31. október 2008 : Yfirmaður Alþjóða Rauða krossins fundar með Rauða krossi Íslands

Encho Gospodinov, sviðsstjóri upplýsingasviðs Alþjóðasambands Rauða krossins í Genf, heimsækir Rauða kross Íslands 31. október – 2. nóvember. Gospodinov mun halda til Akureyrar á laugardag til að funda með stjórn Rauða kross Íslands.

Gospodinov mun kynna fyrir stjórninni nýja stefnuskrá Alþjóða Rauða krossins sem taka á gildi árið 2010, en öll 186 landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans byggja starfsemi sína á sameiginlegri stefnu sem gefin er út á tíu ára fresti.

30. október 2008 : Börn og ungmenni vinna með Rauða krossinum úr reynslu eftir jarðskjálfta

Oft tekur langan tíma að vinna úr áföllum eftir náttúruhamfarir og eru börn sérstaklega viðkvæm fyrir því þegar öryggi í umhverfi þeirra er ógnað.

30. október 2008 : Ráðgjöf og hlustun hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna kvíða, þunglyndis, depurðar, efnahagsáhyggja eða jafnvel sjálfsvígshugsana. Hjálparsíminn 1717 gegnir því hlutverki að veita ráðgjöf til fólks á öllum aldri sem óskar eftir stuðningi. 

Símhringingar í Hjálparsímann hafa aukist jafnt og þétt, og hefur aukningin verið mest á þessu ári. Um 19.000 símtöl hafa borist Hjálparsímanum það sem af er árs, eða um 60 símtöl  á dag. Langflest símtölin snúast um sálræn vandamál. Síðustu vikur hefur orðið töluverð aukning í símhringingum í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem nú eiga sér stað í þjóðfélaginu.

Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar megi leita frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning. Meðal hlutverka Hjálparsímans er einnig að vera til staðar fyrir þá sem eru einmana og einangraðir og þurfa upplýsingar um samfélagsleg úrræði. 

30. október 2008 : Nýir fjöldahjálparstjórar á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldahjálparstjóranámskeið fyrir deildir Rauða krossins á höfuðborgarsvæði var haldið í vikunni með þátttöku flestra deilda svæðisins. Bætast þeir á lista fólks sem er tilbúið að vera til taks ef til almannavarnaástands kemur.

Á námskeiðinu var farið yfir hlutverk Rauða krossins á neyðarstundu, fjöldahjálp, samskipti við fjölmiðla og fleira. Æfð var opnun fjöldahjálparstöðvar í húsnæði Hafnarfjarðardeildar. Gulum borðum og skiltum var stillt upp á tilheyrandi stöðum. Námskeiðið gekk mjög vel og tóku þáttakendur virkan og góðan þátt.

Þeim sem vilja kynna sér verkefni Rauða krossins í neyðarvörnum á höfuðborgarsvæðinu er bent á hafa samband við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur svæðisfulltrúa í síma 565 2425 eða netfangið [email protected].

30. október 2008 : Nýir fjöldahjálparstjórar á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldahjálparstjóranámskeið fyrir deildir Rauða krossins á höfuðborgarsvæði var haldið í vikunni með þátttöku flestra deilda svæðisins. Bætast þeir á lista fólks sem er tilbúið að vera til taks ef til almannavarnaástands kemur.

Á námskeiðinu var farið yfir hlutverk Rauða krossins á neyðarstundu, fjöldahjálp, samskipti við fjölmiðla og fleira. Æfð var opnun fjöldahjálparstöðvar í húsnæði Hafnarfjarðardeildar. Gulum borðum og skiltum var stillt upp á tilheyrandi stöðum. Námskeiðið gekk mjög vel og tóku þáttakendur virkan og góðan þátt.

Þeim sem vilja kynna sér verkefni Rauða krossins í neyðarvörnum á höfuðborgarsvæðinu er bent á hafa samband við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur svæðisfulltrúa í síma 565 2425 eða netfangið [email protected].

30. október 2008 : Börn og ungmenni vinna með Rauða krossinum úr reynslu eftir jarðskjálfta

Oft tekur langan tíma að vinna úr áföllum eftir náttúruhamfarir og eru börn sérstaklega viðkvæm fyrir því þegar öryggi í umhverfi þeirra er ógnað.

30. október 2008 : Börn og ungmenni vinna með Rauða krossinum úr reynslu eftir jarðskjálfta

Oft tekur langan tíma að vinna úr áföllum eftir náttúruhamfarir og eru börn sérstaklega viðkvæm fyrir því þegar öryggi í umhverfi þeirra er ógnað.

29. október 2008 : Reiðhjólahjálmar að gjöf á Akranesi

Reiðhjólaverslunin Hvellur í Kópavogi brást snarlega við og færði börnunum úr palestínsku flóttafjölskyldunum reiðhjólahjálma að gjöf þegar Rauði krossinn leitaði til þeirra á dögunum.


29. október 2008 : Reiðhjólahjálmar að gjöf á Akranesi

Reiðhjólaverslunin Hvellur í Kópavogi brást snarlega við og færði börnunum úr palestínsku flóttafjölskyldunum reiðhjólahjálma að gjöf þegar Rauði krossinn leitaði til þeirra á dögunum.


29. október 2008 : Neyðaraðstoð þegar hafin í Pakistan vegna jarðskjálftanna

Hátt á annað hundrað manns fórust þegar þrír öflugir jarðskjálftar riðu yfir suðvestur Pakistan í dag og þúsundir manna hafa misst heimili sín. Óttast er að þessar tölur eigi eftir að hækka verulega. Jarðskjálftarnir mældust á bilinu 6,2-6,4 á Richter og ollu mestri eyðileggingu í Balukistanhéraði sem liggur við landamæri Afganistans.

Viðbragðssteymi frá Alþjóða Rauða krossinum og Rauða hálfmánanum í Pakistan voru send á vettvang þegar í morgun til að hefja neyðaraðgerðir og meta ástandið. Að sögn hjálparstarfsmanna hefur fjöldi eftirskjálfta fylgt í kjölfar stóru skjálftanna þriggja og eru íbúar mjög óttaslegnir. Flestir hafast við undir berum himni en nú er orðið mjög kalt á næturnar á þessum slóðum og vetur við það að ganga í garð.

28. október 2008 : Bardagar valda þjáningum meðal almennings í Kongó

Vopnin eru nú farin að tala á ný í Kongó, sem almenningur á Íslandi safnaði fyrir í Göngum til góðs nýverið.

28. október 2008 : Skert heilbrigðisþjónusta á Gaza stofnar sjúklingum í hættu

Alþjóða Rauði krossinn hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins á Gaza á undanförnum vikum. Allt samstarf milli palestínskra yfirvalda í Ramallah og á Gaza hefur stöðvast. Innflutningur á mikilvægum aðföngum til sjúkrahúsa er nær enginn og hundruð mjög veikra sjúklinga á Gaza hafa ekki aðgang að lífsnauðsynlegri aðstoð.

„Þetta hefur alvarleg áhrif,” sagði Eileen Daly sem stýrir heilbrigðisaðgerðum Alþjóða Rauða krossins á Gaza. „Til dæmis hafa mörg lungnaveik börn ekki getað fengið lyf undanfarna viku. Ef þessi börn taka lyf sín ekki reglulega hrakar þeim mjög ört.”

Frá því í lok ágúst hefur staðið yfir verkfall palestínskra heilbrigðisstarfsmanna en það hefur einnig áhrif á það hvort sjúkrahús geti veitt lífsnauðsynlega þjónustu. Tíðni skurðaðgerða og innlagna hefur minnkað mjög að undanförnu.

27. október 2008 : Rauði krossinn fræðir börn og ungmenni í kjölfar jarðskjálftans á Suðurlandi

Rauði kross Íslands vinnur nú að fræðslu fyrir börn og ungmenni í kjölfar jarðskjálftans á Suðurlandi ásamt bæjar- og skólayfirvöldum í Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Fræðslan fyrir börnin hefst þriðjudaginn 28. október og er fjölmiðlum boðið að kynna sér verkefnið í Sunnulækjarskóla á Selfossi kl. 11:00.

Kiwanishreyfingin styrkir verkefnið, og munu fulltrúar hennar ásamt Don Cannady, forseta Alþjóða hreyfingar Kiwanis afhenda Árnesingadeild og Hveragerðisdeild Rauða krossins eina milljón króna við þetta tækifæri. Sérfræðingar Rauða krossins í áfallahjálp og sálrænum stuðningi veita viðtöl ásamt skólayfirvöldum Sunnulækjarskóla.

27. október 2008 : Fjöldahjálparstjóranámskeið í Grindavíkurdeild

Á dögunum var haldið námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra í Grindavík en nokkur tími er síðan slíkt námskeið var haldið hjá deildinni. Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir skipulag almannavarna og hver þáttur Rauða krossins er í því, fyrirlestur um fjöldahjálp, auk þess sem æfð er skráning og opnum fjöldahjálparstöðvar

Námskeiðið, sem haldið var í húsnæði Grunnskólans, sem er skilgreind fjöldahjálparstöð, var vel sótt af heimamönnum. Þátttakendur voru áhugasamir og tóku virkan þátt í verkefnum og æfingum sem lagðar voru fyrir. Í tengslum við námskeiðið hefur verið unnið að uppfærslu neyðarvarnaáætlunar Grindavíkurdeildar og er því verki nú að mestu lokið.

27. október 2008 : Fjöldahjálparstjóranámskeið í Grindavíkurdeild

Á dögunum var haldið námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra í Grindavík en nokkur tími er síðan slíkt námskeið var haldið hjá deildinni. Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir skipulag almannavarna og hver þáttur Rauða krossins er í því, fyrirlestur um fjöldahjálp, auk þess sem æfð er skráning og opnum fjöldahjálparstöðvar

Námskeiðið, sem haldið var í húsnæði Grunnskólans, sem er skilgreind fjöldahjálparstöð, var vel sótt af heimamönnum. Þátttakendur voru áhugasamir og tóku virkan þátt í verkefnum og æfingum sem lagðar voru fyrir. Í tengslum við námskeiðið hefur verið unnið að uppfærslu neyðarvarnaáætlunar Grindavíkurdeildar og er því verki nú að mestu lokið.

27. október 2008 : Fjöldi hælisumsókna til iðnvæddra ríkja fyrri hluta ársins 2008

Þrátt fyrir að nokkuð hafi dregið úr fjölda íraskra hælisleitenda fyrri hluta ársins 2008 voru Írakar enn langfjölmennasti hópur hælisleitenda í iðnvæddum ríkjum. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNHCR.

27. október 2008 : Fjöldi hælisumsókna til iðnvæddra ríkja fyrri hluta ársins 2008

Þrátt fyrir að nokkuð hafi dregið úr fjölda íraskra hælisleitenda fyrri hluta ársins 2008 voru Írakar enn langfjölmennasti hópur hælisleitenda í iðnvæddum ríkjum. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNHCR.

27. október 2008 : Svæðisfundur Rauða kross deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum

Svæðisfundur deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum var haldinn síðustu helgi í húsnæði Hveragerðisdeildar. Hófst fundurinn með því að formaður svæðisráðs Eiríkur Jóhannsson flutti skýrslu.

27. október 2008 : Rauði krossinn fræðir börn og ungmenni í kjölfar jarðskjálftans á Suðurlandi

Rauði kross Íslands vinnur nú að fræðslu fyrir börn og ungmenni í kjölfar jarðskjálftans á Suðurlandi ásamt bæjar- og skólayfirvöldum í Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Fræðslan fyrir börnin hefst þriðjudaginn 28. október og er fjölmiðlum boðið að kynna sér verkefnið í Sunnulækjarskóla á Selfossi kl. 11:00.

Kiwanishreyfingin styrkir verkefnið, og munu fulltrúar hennar ásamt Don Cannady, forseta Alþjóða hreyfingar Kiwanis afhenda Árnesingadeild og Hveragerðisdeild Rauða krossins eina milljón króna við þetta tækifæri. Sérfræðingar Rauða krossins í áfallahjálp og sálrænum stuðningi veita viðtöl ásamt skólayfirvöldum Sunnulækjarskóla.

27. október 2008 : Rauði krossinn fræðir börn og ungmenni í kjölfar jarðskjálftans á Suðurlandi

Rauði kross Íslands vinnur nú að fræðslu fyrir börn og ungmenni í kjölfar jarðskjálftans á Suðurlandi ásamt bæjar- og skólayfirvöldum í Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Fræðslan fyrir börnin hefst þriðjudaginn 28. október og er fjölmiðlum boðið að kynna sér verkefnið í Sunnulækjarskóla á Selfossi kl. 11:00.

Kiwanishreyfingin styrkir verkefnið, og munu fulltrúar hennar ásamt Don Cannady, forseta Alþjóða hreyfingar Kiwanis afhenda Árnesingadeild og Hveragerðisdeild Rauða krossins eina milljón króna við þetta tækifæri. Sérfræðingar Rauða krossins í áfallahjálp og sálrænum stuðningi veita viðtöl ásamt skólayfirvöldum Sunnulækjarskóla.

27. október 2008 : Rauði krossinn fræðir börn og ungmenni í kjölfar jarðskjálftans á Suðurlandi

Rauði kross Íslands vinnur nú að fræðslu fyrir börn og ungmenni í kjölfar jarðskjálftans á Suðurlandi ásamt bæjar- og skólayfirvöldum í Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Fræðslan fyrir börnin hefst þriðjudaginn 28. október og er fjölmiðlum boðið að kynna sér verkefnið í Sunnulækjarskóla á Selfossi kl. 11:00.

Kiwanishreyfingin styrkir verkefnið, og munu fulltrúar hennar ásamt Don Cannady, forseta Alþjóða hreyfingar Kiwanis afhenda Árnesingadeild og Hveragerðisdeild Rauða krossins eina milljón króna við þetta tækifæri. Sérfræðingar Rauða krossins í áfallahjálp og sálrænum stuðningi veita viðtöl ásamt skólayfirvöldum Sunnulækjarskóla.

24. október 2008 : Rauði kross Íslands opnar skrifstofu í Malaví

Hólmfríður Garðarsdóttir hefur opnað skrifstofu Rauða kross Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví, sem er eitt þéttbýlasta land Afríku með 11 milljónir íbúa.

24. október 2008 : Rauði kross Íslands opnar skrifstofu í Malaví

Hólmfríður Garðarsdóttir hefur opnað skrifstofu Rauða kross Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví, sem er eitt þéttbýlasta land Afríku með 11 milljónir íbúa.

24. október 2008 : Útkall vegna flugfarþega

Eins og fram hefur komið i fréttum var aftakaveður á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og nótt sem leið. Hafði þetta þau áhrif á millilandaflug að ekki var hægt að lenda í Keflavík og þurftu því þrjár vélar að lenda á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.
Í flugstöðinni á Akureyri var ansi þröngt á þingi meðan verið var að finna út úr hvernig hægt væri að koma farþegunum fyrir yfir nóttina.
 

24. október 2008 : Ungbarnanudd hjá Alþjóðlegum foreldrum

Alþjóðlegir foreldrar hittast vikulega í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og eiga skemmtilega stund saman með börnunum sínum. Reglulega er boðið upp á ýmiss konar fræðslu eða viðburði sem tengist annaðhvort ungabörnum eða innflytjendum á Íslandi. Alþjóðlegir foreldrar hafa til dæmis fengið fræðslu um starfsemi og þjónustu Alþjóðahúss, fengið kynningu á dagvistunarmálum og farið í Hreyfiland. Á dögunum tók svo einn þátttakandinn sig til og kenndi ungbarnanudd sem hún sjálf hafði lært nýlega. Foreldrarnir mynduðu hring á gólfinu eins og myndin sýnir og lærðu helstu handtökin við nuddið. Þetta vakti mikla gleði bæði hjá foreldrunum og börnunum og verður því eflaust endurtekið áður en langt um líður.

24. október 2008 : Útkall vegna flugfarþega

Eins og fram hefur komið i fréttum var aftakaveður á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og nótt sem leið. Hafði þetta þau áhrif á millilandaflug að ekki var hægt að lenda í Keflavík og þurftu því þrjár vélar að lenda á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.
Í flugstöðinni á Akureyri var ansi þröngt á þingi meðan verið var að finna út úr hvernig hægt væri að koma farþegunum fyrir yfir nóttina.
 

24. október 2008 : Heimsóknanámskeið á Fljótsdalshéraði

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið í Kirkjuselinu í Fellabæ í samvinnu við Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins og safnaða Þjóðkirkjunnar í Eiða-, Vallanes og Valþjófsstaðarprestakalli.

Undanfarin ár hefur heimsóknaþjónustuhópur starfað í Egilsstaðakirkju og hafa félagar í hópnum bæði sótt einstaklinga heim og stuðlað að samverustundum á sjúkrahúsinu og á sambýli aldraðra.

Rauði krossinn hefur það á stefnuskrá sinni að rjúfa einangrun þeirra sem einhverra hluta vegna búa við einsemd og einangrun og því hafa þessir tveir aðilar ákveðið að vinna saman að verkefninu HEIMSÓKNAVINIR.

24. október 2008 : Heimsóknanámskeið á Fljótsdalshéraði

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið í Kirkjuselinu í Fellabæ í samvinnu við Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins og safnaða Þjóðkirkjunnar í Eiða-, Vallanes og Valþjófsstaðarprestakalli.

Undanfarin ár hefur heimsóknaþjónustuhópur starfað í Egilsstaðakirkju og hafa félagar í hópnum bæði sótt einstaklinga heim og stuðlað að samverustundum á sjúkrahúsinu og á sambýli aldraðra.

Rauði krossinn hefur það á stefnuskrá sinni að rjúfa einangrun þeirra sem einhverra hluta vegna búa við einsemd og einangrun og því hafa þessir tveir aðilar ákveðið að vinna saman að verkefninu HEIMSÓKNAVINIR.

24. október 2008 : Sveitaferð

Í liðinni viku var farin skemmtileg sveitaferð frá Rauða kross húsinu á Akranesi þegar nýju Skagamennirnir frá Palsestínu, ásamt fríðu föruneyti, heimsóttu Jóhönnu geitabónda að Háafelli í Borgarfirði.
Í ferðinni gafst kostur á því að skoða dálítið af íslenskri náttúru og kynnast lífinu í sveitinni. Fyrst skoðaði hópurinn útihúsin þar sem geiturnar biðu æstar í kossa og knúserí – sem var nú ekki látið auðveldlega eftir þeim. Síðan bauð Jóhanna hópnum  inn í þjóðlegan málsverð, þar sem meðal annars var boðið upp á geitamjólk og geitakæfu.
Að því búnu var haldið heim, eftir ánægjulega heimsókn á alíslenskan sveitabæ.

23. október 2008 : Rauði krossinn í Afríku berst við loftslagsbreytingar og efnahagskreppu

Landsfélög Rauða krossins í Afríku er í síauknum mæli farin að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga í álfunni. 

23. október 2008 : Margir sitja námskeið í sálrænum stuðningi

Þeir sem sátu námskeið Rauða krossins í sálrænum stuðningi sem haldið var sl. þriðjudag geta vonandi nýtt sér eitthvað af því sem þar var kennt. Sem betur fer ýmislegt sem flestir tileinka sér og telst til almennrar skynsemi en einnig margur fróðleikur sem gott er að styðjast við þegar á þarf að halda. Þátttakendur á þessu námskeiði voru m.a. starfsfólk stéttarfélaga, starfsfólk stofnanna Akureyrarbæjar ofl. Leiðbeinandi var Sigríður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og leiðbeinandi hjá Rauða krossinum.

23. október 2008 : Biðröð við opnun basars prjónahóps Árnesingadeildar

Árlegur basar prjónahóps Árnesingadeildar var í húnæði deildarinnar á laugardaginn. Svo mikill áhugi var fyrir basarnum að þessu sinni að biðröð hafði myndast þegar opnað var klukkan tíu um morguninn. Allur ágóði rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins, en sá sjóður er nýttur til verkefna í hjálparstarfi erlendis.

Prjónahópurinn, sem kallar sig „síðasta umferðin," hefur verið afar vinsæll meðal kvenna og stækkar með hverju árinu. Konurnar prjóna sokka, vettlinga, húfur og annað prjónles ásamt því að framleiða annað fallegt nytsamlegt handverk. Margir koma á basarinn á hverju ári og kaupa þar fallega muni til gjafa. Nýjasta afurð kvennanna eru prjónaðar dúkkur sem allar seldust strax eftir opnun. Þau verða eflaust ánægð börnin sem fá dúkkurnar í jólapakka í ár.

23. október 2008 : Biðröð við opnun basars prjónahóps Árnesingadeildar

Árlegur basar prjónahóps Árnesingadeildar var í húnæði deildarinnar á laugardaginn. Svo mikill áhugi var fyrir basarnum að þessu sinni að biðröð hafði myndast þegar opnað var klukkan tíu um morguninn. Allur ágóði rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins, en sá sjóður er nýttur til verkefna í hjálparstarfi erlendis.

Prjónahópurinn, sem kallar sig „síðasta umferðin," hefur verið afar vinsæll meðal kvenna og stækkar með hverju árinu. Konurnar prjóna sokka, vettlinga, húfur og annað prjónles ásamt því að framleiða annað fallegt nytsamlegt handverk. Margir koma á basarinn á hverju ári og kaupa þar fallega muni til gjafa. Nýjasta afurð kvennanna eru prjónaðar dúkkur sem allar seldust strax eftir opnun. Þau verða eflaust ánægð börnin sem fá dúkkurnar í jólapakka í ár.

22. október 2008 : Nýir heimsóknavinir á Skagaströnd

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini á Norðurlandi var haldið á vegum Skagastrandardeildar í síðustu viku og sóttu það átta konur frá Skagaströnd og Blönduósi.

22. október 2008 : Nýir heimsóknavinir á Skagaströnd

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini á Norðurlandi var haldið á vegum Skagastrandardeildar í síðustu viku og sóttu það átta konur frá Skagaströnd og Blönduósi.

22. október 2008 : Rauði krossinn æfði opnun fjöldahjálparstöðvar á Akranesi

Umfangsmikil eldvarnaræfing var haldin á Sjúkrahúsinu á Akranesi þann 17. október. Að æfingunni stóðu auk Akranesdeildar Rauða krossins, starfsfólk Sjúkrahússins, Almannavarnanefnd Akraness, Lögregla, Slökkvilið, Björgunarfélag Akraness, starfsfólk Brekkubæjarskóla og sjúkraflutningamenn.
 
Æfingin gekk út á að upp kom eldur í sjúkrahúsinu og þurfti að rýma þrjár deildir. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Brekkubæjarskóla og voru 25 sjúklingar, sængurkonur og nýburi flutt þangað.

Milli 70 og 80 manns komu að æfingunni með einum eða öðrum hætti og þótti hún takast með ágætum. Hlutverk Akranesdeildar Rauða krossins var opnun og starfræksla fjöldahjálparstöðvarinnar. Mikið gekk á í fjöldahjálparstöðinni við móttöku „sjúklinga” en fljótt og vel gekk að koma hverjum á sinn stað til aðhlynningar. Þegar mest gekk á má reikna með að milli 50 og 60 manns hafi verið í móttökusal fjöldahjálparstöðvarinnar.

22. október 2008 : Rauði krossinn æfði opnun fjöldahjálparstöðvar á Akranesi

Umfangsmikil eldvarnaræfing var haldin á Sjúkrahúsinu á Akranesi þann 17. október. Að æfingunni stóðu auk Akranesdeildar Rauða krossins, starfsfólk Sjúkrahússins, Almannavarnanefnd Akraness, Lögregla, Slökkvilið, Björgunarfélag Akraness, starfsfólk Brekkubæjarskóla og sjúkraflutningamenn.
 
Æfingin gekk út á að upp kom eldur í sjúkrahúsinu og þurfti að rýma þrjár deildir. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Brekkubæjarskóla og voru 25 sjúklingar, sængurkonur og nýburi flutt þangað.

Milli 70 og 80 manns komu að æfingunni með einum eða öðrum hætti og þótti hún takast með ágætum. Hlutverk Akranesdeildar Rauða krossins var opnun og starfræksla fjöldahjálparstöðvarinnar. Mikið gekk á í fjöldahjálparstöðinni við móttöku „sjúklinga” en fljótt og vel gekk að koma hverjum á sinn stað til aðhlynningar. Þegar mest gekk á má reikna með að milli 50 og 60 manns hafi verið í móttökusal fjöldahjálparstöðvarinnar.

22. október 2008 : Rauði krossinn æfði opnun fjöldahjálparstöðvar á Akranesi

Umfangsmikil eldvarnaræfing var haldin á Sjúkrahúsinu á Akranesi þann 17. október. Að æfingunni stóðu auk Akranesdeildar Rauða krossins, starfsfólk Sjúkrahússins, Almannavarnanefnd Akraness, Lögregla, Slökkvilið, Björgunarfélag Akraness, starfsfólk Brekkubæjarskóla og sjúkraflutningamenn.
 
Æfingin gekk út á að upp kom eldur í sjúkrahúsinu og þurfti að rýma þrjár deildir. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Brekkubæjarskóla og voru 25 sjúklingar, sængurkonur og nýburi flutt þangað.

Milli 70 og 80 manns komu að æfingunni með einum eða öðrum hætti og þótti hún takast með ágætum. Hlutverk Akranesdeildar Rauða krossins var opnun og starfræksla fjöldahjálparstöðvarinnar. Mikið gekk á í fjöldahjálparstöðinni við móttöku „sjúklinga” en fljótt og vel gekk að koma hverjum á sinn stað til aðhlynningar. Þegar mest gekk á má reikna með að milli 50 og 60 manns hafi verið í móttökusal fjöldahjálparstöðvarinnar.

22. október 2008 : Eldhugar búa til brjóstsykur

Eldhugar Kópavogsdeildar hittust á fimmtudaginn í síðustu viku eins og venja er á fimmtudögum og í þetta skiptið var alveg nýtt verkefni lagt fyrir hópinn, brjóstsykursgerð. Vatni, sykri og þrúgusykri var skellt í pott og soðið, síðan var bragefnunum blandað út í og þegar efniviðurinn hafði kólnað aðeins voru brjóstsykursmolar klipptir út, mótaðir í alls konar myndir og settir á sleikjóprik, allt undir góðri handleiðslu eldri sjálfboðaliða. Í þetta skiptið bjuggu Eldhugarnir til jarðarberja- og perubrjóstsykur. Á morgun heldur brjóstsykursgerðin áfram og ætla Eldhugarnir þá að prófa lakkrísbragð og kólabragð.

Afraksturinn verður síðan seldur á handverksmarkaði sem deildin mun standa fyrir 15. nóvember næstkomandi. Markaðurinn verður auglýstur nánar síðan en á honum munu finnast prjónaflíkur og annað handverk frá sjálfboðaliðum deildarinnar en einnig handverk alla leiðina frá Mósambík þar sem deildin er í vinadeildasamstarfi með Rauða kross deild í Maputo-héraði í Mósambík.

21. október 2008 : Svæðisfundur deilda á Austfjörðum

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi var haldinn í Grunnskólanum á Reyðarfirði og mættu fulltrúar frá sjö deildum af 11. Pétur Karl Kristmundsson formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára.

Stærsta verkefnið er stuðningur við skyndihjálparhóp ungmenna sem stækkaði mikið síðasta ár. Svæðissjóður styður við bakið á stuðningshópum geðfatlaðra og aðstandendum þeirra og eru sex hópar starfandi á Austurlandi. Fræðslufundur var haldinn fyrir áhugafólk um geðheilbrigðismál og á döfinni er námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra. Stutt hefur verið við vetrarstarf ungmenna og vinadeildasamband Rauða kross deilda á Austurlandi byrjar í Malaví í vetur en stefnt er að heimsókn sjálfboðaliða þangað á næsta ári.

21. október 2008 : Flugslysaæfing á Þingeyri

Deildir Rauða krossins á Vestfjörðum tóku þátt í flugslysaæfingu á Þingeyri á laugardaginn. Æft var slys þar sem farþegaflugvél með 24 farþegum fórst í lendingu á flugvellinum.

Sjálfboðaliðar Dýrafjarðardeildar sinntu slösuðum á svokölluðu söfnunarsvæði slasaðra sem sett var upp í flugstöðinni á Dýrafjarðarflugvelli, ásamt björgunarsveitarfólki og prestinum á staðnum. Sjálfboðaliðar annarra deilda á norðanverðum Vestfjörðum settu hins vegar upp söfnunarsvæði aðstandenda í grunnskóla Ísafjarðar.

21. október 2008 : Flugslysaæfing á Þingeyri

Deildir Rauða krossins á Vestfjörðum tóku þátt í flugslysaæfingu á Þingeyri á laugardaginn. Æft var slys þar sem farþegaflugvél með 24 farþegum fórst í lendingu á flugvellinum.

Sjálfboðaliðar Dýrafjarðardeildar sinntu slösuðum á svokölluðu söfnunarsvæði slasaðra sem sett var upp í flugstöðinni á Dýrafjarðarflugvelli, ásamt björgunarsveitarfólki og prestinum á staðnum. Sjálfboðaliðar annarra deilda á norðanverðum Vestfjörðum settu hins vegar upp söfnunarsvæði aðstandenda í grunnskóla Ísafjarðar.

21. október 2008 : Námskeið í sálrænum stuðningi

Námskeið í sálrænum stuðningi verður haldið í dag þriðjudag 21. október kl. 16 - 18.

Námskeiðið er haldið í húsnæði Einingar - Iðju við Skipagötu og hefst eins og fyrr segir kl. 16:00.

Þátttakendur á þessu námskeiði er starfsfólk ýmissa stofnana. 

Hægt er að nálgast kennsluglærurnar hér.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigríður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

20. október 2008 : Mikilvægt að flytja jákvæðar fréttir um Afríku

Alþjóða Rauði krossinn hvetur blaðamenn og starfsmenn mannúðarsamtaka til að birta fleiri fréttir af því sem vel gengur í Afríku.

20. október 2008 : Vinnudagar starfsmanna í athvörfum Rauða krossins

Starfsmenn athvarfa fyrir fólk með geðraskanir og Konukots komu saman á tveggja daga fundi til að ræða sameiginleg mál og nýjungar í starfseminni.

20. október 2008 : Rauði krossinn veitti neyðaraðstoð vegna bruna í Breiðholti

Viðbragðshópur Rauða krossins var kallaður út af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins klukkan 3.42 aðfararnótt sunnudagsins vegna bruna í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Reykjavík. Sjálfboðaliðar hópsins komu hjólhýsi Rauða krossins á staðinn og gátu þolendur dvalið þar meðan á slökkvistarfi og reykræstingu stóð.

17. október 2008 : Prjónahópur í menningarferð

Prjónahópur Reykjavíkurdeildar Rauða krossins fór í menningarferð í Gerðasal sl. fimmtudag.  Farið var á sýningu sem lýsir þjóðarsál og menningu Ekvador. Var gerður góður rómur af fallegum teppum, myndum og ekki síst skartgripum sem hópurinn dvaldi lengi við. Þegar prjónahópurinn gat loks dregið sig frá sýningunni, lá leiðin á kaffihús þar sem góðra veitinga var notið áður en haldið var heim.

Sjálfboðamiðlun Reykjavíkurdeildar hefur staðið fyrir opnu húsi á fimmtudögum kl. 13:30-16:00 fyrir fólk sem vill leggja góðu málefni lið með því að gefa vinnu sína við að prjóna eða hekla.

17. október 2008 : Heimsóknavinur Kópavogsdeildar fer á slóðir Alþjóða Rauða krossins í Genf

Bragi Óskarsson er heimsóknavinur sem sinnir heimsóknum á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Þar stendur hann fyrir vikulegum söngstundum fyrir heimilisfólkið með fleiri heimsóknavinum. Bragi byrjaði sem sjálfboðaliði hjá deildinni fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar hann hætti að vinna og fór á eftirlaun. Hann hafði séð auglýsingu um starf deildarinnar og kom í sjálfboðamiðstöðina til að fá frekari upplýsingar. Hann byrjaði svo fljótlega í Sunnuhlíð, fyrst við upplestur í afleysingum en síðan í sönghópnum.

Bragi hefur einnig farið í ferðir með heimilisfólkinu í Sunnuhlíð og verið því innan handar en Kópavogsdeildin stendur reglulega fyrir ferðum á söfn og í messur. Bragi fór einnig í allmerkilega ferð í september en þá fór hann til Genf á vegum Rauða krossins í árlega sjálfboðaliðaferð þar sem sjálfboðaliðarnir fá kynningu á starfsemi Alþjóða Rauða krossins. Hann var dreginn úr potti sjálfboðaliða hjá Kópavogsdeild og fór utan með konu sinni. Alls voru tæplega fjörutíu manns í ferðinni frá fleiri deildum Rauða krossins og varði hópurinn fjórum dögum í Genf.

16. október 2008 : Skákfélag Vinjar á Íslandsmóti skákfélaga

Um helgina var haldið íslandsmót skákfélaga þar sem ríflega 400 manns sátu að tafli föstudagskvöld, meira og minna allan laugardaginn og fram eftir degi á sunnudag í Rimaskóla. Stórmeistarar hvaðanæva að úr heiminum tóku þátt, alþjóðlegir meistarar og Fide meistarar auk áhugamanna með mismikla kunnáttu og reynslu.

Skákfélag Vinjar, sem einmitt er starfrækt í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir í Reykjavík, sendi lið til keppni í fjórðu deild, en félagið gekk formlega í skáksamband Íslands fyrr á árinu.

16. október 2008 : Skákfélag Vinjar á Íslandsmóti skákfélaga

Um helgina var haldið íslandsmót skákfélaga þar sem ríflega 400 manns sátu að tafli föstudagskvöld, meira og minna allan laugardaginn og fram eftir degi á sunnudag í Rimaskóla. Stórmeistarar hvaðanæva að úr heiminum tóku þátt, alþjóðlegir meistarar og Fide meistarar auk áhugamanna með mismikla kunnáttu og reynslu.

Skákfélag Vinjar, sem einmitt er starfrækt í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir í Reykjavík, sendi lið til keppni í fjórðu deild, en félagið gekk formlega í skáksamband Íslands fyrr á árinu.

16. október 2008 : Fjölmennt námskeið um sálrænan stuðning

Fjölmenni sótti í dag námskeið í sálrænum stuðningi sem deildin hélt í safnaðarheimili Glerárkirkju.  Námskeiðið er hluti af  undirbúningi sem ýmsar stofnanir og félagssamtök eru að vinna að í tengslum við þá erfiðu stöðu sem samfélagið stendur nú frammi fyrir.  
 
Á námskeiðinu var m.a. fjallað um ýmiskonar áföll og  kreppur, sem og einkenni og áhrif alvarlegra atvika á einstaklinga.

 

16. október 2008 : Stuðningur úr óvæntri átt

Í síðustu viku sendi Emanuel Tommy, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Síerra Leóne, Rauða krossinum á Íslandi samúðar- og baráttukveðju vegna þeirra þrenginga sem við Íslendingar erum að ganga í gegnum. Emanuel er ungur maður sem býr í einu fátækasta landi heims.

15. október 2008 : Fataúthlutun hafin á ný

Fatasöfnun Rauða krossins hóf fataúthlutun á ný í dag kl. 10 í nýju húsnæði félagsins að Laugavegi 116, í Reykjavík, eftir stutt hlé meðan á flutningi Fataflokkunarstöðvar Rauða krossins stóð. Fólk sem á þarf að halda getur leitað í úthlutunina á Laugavegi, á miðvikudögum milli kl. 10 og 16 , og fengið föt án endurgjalds.

Ráðgert er að úthluta að minnsta kosti vikulega og getur hver einstaklingur fengið um 4-5 kg af fötum í hvert sinn. Hér er um að ræða samstarfsverkefni deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

Um 2.300 manns fengu úthlutað fötum í fyrra og á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur um 1.200 manns fengið föt hjá söfnuninni.

15. október 2008 : Svæðisfundur á höfuðborgarsvæði

Svæðisfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu var haldinn í húsnæði Garðabæjardeildar í gær. Fulltrúar allra deilda á svæðinu sátu fundinn.

Að loknum hefðbundnum svæðisfundarstörfum (skýrslu formanns, kjöri á svæðisráði næsta árs og umræðum um fjárhags- og framkvæmdaáætlun) kynnti Anna Stefánsdóttir formaður Rauða krossins nýsamþykktar siðareglur félagsins.

14. október 2008 : Sjálfboðaliðar á Vestfjörðum æfa fjöldahjálp

Góð þátttaka var á námskeiði  í fjöldahjálp sem Rauða kross deildir á Vestfjörðum stóðu að síðast liðinn laugardag. Þátttakendur voru þjálfaðir í að taka þátt í fjöldahjálp á neyðartímum með því að taka á móti óslösuðum og aðstandendum. Farið var yfir hlutverk sjálfboðaliða sem þurfa að veita fólki mannlegan stuðning á erfiðum tímum. 

Rauði kross Íslands annast fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf samkvæmt samningi við Almannavarnir ríkisins og eru deildir um allt land sífellt að þjálfa sjálfboðaliða.

13. október 2008 : Hjálparsíminn 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

13. október 2008 : Hlutverkaleikurinn Á flótta er 10 ára

Hlutverkaleikurinn Á flótta varð 10 ára á haustdögum, sjálfboðaliðar sem komið hafa að verkefninu síðastliðin ár komu saman í gær og héldu upp á afmælið.

Sjálfboðaliðar Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands sem hafa unnið að hlutverkaleiknum Á flótta gerðu sér glaðan dag og héldu upp á afmæli verkefnisins með pomp og prakt. Veislugestir klæddu sig upp í þau fjölmörg hlutverk sem koma fyrir í leiknum og rifjuðu upp góðar stundir saman.

10. október 2008 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Síðustu daga hefur fjöldi manns hringt í 1717 í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar leita megi frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning á erfiðum tímum.

10. október 2008 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Síðustu daga hefur fjöldi manns hringt í 1717 í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar leita megi frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning á erfiðum tímum.

10. október 2008 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Síðustu daga hefur fjöldi manns hringt í 1717 í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar leita megi frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning á erfiðum tímum.

10. október 2008 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Síðustu daga hefur fjöldi manns hringt í 1717 í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar leita megi frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning á erfiðum tímum.

10. október 2008 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Síðustu daga hefur fjöldi manns hringt í 1717 í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar leita megi frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning á erfiðum tímum.

10. október 2008 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Síðustu daga hefur fjöldi manns hringt í 1717 í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar leita megi frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning á erfiðum tímum.

10. október 2008 : Nýr samstarfssamningur undirritaður um rekstur Dvalar

Í gær var haldið upp á 10 ára afmæli Dvalar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir í Kópavogi. Yfir 100 manns tóku þátt í því að fagna þessum merka áfanga í safnaðarheimili Digraneskirkju. Þar voru mættir fulltrúar frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu ásamt landsskrifstofu Rauða kross Íslands, starfsfólk og gestir annarra athvarfa á höfuðborgarsvæðinu og að sjálfsögðu starfsfólk, gestir og sjálfboðaliðar Dvalar.

Einnig voru viðstaddir fulltrúar frá rekstraraðilum athvarfins, þ.e. Kópavogsdeildinni, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og Kópavogsbæ. Tækifærið var notað til að skrifa undir nýjan samstarfssamning þessara þriggja aðila um rekstur Dvalar. Samningurinn er til þriggja ára og tryggir áframhaldandi starfsemi athvarfsins.

9. október 2008 : Athvarfið Dvöl í Kópavogi 10 ára

Í dag verður haldið upp á tíu ára afmæli Dvalar sem er í Reynihvammi 43. Athvarfið er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar Rauða krossins, Kópavogsbæjar og svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi.

„Athvarfið hefur í tímans rás sannað gildi sitt og rofið einangrun fjölda fólks sem glímir við geðraskanir," segir Þórður Ingþórsson forstöðumaður Dvalar. Þórður segir að frá upphafi hafi verið lögð áhersla á að efla sjálfstæði og virkni gesta og er fólk aðstoðað við að leita nýrra leiða í leik og starfi óski viðkomandi þess. Margir sækja staðinn eftir að hafa dvalist á geðdeild en allir komi til að njóta samveru.

9. október 2008 : Athvarfið Dvöl í Kópavogi 10 ára

Í dag verður haldið upp á tíu ára afmæli Dvalar sem er í Reynihvammi 43. Athvarfið er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar Rauða krossins, Kópavogsbæjar og svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi.

„Athvarfið hefur í tímans rás sannað gildi sitt og rofið einangrun fjölda fólks sem glímir við geðraskanir," segir Þórður Ingþórsson forstöðumaður Dvalar. Þórður segir að frá upphafi hafi verið lögð áhersla á að efla sjálfstæði og virkni gesta og er fólk aðstoðað við að leita nýrra leiða í leik og starfi óski viðkomandi þess. Margir sækja staðinn eftir að hafa dvalist á geðdeild en allir komi til að njóta samveru.

8. október 2008 : Svæðisfundur deilda á Vestfjörðum

Deildir Rauða krossins á Vestfjörðum héldu svæðisfund á sunnudaginn.

7. október 2008 : Rúmlega 200.000 manns fá neyðaraðstoð í Afganistan

Samkvæmt Alþjóða Rauða krossinum gætu hundruð þúsunda manna í norðurhluta Afganistans þurft að yfirgefa heimili sín í vetur vegna þurrka, átaka og hækkandi matvælaverðs.

7. október 2008 : Heimsóknavinaverkefni að hefjast hjá Siglufjarðardeild

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið á vegum Siglufjarðardeildar í vikunni og sóttu það fimmtán konur.
 
Siglufjarðardeild er sú tíunda í röð deilda á Norðurlandi sem áætlar að fara í verkefnið. Hópstjórar verða þær Margrét Guðmundsdóttir og Mundína Bjarnadóttir.
 
Steinar Baldursson gjaldkeri Siglufjarðardeildar sagði frá starfsemi deildarinnar en leiðbeinandi námskeiðsins var Guðný H. Björnsdóttir, svæðisfulltrúi á Norðurlandi.

7. október 2008 : Heimsóknavinaverkefni að hefjast hjá Siglufjarðardeild

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið á vegum Siglufjarðardeildar í vikunni og sóttu það fimmtán konur.
 
Siglufjarðardeild er sú tíunda í röð deilda á Norðurlandi sem áætlar að fara í verkefnið. Hópstjórar verða þær Margrét Guðmundsdóttir og Mundína Bjarnadóttir.
 
Steinar Baldursson gjaldkeri Siglufjarðardeildar sagði frá starfsemi deildarinnar en leiðbeinandi námskeiðsins var Guðný H. Björnsdóttir, svæðisfulltrúi á Norðurlandi.

6. október 2008 : Göngum til góðs - takk fyrir aðstoðina

Um 130 sjálfboðaliðar gengu til góðs á svæði Akureyrardeildar í landssöfnun Rauða krossins sem fram fór sl. laugardag 4. október.  Með þessari góðu þátttöku var hægt að ganga í nánast hvert hús á svæðinu og eiga sjálfboðaliðar þakkir skildar fyrir aðstoðina. Jafnframt ber að þakka þeim aðilum og fyrirtækjum sem aðstoðuðu með einum eða öðrum hætti við undirbúning söfnunarinnar og auðvitað öllum þeim sem styrktu söfnunina með fjárframlögum.  

6. október 2008 : Gengið til góðs á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.

Laugardaginn 4. október var gengið til góðs á Akranesi og Hvalfjarðarsveit einsog í öðrum bæjum og sveitum á Íslandi. Þrátt fyrir að um  það bil helmingi færri hafi gengið nú en fyrir tveimur árum er ekki hægt að segja annað en stemnigin fyrir gönguna hafi verið góð.  Sjúkravinir stóðu vaktina yfir vöfflujárnum og sáu um að enginn færi svangur af stað. Patrycja Szalkowicz, kennari í Tónlistaskólanum á Akranesi, og tveir nemendur hennar, léku þrjú lög á þverflautur svona til þess að keyra upp göngugleðina í mannskapnum. Áberandi var hversu góð þáttaka unglinga á Skaga og í Hvalfjarðarsveit var, en nemendur í tíunda bekk Grundaskóla, Heiðarskóla og Brekkubæjarskóla  fjölmenntu í gönguna.
 

6. október 2008 : Deidarfólk á Vesturlandi á fundar

Laugardaginn 27. september síðastliðinn var haldinn Svæðisfundur deilda á vesturlandi. Fundurinn, sem haldinn var á Akranesi, var vel sóttur og voru fundargestir sammála um leggja áherslu á aukna samvinnu deilda í vetur, m.a. stendur til að deildir bjóð upp á sameiginleg námskeið.
Á fundinum voru nokkur málefni kynnt sérstaklega, Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranedeildarinnar fjallaði um starf með innflytjendum, Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður URKÍ og Arnar Benjamín Kristjánsson kynntu leikinn Á flótta og fóru yfir starf URKÍ.  Sérstakur gestur á fundinum var Sigurður Þór Sigursteinsson, forstöðumaður enurhæfingarhússins Hver, sem sagði frá starfsemi og uppbygginug hússins.
Að fundi loknum áttu fundargestir saman notalega stund yfir kvöldverði á veitingastaðnum Galito.

6. október 2008 : Deildarfólk á Vesturlandi fundar

Laugardaginn 27. september síðastliðinn var haldinn Svæðisfundur deilda á vesturlandi. Fundurinn, sem haldinn var á Akranesi, var vel sóttur og voru fundargestir sammála um leggja áherslu á aukna samvinnu deilda í vetur, m.a. stendur til að deildir bjóð upp á sameiginleg námskeið.
Á fundinum voru nokkur málefni kynnt sérstaklega, Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranedeildarinnar fjallaði um starf með innflytjendum, Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður URKÍ og Arnar Benjamín Kristjánsson kynntu leikinn Á flótta og fóru yfir starf URKÍ.  Sérstakur gestur á fundinum var Sigurður Þór Sigursteinsson, forstöðumaður enurhæfingarhússins Hver, sem sagði frá starfsemi og uppbygginug hússins.
Að fundi loknum áttu fundargestir saman notalega stund yfir kvöldverði á veitingastaðnum Galito.

6. október 2008 : Nær 200 gengu til góðs í Kópavogi

Um 200 sjálfboðaliðar á öllum aldri gengu til góðs í Kópavogi á laugardaginn en það er mun meiri þátttaka en víða annars staðar. Alls söfnuðust 1.688.000 krónur í baukana í Kópavogi og er það jafnframt mun betri árangur en náðist í mörgum nágrannasveitarfélaganna sé miðað við íbúafjölda. Kópavogsdeild kann öllum sem tóku þátt í Göngum til góðs í Kópavogi bestu þakkir fyrir framlagið.

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vorum við undir það búin að þátttaka yrði dræmari en fyrir tveimur árum þegar 350 manns gengu með okkur til góðs hér í bænum. Þetta gekk eftir en við getum þó verið stolt af framlagi Kópavogsbúa, hvort sem litið er til fjölda sjálfboðaliða eða til upphæðarinnar sem safnaðist. Sjálfboðaliðum okkar var nánast undantekningarlaust vel tekið, segir Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar og söfnunarstjóri í Kópavogi. Hann vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólks og þeirra sem mönnuðu söfnunarstöðvarnar og stóðu sína vakt frá því snemma að morgni og fram eftir deginum.

5. október 2008 : Færri Gengu til góðs en fengu frábærar móttökur

Um 1000 sjálfboðaliðar Gengu til góðs í gær með Rauða krossinum til styrktar verkefnis um sameiningu fjölskyldna í Kongó sem sundrast hafa vegna stríðsátaka. Reynslan hefur sýnt að það þarf að minnsta kosti um 2000 manns til að ganga í öll hús á landinu, og því er ljóst að einungis tókst að ná til um 50% landsmanna í söfnuninni í gær. Rauði krossinn er mjög þakklátur þeim sem gáfu af tíma sínum í gær og Gengu til góðs, og vill einnig þakka þeim sem tóku á móti sjálfboðaliðunum og gáfu í söfnunina.

Rauði krossinn hvetur þá sem ekki gafst tækifæri til að gefa í söfnunina í gær að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá dragast frá kr. 1000 kr., kr. 3000 kr. eða kr. 5000 frá næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út þessa viku.

5. október 2008 : Færri Gengu til góðs en fengu frábærar móttökur

Um 1000 sjálfboðaliðar Gengu til góðs í gær með Rauða krossinum til styrktar verkefnis um sameiningu fjölskyldna í Kongó sem sundrast hafa vegna stríðsátaka. Reynslan hefur sýnt að það þarf að minnsta kosti um 2000 manns til að ganga í öll hús á landinu, og því er ljóst að einungis tókst að ná til um 50% landsmanna í söfnuninni í gær. Rauði krossinn er mjög þakklátur þeim sem gáfu af tíma sínum í gær og Gengu til góðs, og vill einnig þakka þeim sem tóku á móti sjálfboðaliðunum og gáfu í söfnunina.

Rauði krossinn hvetur þá sem ekki gafst tækifæri til að gefa í söfnunina í gær að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá dragast frá kr. 1000 kr., kr. 3000 kr. eða kr. 5000 frá næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út þessa viku.

5. október 2008 : Færri Gengu til góðs en fengu frábærar móttökur

Um 1000 sjálfboðaliðar Gengu til góðs í gær með Rauða krossinum til styrktar verkefnis um sameiningu fjölskyldna í Kongó sem sundrast hafa vegna stríðsátaka. Reynslan hefur sýnt að það þarf að minnsta kosti um 2000 manns til að ganga í öll hús á landinu, og því er ljóst að einungis tókst að ná til um 50% landsmanna í söfnuninni í gær. Rauði krossinn er mjög þakklátur þeim sem gáfu af tíma sínum í gær og Gengu til góðs, og vill einnig þakka þeim sem tóku á móti sjálfboðaliðunum og gáfu í söfnunina.

Rauði krossinn hvetur þá sem ekki gafst tækifæri til að gefa í söfnunina í gær að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá dragast frá kr. 1000 kr., kr. 3000 kr. eða kr. 5000 frá næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út þessa viku.

5. október 2008 : Færri Gengu til góðs en fengu frábærar móttökur

Um 1000 sjálfboðaliðar Gengu til góðs í gær með Rauða krossinum til styrktar verkefnis um sameiningu fjölskyldna í Kongó sem sundrast hafa vegna stríðsátaka. Reynslan hefur sýnt að það þarf að minnsta kosti um 2000 manns til að ganga í öll hús á landinu, og því er ljóst að einungis tókst að ná til um 50% landsmanna í söfnuninni í gær. Rauði krossinn er mjög þakklátur þeim sem gáfu af tíma sínum í gær og Gengu til góðs, og vill einnig þakka þeim sem tóku á móti sjálfboðaliðunum og gáfu í söfnunina.

Rauði krossinn hvetur þá sem ekki gafst tækifæri til að gefa í söfnunina í gær að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá dragast frá kr. 1000 kr., kr. 3000 kr. eða kr. 5000 frá næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út þessa viku.

5. október 2008 : Bestu þakkir!

Kópavogsdeild þakkar öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu okkur lið í göngum til góðs. Þá þökkum við bæjarbúum fyrir góðar móttökur, framlag ykkar skiptir miklu máli.

Kynningarfundur um starfsemi Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11, 2 hæð, miðvikudaginn 8. október kl.18.

Áhugasamir eru eindregið hvattir til að mæta og  kynna sér verkefni deildarinnar.

Frekari upplýsingar um fundinn fást í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected]

3. október 2008 : Göngum og gefum í góðu veðri á morgun

Rauði krossinn hvetur landsmenn til leggja góðu málefni lið og gefa eina til tvær klukkustundir af deginum á morgun í að Ganga til góðs. Rauði krossinn þarf um 2500 sjálfboðaliða til að ná takmarki sínu að ganga í hvert hús á landinu.

„Við erum bjartsýn á að takmarkinu verði náð á morgun, því reynslan hefur sýnt okkur að mikill fjöldi fólks skráir sig á síðustu stundu eða á söfnunardaginn sjálfan," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, og leggur áherslu á að hægt er að mæta beint á söfnunarstöðvarnar á morgun og skrá sig til þátttöku þar.

Söfnunarstöðvar eru um allt land þar sem fólk mætir til að fá söfnunarbauka. Helst vantar sjálfboðaliða á höfuðborgarsvæðinu en 24 söfnunarstöðvar eru í Reykjavík og í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Auglýsingar um söfnunarstöðvar eru í blöðum og eins er hægt að fá upplýsingar um þær á raudikrossinn.is.

2. október 2008 : Mætum öll og göngum til góðs með Rauða krossinum á laugardag

Rauði krossinn skorar á fólk að gerast sjálfboðaliði í klukkustund laugardaginn 4. október og Ganga til góðs fyrir landssöfnun Rauða krossins. Söfnunarféð rennur óskert í verkefni til að sameina fjölskyldur í Kongó sem hafa sundrast vegna stríðsátaka.

Alls hafa nú á fjórða hundrað skráð sig til þátttöku í Göngum til góð en Rauða krossinn vantar 2500 sjálfboðaliða til að ná til allra heimila á landinu. Einkum vantar sjálfboðaliða í Reykjavík.  Á höfuðborgarsvæðinu eru 24 söfnunarstöðvar í öllum hverfum borgarinnar og í Kópavogi,  Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Fólk sem vill Ganga til góðs með Rauða krossinum fyrir gott málefni er hvatt til að skrá sig á www.raudikrossinn.is eða í síma 570 4000.

Rauði krossinn náðu að virkja 2500 sjálfboðaliða síðast þegar var Gengið til góðs árið 2006 og nú vill Rauði krossinn endurtaka þann frábæra árangur.

1. október 2008 : Þúsundir pakístanskra flóttamanna þora ekki að snúa heim vegna harðnandi átaka

Vopnuð átök í ættbálkahéruðum Areas og Swat við landamærin í norðvesturhluta Pakistans fóru harðnandi í Ramadanmánuði. Í kjölfarið hefur mikill fjöldi fólks neyðst til að yfirgefa heimili sín og leita skjóls í flóttamannabúðum. Mjög brýnt er að þeim berist matur og önnur hjálpargögn og að þeir fái aðgang að heilbrigðisþjónustu. Íslenskur sendifulltrúi, Áslaug Arnoldsdóttir, starfar á sjúkrahúsi Rauða krossins á staðnum.

Harðir bardagar í Bajaur héraði hafa hrakið rúmlega 200.000 manns  af heimilum sínum. „Um það bil 80% flóttafólksins eru konur og börn sem búa nú með fjölskyldum sem skotið hafa yfir það skjólshúsi eða í búðum sem settar hafa verið upp í skólum og öðrum opinberum byggingum,“ sagði Pascal Cuttat, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Pakistan. „Þetta fólk þarf á mikilli aðstoð að halda: húsaskjóli, hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu og mat.“