28. febrúar 2009 : Augu opnuð og víðsýni aukin fyrir þjóð í nauð

Rauði kross Íslands tekur þátt í samstarfsverkefni franskra, ítalskra og danskra systurfélaga sinna með því að veita stríðshrjáðum börnum í Palestínu sálrænan stuðning, en þangað héldu tvö ungmenni í gær. Viðtal við Gunnlaug Braga Björnsson birtist í Fréttablaðinu í dag.

27. febrúar 2009 : Rauða kross ungmenni á leið til Palestínu að kynnast aðstæðum jafnaldra sinna

Gunnlaugur Bragi Björnsson og Kristín Helga Magnúsdóttir halda í dag til Palestínu á vegum Ungmennahreyfingar Rauða krossins til að kynna sér aðstæður jafnaldra sinna þar.  Rauði kross Íslands hefur í samstarfi við Rauða hálfmánann í Palestínu unnið að verkefnum í sálrænum stuðningi fyrir börn og ungmenni síðan árið 2002.

Gunnlaugur og Kristín munu ásamt sex öðrum ungmennum frá Rauða kross félögum í Danmörku, Frakklandi og Ítalíu kynna sér verkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans um sálrænan stuðning en átökin í landinu valda mikilli streitu og röskun í daglegu lífi barna og unglinga í Palestínu.  Ungmennin munu heimsækja skóla, heimili og fjölskyldur og kynnast lífi jafnaldra sinna í skugga átakanna í landinu á vikuferð sinni.  Þau snúa heim 7. mars.

26. febrúar 2009 : Myndbönd um alnæmisveiruna í Afríku

Alþjóða Rauði krossinn hefur látið framleiða tvö myndbönd um alæmisveiruna. Önnur myndin er um sjóð sem heitir eftir sjálfboðaliðanum Masambó en hin um fullorðið fólk með alnæmi.

26. febrúar 2009 : BUSL námskeið

Ungmennahreyfing Rauða krossins í Reykjavík - URKÍ-R hélt námskeið síðasta laugardag fyrir þá sjálfboðaliða sína sem er í verkefninu BUSL en BUSL stendur fyrir Besta Unglingastarf Sjálfsbjargar Landsfélags.

Var námskeiðið vel sótt af sjálfboðaliðum URKÍ-R og fengu þau fræðslu m.a. frá þroskaþjálfara, fyrrum BUSL leiðbeinenda og mastersnema í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Einnig var farið í smá verklegar æfingar og hópefli til að hrista hópinn saman. Berglind Rós Karlsdóttir forstöðukona URKÍ-R og Leifur Leifsson verkefnastjóri BUSL höfðu yfirumsjón með námskeiðinu.

 

 

 

26. febrúar 2009 : Grindavíkurdeild gefur skyndihjálpartösku í Þrumuna

Starfsmaður Grindavíkurdeildar heimsótti á dögunum Félagsmiðstöð Grindavíkur, Þrumuna, og færði miðstöðinni skyndihjálpartösku að gjöf til hafa til taks í húsnæðinu. Frístunda- og menningarfulltrúI Grindavíkur, Kristinn Reimarsson tók á móti töskunni og var ánægður með að fenginn.
Í þrumunni er unnið gott og mikið félagsstarf með ungum og öldnum sem fallið hefur í góðan farveg.
Í Þrumunni voru fyrir hressir eldir borgarar sem voru nýkomnir úr morgunleikfiminni og fengu sér kaffisopa í Þrumunni, spjölluð eða spiluðu billjard.
 

26. febrúar 2009 : Nýttu tímann

Kópavogsdeildin býður upp á fjölda spennandi námskeiða og fyrirlestra auk samveru fyrir þá sem hafa nægan tíma og áhuga. Viðburðirnir eru á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10-13 og eru fyrst og fremst ætlaðir atvinnulausum og þeim sem hafa þurft að minnka við sig vinnu, þeim að kostnaðarlausu, en viðburðirnir eru auðvitað opnir öllum. Til dæmis er boðið upp á námskeið í fatasaumi, tafli og bridds. Þá verður kennt jóga og tai chi ásamt skapandi skrifum.

Upplýsingar um viðburðina og dagsetningar ásamt skráningu er að finna á vefsíðu Kópavogsdeildar undir „Á döfinni" eða með því að smella hér. Einnig má hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða á [email protected].

26. febrúar 2009 : Talsverð endurnýjun í stjórn á aðalfundi

Samningsbundnum sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar fjölgaði verulega á síðasta ári eða úr 240 í 329. Um 2.600 manns komu í sjálfboðamiðstöðina í Hamraborg til að sækja námskeið, fundi og margvíslega viðburði. Nær 400 manns sóttu námskeið deildarinnar og hafa aldrei verið fleiri. Þátttakendur í starfinu voru frá öllum heimshornum og má nefna sem dæmi að konur af 20 mismunandi þjóðernum tóku þátt í Alþjóðlegum foreldrum og krakkarnir í Enter komu frá 15 þjóðlöndum. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Garðar H. Guðjónsson formaður flutti á vel sóttum aðalfundi deildarinnar í gærkvöldi. Talsverð endurnýjun varð í stjórn og varastjórn á fundinum.

25. febrúar 2009 : Æfingahelgi skyndihjálparhóps í Alviðru

Skyndihjálparhópur ungmennadeildar Reykjavíkurdeildarinnar hélt árlega æfinga- og skemmtihelgi sína í Alviðru í Ölfusi um síðustu helgi. Auk Reykvíkinganna tóku nokkrir félagar í skyndihjálparhópi ungmenna á Austurlandi þátt.

Æfð voru ýmis atriði skyndihjálpar og hápunkturinn var svo hin ómissandi hópslysaæfing í hlöðunni.

Komin er um fimmtán ára hefð á þessar ferðir og skapast alltaf mikil stemning í kringum þær. Að lokinni vel heppnaðri dagskrá tók við grillveisla og kvöldskemmtun. Myndir: Oddný Björk Björnsdóttir.

25. febrúar 2009 : Æfingahelgi skyndihjálparhóps í Alviðru

Skyndihjálparhópur ungmennadeildar Reykjavíkurdeildarinnar hélt árlega æfinga- og skemmtihelgi sína í Alviðru í Ölfusi um síðustu helgi. Auk Reykvíkinganna tóku nokkrir félagar í skyndihjálparhópi ungmenna á Austurlandi þátt.

Æfð voru ýmis atriði skyndihjálpar og hápunkturinn var svo hin ómissandi hópslysaæfing í hlöðunni.

Komin er um fimmtán ára hefð á þessar ferðir og skapast alltaf mikil stemning í kringum þær. Að lokinni vel heppnaðri dagskrá tók við grillveisla og kvöldskemmtun. Myndir: Oddný Björk Björnsdóttir.

24. febrúar 2009 : Á flótta leiðbeinendanámskeið

Stór hluti skyndihjálparhóps ungmenna á Austurlandi, þær sömu og höfðu áður farið á Flótta, fóru í byrjun mánaðarins á leiðbeinendanámskeið fyrir Á flótta sem var haldið í Alviðru. 

24. febrúar 2009 : Luku námi í vettvangshjálp

Ellefu sjálfboðaliðar skyndihjálparhópsins á Norðurlandi luku námi í vettvangshjálp um síðustu helgi. Námskeiðið tók tvær langar helgar nú í febrúar og var það haldið á Narfastöðum í Reykjadal af hálfu Sjúkraflutningaskólans. Einnig var kvöldstund varið við æfingar á björgun fólks frá drukknun í sundlauginni á Laugum.
 
Markmiðið með þessu námi er að þátttakendur séu færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu á vettvangi áður en sjúkraflutningamenn koma á svæðið.
 
Námskeiðið samanstóð af bæði bóklegri og verklegri kennslu. Fjallað var um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, sundlaugabjörgun, björgun úr bílflökum og hópslys, svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur voru látnir glíma við ýmis erfið tilfelli sem þau leystu með stakri prýði, en námskeiðinu lauk svo með  skriflegu og verklegu prófi.

24. febrúar 2009 : Luku námi í vettvangshjálp

Ellefu sjálfboðaliðar skyndihjálparhópsins á Norðurlandi luku námi í vettvangshjálp um síðustu helgi. Námskeiðið tók tvær langar helgar nú í febrúar og var það haldið á Narfastöðum í Reykjadal af hálfu Sjúkraflutningaskólans. Einnig var kvöldstund varið við æfingar á björgun fólks frá drukknun í sundlauginni á Laugum.
 
Markmiðið með þessu námi er að þátttakendur séu færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu á vettvangi áður en sjúkraflutningamenn koma á svæðið.
 
Námskeiðið samanstóð af bæði bóklegri og verklegri kennslu. Fjallað var um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, sundlaugabjörgun, björgun úr bílflökum og hópslys, svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur voru látnir glíma við ýmis erfið tilfelli sem þau leystu með stakri prýði, en námskeiðinu lauk svo með  skriflegu og verklegu prófi.

24. febrúar 2009 : Luku námi í vettvangshjálp

Ellefu sjálfboðaliðar skyndihjálparhópsins á Norðurlandi luku námi í vettvangshjálp um síðustu helgi. Námskeiðið tók tvær langar helgar nú í febrúar og var það haldið á Narfastöðum í Reykjadal af hálfu Sjúkraflutningaskólans. Einnig var kvöldstund varið við æfingar á björgun fólks frá drukknun í sundlauginni á Laugum.
 
Markmiðið með þessu námi er að þátttakendur séu færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu á vettvangi áður en sjúkraflutningamenn koma á svæðið.
 
Námskeiðið samanstóð af bæði bóklegri og verklegri kennslu. Fjallað var um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, sundlaugabjörgun, björgun úr bílflökum og hópslys, svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur voru látnir glíma við ýmis erfið tilfelli sem þau leystu með stakri prýði, en námskeiðinu lauk svo með  skriflegu og verklegu prófi.

23. febrúar 2009 : Framadagar 2009

Framadagar voru haldnir föstudaginn 20. febrúar í húsakynnum Háskólabíós í fimmtánda skipti. Var Ungmennadeild Rauða krossins á staðnum til að kynna verkefni sín og Rauða krossinn almennt  fyrir gestum og gangandi.

Á Framadögum koma fyrirtæki og félagasamtök frá höfuðborgarsvæðinu saman til að kynna starfsemi sína fyrir dugandi menntafólki. Tilgangurinn er einnig að skapa sér jákvæða ímynd í huga háskólanema. Síðan 1995 hafa Framadagar skilað ómetanlegum tengslum á milli fyrirtækja, starfsmanna og menntafólks. Nemendur hafa m.a. komist í framtíðarstarf sitt í framhaldi af Framadögum og unnið lokaverkefni í samstarfi við fyrirtæki.

23. febrúar 2009 : Framadagar 2009

Framadagar voru haldnir föstudaginn 20. febrúar í húsakynnum Háskólabíós í fimmtánda skipti. Var Ungmennadeild Rauða krossins á staðnum til að kynna verkefni sín og Rauða krossinn almennt  fyrir gestum og gangandi.

Á Framadögum koma fyrirtæki og félagasamtök frá höfuðborgarsvæðinu saman til að kynna starfsemi sína fyrir dugandi menntafólki. Tilgangurinn er einnig að skapa sér jákvæða ímynd í huga háskólanema. Síðan 1995 hafa Framadagar skilað ómetanlegum tengslum á milli fyrirtækja, starfsmanna og menntafólks. Nemendur hafa m.a. komist í framtíðarstarf sitt í framhaldi af Framadögum og unnið lokaverkefni í samstarfi við fyrirtæki.

23. febrúar 2009 : Unglingadeildinni Vestra færð vegleg peningagjöf

Í síðustu viku komu Helga Gísladóttir, formaður V-Barðastrandasýsludeild Rauða krossins og Jónas Sigurðsson til fundar við Unglingadeildina Vestra og færðu þau unglingadeildinni gjafabréf að upphæð 100.000 krónur.

Arna Margrét Arnardóttir, umsjónarmaður unglingadeildarinnar, tók við gjafabréfinu fyrir hönd unglingadeildarinnar. Þakkaði hún fyrir þennan frábæra styrk sem mun koma unglingadeildinni að góðum notum.

Unglingadeildin Vestri var endurvakinn í haust og hafa unglingar tekið starfi deildarinnar vel. Allir unglingar á svæðinu voru boðnir velkomnir og hingað til hafa Patreksfirðingar, Tálknfirðingar og Barðstrendingar verið mjög duglegir að mæta.

20. febrúar 2009 : Nýttu tímann: Skráning hafin

Kópavogsdeildin býður upp á fjölda spennandi námskeiða og fyrirlestra auk samveru fyrir þá sem hafa nægan tíma og áhuga. Viðburðirnir eru á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10-13 og eru fyrst og fremst ætlaðir atvinnulausum og þeim sem hafa þurft að minnka við sig vinnu, þeim að kostnaðarlausu, en viðburðirnir eru auðvitað opnir öllum. Til dæmis er boðið upp á námskeið í fatasaum, tafli og bridds. Þá verður kennt jóga og tai chi ásamt skapandi skrifum.

20. febrúar 2009 : Öflugur fundur um áhrif ungs fólks í deildum

Ungmennahreyfing Rauða krossins (URKÍ) stóð á miðvikudaginn fyrir opnum umræðufundi um málefnið Ungt fólk til áhrifa hjá Rauða krossi Íslands.

19. febrúar 2009 : Flóttakonurnar læra um skyndihjálp og forvarnir

Palestínsku flóttakonurnar frá Írak sem komu til landsins síðasta haust og settust að á Akranesi tóku þátt í skyndihjálparnámskeiði Rauða krossins í gær. 

19. febrúar 2009 : Við hættum ekki að hjálpa

Störf íslenskra sendifulltrúa Rauða krossins um þessar mundir endurspegla á vissan hátt stöðu mannúðarmála í heiminum.

19. febrúar 2009 : Við hættum ekki að hjálpa

Störf íslenskra sendifulltrúa Rauða krossins um þessar mundir endurspegla á vissan hátt stöðu mannúðarmála í heiminum.

18. febrúar 2009 : Ungt fólk til áhrifa hjá Rauða krossi Íslands

„Ég  vil hvetja sem flesta háskólanema til að kíkja á fundinn hjá okkur í kvöld því þarna verða áhugaverð erindi og án efa líflegar umræður," segir Pálína Björk Matthíasdóttir, diplómanemi í alþjóðasamskiptum við HÍ og varaformaður ungmennahreyfingar Rauða krossins. 

18. febrúar 2009 : Aðalfundur Kópavogsdeildar

Aðalfundur Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð.

Allir sjálfboðaliðar deildarinnar eru hvattir til að mæta til að taka þátt í því að gera upp síðasta starfsár og leggja á ráðin með framhaldið.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.

18. febrúar 2009 : Fréttabréf URKÍ

Kæra deildarfólk

Fréttabréf Ungmennahreyfingarinnar er ekki komið í endanlega útgáfu. Þið eruð því vinsamlegast beðin um að koma þessum pósti áfram til ungra sjálfboðaliða á ykkar svæði.

Við höfum líka skoðanir! Ungt fólk til áhrifa hjá Rauða krossi Íslands.
Er yfirskrift málþings sem ungmennahreyfingin mun halda í dag, 18. febrúar. Ætlunin er að fá fleira ungt fólk til að sitja í stjórnum Rauða krossins, en samkvæmt nýlegri könnun sem URKÍ lét gera á þátttöku ungs fólks í starfi hreyfingarinnar, eru tæplega 30% sjálfboða Rauða kross Íslands 30 ára og yngri á meðan einungis tæp 4% stjórnarmanna í deildum félagsins eru á sama aldri.

Fyrirhugað málþing verður haldið á Hótel Sögu og hvetur URKÍ deildir á suður- og vesturlandi til að senda sína sjálfboðaliða til Reykjavíkur til að taka þátt. Til þess að flest ungmenni út um allt land geti fylgst með munu verða gerðar tæknilegar ráðstafanir um að senda málþingið út í gegnum streymisbúnað eða netvarp. Gert er ráð fyrir að útstöðvar sem munu netvarpa málþinginu verði á helstu þéttbýlisstöðum svæða Rauða krossins, t.d. Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði, hvetjum við því alla sem sjá sér fært um að mæta.

18. febrúar 2009 : Tilnefning til kjörnefndar fyrir aðalfund Rauða kross Íslands

Á fundi sínum þann 30. janúar síðastliðinn skipaði stjórn Rauða kross Íslands kjörnefnd til að undirbúa kosningu stjórnar og skoðunarmanna skv. 8. grein laga félagsins.

Í kjörnefnd eiga sæti: Ómar H. Kristmundsson fyrrverandi formaður Rauða krossins sem er formaður nefndarinnar, Hrefna Magnúsdóttir formaður Ísafjarðardeildar og Haraldur Hreinsson stjórnarmaður í Kjósarsýsludeild. Einn stjórnarmaður, Þór Gíslason, sagði sig úr stjórn fyrr í vetur þegar hann hóf störf hjá Reykjavíkurdeild og annar, Karen Erla Erlingsdóttir, mun ganga úr stjórn í vor þar sem hún hefur setið þar í átta ár sem er hámarks tími skv. lögum félagsins.
 

18. febrúar 2009 : Almenningur tekur skyndihjálparpróf

Heimsóknir á vefsíðu Rauða krossins hafa slegið öll met síðustu daga en um þrefalt fleiri en venjulega hafa að jafnaði litið inn á hverjum degi. Umferðina má rekja til skyndihjálparprófs þar sem fólk getur kannað þekkingu sína og metið hvort ekki sé ástæða til að hressa upp á kunnáttu sína og fara á skyndihjálparnámskeið.

Skyndihjálparprófið var sett upp í  kjölfar 112-dagsins og útnefningu á skyndihjálparmanni ársins. Rauði krossinn hvatti almenning til að kanna þekkingu sína í skyndihjálp með því að taka krossaprófið á vefsíðu félagsins og vinsælum vefmiðlum. Þá hvatti Rauði krossinn fólk til að sækja skyndihjálparnámskeið.

Auglýsingar á gólfi í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind sem þjónuðu sama tilgangi vöktu mikla athygli en þar voru á ferðinni myndir í fullri stærð af slösuðu fólki. Því samhliða kynntu leiðbeinendur í skyndihjálp endurlífgun og hvöttu vegfarendur til að prófa að hjartahnoða og blása í dúkkur.

18. febrúar 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið fyrir norðan

Námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra var haldið á Akureyri síðustu helgi. Sóttu það um tuttugu manns frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og af höfuðborgarsvæðinu.
 
Þátttakendur voru ýmist að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar eða að sækja í fyrsta sinn námskeið í fjöldahjálp og bjóðum við þá aðila sérstaklega velkomna í hópinn.
 
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara. Í lok námskeiðs fóru fram fjörlegar umræður um lausnir þátttakenda í verklegu æfingunum, þar sem fram komu hugvitsamlegar lausnir og er greinilegt að þessi hópur verður vandanum vaxinn ef til alvörunnar kemur.

18. febrúar 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið fyrir norðan

Námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra var haldið á Akureyri síðustu helgi. Sóttu það um tuttugu manns frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og af höfuðborgarsvæðinu.
 
Þátttakendur voru ýmist að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar eða að sækja í fyrsta sinn námskeið í fjöldahjálp og bjóðum við þá aðila sérstaklega velkomna í hópinn.
 
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara. Í lok námskeiðs fóru fram fjörlegar umræður um lausnir þátttakenda í verklegu æfingunum, þar sem fram komu hugvitsamlegar lausnir og er greinilegt að þessi hópur verður vandanum vaxinn ef til alvörunnar kemur.

18. febrúar 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið fyrir norðan

Námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra var haldið á Akureyri síðustu helgi. Sóttu það um tuttugu manns frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og af höfuðborgarsvæðinu.
 
Þátttakendur voru ýmist að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar eða að sækja í fyrsta sinn námskeið í fjöldahjálp og bjóðum við þá aðila sérstaklega velkomna í hópinn.
 
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara. Í lok námskeiðs fóru fram fjörlegar umræður um lausnir þátttakenda í verklegu æfingunum, þar sem fram komu hugvitsamlegar lausnir og er greinilegt að þessi hópur verður vandanum vaxinn ef til alvörunnar kemur.

17. febrúar 2009 : Sjónvarpsþáttaröð um sálrænan stuðning

Rauði krossinn hefur framleitt þrjá stutta fræðsluþætti um sálrænan stuðning í kjölfar efnahagskreppunnar undir yfirheitinu Þegar á reynir. Fyrsti þátturinn var sýndur í Ríkissjónvarpinu á fimmtudaginn en seinni tveir verða á dagskrá næstkomandi tvo fimmtudaga um klukkan 21:00.
 
Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur Rauða krossins og verkefnisstjóri í sálrænum stuðningi, hefur umsjón með þáttunum. Jóhann leitast við að skýra út hvaða áhrif kreppan hefur á líðan fólks. Er þessi fræðsluþáttaröð hluti af viðbrögðum Rauða krossins í kjölfar efnahagsþrenginganna. Þættirnir eru vistaðir á myndbandasíðu Rauða kross Íslands á YouTube.  

17. febrúar 2009 : Prjónavörur til sölu í sjálfboðamiðstöðinni

Í sjálfboðamiðstöð deildarinnar eru nú til sölu prjónavörur sem sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag hafa prjónað. Til sölu eru sokkar og vettlingar í öllum stærðum og gerðum, húfur, treflar, ungbarnateppi og peysur á börn. Andvirði sölunnar verður nýtt til garnkaupa fyrir sjálfboðaliðana en auk þessa varnings prjóna þeir ungbarnaföt fyrir börn í neyð í Malaví í Afríku. Þá eru prjónaflíkur þeirra einnig seldar í Rauða kross búðum á höfuðborgarsvæðinu. 

Hægt að gera góð kaup á prjónavörunum í sjálfboðamiðstöðinni og þær eru tilvaldar í til dæmis afmælispakka eða sem sængurgjafir.

17. febrúar 2009 : Hjálpfús stjórnaði Stundinni okkar

Hjálpfús tók að sér að stjórna Stundinni okkar síðasta sunnudag. Björgvin Franz sem venjulega er við stjórnvölinn þurfi nefnilega endilega að fara á skyndihjálparnámskeið þegar upptökurnar fóru fram og leitaði því til Hjálpfúsar um að leysa hann af á meðan.

Ragnar og Anna komu Hjálpfúsi til aðstoðar og tóku þau á nokkrum brýnum málum. Komið var inn á einelti, sjálfboðið starf og skyndihjálp. Að vanda áttu sér stað fjörlegar umræður en málin voru að sjálfsögðu leyst á farsælan hátt.

16. febrúar 2009 : Hefur þú áhuga á að byggja betra samfélag? Vilt þú taka þátt í að móta starf Rauða kross Íslands til framtíðar? Vilt þú láta skoðanir þínar heyrast?

Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands, URKÍ, stendur fyrir opnum umræðufundi um málefni ungs fólks innan hreyfingarinnar miðvikudagskvöldið 18. febrúar kl. 18 á Hótel Sögu.

16. febrúar 2009 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 með átak gegn einelti

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaksviku gegn einelti vikuna 15.-21. febrúar. Hjálparsíminn hvetur alla sem orðið hafa fyrir einelti, þekkja einhvern sem er þolandi eineltis eða er sjálfur gerandi að hringja í 1717 og opna sig fyrir hlutlausum aðila sem getur veitt upplýsingar um úrræði við hæfi.

Hjálparsíminn 1717 efnir til slíks átaks tvisvar á ári þar sem vakin er athygli á sérstökum málaflokkum. Tilgangur átaksvikunnar að þessu sinni er að minna þá sem orðið hafa fyrir einelti á að þeir geti fengið ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í Hjálparsímann 1717. Einnig er ætlunin að hvetja til umræðu í þjóðfélaginu um afleiðingar eineltis jafnframt því að benda á leiðir til úrlausnar.

14. febrúar 2009 : Þorir þú Á Flótta? 14.-15. feb.

Langar þig til að komast að því hvernig 20 milljónir flóttafólks í heiminum upplifir lífið?
Fólk sem neyðist til að flýja landið sitt með óvissuna í farteskinu því það hafði ekki tíma til að pakka niður eigum sínum.
Langar þig að kynnast hvernig er að vera óvelkominn í eigin landi vegna skoðanna þinna?

,,Á Flótta" er hlutverkaleikur þar sem að fólk á aldrinum 13 ára og eldra gefst kostur á að upplifa hvernig það er að vera flóttamaður í sólarhring. Þátttakendur fá nýja fjölskyldu, nýtt þjóðerni, ný trúarbrögð og upplifa dæmigerðar aðstæður flóttamanns frá stríði, spillingu og hungri á meðan þeir hrekjast frá einum stað til annars í leit að öruggum stað til að hefja nýtt líf. Allt miðar að því að upplifun þátttakenda verði eins raunveruleg og hægt er. 

14. febrúar 2009 : Þorir þú Á Flótta? 14.-15. feb.

Langar þig til að komast að því hvernig 20 milljónir flóttafólks í heiminum upplifir lífið?
Fólk sem neyðist til að flýja landið sitt með óvissuna í farteskinu því það hafði ekki tíma til að pakka niður eigum sínum.
Langar þig að kynnast hvernig er að vera óvelkominn í eigin landi vegna skoðanna þinna?

,,Á Flótta" er hlutverkaleikur þar sem að fólk á aldrinum 13 ára og eldra gefst kostur á að upplifa hvernig það er að vera flóttamaður í sólarhring. Þátttakendur fá nýja fjölskyldu, nýtt þjóðerni, ný trúarbrögð og upplifa dæmigerðar aðstæður flóttamanns frá stríði, spillingu og hungri á meðan þeir hrekjast frá einum stað til annars í leit að öruggum stað til að hefja nýtt líf. Allt miðar að því að upplifun þátttakenda verði eins raunveruleg og hægt er. 

13. febrúar 2009 : Kólerufaraldurinn blossar upp meðan neyðarsjóðir þverra -Hildur Magnúsdóttir er hreykin af því að vera hjúkrunarfræðingur í Simbabve

Kóleran í Simbabve er hvergi nærri á undanhaldi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar nú að yfir 100.000 manns muni veikjast áður en að tilfellum fari að fækka og að kóleran muni geysa að minnsta kosti í þrjá mánuði í viðbót.

13. febrúar 2009 : Kólerufaraldurinn blossar upp meðan neyðarsjóðir þverra -Hildur Magnúsdóttir er hreykin af því að vera hjúkrunarfræðingur í Simbabve

Kóleran í Simbabve er hvergi nærri á undanhaldi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar nú að yfir 100.000 manns muni veikjast áður en að tilfellum fari að fækka og að kóleran muni geysa að minnsta kosti í þrjá mánuði í viðbót.

13. febrúar 2009 : Ungt fólk til áhrifa

 Ungt fólk til áhrifa hjá Rauða kross Íslands!
Opinn umræðufundur URKÍ 

-          Hefur þú áhuga á að byggja betra samfélag?

-          Vilt þú taka þátt í að móta starf Rauða kross Íslands til framtíðar?

-          Vilt þú láta skoðanir þínar heyrast?

Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands (URKÍ) býður þér að koma á opinn umræðufund um málefni ungs fólks innan hreyfingarinnar.

Fundurinn verður haldinn miðvikudagskvöldið 18. febrúar kl. 18 á Hótel Sögu. Kvöldmatur verður í boði fyrir þátttakendur.

13. febrúar 2009 : Sjálfboðaliðar óskast í nýtt, tímabundið verkefni

Kópavogsdeildin er að hrinda í framkvæmd nýju, tímabundnu verkefni sem ber heitið Nýttu tímann: Námskeið – Fyrirlestrar – Samvera og er því ætlað að ná til atvinnulausra og þeirra sem hafa þurft að minnka við sig vinnu vegna efnahagsástandsins í landinu. Verkefnið er að sjálfssögðu opið öllum en áhersla er lögð á að ná til fyrrgreindra hópa. Áhersla er einnig lögð á að leiðbeinendur komi úr röðum sjálfboðaliða, sem og atvinnulausra, og því biðjum við áhugasama um að hafa samband við okkur ef þeir geta leiðbeint á einhverju af námskeiðunum. Leiðbeinendurnir þurfa ekki að vera fagmenn heldur bara sjálfboðaliðar með kunnáttu á viðfangsefninu hverju sinni.

12. febrúar 2009 : Jón Fanndal Bjarnþórsson tilnefndur skyndihjálparmaður ársins 2008

Jón Fanndal Bjarnþórsson, 33 ára pípulagningameistari, hlaut tilnefningu sem skyndihjálpamaður ársins 2008 fyrir að bjarga Gabríel 2 ára dreng sem fékk hitakrampa þann 30. desember 2008.
Grindavíkurdeild afhenti, í því tilefni og í tengslum við skyndihjálpardaginn 11.2, Jóni Fanndal viðurkenningarskjal og skyndihjálpartösku. Fjölskylda Gabríels fékk einnig skyndihjálpartösku að gjöf.

LÝSING Á ATVIKI
Gabríel var búinn að vera veikur en var á batavegi. Þegar hann var nýkominn úr baði stóð í honum vínber sem mamma hans náði að losa. Í beinu framhaldi dettur Gabríel út og fer að kippast til. Mamma Gabríels kallaði á Daníel 12 ára son sinn og biður hann að sækja hjálp. Daníel hleypur út en Jón Fanndal var þá út á bílaplani og kom hlaupandi inn. Á þessum tímapunkti var Gabríel hættur að anda og líklega nokkrar mínútur liðnar frá því hann hætti að anda, allavega var Gabríel mjög slappur. Jón byrjar strax að blása

12. febrúar 2009 : Sálrænn stuðningur Rauða krossins í Sjónvarpinu

Rauði krossinn hefur framleitt þrjá stutta fræðsluþætti um sálrænan stuðning í kjölfar efnahagskreppunnar undir yfirheitinu Þegar á reynir. Þættirnir verða á dagskrá í Sjónvarpinu næstu þrjú fimmtudagskvöld. Fyrsti þátturinn er sýndur í kvöld kl. 21.05.

Jóhann Thoroddssen, sálfræðingur Rauða krossins og verkefnisstjóri í sálrænum stuðningi, hefur umsjón með þáttunum. Jóhann leitast við að skýra út hvaða áhrif kreppan hefur á líðan fólks, hver séu eðlileg viðbrögð og tilfinningar við því áfalli sem fylgir efnahagshruni og breyttum hag einstaklinga og fjölskyldna, og hvernig best sé að hlúa að börnunum svo áhyggjur og streita hafi sem minnst áhrif á þau.

12. febrúar 2009 : Nýtt merki

Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands ákvað að taka upp á stjórnarfundi nýtt merki hreyfingarinnar. Fyrirmyndin er merki sem notað var fyrir nokkrum árum.

11. febrúar 2009 : Ég bara gerði þetta

Þegar Finnur Leó Hauksson var átta ára sýndi hann mikið snarræði er hann bjargaði þriggja ára systur sinni. Nú er hann tíu ára og er atburðurinn honum enn í fersku minni. Greinin birtist í sérblaði Fréttablaðsins um 112 daginn 11. febrúar.

11. febrúar 2009 : Bjargaði viðskiptavini sem kramdist milli bifreiða

Rauði kross Íslands hefur valið Magnús Þór Óskarsson bifvélavirkja í bifreiðarskoðuninni Frumherja sem Skyndihjálparmann ársins 2008 fyrir hárrétt viðbrögð á neyðarstundu. Magnúsi Þór var veitt viðurkenning Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni Skógarhlíð í dag á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112- daginn.

Magnús vann það þrekvirki að bjarga Hannesi Ragnarssyni sem kramdist milli tveggja bifreiða á bílastæði við Frumherja í ágúst á síðasta ári. 

Hannes hafði skilið bifreið sína eftir í gangi. Hann ætlaði að teygja sig inn í bílinn til að drepa á honum en virðist þá hafa rekið sig í sjálfskiptinguna og sett bílinn í bakkgír. Hannes var þá hálfur inni í bílnum. Bíllinn bakkaði á fullri ferð og lenti Hannes milli eigin bifreiðar og bílsins fyrir aftan. Við áreksturinn fór hurðin af með miklum látum og Hannes skellur þá út úr bílnum og lendir á milli bifreiðanna.

11. febrúar 2009 : Bjargaði viðskiptavini sem kramdist milli bifreiða

Rauði kross Íslands hefur valið Magnús Þór Óskarsson bifvélavirkja í bifreiðarskoðuninni Frumherja sem Skyndihjálparmann ársins 2008 fyrir hárrétt viðbrögð á neyðarstundu. Magnúsi Þór var veitt viðurkenning Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni Skógarhlíð í dag á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112- daginn.

Magnús vann það þrekvirki að bjarga Hannesi Ragnarssyni sem kramdist milli tveggja bifreiða á bílastæði við Frumherja í ágúst á síðasta ári. 

Hannes hafði skilið bifreið sína eftir í gangi. Hann ætlaði að teygja sig inn í bílinn til að drepa á honum en virðist þá hafa rekið sig í sjálfskiptinguna og sett bílinn í bakkgír. Hannes var þá hálfur inni í bílnum. Bíllinn bakkaði á fullri ferð og lenti Hannes milli eigin bifreiðar og bílsins fyrir aftan. Við áreksturinn fór hurðin af með miklum látum og Hannes skellur þá út úr bílnum og lendir á milli bifreiðanna.

11. febrúar 2009 : Viðurkenning fyrir skyndihjálparafrek

Í dag er 112-dagurinn og í tilefni þess veitti Kópavogsdeild Rauða krossins Þráni Farestveit viðurkenningu fyrir að vera tilnefndur sem skyndihjálparmaður ársins 2008. Síðustu árin hafa fleiri aðilar, auk skyndihjálparmanns ársins, hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir björgunarafrek og hafa deildir Rauða krossins víða um land afhent viðurkenningarnar. Þráinn vann það afrek að koma manni til bjargar þegar bíll hans varð skyndilega alelda við Laugardalinn í Reykjavík.

11. febrúar 2009 : Skyndihjálp kynnt í grunnskólum landsins á 112 daginn

Sjálfboðaliðar í um þrjátíu deildum Rauða krossins víða um land heimsækja grunnskóla í dag í tilefni af 112-deginum sem haldinn er árlega þann 11. febrúar. Viðbragðsaðilar um allt land heimsækja grunnskóla og fræða nemendur um neyðarnúmerið og starfsemi sína.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins kynna skyndihjálp fyrir nemendum og halda á lofti því víðtæka öryggis- og velferðarkerfi sem börn og ungmenni hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á.

Börnunum er jafnframt bent á að þau geta sjálf gert ýmislegt til að stuðla að eigin öryggi og annarra, meðal annars með þátttöku í starfi sjálfboðaliðasamtaka og þekkingu í slysavörunum, eldvörnum og skyndihjálp. Kennarar geta nálgast stutt skyndihjálparverkefni til að leggja fyrir nemendur.

10. febrúar 2009 : Um fimm þúsund manns fá aðstoð í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í Ástralíu

Rauði kross Íslands hefur sent samúðarskeyti til ástralska Rauða krossins vegna þeirra gríðarlegu náttúruhamfara sem nú geisa í Suður-Ástralíu.

10. febrúar 2009 : 112-dagurinn 2009 – öryggi barna og ungmenna

Dagur neyðarnúmersins, 112-dagurinn, er haldinn um allt land miðvikudaginn 11. febrúar. Að þessu sinni leggja samstarfsaðilarnir áherslu á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á. Börnunum er jafnframt bent á að þau geta sjálf gert ýmislegt til að stuðla að eigin öryggi og annarra, meðal annars með þátttöku í starfi sjálfboðaliðasamtaka. Viðbragðsaðilar heimsækja grunnskóla um allt land og fræða nemendur um neyðarnúmerið og starfsemi sína. Kópavogsdeildin er engin undantekning þar á og heimsækir unglingadeildir grunnskóla í Kópavogi um þessar mundir og vekur athygli á deginum og neyðarnúmerinu.

10. febrúar 2009 : 112-dagurinn 2009 – öryggi barna og ungmenna

Dagur neyðarnúmersins, 112-dagurinn, er haldinn um allt land miðvikudaginn 11. febrúar. Að þessu sinni leggja samstarfsaðilarnir áherslu á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á. Börnunum er jafnframt bent á að þau geta sjálf gert ýmislegt til að stuðla að eigin öryggi og annarra, meðal annars með þátttöku í starfi sjálfboðaliðasamtaka. Viðbragðsaðilar heimsækja grunnskóla um allt land og fræða nemendur um neyðarnúmerið og starfsemi sína.

Að venju verður skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur á 112-daginn og veitt verða vegleg verðlaun í Eldvarnagetrauninni.

9. febrúar 2009 : Grindavíkurdeild gefur bangsa í sjúkraflutningabílinn

Grindavíkurdeild Rauða krossins afhenti á dögunum Gunnari umsjónarmanni sjúkraflutninga 30 bangsa til að hafa tiltæka í sjúkraflutningabifreiðinni. Bangsunum er ætlað það mikilvæga hlutverk að draga úr sársauka og áfalli hjá yngstu farþegunum og að vera þeim til hughreystingar.

Grindavíkurdeild hefur áður gefið bangsa í sjúkraflutningabifreiðina og segir Gunnar bangsana vekja mikla lukku og þjóni tilgangi sínum fullkomlega.
 

9. febrúar 2009 : Sjálfboðaliðar óskast í nýtt, tímabundið verkefni

Kópavogsdeildin er að hrinda í framkvæmd nýju, tímabundnu verkefni sem ber heitið Nýttu tímann: Námskeið – Fyrirlestrar – Samvera og er því ætlað að ná til atvinnulausra og þeirra sem hafa þurft að minnka við sig vinnu vegna efnahagsástandsins í landinu. Verkefnið er að sjálfssögðu opið öllum en áhersla er lögð á að ná til fyrrgreindra hópa. Áhersla er einnig lögð á að leiðbeinendur komi úr röðum sjálfboðaliða, sem og atvinnulausra, og því biðjum við áhugasama um að hafa samband við okkur ef þeir geta leiðbeint á einhverju af námskeiðunum. Leiðbeinendurnir þurfa ekki að vera fagmenn heldur bara sjálfboðaliðar með kunnáttu á viðfangsefninu hverju sinni.

9. febrúar 2009 : Grindavíkurdeild gefur bangsa í sjúkraflutningabílinn

Grindavíkurdeild Rauða krossins afhenti á dögunum Gunnari umsjónarmanni sjúkraflutninga 30 bangsa til að hafa tiltæka í sjúkraflutningabifreiðinni. Bangsunum er ætlað það mikilvæga hlutverk að draga úr sársauka og áfalli hjá yngstu farþegunum og að vera þeim til hughreystingar.

Grindavíkurdeild hefur áður gefið bangsa í sjúkraflutningabifreiðina og segir Gunnar bangsana vekja mikla lukku og þjóni tilgangi sínum fullkomlega.
 

6. febrúar 2009 : Góð þátttaka á námskeiðum á Vesturlandi

Rauða kross deildir á Vesturlandi hafa staðið fyrir fimm námskeiðum í sálrænum stuðningi á síðustu tveimur mánuðum.  Á þessi fimm námskeið mættu samtals 104 manns. Athygli vekur að af þessum fjölda eru milli 80 og 90 manns frá opinberum stofnunum og leik- og grunnskólum á Vesturlandi.

Námskeiðin eru 4 klst. að lengd og er markmið þeirra að þátttakendur kynnist gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.

Svæðisráð og forráðamenn deilda hafa við skipulagningu námskeiðanna leitað eftir  samstarfi við opinbera aðila og skólastjórnendur á þeim stöðum þar sem þegar hafa verið haldin slík námskeið, og hefur þeim umleitunum undantekningarlaust verið vel tekið eins og tölur um mætingu sýna og eru víða dæmi um að námskeiðin hafi verið og verði felld inn í starfsdaga kennara.

6. febrúar 2009 : Góð þátttaka á námskeiðum á Vesturlandi

Rauða kross deildir á Vesturlandi hafa staðið fyrir fimm námskeiðum í sálrænum stuðningi á síðustu tveimur mánuðum.  Á þessi fimm námskeið mættu samtals 104 manns. Athygli vekur að af þessum fjölda eru milli 80 og 90 manns frá opinberum stofnunum og leik- og grunnskólum á Vesturlandi.

Námskeiðin eru 4 klst. að lengd og er markmið þeirra að þátttakendur kynnist gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.

Svæðisráð og forráðamenn deilda hafa við skipulagningu námskeiðanna leitað eftir  samstarfi við opinbera aðila og skólastjórnendur á þeim stöðum þar sem þegar hafa verið haldin slík námskeið, og hefur þeim umleitunum undantekningarlaust verið vel tekið eins og tölur um mætingu sýna og eru víða dæmi um að námskeiðin hafi verið og verði felld inn í starfsdaga kennara.

6. febrúar 2009 : Þorir þú Á Flótta? 14.-15. feb.

Langar þig til að komast að því hvernig 20 milljónir flóttafólks í heiminum upplifir lífið?
Fólk sem neyðist til að flýja landið sitt með óvissuna í farteskinu því það hafði ekki tíma til að pakka niður eigum sínum.
Langar þig að kynnast hvernig er að vera óvelkominn í eigin landi vegna skoðanna þinna?

,,Á Flótta" er hlutverkaleikur þar sem að fólk á aldrinum 13 ára og eldra gefst kostur á að upplifa hvernig það er að vera flóttamaður í sólarhring. Þátttakendur fá nýja fjölskyldu, nýtt þjóðerni, ný trúarbrögð og upplifa dæmigerðar aðstæður flóttamanns frá stríði, spillingu og hungri á meðan þeir hrekjast frá einum stað til annars í leit að öruggum stað til að hefja nýtt líf. Allt miðar að því að upplifun þátttakenda verði eins raunveruleg og hægt er. 

5. febrúar 2009 : Heimsóknavinirnir útbúa líka ungbarnaföt

Heimsóknarvinir Árnesingadeildar eru ekki einungis að heimsækja fólk. Þær taka einnig þátt í verkefninu „Föt sem framlag".,

5. febrúar 2009 : Heilahristingur. Kynningarfundur Gerðubergssafni mánudaginn 9. febrúar kl. 17:30.

Heilahristingur, heimanámsaðstoð fyrir börn af erlendum uppruna í 8. til 10 bekk Fella- og Hólabrekkuskóla, hefst þriðjudaginn 10. febrúar kl. 15:15. Verkefnið verður starfrækt í Gerðubergssafni Borgarbókasafns. Fyrirhugað er að heimanámsaðstoð fyrir yngri bekki Hólabrekkuskóla verði einnig starfrækt seinna í vetur.

Tilgangur verkefnisins er að bregðast við ótímabæru brottfalli grunnskólabarna af erlendum uppruna og auka líkur á að þau kjósi að fara í framhaldsskóla. Megináherslan er skapandi unglingastarf sem miðar að því að opna augu ungmennanna fyrir möguleikum sem fyrir hendi eru hvað varðar framtíð þeirra og styrkja sjálfsmynd þeirra.

5. febrúar 2009 : Líf og fjör hjá Eldhugum

Eldhugar Kópavogsdeildar hittust á fimmtudaginn í síðustu viku líkt og þeir eru vanir að gera alla fimmtudaga kl. 17.30. Fjölmennt var á fundinum og í þetta sinn var farið í ýmsa leiki í byrjun til að hrista hópinn saman. Síðan var hafist handa við að deila með hvort öðru uppáhalds ,,youtube-krækjunni “ og skemmtu sér allir konunglega yfir því sem hver hafði að sýna. Eldhugarnir fengu líka að smakka á alþjóðlegu snakki og í þetta sinn var snakkið ættað frá Mexíkó, öllum til mikillar gleði.

5. febrúar 2009 : Heimsóknavinirnir útbúa líka ungbarnaföt

Heimsóknarvinir Árnesingadeildar eru ekki einungis að heimsækja fólk. Þær taka einnig þátt í verkefninu „Föt sem framlag".,

4. febrúar 2009 : Heimsóknavinir gefa gæðastund

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sem yfirleitt heimsækja gestgjafa sína einu sinni í viku, klukkustund í senn.

4. febrúar 2009 : Heimsóknavinir gefa gæðastund

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sem yfirleitt heimsækja gestgjafa sína einu sinni í viku, klukkustund í senn.

3. febrúar 2009 : Hjartarafstuðtæki gefin til skyndihjálparkennslu

Fyrirtækin Donna, A Karlsson og Fastus hafa gefið Rauða krossinum hjartarafstuðtæki sem ætluð eru til kennslu á skyndihjálparnámskeiðum. Tækin eru af tegundunum PAD, frá Donnu, Lifepak, frá A. Karlssyni, og Power Heart, frá Fastusi.

Í nýjustu kennslubók Rauða krossins í skyndihjálp „Skyndihjálp og endurlífgun - þú getur hjálpað þegar á reynir" er fjallað um notkun hjartarafstuðtækja. Tilgangurinn með því er að gera leiðbeinendum kleift að kenna almenningi á slík tæki á hefðbundnum skyndihjálparnámskeiðum.

3. febrúar 2009 : Framlag til kaupa á garni

Á dögunum var Kópavogsdeildinni fært sérstakt framlag til kaupa á garni fyrir verkefnið Föt sem framlag. Afkomendur Önnu Bjarnadóttur, sem hefur verið sjálfboðaliði í þessu verkefni í fjölda ára, ákváðu fyrir jól að í stað þess að gefa hvort öðru jólagjafir myndu þau styrkja verkefnið. Framlagið nam 88 þúsundum króna, eitt þúsund fyrir hvert ár sem Anna hefur lifað. Anna Rún Ingvarsdóttir, barnabarn Önnu, afhenti deildinni framlagið fyrir hönd afkomendanna en deildin þakkar þeim kærlega fyrir þetta gjafmildi og hlýhug.

2. febrúar 2009 : Allir geta bjargað mannslífi

Slys, áverkar og veikindi gera sjaldnast boð á undan sér. Það getur því oltið á þeim sem eru nærstaddir, til dæmis ættingjum eða samstarfsmönnum, að veita viðeigandi aðstoð.

2. febrúar 2009 : Alþjóða Rauði krossinn flytur særða og sjúka frá Vannihéraði á Norður Sri Lanka

Alþjóða Rauði krossinn flutti á fimmtudaginn 226 sjúka og særða frá Vannihéraði á Norður-Sri Lanka en þar berjast stjórnarherinn og skæruliðar Tamiltígra.

2. febrúar 2009 : Rauði krossinn bregst við efnahagsástandinu með opnun miðstöðvar

Miðstöð, þar sem aðstoð verður veitt í samræmi við neyðarvarnaskipulag Rauða krossins, verður sett á laggirnar á næstu vikum til að bregðast við þörf sem hefur skapast í samfélaginu í kjölfar efnahagsástandsins. Boðið verður upp á sálrænan stuðning, ráðgjöf og námskeið til að takast á við breyttar aðstæður fólks í landinu. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Rauða krossins í gærkvöldi.