Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins
Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.
Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.
Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins
Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.
Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.
Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins
Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.
Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.
Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins
Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.
Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.
Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins
Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.
Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.
Afmælispilturinn sigraði
Fide meistarinn Björn Sölvi Sigurjónsson sigraði á afmælismóti, honum sjálfum til heiðurs, í Vin, athvarfi Rauða krossins við Hverfisgötu þann 26. janúar. Sextugur Björn var í rífandi stuði og fékk fimm vinninga úr sex skákum.
Fyrir mótið var afmælissöngurinn sunginn við undirleik á lítinn lírukassa, og síðan gítarundirleik Atla Arnarssonar. Birni voru svo færð blóm í tilefni dagsins.
Í annað sinn í sögu skákmóta í Vin, sem Skákfélag Vinjar og Hrókurinn setja upp, mættu átján manns á mánudegi klukkan 13, sem þykir frábært. Í hitt skiptið var það á Morgan Kane mótinu fyrir um ári síðan. En 27 þátttakendur voru reyndar þegar kveðjumót var haldið til heiðurs Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, fyrrum forseta og má mikið gerast til að það verði slegið. Að þessu sinni var yngsti þátttakandinn 13 ára og sá elsti 84.
Fatapakkar frá sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar afhentir í Malaví
Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð í Malaví. Þó að Malaví sé vissulega á suðlægum slóðum getur sums staðar orðið kalt á kvöldin og á nóttunni, sérstaklega við fjalllendi. Sjálfboðaliðarnir pakka þessum ungbarnafötum reglulega í þar til gerða fatapakka en í hverjum slíkum pakka er prjónuð peysa, teppi, sokkar, bleyjubuxur og húfa auk handklæðis, taubleyja, treyja og buxna.
Á síðasta ári sendu sjálfboðaliðarnir frá sér 640 pakka og í nóvember síðastliðnum var þeim dreift, ásamt pökkum frá öðrum deildum, til mæðra með lítil börn í Chiradzulu-héraði í Malaví undir stjórn malavíska Rauða krossins. Ljósmyndari var á staðnum og myndaði dreifinguna á pökkunum.
Samstarf við deildir í Mósambík
Rauða kross deildir á Norðurlandi eru í vinadeildasamstarfi við deildir í Mósambík. Funduðu þær í vikunni og buðu til sín Baldri Steini Helgasyni frá landsskrifstofunni sem fór yfir verkefnastöðuna.
Fram kom að verið er að leggja lokahönd á viðgerðir á barnaheimilinu Boa Esperanca en á því hafa verið gerðar miklar úrbætur. Baldur sýndi myndir af húsinu þar sem sást að bætt hefur verið við einni hæð og er það hið reisulegasta, málað í sínum græna lit innan sem utan. Einnig hafa frárennslismál verið lagfærð en þau voru í miklum ólestri. Fyrirhugað er að flutt verði í húsið í næsta mánuði en rekstur heimilisins var á öðrum stað meðan á framkvæmdum stóð.
Samstarf við deildir í Mósambík
Rauða kross deildir á Norðurlandi eru í vinadeildasamstarfi við deildir í Mósambík. Funduðu þær í vikunni og buðu til sín Baldri Steini Helgasyni frá landsskrifstofunni sem fór yfir verkefnastöðuna.
Fram kom að verið er að leggja lokahönd á viðgerðir á barnaheimilinu Boa Esperanca en á því hafa verið gerðar miklar úrbætur. Baldur sýndi myndir af húsinu þar sem sást að bætt hefur verið við einni hæð og er það hið reisulegasta, málað í sínum græna lit innan sem utan. Einnig hafa frárennslismál verið lagfærð en þau voru í miklum ólestri. Fyrirhugað er að flutt verði í húsið í næsta mánuði en rekstur heimilisins var á öðrum stað meðan á framkvæmdum stóð.
Rauði krossinn opnar Vinanet til að rjúfa einangrun ungmenna
Næstkomandi sunnudag verður Vinanet, sem er nýtt samstarfsverkefni Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, formlega opnað.
Heimsóknir til innflytjenda
Nýtt verkefni í heimsóknaþjónustu Kópavogsdeildar hefur farið af stað. Því er ætlað að ná til innflytjenda og koma í veg fyrir félagslega einangrun þeirra sem og auðvelda aðlögun þeirra að íslensku samfélagi.
Ómetanlegt starf fer fram á kólerumiðstöðvum Rauða krossins í Simbabve
Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq vinna sem sendifulltrúar Rauða krossins í Zimbabwe þar sem þær taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu.
Ómetanlegt starf fer fram á kólerumiðstöðvum Rauða krossins í Simbabve
Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq vinna sem sendifulltrúar Rauða krossins í Zimbabwe þar sem þær taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu.
Föt sem framlag - fréttir frá Malaví
Sl. mánudag fengum við ágæta heimsóknfrá Baldri Steini Helgasyn starfsmanni á alþjóðaviði hjá landsskrifstofu Rauða krossins. Kom hann til að hitta sjálfboðaliða í verkefninu “ Föt sem framlag “ og ræða við þá um verkefnið. Sýndi hann myndir frá því þegar fatapakkar sem sjálfboðaliðarnir höfðu útbúið voru afhentir í Malaví, og lýsti hann ferð pakkanna frá því þeir fara frá deildinni þar til þeir eru komnir í hendur kvenna í Malaví.
Það var mjög gaman að heyra og sjá að pakkarnir væru komnir á áfangastað og að konurnar í Malaví væru ánægðar með það sem þær voru að fá. Það er alltaf gott að fá staðfestingu á því að þau verkefni sem verið er að vinna að skili árangri og um leið mikil hvatning til að halda áfram góða og skemmtilegu verkefni. Skoða má myndir frá afhendingu pakkana með því að smella á lesa meira.
Skyndihjálparnámskeið hefst 2. febrúar
Heimalundur, nýtt húsnæði Stöðvarfjarðardeildar
Í tilefni þess að Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins er komin í nýtt húsnæði var haldin opnunarhátíð með pomp og prakt á laugardaginn. Boðið var upp á kaffi og veglegar veitingar og mættu þangað 50 manns. Húsnæðið nefnist Heimalundur og er til húsa að Fjarðabraut 48.
Stöðvarfjarðardeild er ein öflugasta deildin á Austurlandi með fjöldann allan af sjálfboðaliðum. Sjö heimsóknavinir heimsækja aldraða, 14 konur prjóna og sauma föt fyrir börn í Afríku í verkefninu Föt sem framlag. Afurðirnar hafa verið til sýnis hjá deildinni. Fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra frá Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði hittast á Stöðvarfirði og því kemur sér vel að deildin er komin í stórt og gott húsnæði. Ungmennastarfið er öflugt í umsjón Björgvins Vals Guðmundssonar en hann er að hætta og við taka Rósa Valtingojer og Zdenek Paták.
Heimalundur, nýtt húsnæði Stöðvarfjarðardeildar
Í tilefni þess að Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins er komin í nýtt húsnæði var haldin opnunarhátíð með pomp og prakt á laugardaginn. Boðið var upp á kaffi og veglegar veitingar og mættu þangað 50 manns. Húsnæðið nefnist Heimalundur og er til húsa að Fjarðabraut 48.
Stöðvarfjarðardeild er ein öflugasta deildin á Austurlandi með fjöldann allan af sjálfboðaliðum. Sjö heimsóknavinir heimsækja aldraða, 14 konur prjóna og sauma föt fyrir börn í Afríku í verkefninu Föt sem framlag. Afurðirnar hafa verið til sýnis hjá deildinni. Fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra frá Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði hittast á Stöðvarfirði og því kemur sér vel að deildin er komin í stórt og gott húsnæði. Ungmennastarfið er öflugt í umsjón Björgvins Vals Guðmundssonar en hann er að hætta og við taka Rósa Valtingojer og Zdenek Paták.
Rauða krossinn skortir fjármagn til að bregðast við skæðum kólerufaraldri í Simbabve
Alþjóða Rauði krossinn og Rauði krossinn í Simbabve óttast að ekki takist að afla nægilegs fjár til að áfram verði hægt að hjálpa kólerusmituðum og hefta megi frekari útbreiðslu faraldursins í landinu.
Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands starfa í neyðarteymum Rauða krossins í Simbabve til að vinna gegn kólerufaraldrinum, hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillag. Þá stýrir Huld Ingimarssdóttir samhæfingu matvæladreifingar Alþjóða Rauða krossins í landinu.
Rauði krossinn hefur sérstaklega áhyggjur af fjárskorti þar sem faraldurinn magnast dag frá degi samkvæmt nýútgefinni skýrslu heilbrigðisráðuneytis Simbabve og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Nýtt verkefni hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins
Vinanet er nýtt samstarfsverkefni Ungmennadeildar R-RKÍ og Hjálparsíma Rauða Krossins 1717
Hlutverk Vinanets
Vinanet er hugsað sem spjall fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem af einhverjum ástæðum hefur einangrað sig frá samfélaginu. Ætlunin er að ná til þessa hóps með aðstoð Internetsins en það er sá vettvangur þar sem auðvelt er að ná til sem flestra. Á Vinaneti getur fólk rætt saman á uppbyggilegan hátt um hin ýmsu málefni. Ekki er um vandamálamiðað spjall að ræða. Einu sinni í mánuði verða hittingar meðal þeirra sem eru á spjallinu ásamt sjálfboðaliðum og verður ýmislegt skemmtilegt gert eins og fara saman í bíó, í keilu, á skauta, á kaffihús og svo framvegis.
Nýtt verkefni hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins
Vinanet er nýtt samstarfsverkefni Ungmennadeildar R-RKÍ og Hjálparsíma Rauða Krossins 1717
Hlutverk Vinanets
Vinanet er hugsað sem spjall fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem af einhverjum ástæðum hefur einangrað sig frá samfélaginu. Ætlunin er að ná til þessa hóps með aðstoð Internetsins en það er sá vettvangur þar sem auðvelt er að ná til sem flestra. Á Vinaneti getur fólk rætt saman á uppbyggilegan hátt um hin ýmsu málefni. Ekki er um vandamálamiðað spjall að ræða. Einu sinni í mánuði verða hittingar meðal þeirra sem eru á spjallinu ásamt sjálfboðaliðum og verður ýmislegt skemmtilegt gert eins og fara saman í bíó, í keilu, á skauta, á kaffihús og svo framvegis.
Ýmis námskeið á döfinni hjá Kópavogsdeild – skráning hafin
Deildin býður upp á fjölbreytt námskeið á næstunni fyrir sjálfboðaliða og almenning. Fyrst á dagskránni er námskeið fyrir nýja heimsóknavini sem verður haldið 9. febrúar. Námskeiðið er undirbúningsnámskeið fyrir þá sem vilja sinna heimsóknaþjónustu en hún miðar að því að rjúfa félagslega einangrun fólks.
Námskeið í skyndihjálp verður svo haldið 18. febrúar þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.
Þá verður boðið upp á námskeið í sálrænum stuðningi 16. mars. Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum en viðfangsefnin eru til dæmis mismunandi tegundir áfalla og áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn.
Fjölbreytt námskeið eru boði hjá Rauða krossinum
Rauði krossinn stendur fyrir fjölda námskeiða á ári hverju. Námskeiðin eru fyrir sjálfboðaliða félagsins og alla aðra áhugasama.
Heimsóknaþjónusta til innflytjenda
English version below.
Nýtt verkefni í heimsóknaþjónustu Kópavogsdeildar hefur farið af stað. Því er ætlað að ná til innflytjenda og koma í veg fyrir félagslega einangrun þeirra sem og auðvelda aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Verkefnið ber heitið Viltu tala meiri íslensku? og samanstendur af vikulegum samverum innflytjenda og íslenskra sjálfboðaliða. Á samverunum er töluð íslenska og fá innflytjendurnir þannig tækifæri til að þjálfa sig í notkun íslenskunnar og auka við orðaforða sinn. Nú þegar eru þátttakendur frá Póllandi, Ítalíu og Tíbet.
Ungmennastarfið í Mosfellsbæ byrjar árið með fullum þunga
Mórall, Ungmennastarf Rauða krossins í Kjósarsýsludeild, heldur fyrsta fund sinn á þessu ári í dag klukkan 17:00 í húsnæði deildarinnar að Þverholti 7 Mosfellsbæ. Fundur í X-hópnum verður síðan haldinn fimmtudaginn 29. janúar klukkan 20:00.
Mórall er ungmennastarf fyrir hressa krakka á aldrinum 13-16 ára. Hist er einu sinni í viku og gert ýmislegt sem tengist Rauða krossinum og skemmt sér saman. Dagskráin fyrir vormisserið er tilbúin og verður mikið um að vera. Það má nefna keiluferð, gestakomur og lokaferð í sumar.
Ungmennastarfið í Mosfellsbæ byrjar árið með fullum þunga
Mórall, Ungmennastarf Rauða krossins í Kjósarsýsludeild, heldur fyrsta fund sinn á þessu ári í dag klukkan 17:00 í húsnæði deildarinnar að Þverholti 7 Mosfellsbæ. Fundur í X-hópnum verður síðan haldinn fimmtudaginn 29. janúar klukkan 20:00.
Mórall er ungmennastarf fyrir hressa krakka á aldrinum 13-16 ára. Hist er einu sinni í viku og gert ýmislegt sem tengist Rauða krossinum og skemmt sér saman. Dagskráin fyrir vormisserið er tilbúin og verður mikið um að vera. Það má nefna keiluferð, gestakomur og lokaferð í sumar.
Ungt fólk með í ráðum
Í því þjóðfélagsumróti sem nú gengur yfir eftir fall bankanna er í sífellu rætt um framtíðina og þá óvissuna sem í henni býr. Hæst ber umræðuna um atvinnu og efnahagslegt öryggi ásamt tryggri afkomu heimilanna.
Eldhugar hittast á morgun, fimmtudag!
Fyrsta samvera Eldhuga á nýju ári verður fimmtudaginn 22. janúar kl. 17.30. Eldhugar eru ungmenni á aldrinum 13-16 ára af íslenskum og erlendum uppruna sem hittast í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins á fimmtudögum kl. 17.30-19.00.
Eldhugar vinna skemmtileg og skapandi verkefni sem miða að því að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma. Unnið er með hugtök eins og vinátta, virðing og umburðarlyndi í gegnum ljósmyndun, leiklist, kynningar á erlendum menningarheimum og margt fleira. Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka þátt í og stýra starfinu í samstarfi við fagfólk á ýmsum sviðum.
Hjálparsími Rauða krossins 1717 fær styrk frá Capacent
Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands tók í gær við styrk frá Capacent að fjárhæð 500.000 krónur sem verður varið til reksturs á Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Styrkurinn er veittur í þakklætisskyni við þátttakendur í símakönnun á vegum Capacent Gallup síðasta desember. Þar runnu 1.000 krónur af hverju samtali til styrktar Hjálparsímanum en könnunin, sem var alþjóðleg, snérist um efnahagsástandið og hagi landsmanna.
„Könnunin var í lengri kantinum miðað við okkar kannanir þannig að við vildum hvetja fólk til að svara og styrkja um leið þetta góða málefni," segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Capacent. „Styrkurinn er þannig frá fólkinu í landinu í gegnum þátttakendur könnunarinnar."
Börnin á Eyrarskjóli læra um tilfinningar
Krakkarnir á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði hafa verið að vinna með námsefnið Hjálpfús. Á dögunum luku þau við að fara yfir nýjustu sögustundina um tilfinningar sem Rauði krossinn er að gefa á alla leikskóla landsins þessa dagana.
Það hefur verið fastur liður á leikskólanum að vinna með Hjálpfús og í tengslum við verkefnið hafa börnin heimsótt Rauða krossinn og fengið fræðslu um félagið.
Börnin á Eyrarskjóli komu ásamt leikskólakennurum í heimsókn á svæðisskrifstofu Rauða krossins á Ísafirði og sögðu frá Hjálpfúsi og aðferðum sem hann notar við að hjálpa fólki og vera góður við vini sína. Þau voru búin að horfa á mynddiskinn með Hjálpfúsi sem Ísafjarðardeild færði þeim í desember.
Ungur sjálfboðaliði styrkir Rauða krossinn
Jóhannes Kristjánsson, 9 ára, hélt tombólu á dögunum og safnaði 1.200 krónum. Hann kom í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og afhenti þennan afrakstur tombólusölunnar. Framlag Jóhannesar rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.
Skyndihjálparhópur sækir námskeið í vettvangshjálp
Félagar í skyndihjálparhópi deilda Rauða krossins á Norðurlandi munu taka þátt í námskeiði í vettvangshjálp sem haldið verður á Narfastöðum í Reykjadal á vegum Sjúkraflutningaskólans. Námskeiðið er 40 tímar að lengd og verður kennt frá föstudegi til sunnudags tvisvar í febrúar.
Námskeiðið er byggt á viðurkenndum bandarískum staðli, er staðfært að íslenskum aðstæðum og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu. Fjallað er um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, björgun úr bílflökum og hópslys svo eitthvað sé nefnt.
Markmiðið er að nemendur verði færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu áður en sjúkraflutningamenn koma á staðinn.
Skyndihjálparhópur sækir námskeið í vettvangshjálp
Félagar í skyndihjálparhópi deilda Rauða krossins á Norðurlandi munu taka þátt í námskeiði í vettvangshjálp sem haldið verður á Narfastöðum í Reykjadal á vegum Sjúkraflutningaskólans. Námskeiðið er 40 tímar að lengd og verður kennt frá föstudegi til sunnudags tvisvar í febrúar.
Námskeiðið er byggt á viðurkenndum bandarískum staðli, er staðfært að íslenskum aðstæðum og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu. Fjallað er um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, björgun úr bílflökum og hópslys svo eitthvað sé nefnt.
Markmiðið er að nemendur verði færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu áður en sjúkraflutningamenn koma á staðinn.
Skyndihjálparhópur sækir námskeið í vettvangshjálp
Félagar í skyndihjálparhópi deilda Rauða krossins á Norðurlandi munu taka þátt í námskeiði í vettvangshjálp sem haldið verður á Narfastöðum í Reykjadal á vegum Sjúkraflutningaskólans. Námskeiðið er 40 tímar að lengd og verður kennt frá föstudegi til sunnudags tvisvar í febrúar.
Námskeiðið er byggt á viðurkenndum bandarískum staðli, er staðfært að íslenskum aðstæðum og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu. Fjallað er um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, björgun úr bílflökum og hópslys svo eitthvað sé nefnt.
Markmiðið er að nemendur verði færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu áður en sjúkraflutningamenn koma á staðinn.
Leiðbeinendanámskeið fyrir Á flótta
Leiðbeinendanámskeið fyrir leikinn Á flótta verður haldið helgina 30. janúar til 1. febrúar.
Rauði krossinn fordæmir árásir sem ógna lífi óbreyttra borgara í Gaza
Rauði kross Íslands fordæmir árásir á sjúkrahús og vöruhús Rauða hálfmánans í Gaza í gær sem og ítrekuðum árásum á óbreytta borgara og segir þær stríða gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öllum siðrænum gildum í mannlegu samfélagi.
„Byggingar Rauða hálfmánans skemmdust t illa í árásunum. Þetta gerir starfmönnum og sjálfboðaliðum Rauða krossins og Rauða hálfmánans enn erfiðara fyrir að halda úti lífsnauðsynlegu hjálparstarfi," segir Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands.
Fjórði starfsmaður Kópavogsdeildar tekur til starfa
Hrafnhildur Helgadóttir hefur hafið störf hjá Kópavogsdeildinni sem verkefnastjóri ungmenna- og alþjóðamála. Hrafnhildur mun sinna öflun upplýsinga og ráðgjöf í málefnum ungra innflytjenda sem og hafa umsjón með Eldhugum og Enter-starfinu. Þá mun hún sjá um samskipti og samvinnu við grunnskóla Kópavogs og Menntaskólann í Kópavogi.
Hrafnhildur er kennaramenntuð og stundar nú meistaranám í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Hún hefur, auk kennslunnar, unnið ýmis störf tengd börnum og ungmennum eins og hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar og Barnheill. “Það er mér mikil ánægja að fá að takast á við ný og spennandi verkefni og taka þátt í því góða starfi sem unnið er hér í Kópavogsdeild Rauða krossins,” segir Hrafnhildur.
Aðstoð við bruna á Klapparstíg
Slökkvilið Reykjavíkur óskaði eftir aðstoð Rauða krossins um klukkan fjögur í nótt eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði að Klapparstíg 17.
Grindavíkurdeild í kröftugu útbreiðslustarfi
Grindavíkurdeild Rauða krossins opnaði nýverið vefsíðu. Á síðunni verður hægt að fylgjast með starfi deildarinnar og kynna sér þau fjölbreyttu verkefni sem hún sinnir.
FomaðurAlþjóða Rauða krossins krefst þess að óbreyttir borgarar og hjálparstarfsmenn njóti frekari verndar
Jakob Kellenberger formaður Alþjóða Rauða krossins hvetur stríðandi fylkingar í Gasa til að hlífa almenningi við átökunum og tryggja öryggi hjálparstarfsmanna.
Frábær fyrirlestur hjá Guðjóni Bergmann.
Grindavíkurdeild RKÍ, í samstarfi við Grindavíkurkirkju, bauð Grindvíkingum að sækja fyrirlestur með Guðjóni Bergmann laugardaginn 24. Janúar sl. Um 20 manns sóttu fyrirlesturinn og voru allir sammála um að þar hafi fengist góð verkfæri til að takast á við erfiðleika og streitu með jákvæðu hugarfari.
Guðjón lagði áherslu á að hver og einn gerði sér grein fyrir að hann gæti aðeins stjórnað sér og sínum viðbrögðum. Breytingar væru óumflýjanlegar hvort sem okkur líkaði betur eða ver en við gætum valið að bregðast við þeim með jákvæðu hugarfari og að vera sá sem finnur lausnir í stað þess að kenna öðrum um og sitja fastur í gryfju fórnarlambsins. Guðjón kom líka inn á markmiðasetningu og skipulagningu tímans og gaf okkur góð ráð og verkfæri til að vinna slíka vinnu skilvirkt.
Ýmislegt fleira var rætt og Guðjón náði hópnum vel með sér. Frábær morgunstund í notalegri umgjörð kirkjunnar og þökkum við séra Elínborgu og Birnu fyrir að taka þátt í þessu með okkur.
Átökin á Gasa: Sameiginleg yfirlýsing Rauða kross hreyfingarinnar
Alþjóða Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af átökunum á Gasaströndinni og af hörmulegum afleiðingum þeirra fyrir íbúa svæðisins.
Alþjóðlegir foreldrar hittast aftur á nýju ári
Fyrsta samvera Alþjóðlegra foreldra á nýju ári verður haldin fimmtudaginn 15. janúar kl. 10-11.30 í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11. Alþjóðlegir foreldrar er hópur foreldra frá hinum ýmsu löndum sem hittast vikulega með börnin sín í sjálfboðamiðstöðinni. Við bjóðum velkomna foreldra allra landa sem eru með börn á aldrinum 0-6 ára og vilja hitta aðra með lítil börn.
Boðið er upp samverur þar sem reglulega fer fram stutt íslenskukennsla fyrir foreldrana og fjölbreyttar kynningar. Leikföng fyrir börnin eru á staðnum og léttar veitingar eru í boði. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir hvort sem foreldrarnir tala enga eða einhverja íslensku.
Hjálpfús á leikskóla
Leikskólar Grindavík, eins og allir leikskólar í landinu, fengu á dögunum DVD disk með Rauðakrossstráknum Hjálpfúsa gefins frá Grindavíkurdeild RKÍ.
Rauði kross Íslands og Ríkissjónvarpið gerðu samning um að vinna efni upp úr fræðsluefninu „Hjálpfús heimsækir leikskólann.” Gerðir voru 16 þættir sem sýndir hafa verið í Stundinni okkar. Þessir þættir hafa nú verið teknir saman á einn DVD disk sem Rauða krossinn hefur gefið í alla leikskóla landsins.
Með Hjálpfúsa fá börn á leikskólaaldri sína fyrstu kennslu í skyndihjálp og það eru dæmi þess að sú fræðsla hafi komið að góðum notum.
Fréttabréfið
Fyrsta fréttabréf Grindavíkurdeildar RKÍ kom út í byrjun desember sl. og var dreift í öll hús í Grindavík.
Við vonum að bæjarbúar hafi haft ánægju af lestri blaðsins og orðið fróðari um starfsemi deildarinnar. Stefnt er að því að gefa út fréttabréf einu sinni á ári þar sem greint er frá því helsta sem deildin hefur verið að gera á tímabilinu.
Við viljum þakka alveg sérstaklega þeim sem þýddu fyrir okkur, í sjálfboðavinnu, textann um opnun síðna á fimm tungumálum á heimasíðu Rauða kross Íslands en það voru þau Sylwia Ostrowska sem þýddi yfir á pólsku og Waraphorn Thatphong og Manop Saedkhong sem þýddu yfir á tælensku. Í þakklætisskyni færði deildin þeim Gullmolakassa frá Nóa Síríus.
Tveir sendifulltrúar Rauða krossins í neyðarteymum vegna kóleru í Simbabve
Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq halda til Zimbabwe í dag og á morgun til að taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu. Þær munu starfa með neyðarteymum norska og finnska Rauða krossins.
Hildur og Maríanna verða 4-5 vikur í Zimbabwe. Kólerufaraldur hefur geisað í landinu síðan í byrjun desember og hafa um 600 látist, en talið er að um 13.000 landsmenn hafi smitast af sjúkdómnum. Hlutverk þeirra er að ferðast um þéttbýli og sveitir í mið- og austurhluta landsins, greina kólerutilfelli og vinna að forvörnum með þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og sjálfboðaliða Rauða krossins í Zimbabwe.
Tveir sendifulltrúar Rauða krossins í neyðarteymum vegna kóleru í Simbabve
Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq halda til Zimbabwe í dag og á morgun til að taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu. Þær munu starfa með neyðarteymum norska og finnska Rauða krossins.
Hildur og Maríanna verða 4-5 vikur í Zimbabwe. Kólerufaraldur hefur geisað í landinu síðan í byrjun desember og hafa um 600 látist, en talið er að um 13.000 landsmenn hafi smitast af sjúkdómnum. Hlutverk þeirra er að ferðast um þéttbýli og sveitir í mið- og austurhluta landsins, greina kólerutilfelli og vinna að forvörnum með þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og sjálfboðaliða Rauða krossins í Zimbabwe.
Föt sem framlag - mikið saumað á síðasta ári
Sjálfboðaliðar Akureyrardeildar útbjuggu á síðasta ári um þrettán hundruð ungbarnapakka sem sendir voru erlendis og að auki nokkuð af fatnaði sem seldur var innanlands.
Jólastund
Þann 10. desember sl. kom handavinnuhópurinn saman í síðasta sinn á árinu 2008 og áttu saman góða stund þar sem söngur og girnilegar heimatilbúnar kræsingar voru í fyrirrúmi. Eftir að skylduverkunum var lokið var sest að borðum. Litla söngdívan Mýsla hitaði upp fyrir Friðarliljurnar með söng og dansi meðan þær gæddum sér á kræsingum og súkkulaði. En hún kunni bara eitt lag svo það var ekki annað að gera en að skella sér í sönginn og hljómar jólalaganna ómuðu um allt Rauðakrosshúsið.
Hlý föt handa flóttabörnum
Í vor, þegar ljóst var að hópur flóttamanna frá Írak myndi koma til Íslands og setjast að á Akranesi, tóku konur í prjónahópi Hafnarfjarðardeildar sig til og prjónuðu peysur, húfur, vettlinga og sokka á öll börnin, alls 21 að tölu. Fatnaðurinn var afhentur mæðrunum og elstu börnunum í síðustu viku og er óhætt að segja að gjöfin hafi slegið í gegn.
Mæðrunum þótti sérstaklega hlýlegt að hugsa til þess að löngu áður en þær lögðu upp í þá miklu reisu sem ferðalagið frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak til Akraness er, hafi hópur íslenskra kvenna þegar verið farinn að hugsa til þeirra og undirbúa komu hópsins. Senda þær sínar bestu þakkir til Hafnarfjarðar.
Hlý föt handa flóttabörnum
Í vor, þegar ljóst var að hópur flóttamanna frá Írak myndi koma til Íslands og setjast að á Akranesi, tóku konur í prjónahópi Hafnarfjarðardeildar sig til og prjónuðu peysur, húfur, vettlinga og sokka á öll börnin, alls 21 að tölu. Fatnaðurinn var afhentur mæðrunum og elstu börnunum í síðustu viku og er óhætt að segja að gjöfin hafi slegið í gegn.
Mæðrunum þótti sérstaklega hlýlegt að hugsa til þess að löngu áður en þær lögðu upp í þá miklu reisu sem ferðalagið frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak til Akraness er, hafi hópur íslenskra kvenna þegar verið farinn að hugsa til þeirra og undirbúa komu hópsins. Senda þær sínar bestu þakkir til Hafnarfjarðar.
Rauði krossinn segir hersveitir Ísraels brotlegar við alþjóða mannúðarlög
Kjörnefnd tekur til starfa
Stjórn Kópavogsdeildar samþykkti á fundi sínum þann 4. desember síðastliðinn að mynda þriggja manna kjörnefnd sem gera á tillögu um hverjir verði í kjöri í stjórn og varastjórn á aðalfundi deildarinnar 2009. Verkefni kjörnefndar er að undirbúa kosningar stjórnar- og skoðunarmanna í samræmi við lög félagsins og tryggja að nægilega margir hæfir einstaklingar verði í framboði til þess að fylla þau sæti sem laus eru.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eða vilja tilnefna einhvern til setu í stjórn eða varastjórn deildarinnar eru vinsamlega beðnir um að senda inn tilnefningar með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Nefndin tekur á móti tilnefningum til 25. janúar næstkomandi. Kosnir verða fjórir stjórnarmenn og einn í varastjórn.
Tíu milljónir í neyðaraðstoð á Gazasvæðinu
Rauði kross Íslands sendi í dag 10 milljónir króna til neyðaraðstoðar Alþjóða Rauða krossins á Gazasvæðinu. Rúmar sex milljónir eru framlag frá ríkisstjórn Íslands en tæpar fjórar milljónir úr hjálparsjóði Rauða krossins.
Hjálpfús á ferð og flugi
Hjálpfús gerir víðreist um Akranes þessa dagana, en hann stefnir á að hafa heimsótt alla fjóra leikskólana í bænum í næstu viku. Í morgun bankaði hann upp á í leikskólanum Garðaseli, heimsótti krakkana og færði leikskólanum að gjöf mynddisk sem inniheldur þættina um Hjálpfús sem sýndir hafa verið í Stundinni okkar og sjöundu sögustundina sem efna má til með aðstoð fingrabúðunnar Hjálpfúss, sem leikskólunum var gefin fyrir nokkrum árum.
Undirbúningur í fullum gangi fyrir starf deildarinnar á nýju ári
Sjálfboðamiðstöð deildarinnar hefur opnað aftur eftir jólafrí og nú er verið að undirbúa starf næstu mánaða. Fyrsta samvera Alþjóðlegra foreldra verður 15. janúar kl. 10, Enter-krakkarnir hittast aftur 21. janúar kl. 14 og Eldhugarnir 22. janúar kl. 17.30. Fyrsta prjónakaffið á nýju ári verður svo 28. janúar.
Þá verða ýmis námskeið í boði. Námskeið fyrir nýja heimsóknavini verður haldið 9. febrúar kl. 18-21 og námskeið í almennri skyndihjálp 9. mars kl. 18-22. Einnig verður boðið upp á námskeiðið Slys á börnum og Sálrænn stuðningur en dagsetningar verða auglýstar síðar hér á vefnum.
Fréttabréf Borgarfjarðardeildar
Leikskólarnir fá heimsókn frá Rauða krossinum
Deildir Rauða krossins eru um þessar mundir að heimsækja leikskólana í landinu færandi hendi með Hjálpfús DVD diskinn og fræðsluefni um tilfinningar að gjöf.
Klink sem kemur að góðum notum
Rauði krossinn og Iceland Express hafa stofnað sameiginlegan styrktarsjóð fyrir fólk með geðraskanir. Fyrsti hópurinn fer á fótboltaleik í Bretlandi í janúar.
Föt sem framlag - mikið saumað á síðasta ári.
Sjálfboðaliðar Akureyrardeildar útbjuggu á síðasta ári um þrettán hundruð ungbarnapakka sem sendir voru erlendis og að auki nokkuð af fatnaði sem seldur var hér innanlands.
Úr vopnagný í kyrrðina
„Ég er 300% afslöppuð," segir Wafaa Nabeel Yosif Al Qina, beðin um að lýsa því hvernig er að dveljast á Íslandi. Viðtal við Wafaa þar sem hún lýsir aðlögun sinni sem flóttamaður á Íslandi birtist í Morgunblaðinu 31. desember 2008.