30. nóvember 2008 : Fatasöfnunargámur Rauða Krossins

Fatasöfnunargámur Grindavíkurdeildar er staðsettur við hús deildarinnar að Hafnargötu 13 í Grindavík.

Um leið og við þökkum ykkur kærlega fyrir fataframlagið biðjum við ykkur vinsamlegast að hafa fötin í vel lokuðum plastpokum þegar þið setjið þau í gáminn.

Þeir sem vilja losa sig við prjóna- og/eða saumavörur eru vinsamlegast beðnir um að setja það í gáminn í sérmerktum  pokum eða koma með það á opnunartíma skrifstofu.

29. nóvember 2008 : Leikskólabörn koma í heimsókn

Elstu börnin í leikskólum Grindavíkur, Króki og Laut, komu í heimsókn til Grindavíkurdeildar RKÍ þann 11. nóvember síðastliðinn. Glatt var á hjalla og spennandi að fá að skoða sjúkrabílinn – hver veit nema hér hafi sjúkraflutningafólk framtíðarinnar verið á ferðinni. Börnin fengu endurskinsborða, horfðu á mynd með Rauðakrossstráknum Hjálpfúsa og fengu íspinna. Starfsmaður deildarinnar var síðan kvaddur með söng sem í báðum tilfellum átti mjög vel við – Krókur með endurvinnslulagið og Laut með hjálparhandalagið – þetta gat ekki verið betra.

Þessar heimsóknir hafa verið árviss viðburður hjá Grindavíkurdeild RKÍ um nokkurt skeið og notið ánægju og vinsælda. 

29. nóvember 2008 : Ókeypis faðmlög og lifandi alnæmisslaufa í Smáralind

Ungmennahreyfing Rauða krossins stendur fyrir uppákomum í Smáralind sunnudaginn 30. nóvember til að vekja athygli á alþjóða alnæmisdeginum frá kl. 13:00-15:00. Ungmennin munu með reglulegu millibili mynda stóra alnæmisslaufu fyrir framan verslunina Debenhams, bjóða upp á ókeypis faðmlög, dreifa bæklingum  og selja alnæmismerki sem alnæmissmitaðir skjólstæðingar Rauða krossins í Malaví hafa búið til.

Allur ágóði af sölu merkjanna rennur til alnæmisverkefna Rauða krossins í sunnanverðri Afríku. Rauði kross Íslands hefur um árabil unnið að alnæmisverkefnum í samvinnu við Rauða krossinn í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku.
 

28. nóvember 2008 : Unglingastarf URKÍ-R gefur gjafir

Unglingastarf Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands fékk gefins á dögunum lager af gömlum tímaritum.

28. nóvember 2008 : Unglingastarf URKÍ-R gefur gjafir

Unglingastarf Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands fékk gefins á dögunum lager af gömlum tímaritum.

28. nóvember 2008 : Öryggisfulltrúi á vettvangi

Karl Sæberg Júlíusson er starfsmaður Rauða kross Íslands en vinnur á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins í Genf í Sviss. Í þessari grein lýsir hann störfum sínum sem öryggisfulltrúi Alþjóðasambandsins.

28. nóvember 2008 : Öryggisfulltrúi á vettvangi

Karl Sæberg Júlíusson er starfsmaður Rauða kross Íslands en vinnur á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins í Genf í Sviss. Í þessari grein lýsir hann störfum sínum sem öryggisfulltrúi Alþjóðasambandsins.

27. nóvember 2008 : Heimsókn í Konukot

Starfsmenn Geðdeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss heimsóttu Konukot í vikunni og kynntu sér aðstæður þar.

27. nóvember 2008 : Handavinnuhópurinn

Handavinnuhópur Grindavíkurdeildar, sem samanstendur af hressum sjálfboðakonum, kom fyrst saman árið 2000 og leiddi Sigurlaug Gröndal hópinn fyrstu árin. Birna Zophaníasdóttir tók síðan við árið 2003 og undir styrkri stjórn hennar hittist hópurinn á tveggja vikna fresti yfir vetrartímann og framleiðir ungbarnapakka sem sendir eru til Gambíu.

Verkefnið “Föt sem framlag” er styrktarverkefni til hjálparstarfs í Afríku. Aðaláherslan er á að útbúa fatapakka fyrir börn að eins árs aldri en einnig hefur verið saumað á eldri börn. Minnst berst af ungbarnafötum í fatasöfnunargámana og er verkefninu þannig ætlað að draga úr þessum skorti. Deildir sjá um að kaupa efni til framleiðslu  fatnaðar og í sumum tilfellum er hægt að leita til Fataflokkunar varðandi efni.

27. nóvember 2008 : Prjónahópurinn fjölmennir í prjónakaffi

Í gær var haldið síðasta prjónakaffi deildarinnar fyrir jól og mættu yfir þrjátíu hressar prjónakonur. Þær komu með prjónavörur sem þær hafa unnið að síðasta mánuðinn og fengu meira garn til að halda áfram að prjóna. Svo voru veitingar í boði sem þær gæddu sér á yfir prjónum og spjalli. Framlag þessara sjálfboðliða er sent til barna og fjölskyldna í neyð í Malaví og Gambíu en einnig í Rauða kross búðirnar hér á landi þar sem alltaf er mikil eftirspurn eftir til dæmis handprjónuðum vettlingum og sokkum.

27. nóvember 2008 : Jólagjafasöfnun

 

Jólagjafir
 
Tekið verður á móti jólagjöfum handa börnum úr efnalitlum fjölskyldum í Skrúðgarðinum, kaffihúsinu við Kirkjubraut.
Gjöfunum er safnað undir tré sem stendur uppi á kaffihúsinu á aðventunni.
Verkefnið er unnið í samvinnu Rauða krossins á Akranesi og Skrúðgarðsins
 
Þeir sem luma á vel með förnum leikföngum sem enginn leikur sér með lengur eru hvattir til þess að pakka þeim inn og merkja dreng eða telpu á aldrinum 1 – 3 ára, 4 – 6 ára, 7 – 9 ára eða 10 – 12 ára.

27. nóvember 2008 : Jólaúthlutun Rauða krossins

 

Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins fer fram á Vesturgötu 119 mánudaginn 15. desember kl. 13.00 – 19.00.
 
Skráning í síma 696 7427 (Shyamali), 868 3547 (Aníta) eða á [email protected] til og með 8. desember.
 

Með innilegum óskum um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár

27. nóvember 2008 : Zebranie informacyjne na temat sytuacji w ¿yciu finansowym i gospodarczym Islandii.

Poniedzia³ek 8 grudnia: Czerwony Krzy¿ w Akranes zaprasza na zebranie informacyjne na temat sytuacji w ¿yciu finansowym i gospodarczym Islandii.

Krótkie przemówienia przedstawicieli nastêpuj¹cych instytucji:
Zwi¹zek Zawodowy w Akranes (Verkalýðsfélag Akraness): Sytuacja na islandzkim rynku pracy.
Urz¹d Pracy w Islandii zachodniej (Vinnumálastofnun): Jak wygl¹da sytuacji bezrobotnych na Islandii.
Oœrodek edukacji dodatkowej w Islandii zachodniej (Símenntunarmiðstöðin): Bezp³atne poradnictwo na temat kursów nauki i pracy.
Miasto Akranes: Us³ugi spo³eczne gminy.
Czerwony Krzy¿ w Akranes: Wsparcie i projekty.
Po ukoñczeniu przemówieñ mo¿na bêdzie zadawaæ pytania.
Zebranie odbêdzie siê w Þorpið, Þjóðbraut 13 (nad Posterunkiem Policji) o godz. 18.00.

26. nóvember 2008 : Nedelljka Marijan gefur út ljóðabók

Út er komin ljóðabókin  “ Tár, kerti og blóm “ eftir Nedeljka Marijan.
Nedeljka kom til Akureyrar árið 2003 í hópi flóttamanna.  Hún hefur verið dugleg að semja ljóð og í bókinni eru 22 ljóð sem hún hefur samið frá þeim tíma er hún kom til Íslands.   Ljóðin eru bæði sett upp á íslensku og serbnesku  og  þar sem erfitt getur verið að þýða ljóð má segja að um 44 ljóð sé að ræða.
Höfundur segir í formála að bókin sé skrifuð til að segja lesendum frá tilfinningum sínum og hún sé skrifuð án aðstoðar við íslenskt ritmál. Þannig séu þær villur sem lesandi sér hluti af þeirri ósk höfundar að læra íslensku.
 

26. nóvember 2008 : Rauði krossinn og Mæðrastyrksnefnd veita neyðaraðstoð í Kópavogi

Kópavogsdeild Rauða krossins og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hafa gert samkomulag um neyðaraðstoð við bágstadda einstaklinga og fjölskyldur í Kópavogi fyrir jólin. Kópavogsdeild Rauða krossins hefur stóraukið framlag sitt vegna aðstoðarinnar miðað við fyrri ár enda er búist við að fleiri leiti aðstoðar nú.
 
Rauði krossinn og Mæðrastyrksnefnd hvetja fyrirtæki og stofnanir til að styrkja hjálparstarfið fyrir jólin með vörum eða fjárframlögum. Rauði krossinn þarf á talsverðum fjölda sjálfboðaliða að halda vegna verkefnisins og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected].

26. nóvember 2008 : Jólafatasöfnun lokið

Síðastliðin föstudag lauk söfnun á jólafatnaði sem staðið hafði yfir í nokkrar vikur. Er nú verið að fara yfir það sem safnaðist mun Mæðrastyrksnefnd síðan sjá um að úthluta fatnaðinum. Fyrir þá sem ekki vita er Mæðrastyrksnefnd til húsa í Íþróttahöllinni og er gengið inn að vestan þ.e.a.s frá Þórunnarstræti. Opnunartími þar er á þriðjudögum frá kl. 12 – 18 og síðan alla daga frá 16. – 21. desember kl. 10 - 18 Þeim sem tóku þátt í söfnuninni eru hér með færðar bestu þakkir fyrir.

25. nóvember 2008 : Jólaföndur og jólabakstur í fangelsinu í Kópavogi

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sáu um jólaföndur í fangelsinu síðustu tvo laugardaga fyrir þá sem sitja af sér dóm þar. Beiðni barst frá fangelsinu um aðstoð sjálfboðaliðanna til að auka afþreyingu fyrir fólkið sem situr þar inni og koma af stað dálitlum jólaundirbúningi. Fyrstu laugardagana í desember munu sjálfboðaliðar svo sjá um að leiðbeina fólkinu í jólabakstri.

25. nóvember 2008 : Þjóðadagur og 50 ára afmæli Húsavíkurdeildar

Húsavíkurdeild Rauða krossins hélt fagnað þann 15. nóvember í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun deildarinnar. Formaður deildarinnar Ingólfur Freysson setti hátíðina.

Kristján Sturluson framkvæmdastjóri og Guðný Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi fluttu deildinni afmæliskveðjur og Sigurjón Jóhannesson flutti brot úr fimmtíu ára sögu deildarinnar en hann var fyrsti formaður hennar.

Samhliða afmælisfagnaði buðu einstaklingar frá 12 þjóðlöndum ásamt Húsavíkurdeildinni í samstarfi við Öxarfjarðardeild almenningi til „þjóðadags" í sal Borgarhólsskóla á Húsavík. Þar kynntu nýir og eldri „nýir Íslendingar" þjóðlönd sín, menningu, siði, matarhefðir, listir og handverk auk þess sem tónlistaratriði og söngur ómaði um salinn frá ólíkum þjóðlöndum. 

25. nóvember 2008 : Jólaföndur og jólabakstur í fangelsinu í Kópavogi

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sáu um jólaföndur í fangelsinu síðustu tvo laugardaga fyrir þá sem sitja af sér dóm þar. Beiðni barst frá fangelsinu um aðstoð sjálfboðaliðanna til að auka afþreyingu fyrir fólkið sem situr þar inni og koma af stað dálitlum jólaundirbúningi. Fyrstu laugardagana í desember munu sjálfboðaliðar svo sjá um að leiðbeina fólkinu í jólabakstri.

24. nóvember 2008 : Nemendur í Hjallaskóla fá fræðslu um starf Kópavogsdeildar

Um fimmtíu nemendur unglingadeildar Hjallaskóla komu í sjálfboðamiðstöðina fyrir helgi og fengu fræðslu um starf deildarinnar. Fræðslan var hluti af þemadögum í skólanum sem stóð yfir í síðustu viku og var þemað mannúð.

Í sjálfboðamiðstöðinni fengu nemendurnir fræðslu um heimsóknaþjónustuna, fataverkefnið, verkefni tengd innflytjendum, vinadeildasamstarfið og að sjálfsögðu Eldhugana en það er starf sem þessum nemendum stendur einmitt til boða að taka þátt í. Þeir sáu myndband úr starfinu frá því í fyrra og myndir úr starfi síðustu mánaða. Eldhugarnir hittast á fimmtudögum kl. hálfsex og er opið fyrir alla 13-16 ára Kópavogsbúa.

24. nóvember 2008 : Nemendur í Hjallaskóla fá fræðslu um starf Kópavogsdeildar

Um fimmtíu nemendur unglingadeildar Hjallaskóla komu í sjálfboðamiðstöðina fyrir helgi og fengu fræðslu um starf deildarinnar. Fræðslan var hluti af þemadögum í skólanum sem stóð yfir í síðustu viku og var þemað mannúð.

Í sjálfboðamiðstöðinni fengu nemendurnir fræðslu um heimsóknaþjónustuna, fataverkefnið, verkefni tengd innflytjendum, vinadeildasamstarfið og að sjálfsögðu Eldhugana en það er starf sem þessum nemendum stendur einmitt til boða að taka þátt í. Þeir sáu myndband úr starfinu frá því í fyrra og myndir úr starfi síðustu mánaða. Eldhugarnir hittast á fimmtudögum kl. hálfsex og er opið fyrir alla 13-16 ára Kópavogsbúa.

24. nóvember 2008 : Nemendur í Hjallaskóla fá fræðslu um starf Kópavogsdeildar

Um fimmtíu nemendur unglingadeildar Hjallaskóla komu í sjálfboðamiðstöðina fyrir helgi og fengu fræðslu um starf deildarinnar. Fræðslan var hluti af þemadögum í skólanum sem stóð yfir í síðustu viku og var þemað mannúð.

Í sjálfboðamiðstöðinni fengu nemendurnir fræðslu um heimsóknaþjónustuna, fataverkefnið, verkefni tengd innflytjendum, vinadeildasamstarfið og að sjálfsögðu Eldhugana en það er starf sem þessum nemendum stendur einmitt til boða að taka þátt í. Þeir sáu myndband úr starfinu frá því í fyrra og myndir úr starfi síðustu mánaða. Eldhugarnir hittast á fimmtudögum kl. hálfsex og er opið fyrir alla 13-16 ára Kópavogsbúa.

21. nóvember 2008 : Haustfagnaður

Deildir Rauða krossins á Suðurfjörðum, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, halda árlega Haustfagnað fyrir eldri borgara á svæðinu og skiptast deildirnar á að vera gestgjafar.  Að þessu sinni varð það Stöðvarfjarðardeild sem hélt Haustfagnaðinn og var hann í safnaðarheimili Stöðvarfjarðarkirkju.

Um fimmtíu manns mættu en m.a. sungu yngstu nemendur grunnskólans fyrir gesti og svæðisfulltrúi kynnti verkefnið Föt sem framlag.  Til sýnis voru gamlar atvinnu- og mannlífsmyndir og níu hlutu vinning í happdrætti sem haldið var í tilefni dagsins.

20. nóvember 2008 : Að setjast að í nýju landi

Palestínsku flóttakonurnar sem komu til landsins í haust tóku nýverið þátt í námskeiðinu „Að setjast að í nýju landi.“  Námskeiðið var haldið af Rauða krossinum og sáu leiðbeinendurnir Jóhann Thoroddsen og Paola Cardenas verkefnisstjórar um kennsluna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um ferlið að flytja og setjast að í nýju landi, viðhorf til nýja landsins og viðbrögð við miklu álagi í langan tíma. Þá kom kona úr hópi flóttafólks sem kom til Íslands árið 2005 og greindi frá reynslu sinni.

20. nóvember 2008 : Að setjast að í nýju landi

Palestínsku flóttakonurnar sem komu til landsins í haust tóku nýverið þátt í námskeiðinu „Að setjast að í nýju landi.“  Námskeiðið var haldið af Rauða krossinum og sáu leiðbeinendurnir Jóhann Thoroddsen og Paola Cardenas verkefnisstjórar um kennsluna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um ferlið að flytja og setjast að í nýju landi, viðhorf til nýja landsins og viðbrögð við miklu álagi í langan tíma. Þá kom kona úr hópi flóttafólks sem kom til Íslands árið 2005 og greindi frá reynslu sinni.

20. nóvember 2008 : Að setjast að í nýju landi

Palestínsku flóttakonurnar sem komu til landsins í haust tóku nýverið þátt í námskeiðinu „Að setjast að í nýju landi.“  Námskeiðið var haldið af Rauða krossinum og sáu leiðbeinendurnir Jóhann Thoroddsen og Paola Cardenas verkefnisstjórar um kennsluna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um ferlið að flytja og setjast að í nýju landi, viðhorf til nýja landsins og viðbrögð við miklu álagi í langan tíma. Þá kom kona úr hópi flóttafólks sem kom til Íslands árið 2005 og greindi frá reynslu sinni.

20. nóvember 2008 : Skyndihjálparhópur ungmenna á Austurlandi

Skyndihjálparhópur ungmenna á Austurlandi stendur fyrir vinnuhelgi um næstu helgi.

Staður: Einarsstaður í sumarbústað og hefst klukkan 20 á föstudeginum.

Nánari upplýsingar hjá Margréti Ingu Guðmundsdóttur, [email protected]

19. nóvember 2008 : Sparifatasöfnun Rauða krossins laugardaginn 22. nóvember

Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til að gefa vel með farinn sparifatnað fyrir börn og fullorðna í sérstakri sparifatasöfnun laugardaginn 22. nóvember milli kl. 11:00-15:00.  Með því að gefa í söfnun Rauða krossins er hægt að veita fjölskyldum og einstaklingum tækifæri til að eignast spariföt fyrir jólin í fataúthlutun félagsins eða fá þau á hagstæðu verði í verslunum Rauða krossins.

Rauði krossinn hvetur alla til að kíkja í skápana og finna föt sem ekki eru lengur í notkun en gætu öðlast nýtt líf hjá nýjum eiganda. Tekið verður á móti sparifatnaðinum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar úti á landi.

19. nóvember 2008 : Sparifatasöfnun Rauða krossins laugardaginn 22. nóvember

Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til að gefa vel með farinn sparifatnað fyrir börn og fullorðna í sérstakri sparifatasöfnun laugardaginn 22. nóvember milli kl. 11:00-15:00.  Með því að gefa í söfnun Rauða krossins er hægt að veita fjölskyldum og einstaklingum tækifæri til að eignast spariföt fyrir jólin í fataúthlutun félagsins eða fá þau á hagstæðu verði í verslunum Rauða krossins.

Rauði krossinn hvetur alla til að kíkja í skápana og finna föt sem ekki eru lengur í notkun en gætu öðlast nýtt líf hjá nýjum eiganda. Tekið verður á móti sparifatnaðinum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar úti á landi.

19. nóvember 2008 : Skemmtun eldri borgara á Stöðvarfirði

Rauða kross deildirnar á Austurlandi; Breiðdalsdeild, Fáskrúðsfjarðardeild og Stöðvarfjarðardeild héldu árlega skemmtun fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu á Stöðvarfirði á sunnudaginn.

18. nóvember 2008 : Nú reynir á

Rauði krossinn hefur þann tilgang að koma fólki til hjálpar þegar á reynir. Það hefur hann gert í stóru og smáu, hér heima og erlendis, og nú er óhætt að segja að mjög reyni á hlutverk félagsins í íslensku samfélagi. Rauði krossinn hefur þegar ráðist í aðgerðir til þess að aðstoða fólk í gegnum yfirstandandi þrengingar og mun beita kröftum sínum í náinni framtíð til þess að lina þjáningar þeirra sem eiga um sárt að binda vegna efnhagsástandsins.

18. nóvember 2008 : Frétt RKÍ

17. nóvember 2008 : Jólamarkaður

Hinn árlegi jólamarkaður verður haldinn í Grunnskóla Stöðvarfjarðar sunnudaginn 23 nóvember frá kl. 14 – 17

Rauði krossinn verður með sinn árlega fatamarkað á staðnum.
Tónskólinn skemmtir á milli 14,30 og 15.

17. nóvember 2008 : Siðareglur fyrir sjálfboðaliða og starfsmenn Rauða krossins

Stjórn Rauða kross Íslands samþykkti nýverið siðareglur fyrir alla sjálfboðaliða og starfsmenn Rauða kross Íslands og deilda. Reglurnar eru í níu liðum og fjalla meðal annars um samskipti fólks, trúnað við skjólstæðinga, öflun fjármuna og hagsmunaárekstra. Siðareglurnar eru settar í samræmi við ákvæði í stefnu félagsins.

17. nóvember 2008 : Fjöldi fólks fær fræðslu um sálrænan stuðning

Fjöldi fólks hefur að undanförnu sótt námskeið Kópavogsdeildar um sálrænan stuðning en námskeiðin hafa verið haldin án endurgjalds. Síðasta námskeiðið að sinni verður haldið mánudaginn 8. desember næstkomandi og er enn unnt að skrá sig til þátttöku. Námskeiðin eru liður í aðgerðum Kópavogsdeildar vegna efnahagskreppunnar.

15. nóvember 2008 : 600 þúsund krónur söfnuðust á handverksmarkaði MK-nema í dag

Á handverksmarkaði sem nemendur í áfanga um sjálfboðið starf í Menntaskólanum í Kópavogi héldu í dag söfnuðust um 600 þúsund krónur. Afraksturinn rennur óskiptur til að styrkja ungmenni í Maputo-héraði í Mósambík en Kópavogsdeildin er í vinadeildasamstarfi með Rauða krossinum í Maputo-héraði.

15. nóvember 2008 : Handverksmarkaðurinn í dag fer vel af stað!

Mikil aðsókn hefur verið á handverksmarkað deildarinnar sem hófst kl. 10 í morgun. Margir áhugasamir hafa komið og gert góð kaup á ýmis konar prjónavörum og öðru handverki sem sjálfboðaliðar deildarinnar hafa búið til. Þá hefur verið sérstaklega mikill áhugi á handverki frá Mósambík en til sölu eru batik-myndir, armbönd, hálsmen, box í ýmsum stærðum og gerðum ásamt töskum. Þögult uppboð er í gangi á sérlega veglegum hlutum frá Mósambík.

14. nóvember 2008 : Þjóðahátíð á Akranesi

Akranesdeild Rauða krossins tók þátt í Þjóðahátíð í samvinnu við SONI síðustu helgi. Hátíðin er haldin í annað sinn og var liður í Vökudögum, menningarhátíð Akraness, sem haldin er fyrstu helgina í nóvember ár hvert.

Það má með sanni segja að þjóðahátíðin hafi slegið í gegn á Akranesi og Skagamenn fjölmenntu í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem hátíðin var haldin til þess að kynna sér menningu og hefðir nágranna sinna og vina af erlendum uppruna.

14. nóvember 2008 : Ungir og aldnir vinna saman að því að safna fyrir Rauðakrossdeildina í Maputo

Kópavogsdeild Rauða krossins stendur fyrir handverksmarkaði til styrktar Rauðakrossdeild í Mósambík. Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 14.11.2008.

14. nóvember 2008 : Ungir og aldnir vinna saman að því að safna fyrir Rauðakrossdeildina í Maputo

Kópavogsdeild Rauða krossins stendur fyrir handverksmarkaði til styrktar Rauðakrossdeild í Mósambík. Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 14.11.2008.

14. nóvember 2008 : Þjóðahátíð

Laugardaginn 8. nóvember efndi Akranesdeildin, í samvinnu við SONI, til Þjóðahátíðar í annað sinn. Hátíðin er liður í Vökudögum, menningarhátíð á Akranesi, sem haldin er á Akranesi fyrstu helgina í nóvember ár hvert.

Það má með sanni segja að þjóðahátíðin hafi slegið í gegn á Akranesi og Skagamenn fjölmenntu í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem hátíðin var haldin til þess að kynna sér menningu og hefðir nágranna sinna og vina af erlendum uppruna.

13. nóvember 2008 : Friðarliljurnar – söngdívurnar okkar

Fyrir jólin árið 2003 tóku nokkrar Rauða kross konur sig saman og sungu fyrir heimilisfólkið í Víðihlíð við mikla ánægju hlustenda.  Í framhaldi af þessari uppákomu var stofnaður sönghópur sem síðar hlaut nafnið Friðarliljurnar. Friðarliljurnar hafa síðan í ágúst 2004 sungið fyrir heimilisfólkið í Víðihlíð einu sinni í mánuði auk þessa sem þær hafa verið fengnar til að taka lagið við ýmis tækifæri á öðrum vettvangi.

Frá því í vor hafa þær sungið með eldri borgurum Reykjanesbæjar í Reykjaneshöllinni einu sinni í mánuði og 13. nóvember síðastliðinn sungu þær fyrir heimilisfólkið á Hlévangi í Reykjanesbæ og munu syngja þar einu sinni í mánuði.

Þetta er frábært og þakkarvert framtak sem þessar konur sinna í sjálfboðastarfi til að gleðja og kæta aldnar sem ungar sálir.

13. nóvember 2008 : Fjöldahjálparstjóranámskeið

Á dögunum var haldið námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra í Grindavík,  en nokkur tími er síðan slíkt námskeið var haldið hjá deildinni. Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir skipulag almannavarna og hver þáttur Rauða krossins er í þeim, fyrirlestur um fjöldahjálp, auk þess sem æfð er skráning og opnum fjöldahjálparstöðvar.

Námskeiðið var haldið í húsnæði Grunnskólans, sem er skilgreind fjöldahjálparstöð og var vel sótt af heimamönnum.  Þátttakendur voru áhugasamir og tóku virkan þátt í verkefnum og æfingum sem lagðar voru fyrir. Í tengslum við námskeiðið hefur verið unnið að uppfærslu neyðarvarnaáætlunar Grindavíkurdeildar og er því verki nú að mestu lokið.
 

13. nóvember 2008 : Handverksmarkaður Rauða krossins 15. nóvember

Hér er tækifæri til að verða sér úti um fallegt handverk, setja það jafnvel í jólapakkana og styrkja um leið gott málefni!

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur handverksmarkað laugardaginn 15. nóvember kl. 10-18 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Markaðurinn er lokaverkefni nemenda Menntaskólans í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Einnig koma fleiri sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum Kópavogsdeildar að markaðnum.

12. nóvember 2008 : Markaðir og þjóðadagur um helgina

Afmæli Húsavíkurdeildar og þjóðadagur
Í tilefni 50 ára afmælis Húsavíkurdeildar Rauða krossins verður haldinn þjóðadagur laugardaginn 15. nóvember í sal Borgarhólsskóla á Húsavík. Dagskráin hefst kl.14:00.
 
Fatamarkaður á vegum Rauða kross deildar Austur Húnavatnssýslu
Laugardaginn 15. nóvember kl. 14:00 - 17:00 verður haldinn fatamarkaður á vegum Rauðakrossdeildar A-Hún í húsi deildarinnar að Húnabraut 13 á Blönduósi.

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur handverksmarkað laugardaginn 15. nóvember kl. 10-18 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma- og prjónavörur, kökur og annað föndur. Einnig verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, box, töskur, batik-myndir og fleira.

12. nóvember 2008 : Markaðir og þjóðadagur um helgina

Afmæli Húsavíkurdeildar og þjóðadagur
Í tilefni 50 ára afmælis Húsavíkurdeildar Rauða krossins verður haldinn þjóðadagur laugardaginn 15. nóvember í sal Borgarhólsskóla á Húsavík. Dagskráin hefst kl.14:00.
 
Fatamarkaður á vegum Rauða kross deildar Austur Húnavatnssýslu
Laugardaginn 15. nóvember kl. 14:00 - 17:00 verður haldinn fatamarkaður á vegum Rauðakrossdeildar A-Hún í húsi deildarinnar að Húnabraut 13 á Blönduósi.

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur handverksmarkað laugardaginn 15. nóvember kl. 10-18 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma- og prjónavörur, kökur og annað föndur. Einnig verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, box, töskur, batik-myndir og fleira.

12. nóvember 2008 : Námskeið í sálrænum stuðningi á Blönduósi

Námskeið í sálrænum stuðningi var haldið um helgina á vegum Rauða kross deildar Austur Húnavatnssýslu. Mikil aðsókn var að námskeiðinu eða 26 þátttakendur.

12. nóvember 2008 : Gjöf á móti

Fjórtán manns mættu á Vetrarmót Skákfélags Vinjar og Hróksins á mánudaginn.

12. nóvember 2008 : Gjöf á móti

Fjórtán manns mættu á Vetrarmót Skákfélags Vinjar og Hróksins á mánudaginn.

12. nóvember 2008 : Ókeypis fjármálanámskeið haldin hjá Kópavogsdeild

Tekist hefur samstarf með Kópavogsdeild, Kópavogsbæ og Neytendasamtökunum um að bjóða bæjarbúum uppá fjármálanámskeið án endurgjalds. Námskeiðin verða tvö fyrst um sinn, það fyrra 24. nóvember og það síðara 1. desember. Að sögn Garðars H. Guðjónssonar, formanns Kópavogsdeildar, verður metið í framhaldinu hvort ástæða sé til að bjóða fleiri námskeið.

12. nóvember 2008 : Gengið til góðs

Í Grindavík gengu 40 sjálfboðaliðar til góðs þann 4. október síðastliðinn og voru það aðalega krakkar úr Grunnskóla Grindavíkur. Heldur færri gengu nú en fyrir tveimur árum og heldur minna safnaðist en við því mátti búast í ljósi aðstæðna í samfélaginu.
Undantekningarlaust fengu sjálfboðaliðar okkar góðar móttökur og þökkum við þeim kærlega sem gengu og auðvitað öllum þeim sem styrktu söfnunina með fjárframlögum.   

Til gamans má geta þess að í Árnessýslu gekk ótrúlega vel að fá sjálfboðaliða og söfnunin gekk vonum framar. Má rekja það beint til þess að fólk þar hafði í raun og veruleika orðið vitni að og notið góðs af starfi RKÍ þegar jarðskjálftarnir dundu yfir í vor.

Á Landsvísu gengu um 1000 sjálfboðaliðar til góðs með Rauða krossinum til styrktar verkefnis um sameiningu fjölskyldna í Kongó sem sundrast hafa vegna stríðsátaka. 

10. nóvember 2008 : Fjölþjóðlegur saumaklúbbur

Það ríkti notaleg stemning á fyrsta hittingi fjölþjóðlegs saumaklúbbs í Sjálfboðamiðstöðinni á dögunum
Á dögunum var stofnaður fjölþjóðlegur saumaklúbbur hjá Rauða krossinum. Hugmyndina að stofnun klúbbsins átti Alice Kimani frá Kenýa en hana hefur lengi langað til að taka þátt í saumaklúbbi.

Klúbburinn er ætlaður öllum áhugasömum konum jafnt íslenskum sem erlendum. Markmiðið er að skapa skemmtilegan vettvang fyrir konur til að kynnast, spjalla og eiga notalega stund saman. Klúbbfélagar skiptast á að koma með veitingar og er ætlunin að hittast einu sinni í mánuði.

10. nóvember 2008 : Endurhæfing barnahermanna í Vestur-Afríku

Rauði krossinn og Afríka 20:20 – áhugamannafélag um Afríku sunnan Sahara standa að sameiginlegum fyrirlestri um endurhæfingu barnahermanna í Vestur-Afríku miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17 á landskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9.

Fyrirlesari er Dr. Mats Utas mannfræðingur frá Svíþjóð. Utas er virtur í sínu fagi og hefur kennt afrísk fræði við mannfræðideildir háskólanna í Stokkhólmi, Uppsölum, Líberíu og Fourah Bay háskóla í Síerra Leóne. Helstu rannsóknarefni hans lúta að málefnum barnahermanna, flóttamanna og kvenna á átakasvæðum, og hefur hann stundað rannsóknir í Líberíu, Síerra Leóne og á Fílabeinsströndinni.

7. nóvember 2008 : Lífsviðurværi fátækra í Mongólíu og hvernig hægt er að hafa áhrif til úrbóta

Til þess að bæta lífsviðurværi fátækra fjölskyldna í Mongólíu hefur Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn lagt sitt af mörkum með því meðal annars að útvega þeim heimili.

7. nóvember 2008 : Mentoranámskeið á Reyðarfirði

Rauða kross deildirnar í Fjarðabyggð héldu námskeiðið Félagsvinur – mentor er málið í Grunnskólanum á Reyðarfirði um síðustu helgi. 13 konur sem áhuga hafa á að gerast Mentorar tóku þátt í námskeiðinu.

Hugmyndafræði verkefnisins byggir á nokkurs konar námssambandi milli tveggja kvenna sem báðar njóta góðs af, önnur frá heimalandinu (mentor) og hin af erlendum uppruna (mentee). Þannig eru tengdar saman innlendar konur og konur af erlendum uppruna sem geta skipst á upplýsingum og þekkingu á jafningjagrundvelli þar sem unnið er að því að beisla þann óvirkjaða mannauð sem felst í menntun, þekkingu og reynslu hjá konum af erlendum uppruna, bæði þeim og íslensku samfélagi til framdráttar.

6. nóvember 2008 : Foreldramorgnar í Borgarfirði

Borgarfjarðardeild Rauða krossins hefur hafið nýtt verkefni fyrir foreldra ungra barna sem nefnist foreldramorgnar. Á miðvikudögum klukkan 10-12 býðst foreldrum að mæta með börn sín í húsnæði deildarinnar og eiga notalega stund saman.

Á dagskrá foreldramorgna verður auk almenns spjalls boðið upp á fræðslu og í gær var haldið skyndihjálparnámskeið sem snýr að ungabörnum. 20 foreldrar tóku þátt. Er þetta í annað sinn sem slíkt námskeið er haldið í Borgarnesi og hafa foreldrarnir lýst ánægju með framtakið.

Deildin hvetur foreldra af öllum þjóðernum að taka þátt í verkefninu. Deildin er til húsa að Borgarbraut 4. Nánari upplýsingar veitir Elva Pétursdóttir í síma 430 5700.

5. nóvember 2008 : 37 milljónir til Kongó vegna Göngum til góðs

Rauði kross Íslands hefur sent 37 milljónir króna til leitarþjónustuverkefnis Rauða krossins í Kongó sem stuðlar að því að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast vegna átaka. 

Rúmar 18 milljónir söfnuðust í landssöfnun Rauða krossins Göngum til góðs sem haldin var 4. október. Í ljósi þess að aðeins safnaðist um helmingur þeirrar upphæðar sem fékkst í landssöfnuninni árið 2006 ákvað stjórn Rauða krossins að tvöfalda þá upphæð með framlagi úr neyðarsjóði félagsins til að standast væntingar Alþjóða Rauða krossins. Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Rauði krossinn mjög mikilvægt að standa við skuldbindingar sínar í alþjóðlegum verkefnum.

4. nóvember 2008 : Alþjóða Rauði krossinn aðstoðar fórnarlömb jarðskjálfta í Pakistan

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni að upphæð sem svarar um það bil einum og hálfum milljarði íslenskra króna (níu milljónum svissneskra franka) til aðstoðar fórnarlömbum jarðskjálfta í suðvesturhluta Pakistans. Féð mun gera Alþjóða Rauða krossinum og pakistanska Rauða hálfmánanum kleift að auka neyðaraðstoð sína.

Jarðskjálftarnir riðu yfir landið þann 29. október og talið er að um 200 manns hafi farist á þeim svæðum í Baluchistan sem urðu verst fyrir barðinu á skjálftunum. Enn er ekki ljóst hve margir hafa slasast, en Alþjóða Rauði krossinn áætlar að jarðskjálftinn hafi valdið 20.000 til 30.000 manns tjóni.

4. nóvember 2008 : Gengið til góðs á Hvammstanga

3. nóvember 2008 : Vilja gefa til baka!

Ungmennahreyfing Rauða krossins hefur um árabil boðið uppá starf unglingastarf fyrri 13 ára og eldri. Margir ungir og öflugir sjálfboðaliðar hafa tekið þátt í starfinu og nú þegar þau eldast sjálf vilja þau víkka út starfið og bjóða því uppá barnastarf fyrir 10 til 12 ára börn alla miðvikudaga frá 16:30-18:00 í Rauðakrosshúsinu Strandgötu 24. Einn af þessum ungu sjálfboðaliðum er Arna Bergrún Garðardsóttir en hún hefur starfað sem sjálfboðaliði í tæp þrjú ár. Fjarðarpósturinn tók Örnu tali og spurði hana útí barnastarfið.

Vildum gefa til baka
„Við erum nokkrir ungir sjálfboðaliðar sem höfum verið í leiðtogaþjálfun hjá Rauða krossinum og okkur fannst kominn tími á að víkka út ungmennastarfið okkar. Við höfum lengi verið með starf fyrir þá sem eru í unglingadeildum og framhaldsskólaaldurinn en það vantaði eitthvað fyrir aðeins yngri krakka. Litlu systkyni okkar höfðu líka suðað í okkur um að fá að vera í Rauða krossinum eins og við svo við tókum bara áskoruninni.“

Áhersla á leiki, glens og gaman
„Við ætlum að hafa starfið á léttu nótunum. Leikir og slíkt í bland við fræðslu um Rauða krossinn. Það hefur líka alltaf verið lögð áhersla á það í ungmennastarfi Rauða krossins að þeir sem taka þátt fá að hafa eitthvað að segja um verkefnin. Krakkarnir fá því líka að móta sitt starf alveg eins og við höfum fengið að gera í okkar starfi.“
 

3. nóvember 2008 : Opnar samverur og aðstoð

Sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar er opin alla virka daga frá kl. 10-16 og er fólk ávallt velkomið að kíkja í heimsókn í kaffi og spjall. Deildin býður einnig upp á opnar samverur fyrir ýmsa hópa samfélagsins. Eldhugar eru ungmenni á aldrinum 13-16 sem hittast í sjálfboðamiðstöðinn á fimmtudögum kl. 17.30-19.00, hópur kvenna á öllum aldri hittist síðasta miðvikudag hvers mánðar kl. 16-18 í svokölluðu prjónakaffi þar sem þær sinna handavinnu og svo hittist hópur mæðra frá ýmsum löndum með lítil börn sín á fimmtudögum kl. 10-11.30. Þátttaka í þessum samverum er ókeypis og opin öllum.

3. nóvember 2008 : Tónlistarnemar á Áftanesi styðja Rauða krossinn

Nemendur í Tónlistarskóla Álftaness gáfu út geisladisk með tónlist sinni sem þau síðan seldu vinum og fjölskyldu. Ágóðinn af sölunni 109.000 krónur afhentu þau Rauða krossinum.

Peningarnir renna í alþjóðaverkefni Rauða krossins til aðstoðar börnum sem búa við erfiðar aðstæður og munu bætast við framlag tombólubarna þetta árið.

Á síðasta ári söfnuðu börn á Íslandi 570 þúsund krónum sem ráðstafað var til að styðja börn í Malaví sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Framlögin voru notuð til að kaupa húsbúnað í barnaathvörf sem Rauði krosssinn rekur í Chiranczulu.

3. nóvember 2008 : Aðstoð við nauðstadda borgar sig

Yfirmaður hjá Alþjóðasambandi Rauða kross-félaga segir það vera góða fjárfestingu að hjálpa nauðstöddum. Í hnattvæddum heimi séu þjóðir heims háðar hverri annarri og vandi eins verði fljótt vandi annars. Greinin birtist í Fréttablaðinu 03.11.2008.

3. nóvember 2008 : Unnið úr jarðskjálftareynslu

Á þriðjudag hóf Rauði krossinn fræðsluverkefni fyrir börn, ungmenni og forsjáraðila þeirra, í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi í vor. Grein um verkefnið birtist í Morgunblaðinu 30. október 2008.

3. nóvember 2008 : Vinnuhelgi um ungmennamál

Sameiginleg vinnuhelgi Ungmennahreyfingar Rauða krossins var haldin 17.-19. október í Munaðarnesi í Borgarfirði. Þar komu saman stjórnarmeðlimir ásamt stjórn Ungmennahreyfingar Reykjavíkurdeildar ásamt nefndarmönnum í alþjóða-, rit-, og verkefnanefnd URKÍ.

Helgin var nýtt í að skipuleggja þau verkefni sem stjórnirnar og nefndir URKÍ ætla að vinna að á komandi mánuðum og má segja að ýmislegt sé í deiglunni.

Að sjálfsögðu var haustveðrið nýtt, grillað var ofan í liðið og haldin frábær kvöldvaka. Vinnan gekk einstaklega vel og voru allir ánægðir með árangur helgarinnar.

3. nóvember 2008 : Unnið úr jarðskjálftareynslu

Á þriðjudag hóf Rauði krossinn fræðsluverkefni fyrir börn, ungmenni og forsjáraðila þeirra, í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi í vor. Grein um verkefnið birtist í Morgunblaðinu 30. október 2008.

3. nóvember 2008 : Unnið úr jarðskjálftareynslu

Á þriðjudag hóf Rauði krossinn fræðsluverkefni fyrir börn, ungmenni og forsjáraðila þeirra, í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi í vor. Grein um verkefnið birtist í Morgunblaðinu 30. október 2008.