraskanir að stríða, hóf starfsemi sína.
Lækur 5 ára
Í DAG er haldið upp á það að liðin eru fimm ár síðan Lækur, athvarf fyrir þá sem átt hafa við geðraskanir að stríða, hóf starfsemi sína.
Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október
Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.
Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó. Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.
Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október
Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.
Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó. Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.
Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október
Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.
Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó. Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.
Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október
Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.
Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó. Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.
Heimilisfólkið í Sunnuhlíð skoðar Þjóðmenningarhús
Kópavogsdeildin stóð á dögunum fyrir ferð í Þjóðmenningarhúsið fyrir heimilisfólkið í Sunnuhlíð. Rúmlega fjörutíu manns fóru í ferðina en auk íbúanna í Sunnuhlíð voru starfsmenn hjúkrunarheimilisins með í för sem og aðstandendur og sjálfboðaliðar frá deildinni. Þeir voru fólkinu innan handar í ferðinni og aðstoðuðu þá þar sem þurfti. Sú hefð hefur skapast hjá deildinni að bjóða reglulega upp á slíkar ferðir fyrir heimilisfólkið og er þá oftar en ekki farið á söfn og svo fengið sér kaffi og með því á eftir.
Neikvæðar afleiðingar fyrir hælisleitendur
„Rauði krossinn hyggst láta gera óháða rannsókn á húsleit lögreglu hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ." Tilefni til að skoða sérstaklega yfirlýsingar stjórnvalda. Brein eftir Elvu Björk birtist í Morgunblaðinu 22.09.2008.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins tóku þátt í hópslysaæfingu LSH
Á laugardaginn var haldin hópslysaæfing á Landspítala háskólasjúkrahúsi þar sem æfð var móttaka mikils fjölda sjúklinga. Vel á sjötta tug sjálfboðaliða frá Lögregluskólanum, björgunarsveitum og skátunum mættu galvaskir í Björgunarmiðstöðina Skógarhlíð eldsnemma morguns og voru þar farðaðir og settir í hlutverk af sjálfboðaliðum skyndihjálparhóps Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Að því loknu var leikurunum ekið með sjúkrabílum á spítalann.
Auk förðunarinnar sáu Rauða kross sjálfboðaliðar um eftirlit með leikurum á sjúkrahúsinu og sáu til þess að allir kæmust aftur niður í Skógarhlíð að æfingu lokinni.
Verkefnisstjóra skyndihjálpar á landsskrifstofu Rauða krossins var boðið að vera sérstakur gestur LSH á æfingunni og bakvakt landsskrifstofu var í reglulegu sambandi við viðbragðsnefnd spítalans varðandi áfallahjálp og túlkaþjónustu.
Heimilisfólkið í Sunnuhlíð skoðar Þjóðmenningarhús
Kópavogsdeildin stóð á dögunum fyrir ferð í Þjóðmenningarhúsið fyrir heimilisfólkið í Sunnuhlíð. Rúmlega fjörutíu manns fóru í ferðina en auk íbúanna í Sunnuhlíð voru starfsmenn hjúkrunarheimilisins með í för sem og aðstandendur og sjálfboðaliðar frá deildinni. Þeir voru fólkinu innan handar í ferðinni og aðstoðuðu þá þar sem þurfti. Sú hefð hefur skapast hjá deildinni að bjóða reglulega upp á slíkar ferðir fyrir heimilisfólkið og er þá oftar en ekki farið á söfn og svo fengið sér kaffi og með því á eftir.
Sumarferð Kvennadeildar um Suðurlandið
Sumarferð Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins var heimsókn á Suðurlandið. 60 konur úr deildinni nutu ferðarinnar og veðurblíðunnar sem einkenndi daginn.
Fyrsti viðkomustaður var Brugghúsið Skjálfti í Ölvisholti í Flóahreppi þar sem Bjarni Einarsson framkvæmdastjóri tók rausnarlega á móti hópnum. Þaðan var farið á Heklusetrið á Leirubakka, safnið skoðað og hádegisverður snæddur.
Þegar til Víkur kom var kirkjan skoðuð undir leiðsögn Sr. Haraldar M. Kristjánssonar en síðan tók Sveinn Þorsteinsson formaður Víkurdeildar á móti konunum, sýndi þeim bæinn og var innanhandar meðan á dvölinni þar stóð. Félagsheimilið í Vík var opnað fyrir hópinn þar sem fyrirtækin Freyja og Innes buðu upp á veitingar. Sveini er þakkaður hans þáttur í að gera dvölina svo ánægjulega í Vík.
Sumarferð Kvennadeildar um Suðurlandið
Sumarferð Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins var heimsókn á Suðurlandið. 60 konur úr deildinni nutu ferðarinnar og veðurblíðunnar sem einkenndi daginn.
Fyrsti viðkomustaður var Brugghúsið Skjálfti í Ölvisholti í Flóahreppi þar sem Bjarni Einarsson framkvæmdastjóri tók rausnarlega á móti hópnum. Þaðan var farið á Heklusetrið á Leirubakka, safnið skoðað og hádegisverður snæddur.
Þegar til Víkur kom var kirkjan skoðuð undir leiðsögn Sr. Haraldar M. Kristjánssonar en síðan tók Sveinn Þorsteinsson formaður Víkurdeildar á móti konunum, sýndi þeim bæinn og var innanhandar meðan á dvölinni þar stóð. Félagsheimilið í Vík var opnað fyrir hópinn þar sem fyrirtækin Freyja og Innes buðu upp á veitingar. Sveini er þakkaður hans þáttur í að gera dvölina svo ánægjulega í Vík.
Fjölskylda hefur nýtt líf á Akranesi
TÖLUVERÐUR umgangur var í nýrri íbúð Fatin Alzaiz þegar blaðamaður bankaði upp á, nokkrum dögum eftir að hún kom hingað til lands ásamt tveimur sonum sínum. Andri Karl blaðamaður tók saman greinina sem birtist í Morgunblaðinu 13. september.
Fjölskylda hefur nýtt líf á Akranesi
TÖLUVERÐUR umgangur var í nýrri íbúð Fatin Alzaiz þegar blaðamaður bankaði upp á, nokkrum dögum eftir að hún kom hingað til lands ásamt tveimur sonum sínum. Andri Karl blaðamaður tók saman greinina sem birtist í Morgunblaðinu 13. september.
Fjölskylda hefur nýtt líf á Akranesi
TÖLUVERÐUR umgangur var í nýrri íbúð Fatin Alzaiz þegar blaðamaður bankaði upp á, nokkrum dögum eftir að hún kom hingað til lands ásamt tveimur sonum sínum. Andri Karl blaðamaður tók saman greinina sem birtist í Morgunblaðinu 13. september.
Tvær vinkonur styrkja Rauða krossinn
Vinkonurnar Karen Helga Sigurgeirsdóttir og Helga Mikaelsdóttir héldu tombólu í sumar og söfnuðu alls 9.564 kr. til styrktar Rauða krossinum. Þær komu með afraksturinn í sjálfboðamiðstöð deildarinnar á dögunum. Þær höfðu fengið gefins dót til að selja og sögðu að það hefði verið mjög gaman að halda tombóluna. Stelpurnar eru báðar 10 ára og eru í 5. bekk, Karen í Snælandsskóla og Helga í Digranesskóla.
Rauða kross konur framtíðarinnar.
Þessar duglegu stúlkur, þær og Aldís Ísabella, Olga Katrín og Halldóra slógu nýtt Skagamet á dögunum þegar þær söfnuðu 15.003 krónum til styrktar Rauða krossinum.
Það má með sanni segja að þetta séu Rauða kross konur framtíðarinnar því þær eru einnig að leggja sig fram við að taka vel á móti krökkunum úr palestínsku fjölskyldunum sem sest hafa að á Akranesi með því að spurja eftir þeim og kynna þau fyrir öðrum íslenskum krökkum. Þetta er frábært fordæmi hjá stelpunum og ekki von á öðru en að krakkarnir frá Írak finni sig á Íslandi ef þau fá svona hlýjar móttökur.
Núna er Ísland landið mitt
Lena Mazat kom til Akraness eftir tveggja ára dvöl í flóttamannabúðum sem hún segir versta stað á jörðu. Hún sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá fyrstu dögunum hér. Hún ætlar sér að verða Skagamaður og strákarnir hennar eru komnir í boltann.
Núna er Ísland landið mitt
Lena Mazat kom til Akraness eftir tveggja ára dvöl í flóttamannabúðum sem hún segir versta stað á jörðu. Hún sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá fyrstu dögunum hér. Hún ætlar sér að verða Skagamaður og strákarnir hennar eru komnir í boltann.
Núna er Ísland landið mitt
Lena Mazat kom til Akraness eftir tveggja ára dvöl í flóttamannabúðum sem hún segir versta stað á jörðu. Hún sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá fyrstu dögunum hér. Hún ætlar sér að verða Skagamaður og strákarnir hennar eru komnir í boltann.
Íslendingarnir strax teknir í nám í arabískum dönsum
Ánægðar en þreyttar flóttakonur hittu stuðningsfjölskyldur sínar á Akranesi í gær. Börnin kynntust nýjum heimkynnum og ekki síður leikföngum. Ein konan byrjaði strax að kenna arabíska dansa. Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður skrifaði greinina sem birtist í Fréttablaðinu 10. september.
Íslendingarnir strax teknir í nám í arabískum dönsum
Ánægðar en þreyttar flóttakonur hittu stuðningsfjölskyldur sínar á Akranesi í gær. Börnin kynntust nýjum heimkynnum og ekki síður leikföngum. Ein konan byrjaði strax að kenna arabíska dansa. Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður skrifaði greinina sem birtist í Fréttablaðinu 10. september.
Íslendingarnir strax teknir í nám í arabískum dönsum
Ánægðar en þreyttar flóttakonur hittu stuðningsfjölskyldur sínar á Akranesi í gær. Börnin kynntust nýjum heimkynnum og ekki síður leikföngum. Ein konan byrjaði strax að kenna arabíska dansa. Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður skrifaði greinina sem birtist í Fréttablaðinu 10. september.
„Með nóg af hlýjum fötum?“
Það var líf og fjör í félagsaðstöðunni Þorpinu á Akranesi í gær. Þar var samankomið palestínskt flóttafólk sem hingað er nýkomið frá flóttamannabúðum í Írak. Grein um flóttamennina birtist í Morgunblaðinu 10. september.
„Með nóg af hlýjum fötum?“
Það var líf og fjör í félagsaðstöðunni Þorpinu á Akranesi í gær. Þar var samankomið palestínskt flóttafólk sem hingað er nýkomið frá flóttamannabúðum í Írak. Grein um flóttamennina birtist í Morgunblaðinu 10. september.
„Með nóg af hlýjum fötum?“
Það var líf og fjör í félagsaðstöðunni Þorpinu á Akranesi í gær. Þar var samankomið palestínskt flóttafólk sem hingað er nýkomið frá flóttamannabúðum í Írak. Grein um flóttamennina birtist í Morgunblaðinu 10. september.
Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Rauða krossinum...
...eru hvatningarorð Reynis Guðsteinssonar til allra á eftirlaunaaldri sem vilja láta gott af sér leiða en Reynir lét nýlega af stjórnarstörfum hjá Kópavogsdeild. Reynir kom inn í stjórn deildarinnar á aðalfundi hennar árið 2000. Hann segist alla tíð hafa verið félagslega sinnaður og hafi komið mikið að félagsmálum gegnum tíðina. Hann taldi að hann gæti hugsanlega gert gagn hjá Rauða krossinum og sló því til þegar honum bauðst sæti í stjórninni. Í fyrstu ætlaði hann bara að sitja eitt ár til reynslu en þau urðu svo á endanum átta. Hann sér ekki eftir því.
Auk stjórnarsetu, þar sem Reynir hefur hin síðustu ár verið bæði varaformaður og ritari, sat hann í stjórn Fjölsmiðjunnar og var varamaður í svæðisráði höfuðborgarsvæðisins. Hann spilaði einnig og söng ásamt öðrum í nokkurn tíma fyrir heimilisfólkið í Roðasölum en það er sambýli í Kópavogi fyrir heilabilaða. Núna er Reynir í vinnuhópi hjá Rauða krossinum sem hefur málefni geðfatlaðra á sinni könnu.
Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Rauða krossinum...
...eru hvatningarorð Reynis Guðsteinssonar til allra á eftirlaunaaldri sem vilja láta gott af sér leiða en Reynir lét nýlega af stjórnarstörfum hjá Kópavogsdeild. Reynir kom inn í stjórn deildarinnar á aðalfundi hennar árið 2000. Hann segist alla tíð hafa verið félagslega sinnaður og hafi komið mikið að félagsmálum gegnum tíðina. Hann taldi að hann gæti hugsanlega gert gagn hjá Rauða krossinum og sló því til þegar honum bauðst sæti í stjórninni. Í fyrstu ætlaði hann bara að sitja eitt ár til reynslu en þau urðu svo á endanum átta. Hann sér ekki eftir því.
Auk stjórnarsetu, þar sem Reynir hefur hin síðustu ár verið bæði varaformaður og ritari, sat hann í stjórn Fjölsmiðjunnar og var varamaður í svæðisráði höfuðborgarsvæðisins. Hann spilaði einnig og söng ásamt öðrum í nokkurn tíma fyrir heimilisfólkið í Roðasölum en það er sambýli í Kópavogi fyrir heilabilaða. Núna er Reynir í vinnuhópi hjá Rauða krossinum sem hefur málefni geðfatlaðra á sinni könnu.
Alþjóða Rauði krossinn sendir neyðarbeiðni vegna fellibylja á Kúbu og Haiti
Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni um fjárframlög til að styðja hjálparstarf landsfélaga Rauða krossins á Kúbu og Haiti.
Palestínskir flóttamenn fá nýtt líf á Íslandi
Eftir langt ferðalag kom hópur 29 palestínskra flóttamanna til Íslands á mánudag en þar mun fólkið hefja nýtt líf eftir tvö ár í bráðabirgðabúðum á landamærum Íraks og Sýrlands.
Palestínskir flóttamenn fá nýtt líf á Íslandi
Eftir langt ferðalag kom hópur 29 palestínskra flóttamanna til Íslands á mánudag en þar mun fólkið hefja nýtt líf eftir tvö ár í bráðabirgðabúðum á landamærum Íraks og Sýrlands.
Heimsóknavinir hittast á samveru
Sjálfboðaliðar sem sinna heimsóknaþjónstu hjá deildinni hittust á samveru í sjálfboðamiðstöðinni í gær. Samverurnar eru haldnar annan þriðjudaginn í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina og þá hittast heimsóknavinir sem sinna sjálfboðnum störfum í Sunnuhlíð, á sambýlum aldraðra, í Dvöl og á einkaheimilum. Markmiðið með samverunun er að heimsóknavinirnir hittist, læri af reynslu hvers annars og eigi ánægjulega stund saman. Reglulega er boðið upp á ýmsa fræðslu, hópefli eða heimsóknir.
Haustferð sjálfboðaliða Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar
Leikskólasöngur Estherar Lindar, B-R-O-S-A „Að brosa er ókeypis” var aðalsöngur sjálfboðaliða Hafnafjarðar- og Garðabæjadeildar í haustferð gærdagsins og boðskapur textans gerður að einkunnarorðum dagsins.
Hafnafjarðar- og Garðabæjadeild ákváðu að skella sér saman í ferð og var það virkilega vel til fundið! Um 35 flottir sjálfboðaliðar mættu galvaskir til leiks. Leiðin lá austur fyrir fjall, fyrst til Hveragerðis og síðan áfram til Selfoss. Á leiðinni voru sígild íslensk lög sungin af hjartans innlifun. Fyrsta lagið, „Kátir voru karlar” var tileinkað karlmönnunum tveimur sem í rútunni voru. Í Hveragerði tók svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, Jóhanna Róbertsdóttir á móti hópnum og fræddi um störf á svæðinu sem og jarðskjálftann í sumar, áhrif hans og eftirköst. Tækifærið var gripið á staðnum til að dreifa tveimur fyrripörtum og ferðalangar beðnir að botna. Heimtur í keppninni voru ekki gríðalegar en einhver skáld leyndust þó meðal sjálfboðaliðanna.
Palestínskir flóttamenn fá skjól á Íslandi
Tuttugu og níu palestínskir flóttamenn komu til landsins í gærkvöldi í boði íslenskra stjórnvalda.
Palestínskir flóttamenn fá skjól á Íslandi
Tuttugu og níu palestínskir flóttamenn komu til landsins í gærkvöldi í boði íslenskra stjórnvalda.
Palestínskir flóttamenn frá Írak koma til Íslands í dag
Móttaka Íslendinga á palestínsku flóttamönnunum frá hinum illræmdu Al Waleed búðum í Írak var megin inntak ræðu Ron Redmonds talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem haldin var á fréttamannafundi í Genf föstudaginn 5. september.
Palestínskir flóttamenn frá Írak koma til Íslands í dag
Móttaka Íslendinga á palestínsku flóttamönnunum frá hinum illræmdu Al Waleed búðum í Írak var megin inntak ræðu Ron Redmonds talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem haldin var á fréttamannafundi í Genf föstudaginn 5. september.
Náin samvinna við þorpshöfðingja við framkvæmd alnæmisverkefna í Malaví
Rauði kross Íslands hefur í mörg ár átt í samstarfi við malavíska Rauða krossinn og stutt við alnæmisverkefni í einu af héruðum Malaví.
Náin samvinna við þorpshöfðingja við framkvæmd alnæmisverkefna í Malaví
Rauði kross Íslands hefur í mörg ár átt í samstarfi við malavíska Rauða krossinn og stutt við alnæmisverkefni í einu af héruðum Malaví.
Rauði krossinn leggur fram neyðarbeiðni vegna fellibylsins Gústafs
Alþjóða Rauði krossinn hefur lagt fram neyðarbeiðni að upphæð rúmlega 130 milljóna íslenkra króna (1,7 milljóna svissnesskra franka) vegna neyðaraðstoðar í þeim löndum Karíbahafs sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum fellibylsins Gústafs.
Þúsundir sjálfboðaliða Rauða krossins vinna nú sleitulaust að því að aðstoða rúmlega 35.000 manns sem orðið hafa fyrir barðinu á fellibylnum.
„Hjálparstarfið hófst áður en Gústaf kom í Karíbahafið, nú þurfum við á stuðningi að halda til að geta áfram veitt neyðaraðstoð þeim 7000 fjölskyldum sem reiða sig á hjálp okkar til að geta komið aftur undir sig fótunum," sagði Dario Alvarez, yfirmaður neyðarvarna Alþjóða Rauða krossins á hamfarasvæðinu.
Yngstu sjálfboðaliðarnir láta ekki sitt eftir liggja
Guðný Erla Snorradóttir og Kristín Anna Ólafsdóttir héldu tombólu á dögunum og færðu Rauða krossinum afraksturinn. Þær gengu í hús og söfnuðu dóti á tombóluna sem þær seldu svo. Alls seldu þær fyrir 8.108 kr. og rennur framlag þeirra í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.
Gengið til góðs 4. október
Að venju verður leitað til almennings um að styðja við söfnunina með fjárframlagi, en einnig með því að gerast sjálfboðaliði um stund og aðstoða með því að ganga í hús. Söfnunarstöð hér á Akureyri verður líkt og fyrr í húsnæði deildarinnar Viðjulundi 2 og getur fólk skráð sig til þátttöku þar í síma 461 2374 og akureyri@redcross.is
Rauði krossinn veitir 4500 manns í Kólumbíu neyðaraðstoð
Á undanförnum vikum hafa bardagar milli stjórnarhers og uppreisnarmanna valdið íbúum héraðanna Cauca og Narino í Kólumbíu miklum erfiðleikum og þjáningu. Um 4.500 manns hafa annað hvort flúið heimili sín eða geta ekki lengur stundað búskap á jörðum sínum. Alþjóða Rauði krossinn hefur flutt 60 tonn af mat og hreinlætisvörum á átakasvæðið til að koma megi flóttafólkinu og öðrum fórnarlömbum átakanna til aðstoðar.
Í Cauca hafa rúmlega 1300 manns frá ýmsum þorpum flúið til borgarinnar Lopez de Mica. 300 manns sem enn hafast við í Cauca komast ekki út á akra sína vegna hættunnar sem stafar af bardögunum. Í Narino hafa rúmlega 1000 manns frá bæjunum Barbacoas, Satinga og Policarpa neyðst til að yfirgefa jarðir sínar og meira en 1750 af íbúum Policarpa komast ekki til vinnu sinnar og geta því ekki séð fyrir fjölskyldum sínum. Margir flóttamannanna eru konur og börn og búa við mikil þrengsli hjá heimamönnum sem komið hafa þeim til hjálpar.
Íslenskur sendifulltrúi Rauða krossins til Pakistan
Áslaug Arnoldsdóttir hjúkrunarfræðingur heldur til Pakistan á morgun sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands.
Tombóla, tombóla!
Vinkonurnar Petra Sylvie og Kara Sól komu færandi hendi í sjálfboðamiðstöðina á dögunum. Þær höfðu tekið til í dótakössunum heima hjá sér í sumar og haldið tombólu fyrir utan Sundlaug Kópavogs. Þær söfnuðu alls 4.010 kr. Í sjálfboðamiðstöðinni var tekin af þeim meðfylgjandi mynd og fengu stelpurnar að velja sér dálítinn glaðning frá Rauða krossinum.
Flóttamenn í Afganistan fá neyðaraðstoð frá Rauða krossinum
Alþjóða Rauði krossinn hefur aðstoðað rúmlega 2000 pakistanskar og afganskar fjölskyldum (um það bil 14000 manns) í Sheagal héraði sem tilheyrir Kunarfylki í austurhluta Afganistans, sem flúið hafa undan vopnuðum átökum í Bajaurhéraði í Pakistan.
Flóttamennirnir fá brýnustu nauðsynjar frá Rauða krossinum svo sem matvæli, teppi, plastdúk, eldhúsáhöld og sápu. Gert er ráð fyrir því að matarpakkarnir fullnægi þörfum flóttamannanna í allt að þrjár vikur. Hægt verður að dreifa meiri hjálpargögnum eftir það ef þörf krefur.
Rauða kross hreyfingin samhæfir aðgerðir sínar á alþjóðafundi á Selfossi
Alþjóðlegum fundi landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans lauk á Selfossi í gær.
Rauða kross hreyfingin samhæfir aðgerðir sínar á alþjóðafundi á Selfossi
Alþjóðlegum fundi landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans lauk á Selfossi í gær.
Sjálfboðaliðar tóku virkan þátt í Menningarnótt
Sjálfboðaliðar Ungmennahreyfingar Rauða krossins, URKÍ-R tóku virkan þátt í Menningarnótt. Sjálfboðaliðarnir sáu ýmist um að hjálpa gestum og gangandi við að losa sig við fordómana sína með því að skrifa þá á blað og henda þeim í ruslið og einnig voru þrír gönguhópar Skyndihjálparhóps á rölti um miðbæinn og veitu þeim sem þurftu fyrstu hjálp.
Skyndihjálparhópurinn gegndi sem áður mikilvægu hlutverki í öryggisgæslu borgarinnar þar sem hópurinn starfaði við hlið lögreglunnar og björgunarsveita við fyrstu hjálp og aðstoð. Hópurinn skipti sér upp í þrjá gönguhópa sem vöktu hver og einn sinn bæjarhlutann. Mikil reynsla er í hópnum og þátttaka í hátíðarhöldum sem þessum er ekki ný af nálinni, en þetta var fjórða árið sem Skyndihjálparhópur URKÍ-R tekur þátt í Menningarnótt með þessum hætti.
Sjálfboðaliðar tóku virkan þátt í Menningarnótt
Sjálfboðaliðar Ungmennahreyfingar Rauða krossins, URKÍ-R tóku virkan þátt í Menningarnótt. Sjálfboðaliðarnir sáu ýmist um að hjálpa gestum og gangandi við að losa sig við fordómana sína með því að skrifa þá á blað og henda þeim í ruslið og einnig voru þrír gönguhópar Skyndihjálparhóps á rölti um miðbæinn og veitu þeim sem þurftu fyrstu hjálp.
Skyndihjálparhópurinn gegndi sem áður mikilvægu hlutverki í öryggisgæslu borgarinnar þar sem hópurinn starfaði við hlið lögreglunnar og björgunarsveita við fyrstu hjálp og aðstoð. Hópurinn skipti sér upp í þrjá gönguhópa sem vöktu hver og einn sinn bæjarhlutann. Mikil reynsla er í hópnum og þátttaka í hátíðarhöldum sem þessum er ekki ný af nálinni, en þetta var fjórða árið sem Skyndihjálparhópur URKÍ-R tekur þátt í Menningarnótt með þessum hætti.
Prjónahópurinn hittist aftur eftir sumarfrí
Fyrsta prjónakaffi vetrarins var haldið í sjálfboðamiðstöðinni í síðustu viku. Þrjátíu hressar konur mættu og tóku með sér handavinnu sem þær höfðu unnið að yfir sumarmánuðina. Þær komu með handprjónuð teppi, peysur, húfur, bleyjubuxur og sokka sem verður síðar pakkað í þar til gerða ungbarnapakka. Pakkarnir verða síðan sendir til barna og fjölskyldna í neyð í Afríku.