31. desember 2008 : Rauði krossinn aðstoðar í húsbruna síðustu nótt ársins

Þrír sjálfboðaliðar úr viðbragðhópi Rauða krossins veittu íbúum í fjölbýlishúsi við Fannborg í Kópavogi aðhlyningu þegar eldur kom upp í einni íbúðinni í nótt.

28. desember 2008 : Tilnefning á Skyndihjálparmanni ársins 2008

Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi á árinu 2008?  Ef svo er - sendu okkur upplýsingar.

Á hverju ári velur Rauði krossinn „Skyndihjálparmann ársins“. Þá er einstaklingi sem hefur á árinu veitt almenna skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt afhent viðurkenning við hátíðlega athöfn. Tilgangurinn með tilnefningunni er ekki síst að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og áfalla.  

Ábendingar um eftirtektarverðan atburð þar sem hinn almenni borgari hefur brugðist við slysi eða veikindum til bjargar mannslífi er hægt að gera á vefnum með því að smella hér eða senda með pósti á Rauða kross Íslands Efstaleiti 9, 103 Reykjavík, merktar „Skyndihjálparmaður ársins“.

28. desember 2008 : Tilnefning á Skyndihjálparmanni ársins 2008

Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi á árinu 2008?  Ef svo er - sendu okkur upplýsingar.

Á hverju ári velur Rauði krossinn „Skyndihjálparmann ársins“. Þá er einstaklingi sem hefur á árinu veitt almenna skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt afhent viðurkenning við hátíðlega athöfn. Tilgangurinn með tilnefningunni er ekki síst að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og áfalla.  

Ábendingar um eftirtektarverðan atburð þar sem hinn almenni borgari hefur brugðist við slysi eða veikindum til bjargar mannslífi er hægt að gera á vefnum með því að smella hér eða senda með pósti á Rauða kross Íslands Efstaleiti 9, 103 Reykjavík, merktar „Skyndihjálparmaður ársins“.

23. desember 2008 : Tælensk börn taka þátt í barnastarfi á Ísafirði

Ísafjarðardeild Rauða krossins hefur haldið uppi barnastarfi í vetur. Börnin sem sækja barnastarfið eru öll frá Tælandi og hittast á þriðjudögum milli klukkan 16 og 19.

23. desember 2008 : Tælensk börn taka þátt í barnastarfi á Ísafirði

Ísafjarðardeild Rauða krossins hefur haldið uppi barnastarfi í vetur. Börnin sem sækja barnastarfið eru öll frá Tælandi og hittast á þriðjudögum milli klukkan 16 og 19.

23. desember 2008 : Árangursrík jafningjafræðsla ungmennahreyfingar afganska Rauða hálfmánans

Rauði hálfmáni Afgansistans hefur náð til tæplega 80 þúsund ungmenna með átaki í vitundarvakningu um alnæmi í framhaldsskólum í Kabul, Herat og Mazar-e-Sharif.

23. desember 2008 : Árangursrík jafningjafræðsla ungmennahreyfingar afganska Rauða hálfmánans

Rauði hálfmáni Afgansistans hefur náð til tæplega 80 þúsund ungmenna með átaki í vitundarvakningu um alnæmi í framhaldsskólum í Kabul, Herat og Mazar-e-Sharif.

22. desember 2008 : Jólakveðja08

22. desember 2008 : Sparifötum safnað á Fáskrúðsfirði

Formaður Fáskrúðsfjarðardeildar Rauða krossins, Halldór U. Snjólaugsson, tók að sér að selja smákökur fyrir foreldrafélag leikskólans á jólamarkaði sem haldinn var í Glaðheimum

22. desember 2008 : Gleðileg jól

Kópavogsdeild Rauða krossins færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.

Sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar verður lokuð frá og með 22. desember en opnar aftur mánudaginn 5. janúar 2009, kl.10.

Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir verður lokað 24.-28. desember, 31. desember og 1. janúar.

19. desember 2008 : Nemendur Grundaskóla safna fyrir börn í Malaví

Nemendur og starfsfólk Grundaskóla á Akranesi afhentu Rauða krossinum afrakstur jólasöfnunar skólans í dag. Í fyrra söfnuðust um 300 þúsund krónur og gert er ráð fyrir að svipuð upphæð komi upp úr söfnunarbaukunum nú. Nemendafélag skólans hóf söfnunina með fjárframlagi sem nemur 100 kr. á hvern nemenda Grundaskóla eða alls 60 þúsund.

Hólmfríði Garðarsdóttur tók við styrknum úr hendi nemenda Grundaskóla. Hólmfríður starfar fyrir Rauða krossinn og er með aðsetur í Malaví. Hún fræddi börnin um mikilvægi þessarar gjafar og hvernig peningarnir verða notaðir.

Rauði kross Íslands styður starf malavíska Rauða krossins í Nkalo og Mwanza héruðunum. Þar hlúa sjálfboðaliðar að alnæmissjúkum, ungliðar fræða jafnaldra sína og börn eru studd til mennta.

19. desember 2008 : Nemendur Grundaskóla safna fyrir börn í Malaví

Nemendur og starfsfólk Grundaskóla á Akranesi afhentu Rauða krossinum afrakstur jólasöfnunar skólans í dag. Í fyrra söfnuðust um 300 þúsund krónur og gert er ráð fyrir að svipuð upphæð komi upp úr söfnunarbaukunum nú. Nemendafélag skólans hóf söfnunina með fjárframlagi sem nemur 100 kr. á hvern nemenda Grundaskóla eða alls 60 þúsund.

Hólmfríði Garðarsdóttur tók við styrknum úr hendi nemenda Grundaskóla. Hólmfríður starfar fyrir Rauða krossinn og er með aðsetur í Malaví. Hún fræddi börnin um mikilvægi þessarar gjafar og hvernig peningarnir verða notaðir.

Rauði kross Íslands styður starf malavíska Rauða krossins í Nkalo og Mwanza héruðunum. Þar hlúa sjálfboðaliðar að alnæmissjúkum, ungliðar fræða jafnaldra sína og börn eru studd til mennta.

19. desember 2008 : Prjónað til styrktar Rauða krossinum

Prjónahópur á Þingeyri hefur verið iðinn við að prjóna vettlinga og sokka í húnsnæði Dýrafjarðardeildar undanfarið. Allt prjónlesið er gefið til hjálparstarfs Rauða krossins. 

19. desember 2008 : Opið hús í Dvöl á laugardögum

Opið hús er í Dvöl, athvarfi Kópavogsdeildar að Reynihvammi 43, á hverjum laugardegi kl. 11-14 og er boðið uppá léttan hádegisverð fyrir gesti. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar taka vel á móti gestum í Dvöl á laugardögum en athvarfið er annars opið virka daga kl. 9-16. Reksturinn er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar, Kópavogsbæjar og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra.


18. desember 2008 : Afhending á sónartæki til fæðingadeildar Landspítalans

Þann 11. desember síðastliðinn afhenti Kvennadeild Reykjvíkurdeildar Rauða kross Íslands,  Aloka ProSound 6, sónartæki að gjöf til fæðingardeildar Landspítalans. Þetta er hágæða tæki með miklum myndgæðum. 

Tækið er notað til að staðfesta fósturdauða hjá konum ef hjartsláttur heyrist ekki. Ennfremur til að greina legu barns ef erfitt er að greina hana með ytri skoðun og þá einkum við tvíburafæðingu. Eftir að fyrri tvíburi er þegar fæddur snýr seinni tvíburi oft í sitjanda eða þverlegu og efitt getur verið að greina legu hans.

Tækið má líka nota til að greina blæðingu á bak við fylgju ef um fylgjulos er að ræða og til að mæla lengd á leghálsi ef konur koma í fæðingu fyrir tímann.
 

18. desember 2008 : Mun fleiri leituðu neyðaraðstoðar í Kópavogi

Um 40 sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða krossins voru að störfum fyrir jólin vegna matar- og fataúthlutana og í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Sjálfboðaliðum við þessi verkefni hefur fjölgað mjög frá síðasta ári enda hafa mun fleiri leitað aðstoðar nú en á undanförnum árum. Þá eru ótaldir þeir sjálfboðaliðar sem sinna heimsóknaþjónustu og fleiri verkefnum á vegum deildarinnar. Um 50 heimsóknavinir fóru í desember á einkaheimili, stofnanir fyrir aldraða, í fangelsið í Kópavogi og víðar til að draga úr félagslegri einangrun.

18. desember 2008 : Mun fleiri leituðu neyðaraðstoðar í Kópavogi

Um 40 sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða krossins voru að störfum fyrir jólin vegna matar- og fataúthlutana og í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Sjálfboðaliðum við þessi verkefni hefur fjölgað mjög frá síðasta ári enda hafa mun fleiri leitað aðstoðar nú en á undanförnum árum. Þá eru ótaldir þeir sjálfboðaliðar sem sinna heimsóknaþjónustu og fleiri verkefnum á vegum deildarinnar. Um 50 heimsóknavinir fóru í desember á einkaheimili, stofnanir fyrir aldraða, í fangelsið í Kópavogi og víðar til að draga úr félagslegri einangrun.

18. desember 2008 : Hjálpfús í leikskóla Kópavogs

Kópavogsdeildin hefur sent eintak af sjöundu sögustund fræðsluefnisins Hjálpfús heimsækir leikskólann, Tilfinningar, og DVD-disk með Hjálpfúsþáttunum úr Stundinni okkar til allra leikskóla í Kópavogi.

Fræðsluefnið er hugsað sem leið til að ná til barnanna vegna erfiðrar stöðu margra heimila vegna ástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ekki er talað um efnahagsþrengingar heldur reynt að koma á framfæri hvernig ná má fram jákvæðum tilfinningum.

17. desember 2008 : Gunnar Freyr tók jólabikarinn í Vin

Fimmtán þátttakendur skráðu sig á jólamót Vinjar, sem Skákfélag Vinjar og Hrókurinn héldu á mánudaginn. Tefldar voru sex umferðir, sjö mínútur á mann og barist var um glæsilegan bikar sem Hrókurinn gaf.

Róbert Harðarson sem var skákstjóri hafði flesta vinninga eða fimm og hálfan, vann allar sínar skákir nema við Björn Sölva Sigurjónsson. En Róbert var gestur á mótinu og fékk engan bikar.

Gunnar Freyr Rúnarsson fékk fjóra og hálfan vinning og hampaði bikarnum. Með fjóra vinninga voru Björn Sölvi, Pétur Atli Lárusson og Rafn Jónsson. Guðmundur Valdimar Guðmundsson og Arnljótur Sigurðsson voru með þrjá og hálfan og aðrir minna.

17. desember 2008 : Gunnar Freyr tók jólabikarinn í Vin

Fimmtán þátttakendur skráðu sig á jólamót Vinjar, sem Skákfélag Vinjar og Hrókurinn héldu á mánudaginn. Tefldar voru sex umferðir, sjö mínútur á mann og barist var um glæsilegan bikar sem Hrókurinn gaf.

Róbert Harðarson sem var skákstjóri hafði flesta vinninga eða fimm og hálfan, vann allar sínar skákir nema við Björn Sölva Sigurjónsson. En Róbert var gestur á mótinu og fékk engan bikar.

Gunnar Freyr Rúnarsson fékk fjóra og hálfan vinning og hampaði bikarnum. Með fjóra vinninga voru Björn Sölvi, Pétur Atli Lárusson og Rafn Jónsson. Guðmundur Valdimar Guðmundsson og Arnljótur Sigurðsson voru með þrjá og hálfan og aðrir minna.

16. desember 2008 : Hjálpargögn Rauða krossins komast til Simbabve

Hlaðinn vörubíll Rauða krossins kom til Harare, höfuðborgar Simbabve, í gær. Í bílnum eru nauðsynleg gögn til að landsfélag Rauða krossins geti haldið áfram mikilvægu starfi sínu í baráttunni við kólerufaraldurinn.

Meðal annars eru í farminum fjórir kólerupakkar, en þeir duga til að meðhöndla 4800 sýkta einstaklinga. Á leiðinni eru 16 slíkir pakkar til viðbótar sem munu gera Rauða kross Simbabve kleift að meðhöndla 30 þúsund manns.

Í bílnum eru einnig pakkar með efni sem hreinsar vatn og gerir það drykkjarhæft. Efnið virkar þannig að fyrst ræðst það á allar fljótandi agnir, sekkur þeim og sótthreinsar svo vatnið. Alls hafa verið sendir 552 þúsund pakkar af efninu í hjálparstarfið í Simbabve. Hver pakki hreinsar 20 lítra af vatni og gerir því Rauða krossinum mögulegt að sjá þeim allra verst stöddu fyrir meira en 10 milljón lítrum af hreinu drykkjarvatni. Rauði krossinn hefur frá lokum október dreift vatnshreinsiefnum til íbúanna.

16. desember 2008 : Heimilisfólk í Sunnuhlíð færir Kópavogsdeildinni prjónavörur að gjöf

Konur á dvalarheimilinu Sunnuhlíð gáfu deildinni veglega gjöf í dag, um 100 prjónuð teppi ásamt peysum, húfum, sokkum og vettlingum. Þær höfðu sinnt þessari handavinnu síðasta árið og gerðu sér dagamun í hádeginu með jólaveitingum þegar prjónavörurnar voru afhentar verkefnastjóra deildarinnar, Dögg Guðmundsdóttur.

Þessar vörur eru kærkomin gjöf og renna í verkefni deildarinnar sem kallast Föt sem framlag. Hluti þeirra verður seldur í Rauða kross búðunum á höfuðborgarsvæðinu og hluti verður sendur erlendis, einkum til Afríku, þar sem börn í neyð njóta góðs af þeim. Við þökkum konunum í Sunnuhlíð kærlega fyrir þessa hlýju gjafir.   

16. desember 2008 : Fataúthlutun hjá Rauða krossinum á miðvikudögum

Rauða kross deildirnar á höfuðborgarsvæðinu standa að úthlutun á notuðum fatnaði alla miðvikudaga kl. 10-14. Sjálfboðaliðar Rauða krossins annast úthlutunina. Úthlutun fer fram að Laugavegi 116, gengið inn af bílastæði Grettisgötumegin. Verslanir Rauða krossins eru að Laugavegi 12 og Laugavegi 116 Reykjavík og Strandgötu 24 Hafnarfirði. Í verslununum er unnt að fá góðan fatnað á mjög sanngjörnu verði.

Vaxandi fjöldi fólks hefur nýtt sér þessa aðstoð Rauða krossins að undanförnu og eru þeir sem á þurfa að halda hvattir til þess að þiggja hana.

16. desember 2008 : Fataúthlutun hjá Rauða krossinum á miðvikudögum

Rauða kross deildirnar á höfuðborgarsvæðinu standa að úthlutun á notuðum fatnaði alla miðvikudaga kl. 10-14. Sjálfboðaliðar Rauða krossins annast úthlutunina. Úthlutun fer fram að Laugavegi 116, gengið inn af bílastæði Grettisgötumegin. Verslanir Rauða krossins eru að Laugavegi 12 og Laugavegi 116 Reykjavík og Strandgötu 24 Hafnarfirði. Í verslununum er unnt að fá góðan fatnað á mjög sanngjörnu verði.

Vaxandi fjöldi fólks hefur nýtt sér þessa aðstoð Rauða krossins að undanförnu og eru þeir sem á þurfa að halda hvattir til þess að þiggja hana.

15. desember 2008 : Sjálfboðaliðar lesta fatagám

Það er alltaf nokkur handagangur í öskjunni þegar verið er að lesta fatagám.


15. desember 2008 : Um 200 sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík að störfum fyrir jólin

Um 200 sjálfboðaliðar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins eru að störfum fyrir og um jólin vegna matar- og fataúthlutana, og í Konukoti, athvarfi fyrir heimilislausar konur. Sjálfboðaliðum við þessi verkefni hefur fjölgað um 50 frá síðasta ári vegna aukningar sem tengja má efnahagsþrengingunum. Skráning nýrra sjálfboðaliða hjá Reykjavíkurdeild frá september til desember er um 30% meiri en á sama tímabili 2007.

Í ár, eins og undanfarin ár, er samstarf um matarúthlutun fyrir jólin á milli Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar. Rúmlega 70 sjálfboðaliðar Rauða krossins koma að úthlutuninni við skipulagningu, pökkun og dreifingu matvælanna. Byrjað verður að senda matargjafir út á land þann 15. desember en úthlutun í Reykjavík hefst þriðjudaginn 16. desember. Matarsendingar út  á land hafa tvöfaldast frá því í fyrra. Veruleg aukning er einnig í beiðnum um aðstoð í Reykjavík en endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja hefur lagt samstarfinu lið með framlögum í vörum, fjármunum, aðstöðu og vinnuframlagi. Er þeim öllum þakkað rausnarlegt framlag sitt til verkefnisins.

15. desember 2008 : Þrjár Rauða kross búðir á höfuðborgarsvæðinu

Rauði krossinn rekur þrjár búðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að kaupa ódýr, notuð föt. Tvær eru á Laugaveginum í Reykjavík og ein við Strandgötu í Hafnarfirði. Rauði krossinn er með sérstaka gáma á Sorpu-stöðvunum þar sem fólk getur skilið eftir föt sem það notar ekki lengur. Fötin fara svo í Fatasöfnunarstöð Rauða krossins þar sem þau eru flokkuð fyrir búðirnar. Hægt er að gera góð kaup á fötum fyrir karla, konur, unglinga og börn.

13. desember 2008 : Sjálfboðaliðar lesta fatagám

Það er alltaf nokkur handagangur í öskjunni þegar verið er að lesta fatagám. Sjálfboðaliðarnir ráðast á fatafjallið og þó 40 feta gámurinn sýnist ansi djúpur í fyrstu þá má fljótlega sjá að verkið mun hafast á endanum. Ekki spillir fyrir að í þetta skiptið er boðið upp á jólaöl og piparkökur til hressingar ef og þegar menn mega vera að því að taka pásu. Gámurinn ógurlegi verður síðan sendur erlendis þar sem fatnaðnum hefur verið komið í verð og í þetta sinn er áfangastaðurinn Holland.

12. desember 2008 : Litlu jólin hjá foreldramorgnum

Haldin voru litlu jól meðal mæðra sem mæta í foreldramorgna á miðvikudögum hjá Borgarfjarðardeild Rauða krossins. Þar áttu mæður og börn þeirra notalega stund saman. Léttar jólaveitingar voru í boði og yngsta kynslóðin skiptist á pökkum og vakti það mikla lukku meðal þeirra. Það var mjög vel mætt og allir fóru ánægðir heim eftir góða stund saman.

Næsti foreldramorgunn verður miðvikudaginn 17. desember klukkan 10:00 í húsnæði Rauða krossins að Borgarbraut 4 í Borgarnesi. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta. Eftir það verður jólafrí en áætlað er að hittast aftur á nýju ári eða þann 7. janúar.

12. desember 2008 : MK-nemar fá viðurkenningu fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanganum SJÁ 102 fengu viðurkenningu á dögunum fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf hjá Kópavogsdeild. Nemendurnir voru ellefu í áfanganum á þessari önn og unnu sjálfboðin störf í Rjóðrinu, með Eldhugum og í Dvöl. Þar að auki sátu þeir grunnnámskeið Rauða krossins þar sem þeir lærðu um upphaf, sögu, hugsjónir og verkefni hreyfingarinnar. Þeir tóku einnig þátt í landssöfnun Rauða krossins í október, Göngum til góðs, héldu dagbók um störf sín og lokaverkefni þeirra var að halda handverksmarkað í sjálfboðamiðstöðinni.

10. desember 2008 : Lýðveldið Kongó: Bros Charlotte

Starf Charlotte Tabaro felst í því að veita sálrænan stuðning á einni þriggja miðstöðva sem Rauði krossinn í Kongó hefur sett upp í flóttamannabúðunum í Kibati, ekki langt frá Goma.

10. desember 2008 : Tombólukrökkum boðið í bíó í tilefni af degi sjálfboðaliðans

Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru á öllum aldri, þau yngstu  hafa í gegnum tíðina verið iðin við að halda tombólur og nýtur Rauði kross Íslands góðs af þeirri vinnu. Um 450 börn um allt land stóðu á árinu fyrir alls konar söfnunum til að styrkja starf Rauða krossins. Á árinu söfnuðust 600.000 krónur.

Það var spenna í loftinu í Laugarásbíói á laugardaginn þegar tombólukrakkar Rauða krossins mættu til að horfa á myndina Lukkuláka. Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar stóð fyrir bíósýningunni en eins og undanfarin ár gaf Laugarásbíó sýninguna.

 

10. desember 2008 : Tombólukrökkum boðið í bíó í tilefni af degi sjálfboðaliðans

Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru á öllum aldri, þau yngstu  hafa í gegnum tíðina verið iðin við að halda tombólur og nýtur Rauði kross Íslands góðs af þeirri vinnu. Um 450 börn um allt land stóðu á árinu fyrir alls konar söfnunum til að styrkja starf Rauða krossins. Á árinu söfnuðust 600.000 krónur.

Það var spenna í loftinu í Laugarásbíói á laugardaginn þegar tombólukrakkar Rauða krossins mættu til að horfa á myndina Lukkuláka. Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar stóð fyrir bíósýningunni en eins og undanfarin ár gaf Laugarásbíó sýninguna.

Framlag tombólubarnanna rennur alltaf til ungmenna- og barnastarfs Rauða krossins víða um heim og að þessu sinni verða peningarnir notaðir til að hjálpa börnum í Malaví í suðurhluta Afríku. Þar hlúa sjálfboðaliðar að alnæmissjúkum, ungliðar fræða jafnaldra sína og börn eru studd til mennta.

Hægt er að sjá myndband frá Malaví hér

10. desember 2008 : Jólakortagerð 7. bekkinga

Grindavíkurdeild RKÍ hefur um árabil staðið fyrir því að krakkar í 7. bekk grunnskólans útbúi og skrifi jólakort til eldri borgara bæjarins í byrjun desember. Þetta hefur vakið mikla lukku og glatt mörg hjörtu í desember.

Eins og sjá má er góð stemning hjá 7. bekkingum í jólakortagerðinni.

9. desember 2008 : Meiri fjármunum varið til einstaklingsaðstoðar

Rauði krossinn hefur stóraukið framlög sín til einstaklingsaðstoðar fyrir þessi jól, en eins og áður hefur komið fram var ákveðið   að verja 20 milljónum úr Neyðarsjóði landsfélagsins til aðstoðar fyrir  jólin. Af þeirri upphæð fær Akureyrardeild u.þ.b. 1 milljón og ákvað stjórn deildarinnar leggja annað eins úr sínum sjóði.
Sem fyrr mun sú aðstoð sem veitt verður í nafni deildarinnar fara í gegnum Mæðrastyrksnefn hér í bæ og geta einstaklingar snúið sér þangað.  Tekið er á móti umsóknum dagana 7.  – 11. desember og  úthlutun fer síðan fram 16. – 21. desember.

9. desember 2008 : Barist gegn alnæmi í sveitum Malaví

Söngur ómar um sveitir Malaví þegar fulltrúar Rauða kross Íslands koma að heimsækja leikskóla, sem byggður var fyrir aðstoð frá Íslandi. Í Malaví syngja menn þegar þeir eru glaðir og þegar þeir eru sorgmæddir.

9. desember 2008 : Barist gegn alnæmi í sveitum Malaví

Söngur ómar um sveitir Malaví þegar fulltrúar Rauða kross Íslands koma að heimsækja leikskóla, sem byggður var fyrir aðstoð frá Íslandi. Í Malaví syngja menn þegar þeir eru glaðir og þegar þeir eru sorgmæddir.

9. desember 2008 : Jólagjafir stórfjölskyldunnar fara til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs í ár

„Eftir að ég las um fjölgun fólks sem þarf á mataraðstoð að halda fyrir jólin, í kjölfar kreppunnar, ákvað ég í ár að gefa peningana, sem ella hefðu farið í jólagjafir til stjórfjölskyldunnar, vina og barna þeirra, til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs“ segir Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, sjálfboðaliði hjá Kópavogsdeild Rauða krossins.

Stórfjölskyldan og vinirnir tóku fréttum af pakkaleysinu um jólin mjög vel og þótti þetta góð og gegn hugmynd. Móðursystir Ingunnar Ástu var svo ánægð með hugmyndina að hún ákvað að bæta við upphæðina í nafni barna sinna, og því fær Mæðrastyrksnefnd Kópavogs afhent í dag 35.000 krónur til innkaupa á mat og öðrum nauðsynjum fyrir fjölskyldur sem þangað sækja nú fyrir jólin. Þá er gaman að segja frá því að amma Ingunnar Ástu fékk kvennfélagið þar sem hún býr til að gefa Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur andvirði jólagjafa til félagskvenna í ár.

8. desember 2008 : 7. bekkur í Húnavallaskóla fékk góða heimsókn

Austur Húnavatnssýsludeild Rauða krossins hélt kynningu um starfsemina fyrir nemendum 7. bekkjar Húnavallaskóla þann 2. desember. 

8. desember 2008 : Leikskólarnir í Grindavík heimsækja Rauða krossinn

Grindavíkurdeild Rauða krossins hefur verið í góðu samstarfi við leikskólana Laut og Krók. Nýverið heimsóttu elstu börn leikskólanna deildina en það hefur verið árviss viðburður um nokkurt skeið.

Krakkarnir spjölluðu um Rauða krossinn við Rósu starfsmann deildarinnar, horfðu á mynd með Rauða kross stráknum Hjálpfúsi og skoðuðu sjúkrabílinn. Þau fengu endurskinsborða og íspinna að gjöf. Krakkarnir kvöddu með söng sem í báðum tilfellum átti mjög vel við – Krókur með endurvinnslulagið og Laut með hjálparhandalagið – þetta gat ekki verið betra.

8. desember 2008 : Sjálfboðaliðagleði í sjálfboðamiðstöðinni

Í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans 5. desember hélt deildin sjálfboðaliðagleði í sjálfboðamiðstöðinni á föstudaginn síðastliðinn. Sjálfboðaliðar og gestir þeirra áttu notalega stund saman, hlýddu á upplestur, söng og tónlist og nutu góðra veitinga.

Að venju var boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður og rithöfundur, las úr bók sinni, Magnea og Katrín Baldursdóttir las nokkur ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni, Þak hamingjunnar. Þá léku nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs fyrir gestina. Svo var happdrætti og voru fjórir heppnir sjálfboðaliðar leystir út með gjöfum. Sjálfboðaliðar deildarinnar slógu sjálfir botninn í dagskrána með fjöldasöng. Sjálfboðaliðar sem stjórna söngstundum í Sunnuhlíð leiddu fjöldasönginn og voru sungin jólalög í bland við önnur gömul og góð íslensk lög.

5. desember 2008 : Löglega staðið að aðgerðum lögreglu gagnvart hælisleitendum

Ekkert bendir til annars en að fullnægjandi lagaheimildir hafi legið fyrir við þær aðgerðir sem lögreglan á Suðurnesjum greip til gagnvart hælisleitendum þann 11. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í úttekt sem LOGOS lögmannsþjónusta vann að beiðni Rauða kross Íslands.

Hinsvegar skal tekið fram að nokkuð ber í milli í frásögnum hælisleitenda eins og þær birtast í skýrslum Rauða krossins og lögregluskýrslum. Samkvæmt upplýsingum nokkurra hælisleitenda nutu þeir ekki aðstoðar túlks og er því viðbúið að lögreglu hafi verið illmögulegt að uppfylla kröfur laga um að leita samþykkis allra þeirra sem sættu húsleitinni.

5. desember 2008 : Blóðbíllinn kom til Grindavíkur

Blóðbíll Blóðbankans kom til Grindavíkur miðvikudaginn 3. des sl. Mjög góð þátttaka var í blóðgjöfina og safnaðist vel. Blóðgjöfum þökkum við kærlega örlætið og það að gefa sér tíma til að leggja þessari  söfnun lið. Með því hafið þið lagt ykkar að mörkum við að bjarga mannslífum - sannar hetjur.

5. desember 2008 : Grindavíkurdeild færir leikskólum skyndihjálpartösku

Grindavíkurdeild RKÍ gaf á dögunum leikskólum Grindavíkur, Laut og Króki, skyndihjálpatöskur til að hafa með á ferðalögum og í gönguferðum. Töskurnar er mjög vel búnar skyndihjálparbúnaði og koma að góðum notum ef minniháttar meiðsli ber að höndum. En fyrst og fremst eru töskurnar hugsaðar sem nauðsynlegur öryggisbúnaður sem vonandi þarf ekki að grípa til.

Hægt er að kaupa skyndihjálpartöskur á skrifstofu deildarinnar og kostar taskan 4900 kr.

5. desember 2008 : Hamingjan á útopnu

Á morgun, laugardaginn 6. desember, efna sjálfboðaliðar hjá Akranesdeild Rauða krossins til síns árlega útvarpsþáttar í Útvarpi Akraness, fm 95.0. Hamingjan á útopnu er yfirskift þáttarins og ætla þáttarstjórnendur að velta hamingjunni fyrir sér.

Af spennandi efni í þættinum má nefna leitina að hamingjunni, en þeir Erlingur Birgir Magnússon og Sigmundur Erling Ingimarsson brugðu undir sig betri fætinum og fóru um Skagann með upptökutæki, ræddu við fólk á förnum vegi og leituðu svara við spurningnni: Hvað er hamingja.

Í þættinum verður jafnframt fjallað um verkefni Rauða krossins á Akranesi á aðventunni, fólk úr ýmsum áttum kemur í létt spjall og spiluð verða hamingjulög af ýmsum toga. Útvarp Akranes sendir út á Fm 95.0 – fylgist með!

5. desember 2008 : Hamingjan á útopnu

Á morgun, laugardaginn 6. desember, efna sjálfboðaliðar hjá Akranesdeild Rauða krossins til síns árlega útvarpsþáttar í Útvarpi Akraness, fm 95.0. Hamingjan á útopnu er yfirskift þáttarins og ætla þáttarstjórnendur að velta hamingjunni fyrir sér.

Af spennandi efni í þættinum má nefna leitina að hamingjunni, en þeir Erlingur Birgir Magnússon og Sigmundur Erling Ingimarsson brugðu undir sig betri fætinum og fóru um Skagann með upptökutæki, ræddu við fólk á förnum vegi og leituðu svara við spurningnni: Hvað er hamingja.

Í þættinum verður jafnframt fjallað um verkefni Rauða krossins á Akranesi á aðventunni, fólk úr ýmsum áttum kemur í létt spjall og spiluð verða hamingjulög af ýmsum toga. Útvarp Akranes sendir út á Fm 95.0 – fylgist með!

5. desember 2008 : Til hamingju með daginn!

Í tilefni af  alþjóðadegi sjálfboðaliðans í dag, 5. desember, færir Kópavogsdeild Rauða krossins þeim fjölmörgu sem unnið hafa sjálfboðið starf á vegum deildarinnar innilegar þakkir fyrir ómetanlegt framlag á árinu.

Kópavogsdeild hefur starfað með Kópavogsbúum í blíðu og stríðu í hálfa öld en þátttaka sjálfboðaliða í starfinu hefur líklega aldrei verið meiri en nú. Nú er óhætt að segja að mjög reyni á hlutverk Rauða krossins í íslensku samfélagi. Deildin hefur þegar ráðist í margvíslegar aðgerðir til þess að aðstoða fólk í gegnum yfirstandandi þrengingar. Allt þetta starf er borið uppi af sjálfboðaliðum.

4. desember 2008 : Námskeið í sálrænum stuðningi 8. desember – án endurgjalds

Kópavogsdeildin heldur námskeið í sálrænum stuðningi í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11, 2 hæð, mánudaginn 8. desember kl. 17-21.

Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.

4. desember 2008 : Rauði krossinn og Mæðrastyrksnefnd veita neyðaraðstoð í Kópavogi

Kópavogsdeild Rauða krossins og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hafa gert samkomulag um neyðaraðstoð við bágstadda einstaklinga og fjölskyldur í Kópavogi fyrir jólin. Kópavogsdeild Rauða krossins hefur stóraukið framlag sitt vegna aðstoðarinnar miðað við fyrri ár enda er búist við að fleiri leiti aðstoðar nú.
 
Rauði krossinn og Mæðrastyrksnefnd hvetja fyrirtæki og stofnanir til að styrkja hjálparstarfið fyrir jólin með vörum eða fjárframlögum. Rauði krossinn þarf á talsverðum fjölda sjálfboðaliða að halda vegna verkefnisins og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected]

3. desember 2008 : Fulltrúi Rauða krossins viðstaddur undirskrift banns við klasasprengjum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra skrifaði undir samkomulag um bann við framleiðslu og notkun klasavopna fyrir hönd Íslands í Osló í dag.

3. desember 2008 : Rauði krossinn hjálpar týndum börnum í Kongó

Tugir fjölskyldna hafa sundrast frá því að átök hófust að nýju í Lýðveldinu Kongó.  Einstök vinátta og samheldni íbúanna, ásamt stuðningi Rauða krossins gerir fólki mun auðveldara að takast á við erfiðleikana.

3. desember 2008 : Sjálfboðaliðar í leikhús

Hópur sjálfboðaliða fór á leiksýninguna Vestrið eina í boði Borgarleikhússins um helgina. Höfundur þessa alvöru gamanverks um tvo bræður er Martin McDonagh en Ingunn Ásdísardóttir þýddi það yfir á íslensku og leikstjórn er í höndum Jóns Páls Eyjólfssonar. Kópavogsdeild þakkar Borgarleikhúsinu kærlega fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.

2. desember 2008 : Stórt skref í Ósló

Í dag verður rekið smiðshöggið á áratugalanga baráttu Rauða krossins og annarra mannúðarsamtaka við að gera útlæg vopn sem særa og drepa löngu eftir að átökum linnir. Þá skrifa fulltrúar ríkja heims undir samkomulag um að banna framleiðslu, geymslu og notkun klasavopna. 

2. desember 2008 : Rauði krossinn aðstoðar fórnarlömb kóleru í Simbabve

Alvarlegur kólerufaraldur geisar nú víða í Simbabve og hefur leitt hundruð manna til dauða.

1. desember 2008 : Ókeypis faðmlag í Smáralind

Vegfarendur virtust í fyrstu feimnir, hissa eða kímnir þegar sjálfboðaliðar Ungmennahreyfingar Rauða krossins buðu frítt faðmalag í Smáralindinni í gær í tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins.

1. desember 2008 : Ókeypis faðmlag í Smáralind

Vegfarendur virtust í fyrstu feimnir, hissa eða kímnir þegar sjálfboðaliðar Ungmennahreyfingar Rauða krossins buðu frítt faðmalag í Smáralindinni í gær í tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins.

1. desember 2008 : Barnalán hjá Alþjóðlegum foreldrum

Eins og meðfylgjandi mynd sýnir ríkir mikið barnalán hjá þátttakendunum í verkefninu Alþjóðlegum foreldrum. Verkefnið gengur vel og hittist góður hópur mæðra með börnin sín á fimmtudagsmorgnum í sjálfboðamiðstöðinni. Mæðurnar koma hingað til að hitta aðrar mæður og spjalla yfir kaffibolla. Reglulega er einnig boðið upp á stutta íslenskukennslu og kynningar. Tilgangurinn með þessum samverum er að rjúfa félagslega einangrun foreldra með lítil börn. Þátttakendurnir koma frá ýmsum löndum eins og Ástralíu, Póllandi, Noregi, Frakklandi, Rússlandi, Spáni, Lettlandi, Eistlandi, Mexíkó og Moldova. Samverurnar eru opnar foreldrum allra landa sem eru með börn á aldrinum 0-6 ára og vilja hitta aðra með lítil börn.